25 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 23. júní 2016 • 25. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Arnór Ingvi tryggði Ísland í 16-liða úrslit Arnór Ingvi Traustason var hetja Íslendinga þegar þeir sigruðu Austurríkismenn 2-1 með marki Suðurnesjamannsins á síðustu mínútu í uppbótartíma á EM í knattspyrnu. Keflvíkingurinn tryggði þannig Íslendingum farseðil í 16-liða úrslit þar sem andstæðingar verða Englendingar. Arnór kom inn á lið Íslands þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og fékk strax þungt höfuðhögg þegar hann skallaði boltann út úr íslenska teignum en Hinteregger, leikmaður austuríska liðsins skallaði okkar mann í höfuðið, án þess þó að hann meiddist alvarlega. Það var gríðarlegur fögnuður í liðinu og hjá tíu þúsund stuðningsmönnum liðsins á Stade de France leikvanginum í París. Arnór Ingvi var í skýjunum eftir leikinn í viðtali við Guðmund Benediktsson og Þorstein Joð í beinni útsendingu: „Þetta er eiginlega ótrúlegt. Ég er með hroll og þetta er magnað. Ég ákvað að hlaupa eins og ég gat þegar ég sá Theodór Elmar hlaupa upp kantinn og rétt náði í boltann. England er næsta lið og við förum að

Draumamark Arnórs Ingva á lokasekúndum leiksins. Skjáskot af Sjónvarpi Símans.

undirbúa okkur fyrir þann leik. Við eigum þetta skilið, hópurinn er frábær og við viljum vera áfram hér, taplausir,“ sagði Arnór sem nýlega var seldur til austuríska liðsins Rapid Vín.

Arnór Ingvi fagnar markinu í gær. Ljósmynd: Hafliði Breiðfjörð

Framkvæmdir hafnar við tjaldsvæði í Reykjanesbæ svæðið sem er staðsett við Landnámsdýragarðinn. Reykjanesbær mun koma upp aðstöðunni en rekstaraðilarnir verða Viking World, fyrirtæki sem rekur Víkingaheima. Guðlaugur segir að kostnaður Reykjanesbæjar vegna framkvæmdanna verði undir tíu milljónum en hann gat ekki skotið á nákvæmari upphæð að svo stöddu. Síðast var tjaldsvæði í bæjarfélaginu sumarið 2012 þegar Alex bílaleiga var með aðstöðu við Aðalgötu í Keflavík.

SJÓNVARP

VIKULEGUR

MAGASÍNÞÁTTUR

FINNBOGI RENNIR PENNA ÚR TRÉ

FRÁ

EFNI ÞÁTTARINS Í ÞESSARI VIKU SUÐURNESJUM

Í

SJÓNVARPI

STYTTURNAR HANS HELGA VEKJA ATHYGLI Í GARÐINUM

KAFFIHÚS OPNAR Í GAMLA VITANUM Á GARÐSKAGA

SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA

ER Á DAGSKRÁ ÍNN OG VF.IS ALLA FIMMTUDAGA KL. 21:30

Marka-Jón dró fánann að húni

Jón Ragnar Jóhannsson, fyrrverandi forstöðumaður íþróttamannvirkja Keflavíkur og Reykjanesbæjar og markahrellir í knattspyrnu, dró hátíðarfánann að húni á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Reykjanesbæ. Fáninn er sá stærsti á landinu og er það mikill heiður að fá að draga hann að húni. Marka-Jón, eins og hann var nefndur, á knattspyrnurárum sínum, fór auðvitað létt með það en fékk smá hjálp hjá Kjartani Má bæjarstjóra og skátum í Heiðabúum. Veðrið lék við þjóðhátíðargesti og við birtum fleiri myndir og meiri texta á bls. 6. VF-mynd/pket.

FÍTON / SÍA

Fyrirhugað er að opna tjaldsvæði við Víkingaheima í Reykjanesbæ nú síðar í sumar en framkvæmdir eru þegar í fullum gangi á svæðinu. Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar segir að stefnt sé að því klára tjaldsvæðið nú í sumar og reiknar hann jafnvel með að það verði tekið í notkun í júlí. Jarðvegsvinna var í fullum gangi þegar blaðamann Víkurfrétta bar að garði en fljótlega verður farið að leggja gras á

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.