Víkurfréttir
EIN MILLJÓN ÁHORF
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Á SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Á
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Sláðu inn leitarorðið „Sjónvarp Víkurfrétta“ á Youtube.com og horfðu á eitthvað af 700 myndskeiðum og þáttum Sjónvarps Víkurfrétta
700 innslög s f.i í háskerpu á v
Sjónvarp Víkurfrétta
Sjónvarp Víkurfrétta er í páskafríi á ÍNN í þessari viku. Þú getur horft á eldri þætti í háskerpu á vef Víkurfrétta
– í HD á vf.is þegar þér hentar!
vf.is
MIÐ VIKUDAGINN 1. AP R ÍL 2 0 15 • 13 . TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R Norskur málsháttur úr einu af eggjunum.
Páskaleg vorsýning Vorsýning BRYN Listdansskóla Reykjanesbæjar var haldin í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú um nýliðna helgi. Sýningin var fjölbreytt og skemmtileg þar sem nemendur á öllum aldri úr forskóla, grunnskóla- og framhaldsskóladeild sýndu listir sínar í klassískum ballett, táskótækni, nútímadansi, hip hop, nútímadjassdansi og fleira.
Sjáið fleiri myndir á vf.is.
Fengu 1000 norsk páskaegg Gleðilega páska fyrir mistök
Reykjanesbær skiptir um kennitölu og lækkar skuldir um 70% – íbúar geta sótt um lágmarksútsvar með rafrænum skilríkjum á bæjarskrifstofunni í dag
R
FÍTON / SÍA
eykjanesbær hefur skipt um kennitölu. Aðgerðin er möguleg vegna glufu í sveitarstjórnarlögum. Bæjarfélagið verður því framvegis rekið sem byggðarsamlag en ekki hefðbundið bæjarfélag. Sérfræðingar frá endurskoðunarskrifstofum hafa undanfarna mánuði unnið með bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ í lausn á skuldavanda sveitarfélagsins. Eins og kunnugt er af fréttum skuldar Reykjanesbær yfir 40 milljarða króna. Þegar nýr meirihluti tók við stjórnartaumum í sveitarfélaginu eftir kosningar síðasta vor var strax
einföld reiknivél á ebox.is
farið í vinnu við að leysa vanda Reykjanesbæjar. Unnið hefur verið eftir áætlun sem kallast Sóknin og þar hefur verið ráðist í nokkrar sársaukafullar aðgerðir til að rétta við hag bæjarins. Í allri þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin kom í ljós að glufa er í sveitarstjórnarlögum sem í raun heimilar sveitarfélagi að skipta um kennitölu. Kennitala Reykjanesbæjar er liðlega 20 ára gömul en hún verður í dag færð á sérstakan bókhaldslykil. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
segir að þetta þýði þó ekki a ð s v e i t a rfélagið sé orðið skuldl au s t . Hi ns vegar lækka skuldbindingar Reykjanesbæjar um 70% við þessa aðgerð. Munar þar mestu um skuldir hafnarinnar. Þessi breyting, að skipta um kennitölu og reka bæjarsjóð sem byggðarsamlag, þýðir að ekki þarf að hækka álögur eins
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
og útsvar á bæjarbúa. Reyndar ge t a út s v ar s g re i ð e n du r í Reykjanesbæ nú sótt um lágmarksútsvar með því að framvísa rafrænum skilríkjum. Það hefur verið mögulegt alla þessa viku, eins og greint var frá á vf.is á mánudaginn. Umsóknir um útsvarslækkun þurfa hins vegar að hafa borist fyrir páska. Í dag er því lokadagur fyrir útsvarslækkun. Fólk þarf að mæta á bæjarskrifstofurnar við Tjarnargötu með rafrænu skilríkin og sækja um lækkunina. Vegna páska er opið í þjónustuveri bæjarins til kl. 21:00 í kvöld.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
– verða gefin kátum krökkum í dag í íþróttahúsinu við Sunnubraut
N
ettó pantaði fyrr á árinu páskaegg frá sælgætisverksmiðju í Noregi. Þegar eggin skiluðu sér í hús kom í ljós að 1000 egg í sendingunni höfðu skandinavíska merkingu og innihéldu norska málshætti. Þar sem málshættir skipta mestu máli þegar páskaegg eru annars vegar var ákveðið að eggin 1000 færu ekki í sölu, heldur yrðu gefin nú á síðustu metrunum fyrir páska. „Okkur fannst rétt að leyfa fólki að njóta eggjanna, þó svo málshættirnir fari fyrir ofan garð og neðan,“ segir Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, sem eiga og reka Nettó. Málsháttur eins og „Sjaldan fellur unginn langt frá hænunni“ kom úr páskaeggi sem var opnað í viðurvist ljósmyndara. Eggin eru troðin af sælgæti frá bæði Haribo og Mikla. Eggin 1000 verða gefin í dag í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Það kom í hlut umsjónarfélaga Nettómótsins í körfubolta að dreifa eggjunum og hafist verður handa við að gefa eggin kl. 17 í dag.
Ómar Valdimarsson framkvæmdastjóri Samkaupa ehf. með eitt af norsku eggjunum sem verða gefin í dag.