• fimmtudagurinn 23. febrúar 2017 • 8. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Varpa hlutkesti vegna lóða í Reykjanesbæ ●●Gríðarlegur vöxtur í fasteignaviðskiptum ●●Tími til kominn að byggja Gríðarlegur uppgangur hefur verið í fasteignaviðskiptum á Suðurnesjum undanfarin þrjá ár. Nú virðist sem allt sé að seljast og tími til kominn að byggja upp. Slegist er um lausar lóðir og verktakar virðast ætla að byggja upp reiti sem hafa verið auðir árum saman. Talsvert er um það að fólk af höfuðborgarsvæðinu leiti á svæðinu eftir húsnæði. Fasteignasalar telja að hátindi í íbúðaverði verði fljótlega náð en markaðurinn er stöðugur á meðan byggingaframkvæmdir eru ekki komnar á fullt. Lántökur vegna húsnæðislána hafa aukist gríðarlega undanfarin þrjú ár en nú er að hægjast þar á. „Suðurnes eru mesti vaxtarsproti Íslands um
þessar mundir og fólk mun flykkjast hingað frá höfuðborginni,“ segir Páll Þorbjörnsson, eigandi Allt fasteigna. Ungt fólk er í miklum mæli að kaupa sér fasteignir en það stígur varlega til jarðar við að velja sér réttu lánin. „Frá 2014-15 hefur verið mikil aukning í því að fólk er að sækjast eftir húsnæðislánum. Við finnum mikið fyrir því að fólk á aldrinum 25 til 40 ára er að kaupa sér eignir og þá oft sína fyrstu eign,“ segir Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ. Í blaði vikunnar má sjá veglega umfjöllun um fasteignamarkaðinn á Suðurnesjum sem er að taka verulegan vaxtakipp.
Ljósmynda alla jörðina daglega með gervitunglum ●● ÍAV þjónustar 144 gervitungl og jarðstöð Eldflaug sem skotið var upp frá Indlandi um miðjan mánuðinn, og innihélt 103 gervitungl, hefur sterka tengingu við Reykjanesbæ. Grannt var fylgst með geimskotinu í Reykjanesbæ. Á Ásbrú er starfrækt jarðstöð af fyrirtækinu Planet Labs sem átti 88 af þeim gervitunglum sem voru í geimflauginni. Skotið gekk vel og eru öll þessi gervitungl komin á sporbaug um jörðu. Aldrei fyrr hafa fleiri gervitungl farið á loft í einu skoti og er þetta heimsmet í þeim efnum. Fyrir átti Planet Labs 56 gervitungl á sporbaug en með þessari viðbót eru þau komin í 144 og gera það að verkum að nú er hægt að ljósmynda alla jörðina með nokkurri nákvæmni daglega. Gervitunglin mynda keðju umhverfis jörðina og með snúningi sínum og snúningi jarðar ná þau að mynda alla jörðina einu sinni á sólarhring en hvert gervitungl nær að mynda landsvæði sem er 20 sinnum stærra en Ísland á hverjum sólarhring. Þessi gervitungl eru um það bil 90 mínútur að fara hringinn umhverfis jörðina og eru þau með 28 megapixla myndavél með öflugri linsu innanborðs. Þegar gervitunglin þjóta fram hjá Íslandi í um 500 kílómetra hæð senda þau frá sér myndirnar sem gervihnattamóttakararnir safna saman og senda áfram um netsambönd til höfuðstöðva Planet Labs í Bandaríkjunum.
Jarðstöðin á Ásbrú í Reykjanesbæ sem er í sambandi við 144 gervitungl sem mynda jörðina úr 500 km. hæð alla daga ársins. VF-mynd: Hilmar Bragi
Planet Labs er með móttökustöðvar á nokkrum stöðum víða um heim en stöðin hér á Ásbrú er sú stærsta hjá þeim og er hún nú þegar búin að hafa samskipti við öll nýju gervitunglin en hvert um sig er aðeins um 4 kíló og á stærð við venjulegt heimilisbrauð. Eftir að gervitunglunum var sleppt úr geimflauginni sá jarðstöðin á Ásbrú um að hlaða upp stýrikerfi á gervitunglin og raða þeim upp á himinhvolfið. ÍAV og Planet Labs eru með þjónustusamning og sér ÍAV um þjónustu og rekstur á jarðstöðinni sem er staðsett á Smiðjutröð 13-15 á Ásbrú. Í veturbyrjun árið 2015 hóf ÍAV framkvæmdir á Smiðjutröð 13 og 15 á Ásbrú fyrir Planet Labs. ÍAV sá um alla framkvæmdina sem gekk vel þrátt fyrir rysjótt veður. Sökklar fyrir diskana voru steyptir upp og lagnir
settar í jörðu. Fyrir um ári síðan komu svo diskarnir en á svæði Planet Labs eru sex gervihnattamóttakarar, fjórir þeirra eru veðurþolnir en tveir eru inni í stórum hvítum kúlum sem verja þá fyrir veðri. Þá eru á svæðinu nokkur önnur stefnuvirk loftnet og mannvirki með stjórnbúnaði. Jarðstöðinni er fjarstýrt frá Bandaríkjunum en rafvirkjar frá ÍAV sinna þó ýmissi þjónustu við búnaðinn á Ásbrú og eru með fjarstýrðar hendur á svæðinu, eins og þeir segja sjálfir. Fjallað er um jarðstöðina í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 22:00 og aftur klukkan 22:00. Umfjöllunin er einnig á vef Víkurfrétta, vf.is, þar sem rætt er við Einar Ragnarsson, verkefnisstjóra hjá ÍAV um þetta áhugaverða verkefni.
Lóan er komin í slökkviliðið og karlavígið fallið! ■■Það tók næstum 104 ár að fella eitt þaulsetnasta karlavígið í Reykjanesbæ. Slökkvilið var stofnað í Keflavík árið 1913 og núna árið 2017 hefur fyrsta konan verið ráðin til starfa hjá Brunavörnum Suðurnesja sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Hún heitir Lóa Dís Másdóttir og starfaði síðast sem lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Lóa Dís er með menntun sem sjúkraflutningamaður og hefur undanfarið náð sér í menntun í slökkviliðsfræðum. Fyrsta vaktin hennar var á mánudagskvöldið en þá var meðfylgjandi mynd tekin af vaktinni hennar. Á myndinni með Lóu Dís eru þeir Bjarni Rúnar Rafnsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Aron Rúnarsson slökkviliðsmaður og Herbert Eyjólfsson varðstjóri.
Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000
FÍTON / SÍA
Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is
studlaberg.is