• Fimmtudagurinn 12. maí 2016 • 19. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Kísilver Thorsil komið með trygga orku og stefnir að gangsetningu 2018
Byggingar á Keflavíkurbjargi
Hér má sjá byggingar United Silicon í Helguvík, nokkur hundruð metra frá bjargbrún Keflavíkurbjargs þar sem ljósin ertu tendruð á Ljósanótt. Margir hafa haft orð á því að fegurð bjargsins sé ekki sú sama með stálbyggingarnar á toppnum. Sjá má annað sjónarhorn á myndinni að neðan. VF-mynd/Eyþór Sæmundsson.
Fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum í blóma l Fjöldi fólks af höfuðborgarsvæðinu flyst til Suðurnesja og það lyftir verðinu upp. Vantar eignir á sölu Það er óhætt að segja að fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum hafi tekið kipp á undanförnum misserum, eftir ládeyðu árin eftir bankahrun. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá var 339 kaupsamningum vegna húsnæðis þinglýst á Suðurnesjum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og var heildarveltan 9.173 milljónir. Til samanburðar var fjöldi þinglýstra kaupsamninga á sama tíma í fyrra 224 og heildarveltan 4.499 milljónir. Í apríl síðastliðnum var 95 kaupsamningum á Suðurnesjum þinglýst en í apríl í fyrra voru þeir mun færri, eða 54. Að sögn Þrastar Ástþórssonar, fasteignasala hjá M2 Fasteignasölu & Leigumiðlun í Reykjanesbæ, hefur sala íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum tekið mikinn kipp á þessu ári. Nokkuð hafi þó lifnað yfir markaðnum á síðasta ári. „Svo hefur þetta verið stigvaxandi og eftirspurnin er alltaf að aukast. Hún er orðin meiri en framboð og það vantar orðið eignir á sölu,“ segir hann.
FÍTON / SÍA
Nokkuð mörg dæmi eru um að eignir hafi verið seldar á hærra verði en upphaflega var sett á þær og segir Þröstur slík tilvik ekki hafa komið upp síðan fyrir bankahrun. „Það má því segja að það sé mikill kippur í gangi.“ Að sögn Þrastar er töluvert um að fólk af höfuðborgarsvæðinu flytji til Suðurnesja og
segir hann það koma markaðnum vel af stað. „Fólki af höfuðborgarsvæðinu finnst íbúðaverðið hér gott að það lyftir verðunum upp. Þau hafa verið að hækka og eru eiginlega að hækka núna í þessum töluðu orðum. Þetta er það sem gerist þegar markaðurinn klárast, það er lítið framboð og þegar nýjar eignir koma inn þá hækka verðin.“ Það er engin ein tegund af íbúðarhúsnæði sem selst betur en önnur þessa dagana, heldur virðist allt seljast. „Það má segja að það sé öll flóran, bæði ódýrasta húsnæðið og það dýrasta. Það má segja að það sé fjör í öllum verðflokkum,“ segir Þröstur. Að sögn Þrastar eru margar skýringar á því hversu líflegur fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum er núna. Að einhverju leiti sé eftirspurn eftir húsnæði uppsöfnuð. „Það er líka bætt staða hjá fólki almennt. Síðan í fyrra hefur fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign getað fengið allt að 90 prósent lán hjá bönkunum, en þó með ákveðnu hámarksverði.“ Þröstur nefnir einnig mikla uppbyggingu hér á svæðinu og að næg atvinna sé í boði. Það er því sitt lítið af hverju sem útskýrir líflegan fasteignamarkað á Suðurnesjum þessa dagana.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á Suðurnesjum
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
■■Fyrsti ársfjórðungur 2015 ■■Fjöldi 224 ■■Heildarvelta 4.499 milljónir ■■Fyrsti ársfjórðungur 2016 ■■Fjöldi 339 ■■Heildarvelta 9.173 milljónir
Það má segja að það sé fjör í öllum verðflokkum
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
■■Landsvirkjun og Thorsil hafa skrifað undir samning um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík í Reykjanesbæ. Um er að ræða allt að 55 megavött af afli eða sem samsvarar 460 gígavattstundum af orku á ári. Afhending hefst árið 2018 þegar ráðgert er að gangsetja kísilverið. Kísilver Thorsil mun framleiða um 54.000 tonn af kísilmálmi á ári og nota til þess 87 MW af raforku, eða um 730 GWst á ári. Um 130 starfsmenn munu starfa hjá verksmiðjunni. Orkan verður afhent í áföngum úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar. Sem kunnugt er hefur fyrirtækið nú tvær virkjanir í byggingu, stækkun Búrfellsvirkjunar og jarðvarmavirkjun að Þeistareykjum. Samningurinn er háður tilteknum skilyrðum og þarf meðal annars að hljóta samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til þess að öðlast fullnaðargildi. „Það er ánægjulegt að bjóða Thorsil velkomið í raforkuviðskipti við Landsvirkjun. Verkefni Thorsil í Helguvík er kærkomin viðbót við þá uppbyggingu iðnfyrirtækja sem á sér stað í Reykjanesbæ. Samningurinn er hagstæður fyrir báða aðila og í samræmi við þá stefnu Landsvirkjunar að fá hagstætt verð fyrir þá endurnýjanlegu orku sem byggir á auðlindum okkar Íslendinga,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar eftir undirritun samningsins. John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, segir undirritun samnings við Landsvirkjun lokaskrefið í vönduðu undirbúningsferli þessa verkefnis. „Með þessum samningi hefur Thorsil tryggt alla orkuþörf kisilvers síns í Helguvík. Við fögnum samstarfinu við Landsvirkjun og gleðjumst yfir því að eiga kost á umhverfisvænni orku til að framleiða kísilmálm sem nýttur verður til að draga úr áhrifum umsvifa mannsins á umhverfið.“ Fyrir í Helguvík er kísisver United Silicon sem er á lokaspretti framkvæmda og stefnir á að hefja framleiðslu núna í sumarbyrjun.
Mikil ásókn í gistingu á Suðurnesjum ■■Ekkert lát virðist vera á eftirspurn eftir gistingu á Suðurnesjum, ekki síður í heimahúsum eða gistiheimilum eins og hótelum. Hjón í Keflavík á eftirlaunaaldri settu herbergi sem þau hafa ekki nýtt í einbýlishúsi sínu á airbnb vefinn og hafa leigt hana út septe m b e r. Vi ð brögðin voru að þeirra sögn ótrúleg. Herbergið bókaðist upp marga mánuði fram í tímann á örfáum dögum. Fjöldi herbergja, íbúða og húsa á Suðurnesjum er í boði á vefnum. „Markmið okkar á að vera að fá fólk til að staldra lengur við en eina nótt sem er lang algengast. Gestirnir sem fara um svæðið eru mjög hrifnir af mörgu á Reykjanesinu,“ sögðu þau. VF veit um fleiri svona dæmi. Mikil ásókn sé í margs konar gistingu og uppbókað sé víða næstu mánuði.