36 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 15. september 2016 • 36. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Jarðborinn Þór er notaður í djúpborunarverkefninu á Reykjanesi.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Bora niður á 5000 metra dýpi ●●Merkum áfanga náð og eiginleg djúpborun að hefjast á Reykjanesi

Ragnheiður Elín var í eldlínunni í Vogum þar sem hún tók skóflustungu að nýrri verksmiðju í síðustu viku. Nú er ljóst að hún mun hverfa af pólitíska sviðinu. VF-mynd/hilmarbragi.

Samfélagið og stjórnmálin betri með bæði kyn við borðið ●●segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra eftir að hafa orðið undir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. l Eyjamaður vann toppslaginn og ljóst að Suðurnesjamenn munu ekki eiga möguleika á ráðherra úr flokknum í næstu ríkisstjórn. „Ég hef meiri áhyggjur af flokknum mínum og stjórnmálunum sem slíkum í ljósi niðurstöðu prófkjörsins, ekki vegna „ásýndar listans“ eins og einhverjir hafa nefnt, heldur vegna þess að ég er sannfærð um að stjórnmálin, eins og samfélagið allt, séu betri og árangursríkari þegar bæði kynin eiga sæti við borðið. Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum fyrir frábæra baráttu, fyrir gleðina, hvatninguna og takmarkalausa traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég læt þessu hér með lokið og kveð stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili. Það er auðvitað leiðinlegt

að tapa en þannig er nú bara pólitíkin og fyrir mig persónulega er þetta einfaldlega nýtt upphaf, framtíðin er óskrifað blað uppfull af tækifærum,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra eftir að hafa lent í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna um síðustu helgi. Miðað við þessi úrslit er ljóst að Sjálfstæðismenn muni ekki eiga ráðherra af Suðurnesjum á næsta kjörtímabili fari svo að þeir komist í meirihluta í nýrri ríkisstjórn. Í kjölfar úrslitanna tilkynnti Ragnheiður brotthvarf sitt

úr stjórnmálum. Hún segist vissulega muna sakna umhverfisins og stjórnmálanna en nú taki eitthvað nýtt og spennandi við. Eyjamaðurinn Páll Magnússon var sigurvegari prófkjörsins. Hann fékk 1771 atkvæði í 1. sæti, 45% atkvæða en rúmlega 4 þúsund manns tóku þátt. Ragnheiður fékk 1021 atkvæði í 1. sæti eða 26%, Ásmundur Friðriksson fékk 895 atkvæði í 1. sæti. Ásmundur endaði í 2. sæti, Vilhjálmur Árnason varð þriðji, Ragnheiður fjórða og Unnur Brá Konráðsdóttir í því fimmta.

„Prófkjör hafa góða kosti sem jafnframt eru stóru gallarnir. Það er aðeins einn sem getur sigrað og fáir komist í örugg sæti á listum. Þeir sem eftir sitja sleikja sárin. Grimmdin getur farið út fyrir öll mörk og vinabönd eru slitin en vonandi gróa þau með tímanum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður á Facebook-síðu sinni eftir prófkjörið. Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ sagði að forystuatkvæðin hafi tvístrast á Suðurnesjum og Páll Magnússon hafi hlotið mjög sterka kosningu.

■■Íslenska djúpborunarverkefnið hefur nú náð merkum áfanga þar sem búið er að bora og fóðra djúpborunarholu niður á 3.000 metra dýpi. Næsti áfangi hófst formlega í vikunni þegar boranir hófust að nýju en stefnt er að því að bora niður á allt að 5.000 metra dýpi. „Það er vandasamt verk að bora svona langt niður á háhitasvæði og ná að fóðra holuna og því mikið gleðiefni að það hafi tekist. Nú má í raun segja að hin eiginlega djúpborun sé að hefast á Reykjanesi,“ segir Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku. Djúpborunarholan á Reykjanesi verður dýpsta háhitahola sem boruð hefur verið á Íslandi og jafnvel í heiminum öllum. Um er að ræða samstarfsverkefni um djúpborun á Reykjanesi sem leitt er af HS Orku og unnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil og önnur fyrirtæki innan íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP). „Þetta tilraunaverkefni verður mikið lærdómsferli fyrir okkur sem stöndum að þessu og við hjá HS Orku erum stolt af því að leiða þetta verkefni með öflugum samstarfsfélögum,“ segir Ásgeir. Íslenska djúpborunarverkefnið fékk styrk frá rannsóknaráætlun Evrópusambandsins uppá 1,3 milljarða króna. Nánar má lesa um verkefnið á vef Víkurfrétta, vf.is.

300.000 hrognkelsi flutt til Skotlands ■■Rétt um 300.000 lifandi hrognkelsaseiði verða flutt með skipi frá Grindavík til Skotlands í vikunni. Í Skotlandi fá hrognkelsin það hlutverk að éta laxalús. Það er fyrirtækið Stofnfiskur sem ræktar hrognkelsin í þeim tilgangi að selja til fyrirtækja í laxeldi. Hrognkelsin eru mjög áhugasöm um laxalúsina og virka vel í baráttunni við hana. Hjá Stofnfiski fengust þær upplýsingar að vöntun væri á hrognkelsaseiðum. Þá er það jafnframt tilraun að senda seiðin með þessum hætti til Skotlands en skipið sem er notað, Alison Kay LK 57, er frá Hjaltlandseyjum. Stofnfiskur er m.a. með starfsemi við Hafnir og Voga.

Alison Kay LK 57 í höfn í Grindavík.

VF-mynd: Hilmar Bragi

■■Íbúafjöldi Sveitarfélagsins Voga er nú 1.174. Í upphafi árs voru þeir 1.148, og hefur því fjölgað um 26, eða um 2,3%. Svolitlar sveiflur hafa verið innan ársins, þannig að talsverð hreyfing virðist vera á fólki, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi í Vogum. „Sé litið lengra aftur í tímann má sjá að í upphafi árs 2015 var fjöldi íbúa 1.102, okkur hefur því fjölgað um 6,5% á tæpum tveimur árum. Íbúafjöldinn reis hæst árið 2008, þá bjuggu hér 1.231 manns. Samsetning íbúafjöldans er smátt og smátt að breytast, þótt við séum enn með hátt hlutfall barna á leikskóla- og grunnskólaaldri. Þessi aldurshópur er nú 23% íbúanna, en var 26% íbúanna árið 2008,“ segir Ásgeir bæjarstjóri.

FÍTON / SÍA

Vogamönnum fjölgað um 6,5% á tæpum tveimur árum einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.