24 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 16. júní 2016 • 24. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Vantar um 10 tonn af gúmmíkurli í Reykjaneshöllina n Við úttekt á gervigrasinu í Reykjaneshöll kom í ljós að það vantaði um það bil 10 tonn af gúmmíkurli í grasið. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt fjárveitingu upp á rúmar 2,3 milljónir króna sem verður nýtt til viðhalds á gervigrasinu. „Það er mikilvægt upp á viðhald gervigrassins að bæta í það gúmmíi reglulega en því hefur ekki verið sinnt sem skyldi frá því það var lagt,“ segir Helgi Arnarson sviðsstjóri hjá Reykjanesbæ. Helgi segir að gera þurfi ráð fyrir því í rekstri Reykjaneshallar að reglulega þurfi að bæta gúmmíkurli í gervigrasið. „Því hefur stundum verið haldið fram að það þurfi ekkert viðhald á gervigras, en það er mikill misskilningur,“ segir Helgi.

Frábæri ferðafélaginn Keflvíkingurinn Inga Ósk Ólafsdóttir hefur gengt sannkölluðu draumastarfi síðustu mánuði, þar sem hún ferðast vítt og breitt um Ísland með ferðamönnum og sýnir þeim hvað land og þjóð hafa upp á að bjóða. Inga segir að þeir sem upplifa svona ferðir með heimafólki sjái mun meira en hinn almenni ferðamaður gerir í stuttu stoppi. Ferðamennirnir eru svo gjarnan æstir í að segja frá upplifun sinni og þannig breiðist hróður Íslands út skemmtilegan hátt. Sjá viðtal við Ingu á bls. 12.

SEXHUNDRUÐ NÝIR SUÐURNESJAMENN ●●Íbúum fjölgar ört með batnandi hag í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum

Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað töluvert það sem af er ári. Hlutfallslega hefur íbúum fjölgað mest í Vogum eða um 3,6 prósent. Flestir nýir Suðurnesjamenn hafa sest að í Reykjanesbæ, eða 486. Í þeim fjölda er aðeins hluti þess fólks sem nýlega settist að á Ásbrú

vegna starfa við Keflavíkurflugvöll. Töluverð fjölgun hefur einnig orðið í öðrum bæjarfélögum á svæðinu. Fulltrúar bæjaryfirvalda í sveitarfélögunum á Suðurnesjum eru sammála um að helstu ástæður fólks-

fjölgunarinnar séu góðar horfur í atvinnumálum og hagstætt verð á húsnæði, miðað við á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær og Grindavík hafa fundið fyrir vaxtarverkjum vegna íbúafjölgunarinnar þar sem þörf hefur verið á fleiri leikskólaplássum. Þá er á

stefnuskránni að byggja nýjan grunnskóla í Innri Njarðvík. Allir fagna fjölguninni enda aukast útsvarstekjurnar og meira líf færist í bæjarfélögin með fleira fólki. Nánar er fjallað um málið á bls. 10.

Vilja ljúka við tvöföldun á Reykjanesbraut

FÍTON / SÍA

Stefnt er að því að klára tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að flugstöðinni.

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

n Brýnt er að forgangsraða verkefnum þannig að umferðaröryggi sé í forgrunni og horfa til þeirra vega þar sem bæta þarf umferðaröryggi. Á umferðarmestu vegunum er ástandið orðið slæmt og hættulegir vegakaflar, meðal annars á Grindavíkurvegi, að því er kemur fram í nefndaráliti frá Umhverfis- og samgöngunefnd alþingis um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun næstu fjögurra ára. Í nefndarálitinu kemur fram að Grindavíkurvegur sé afar fjölfarinn vegna Bláa lónsins og aukinna umsvifa í sjávarútvegi í Grindavík. Í nefndarálitinu kemur jafnframt fram að með mikilli fyrirhugaðri uppbyggingu á Miðnesheiði og í tengslum við Keflavíkurflugvöll þurfi að huga að uppbyggingu nauðsynlegra innviða í nágrenni vallarins, klára tvöföldun

Reykjanesbrautar alla leið að flugstöðinni auk annarra vega í kringum svæðið svo umferðarflæði verði greitt og jafnframt gætt að öryggismálum. Í nokkrum höfnum eru uppi áætlanir um framkvæmdir sem ríkið á að taka þátt í kostnaði við á grundvelli hafnalaga. Í nefndarálitinu kemur fram að í nokkru samræmi við þær breytingar sem meirihluti nefndarinnar lagði til á síðasta þingi hafi framkvæmdum í Grindavíkurhöfn verið flýtt en fjárveitingar nægja þó ekki til að klára framkvæmdir í höfninni á tímabilinu. Nefndin leggur til nokkra aukningu til endurnýjunar stálþils en umsvif í höfninni hafa aukist nokkuð síðustu missiri. Lagt er til að til hafnarinnar í Grindavík verði veitt 136 milljónum króna árið 2017 og 30 milljónum króna árið 2018.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.