32 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 18. ágúst 2016 • 32. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Thorsil fær ekki lengri frest ■■Á dögunum samþykkti stjórn Reykjaneshafnar að fresta í sjöunda sinn gjalddaga fyrstu greiðslu Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum í Helguvík. Greiðslan nemur 140 milljónum króna og var á gjalddaga í lok júlí. Fyrirtækið hyggst byggja og reka kísilmálmverksmiðju á lóð sem úthlutað var í apríl 2014. „Það er líka tilkomið okkar vegna. Það er svo að um leið og þessi greiðsla er lögð fram þá þurfum við að afhenda lóðina innan sex mánaða. Við erum ekki í stakk búin til þess á þessu stigi máls,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „Það er enga iðnaðarmenn að fá og við töldum því rétt að gefa þennan frest. Þegar menn eru búnir með sumarverkin í haust þá myndi það auðvelda okkur fá vinnuafl.“ Ef svo kemur að næstu skuldadadögum og greiðsla fæst ekki þá verður ekki gefinn lengri frestur að sögn Guðbrands, en frestur var framlengdur til 30. september. „Þá förum við bara að standa í hælana og segja nei. Það fer að gerast að við segjum bara nei, annað hvort borgið þið eða hættið þessu.“

Makrílfjör í Keflavík ■■Það er makrílfjör í Keflavík og þetta er hún Þórunn Kolbrún Árnadóttir. Hún er í aukavinnu á bryggjunni en faðir hennar, Árni Grétar Óskarsson, er lyftarakarlinn á svæðinu. Þau feðgin voru á fullu í gær við löndun úr makrílbátunum Mána 1 og Mána 2 frá Eyrarbakka. Haukur Jónsson, útgerðarmaður þeirra, var líka á bryggjunni að fylgjast með lönduninni og sagði veiðina góða en verðið mætti vera hærra en kílóverðið er 60 krónu en fór hæst í 100 kr. fyrir nokkrum árum. Páll Ketilsson mætti með myndavélina á bryggjuna og tók þessa mynd. Einnig sjáum við viðtal við Hauk og myndir frá makrílfjörinu í sjónvarpsþætti VF í kvöld.

Tvöföldun á samgönguáætlun hið fyrsta ■■Gríðarlegur vöxtur hefur verið í rekstri bílaleiga undanfarin ár og er sumarið í ár algjört metsumar. Árið 2005 voru um 3.900 bílaleigubílar skráðir hér á landi en eru rúmlega 18 þúsund í dag. Suðurnesjafyrirtæki í geiranum hafa vaxið ört á undanförnum árum og þeim fjölgar sífellt. Stærstu Suðurnesja leigurnar hafa yfir 1000 bíla á sínum snærum og eru þó í vandræðum á háannatíma vegna mikillar eftirspurnar. Víkurfréttir tóku tali nokkra heimamenn sem lifa og hrærast í bílaleigugeiranum en veglega umfjöllun má sjá í blaði dagsins. Þeir hafa nokkrir áhyggjur af því að svæðið í kringum flugvöllinn, þar sem flestar stærri bílaleigur hafa aðsetur, sé að sprengja utan af sér. Auk þess telja þeir að með auknum fjölda bílaleigubíla verði sala þeirra erfiðari á hinum almenna markaði. Nýir aðilar í greininni tala um að erfitt sé að hasla sér völl og að vinnan sé mikil. Rekstraraðilar voru á einu máli um að erfitt sé að fá fólk til starfa vegna þess góða atvinnuástands sem er á svæðinu. Háannatíminn er að lengjast til muna og þegar skólafólk snýr sér aftur að bókunum þá verður strembið að manna vígstöðvarnar hjá mörgum af stærri leigunum.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fór bæjarstjórn fram á það við ráðherra samgöngumála og vegamálastjóra að tvöföldun Reykjanesbrautar verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Þar var farið sérstaklega fram á að hafist yrði handa við að tengja Hafnaveg við hringtorgið við Stekk, setja hringtorg við gatnamót Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar og við gatnamót Aðalgötu og Reykjanes-

brautar. Á undanförnum árum hefur umferðin á þessum kafla Reykjanesbrautar stóraukist bæði vegna íbúafjölgunar og stóraukins straums ferðamanna. „Nú er svo komið að ekki er hægt að bíða lengur með að tvöfalda þennan vegakafla sem telja þrjú svokölluð „T“ gatnamót. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fer fram á það við ráðherra samgöngumála og Vegamálastjóra að tvöföldun Reykjanesbrautar

verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta en þar til henni verði lokið verði tafarlaust farið í eftirfarandi framkvæmdir. Með því að fara í þessar framkvæmdir verður öllum megin slysagildrum á þessum einum fjölfarnasta vegarkafla útrýmt og öryggi vegfarenda á Reykjanesbraut stóraukið. Þá mun einnig vinnast tími til að vinna að endanlegri lausn sem er tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

Forsætisráðherra, viðskipta- og iðnaðarráðherra ásamt þingmönnum funduðu með fulltrúum hópsins sem vinnur að framgangi framkvæmda við Reykjanesbraut í síðustu viku. Þar lýstu ráðherrarnir yfir því að allt yrði gert til að flýta þeim. VF-mynd/pket.

FÍTON / SÍA

Bílaleigur búa til hundruði starfa á Suðurnesjum

●●Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ýtir við ráðherra samgöngumála og vegamálastjóra

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Moka upp makríl ■■Handfærabátar hafa landað yfir 1700 tonnum af makríl í Keflavíkurhöfn frá því vertíðin hófst í júlí. Nokkrar sveiflur hafa verið í veiðinni en síðustu dagar hafa skilað miklum afla á land og dæmi um að bátar hafi verið fylltir nokkrum sinnum, tvisvar og jafnvel þrisvar yfir daginn. Vinnudagurinn hefur því verið langur hjá sjómönnum, starfsmönnum í lönduninni og hafnarstarfsmönnum á hafnarvoginni í Keflavík. Á hafnarvoginni byrja menn klukkan átta að morgni og vinnudegi hefur verið að ljúka klukkan 03 eftir miðnætti. Á þriðja tug handfærabáta hafa landað reglulega í Keflavíkurhöfn. Sá sem landað hefur mestu á vertíðinni er kominn með yfir 200 tonn og nokkrir eru með í kringum 100 tonna afla á handfærin á vertíðinni. Hafnarstarfsmaður sem Víkurfréttir ræddu við sagði mikla stemmningu í kringum makrílinn, mikið væri að gera og sem dæmi þá hefði allur ís klárast í ísverksmiðju hafnarinnar í gær, miðvikudag. Sala á makríl lítur betur út í ár en í fyrra. Hins vegar er verðið lágt og á vef Landssambands smábátaeigenda segir að margir treysti sér ekki til veiða vegna þess. Útgerðarmaður á bryggjunni sem er með tvo báta á makríl sagði verðið vera 60 kr. en hefði farið hæst á sínum tíma í 100 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.