09 tbl 2017

Page 1

• fimmtudagurinn 2. mars 2017 • 9. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Amason selur kísilsteinefni geoSilica ●●Framleiðslan sextánfölduð Nýsköpunarfyrirtækið geoSilica á Ásbrú er að leggja lokahönd á sextánfalda stækkun á framleiðslu fyrirtækisins, sem staðsett er á Hellisheiði. „Árið byrjar mjög vel hjá okkur, við höldum áfram að slá met í sölutölum og náðum við metsölu núna í janúar. Við viljum anna aukinni eftirspurn viðskiptavina okkar og var því ákveðið að fara út í þessar framkvæmdir,“ segir Ágústa Valgeirsdóttir, verkefna- og viðskiptaþróunarstjóri geoSilica. Fyrirtækið hefur nú komið upp 32.000 lítra biðtönkum sem tryggir fyrirtækinu næga framleiðslugetu bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Aðlaga þurfti tankana að framleiðsluháttum

Bæjarfulltrúar vilja stöðva mengun ■■Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar tóku á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku undir áhyggjur annarra íbúa af þeirri mengun sem komið hefur frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík og athugasemdir þeim tengdum. Enn berast kvartanir til Umhverfisstofnunar vegna lykt- og loftmengunar frá verksmiðjunni. Fulltrúar United Silicon og Umhverfisstofnunar munu koma á fund bæjarráðs 2. mars nk. Nokkrar umræður urðu á bæjarstjórnarfundinum vegna verksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar opnaði umræðuna. Lýstu bæjarfulltrúar m.a. yfir þungum áhyggjum af því hversu brösuglega starfsemin hefur gengið frá upphafi. Verksmiðjan var gangsett um miðjan nóvember sl. Á fundinum lagði bæjarstjóri til að hann myndi kalla fulltrúa United Silicon og Umhverfisstofnunar á fund bæjarráðs sem fyrst og var það samþykkt. Fulltrúi frá fyrirtækinu og Umhverfisstofnun munu koma á fund bæjarráðs 2. mars nk. til þess að skýra sín sjónarmið. Bæjarfulltrúar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þá ófyrirséðu mengun frá verksmiðunni sem torvelt virðist að lágmarka, en var í upphafi útskýrð sem byrjunarörðugleikar.

geoSilica og segir Ágústa margar áskoranir fylgja stækkuninni, sérstaklega þar sem um nýja tækni sé að ræða sem ekki hefur verið notuð áður í þessum tilgangi. „Ég tel að íslenska veðrið hafi verið stærsta áskorunin þar sem biðtankarnir eru staðsettir fyrir utan húsnæði okkar á Hellisheiði.“ Byrjað er að selja kísilsteinefni geoSilica hjá Amazon í Bandaríkjunum og er fyrirtækið í viðræðum við nokkra aðra aðila um dreifingu erlendis. „Við teljum það styrk fyrirtækisins að geta annað eftirspurn á erlendum mörkuðum en það er þekkt að mörg íslensk sprotafyrirtæki flaska á því,“ segir Ágústa.

Álver í Helguvík áfram í biðstöðu ■■Century Aluminium, móðurfyrirtæki Norðuráls, færði niður kostnað við álver í Helguvík um 16 milljarða króna í ársfjórðungsskýrslu fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs. Nú er biðstaða varðandi framtíð þess. Það var gert í kjölfar niðurstöðu gerðardóms um orkusamning við HS Orku. Gerðardómur kvað í nóvember síðastliðnum upp þann úrskurð að HS Orku bæri ekki að

standa við ákvæði raforkusaamnings við Norðurál síðan í apríl 2007 vegna álvers í Helguvík. Sú raforka átti að vera hluti þeirrar orku sem þurfti til álversins. HS Orka hafði í nokkur ár reynt að losna undan samningnum. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að framtíð bygginga Norðuráls í Helguvík muni ráðast af möguleikum á orku á samkeppnishæfu verði.

Telja óljóst hvaða efni berast frá kísilverksmiðju ●●Tímabundin stöðvun United Silicon hugsanleg Fulltrúar Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að fram fari verkfræðileg úttekt á hönnun og rekstri kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vegna tíðra mengunaróhappa. Stofnunin sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í síðustu viku. Í úttektinni verður kannað hver upptök lyktar eru og tillögur lagðar fram um úrbætur á mengunarbúnaði og rekstri. Í bréfinu tilkynnir Umhverfisstofnun jafnframt að hugsanlegt sé að stöðva þurfi reksturinn tímabundið til að framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Þar til úttektinni verður lokið áformar Umhverfisstofnun að United Silicon fái aðeins að reka þann eina ofn verksmiðjunnar í Helguvík sem þegar hefur verið settur upp. Í áætlunum fyrirtækisins til næstu tíu ára er gert ráð fyrir að ofnarnir verði fjórir. Umhverfisstofnun hefur veitt forsvarsmönnum United Silicon frest til 7. mars næstkomandi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Í úttektinni á einnig að greina hvaða efni gætu verið í útblæstri verksmiðjunnar, sérstaklega þegar eitthvað kemur upp á við rekstur ofns verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun telur ljóst af kvörtunum íbúa að dæma að þau áhrif og einkenni sem fólk lýsi feli í sér skerðingu á lífsgæðum sem ekki

„Við höfum áhyggjur af því að það séu að myndast efni sem ekki var gerð grein fyrir í mati á umhverfisáhrifum né í umsóknarferlinu,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.

var gert ráð fyrir í aðdraganda leyfisveitingar til kísilverksmiðjunnar. „Verkfræðileg úttekt myndi leiða í ljós úrbætur sem þyrfti að gera og meta hvaða efni er um að ræða. Við höfum áhyggjur af því að það séu að myndast efni sem ekki var gerð grein fyrir í mati á umhverfisáhrifum né í umsóknarferlinu,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Markmiðið með úttektinni væri að koma í veg fyrir að snefilefnin myndist. Starfsemi hófst í kísilverksmiðju United Silicon í október síðastliðnum. Umhverfisstofnun hefur fengið fjölda ábendinga um mengun frá íbúum og starfsfólki nærliggjandi fyrirtækja í

Helguvík. Í eftirlitsferðum fulltrúa Umhverfisstofnunar hafa fjölmörg frávik frá starfsleyfi verið skráð. Í fyrrnefndu bréfi frá Umhverfisstofnun til United Silicon segir að þurft hafi að auka verulega tíðni eftirlits með starfseminni frá því sem áætlað var og að umfang eftirlitsins sé fordæmalaust.

Fer Umhverfisstofnun offari í Helguvík? ■■„Ef frá eru talin úrbætanleg tækniatriði sem nálgast má í anda meðalhófs, virðist sem Umhverfisstofnun byggi áform sín á huglægu mati og óformlegum kvörtunum. Ekkert liggur fyrir um aðra mengun en lykt, eins og hver og einn finnur lykt eða ólykt með sínu nefi. Ekkert liggur fyrir um staðfest heilsutjón né aðra skaðlega mengun frá verksmiðjunni studda hlutlægu mati,“ segir Skúli Thoroddsen, lögfræðingur og íbúi í Reykjanesbæ í aðsendri grein til Víkurfrétta. Skúli segir m.a. í grein sinni að það sé ekki tilgangur skrifa hans að gera lítið úr því að fólki finnist ólykt koma sér við í sínum heimabæ, þvert á móti. „Hins vegar get ég ekki varist þeirri hugsun að Umhverfisstofnun fari með áformum sínum offari, verði þau að veruleika og starfsemin takmörkuð, án haldbærra gagna um raunverulega mengun.“

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.