37 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 22. september 2016 • 37. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Heimalestur í haustsólinni Vinkonurnar Sunneva Dís Sigurðardóttir og Anna María Hermannsdóttir sátu saman í haustsólinni fyrir utan Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vikunni. Þær eru 8 ára gamlar og nýttu tímann vel á meðan þær biðu eftir systur annarrar þeirra og lásu í lestrarbókunum sínum. Fjörutíu ára afmæli skólans verður fagnað á laugardaginn með opnu húsi. Nánar á bls. 12 til 13. VF-mynd/dagnyhulda

Tafir á fjármögnun kísilvers Thorsil

FÍTON / SÍA

■■Fjármögnun á kísilveri Thorsil í Helguvík mun tefjast en að öllum líkindum ljúka á næstu vikum. Til stóð að ljúka við fjármögnun verksmiðjunnar síðasta sumar. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið að samningagerð hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Bankar geri ríka kröfu um að allar ábyrgðir séu í lagi og það taki tíma að klára slík mál. Haft er eftir honum að erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær fjármögnun verði lokið en gangi hún samkvæmt áætlun verði það á næstu vikum. Áætlað er að kostnaður við byggingu verksmiðju Thorsil í Helguvík verði um 32 milljarðar og að hún taki til starfa í lok árs 2018.

einföld reiknivél á ebox.is

Góð samstaða skilaði árangri ●●Tvö hringtorg samþykkt og tvöföldun Reykjanesbrautar að flugstöð á samgönguáætlun „Ef samfélagið á Suðurnesjum tekur sig saman eins og gerðist í þessu verkefni, næst árangur. Íbúar, þingmenn og sveitarstjórnir stóðu saman í þessu og það skilaði þeim árangri að gerð verða tvö hringtorg við Reykjanesbraut á næstu tveimur árum, Hafnavegur verður tengdur við hringtorg á Fitjum og tvöföldun brautarinnar að flugstöð er komin inn á samgönguáætlun,“ sagði Ísak Kristinsson, talsmaður hópsins - Stopp, hingað og ekki lengra. Málefni sem hópurinn hefur staðið fyrir, sem snýr að öruggari Reykjanesbraut, vakti athygli frá því í byrjun júlí, allt frá því hörmulegt banaslys varð á gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar. Umræða Stopp-hópsins fékk hlustun og forsvarsmenn hans eru sáttir með hvernig afgreiðslu málið fékk á Alþingi í vikunni en óskir hópsins rötuðu inn í samgöngu-

áætlun sem gert er ráð fyrir að afgreidd verði frá þinginu í dag, fimmtudag. Hópurinn, sem setti þetta mál í gang, gerði ýmislegt til að vekja athygli á því, útbjó vegaskilti, gerði myndskeið sem sýnd voru á samfélagsmiðlum, átti fundi með þingmönnum, sveitarstjórnum og ráðherrum og var síðan í góðu sambandi við rúmlega sextán þúsund manns sem gengu í hópinn í gegnum Facebook frá 8. júlí síðastliðnum. Guðbergur Reynisson, upphafsmaður hópsins, sagðist afar ánægður með hvernig þetta mál hafi gengið. Það hafi frá upphafi verið ákveðið að hafa þetta þverpólitískt og það hafi gengið eftir með hjálp margra aðila. Erfitt sé að þakka nokkrum einstökum en þó séu forsvarsmenn hópsins afar ánægðir með framlag þingmannanna Vilhjálms Árnasonar og Svandísar Svavarsdóttur, sem bæði eiga sæti í samgöngunefnd.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Að ofan má sjá framkvæmdasvæði við gatnamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar þar sem komið verður fyrir undirgöngum. Að neðan eru svo gatnamótin við Þjóðbraut þar sem útbúið verður hringtorg á næsta ári. VF-myndir: hilmarbragi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.