• fimmtudagurinn 8. september 2016 • 35. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
„Vægast sagt martröð“ l Drengir stungu sig á blóðugri sprautunál á leiksvæði í Njarðvík l Vörðu laugardegi á Ljósanótt á heilbrigðisstofnun Sex drengir á aldrinum 4 til 5 ára þurftu að verja síðasta laugardegi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í blóðrannsóknum eftir að að minnsta kosti tveir úr hópnum höfðu stungið sig á blóðugri sprautunál við leiksvæði í Innri Njarðvík. Foreldri eins af drengjunum lýsir atvikinu sem martröð. Foreldrar drengjanna séu óttaslegnir og framundan eru bólusetningar og fleiri blóðprufur á drengjunum. Drengirnir sex voru að leika sér á leikvelli í enda götunnar Hamradals í Innri Njarðvík síðasta laugardag og fóru þá inn í nýbyggingu við Leirdal, sem stendur við leikvöllinn. Þar fundu drengirnir meðal annars sprautu með nál.
Skylmingaáhugi er mikill hjá drengjunum og þeir fóru því að leika sér með sprautuna og notuðu hana í skylmingum þar sem að minnsta kosti tveir þeirra hlutu stungusár. Upp komst um málið þegar sprautan fannst í forstofu heima hjá einum drengnum. Þá var farið í að grennslast fyrir um hvaðan hún kom og drengirnir spurðir út í málið. Drengirnir vísuðu á staðinn sem var í nýbyggingu sem stendur við Leirdal og er kölluð draugahúsið hjá þeim sem þar búa í kring, enda staðið lengi ófrágengin. Farið var með drengina á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar gengust allir undir blóðprufur þar sem leitað var eftir smiti vegna lifrarbólgu
B og C, ásamt HIV. Þá gengust þeir einnig undir bólusetningu við lifrarbólgu B en ekki er hægt að bólusetja við lifrarbólgu C eða HIV. Móðir eins af drengjunum sagði í samtali við Víkurfréttir að það hafi verið mikið grátið á sjúkrahúsinu. Fyrsta blóðrannsókn hafi hins vegar leitt í ljós að þeir hafi ekki smitast. Hins vegar þurfi að fara fram önnur blóðrannsókn síðar, sem og fleiri bólusetningar. Móðirin sem Víkurfréttir ræddu við segir að laugardagurinn hafi verið vægast sagt martröð fyrir fjölskyldur drengjanna. Um er að ræða fimm fjölskyldur sex drengja á aldrinum 4 til 5 ára, eins og áður segir.
Þegar farið var inn í nýbygginguna við Leirdal, þar sem drengirnir fundu sprautuna með nálinni, þá fundust þar einnig bjórdósir, sígarettur og flöskur sem höfðu verið notaðar sem lón til hassreykinga. „Það er skelfilegt að þetta sé svona inni í miðju íbúðahverfi og við leikvöll barnanna,“ sagði móðirin við Víkurfréttir. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Hún hafði samband við eiganda húsnæðisins sem hefur neglt plötur fyrir op þannig að ekki á að vera hægt að komast þar inn. Þá hefur barnaverndaryfirvöldum einnig verið tilkynnt um atvikið.
80 þúsund á Garðskaga
Velferðarráð vill kaupa hús fyrir heimilislausa í Reykjanesbæ
FÍTON / SÍA
n Velferðarráð Reykjanesbæjar leggur til að fest verði kaup á tveimur forsniðnum einingahúsum til að leysa bráðan húsnæðisvanda heimilislausra einstaklinga í Reykjanesbæ. Á síðasta fundi velferðarráðs fór Hera Ósk Einarsdóttir, sviðssjóri Velferðarsviðs yfir tillögur að lausnum í húsnæðismálum einstaklinga sem glíma við fíkni- og geðvanda en nú var tillaga um kaup á húsnæði lögð fram á fundi fyrr í vikunni. Tillagan er lögð fram vegna þrengingar á leigumarkaði og vaxandi biðlista eftir félagslegu húsnæði að sögn Heru Óskar sviðsstjóra. „Þessum viðkvæma og tekjulága hópi gengur erfiðlega að útvega sér húsnæði á almennum markaði og þótt að sumir í þessum hópi geti gist hjá ættingjum eða vinum, þá er þar bara um tímabundna lausn að ræða en húsnæðisleysið viðvarandi,“ segir Hera. Velferðarráð Reykjanesbæjar leitar því eftir stúdíóíbúðum til að mæta þörfum þeirra sem eru í allra brýnustu neyðinni og hefur m.a. komið til umræðu hvort festa ætti kaup á forsniðnum einingahúsum um 25 fm að flatarmáli til að mæta þeirri þörf.
einföld reiknivél á ebox.is
n Talning ferðafólks hófst á Garðskaga í byrjun júní og hefur komið í ljós að um 40.000 manns komu á svæðið hvorn mánuðinn júní og júlí í sumar, eða um 80.000 manns þessa tvo mánuði. Umferð hefur verið að aukast jafnt og þétt að vinsælum ferðamannastöðum á Suðurnesjum í ár en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjölda gesta fyrr en nú í sumar. Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði greinir frá þessu í vikulegum molaskrifum sínum.
Um fimm þúsund kjötsúpuskammtar runnu út á Ljósanótt. Skólamatur bauð gestum ljúffenga súpu sem þeir gátu borðað á meðan bæjarstjórnarband söng á litla sviðinu. Ljósanótt 2017 heppnaðist mjög vel og aðsóknarmet var líklega slegið. Á myndinni má sjá Axel Jónsson og hans fólk í súpufjöri. Ljósanóttin verður í sviðsljósinu í vikulegum sjónvarpsþætti Víkurfrétta á ÍNN og á vf.is í dag og kvöld. VF-mynd/pket.
Ómetanlegt að búa á Reykjanesinu og starfa að alþjóðlegum verkefnum
l Ráðgjafafyrirtæki í Sandgerði hlýtur 33 milljónir í styrki Ráðgjafafyrirtækið Skref fyrir Skref ehf. í Sandgerði hlaut á dögunum tvo styrki til alþjóðlegra verkefna, samtals að upphæð um 33 milljónir. Annar styrkurinn er frá Erasmus Plus, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og hinn frá NordPlus. Skref fyrir skref ehf. hefur unnið að hönnun, þróun og kennslu námskeiða síðastliðin 25 ár í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki hér á landi sem og erlendis. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í óhefðbundnum og áhugaverðum aðferðum við kennslu og þjálfun fullorðinna á vinnumarkaði. Undan-
farinn áratug hefur fyrirtækið starfað með aðilum í ferðaþjónustu við að þróa efni og aðferðir sem henta sérstaklega við þjálfun innan fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hansína B. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Skref fyrir skref segir það ómetanlegt að búa á Reykjanesinu og starfa að alþjóðlegum verkefnum. „Gestir okkar njóta forréttinda þegar þeir koma hingað á fundi; í stórkostlega náttúru, dvelja í miðjum Geoparki og njóta gestrisni heimamanna en við fáum öflugan stuðning frá sveitarfélaginu og samfélaginu öllu.“
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
n Samstarfsaðilar í verkefninu „Tool 4 Trainers“ í móttöku hjá listakonunni Kolbrúnu Vídalín á Sandgerðisdögum. Kolbrún er til vinstri á myndinni og Hansína til hægri.
NordPlus úthlutaði á dögunum styrk til Skref fyrir skref að upphæð 51.708 evrur, eða 6,7 milljónir íslenskra króna. Stykurinn er til að stýra 16 mánaða þróunarverkefni undir nafninu „Tools 4 Trainers“ þar sem unnið er að því að þróa áhugaverðar og einfaldar leiðir til þess að þjálfa frumkvöðla og eigendur smærri ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefninu er stýrt af Skref fyrir Skref en samstarfsaðilar eru í Eistlandi, Lettlandi, Lithaen og Finnlandi. Fulltrúar þeirra komu til landsins þegar verkefnið var formlega sett af stað á Sandgerðisdögum. Styrkurinn frá Erasmus Plus er að upphæð 203.313 evrur eða um 26,3 milljónir íslenskra króna og fer hann
í verkefni í samstarfi við aðila í Tékklandi, Póllandi, Litháen, Eistlandi og á Tenerife. Markmið með verkefninu er að nota óhefðbundnar aðferðir við að þjálfa aðila í ferðaþjónustu til þess að hanna eigin húsbók eða „Book of Business“ í þeim tilgangi að stytta þjálfunartíma innan fyrirtækjanna en auka um leið stöðugleika og gæði. Verkefnið er til tveggja ára og verða sett upp tilraunaverkefni með ferðaþjónustuaðilum í hverju landi. Niðurstöður og reynslusögur verða birtar á netinu meðan á verkefninu stendur. Samstarfsaðilarnir koma hingað til lands í byrjun október næstkomandi og fer verkefnið þá formlega af stað í Sandgerði.