• Fimmtudagurinn 9. júní 2016 • 23. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Fyrstu skrefin í sameiningu?
Bæjarstjórn Garðs telur rétt að vfarin verði sú leið að skipaður verði starfshópur sem fái það hlutverk að vinna könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Sú vinna sé grundvöllur að samráði við íbúa sveitarfélagsins um málið. Vegna hugsanlegrar könnunar á kostum og göllum sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar liggur fyrir samantekt á ýmsum upplýsingum um sameiningu sveitarfélaga, þar á meðal ákvæði Sveitarstjórnarlaga er varðar sameiningu sveitarfélaga. Bæjarstjórn Garðs samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu vikua að málið verði áfram til umfjöllunar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Sandgerðis tók einnig til afgreiðslu umræðuskjal um sameiningu sveitarfélaga á fundi sínum fyrir helgi. „Fyrir fundinum liggur umræðuskjal vegna hugsanlegra viðræðna um kosti og galla sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Bæjarstjóri fylgdi málinu eftir,“ segir í gögnum bæjarins. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls undir umræðunni og var samþykkt að fresta afgreiðslu málsins.
Það var mögnuð sumarstemning við Melaberg á leið að Hvalsnesi í Sandgerði í vikunni. Hestar og fuglar undu sér vel í sól og kvöldblíðu. Hilmar Bragi var líka í sumargírnum með linsuna klára.
Ríkið komi að uppbyggingu í Helguvík n Þingmenn Suðurkjördæmis eru flestir á því að ríkið verði að koma að hafnarframkvæmdum í Helguvík til samræmis við það sem gert hefur verið á öðrum stöðum á landinu. Þingmenn og ráðherrar úr Suðurkjördæmi áttu á dögunum fund með hafnarstjórn Reykjaneshafnar þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hafa átt sér stað og hvað vanti uppá í höfninni svo hún sé í stakk búin að sinna þeim inn- og útflutningi sem verður um höfnina þegar tvö kísilver hafa risið í Helguvík.
Kísilver United Silicon er á lokametrunum og hefur framleiðslu innan fárra vikna. Fyrsti áfangi kísilvers Thorsil er áætlaður eftir 2-3 ár og þá þarf frekari aðstaða að vera tilbúin í höfninni. Lengja þarf viðlegukanta töluvert til að hægt sé að ráða við flutninga um höfnina en umsvif í Helguvík eru að aukast það mikið að gera má ráð fyrir skipum í höfn næstum alla daga ársins. „Mér líst ekkert á það að í tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð, leikskóla og grunnskóla rísi tvö heimsins stærstu kísilver og 360
þúsunda tonna álver. En góðu fréttirnar eru þær að ekki eru miklar líkur á því að það gerist. Þó er ljóst að annað kísilverið er að rísa og því er mikilvægt að innviðir hafnarinnar geti þjónustað iðnaðarsvæðið,“ segir Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Samfylkingar og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar í svari við spurningu Víkurfrétta um afstöðu til uppbyggingar sem er að eiga sér stað í Helguvík. Nánar er fjallað um málið og svör þingmanna má sjá á síðu 18 í blaðinu í dag.
FÍTON / SÍA
Landsliðsmennirnir okkar í fótbolta héldu af landi brott frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Frakklands á þriðjudag, þar sem Evrópukeppnin í fótbolta hefst um helgina. Strákarnir vöktu mikla athygli og skapaðist mikil stemning í Flugstöðinni þegar þeir fóru þar um. Suðurnesjamenn eiga sína fulltrúa í liðinu en með í för eru Njarðvíkingarnir Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónson auk Alfreðs Finnbogasonar sem er fæddur og uppalinn í Grindavík. Arnór Ingvi er hér brosandi á miðri mynd. VF-mynd/Hörður Adolf.
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Mikilvægt að börn með einhverfu viti hvað stendur til ●●Katla Bjarnadóttir hlaut Hvatningarverðlaunin Katla Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Skólamat í mötuneyti Holtaskóla, hlaut Hvatningarverðlaun fræ ðsluráðs Re ykjanesbæjar 2016 en verðlaunin voru afhent í vikunni. Í umsögn með verðlaununum segir að Katla hafi sýnt einstaka hugkvæmni í störfum sínum sem hafi leitt til bætts árangurs og líðan nemenda. Þá sagði í umsögninni að hún hafi að eigin frumkvæði leitað nýrra leiða til að mæta sérþörfum nemenda þegar kemur að mataræði og eru áhrif af störfum hennar sögð ná langt út fyrir veggi skólans. Katla hefur lagt sérstaka áherslu á að hjálpa nemanda með einhverfu sem ekki hefur haft mikla lyst á matnum. „Ég settist alltaf með nemandanum í frímínútum klukkan hálf tíu og við ræddum um hvað yrði í matinn þann daginn. Ég útskýrði það og bauðst til að taka grænmeti sem nemandinn borðar ekki úr pasta og súpum. Þetta hjálpaði til,“ segir Katla.
Katla hefur unnið í mötuneyti Holtaskóla í tvo ár en vann áður í 15 til 16 ár við gangavörslu og sem stuðningsfulltrúi í skólanum. Hún segir skólann virkilega góðan vinnustað. Í gegnum störf sín hefur hún öðlast dýrmæta reynslu við að starfa með börnum með einhverfu. „Þau þurfa að vita fyrirfram hvað stendur til. Það er sama hvort það er hvað verði í matinn eða hvort það sé íþróttatími seinna um daginn. Ef maður lætur þau vita og undirbýr þau, þá gengur betur.“ Alls voru tuttugu og fimm verkefni tilnefnd til Hvatningarverðlaunanna. Þau eru ætluð kennurum, kennarahópum og starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þau eru veitt fyrir starf eða verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Katla segir verðlaunin hafa komið sér skemmtilega á óvart. Hún hefur lesið bréf frá foreldrinu sem sendi inn tilnefninguna og segir það hafa verið góða tilfinningu. Alexander Ragnarsson formaður Fræðsluráðs Reykjanesbæjar afhenti Kötlu blómvönd og 100 þús. kr. peningaverðlaun.