• fimmtudagurinn 9. mars 2017 • 10. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Hafna byggingu 22 gistihúsa á Garðskaga ■■Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur staðfest afgreiðslu skipulagsog bygginganefndar Garðs þar sem lagst er gegn byggingu 22 gistihúsa á tveimur lóðum við Norðurljósaveg á Garðskaga. Norðurljós gestahús ehf. í samstarfi við Völundarhús ehf. óskuðu eftir að fá úthlutað lóðunum við Norðurljósaveg 4 og 6 til að reisa á þeim 22 gistihús til útleigu fyrir ferðamenn. Nefndin tók jákvætt í úthlutun lóðanna en hafnaði hins vegar þeim hugmyndum um uppbyggingu sem lagðar eru fram með erindinu. „Ásýnd þeirrar uppbyggingar sem lögð er til, samræmist frístundabyggð frekar en nokkru öðru, en lóðirnar eru ekki skipulagðar sem frístundabyggð, heldur hugsaðar undir uppbyggingu stærri og varanlegri mannvirkja sem uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar um heilsárshús. Þá er nýtingarhlutfall lóðanna skv. tillögu engan veginn viðunandi (0,05-0,06) og stendur þ.a.l. ekki undir kostnaði vegna uppbyggingar innviða og umgjarðar vegna lóðanna,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar. Bæjarstjórn Sveiarfélagsins Garðs samþykkti svo afgreiðslu nefndarinnar með sex atkvæðum en Gísli Heiðarsson sat hjá við afgreiðsluna. Hann er að byggja hótel á næstu lóð við þær sem sótt var um undir gistihúsin.
Hrognin eru komin og körin klár. Gunnar Jóhannsson með lúkufylli af flottum loðnuhrognum sem fara öll til frystingar í Saltveri í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hrognin eru komin í Helguvík
■■Hrognataka úr loðnu stendur nú yfir í Helguvík og hefur staðið stanslaust yfir síðustu átta sólarhringa. Um miðjan dag í gær voru körin orðin 1400 talsins eða um 1000 tonn af hrognum. Hrognin fara til frystingar hjá Saltveri í Njarðvík. Tvö loðnuskip hafa forgang í löndun til hrognatöku í Helguvíkurhöfn. Það eru Vilhelm Þorsteinsson EA og grænlenska skipið Polar Amaroq. Sá grænlenski kom til hafnar í gær með 2200 tonn af loðnu til hrognatöku en tvo sólarhringa tekur að landa úr skipinu. Vilhelm Þorsteinsson EA er svo væntanlegur á morgun með fullfermi. Gunnar Jóhannsson hefur staðið vaktina í Helguvík síðustu daga. Hann á von á því að hrognatakan standi fram yfir helgi en unnið er allan sólarhringinn í Helguvík við hrognatökuna. Gríðarleg verðmæti liggja í loðnuhrognum en verðmæti þeirra er meira en tífalt á við að aflinn fari til bræðslu.
Of langur tími án aðgerða ●●Þrjú banaslys á Grindavíkurvegi á áratug l Bæjaryfirvöld í Grindavík funda með vegamálastjóra Banaslysið á Grindavíkurvegi aðfararnótt síðasta laugardags er annað banaslysið á veginum á þessu ári. Í slysinu hafnaði bíll utan vegar og ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, lést. Þar á undan varð banaslys á veginum 12. janúar síðastliðinn þegar bílar, sem ekið var úr gagnstæðum áttum, lentu saman. Í því slysi lést ökumaður annars bílsins. Alls hafa orðið þrjú banaslys á veginum síðan árið 2007.
Eftir banaslysið í janúar var stofnaður hópur í Grindavík til að þrýsta á um úrbætur á veginum. Hann skipa fulltrúar úr bæjarstjórn, bæjarstjóri, Vilhjálmur Árnason þingmaður og fulltrúar frá Bláa Lóninu, Jóni og Margeiri, HP gámum, Vísi og Þorbirni. Fulltrúar hópsins munu funda með vegamálastjóra í dag og með samgönguráðherra í næstu viku. Að sögn Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, er brýnt að
ráðast í úrbætur á veginum sem fyrst. „Vegurinn er ekki eins og við viljum hafa hann. Það hefur liðið langur tími án aðgerða,“ segir hún. Á fundinum í dag mun vegamálastjóri kynna niðurstöður athugunar Vegagerðarinnar á ástandi vegarins. „Við munum kynna okkur tillögur vegamálastjóra og einnig leggja fram ýmis rök fyrir því að ráðist verði í lagfæringar hið fyrsta.“/dhe Sjá nánar á bls. 2.
Meðfylgjandi mynd var tekin yfir framkvæmdasvæðið í síðustu viku eftir að sökklarnir höfðu verið muldir niður. VF-mynd: Hilmar Bragi
Stækka kirkjugarðinn að Útskálum og jarða „2007“ ■■Nú er unnið að fyrsta áfanga stækkunar á Útskálakirkjugarði norðan við Útskálakirkju. Lokið verður við áfangann í sumar. Umtalsverð stækkun á garðinum hefur verið hönnuð en heildarkostnaður við verkið verður um 35 milljónir sem dreifist yfir nokkur ár. Sveitarfélagið Garður og sóknarnefnd Útskálakirkju hafa gert samning um framkvæmdina og kostnaðarskiptingu en sóknarnefndin og sveitarfélagið munu fjármagna kostnað við verkið.
Önnur framkvæmd vekur mun meiri eftirtekt að Útskálum. Í góðærinu fyrir rúmum áratug hófust menn handa við uppbyggingu á bæði hóteli og safnaðarheimili á Útskálatúninu. Sökklar undir safnaðarheimili og hluta hótelsins höfðu verið steyptir en þá skall á kreppa og áformin urðu að engu. Sveitarfélagið Garður eignaðist svo sökklana á uppboði. Nú hefur 2007-draumurinn verið jarðaður ef svo má að orði komast. Sökklarnir hafa verið jafnaðir við jörðu. Endurskipulagning á svæðinu þar sem sökklarnir stóðu stendur nú yfir.
Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000
FÍTON / SÍA
Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is
studlaberg.is