Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Sjónmælingar Sími 421-3811
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
FIMMTUdagurinn 20. september 2012 • 37. tölubl að • 33. árgangur
Komu að loftpressu í íbúðinni
Keflavíkur-skógur?
F
ólki, sem hafði skroppið til útlanda, brá heldur en ekki í brún þegar það kom heim til sín eftir nokkra fjarveru. Í íbúð mannsins og konunnar var alls konar dót sem þau könnuðust ekkert við og átti alls ekki að vera þar. Um var að ræða ýmis konar verkfæri, þar á meðal loftpressu og veltisög, sem húsráðendur töldu vera þýfi. Þeir höfðu því samband við lögregluna á Suðurnesjum. Í ljós kom að hluta af verkfærunum hafði verið stolið úr vinnuskúr við Bláa lónið, þar á meðal naglabyssu, járnklippum og hleðsluborvél.
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi uknattleikir Titrandi bakpoki
S
ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
tarfsmenn öryggisgæslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar urðu um helgina varir við titring í bakpoka á flughlaði við flugstöðina. Þeir höfðu samband við lögregluna á Suðurnesjum og tilkynntu henni um málið. Í ljós kom að topphólf pokans lét eitthvað ófriðlega og reyndist sökudólgurinn vera rafmagnsrakvél sem hrokkið hafði í gang. Eftir að slökkt hafði verið á henni var pokinn klár í loftið og hélt ásamt eiganda sínum til Kaupmannahafnar.
Opið allan sólarhringinn
Bíll rispaður og skorið á dekk
B
ifreið sem stóð á plani við verkstæði í Reykjarjágróður er að taka völdin í Reykjanesbæ. Tré hafa víða vaxið hátt til himins og er byggðin víða nesbæ varð illa fyrir barðinu á að hverfa í trjágróðurinn. Myndina hér að ofan tók Einar Guðberg Gunnarsson frá Pósthússkemmdarvörgum í vikunni. stræti í Keflavík. Mörg undanfarin sumur hafa verið hlý og við þessar aðstæður taka trén mikinn Þeir höfðu skorið á hægra aftur- vaxtarkipp. Komið hefur fram að þegar gróður eykst í byggð þá verður breyting á veðurfari. Trén dekk og vinstra framdekk. veita aukið skjól og þau geta einnig leitt til þess að hitastig hækkar. Þá var búið að rispa orðið „svín“ á bílstjórahurð og farþegahurð á Morgu vinstri hlið bílsins. Þá tilkynnti nver matseð ðarÞað er háspenna körfuboltanum Reykjanesbæ undanViðtaliðþessa dagana. Keflavík og KR eigast við ››í Fótboltinn eigandi annarrar íbifreiðar um í ›› ill Aðeins úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. að brotið bjórglas hefði verið á íb Subway oði á Æðisleg stemning Marta Eiríks skrifar Fi tj um Oddaleikur verður í viðureign vélarhlíf hennar, þegar að var liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni hjá Víði í Garði bækur í Noregi í úrslitaviðureign Keflavíkur komið, og var bíllinn risp-og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 fyrir og Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar aður dældaður. Lögreglan á › Síða 22 › Síða 12 kvenna meðrannsakar sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB Suðurnesjum málin.
T
TM
Fitjum
- sjá nánar á bls. 23
NÝ T T
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND
Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946
| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
2
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Ásbrú:
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR
NÁMSKEIÐ Í HLJÓMASLÆTTI Á KASSAGÍTAR Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Kennt í litlum hópum, 1 klst. í senn á þriðjudagskvöldum í 8 vikur. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 9. október nk. Kennsla fer fram í húsnæði skólans að Þórustíg 7, Reykjanesbæ. Kennari er Þorvaldur Már Guðmundsson Námsgögn innifalin í námskeiðsgjaldi. Innritun stendur yfir til miðvikudagsins 3. október nk. frá kl. 13:00 - 17:00 á skrifstofu skólans Austurgötu 13 eða í síma 421-1153 Skólastjóri
NJÁLS SAGA
BMW hreiðrar um sig hjá Verne Global Þ
ýski bílarisinn BMW hefur leigt pláss hjá Verne Global gagnaverinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ætlunin hjá fyrirtækinu er að nota tölvubúnaðinn í að keyra öfluga gagnareikna (ofurtölvur) sem verða notaðir af verkfræðingum fyrirtækisins við hönnun á nýjum bílum. Í upphafi verða 10 tölvur í gagnaverinu en til stendur að þeim fjölgi innan skamms. Fyrirtækið segir aðstæður hér á landi vera ákjósanlegar þar sem gagnaverið sé umhverfisvænt og auk þess þurfi ekki mikla orku til að kæla tölvukerfi
þeirra með sérstökum kælum, heldur sér íslenska veðráttan alfarið um það.
Hanna María til Þekkingarseturs Suðurnesja
H
anna María Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja sem staðsett er að Garðvegi 1 í Sandgerði. Meginhlutverk Þekkingarsetursins er að stuðla að rannsóknum og vera miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Setrinu, sem stofnað var í apríl sl., er
jafnframt ætlað að stuðla að margvíslegri háskólakennslu og fræðslustarfsemi og efla tengsl atvinnulífs, rannsókna- og fræðastarfs á svæðinu. Þannig skal stefnt að auknu frumkvöðlastarfi og nýsköpun, ásamt eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Hanna María hefur starfað sem verkefnastjóri hjá menntamálaráðuneytinu vegna þróunarverkefnis um eflingu menntunar á Suðurnesjum og sem kennslustjóri hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Þórkötlustaðaréttir á laugardaginn
Þorvaldur Sigurðsson, bókmennta- og íslenskufræðingur fjallar um Njáls sögu á þriðjudagskvöldum kl. 20-22 á bókasafninu, alls 7 skipti. Hefst 25. september nk. Skráning í afgreiðslu safnsins, í s. 421 6770 eða með tölvupósti á bokasafn@reykjanesbaer.is
R
éttað verður í Þórkötlustaðaréttum laugardaginn 22. september kl. 14:00 og að vanda verður margt um fé og fólk. Haustmarkaður handverksfólks verður starfræktur á svæðinu. Bæjarbúar eru hvattir til þess að ganga austur í Þórkötlustaðahverfi á nýjum malbikuðum göngustíg sem nær að Þórkötlustaðaréttum. Bílastæði verða sérmerkt að þessu sinni svo bílar teppi ekki umferð á Suðurstrandarvegi/Austurvegi. Björgunarsveitarmenn munu leiðbeina ökumönnum hvar best er að leggja.
Bókasafn Reykjanesbæjar.
FRÍSTUND HEIÐARSKÓLI
×ÝŇÕØËÜÐÜÏÝÞßÜ ÏÜ ÞÓÖ ͓͙˛ ÝÏÚÞÏ×ÌÏܲ Frekari upplýsingar veitir Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri í síma 420 4500
Í vímu ók upp á torg
L
ögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega tvítugan karlmann sem ók undir áhrifum fíkniefna og endaði aksturinn uppi á Reykjavíkurtorgi á Hafnargötu. Maðurinn var óánægður með afskipti lögreglu og lét ófriðlega. Flytja þurfi hann í járnum á lögreglustöð, þar sem hann játaði neyslu á kannabis. Þá hafði lögregla afskipti af öðrum ökumanni sem reyndist bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna við aksturinn. Þriðji ökumaðurinn, sem lögregla stöðvaði, reyndist hafa neytt áfengis áður en hann ók af stað. Tveir hinir síðarnefndu voru einnig fluttir á lögreglustöð þar sem tekin var af þeim skýrsla.
Hvað er löggan að skipta sér af?
L
ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á sunnudag akstur rúmlega tvítugs karlmanns, sem reyndist ekki hafa ökuréttindin í lagi. Spurður um ökuskírteini kvaðst hann ekki eiga svoleiðis skilríki, enda ekki nema von þar sem hann væri í miðjum klíðum að taka ökupróf. Hann tjáði lögreglu að hann væri búinn með verklega þáttinn í prófinu, en ætti eftir þann bóklega og væri meira að segja með prófbókina með sér í bílnum. Hann kvaðst vera stórundrandi á að lögreglan skyldi vera að skipta sér af honum þegar málum væri svona háttað. Honum var tjáð að hann yrði að ljúka öllum prófferlinum áður en hann gæti farið að keyra og svo var hann sektaður á staðnum.
Átta óku of hratt
L
Frístund Heiðarskóla óskar eftir að ráða starfsmann í 50 % starf. Vinnutími er frá kl. 13:00 - 16:00 Starfssvið: ˾ ÞËÜÐËÜ ×σ ØÏ×ÏØÎßØ ÓØØËØ ÙÑ ßÞËØ ÕÏØØÝÖßÝÞÙÐß Menntunar- og hæfniskröfur: ˾ ÚÚÏÖÎÓÝ×ÏØØÞßØ ôÝÕÓÖÏÑ ÏØ ÏÕÕÓ ÝÕÓÖãÜƒÓ ˾ ôÐØÓ Ĝ ×ËØØÖÏÑß× ÝË×ÝÕÓÚÞß×
›› FRÉTTIR ‹‹
Árásargjarn hákarl í höfninni í Garði
Á
rásargjarn hákarl sýndi köfurum mikinn áhuga við höfnina í Garði í hádeginu á mánudag. Hákarlinn synti ítrekað í áttina að köfurum sem voru í höfninni. Engin hætta var á ferðum, enda hákarlinn fjarstýrður og fer líklega með hlutverk í kvikmynd Ben Stiller, The Secret Life of Walter Mitty. Höfnin í Garði verður notuð til að taka upp stórar senur í myndinni en undirbúningur fyrir tökurnar stendur nú yfir í Garði. Sett hefur
verið upp flotbryggja við Gerðahöfn og þar var verið að prófa hákarlinn góða á mánudag. Höfnin í Garði er vinsæl til kvikmyndagerðar. Nú er t.a.m. verið að frumsýna í bíó kvikmyndina Djúpið eftir Baltasar Kormák. Í þeirri kvikmynd eru mörg atriði sem eru tekin við höfnina í Garði og einnig í Helguvíkurhöfn. Þau atriði myndarinnar hafa fengið góða dóma kvikmyndagagnrýnenda sem segja atriðin jafnast á við það besta sem James Cameron gerði í Titanic og hlaut Óskarsverðlaun fyrir.
ögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af átta ökumönnum um og eftir helgina sem allir áttu það sameiginlegt að aka yfir löglegum hámarkshraða. Sá sem hraðast ók á Reykjanesbrautinni, þar sem hámarkshraði er 90 km, mældist á 129 kílómetra hraða. Annar ökuþór mældist á 111 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km og hinn þriðji mældist á rúmlega 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegt er að aka á allt að 50 km hraða. Þá voru númer klippt af þremur bifreiðum, sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar á réttum tíma.
Daglegar fréttir www.vf.is
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
Til hamingju með opnun Sporthússins í Reykjanesbæ
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar óskar eigendum Sporthússins, og íbúum Reykjaness, innilega til hamingju með opnun á einni glæsilegustu líkamsræktarstöð landsins. Sporthúsið mun bjóða allt það helsta í líkamsrækt í dag; fullkominn tækjasal, einkaþjálfun, leikfimisali, CrossFit, HotYoga, skvass, spinning, Fit pilates, ketilbjöllur og úrval opinna tíma. Einnig verður boðið upp á barnagæslu, veitingasölu og boostbar.
3
4
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Leiðari Víkurfrétta
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Kveðja Það eru breytingar í loftinu, bókstaflega. Það er farið að kólna og liturinn á trjánum er meira farinn út í rautt og gult. Það breytist hjá manni lundin og venjur verða aðrar þegar hausta tekur og enn eitt frábært sumar að baki. Hjá mörgum Suðurnesjamanninum boðar haustið upphaf körfuboltans og um leið lok fótboltans. Skólinn byrjar jú líka. Fótboltatímabilið er reyndar orðið full langt að mati undirritaðs en það er orðið helvíti kalt undir það síðasta. Það hefur svo líklega einhver áhrif á aðsókn á leikina sem hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir hjá Suðurnesjamönnum þetta árið. Grindvíkingar urðu loks að sætta sig við fall í 1. deild karla í fótbotanum en undanfarin ár hafa þeir jafnan bjargað sér frá falli á einhvern ótrúlegan hátt. Það verða því aðeins Keflvíkingar sem halda uppi heiðri Suðurnesjamanna í fótboltanum næsta tímabil. Reyndar hefur sumarið ekki verið gott hjá knattspyrnuliðum á svæðinu yfir höfuð. Ekkert lið hefur verið að ná áberandi góðum árangri og ekki fóru neinir bikarar á loft þetta árið í meistaraflokkunum. Það kemur vonandi bara í körfunni enda eru allir stóru titlarnir þar í eigu Suðurnesjaliða. Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að Sporthúsið opnaði nýlega glæsilega líkamsræktarstöð uppi á Ásbrú. Þar er mikið líf enda mikil gróska í líkamsræktar-
Eyþór Sæmundsson, blaðamaður
bransanum hér sem annars staðar á Íslandi. Þetta er líka sá tími þar sem flestir byrja aftur að hreyfa sig eftir afslappað sumar. Eigendur Sporthússins segja viðbrögð hjá fólki hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum og það hefur verið „brjálað“ að gera frá opnun um síðustu helgi. Þarna er nú komin aðstaða eins og best verður á kosið og er Sporthúsið á Ásbrú þriðja stærsta líkamsræktarstöð landsins, rúmir 2000 fermetrar. Eitt að lokum. Nú líður að því að ég segi skilið við starf mitt sem blaðamaður hjá Víkurfréttum. Við tekur nám og búferlaflutningur erlendis. Þetta rúma ár sem ég hef starfað hér hefur verið ákaflega lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég er uppalinn hér í Reykjanesbæ (lesist Njarðvík), en hafði búið um nokkurt skeið á höfuðborgarsvæðinu og erlendis áður en ég kom hingað til starfa. Eftir þessa fjarveru þá leit ég samfélagið hérna á Suðurnesjum óneitanlega öðrum augum en þegar ég kvaddi heimahagana rúmlega tvítugur. Ég hef nú fengið einstakt tækifæri til að kynnast ýmsu hér á svæðinu sem ég hefði annars aldrei gefið mér tíma í að skoða. Jafnframt tækifæri til þess að starfa við það sem ég hef áhuga á. Hundruð manna hafa orðið á vegi mínum og margir spennandi atburðir hafa gerst á þessum tíma. Fyrir utan allt það sem ég hef lært af reynslumiklu samstarfsfólki. Takk fyrir mig.
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 27. september 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is
Háaleitisskóli:
›› FRÉTTIR ‹‹
Listaakademía opnar í Reykjanesbæ
L
istaAkademía Reykjanesbæjar tekur til starfa að Kliftröð á Ásbrú þann 16. október nk. L istaAkademían verður með fjölþætta kennslu í listum. Kennd verður m.a. grafík, málun, teikning, kvikmyndagerð, hljóðvinnsla, skúlptúr og listasaga. Það er myndlistarmaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sem stendur að akademíunni. Einnig verður boðið upp á fyrirlestra myndlistarmanna um ýmislegt er varðar nútíma myndlist. Markmið skólans verður að koma á fót almennri akademískri kennslu í listum á sömu forsendum og m.a. Myndlistaskóli Akureyrar. Í fyrstu mun skólinn verða rekinn í annaskiptum áföngum sem hver stendur í 3 mánuði í senn. Fyrir áramót og eftir áramót. Nemendur verða að velja a.m.k. fjögur fög í hverjum áfanga, en öllum er frjálst einnig að sækja alla áfanga sem í boði eru hverju sinni. Skólagjald fyrir hvern áfanga verður 45.000.- kr og gildir það fyrir allt skólastarf. Skólinn hefur sett upp heimasíðu á slóðinni; www.listaakademia.com.
Menntun og mannrækt
H
áaleitisskóli á Ásbrú tók til starfa haustið 2008 og er nú á fimmta starfsári. Í skólanum eru 135 nemendur í 1. - 7. bekk. Háaleitisskóli er útibú frá Njarðvíkurskóla en rekinn sem sjálfstæður skóli með eigin hefðir og skólamenningu. Ásgerður Þorgeirsdóttir er starfandi skólastjóri Háaleitisskóla og Njarðvíkurskóla en Anna Sigríður Guðmundsdóttir er aðstoðarskólastjóri Háaleitisskóla og sinnir daglegum rekstri skólans. Skólinn er á fyrsta framkvæmdarári í Heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (PBS) og eru einkunnarorðin ÁBYRGÐ – SAMVINNA – TILLITSEMI. Heildstæður stuðningur er árangursríkt stjórnunartæki sem reynist öllum nemendum vel og líka þeim sem hættir til hegðunarvandamála. PBS er inngrip vegna hegðunar einstakra nemenda, bekkja og skóla í heild og samvinnu við fjölskyldur. Kerfið byggist á stuðningi handa öllum nemendum skólans. Verkefnið byggist á því að skólasamfélagið setji fram skýrar reglur um æski-
lega hegðun á viðeigandi svæðum og nemendum eru kenndar væntingar til hvers svæðis fyrir sig. Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun byggist á samvinnu og samskiptum allra starfsmanna skólans. Settar eru skýrar reglur um afleiðingar óæskilegrar hegðunar og aðgerðir starfsfólks við að styrkja jákvæða hegðun nemenda. Nemendum eru kenndar reglur og væntingar fyrir hvert svæði skólans og sýnileg umbun notuð til að styrkja æskilegu hegðunina með svokölluðum hrósmiðum. Lögð er áhersla á gagnasöfnun til að meta árangur verkefnisins og til að vinna jafnvel frekar með þau svæði sem nemendur hafa ekki náð að tileinka sér viðeigandi væntingar fyrir. Í Háaleitisskóla eru starfandi metnaðarfullir og áhugasamir kennarar sem hafa að leiðarljósi að koma til móts við þarfir nemenda skólans. Einkunnarorð skólans, menntun og mannrækt, eru höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Skólastarfið er fjölbreytt og skemmtilegt, gert til að höfða til nemenda skólans og virkja áhuga þeirra á námi.
Stálu olíu af vörubíl
Svipmyndir úr skólastarfi í Háaleitisskóla
Duglegir nemendur niðursokknir í námið.
Á
annað hundrað lítrum af olíu var stolið af vörubifreið í Reykjanesbæ í síðustu viku. Sá sem tilkynnti stuldinn tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að gul slanga hefði legið meðfram hlið vörubílsins þegar komið var á vettvang. Þetta vakti að vonum grunsemdir og þegar að var gáð reyndust 100 til 150 lítrar af olíu horfnir úr tanknum.
Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.
Gaman í skólanum.
5
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 9 1 3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
7 ára ábyrgð
á öllum nýjum KIA bílum
Sýnum laugardaginn 22. september
nýjan Kia cee’d Nýr Kia cee’d er kraftmikill, sparneytinn, rúmgóður og betur búinn en nokkru sinni. Hann eyðir aðeins 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og fær því frítt bílastæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn.
Verð frá
3.455.777 kr. Kia cee’d LX 1,4 dísil
Kia cee’d EX 1,6 dísil 128 hö. Staðalbúnaður:
Kaffihús og vöfflur með rjóma
• 16“ álfelgur • Led ljós að framan og aftan • Bakkskynjarar
Reynsluaktu Kia bíl og þú gætir unnið miða á landsleik Íslands og Sviss í fótbolta
• Loftkæling • Hraðastillir • Handfrjáls búnaður
Staðfestu kaup á bíl um helgina og þú færð frí vetrardekk
… og margt fleira
Komdu og reynsluaktu nýjum Kia cee’d á laugardaginn milli kl. 12 og 16. www.kia.is
Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is
Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
6 markhonnun.is
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
ttur
25% afslá
Kræsingar & kostakjör
KjúKlingabringur okkar
1.799 nÝTT kOrTa TÍmaBiL
áður 2.398 kr/kg
Undirbúið HaUstið pastaréttir
blóðmör
lifrapylsa
ósoðin frosin 2 stK.
ósoðin frosin 2 stK.
679 áður 849 kr/pk
Skinku, SVEppA EðA TóMAT 165 G
639
199
áður 819 kr/pk
áður 259 kr/pk
M kARAMEllu okkAR
297 áður 319 kr/stk
vínarbrauðslengja
emaerge
BAkAð á STAðnuM*
33 cl
r u t t á l s f a 50%
275 áður 549 kr/stk
*gildir ekki um nettó salavegi
sKúffuKaKa
79
áður 119 kr/stk
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
1
7
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
1/2 lambasKroKKur fryst af nýslátruðu
799
kr/kg
í nettó fERSkT Af nýSláTRuðu
1.494 áður 1.698 kr/kg
blaðlauKur
lambahryggur
sparnaðarhaKK
fERSkuR Af nýSláTRuðu
1.884
299
áður 2.298 kr/kg
áður 378 kr/kg
lauKur
gulrætur
ttur
50% afslá
110 áður 219 kr/kg
48
áður 95 kr/kg
ttur
50% afslá
ttur
50% afslá
345
GrænmeTi vikunnar
lambalæri
áður 689 kr/kg
Tilboðin gilda 20. - 23 . sept. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
8
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
LAMPAÚRVAL Ryco LDL-MD418A lampi m.grind 4x18W T8 62x60x8 cm án peru
7.990
„Að þessu sögðu er nokkuð ljóst að það er langsamlega farsælast að vera með litla snyrtibuddu í töskunni og sleppa öllum snyrtivöruokurlánum“.
Ryco LCB-T5003 T5 lampi 13W með 1,8 m snúru 59 cm
Ryco LCL-M2 T8 lampi 2x36W 113 cm IP30
2.590
7.990
Ryco LCL-M1036 T8/G13 lampi 36W 122 cm
2.490
m/peru
Ryco LDL-MD236A lampi m.grind 2x36w T8 122x30x7,5cm án peru
Ryco lampi án peru hvítur spegill 2x36W
4.690
6.990
Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Alltaf eitthvað nýtt á vf.is
ATVINNA TANNLÆKNASTOFA -FRAMTÍÐARSTARF. Starfskraftur óskast á tannlæknastofuna Tjarnargötu 2 Reykjanesbæ. Æskilegur aldur 35+. Þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. nóv. nk. Starfið felst bæði í afgreiðslu og aðstoð á klinik. Umsóknir sendist á póstfang jonbjorn@jonborn.is eða benni@mitt.is fyrir 27. sept. nk.
Þú skalt fá þínar furuhnetur! Þetta var fyrir u.þ.b. 10 árum síðan. Ég var á námskeiði í Bandaríkjunum hjá alveg hreint frábærri konu sem vann við uppeldis- og fræðslumál og var mér mikilvæg fyrirmynd og mentor. Hún hafði skrifað bækur sem ég hafði lesið af miklum áhuga þar sem henni var tíðrætt um hversu mikið sjálfstraust stýrir í lífi okkar. Á námskeiðinu voru konur bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum, vel menntaðar konur sem voru búnar að framkvæma ótrúlegustu hluti og mér fannst ég lítið peð í þessum hópi og sjálfstraustið ekki upp á marga fiska. Við borðuðum alltaf saman í hádeginu og völdum á sameiginlegt borð, sögðum hvað okkur langaði í og síðan fór starfsmaður út og verslaði. Þegar við völdum okkur mat vildi ég ekki vera með neitt vesen og þegar mig langaði í sushi einn daginn og einhver setti upp svip og sagðist ekki borða hráan fisk, bakkaði ég fljótt og sagði: mér er alveg sama hvað ég borða. Það liðu þrír dagar og ég endaði yfirleitt á því að segja: mér er alveg sama ......... Á fjórða degi var ákveðið að búa til salat og við áttum að nefna hvað við vildum hafa í því. Þegar kom að mér sagði ég: furuhnetur ........og þegar einhver kvennanna setti upp vandlætingarsvip bakkaði ég strax og sagði: sleppum bara hnetunum. Þá stóð vinkona mín, mentorinn upp, barði í borðið og sagði: Anna Lóa, þú skalt fá þínar furuhnetur og hananú!! Mér krossbrá, horfði á konuna eins og hún væri búin að ,,missa“ það og sagði: já en þetta skiptir engu máli - ,,it’s only nuts“! Mentorinn minn sagði að þetta snerist alls ekki bara um hnetur, heldur hvernig við látum aðra stjórnast með líf okkar af því að við tökum ekki ákvarðanir á eigin forsendum. Stundum væri það vanabundin hegðun að segja: mér er alveg sama og þá gerir umhverfið ráð fyrir því að það þurfi ekki að bera virðingu fyrir óskum okkar eða löngunum. Sjálfstraust okkar ber skaða, því það er ekki gott að finna að skoðanir okkar skipta ekki máli og að fólk reikni jafnvel ekki með að við höfum skoðanir á hlutunum. Mentorinn minn hélt áfram: svo förum við bara í gegnum lífið eins og lauf í vindi, fjúkum til og frá
eftir því hvað hentar öðrum og tökum ekki ákvarðanir um hvert við viljum stefna. Anna Lóa, þú segir allt of oft: mér er alveg sama! Ef þú getur ekki tekið ákvarðanir um hvað þú ætlar að borða í hádeginu þá skaltu byrja þar og skoða svo hvernig þú tekur ákvarðanir og velur líf þitt. Málamiðlanir eru eðlilegar í tengslum við ákveðna hluti en á heildina litið áttu að velja fyrir þig það sem þú telur vera gott eða henta inn í líf þitt þá stundina, út frá eigin smekk, gildismati, styrkleikum og draumum. Ætlar þú að fara í nám sem er vinsælt þá stundina án þess að það henti þér, enda í einhverju starfi þar sem styrkleikar þínir fá ekki notið sín, kaupa föt sem einhver sölumaðurinn telur þér trú um að fari þér afskaplega vel, taka næsta mann sem býðst af því þú vilt ekki vera ein og flytja með honum út í buskann af því að hann velur það? Svo vaknar þú upp einn daginn með menntun sem hentar ekki, í starfi sem þú ert óánægð í, með karli sem þú átt ekkert sameiginlegt með, búsett í Kasakstan og ofan á allt annað, í fötum sem fara þér hræðilega illa!! Þetta snýst um að velja sjálfur en ekki að verða valin, eða láta aðra velja fyrir sig. Trúðu mér, þú vilt ekki líta til baka og segja: af hverju valdi ég ekki líf mitt betur! It’s not only about nuts!! Eftir vikudvöl í Bandaríkjunum var komið að heimferð. Þegar ég var spurð hvort ég væri með séróskir varðandi sætaval í flugvélinni breyttist ég á einu augabragði í Sally (When Harry met Sally) og svaraði: ég vil gjarnan sitja við gang og helst í sætaröð 9-18. Ef ekkert er laust þar þá vil ég frekar vera aftar í vélinni en alls ekki aftast því þar er ekki hægt að halla sætunum. Ég vil ekki vera beint fyrir aftan neyðarútganginn og ef það eru bíóskermar í loftinu þá vil ég alls ekki vera of langt frá einum slíkum. Síðast en ekki síst vil ég fá sæti með heilum glugga - alls ekki svona hálfum sem gluggasætisfarþeginn einokar. You see, I know how to choose my nuts in life!! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér http://www.facebook.com/Hamingjuhornid
Tíu strigapokar á Hafnavegi
L
FÉLAG SMÁBÁTAEIGENDA Á SUÐURNESJUM
FUNDARBOÐ
Aðalfundur Reykjaness verður haldinn í Salthúsinu, Grindavík laugardaginn 29. september 2012. Fundurinn hefst kl. 17:00 Dagskrá : • Venjuleg aðalfundarstörf • Kjarasamningar Landssambands smábátaeigenda: Umræður og atkvæðagreiðsla. • Stækkunarmál Smábáta: Umræður og atkvæðagreiðsla • Tillögur til 28. aðalfundar LS. • Önnur mál Gestir fundarins: Arthur Bogason, formaður LS. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Pétur Sigurðsson, formaður samninganefndar LS. Kvöldmatur í boði félagsins í fundarhléi. Smábátaeigendur fjölmennið. Stjórn Reykjaness
ögreglunni á Suðurnesjum var í liðinni viku gert viðvart um að allmargir úttroðnir pokar lægju á Hafnavegi, nærri Höfnum, og að af þeim gæti reynst slysahætta. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist um að ræða tíu strigapoka sem voru fullir af skreið. Höfðu þeir fallið af vörubílspalli og var ökumaðurinn á leiðinni til baka að sækja skreiðina. Engin óhöpp hlutust af þessu atviki.
Steig á bensín í stað bremsu
T
alsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Ökumaður sem var að aka inn á bifreiðastæði steig á bensíngjöf í stað þess að hemla, með þeim afleiðingum að bifreiðin fór yfir gangstétt og utan í aðra bifreið á stæðinu. Þá skullu tveir bílar saman á Reykjanesbraut eftir að öðrum þeirra hafði verið ekið inn á veginn í veg fyrir hinn. Fjarlægja þurfti þá af staðnum með kranabíl. Þriðja óhappið varð á gatnamótum á Vatnsnesvegi, þegar tveir bílar rákust saman. Loks varð árekstur í Keflavík og fóru báðir ökumennirnir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem þeir kenndu eymsla. Ökutækin voru fjarlægð með tækjabifreiðum.
Codland reisir heilsuvöruverksmiðju
F
ramþróun í íslenskum sjávarútvegi er mikil þessi misserin og þar leggja grindvísk sjávarútvegsfyrirtæki sitt af mörkum. Íslenski sjávarklasinn hófst sem verkefni innan Háskóla Íslands árið 2010 en er nú orðið að fullstarfandi fyrirtæki sem stuðlar að tækifærum og styrkir tengslanet milli fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi og um allan heim. Samstarfsaðilar klasans eru stjórnendur í fyrirtækjum sem eru í fremstu röð á sínu sviði í haftengdri starfsemi og öðrum greinum. Eitt af verkefnum klasans er stofnun Codland sem er fullvinnslufyrirtæki með það að leiðarljósi að efla ímynd og hámarka fullnýtingu á fisktengdum afurðum. Erla Pétursdóttir verkefnisstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík á sæti í stjórn Codlands. „Codland er fullvinnslufyrirtæki með það að leiðarljósi að efla ímynd og hámarka fullnýtingu á þorski í Norður-Atlantshafi. Á Reykjanesi
er verið að reisa heilsuvöruverksmiðju sem nýtir slóg. Verksmiðjan er við hliðina á þurrverksmiðjunni Haustaki sem sérhæfir sig í þurrkun á fiskhausum og beingörðum. Haustak er jafnframt aðilinn á bak við Codland. Í verksmiðjunni verður unnið mjöl og lýsi en einnig vinnur Codland að þróun frekari fullvinnslu,“ sagði Erla í samtali við heimasíðu Grindavíkurbæjar. „Íslenski sjávarklasinn hefur leitt þessa þróunarvinnu en það eru gríðarleg tækifæri í fullvinnslu um allt Norður-Atlantshaf. Stefna Codland er einnig að reisa auðlindahús í Grindavík þar sem væri góð aðstaða fyrir fyrirtæki og sérfræðinga í fullvinnslu. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga fyrir þessu verkefni og samstarfsvilja hjá fyrirtækjum á svæðinu um að nýta betur hráefnið og skapa verðmæti og störf,“ sagði Erla ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni á grindavík.is.
9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
ip r g a la r i e M nag án
Þú getur sett Toyo harðskeljadekkin undir strax Forðastu biðraðir - skiptu tímanlega
Umboðsmenn um land allt www.benni.is
Reykjavík • Fiskislóð 30 • Sími: 561 4110 Reykjanesbæ • Njarðarbraut 9 • Sími: 420 3333
Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Tangarhöfða 8 • S: 590 2045 • 590 2000
10
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
NÁMSKEIÐ UM UPPELDI BARNA MEÐ ADHD Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsir námskeið fyrir foreldra um uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið er hannað til að hjálpa foreldrum að tileinka sér gagnreyndar uppeldisaðferðir til að takast á við vandamál sem algeng eru hjá börnum með ADHD. Æskilegt er að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 5-12 ára sem greind hafa verið með athyglisbrest með eða án ofvirkni (ADHD/ADD) og eru ekki með alvarlegar eða fjölbreyttar fylgiraskanir. Námskeiðið er 12 klst og skiptist í 6 hluta, í tvo tíma í senn. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16. október kl.19:30-21:30 og kennt verður vikulega í fyrstu fimm skiptin en tvær vikur eru á milli næstsíðasta og síðasta tíma sem verður 27. nóvember. Kennt verður í Holtaskóla. Þátttökugjald er 3000 kr fyrir einstaklinga og 5000 kr fyrir pör.
Það er Suðurnesjafólkið og hjónin Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir sem eiga og reka stöðina ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi, bræðrunum Þresti Jóni og Inga Páli Sigurðssonum.
Þriðja stærsta líkamsræktarstöð landsins opnar á Ásbrú
S
porthúsið opnaði sl. laugardag nýja og glæsilega 2000 fermetra heilsu- og líkamsræktarstöð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í stöðina þegar hún opnaði, enda var aðgangur ókeypis á opnunardaginn til að gefa fólki tækifæri á að kynna sér stöðina sem er þriðja stærsta líkamsræktarstöð landsins. Það er Suðurnesjafólkið og hjónin
Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir sem eiga og reka stöðina ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi, bræðrunum Þresti Jóni og Inga Páli Sigurðssonum. Sporthúsið er vel þekkt fyrirtæki á þessu sviði og rekur eina stærstu og öflugustu líkamsræktarstöð landsins í Kópavogi. Sporthúsið á Ásbrú mun bjóða allt það helsta í líkamsrækt í dag; fullkominn tækjasal, einkaþjálfun,
leikfimissali, CrossFit, HotYoga, skvass, spinning, Fit pilates, ketilbjöllur og úrval opinna tíma. Einnig verður boðið upp á barnagæslu, veitingasölu og boostbar, auk þess sem fyrirhuguð er opnun verslunar í húsnæðinu. Þá verður Sporthúsið í samstarfi við íþrótta- og heilsuskóla Keilis. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun stöðvarinnar sl. laugardag.
Skráning fer fram í síma 421-6700 og skráningu lýkur 8. október Leiðbeinendur: Agnes Björg Tryggvadóttir og Sigurður Þ. Þorsteinsson, sálfræðingar
Ert þú pennavinur? Sölumaður í fyrirtækjaþjónustu Pennans
Penninn leitar að öflugum starfskrafti í fyrirtækjaþjónustu í Reykjanesbæ. Vinnusvæðið er Reykjanesbær og Akranes. Starfssvið: • Sér um daglega sölu og þjónustu til viðskipta vina, ásamt því að afhenda vörur • Viðhalda núverandi viðskiptatengslum á þessum tilteknu svæðum • Öflun nýrra viðskiptavina • Samskipti við viðskiptavini, sölutilboð og samningagerð • Önnur tilfallandi verkefni
Umsóknarfrestur er til og með 26.september 2012. Umsóknir óskast sendar á netfangið atvinna@penninn.is Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Menntunar og hæfniskröfur: • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum • Rík þjónustulund • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulag í starfi • Góðir samskiptahæfileikar • Góð almenn tölvukunnátta, Navision kunnátta er kostur • Góð íslenskukunnátta
Nýtt lag frá strákunum í Valdimar
K
eflvíska hljómsveitin Valdimar hefur gefið út nýtt lag. Lagið heitir Sýn og er fyrsta smáskífan af plötunni Um Stund sem væntanleg er í hillur verslana um miðjan október. Hægt er að hlýða á lagið í sérstakri forhlustun á gogoyoko.com. Hljómsveitina Valdimar stofnaði Valdimar Guðmundsson ásamt vini sínum Ásgeiri Aðalsteinssyni árið 2009. Hægt og rólega bættust fleiri í hópinn og nú er Valdimar orðin að 6 manna hljómsveit. Auk Valdimars og Ásgeirs skipa sveitina
þeir Guðlaugur Már Guðmundsson, Þorvaldur Halldórsson, Kristinn Evertsson og Högni Þorsteinsson. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Undraland, kom út árið 2010. Platan fékk góðar viðtökur og nutu lögin Yfirgefinn, Brotlentur og Undraland mikilla vinsælda í útvarpi. Fyrir plötuna hlaut sveitin tilnefningu sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum auk þess sem hún var valin á úrvalslista Kraums.
11
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 9 1 3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
7 ára ábyrgð
á öllum nýjum KIA bílum
Frumsýnum laugardaginn 22. september
nýjan Kia Optima Kia Optima er nýr og stórglæsilegur fjölskyldubíll sem hefur sópað að sér verðlaunum að undanförnu, enda sérlega vel heppnaður bíll hvar sem á er litið. Sjón er sögu ríkari.
Verð frá 4.790.777 kr. EX 1,7 dísil 136 hö. beinskiptur. Fæst einnig sjálfskiptur. Eyðsla frá 5,1 l/100 km.
Komdu og reynsluaktu nýjum og stórglæsilegum Kia Optima á laugardaginn milli kl. 12 og 16.
www.kia.is
Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is
Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
12
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Marta Eiríksdóttir þurfti að flytja til útlanda til að opna fyrir rithöfundinn sem bjó innra með henni: Það þurfti landflutninga til að hún opnaði fyrir rithöfundinn innra með sér. Já hún Marta Eiríksdóttir sem áður var með Púlsinn námskeið og skrifaði reglulega í Víkurfréttir undir „Lífið í bænum“ og „Blómstrandi mannlíf“ hefur nú söðlað um. Hún er flutt til Noregs og getur kallað sig alþjóðlegan rithöfund núna, því hún er búin að gefa út bók á enskri tungu, sem dreift er víða um heim í gegnum Amazon og Barnes & Nobles og fleiri bókaverslanir á veraldarvefnum. Við forvitnuðumst nánar um Keflvíkinginn sem hefur verið á þönum síðustu daga og vikur yfir Atlantsála og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar.
Marta Eiríksdóttir og Friðrik Friðriksson, eiginmaður hennar, við Hvíta húsið í ferð þeirra til Bandaríkjanna á dögunum.
Skrifar bækur í Noregi Hvers vegna Noregur? Jú, maðurinn minn sem er rafvirkjameistari vildi takast á við ný verkefni þar, vinna stuttan vinnudag fyrir góð laun og prófa að búa erlendis. Hann sá auglýsingar í blöðunum hérna heima og ákvað að sækja um. Fyrst var ég ekkert voða spennt fyrir þessari hugmynd en svo vissi ég að hann yrði að fá að prófa þetta ef hjarta hans kallaði á svona ævintýri. Ég hafði áður prófað að búa í Danmörku og þekkti þessa tilfinningu að vilja flytja til útlanda, maður verður bara að láta það eftir sér. Það er engu að tapa, allt að vinna, ég vissi það af eigin reynslu. Ég hafði sjálf lært helling af því að búa erlendis og vildi una honum þess einnig að prófa. Honum var svo boðin vinna hjá stöndugu fyrirtæki í litlum bæ, sem er á stærð við Grindavík og þar blómstrar hann í nægum verkefnum. Það er nóg að gera hjá honum en hann er einn af verkstjórum fyrirtækisins, sem telur á fjórða tug starfsmanna.
Er Marta þá komin á fullt í námskeiðahald? Nei, veistu, ég ákvað að prófa eitthvað allt annað þegar við fluttum hingað út. Fyrst hafði ég enga atvinnu í Noregi og þegar ég var búin að þrífa húsið hátt og lágt, sem við leigjum þá ákvað ég að gera eitthvað meira skapandi við krafta mína og
settist við tölvuna. Bækurnar hafa komið til mín eins og fuglar með skilaboð en á þessu ári hérna úti hef ég skrifað þrjár heilar bækur og er byrjuð á þeirri fjórðu, sem einnig er á ensku en hinar tvær eru á íslensku. Ég byrjaði fyrst að skrifa endurminningar mínar á íslensku um
Útsýnið út um eldhúsgluggann hjá Mörtu í Noregi. Á myndinni að ofan má svo sjá yfir Geirangursfjörð sem er ægifagur og er í næsta nágrenni við heimabæ Mörtu.
hvernig mér fannst að verða fullorðin og fann hvernig ég vann úr eigin lífi við þá upprifjun. Þegar ég var í kringum tvítugt var ég nefnilega vansæl og óörugg ung kona, sem gekk í gegnum andlegar raunir. Það var gott að skrifa sig í gegnum þann texta. Svo ákvað ég að skrifa næstu bók á ensku, sem ég vildi tileinka öllum konum, öllum gyðjum veraldar, þar sem ég rifja upp alla þá þætti sem hafa mótað mig sem sjálfsörugga konu, sem veit hvað hún vill. Þetta er í leiðinni sjálfstyrkingarhvatning til kvenna. Ég vissi af bókaútgáfu Louise Hay í Ameríku en hjá hennar fyrirtæki hafði ég sótt nokkrar ráðstefnur og ákvað að gefa út fyrstu bókina mína þar. Ég vil að bækurnar mínar skilji eftir sig góð og uppbyggileg spor í lesendum mínum. Eftir rúman mánuð hérna úti fékk ég hlutastarf á leikskóla og uni mér enn þar á meðal lítilla barna við leik. Hvernig gengur að tala norsku? Það gengur bara mjög vel, við erum bæði orðin næstum altalandi eftir eins árs dvöl hérna. Við fórum ekki á nein námskeið, heldur bara kom þetta en við ákváðum að tala aldrei ensku hérna, frekar nota fingramál í fyrstu til að gera okkur skiljanleg eða töluðum bara íslensku. Þetta
tungumál er svo skylt íslenskunni og þeir eru duglegir Norðmennirnir að minna okkur á að við erum brottfluttir Norðmenn, sem tölum ennþá gammelnorsk. Hvernig er að búa í Noregi? Það er mjög fínt en við búum hérna inni í djúpum firði, umkringd háum fjöllum og skógi á alla vegu. Það er mjög grænt hérna allan ársins hring vegna barrtrjánna og auðvitað fullt af góðu súrefni einnig vegna trjánna. Við leigjum hús í næstum þrjú hundruð metra hæð á Fjallgötunni og erum með stórkostlegt útsýni yfir bæinn og fjörðinn. Fólkið er mjög líkt okkur Íslendingum finnst okkur, vingjarnlegt og heilt en þeir dásama íslensku þjóðina og vilja heimsækja landið okkar. Það virðist vera á óskalistanum hjá öllum þeim sem við hittum hérna. Norðmenn minna okkur reglulega á að við séum nánir frændur þeirra og að við séum fólkið sem flutti burt frá Sognfirði, Vestlandinu, svæðinu sem við hjónin búum núna á. Þegar við komum hingað þá fundum við mikið fyrir sögu Íslendinga hérna, því í bænum okkar er kóngagröf frá árinu 870 en þar hvílir Auðbjörn kóngur, sem var veginn af Haraldi Hárfagra. Ég er alveg viss um að við Íslendingar höfum ekki bara
Marta á meðal þeirra bestu á bókamessunni í Bandaríkjunum.
13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
siglt burt frá Noregi árið 874 vegna ráðríki Haraldar, heldur einnig vegna þessa kóngs, sem liggur í grafhaugnum hér í þessum bæ, Nordfjordeid. Það var margt sem gekk á og margir smákóngar ríktu um allan Noreg en við það vildi Haraldur ekki una og lét drepa alla kónga og drottningar ásamt uppreisnarmönnum í þeirra liði. Þetta er í raun stórmerkileg saga, upphafssaga okkar Íslendinga, sem forvitnilegt væri að grufla meira í. Það er aldrei að vita hvað skáldsagan mín fjórða fjallar nánar um en ég er byrjuð á henni og hún er á ensku. Bækurnar koma bara svona til mín, annað hvort á íslensku eða ensku. Eru Norðmenn heilsufrík? Bæði já og nei. Þeir hreyfa sig ótrúlega mikið utandyra, fara í langar gönguferðir eða upp á fjöll. Við sjáum bæði fólk og hesta ganga framhjá stofuglugganum okkar en við búum nálægt skógarstígum og fjallgönguleiðum. Við hjónin njótum að sjálfsögðu líka náttúrunnar hérna eins og þeir. Norðmenn eru mikið á skíðum og í fimm mínútna akstursfjarlægð frá bænum okkar er frábært skíðasvæði sem fólk stundar vel á veturna. Það er samt ekkert kaldara hérna en heima en það kyngir niður snjó og þá er lognið einnig mikið. Trén verða eins og fallegt póstkort á að líta á veturna. Norðmenn hreyfa sig mikið en eru samt ekki komnir eins langt í heilsusamlegu mataræði og ég þekki heima á Íslandi. Hérna er lítil umræða um meira grænmeti á diskinn og minna brauð, því þeir borða ógrynni af hveitibrauði allan daginn en elda kvöldmatinn snemma, svona á milli klukkan fjögur og fimm á daginn, þegar langflestir
Löng röð myndaðist við bás Mörtu þar sem hún áritaði bókina sína. eru komnir heim til sín. Þá eru þeir sjálfsagt óheyrilega svangir á meðan við hjónin borðum alltaf matarafganga í okkar nestispakka í hádeginu en það finnst Norðmönnum skrítið. Þetta er gott fólk og okkur finnst þeir líkjast okkur á margan hátt. Það er gott að vera Íslendingur í Norge.
Hvernig var ferðin til Washington? Hún var vægast sagt frábær! Ég hef aldrei kynnst öðrum eins móttökum, það var svo margt fólk sem beið í röðinni eftir að fá bókina mína ensku „Becoming Goddess“ áritaða, að starfsmenn bókaútgáfunnar urðu að vísa fólki frá vegna bókaskorts. Konur voru hrifnar af
titlinum á bókinni minni og sögðust spenntar að fá að lesa innihaldið. Þeim fannst einnig spennandi að ég væri frá Íslandi, Oh, I love Iceland! sögðu þær. Ég held það hjálpi mér að vera frá Íslandi því fólk er forvitið um land okkar og þjóð. Það sést líka á facebook síðunni minni sem ég opnaði eftir að hafa gefið út bókina mína ensku. Þeir hjá útgáfunni spurðu hvaða nafn ég vildi nota sem höfundur og ég ákvað að vera norræn með nafnið mitt óbreytt með öllum kommunum í Marta Eiríksdóttir. Það var samþykkt en ég valdi einnig að vera með markaðsnafnið „The Dancing Eaglewoman from Iceland“ en það er power nafnið mitt, sem ég fékk hjá indjánakonu í Arizona. Hvað með að gefa út bók á íslensku? Jú veistu ég var að klára aðra bók á íslensku í lok sumars og sú bók
mun væntanlega koma út fyrir jól hér á Suðurnesjum en hún er óður til gamla bæjar míns, Keflavíkur og tileinkuð öllum Suðurnesjamönnum. Ég fer víða í þeirri bók og rifja upp margt skemmtilegt, sem ég veit að fólk kannast við frá árum áður. Þetta er söguleg skáldsaga í léttum dúr. Við hjá Víkurfréttum bíðum spennt eftir að fá að lesa og heyra meira frá nýjustu skáldkonu okkar Íslendinga, henni Mörtu Eiríksdóttur í framtíðinni. Facebook síða: Marta Eiríksdóttir – The Dancing Eaglewoman from Iceland. Becoming Goddess – Embracing Your Power! Bókin hennar Mörtu fæst keypt á Amazon vefnum og í verslun Betra Lífs Kringlunni.
14
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Kirkukór Keflavíkurkirkju:
Hátíðartónleikar í tilefni af 70 ára afmæli
K
NÁMSKEIÐ
Spennandi námskeið: Vélstjórnarnám – smáskip með vélarafli <750 kw Tími: 1-12 okt. kl. 9.00-15:40 virka daga. Einnig er í boði vélstjórnarnám sem byggt er upp sem kvöld og helgarnámskeið. Bóklegt og verklegt nám.
-flutt verða lög af nýútkomnum geisladiski
irkjukór Keflavíkurkirkju hefur starfað formlega í 70 ár og af því tilefni hefur kórinn tekið upp geisladisk sem kom út á dögunum undir heitinu „Vor kirkja“. Tímamótunum verður fagnað með hátíðartónleikum í Stapa laugardaginn 22. september nk. þar sem flutt verða lög af diskinum við undirleik hljómsveitar. Kirkjukór Keflavíkurkirkju var stofnaður formlega á sönglofti kirkjunnar árið 1942. Áður hafði verið vísir að söngstarfi í kirkjunni þótt það hafi verið óformlegt. Kvenfélagið Freyja gaf kirkjunni harmóníum orgel þegar ný kirkja
var vígð 1915 og fyrsti organisti Keflavíkurkirkju var Marta Valgerður Jónsdóttir. Fyrstu stjórn kórs Keflavíkurkirkju skipuðu: Þorsteinn Árnason formaður, Sesselja Magnúsdóttir ritari, Vilhelm Ellefsen gjaldkeri. Stofnfélagar voru Guðrún Bergmann, Sólrún Vilhjálmsdóttir, Ingileif Ingimundardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Þórunn Jónsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Kamilla Jónsdóttir, Bergþóra Þorbjörnsdóttir, Hallbera Pálsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson, Geir Þórarinsson, Björn Hallgrímsson, Guðmundur Elísson, Bjarni J. Gíslason og Böðvar J. Pálsson.
Organisti Keflavíkurkirkju er Arnór Vilbergsson og stjórnar hann kór kirkjunnar. Á diskinum má finna úrval laga eftir ýmsa höfunda þ. á m. Arnór, Keflvíkinginn Sigurð Sævarsson og texta eftir sóknarprestinn sr. Skúla Ólafsson og kórfélagann Guðmund Sigurðsson. Upptökur á diskinum fóru fram í Stapanum í lok febrúar 2012. Upptökustjórn og hljóðblöndun var í höndum Sigurðar Rúnars Jónssonar, betur þekktur sem Diddi fiðla. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00, miðaverð er kr. 2.500 og innifalið er eintak af geisladisknum.
›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kynnir:
Skipstjórn smáskipa < 12m (pungapróf ). Tími: Hefst 1. okt. og kennt í 5 vikur eftir hádegi virka daga. Upplýsingar og skráning í síma 4125968 eða tölvupósti nannabara@fiskt.is
ATVINNA
Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa í verslun okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af afgreiðslustörfum.
Góðir samskiptahæfileikar, sjálfstæði í vinnubrögðum, sveigjanleiki, stundvísi og heiðarleiki eru mikils metnir eiginleikar.
Áhugasamir hafi samband við Maríu Ó. Sigurðardóttur í síma 867 8453 eða maria@opticalstudio.is fyrir 30. september.
ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa á þing ASÍ sem haldið verður dagana 17. - 19. október nk. Kosið er um 4 fulltrúa og 4 til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 28. september nk. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn
Raunfærnimat í skrifstofustörfum og verslunarstörfum:
Raunfærnimat – fyrir hvern og til hvers? R
aunfærnimat er fyrir þá einstaklinga sem hafa starfað á ákveðnu sviði í nokkurn tíma og vill annað hvort ná sér í menntun á því sviði eða fá yfirlit yfir þekkingu sína. Hægt er að nota matið í atvinnuleit eða til að sýna vinnuveitanda fram á tiltekna þekkingu. Raunfærnimatið getur líka stytt þér leiðina kjósir þú að nota það til að fara í nám á þessu sviði.
Hvaða störf er verið að raunfærnimeta? Ekki er verið að raunfærnimeta öll störf – iðngreinarnar eru flestar komnar undir raunfærnimat , sjá www.idan.is. MSS mun bjóða upp á tvenns konar raunfærnimat haustið 2012, í skrifstofugreinum og verslunarfagnámi. Raunfærnimat í skrifstofugreinum – Hefur þú starfað við skrifstofustörf? Hér er verið að meta þekkingu í skrifstofustörfum og er miðað við námskrá Skrifstofuskólans I hjá MK sem er 33 eininga nám. MSS hefur í tvígang boðið upp á raunfærnimat í skrifstofugreinum, vorið 2011 og vorið 2012. Meðaltal metinna eininga hjá þátttakendum MSS í skrifstofugreinum í báðum verkefnum var 17 einingar. Þátttakendur verða að vera orðnir 23 ára gamlir og hafa starfað við skrifstofustörf í a.m.k. 5 ár.
Mig langaði til að mennta mig meira en vissi ekki hvar ég ætti að byrja og hvort ég væri með nógu góða undirstöðu til þess að hella mér út í nám eftir svo langan tíma. Ég var mjög stressuð til að byrja með en róaðist fljótlega þar sem allir sem að matinu komu voru indælis fólk sem var mjög gott að tala við. Útkoman úr raunfærnimatinu kom mér á óvart, fékk fleiri einingar út úr því en ég hafði látið mig dreyma um. Ég er að hugsa um að skella mér á Skrifstofubrautina hjá MK í haust. Sé það núna að ég er ekkert búin að gleyma öllu sem ég hef lært um ævina og held að ég geti skellt mér út í meira nám án þess að hika. Elenóra Katrín Árnadóttir, skólaritari í Myllubakkaskóla
Raunfærnimat í verslunarfagnámi – Hefur þú starfað við verslunarstörf? Hér er metin þekking í verslunarstörfum og þjónustu og er miðað við námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Verslunarfagnám, sem er 51 eininga nám á framhaldsskólastigi. Þátttakendur verða að vera orðnir 23 ára gamlir og hafa starfað við verslunarstörf í a.m.k. 3 ár. Hvernig fer raunfærnimat fram? Fyrsta skrefið er hafa samband við Jónínu Magnúsdóttur, náms- og
starfsráðgjafa hjá MSS – jonina@ mss.is, sími 412 5958/421 7500 og bóka viðtal. Einnig er hægt að hafa samband við Evu Agötu Alexdóttur, pólskumælandi ráðgjafa hjá MSS, eva@mss.is, sími 412 5954/421 7500. Tekið skal fram að allt mat fer þó fram á íslensku. Í viðtalinu við námsráðgjafa er ferlið kynnt, skoðað hvort þú eigir erindi í raunfærnimatið og svo þarftu að taka ákvörðun – viltu taka þátt? Ef svarið er játandi fer námsráðgjafinn yfir áframhaldandi ferli með þér. Ferlið er ekki tímafrekt og kostar einstaklinginn ekkert. Ef þú hefur áhuga og vilt fá frekari upplýsingar, ekki hika við að hafa samband – að hika er sama og tapa. Hlökkum til að heyra frá þér.Fyrri þátttakendur hafa öðlast meiri trú á eigin getu og eigin kunnátta komið þeim á óvart, sjálfstraust hefur aukist og flestir hafa farið í áframhaldandi nám og styrkt þannig stöðu sína á vinnumarkaði. Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi – jonina@mss.is, sími 412 5958 Eva Agata Alexdóttir, pólskumælandi ráðgjafi MSS – eva@mss.is, sími 412 5954 Elenóra Katrín Árnadóttir, skólaritari í Myllubakkaskóla er einn þeirra einstaklinga sem tók þátt í raunfærnimati í skrifstofugreinum í vor.
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
15
16
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Örstutt um Kvennaþingið Fundarstjóri Kvennaþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar: Olga Björt Þórðardóttir, Njarðvíkurmær, verður með stjórn á öllum málum hjá okkur og mun sjá til þess að dagskráin okkar standist, smalar okkur saman þegar við gleymum okkur í spjallinu við að kynnast betur og ræða saman um okkar hjartans mál og öll þau mikilvægu málefni sem við vinnum að. Fyrirlesarinn okkar á laugardeginum Sigríður Arnardóttir fjölmiðlafræðingur, fyrirlesari og rithöfundur sem allir þekkja undir gælunafninu Sirrý mun fara með okkur í gegnum það hvernig við eigum að ná til fjölmiðla til að kynna okkur og okkar starf, að njóta þess sem við erum að gera, að vera ekki of hógværar og lítillátar heldur láta ljós okkar skína og treysta á okkar eigin krafta og hæfileika og ekki síst að kynnast hvor annarri. Hún mun hvetja okkur til að laða fram það góða til að auðvelda okkur að sinna verkefnum okkar eins og við viljum vinna þau.
Kvennasveitin Dagbjörg er öflugur bakhjarl Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Skiptir þá engu hvort um er að ræða flugeldasölu, eða önnur aðstoð á bak við tjöldin. Þegar björgunarsveitirnar fara í útköll þá eru kvennasveitirnar á bak við tjöldin og sjá um að allir fái nauðsynlega næringu. Á meðfylgjandi mynd eru Dagbjargar-konur að afhenda Björgunarsveitinni Suðurnes góðar gjafir.
Um 200 slysavarnakonur stilla saman strengi á þingi í Reykjanesbæ
H
elgina 21.-23. september nk. verður haldið Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þetta þing er haldið fyrir allar konur í SL, hvort sem þær eru í slysavarnadeildum, kvennasveitum eða björgunarsveitum og er haldið annað hvert ár á mismunandi stöðum um landið. Um 200 konur hafa skráð sig á þingið svo búast má við líflegu og fjörugu þingi þar sem Sirrý (Sigríður Arnardóttir) mun fara með þær í gegnum það hvernig á að ná til fjölmiðla til að kynna sig og starfið þeirra og að hafa gaman af því sem þær eru að gera.
Á sunnudeginum munu svo stöllurnar Anna Lóa og Þóranna láta þær vinna saman og velta fyrir sér hinum ýmsu spurningum um starf og verkefni sveitanna. Að sjálfsögðu er líka boðið upp á skemmtun og á föstudeginum eftir setningu þingsins í Listasafni Duushúsanna. Þar geta þátttakendur notið þeirra listasýninga sem þar eru en einnig munu lista- og handverkssmiðjur bæjarins vera með opið á föstudagskvöldinu fyrir slysavarnakonurnar. Á laugardagskvöldinu er svo boðið upp á skemmtun og ball þar sem þemað er að sjálfsögðu „Hernámsárin“ og heyrst hefur að sumar
sveitirnar hafi lagt helling í að finna réttu fötin til að vera í á þessari skemmtun sem að sjálfsögðu er haldið í Officeraklúbbnum. Í samtali við Víkurfréttir sagði Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, formaður kvennasveitarinnar Dagbjargar, að mikill undirbúningur sé búinn að eiga sér stað fyrir Kvennaþingið. Undirbúningurinn hefur staðið allt sl. ár en um undirbúninginn sjá félagskonur í kvennasveitinni Dagbjörgu í Reykjanesbæ. Þær hafa víða fengið stuðning og vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem lagt hafa þeim lið í undirbúningi Kvennaþingsins sem verður haldið í Keili á Ásbrú um komandi helgi.
Veislustjóri kvöldsins: „Það er draumur að vera með dáta“. Hún Mæja er ein af okkur og hefur þann góða hæfileika að geta skemmt öðrum með léttri og glaðlegri framkomu sinni ásamt því að komast skemmtilega að orði, geta fengið stóran hóp til að finnast hann vera einstakur og gleður svo sjálfa sig og aðra með gítarspili og léttum söng sem fær alla til að vilja taka undir með henni, að sjálfsögðu verður hennar eini og sanni Valli rútubílstjóri með og spilar undir með henni á harmonikuna. Anna Lóa og Þóranna Kristín Þær stöllurnar Anna Lóa og Þóranna Kristín verða með okkur á sunnudeginum og munu fá okkur til að kíkja í eigin barm, láta okkur ræða um hvað við viljum, hvernig við viljum og fleira áhugavert. Anna Lóa er náms- og starfsráðgjafi að mennt og starfar sem slíkur hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Hún kennir líka sjálfstyrkingu enda er það staðföst trú hennar að gott sjálfstraust sé undirstaða aukinna lífsgæða. Anna Lóa hefur haldið fyrirlestra um hamingjuna út um allt land og heldur úti Hamingjuhorninu á FB ásamt vikulegum pistlum í Víkurfréttum. Hún stofnaði SKASS ásamt Þórönnu Kristínu og hafa þær brallað ýmislegt saman í framhaldi af því. Þóranna K. Jónsdóttir er sérfræðingur í markaðsmálum og hefur frá sumrinu 2011 eflt markaðsstarf fjölda fyrirtækja með störfum sínum undir merkjum Markaðsmála á mannamáli. Þóranna er með MBA frá University of Westminster og hefur starfað við markaðs- og auglýsingamál í um áratug, m.a. fyrir Renault á auglýsingastofunni Publicis í London, hjá auglýsingastofunni Góðu fólki í Reykjavík og fyrir Sparisjóðinn. Sem verkefnastjóri fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar lagði Þóranna grunninn að starfssemi frumkvöðlasetursins í Eldey og sinnti þar ráðgjöf við frumkvöðla og fyrirtæki. Þóranna var leikkona í fyrra lífi, auk þess sem hún hefur starfað í meiri eða minna mæli sem söngkona frá því á unglingsárunum. Þóranna stofnaði SKASS ásamt Önnu Lóu og hafa þær gert ýmislegt kraftmikið og skemmtilegt saman í framhaldinu.
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Í TILEFNI 70 ÁRA AFMÆLIS KÓRS KEFLAVÍKURKIRKJU OG ÚTGÁFU GEISLADISKS
verða laugardaginn 22. september kl. 16:00 í Stapanum, Reykjanesbæ.
Aðgangseyrir 2.500 kr. og geisladiskurinn fylgir með! Arnór Vilbergsson stjórnar hljómsveit og kór.
17
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
Vikutilboð á í verslunum Omnis Nú eru Dell dagar í verslunum Omnis. Kíktu við og tryggðu þér glæsileg tilboð á Dell fartölvum sem gilda aðeins í eina viku.
Skoðaðu allt úrvalið af fartölvum á www.Omnis.is/fartolvur
Öllum seldum fartölvum í september fylgir ókeypis árleg þjónustuskoðun á ábyrgðartíma
30.000 kr. lækkun! Dell Vostro 3460 er fallega hönnuð fartölva með þriðju kynslóð Intel Core i örgjörva, 14" skjá, stórum og hraðvirkum diski og innbyggðu 3G mótaldi.
Tilboð 169.990 Vörunúmer: VOSTRO3460#01
30.000 kr. lækkun! Dell Inspiron 15R er með 15,6" skjá, kemur með þriðju kynslóð Core i örgjörva frá Intel. Innbyggð vefmyndavél og hljóðnemi fyrir Skype samskipti.
Tilboð 149.990 Vörunúmer: INSPIRON5520#03
Vaxtalaus lán: Kreditkort nauðsynlegt, 3,5% lántökugjald bætist við.
Við gefum 10 snjallsíma! Allir sem kaupa fartölvu í ágúst og september taka sjálfkrafa þátt í 10 ára afmælisleik Omnis. Í september lok drögum við út 10 heppna sem fá LG L5 snjallsíma, sér að kostnaðarlausu! Þannig fögnum við afmælum.
REYKJAVÍK Ármúla 11
REYKJANESBÆR Tjarnargötu 7
AKRANES Dalbraut 1
BORGARNES Borgarbraut 61
444-9900 www.omnis.is
10 ára afmæli
18
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Grindavík:
30 ára afmælishátíð í Grindavíkurkirkju
M
- Biskup Íslands predikar
essa verður í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 23. september kl. 11:00 á 30 ára afmæli kirkjunnar. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Fermingarbörnin taka þátt í messunni m.a. munu Karólína Ívarsdóttir og Karlotta Sjöfn Sigurðardóttir syngja. Kaffiveitingar eftir messu.
Grindavíkursókn fór í stefnumótunarvinnu nú í vor undir handleiðslu Gylfa Dalmann mannauðsstjóra við HÍ og verður sú vinna kynnt í kaffinu. Gamlar myndir verða til sýnis í safnaðarheimilinu m.a. myndir frá vígslu kirkjunnar. Helga Kristjánsdóttir sýnir olíumálverk í fordyri kirkjunnar. Allir velkomnir! Séra Elínborg Gísladóttir
›› FRÉTTIR ‹‹ Áttatíu ökumenn í góðu lagi
L
ögreglunni á Suðurnesjum var um miðnætti á sunnudagskvöld tilkynnt um grun þess efnis að ölvaður ökumaður væri að leggja af stað frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang og voru um áttatíu bifreiðir stöðvaðar, þar á meðal bifreið ökumannsins sem svaraði til lýsingarinnar í tilkynningunni. Allir ökumennirnir reyndust vera í góðu lagi.
Þrjár lendingar með veika farþega
Þ
rjár flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli á undanförnum dögum með veika farþega. Ein þeirra, sem var á leið frá Berlín til New York, lenti á mánudag með veika konu. Á sunnudag lenti önnur vél, á leið frá Abu Dabi til New York, vegna konu sem veikst hafði hastarlega um borð. Þriðja flugvélin kom frá Minneapolis á laugardag og um borð í henni var aldraður maður sem átti í öndunarerfiðleikum. Allir farþegarnir þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einn þaðan á Landspítalann.
›› Umdæmisþing Kiwanis í Reykjanesbæ:
Kiwanis gefur góðar gjafir
K
iwanishreyfingin hélt sitt 42. umdæmisþing í Reykjanesbæ um nýliðna helgi en á þinginu voru gestir frá Færeyjum, Noregi og Bandaríkjunum. Styrktarsjóður Umdæmisins Ísland-Færeyjar veitti nokkra styrki á þinginu. Fyrst má nefna styrk til átaksins „Á allra vörum“ sem var styrkt um 500.000 krónur. Þá styrkti sjóðurinn einnig vitundarvakninguna Bláa naglann um 500.000 krónur. Að endingu þá gaf sjóðurinn sendi í sjúkrabíl Brunavarna Suðurnesja. Sendir þessi
tengist Landspítalanum og sendir upplýsingar um ástand sjúklinga sem fluttir eru með bílum BS. Kiwanisklúbburinn Keilir, sem var gestgjafi umdæmisþingsins, afhenti einnig gjafir við þetta tækifæri. Þannig fengu Brunavarnir Suðurnesja bangsa í sjúkrabílana. Undanfarin ár hefur Keilir gefið bangsana í sjúkrabílana en þá nota sjúkraflutningamenn til að gefa yngstu sjúklingunum sem þeir flytja. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fékk einnig gjafabréf að andvirði 200.000 kr. til hljóðfærakaupa.
›› Skipt um gras í Reykjaneshöllinni:
300 tonn af sandi N
ú standa yfir miklar umbreytingar í Reykjaneshöll en skipta á út gervigrasinu sem þekur gólf hennar. Grasið sem er fimm ára gamalt, reyndist gallað frá framleiðanda í Þýskalandi og því var ákveðið að skipta því út. Grasið verður að hluta nýtt áfram en m.a. verður það notað í göngustíga fyrir golfiðkendur við Hólmsvöll í Leiru. Framleiðendur taka á sig hluta af kostnaði á lagningu á nýju grasi sem verður það besta og nýjasta sem í boði er.
Þegar blaðamaður kíkti í heimsókn í Reykjaneshöll þá blasti við heljarinnar hrúga af sandi fyrir utan höllina en búið er að sópa upp tæplega 300 tonnum af sandi úr gervigrasinu. Sá sandur verður hreinsaður og nýttur að miklu leyti aftur. Inni er svo byrjað að fletta upp grasinu en fyrirætlað er að verkinu verði lokið um næstu mánaðamót en það verður eflaust kærkomið fyrir knattspyrnuiðkendur enda vetur rétt handan við hornið.
Nýjustu fréttir alla daga á vf.is
Í
Grindvíkingar þurfa líka að skipta um gervigras
gær var fjölnota íþróttahúsinu í Grindavík, Hópinu, lok að þ ar sem byrjað verður að skipta um gervigras í húsinu vegna galla. Á meðan verða æfingar yngri flokkanna á sparkvöllum við báða grunnskólana. Hafa æfingarnar forgang á sparkvellina þangað til Hópið opnar að nýju um miðjan október. Þjálfarar einstakra flokka gefa upplýsingar um hvar æfingarnar verða hverju sinni.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Hreyfum okkkur! Þ
að er löngu vitað að regluleg hreyfing gefur okkur aukna hamingju, heilbrigði og hraustan líkama. En okkur hefur eflaust ekki grunað að við myndum verða skýrari í kollinum fyrir vikið! Vísindamenn í The Dartmouth College komust að því að hreyfing gerir mun meira fyrir okkur en að koma
blóðflæðinu af stað. Þeir fundu út að regluleg hreyfing, helst daglega, eykur framleiðslu á efni sem kallast ´brain-derived neurotrophic factor´ eða BDNF, sem er talið skerpa á einbeitingu og auka námsgetu og minni. (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/ pubmed/22554780). Það er lykilatriði að hreyfa sig reglulega og finna þá hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Þetta ætti nú að vera ein af mörgum ástæðum til að koma okkur
af stað og þessa dagana eru líkamsræktarstöðvar og námskeið tengd hreyfingu að byrja á fullum krafti og margt spennandi í boði. Skarpari hugsun, sterkari lungu og hjarta- og æðakerfi, aukin orka, bættara geð, allt er þetta ávinningur reglulegrar hreyfingar! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is
19
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
aÁn parabena aÁn sílikons aÁn tilbúinna litarefna aÁn steinefnaolía aÁn PEG bindiefna
Húðin hefur innbyggðar eigin varnir og hefur þróað með sér snjallt varnarkerfi sem lagar skemmdir á skjótan hátt. Vísindamenn NIVEA hafa skapað nýju Pure & Natural línuna byggða á þessu gangverki húðarinnar með lífrænum innihaldsefnum úr náttúrunni og sameinað við yfir 100 ára reynslu sína í húðrannsóknum. NIVEA Pure & Natural línan er 95% af náttúrulegum uppruna og hentar jafnvel fyrir viðkvæma húð. Pure & Natural línan er byggð á innihaldsefnum beint úr náttúrunni s.s. arganolíu, grænu tei, aloe vera, kamillu og burdock ávexti.
húðvísindi og NáttúrAN skAPA fEgurðiNA
UpplifðU áhrif ArgAnolíU á húðinA Eitt af lykilinnihaldsefnum Pure & Natural línunnar er lífræn arganolía sem verndar húðina og mýkir. Lífræna og kaldpressaða arganolían er unnin af Berber konum í Mogador í Marokkó. Arganolía inniheldur þrefalt meira magn E-vítamíns en ólífuolía og er náttúrulegt andoxunarefni. Hún inniheldur einnig mikið af nauðsynlegum fitusýrum sem hafa jákvæð áhrif á varnarkerfi húðarinnar. Í heildina er arganolían tilvalin vernd gegn sindurefnum sem verða til vegna umhverfisáhrifa og álags.
NÝTT! PURE & NATURAL REGENERATING NIGHT CARE
Nærandi næturkrem sem hjálpar húðinni að endurnýjast yfir nótt. Inniheldur lífræna arganolíu og aloe vera sem veita húðinni mikinn raka ásamt því að styðja við náttúru legt endurnýjunarferli húðarinnar. Án parabena, sílikons, litarefna og steinefnaolía. Pure & Natural línan er 95% af náttúrulegum uppruna.
Auk arganolíu innihalda Anti Wrinkle dag- og næturkremin þykkni úr burdock ávexti, þetta þykkni inniheldur arctiin sem eykur kollagen framleiðslu húðarinnar. Þessar nýju formúlur minnka hrukkur sannanlega.
NÝTT! PURE & NATURAL PAMPERING & FIRMING BODY CREAM
Rakagefandi og nærandi krem sem eykur teygjanleika húðarinnar og stinnir hana eftir 2 vikna notkun. Inniheldur arganolíu og burdock ávöxt. Án parabena, sílikons, litar efna og steinefnaolía. Pure & Natural línan er 95% af náttúrulegum uppruna. www.NiVEA.com
20
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Árni Sigfússon skrifar:
Full ástæða til að vera áfram bjartsýn!
›› Böðvar Jónsson skrifar:
Betri staða bæjarsjóðs F
yrir nokkrum dögum seldi Reykjanesbær skuldabréf sem bærinn fékk sem greiðslu á árinu 2009 við uppskiptingu Hitaveitu Suðurnesja í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur. Staðfestir salan það sem forystumenn bæjarfélagsins hafa margoft sagt, - að eignastaðan sé sterk og þannig sé tækifæri til að losa um eignir í þeim tilgangi að greiða skuldir. Í umræðu undanfarna daga hafa komið upp spurningar um verðmæti bréfsins, söluverðið, ráðstöfun þess og fleira sem ég vil leitast við að svara í stuttu máli.
bær mun standa fyrir íbúafundi á næstu vikum til að kynna betur niðurstöðu samninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign þegar þeir liggja fyrir
Söluverðið Skuldabréfið, sem var upphaflega að verðmæti tæplega 6,3 milljarðar króna bar 3,5% fasta ársvexti sem greiddir hafa verið til okkar árlega auk vísitölu sem tengd var við hækkun álverðs. Bréfið átti að greiðast til Reykjanesbæjar í einu lagi á árinu 2016. Söluverð bréfsins nú er skráð 6,3 milljarðar króna eins og upphaflegt verðmæti þess er og greiðist þannig að 3,5 milljarðar komu í peningum strax, 500 milljónir í markaðsbréfum sem við munum selja síðar á þessu ári og 2,3 milljarðar greiðast á árunum 2016-2017. Verði hækkun á verði áls fram til ársins 2016 mun sú hækkun skila sér í hærra verði á bréfinu til bæjarins þá, á sama hátt og hefði gerst í upphaflega bréfinu. Reykjanesbær mun því ekki verða af neinum verðmætum eða tækifærum sem upphaflega bréfið gáfu.
Skuldastaða bæjarsjóðs eftir söluna Með þessu hefur skuldastaða bæjarsjóðs breyst verulega og skuldar bæjarsjóður nú um 4,5 milljarða króna hjá bönkum og lánastofnunum (50-60% skuldahlutfall). Vangaveltur oddvita Samfylkingarinnar í síðasta blaði Víkurfrétta um hvort Reykjanesbær væri skuldlaus eru því ekki tímabærar enn um sinn þó vissulega hafi skuldir lækkað mikið. Nær allar skuldir bæjarsjóðs í dag eru þess eðlis að þær verða ekki greiddar meira niður nema í samræmi við lánasamninga. Uppgreiðsla þeirra er í mörgum tilfellum óheimil. Til viðbótar við lán bæjarins eru framtíðarleigugreiðslur og lífeyrissjóðsgreiðslur bæjarins framreiknaðar og skráðar sem skuldbindingar bæjarsjóðs. Þarna er ekki um venjulegar skuldir að ræða sem unnt væri að greiða upp heldur hluta af árlegum rekstrarkostnaði bæjarins. Framreiknað til næstu áratuga er þessi rekstrarkostnaður áætlaður sem skuldbinding bæjarins að upphæð 14 milljarða króna. Með þessum framreikningi verður skuldahlutfall bæjarins um 240%.
Ráðstöfun greiðslunnar Eðlilega hafa margir bæjarbúar velt fyrir sér hvernig söluandvirði bréfsins hafi verið ráðstafað. Í stórum dráttum hefur það verið með eftirfarandi hætti: • 870 milljónir fara til niðurgreiðslu á skuldum Reykjaneshafnar • 750 milljónir fóru í uppgreiðslu á eina erlenda láni bæjarsjóðs sem þar með er uppgreitt • 460 milljónir fóru til greiðslu á skammtímalánum í Landsbanka og Íslandsbanka • 740 milljónir fara í uppgjör við Fasteign vegna leigu og samkomulags um Hljómahöllina. Um leið lækka leigugreiðslur til framtíðar og skuldbindingar Reykjanesbæjar lækka um rúmlega 3 milljarða króna. Reykjanes-
• 455 milljónir fóru í greiðslu á afborgunum lána og greiðslu skammtímakrafna. Allar skammtímakröfur eru þar með uppgreiddar • 105 milljónir fóru í greiðslu á framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili Öllu andvirði bréfsins hefur því verið varið til greiðslu skulda.
Næstu verkefni - Reykjaneshöfn Þó staða bæjarsjóðs sé komin í góð mál eru enn óleyst mál varðandi skuldastöðu Reykjaneshafnar. Höfnin skuldar eftir síðustu breytingar um 4,5 milljaða króna. Þær skuldir munu reynast þungbærar á meðan atvinnuverkefni í Helguvík eru ekki komin í höfn svo sem álver og kísilver og á meðan ríkisvaldið neitar að greiða hlut sinn í framkvæmdum hafnarinnar eins og ríkið hefur gert í öllum öðrum stórskipahöfnum á landinu. Að þessu vinnur bæjarstjórn nú af krafti. Böðvar Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar
Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ 2012
D
agana 1. - 7. október næstkomandi verður haldin heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Þetta er í fimmta skiptið sem heilsu- og forvarnarvikan er haldin undir kjörorðinu Samvinna-Þátttaka-Árangur. Markmiðið með heilsuog forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar. Vonumst við til að fyrirtæki og stofnanir í bænum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Markmiðið er að heilsu- og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra. Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög í Reykja-
nesbæ sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins. Ætlunin er að útbúa viðburðadagatal yfir þau tilboð og verkefni sem verða í gangi í heilsu- og forvarnarvikunni og verða ýmsar leiðir nýttar við að auglýsa verkefnið sjálft. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við starfsþróunarstjóra Reykjanesbæjar sem hefur yfirumsjón með verkefninu í síma 421-6700 eða gudrun.thorsteinsdottir@reykjanesbaer.is eða á netfangið heilsuvika@reykjanesbaer.is Virðingarfyllst, Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður ráðgjafadeildar Hafþór B. Birgisson, tómstundaog félagsmálafræðingur
N
ú er komin skýringin á því hvers vegna sumir samf y l k ingarmenn gengu á hælunum á Ljósanótt; Þeir óttuðust svo að orð mín um greiðslu skulda bæjarsjóðs væru skilin svo að bærinn væri orðinn „skuldlaus“. Þetta kom fram í áminningu oddvita Samfylkingarinnar hér í síðustu Víkurfréttum. Í ávarpi mínu á Ljósanótt var ég að tilkynna þau ánægjulegu tíðindi að bæjarsjóði væri nú að takast að greiða upp allar bankaskuldir sínar, alla útistandandi reikninga og öll erlend bankalán - rekstur bæjarsjóðs gengi vel og tækifærin framundan í atvinnumálum myndu styrkja stöðu íbúanna og allra landsmanna. Þá færði ég gestum þær góðu fréttir að efnisleg niðurstaða væri komin í samninga Norðuráls og HS Orku. Þessar staðreyndir settu auðvitað meirihluta manna upp á tærnar! Af orðum odvita Samfylkingarinnar í Víkurfréttum mátti skilja að þetta hafi fallið í „grýttan jarðveg“ í hans félagsskap. Það er mér óskiljanlegt þegar þetta ætti að vera
„öllum“ fagnaðarefni, nema þeim fáu sem vilja nærast á því að hér sé allt á vonarvöl vegna „skuldaklafa“. En þeir geta þá fært sig af hælunum yfir á iljarnar því það er ekki svo að bæjarsjóður sé orðinn „skuldlaus“. Þar munar mestu um að skuldbindingar okkar vegna lífeyrisgreiðslna og leiguskuldbindinga til 30 ára eru enn til staðar í reikningum. Þetta er ekki sett fram sem skuldir í venjulegum reikningsskilum fyrirtækja en nýjar reglur segja sveitarfélögum að skrá þetta inn. Þarna er verið að framreikna skuldbindingar um leigu til næstu 25 ára og allar lífeyrisskuldbindingar bæjarins. Sé tillit til þeirra inn í skuldahliðina eru skuldir og skuldbindingar háar þótt eignirnar séu mun meiri á móti. Eignir bæjarsjóðs um næstu áramót verða um 29 milljarðar króna en samanlagðar skuldir og skuldbindingar verða um 19 milljarðar kr. Ef teknar eru með skuldir og eignir hafnarinnar, HS Veitna o.fl. sem er í svokölluðum samstæðureikningi, eru eignirnar samtals um 46 milljarðar kr. en allar skuldbindingar og skuldir um 34,4 milljarðar kr. Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
Að missa flugið
M
úkkinn / fýllinn hógværasti og tr yggasti vinur fiskimannsins, hann er alltaf nálægur og gefur lífinu lit. Í huga minn kemur viðburðarík hvalaskoðunarferð sem farin var með útlendingum. Í lok ferðar mátti hver sem vildi, veiða einn eða tvo fiska. Veiðin gekk vel og kom að því að slægja fiskinn sem vakti mikla forvitni útlendinganna. Mergð múkka flögraði í kringum bátinn, þeir vissu að koma myndi að þeim. Þegar fyrsta slóginu var fleygt fyrir borð var múkkinn viðbúinn sendingunni og upphófst mikið sjónarspil sem uppskar hlátur mikinn og upphróp. Ekki var undrun fólksins minni þegar slóginu var haldið út frá síðu bátsins og fólk og múkki nánast í einni kös. Þessi uppákoma held ég að hafi verið, af mörgum góðum, hápunktum ferðarinnar. Við hjónin búum í fjölbýlishúsi með bílaplani. Eitt sinn þurftum
Mynd: Vísindavefur HÍ
við að bregða okkur af bæ og þar sem við komum út er illa gangfær fugl að brjótast um á planinu, ég sé að þar er kominn múkki. Múkkinn er þeirrar náttúru að sjái hann ekki sjóinn missir hann flugið og er algörlega ósjálfbjarga. Eitt sinn vorum við að fara til Reykjavíkur og á Strandaheiðinni sjáum við hvar múkki er nærri vegakantinum og skammt þar frá mávar sem vissu að hann var þeim auðfengin bráð. Við námum staðar og tókum vininn og settum hann út hjá Straumi. Nú þurfti að bjarga múkkanum á bílaplaninu, sóttur var plastpoki því múkkinn á það til að spúa daunillum grút. Það gerði hann ekki, þessi hegðan hans gæti verið til að verja varpið. Auðvelt var að fanga múkkann og keyra niður í Gróf, velja honum stað þar sem hann sá sjóinn og gat hlaupið nokkur skref til að ná flugi og svífa eins og honum einum er lagið. S.B.
21
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
Ungbarnasöngnámskeið í Keflavík
Seldu listaverk fyrir alvarlega veik börn
H
ugulsöm börn í Vogunum tóku til hendinni og söfnuðu töluverðu fé fyrir börn sem glíma við alvarlega, sjaldgæfa og ólæknandi sjúkdóma. Börnin sem eru á aldrinum þriggja til níu ára söfnuðu pening með því að teikna sjálf myndir og ganga í hús og selja íbúum Voga, sem tóku afar vel í uppátækið. Móðir eins listamannsins sagði í samtali við Víkurfréttir að börnin hafi átt hugmyndina alveg skuldlaust og voru þau vöknuð fyrir allar aldir og farin að teikna nú um helgina. Vel gekk að selja glæsileg listaverkin og söfnuðust á annan tug þúsunda króna sem renna munu í söfnunina Á allra vörum, en um 100 milljónir hafa þegar safnast.
F
Frá vinstri efri röð: Björn Hermann, Kristín Júlíana 10 ára, Alexandra Líf 7 ára, Anna Hjartadóttir 7 ára, Anna Ingibjörg 7 ára, Emma 8 ára. Neðri röð frá vinstri: Viktoría 6 ára, Arnbjörg Hjartadóttir 5 ára, Andrea 3 ára. Karen Lind 7 ára.
Vox Felix
- sönghópur fyrir 16-25 ára
V
ox Felix er sönghópur ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára. Stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson sem Suðurnesjamenn þekkja fyrir margvísleg skapandi tónlistarstörf, ekki síst á sviði popptónlistar. Nægir þar að nefna sýninguna, Með blik í auga, sem sýnd var fjórum sinnum á Ljósanótt, fyrir fullu húsi. Þarna gefst ungu fólki tækifæri til þess að kynnast spennandi hliðum á tónlistinni og láta á sig
reyna í þessu skapandi verkefni. Kórinn mun taka fyrir létt trúarleg verk auk annars tónflutnings. Kirkjurnar á Suðurnesjum standa í sameiningu fyrir kórnum. Nemendur FS geta fengið góða ástundun metna sem eina einingu. Æfingar fara fram í Gamla Grágásar húsinu að Vallargötu 14, kl. 16:45 á fimmtudögum. Ekki þarf að senda tilkynningu, bara mæta á svæðið!
immtudaginn 27. sept. kl. 11:00 hefst í "Gamla Grágásar húsinu" í Keflavík ungbarnasöngnámskeið í umsjá Ester Daníelsdóttur van Gooswilligen. Ungbarnatrallið eða "Babysong" er frábært námskeið sem farið hefur sigurför um alla Skandinavíu. Námskeiðið að þessu sinni er sérstaklega ætlað ungum mæðrum og nær yfir 10 skipti. Námskeiðið er ókeypis og er skráning þegar hafin. Hámark 12 börn með foreldri komast að. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Ester í síma 694 3146 eða hjá ester@herinn.is Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ
0% Suðurnes tekið til starfa í gömlu Grágás F
immtudaginn 23. ágúst hélt 0% Suðurnes stofnfund sinn í Grágás í Keflavík. 0% Suðurnes er klúbbur í 0% hreyfingunni sem eru samtök fyrir ungt fólk á aldrinum 14 - 30 ára sem valið hefur sér lífsstíl án áfengis og annarra vímuefna. Á stofnfundinum var kosin ný stjórn og er stjórninni ætlað að gera starfsáætlun fyrir klúbbinn og hafa m.a. hitting og viðburði fjórum sinnum í mánuði til að byrja með. 0% Suðurnes er í Grágás Vallarbraut 14 í Keflavík en þar er hópur fólks sem ætlar að gera gamla Grágásarhúsið að flottri félagsmiðstöð fyrir ungt fólk. 0% Suðurnes stóðu fyrir kynnningu starfsins í opnu húsi í Grágás á Ljósanótt. Margir velunnarar klúbbsins hafa styrkt þau myndarlega meðal annars með fjárstyrkjum eða gjafabréfi á
hraðlestrarnámskeið og munu styrkirnir nýtast vel. 0% Suðurnes ætlar að hafa samvinnu við æskulýðsstarf á Suðurnesjum, íþróttafélög og fleiri. Ný stjórn 0% 2012-2013: Formaður, Helgi Laxdal, ritari, Þorgeir Steingrímsson og gjaldkeri, Ólafur Veigar Jarlsson ásamt meðstjórnendum og varamönnum. 0% hreyfingin hefur í 3 ár staðið fyrir vikulegum atburðum í Reykjavík þar sem félagsfólk hittist sér til skemmtunar og afþreyingar. Sumarnámskeið ACTIVE Evrópusamtakanna var haldið á Úlfljótsvatni í byrjun ágúst og voru hér 250 ungmenni frá 25 þjóðum sem skemmtu sér í viku í vímulausu umhverfi. „0% hreyfingin sér þörf fyrir því að skapa vímulausa skemmtun fyrir ungt fólk og vill bæta aðstöðu ungs fólk á þeim vettvangi,“ sagði Helgi Laxdal nýkjörinn formaður 0% Suðurnes.
Á NÝJUM STAÐ Í REYKJANESBÆ, BOLAFÆTI 1
421 7708 - www.bilahusid.is
222
VÍKURFRÉTTIR
FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012 • 14. VÍKURFRÉTTIR Fimmtudagurinn apríl 2011
Blue Lagoon Open
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
– glæsilegt kvennamót í Grindavík
AFMÆLI
B
TIL LEIGU Íbúð til leigu við Beykidal, 120 m2 + bílskúr, laus strax. Upplýsingar í s 896 3532.
ÝMISLEGT Flóamarkaður Fálkaskáta Þriðjudaginn 25. september ætla fálkaskátar Heiðabúa að halda flóamarkað til styrktar góðs málefnis og sjálf síns. Allir velkomnir.
Vagnageymslur í vetur hj á A l e x fe rð a þj ónu s tu n n i, k r. 7 5 0 0 , - l e n g d a r m e t e r i n n tímabilið. Uppl. alex@alex.is eða 421 2800 á skrifstofutíma.
50 ára! Þessi unga dama verður 50 ára þann 24. september. Af því tilefni ætlar hún að bjóða vinum og ættingjum heim til sín föstudaginn 21 september á milli 18-20. Hlökkum til að sjá ykkur.
GÆLUDÝR
TAPAÐ/FUNDIÐ
Kettlingar fást gefins. Tveir kettlingar, fæddir 20. maí, fást gefins á gott heimili. Uppl. í síma 612 4494.
Lubba er enn týnd! Lubba, 11 ára gömul læða, hvarf um miðjan dag sunnudaginn 2. september, frá Heiðargarði 11, Keflavík. Hún er svört og hvít, mjög loðin og á því afar erfitt með að vera úti í rigningu og vondu veðri. Hún gegnir nafninu Lubba. Ef einhver verður hennar var, lífs eða liðna, vinsamlegast látið Ástu vita í síma 865 1493 eða 421 2616. Fundarlaun.
ÞJÓNUSTA
Schaffer got HRFÍ ættbókarfært Schaffer got. Þrír hvolpar tilbúnir til afhendingar 4. Október. Allar upplýsingar í s: 695 9823 og 778 6686.
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 20. - 26. sept. nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán
Dökk brúnn fóðraður loðskinnskragi tapaðist á Ljósanótt. Finnandi vinsamlega hafið samband í síma 421 1525. Fundarlaun.
PARKETÞJÓNUSTA
21. september nk. kl. 14:00 Léttur föstudagur: Erna Agnarsdóttir segir frá Kínaferð sinni.
Parketslípun, lagnir, viðgerðir og almennt viðhald húsnæðis.
Allir velkomnir
Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is
Kortið prýðir vatnslitamynd eftir Stefán Jónsson
Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
Listmálari óskar eftir fallegum og djörfum módelum 30 – 70 ára. Góð laun í boði. Sæmundur 844 9454 / 893 1962 / 421 4631 eða saemigunnarsson@gmail.com
Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar Minningarkortin fást hjá Víkurfréttum, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ. Opið alla virka daga kl. 09-17
T
Æðisleg stemning hjá Víði
vær ungar Víðisstúlkur æfðu á dögunum með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu en æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM U-17 kvenna sem fram fer á Íslandi í júní 2015. Þær eru einnig í liði Víðis sem tók þátt á stóru ungmennamóti í Noregi í sumar en þar náðist góður árangur. Stúlkurnar sem heita Bára Kristín Þórisdóttir og Una Margrét Einarsdóttir eru fæddar árið 1998, eru búnar að æfa knattspyrnu í rúmlega fimm ár og þykja ansi efnilegar. Víkurfréttir fékk þær stöllur í létt spjall.
Hvað ertu búin að æfa fótbolta lengi og hvaða stöðu spilarðu? Bára: Um það bil 6 ár held ég og ég er miðvörður. Una: Svona 5 ár, framarlega á miðju. Áttu þér önnur áhugamál en fótbolta? Bára: Já dans sem ég æfi 3 sinnum í viku. Una: Já tónlist bara yfir höfuð. Hvernig var að keppa í Noregi í sumar? Bára: Þetta tók svolítið á en annars var þetta skemmtileg ferð. Una: Það var ótrúlega gaman! Hvernig er stemningin hjá ykkur Víðisstelpum? Bára: Mjög góð, erum allar góðar vinkonur og svona. Una: Æðisleg! Eitthvað sem fáir vita um þig? Bára: Vil frekar vera ein inni að horfa á Friends og borða nammi í staðinn fyrir að fara út með hinum krökkunum. Una: Þarf að nota gleraugu! Hvað fær þig til að hlæja? Bára: Friends klárlega! Una: Fólk sem gerir sig að fífli. Hvernig er sumarið búið að vera? Bára: Mjög skemmtilegt, var oftast að vinna og á æfingum. Una: Spilaði mikinn fótbolta með bæði strákunum og stelpunum og síðan bara að vinna. Hvað ætlarðu að verða í framtíðinni? Bára: Ég hef bara ekkert spáð í það, það kemur bara allt í ljós. Una: Ekkert ákveðið.
Uppáhalds: Una
Fótboltamaður: Messi og Neymar Lið í enska: Liverpool klárlega. Tónlistin: Frank Ocean er uppáhalds og síðan bara flestöll tónlist. Sjónvarpsþáttur: Pretty little liars. Bíómynd: Ramona and beezus og She’s the man. Hlutur: Rúmið mitt! Skyndibiti: Subway.
Bára
Fótboltamaður: Lionel Messi. Lið í enska: Manchester united. Tónlistin: Flest allt, Frank Ocean. Sjónvarpsþáttur: Friends er alltaf uppáhalds! Bíómynd: Allar Bring it on myndirnar. Hlutur: Rúmið mitt og tölvan mín, er því miður ekki nógu mikið fótboltafrík til þess að segja fótbolti. Skyndibiti: Subway.
lue Lagoon open, eitt glæsilegasta kvennamót ársins, verður haldið á Húsatóftavelli í Grindvík laugardaginn 22. september. Bláa lónið er styrktaraðili allra golfklúbbanna á Suðurnesjum og leggur til glæsilega vinninga til mótsins. Á meðal vinninga eru Blue Lagoon snyrtivörur, dekur og matur. Nú þegar eru hátt í 70 konur skráðar í mótið, Halldór Einir Smárason, varaformaður Golfklúbbs Grindavíkur, sagði að gott samstarf við öfluga styrktaraðila eins og Bláa lónið væri ómetanlegt fyrir starfsemi golfklúbbanna á svæðinu. „Samstarfið gerir okkur m.a. kleift að halda góð mót sem styðja við starfsemi klúbbsins,“ segir Halldór. Bláa lónið er styrktaraðili allra golfklúbbanna á Suðurnesjum Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, segir að samstarfið við klúbbana hér á Suðurnesjum hafi verið afar ánægjulegt. „Okkar framlag felst m.a. í því að leggja til vinninga fyrir hin ýmsu mót sem klúbbarnir halda. Öflugt starf golfklúbbanna er mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni og þá er barna- og unglingastarfið ómetanlegt.“
Hrannar Hólm íþróttastjóri hjá dönsku körfunni
K
eflvíkingurinn Hrannar Hólm hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá danska körfuboltasambandinu og með ráðningu Hr annars mun starfið breytast og stór hluti þess snúast um að finna og efla efnilegustu körfuboltamenn og konur Danmerkur. Þetta kemur fram á heimasíðu SISU. Hrannar hefur þjálfað kvennalið SISU síðustu ár með frábærum árangri en lið hans hefur unnið tvöfalt undanfarin tvö tímabil og eru á leiðinni í Evrópukeppnina í vetur. Hrannar mun klára þetta tímabil með SISU áður en hann tekur til hendinni á nýjum vettvangi.
23
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 20. SEPTEMBER 2012
Keflvíkingar voru útilið á heimavelli K
eflvíkingar náðu í langþráðan sigur á heimavelli í Pepsi-deild karla í fótbolta um síðastliðna helgi, en þá unnu þeir stórsigur á liði Fram, 5-0. Glöggir áhorfendur hafa sjálfsagt tekið eftir því að Keflvíkingar hituðu upp á vallarhelmingi Nettóvallarins sem snýr að íþróttahúsinu við Sunnubraut og svo skiptu þeir einnig um varamannaskýli en vanalega sitja varamenn í skýlinu sem er nær Hringbrautinni. Zoran Ljubicic þjálfari Keflvíkinga viðurkenndi að þarna hafi Keflvíkingar verið að reyna að breyta til en þeim hefur ekki gengið sérlega vel á heimavelli í sumar. „Okkur hefur gengið betur á útivelli í sumar og ákváðum að vera útiliðið að þessu sinni,“ sagði Zoran léttur í bragði í samtali við Víkurfréttir. „Það var ákveðin sálfræði í þessu og maður getur svo sem sagt ýmislegt eftir á, þar sem þetta virðist hafa heppnast.“ Zoran hrósaði engu að síður leikmönnum sínum enda vinnast leikirnir ekki í varamannaskýlunum. „Þeir lögðu sig alla fram og sýndu þetta Keflavíkurhjarta, þannig unnum við leikinn.“ Þjálfarinn viðurkenndi að honum hafi verið létt enda var þetta sannkallaður sex stiga leikur.
„Þarna voru að mætast lið sem voru að berjast fyrir lífi sínu og það var allt undir. Nú förum við aðeins rólegri í næsta verkefni en þar mætum við öðru liði sem er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni,“ en þar á Zoran við lið Selfoss en sá leikur fer fram í dag, fimmtudag. Zoran segir að Keflavíkurliðið geti með með góðu móti komist upp töfluna í lok móts en það sé algerlega undir
leikmönnum komið, möguleikinn sé sannarlega fyrir hendi. Keflvíkingar eiga þrjá leiki eftir: Gegn Selfossi á útivelli í dag, Breiðablik heima og loks KR á útivelli. Sem stendur eru Keflvíkingar í 7. sæti með 27 stig en liðið í 2. sæti er með 31 stig. Það getur því ýmislegt gerst á lokasprettinum í þessari jöfnu deild.
H
Taflan lýgur ekki - Grindvíkingar munu leika í 1. deild í knattspyrnu að ári
F
lestum knattspyrnuáhugamönnum er líklega ljóst að Grindvíkingar féllu nýlega úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 tap gegn ÍBV í Eyjum. Þar náðu þeir á ævintýralegan hátt að bjarga sér frá falli í fyrra en frá byrjun sumars hafa Grindvíkingar siglt hægt og bítandi að feigðarósum, og nú er fallið orðið staðreynd. „Stemningin er eins og búast má við, en þegar þetta er orðið að veruleika þá er soldið þungt yfir mönnum,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga, Ólafur Örn Bjarnason í samtali við Víkurfréttir fyrr í vikunni. „Þetta er kannski búið að vera í kortunum undanfarinn mánuð eða svo, jafnvel í allt sumar. Þetta kemur alls ekki upp sem eitthvert áfall allt í einu. Við vitum það sem erum í þessu og þeir sem hafa verið að fylgjast með fótbolta að þetta hefur alveg verið í spilunum,“ heldur Ólafur áfram. Grindvíkingar eiga enn eftir að leika þrjá leiki og telur Ólafur að nálgunin verði sú sama í þá leiki eins og alla aðra. „Þó svo að liðið sé fallið þá þýðir það ekki að menn leggi sig ekki fram í þá leiki sem eftir eru. Við erum jú íþróttamenn og viljum alltaf vinna, sama hver staðan er. Ég veit ekki hvort það sé einhver misskilningur en menn vilja alltaf vinna og reyna að gera sitt besta. Það verður ekki skortur á vilja í síðustu verkefnunum en það er bara spurning um hversu langt menn fara á því.“ Síðasti heimaleikur Grindvíkinga í efstu deild að sinni er gegn Íslandsmeisturum síðasta árs,
Fagráðstefna þjálfara á vegum Íþróttaakademíu Keilis
KR en þeir röndóttu hafa ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. „Þó svo að þeim hafi ekki gengið vel að undanförnu þá vita flestir Íslendingar að KR er sennilega best mannaða lið Íslands í dag. Við erum væntanlega ekki að fara að spila við KR á næsta ári og því verður gaman að mæta þeim,“ segir Ólafur en hann vill jafnframt hvetja Grindvíkinga til þess að fjölmenna á leikinn og hita vel upp fyrir lokahófið sem fram fer fljótlega. Ólafur segir að stuðningurinn á bak við liðið og gengi liðsins haldist að vissu leyti í hendur. „Það hefur alltaf verið viss stuðningur bak við Grindavíkurliðið sama hvert gengið er. Þegar útlitið var orðið fremur svart fyrr í sumar, þá fann maður að trúin var aðeins farin að minnka og því voru kannski færri að mæta á völlinn. Þetta var þó svipað og undanfarin ár nema í ár var útlitið orðið slæmt snemma á tímabilinu.“ En eru Grindvíkingar þá með lakasta lið deildarinnar? „Það skiptir ekki öllu máli hvað mér finnst, því taflan lýgur ekki. Þegar þú ert þetta langt frá hinum liðunum og miðað við framistöðuna í sumar, þá er ekki hægt að mótmæla stöðunni. Svo má alltaf reyna að finna einhverjar ástæður fyrir slæma genginu. Auðvitað hafa mikið af lykilmönnum verið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þannig er hægt að segja, að ef við hefðum haft alla þá leikmenn, hvernig hefði okkur gengið þá? Það er tilgangslaust að
tala um það, staðan er eins og hún er og menn verða bara að sætta sig við það.“ Á tvö góð ár eftir Fyrirliðinn Ólafur er nú orðinn 37 ára gamall og segist hann ætla að hugsa sig vel um að loknu tímabili um hvert framhaldið á hans ferli verði. „Maður þarf vissa fjrlægð frá þessu áður en maður tekur fullmótaða ákvörðun um framhaldið. Maður heldur öllu opnu,“ segir Ólafur en hann segir að líkamlega sé hann enn í fínu standi. „Það er þó þannig að þegar það gengur illa þá tekur það bæði á líkamlega og andlega, frá því verður ekki hlaupið og maður tekur það með í reikninginn þegar tímabilið verður gert upp.“ Í fyrra þjálfaði Ólafur lið Grindvíkinga ásamt því að leika sjálfur með liðinu en það segir hann hafa verið ómögulegt. „Ég hef tvímælalaust áhuga á því að þjálfa en fyrir mér var erfitt að sameina það að spila og þjálfa í fyrra. Ég hef þó ennþá gaman af því að spila fótbolta og sé fyrir mér að geta gert það áfram. Þjálfunina hefur maður þó bak við eyrað en ég hef áhuga á að reyna fyrir mér á þeim vettvangi.“ Blaðamaður þykist greina að Ólafur hafi hug á að spila áfram og hann segist vilja gera það meðan hann hefur enn gaman af fótboltanum. „Þetta eru kannski tvö síðustu árin sem maður getur spilað fótbolta en þjálfun er svo í boði síðar. Maður verður bara að setja þetta inn í þessa jöfnu og taka svo einhverja gáfulega ákvörðun,“ segir Ólafur að lokum.
elgina 28.-30. september næstkomandi verður fullt hús fróðleiks hjá Keili á Ásbrú, sem er í sjálfu sér ekki fréttnæmt, nema að þá helgi stendur Íþróttaakademía Keilis fyrir ráðstefnu fyrir fagfólk úr íþrótta- og heilsugeiranum. Slíkar ráðstefnur eru mikilvægur þáttur í endurmenntun þjálfara og annars fagfólks er starfar við heilsutengd störf þar sem mikil framþróun á sér stöðugt stað í rannsóknum og aðferðafræði íþrótta- og heilsufræðinnar. Um 20 fyrirlesarar flytja erindi og standa að vinnustofum, þar af koma tveir erlendis frá. Johnny Gillespie, þekktur yoga- og styrktarþjálfari frá Bandaríkjunum verður aðalfyrirlesari en hann er eigandi líkamsræktarstöðva í Delaware og hefur getið sér gott orð innan Bandaríkjanna fyrir þjálfunaraðferðir sínar og er reglulegur fyrirlesari hjá hinum virtu þjálfarasamtökum National Strength & Conditioning Association. Johnny er sérfræðingur í hreyfikeðju mannslíkamans og kennir áhrifaríka aðferð við að virkja vanvirka vöðva, hvort sem um er að ræða atvinnufólk í íþróttum eða almennt kyrrsetufólk. Til þessa blandar hann saman yoga-æfingum og hefðbundinni styrktarþjálfun en hann predikar að keðjan sé aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Einnig mætir Norðmaðurinn Altle Arntzen sem starfar sem þjálfunarog vörustjóri (product manager) hjá líkamsræktarkeðjunni ELIXIA sem er ein sú stærsta á Norðurlöndum. Atle á einn stærstan þátt í viðsnúningi í söluaukningu einkaþjálfunar innan fyrirtækisins en ELIXIA hefur stungið samkeppnisaðila sína af í veltuaukningu síðan 2007 og ber nú herðar og höfuð yfir aðra á einkaþjálfaramarkaði Norðurlanda. Fyrirlestrar Atle fjalla um mikilvægi þjónustu og áhrifaríkar aðferðir við sölu á þjónustu eins og einkaþjálfun. Flest heilsufagfólk, svo sem nuddarar, sjúkraþjálfarar og styrktarþjálfarar geta auðveldlega tileinkað sér aðferðafræðina sem Atle kennir. Fjöldi íslenskra fyrirlesara verða einnig á staðnum með fyrirlestra og vinnustofur þar sem hugsunin er að miðla þekkingu og reynslu fagfólks til fagfólks. Þátttakendur geta valið á milli tveggja til þriggja fyrirlestra hverju sinni svo að dagskráin verður ekki einslit hjá öllum þátttakendum. Þannig ná gestirnir að hámarka hag sinn af ráðstefnunni með því að velja efnistök eftir áhugasviði hvers og eins. Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara þjálfararáðstefnu ÍAK er að finna á vefsíðu Keilis: www. keilir.net/iak.
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Fimmtudagurinn 20. september 2012 • 37. tölublað • 33. árgangur
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting
FIMMTUDAGSVALS Valur Ketilsson skrifar
Glötuð sál
H
a n n v ar s p e n ntu r fyrir helginni. Föstudagurinn leið á ljóshraða og fyrr en varði var hann í afgreiðslunni í Ríkinu. Kunnugleg andlit komu fyrir sjónir í hverju horni en suma þekkti hann alls ekki. Fólkið talaði útlensku. Hann kom því ekki fyrir sig hvaðan það var og skipti hann engu máli. Hann var að hugsa um sjálfan sig og kvöldið framundan. Í hverju hann ætti að fara? Jakkafötum eða bara þægilegum gallabuxum og sportjakka. Það var ekki oft sem hann fór út á lífið núorðið en þegar svo bar undir, langaði hann til þess að líta vel út. Grásprengt hárið var eilítið úfið og þykkt en nú var allt of seint að fara í klippingu til Ragga. Hann yrði bara að setja gel í hárið og vona að það héldi.
Sérfræðingar í
rykSugum Fyrir fyrirtækin
Fyrir alvöru verktaka
Fyrir meistara
B
jórinn var volgur en góður. Rann niður þurrar kverkarnar. Hann fann hvernig áhrifin liðu upp í höfuð og út í líkama. Áhyggjur hversdagsins urðu að engu. Framtíðin þokkalega björt. Hann hafði náð athygli á vinnustaðnum fyrir fádæma góða frammistöðu og nú lá leiðin eflaust upp á við. Hann saknaði þó fjölskyldulífsins. Konan farin og börnin með. Hún hafði gefist upp á honum. Labbaði bara út einn daginn án þess að kveðja. Hann saknaði barnanna og umstangsins í kringum þau. Það þýddi ekkert fyrir hann að rembast eftir á. Hann hafði sjálfur fyrirgert öllum rétti sínum í ölæði og rugli. Hann vissi það mæta vel hvað hann hafði gert og tók afleiðingunum.
V
innustaðagleðin stóð stutt. Hann drakk óvenjumikið og var málglaður. Ofmetnaðist í sjálfumgleðinni. Stelpurnar forðuðust hann og gömlu vinirnir sátu uppi með gamlar tuggur um fyrri afrek. Höfðu heyrt þær allar áður. Fortíðarþráin átti ekki síður hug hans en framtíðin. Hann ætlaði sko að sýna öllum að hann væri maðurinn. Félagarnir sneru sér undan um leið og hann gúlpaði enn einum bjórnum niður. Hann var bæði orðinn þvoglumæltur og leiðinlegur. Kjagaði milli borða og lét öllum illum látum.
L
eigubílstjórinn þekkti hann vel og kom honum niður í bæ. Hafði margsinnis ekið honum í gegnum tíðina. Vorkenndi honum. Sá hann hverfa inn í þvöguna. Enn einu sinni. Ljótan hafði heltekið andlitið og baráttan um sjálfsvirðinguna þvarr dag frá degi. Hrókur alls fagnaðar í hópi glataðra sála sem hittust helgi eftir helgi. Á sama stað. En nóttin var döpur. Daprari en nokkurn tímann áður.
Ryk/blautsuga Drive ZD10-50L 1000W, 50 lítrar
27.900,-
Fyrir minni spámenn
Arges HKV-100GS15 1000W, 15 lítrar
21.900,-
Fyrir húsbóndann
Ryk/blautsuga Drive ZD98-3B 3000W, 3 mótorar 90 lítrar, PP vatnstankur
Ryk/blautsuga Drive ZD98A-2B 2000W, 70 lítrar
Fyrir stærri spámenn
Fyrir iðnaðarmanninn
47.990,-
42.890,-
Arges HKV-100GS30 1000W, 30 lítrar
Arges HKV-200GS60 2000W, 60 lítrar
25.900,-
Fyrir bílskúrinn og verðverndina
39.900,-
Fyrir alla
Fyrir lækna
Nýjustu fréttir alla daga á vf.is Spandy heimilisryksuga 1600W, HEPA filter
5.990,Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 27. september 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is
Drive Bískúrsryksugan 1200W, 20 lítrar
6.990,-
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
Akureyri
Furuvöllum 15.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14
Húsavík
Garðarsbraut 50.
Opið virka daga kl. 8-18
Vestmannaeyjar Flötum 29.
Opið virka daga kl. 8-18
Junior 315 1000W ítölsk vatns- & ryksuga
49.900,-
Soteco 900W 4 þrepa hreinsun, afar hljóðlát
29.900,-
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!