• Fimmtudagurinn 19. maí 2016 • 20. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Ellert fyrsti heiðursborgari Reykjanesbæjar n Hótel Keflavík og Diamond Suites.
Fyrstu fimm stjörnurnar í Keflavík n Þr játíu ár a af mæli Hótels Keflavíkur var fagnað á þriðjudag. Af því tilefni var Diamond Suites formlega opnað en það er á efstu hæð hótelsins og er fyrsta fimm stjarna hótelið á Íslandi. Á hótelinu eru fimm svítur og stofa. Gestir geta leigt eina og eina svítu eða alla hæðina sem er 280 fermetrar. Að sögn Steinþórs Jónssonar, eiganda og hótelstjóra á Hótel Keflavík, hefur vantað slíka lúxusgistingu hér á landi. Nánar er fjallað um tímamótin hjá Hótel Keflavík í blaðinu í dag.
Ellert Eiríksson, fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar var í vikunni útnefndur fyrsti heiðursborgari bæjarfélagsins. Útnefningin fór fram á 500. fundi Reykjanesbæjar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri afhenti Ellerti blóm og skjal af þessu tilefni. Ellert byrjaði snemma við hin ýmsu störf í Keflavík, rakaði ungur grjót og var m.a. bæjarverkstjóri áður en hann varð sveitarstjóri í Gerðahreppi 1982 til 1990. Ellert varð fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar eftir sameininguna
árið 1994 en hann hafði þá verið bæjarstjóri Keflavíkur frá árinu 1990. Ég held að stærsta málið sem kom að á mínum ferli sem bæjarstjóri og sveitarstjórnarmaður hafi verið sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í sveitarfélagið Reykjanesæ. Það var góð ákvörðun og hefur marg sannað sig,“ sagði Ellert sem fer aðeins yfir ferilinn í viðtali í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Hann var m.a. spurður út í frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum.
n Ellert Eiríksson með hinum tveimur bæjarstjórum Reykjanesbæjar, Árni Sigfússyni og Kjartani Má Kjartanssyni. VF-mynd/pket.
Ígildi álvers
Vaxandi hjólamenning á Suðurnesjum
n Airport Associates er flugafgreiðslufyrirtæki sem hefur vaxið hægt en örugglega á Keflavíkurflugvelli undanfarna næstum tvo áratugi. Fyrirtækið hefur þurft að bregðast við örum vexti í flugsamgöngum um Keflavíkurflugvöll og m.a. þurft að leita út fyrir landssteinana eftir vinnuafli. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á tveimur fjölbýlishúsum á Ásbrú til að tryggja starfsfólki húsnæði. Í sumar verða starfsmenn þess um 520 talsins og því má segja að þetta ört vaxandi fyrirtæki sé orðið ígildi álvers. Nánar er fjallað um Airport Associates í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30.
n Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Gera hlé á krabbameinsleit hjá HSS n Vegna anna á ljósmæðravakt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður ekki boðið upp á krabbameinsleit þar í sumar. Að sögn Halldórs Jónssonar, forstjóra HSS, var ákveðið að gera hlé á leitinni vegna ófyrirséðrar manneklu fram til loka ágúst. Boðið hefur verið upp á hefðbundna leit að frumubreytingum í leghálsi og hafa ljósmæður séð um að framkvæma skoðunina. Framkvæmdar hafa verið 12 til 15 skoðanir á mánuði og er konum bent á að snúa sér til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík þar til í lok sumars þegar aftur verður boðið upp á krabbameinsleit á HSS.
Grindvíkingar tróna á toppnum
n Helgi Valdimar Viðarsson Biering segist hafa farið af stað með hjólreiðaverkstæði sitt vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að finna stað þar sem hann gæti látið gera við hjólið sitt. „Þar sem að ég er vélvirki þá lét ég það ekkert stoppa mig,“ segir Helgi sem undanfarin fimm ár hefur séð um að gera við reiðhjól fyrir íbúa Suðurnesja. Í Víkurfréttum í dag er umfjöllun um hjólreiðamenninguna á Suðurnesjum þar sem púlsinn er tekinn bæði á hjólafólki og einnig á aðilum sem sérhæfa sig í viðgerðum á reiðhjólum. Sjá nánar síðum 10-11 í blaðsinu í dag.
n Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í 1. deildinni í fótbolta og tróna á toppnum ásamt Leiknismönnum. Þjálfarinn Óli Stefán Flóventsson er að vonum sáttur við gengið og segir stefnuna tekna upp í efstu deild eftir fjögur mögur ár í næst efstu deild. „Það er jákvætt að við séum að byrja mótið sterkar en oft áður,“ segir Óli. Nánar er rætt við Óla í blaðinu í dag.
ÍLS selur 108 íbúðir á Suðurnesjum l Söluandvirði var 1.699 milljónir króna l Íbúðalánasjóður á enn 242 íbúðir á Suðurnesjum
n Víðismenn unnu öruggan 0-3 sigur á grönnum sínum 3. deildinni í fótbolta karla um helgina en leikurinn fór fram í Sandgerði. „Þetta var það sem við lögðum upp með, að halda hreinu hjá okkur. Við vorum örlítið hissa á að mótspyrnan hafi ekki verið meiri en raun bar vitni,“ segir Björn Bergmann Vilhjálmsson fyrirliði Víðis. „Afmælisveislan er bara rétt að byrja. Þetta verður svona í allt sumar. Við ætlum að gera mun betur en spár gerðu ráð fyrir,“ bætti fyrirliðinn kokhraustur við. - Sjá nánar á íþróttasíðu.
FÍTON / SÍA
„Afmælisveislan er rétt að byrja“
Íbúðalánasjóður hefur selt 108 íbúðir á Suðurnesjum í stærsta einstaka opna söluferli í sögu sjóðsins sem nú er yfirstaðið. Söluandvirði íbúðanna á Suðurnesjum var 1.699 milljónir króna. Sjóðurinn seldi 356 íbúðir um land allt. Íbúðirnar voru auglýstar í opnu söluferli og fara þær að stóru leyti til leigufélaga sem hyggjast leigja þær út áfram. Heildarsöluverðmæti íbúðanna allra nemur 6.414 milljónum króna sem er 864 milljónum króna yfir skráðu virði þeirra í
einföld reiknivél á ebox.is
bókum sjóðsins. Sjóðurinn á nú um 900 íbúðir, þar af 242 á Suðurnesjum og stefnir á að selja meirihluta þeirra fyrir lok ársins. Íbúðirnar á Suðurnesjum voru seldar í þremur eignasöfnum. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að aðallega séu þetta íbúðir sem lent höfðu í fangi hans vegna efnahagshrunsins. Þær elstu hafa verið í eigu sjóðsins í um átta ár. Opið söluferli, þar sem allir áhugasamir kaupendur gátu komið að, hófst í desember síðastliðnum. Um
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
hundrað aðilar kynntu sér söluferlið og rúmlega fjörutíu tilboð bárust. Alls voru boðnar til sölu eignir í 15 eignasöfnum en tilboðum í fjögur þeirra var hafnað þar sem þau reyndust vera langt undir matsverði Íbúðalánasjóðs. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að áfram verði unnið að sölu þeirra eigna sem ekki fengust nógu há tilboð í í samvinnu við fasteignasala á viðkomandi stöðum um landið. Mikill meirihluti af sölu fasteigna sjóðsins undanfarin ár hefur verið til einstaklinga og fer fram í gegnum samstarf sjóðsins við félag fasteignasala.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.