21 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 26. maí 2016 • 21. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Aukin flugumferð yfir byggð í Reykjanesbæ í sumar ●●Norður-suður flugbraut á Keflavíkurflugvelli verður endurnýjuð í sumar Nú í sumar verður norður-suður flugbraut á Keflavíkurflugvelli endurnýjuð. Á meðan framkvæmdir standa yfir mun umferð flugvallarins að mestu leyti fara um austur-vestur flugbrautina. Íbúar í grennd við aðflugslínu austur-vestur flugbrautarinnar gætu því orðið varir við aukna flugumferð yfir sín hverfi. Nýlega hefur Isavia yfirfarið alla flugferla í kringum Keflavíkurflugvöll og gert sérstakar breytingar á þeim sem miða að því að draga eins og kostur er úr hljóðmengun í íbúabyggð í nágrenni flugvallarins. Sumarið 2017 verður austur-vestur brautin svo endurnýjuð og þá mun megnið af flugumferðinni fara um norður-suður brautina. Norður-suður brautin er sú braut sem er mest notuð að jafnaði, meðal annars vegna þess að flugumferð um hana skapar minna ónæði í íbúabyggð. Íbúar í Reykjanesbæ munu einnig taka meira eftir herflugvélum í sumar

og haust en til dæmis verður norski flugherinn við loftrýmisgæslu NATO í júní og tékkneski flugherinn í október. Reynt verður eins og kostur er að skipuleggja flug herflugvéla sem dvelja hér á landi við loftrýmisgæslu og önnur verkefni, utan annatíma flugvallarins það er á tímabilinu milli klukkan 09:00 og 15:00. Stóraukin umsvif á Keflavíkurflugvelli hafa vart farið framhjá landsmönnum og taka íbúar Suðurnesja ekki síst eftir því. Farþegafjöldi um flugvöllinn hefur aukist hratt síðustu árin og flugferðunum hefur fjölgað í takt. Samhliða þessu hefur beinum störfum á flugvellinum snarfjölgað ár hvert en gert er ráð fyrir að samtals um 5000 manns hafi haft atvinnu á flugvellinum á síðasta ári og að þeir fari yfir 6500 á þessu ári. Þá eru ótalin þau óbeinu áhrif sem aukin umsvif hafa haft á atvinnu- og efnahagslífið á Suðurnesjum og landinu öllu.

Skoraði fjögur mörk á 15 mínútum n Hin 14 ára Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í bikarleik gegn Álftanesi á dögunum. Það gerði hún á aðeins 15 mínutum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hún er á sínu öðru ári í meistaraflokki Keflavíkur og þykir mikið efni. // 18

Fyrsti farmur af hráefni fyrir kísilver United Silicon er kominn til Helguvíkur. Flutningaskip kom með rúm 5000 tonn af kvarsi sl. mánudag. Uppskipun hófst á mánudagskvöld og lauk í gærkvöldi. Kvars er steinefni sem er flutt hingað frá Spáni og verður brætt og unnið í kísilverinu síðar í sumar. Myndin var tekin í gær þegar smágrafa var hífð um borð í flutningaskipið til að ýta saman síðustu tonnunum af kvarsinu í lest skipsins.

Jákvæðari tónn í lífeyrissjóðunum ●●Samningaviðræður Reykjanesbæjar við kröfuhafa að taka nýja stefnu? Bréf frá lífeyrissjóðum sem eru kröfuhafar Reykjanesbær og taka átti fyrir á bæjarráðsfundi í morgun greinir frá jákvæðum tón þeirra í samningaviðræðum við Reykjanesbæ. Líkurnar á því að bæjarfélagið sé að fara undir fjárhaldsstjórn hafa því minnkað. Í bréfinu er greint frá því að vilji sé fyrir því að halda viðræðum áfram en samkvæmt heimildum Víkurfrétta er unnið með ákveðna lausn á skuldum Reykjanesbæjar við lífeyrissjóðina. Hún nemur 1,7 milljarði króna en hingað til hafa lífeyrissjóðirnir verið tregir við að afskrifa upphæðina og einungis ljáð máls á því að lengja í lánunum. Forráðamenn Reykjanesbæjar hafa ekki verið tilbúnir til þess því nauðsynlegt sé að lækka skuldirnar. Lenging í þeim sé ekki lausn.

Framkvæmdagleði á Suðurnesjum

FÍTON / SÍA

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

nefndarinnar. Ráðuneytið samþykkti það og veitti frest til 7. júní. Þá er næsti bæjarstjórnarfundur. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa viðræður við lífeyrissjóðina staðið yfir á bak við tjöldin. Bréfið frá lífeyrissjóðunum sem lagt var fram í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun mun líklega verða lykill að því að viðræður munu halda áfram með meiri von um að árangur náist og að samningaviðræðum geti lokið á næstunni. Það mun ekki síður vera mikilvægt fyrir lífeyrissjóðina að klára málið áður en það færi í fjárhaldsstjórn því veð þeirra munu ekki öll vera mjög traust. Greint verður áfram frá málinu á vf.is eftir fund bæjarráðs í dag, fimmtudag.

SJÓNVARP

n Samkvæmt iðnaðarmönnum og söluaðilium í byggingarvöruverslunum eru framkvæmdir með mesta móti á Suðurnesjum um þessar mundir og hafa vaxið gríðarlega síðasta rúma árið. Stórar framkvæmdir eru í fullum gangi á Ásbrú, í Flugstöðinni, í Helguvík, við Bláa Lónið og víðar. Einstaklingar eru duglegir við að lappa upp á eignir sínar enda er mikil hreyfing á fasteignamarkaði eins og greint hefur verið frá undanfarið. Bílaleigur og gistiheimili spretta upp víða á svæðinu og eru iðnaðarmenn önnum kafnir við að sinna öllum þessum verkefnum hjá smærri fyrirtækjum sem og einstaklingum. Víkurfréttir tóku púlsinn á nokkrum aðilum sem koma að þessum framkvæmdum öllum. // 10-11

einföld reiknivél á ebox.is

Talið er líklegt að aðrir kröfuhafar sem þegar hafa samþykkt niðurfellingu á hluta skuldanna, séu jákvæðir fyrir þessari lausn. Þannig verði hægt að ljúka málinu á næstu vikum, gangi þessi hugmynd eftir. Fram hefur komið að allir kröfuhafar þurfi að samþykkja niðurfellingu til að hún nái í gegn. Lífeyrissjóðirnir hafa hingað til ekki gefið grænt ljós. VF greindi frá því fyrr í vikunni að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga teldi ekki hjá því komist að leggja til við innanríkisráðherra að Reykjanesbæ verði skipuð fjárhaldsstjórn. Reykjanesbær óskaði eftir fresti til að koma á framfæri athugasemdum eða frekari upplýsingum áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það hvort bæjarfélagið skilaði lyklunum til

V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

WWW.VF.IS/VEFTV SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.