22 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 2. júní 2016 • 22. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Fyrsti Keflavíkursigurinn á þessari öld

■■Hin 16 ára Anita Lind Daníelsdóttir fagnar hér sigurmarki sínu gegn Grindavík ásamt liðsfélögum sínum í ungu og efnilegu Keflavikurliði. Keflvíkingar höfðu fram að þessum 1-0 sigri ekki unnið Grindavík í deildarleik á þessari öld. Nánar er fjallað um leikinn í blaðinu ásamt umfjöllun um sama Suðurnesjaslaginn í karlaboltanum.

MESTA AUKNING GISTINÁTTA Á SUÐURNESJUM Aukning gistinátta erlendra ferðamanna, í þeirri uppsveiflu sem nú er, hefur hvergi á landinu verið meiri en á Suðurnesjum. Þetta kom fram í erindi Gústafs Steingrímssonar, sérfræðings í Hagfræðideild Landsbankans, á fundi bankans í Reykjanesbæ í síðustu viku. Fundurinn bar yfirskriftina: Hvar liggja fjárfestingartækifæri á Íslandi? Á tímabilinu 2010 til 2015 var aukning gistinátta erlendra ferðamanna á Suðurnesjum 245 prósent. Landsmeðaltal aukningar á tímabilinu var 161 prósent og er því ljóst að aukning á Suðurnesjum er langt umfram það. Næst mest var aukningin á Vesturlandi, eða 234 prósent. Minnst var aukningin á Austurlandi, 138 prósent.

FÍTON / SÍA

einföld reiknivél á ebox.is

Kristján varð internetstjarna á svipstundu

●●Kóreskir ferðamenn ánægðir með úrlausn sinna mála sem tók rúmlega þrjá klukkutíma // 16

Herbergjum fjölgaði um allt land á milli áranna 2014 og 2015 en mest var aukningin á Vesturlandi, 96 prósent. Næst mest var aukningin á Suðurnesjum eða 95 prósent. Til samanburðar hefur erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgað um 175 prósent svo nýting herbergjanna hefur batnað töluvert. Að sögn Gústafs hefur herbergjanýting yfirleitt verið best á höfuðborgarsvæðinu og þannig er staðan enn. Hvað nýtingu varðar, koma Suðurnesin vel út og best af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins og skiptir nálægð við alþjóðaflugvöllinn miklu máli í því samhengi.

Með blik í auga Fjölgar á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði haldið í sjötta sinn ■■Um áramót voru 119 umsækjendur á biðlista í Reykjanesbæ eftir félagslegu leiguhúsnæði, þar á bakvið voru 93 börn. Í apríllok 2016 voru 125 umsækjendur á biðlista, þar á bakvið voru 95 börn. Farið var yfir málið á síðasta fundi Velferðarráðs Reykjanesbæjar. Ekki kemur fram í gögnum frá fundi ráðsins hvernig bregðast skuli við stöðunni. Þá var á fundinum rætt um húsnæðismál umsækjenda með fíkni- og geðvanda og felur velferðarráð sviðsstjóra að ræða við Hjálpræðisherinn og Rauða kross Íslands.

Hvunndagshetjan

■■Með blik í auga verður sett á svið í sjötta sinn á komandi Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þessi viðburður hefur fest sig í sessi sem nokkurs konar upphaf Ljósanætur á hverju ári og jafnframt sem lokaviðburður hátíðarinnar. Með blik í auga VI verður eins og undanfarin ár með þrjár sýningar. Annars vegar eina sýningu á miðvikudeginum fyrir Ljósanótt og svo tvær sunnudagssýningar í lok Ljósanætur. Ekki verður upplýst strax hvaða söngvarar taka þátt í uppfærslunni, annað en að þeir eru úr íslenska tónlistarlandsliðinu.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Tónlistarkennari í 53 ár Ragnheiður Skúladóttir lét af störfum sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ á dögunum eftir yfir hálfrar aldar starf. // 12-13

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.