31 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 11. ágúst 2016 • 31. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Íbúð á tæpar 100 milljónir í Reykjanesbæ ●●Fasteignaverð hækkar á Suðurnesjum. ● Framboð minna en eftirspurn hefur áhrif á verðið. útsýnisins út á sjóinn eða yfir Reykjanesbæ. Guðlaugur H. Guðlaugsson, fasteignasali hjá Stuðlabergi sem er með eignina í einkasölu segir að fasteignaverð hafi hæk kað mikið að u nd an för nu o g á meðan eftirspurn sé meiri en framboð megi gera ráð fyrir slíkri þróun áfram. Íbúðir hafa verið að Um er að ræða sex herbergja þakíbúð við Penthouse íbúðin við Víkur- seljast á 250 til 270 Víkurbraut, nánar til- braut er 301 fermetri á tveimur þús. kr. fermetrann tekið í sex hæða fjöl- hæðum. Söluverðið er það hæsta en Guðlaugur segir býlishúsi við höfnina sem sést hefur á Suðurnesjum, 95 að nýlega hafi íbúð farið á 300 þús. kr. í Keflavík. Íbúðin er milljónir kr. fermetrann. Þegar glæsileg á tveimur hæðum. Í henni eru fjögur svefnher- markaðurinn verði kominn í það horf bergi og þrjú baðherbergi og alls um megi eiga von á því að byggingaaðilar 301 fermetri. Þá eru 100 fermetra yfir- fari í gang af meiri krafti með byggbyggðar svalir. Þar er hægt að njóta ingar íbúða. Þá muni framboð aukast. Fasteignaverð hefur hækkað verulega á Su ð u r n e sju m á undanförnum mánuðum og hefur sala fasteigna verið mikil. Þakíbúð í Keflavík er nú auglýst á 95 milljónir kr. en það er hæsta verð sem vitað er um að hafi verið auglýst á eign til einstaklinga.

Dauðar kríur í hundraðatali við Norðurkot í Sandgerði ■■Kríur í hundraðatali liggja dauðar á vegkafla við Norðurkot í Sandgerði en þar er eitt stærsta kríuvarp landsins. Varpland fuglanna er beggja vegna við veginn og því verður það oft svo að vegurinn fyllist hreinlega af fuglum. Bæði fullorðnir fuglar og ungar sækja í hitann á malbikinu og því er hann oft þétt setinn á sólardögum. Ökumenn sem fara þarna um þurfa því oftast að keyra með aðgát og bíða eftir því að fuglarnir fari af veginum. Oft þarf þolinmæði og nokkur létt slög á bílflautuna til. Það gera hins vegar ekki allir og því er aðkoman eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Kísilverið býður upp á launaviðbót ●●Segir fullyrðingar um erlent vinnuafl og lág laun rangar. ●●Framleiðsla hefst í september

„Við erum að greiða hærri laun en kjarasamningar segja til um með sérstakri launaviðbót sem er föst upphæð. Þetta er ofan á dagvinnu- og næturvinnulaun skv. kjarasamningum. Þetta er launauppbót sem félagið hefur ákveðið að bjóða sínum starfsmönnum. Ég get ekki nefnt upphæðina hér að svo komnu máli,“ segir Auðun Helgason stjórnarmaður hjá fyrirtækinu í samtali við Víkurfréttir. „Ástæðan fyrir því að við greiðum launauppbót er til þess að bjóða samkeppnihæf laun. Þannig teljum við möguleika okkar á að fá gott starfsfólk til okkar aukast. Félagið ákvað að ger-

ast aðili að Samtökum atvinnulífsins. Okkar kjarastefna var rædd við aðila frá SA. Eftir að hafa metið stöðuna þá var ákveðið að greiða þessa upphæð ofan á kjarasamningsbundin laun.“ Auðun segir þó að sú ákvörðun geti komið til endurskoðunar síðar. „Við viljum gera vel við okkar starfsfólk og að starfsmenn séu ánægðir með laun og aðbúnað. Það getur alveg farið svo að við endurskoðum þessa ákvörðun okkar eins og aðrar ákvarðanir. Félagið á eftir að fara í frekari fjárfestingar við stækkun verksmiðjunnar og það er eðlilegt að endurmeta stöðuna þá. Við gerum ráð fyrir að hjá félaginu muni starfa um 150-160 manns þegar verksmiðjan er fullkláruð.“ Nú þegar hafa 28 starfsmenn verið ráðnir til starfa og verða þeir 50 talsins nú í fyrsta áfanga. Auðun segir að vel hafi gengið að fá fólk til starfa. „Atvinnuástandið er orðið mjög gott á Suðurnesjum. Við finnum því fyrir því á síðustu misserum að samkeppnin er að harðna um starfsfólk. Við fögnum því eins og aðrir. Við gerum okkur alveg ljóst að við þurfum að gera vel við okkar starfsfólk. Annars fer það annað.“ Af þeim 28 sem nú eru komnir til starfa eru fjórir erlendir ríkisborgarar. „Þetta fólk býr í eigin húsnæði og hafa

búið hér í lengri tíma. Það stendur ekki til að flytja inn sérstaklega erlent vinnuafl,“ segir Auðun. Til stendur að hefja framleiðslu í september en framkvæmdir töfðust örlítið. Að sögn Auðuns þá komu upp ófyrirsjáanleg atvik við gangsetningu á rafmagnsbúnaði sem seinkaði framleiðslu. Auðun vill ekki tjá sig um samskipti United Silicon og ÍAV en þar er ágreiningur um lokauppgjör og verður málið leyst með dómi. Hann segir það mál ekki hafa tafið fyrir framleiðsluferlinu „Verksmiðjan er risin og verið er að hnýta lausa enda.“ Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sagði það mikil vonbrigði að United Silicon og Sam-

FÍTON / SÍA

Stjórnarmaður hjá United Silicon segir fullyrðingar verkalýðsforingjans Kristjáns Gunnarssonar að fyrirtækið muni greiða lág laun og ala á erlendu vinnuafli rangar. Fyrirtækið muni greiða hærri laun en kjarasamningar segja til um með sérstakri launauppbót. Ákvörðun félagsins um að gera ekki sérkjarasamning að svo stöddu geti komið til skoðunar síðar, sérstaklega þegar verksmiðjan í Helguvík verður fullkláruð með fjóra ofna og framleiðslugetu upp á 130 þúsund tonn. Til stendur að hefja kísilframleiðslu í byrjun september.

einföld reiknivél á ebox.is

tök atvinnulífsins muni ekki gera sérkjarasamninga við starfsmenn kísilverksmiðjunnar, í Víkurfréttum í síðustu viku. „United Silicon er lítið fyrirtæki miðað við álverin sem hafa á bilinu 450-600 starfsmenn. Það er risin fyrsta kísilverksmiðjan á Íslandi og við erum að fikra okkur áfram. Eflaust gerum við einhver mistök á þeirri leið. Mistökin eru til að læra af. Við erum þó að róa öllu árum að því að byggja upp öflugt félag til langs tíma“ segir Auðun og ítrekar að United silicon leggi mikla áherslu á það að eiga gott samstarf við samfélagið á Suðurnesjum. „Það er algjörlega á hreinu að það er vilji okkar að eiga gott samstarf við fyrirtæki, stofnanir og fólk á Suðurnesjum. Um það eru allir sammála.”

Nýsköpunarfyrirtæki í árangursríkri Indlandsferð

Tvö nýsköpunarfyrirtæki sem stofnuð voru af Suðurnesjakonum og eru með aðsetur í Eldey, frumkvöðlasetri á Ásbrú, héldu nýlega til Indlands að kynna vörur sínar og hönnun. Þrír fulltrúar frá fatahönnunarfyrirtækinu Mýr kynntu hönnun Suðurnesjakonunnar Helgu Bjargar Steinþórsdóttur. Sendisveitin frá Suðurnesjunum dvaldi á Indlandi í rúma viku og fundaði me ð iðnaðar- og verslunarráði Indlands, félagi kvenna í atvinnul í f i nu o g fulltrúum frá fylkisstjórn Meghalaya sem er fylki í norð-austur hluta Indlands þar sem jafnrétti kynjanna er talið hvað mest á landsvísu. Fida Abu Libdeh og Ágústa Valgeirsdóttir frá GeoSilica kynntu helstu vöru fyrirtækisins sem er 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi sem hefur góð áhrif á bein, húð, hár og neglur. Fida hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt og var m.a. valin Suðurnesjamaður ársins 2014 af Víkurfréttum. // Ítarlegri frétt á bls 14

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.