11 tbl 2017

Page 1

• fimmtudagurinn 16. mars 2017 • 11. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Júdó á uppleið í Grindavík og Vogum

Júdóþjálfarinn Arnar Már Ólafsson aðstoðar ungan iðkanda með júdóbeltið. Mikið og öflugt starf er unnið í bardagaíþróttinni í bæði Grindavík og Vogum. VF mynd: Eyþór Sæm.

■■Mikil gróska er í starfi júdódeildanna í Grindavík og Vogum en samtals æfa þar um 70 iðkendur. Á undanförnum áratugum hefur skapast mikil hefð fyrir íþróttinni enda hafa þaðan komið öflugir júdómenn. Víkurfréttir tóku hús á Arnari Má Jónssyni og júdófólkinu hans en hann þjálfar báðar deildir. Arnar hefur komið víða við í sportinu. Hann var sigursæll í karate og kraftlyftingum áður en hann endaði í júdó þar sem þjálfun á hug hans allan. Hann þjálfaði hjá íþróttafélagi fatlaðra í tvo áratugi og kom á laggirnar keppninni um sterkasta fatlaða mann heims. // 22

Suðurnesjamönnum fjölgar um 55% ■■Framtíðarsetur Íslands spáir því að íbúum á Suðurnesjum fjölgi um 55 prósent á næstu 13 árum. Sveitarfélögin fimm verða því að hafa hraðar hendur og hafa til reiðu lóðir undir húsnæði og atvinnustarfsemi, skóla, leikskóla, öldrunarheimili og aðra þjónustu. Íbúar á Suðurnesjum eru núna um það bil 22.600 talsins en gangi spáin eftir mun þeim fjölga um 12.200 til ársins 2030. Við heyrum í bæjarstjórum á Suðurnesjum um það hvernig undirbúningurinn gengur. // 18-19

Styrkir Unicef með sölu teikninga ■■M æ ð g u r n a r Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndari og Arís E v a Vi l h e l m s d ótti r tei k n ar i halda saman sýningu í tilefni af Menningar v i ku sem nú stendur yfir í Grindavík. Meðal verka á sýningunni eru teikningar af börnum og rennur ágóði af sölu þeirra til Unicef. Arís fékk hugmyndina þegar hún gekk með dóttur sína og var oft hugsað til kvenna og barna á flótta undan stríði. Vigdís fékk myndavél að gjöf á fimmtugsafmælisdaginn og hefur ljósmyndun átt hug hennar síðan. Hún lauk námi frá Ljósmyndaskólanum árið 2014 og hefur þegar haldið nokkrar sýningar. // 24

Kominn heim ■■Tryggvi Larum bjó í Njarðvík til þriggja ára aldurs en flutti þá með íslenskri móður og norsk- bandarískum föður til Bandaríkjanna þar sem hann hefur búið síðan. Hann er nú kominn á eftirlaun og fluttur til baka í Reykjanesbæ þar sem hann ætlar að verja efri árunum ásamt eiginkonu sinni. Tryggvi er sjálfmenntaður í tréskurði og vatt kvæði sínu í kross á dögunum og tók þátt í alþjóðlegu móti í snjóskurði. // 14

30 milljónir til uppbyggingar á Reykjanesi ■■Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 610 milljónum til uppbyggingar á ferðamannastöðum hringinn í kringum landið og fara um 30 milljónir til verkefna á Reykjanesi. Þau verkefni sem hlutu styrk eru Brú milli heimsálfa kr. 3.520.000, Gunnuhver kr. 18.500.000, Skessan í hellinum kr. 900.000 og Stígur við tjörnina í Sandgerði kr. 9.564.800. // 16

Hótel í heimsklassa ■■Bláa Lónið opnar í haust nýtt upplifunarsvæði, hágæða hótel og veitingastaði þar sem áhersla verður lögð á einstaka upplifun gesta. Fyrirtækið undirbýr nú ráðningar á starfsfólki í tengslum við verkefnið en vel á annað hundrað fjölbreytt störf verða til í tengslum við uppbygginguna. Framkvæmdir við upplifunarsvæðið og hótelið eru vel á veg komnar.// 12

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.