38 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 29. september 2016 • 38. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Grindavík eitt best rekna bæjarfélagið ■■Grindavík er annað tveggja sveitarfélaga hér á landi sem ekki hafa nein veikleikamerki í rekstri sínum. Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar Arionbanka sem kynnt var á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum. Hitt sveitarfélagið sem ekki er með nein veikleikamerki í rekstri sínum er Hornafjörður. Árleg afborgun langtímaskulda er að meðaltali 4.000 krónur á mann í Grindavík en yfir 190.000 krónur í Reykjanesbæ. Landsmeðaltal er 106.000 krónur. Þau sveitarfélög sem hafa flest veikleikamerki í rekstri sínum eru samkvæmt skýrslunni Kópavogur, Skagafjörður, Hafnarfjörður, Sandgerði, Reykjanesbær, Fljótsdalshérað, Norðurþing, Mosfellsbær, Ísafjörður og Árborg. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að rekstarafgangur bæjarfélagsins árið 2015 hafi verið 216 milljónir og 195 milljónir árið 2014.

FJÖRUGT Á FITJUM

Þessi flotta mynd Hilmar Braga, ljósmyndara er ansi mögnuð. Hún sýnir vel tvöfalda Reykjanesbraut frá Fitjum í Njarðvík og inneftir. Á vinstri hönd má sjá húsnæði nokkurra bílaumboða, bílaleiga og Kaffitárs. Lengra til vinstri á myndinni má svo sjá hluta af Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjaensbæjar. Fremst er svo fjölbýlishús á Ásbrú þaðan sem myndin er tekin. Svo trónir hluti fjallgarðs í baksýn með Keili voldugastan.

Ný slökkvistöð rís í Reykjanesbæ Ný slökkvistöð mun rísa í Reykjanesbæ ofan Keflavíkur. Stjórn Brunavarna Suðurnesja byggðasamlags er einhuga um málið. Sótt hefur verið um lóð undir slökkvistöðina að Flugvöllum 29, sem er gata sem verður ofan við Iðavelli í Keflavík. Slökkvistöðin verður á lóð sem stendur næst Aðalgötu. Staðsetning slökkvistöðvarinnar á þessum stað er talin mjög góð. Stöðin sé miðsvæðis þegar horft er til þjónustusvæðis Brunavarna Suðurnesja sem nær frá Reykjanesbæ, í Sandgerði, Garð og Voga. Þá er stutt í flugstöðina en sjúkraflutningum í

tengslum við aukinn ferðamannastraum til landsins fjölgar hratt. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri BS, segir í samtali við Víkurfréttir að

hönnunarvinna í tengslum við bygginguna hefjist á næstu vikum. Gert sé ráð fyrir að nota veturinn í hönnun og undirbúning og að framkvæmdir við byggingu stöðvarinnar geti hafist næsta sumar. Þá á deiliskipulagi að vera lokið á byggingarsvæðinu og hægt verður að leggja götuna Flugvelli. Hún mun liggja ofan við Iðavelli á milli Aðalgötu og Þjóðbrautar. Vonast er til að slökkvistöðin verði svo tekin í notkun vorið 2018. Jón segir að ekki liggi fyrir kostnaður við byggingu slökkvistöðvarinnar en húsnæði Brunavarna Suðurnesja við Hringbraut í Keflavík verður selt upp í byggingarkostnað.

Annríki í hælisumsóknum

■■Tuttugu og þrír einstaklingar sóttu um hæli á Íslandi við komuna til Keflavíkurflugvallar á sunnudagskvöld. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Um var að ræða fimm fjölskyldur og einn einstakling. Aldrei áður hafa jafn margir sótt um hæli á Íslandi á einum degi. Gunnar segir að fólkið komi frá Makedóníu og Albaníu og hafi komið hingað í gegnum Búdapest í Ungverjalandi. Móttökumiðstöð hælisleitenda tók við fólkinu eftir að það hafði óskað eftir hæli. Gunnar Schram segir í samtali við Víkurfréttir að miklar annir hafi verið síðustu daga vegna

Fólkið kom frá Makedóníu og Albaníu í gegnum Búdapest í Ungverjalandi.

hælisleitenda og stefni í að þeir verði 700 á árinu með sama áframhaldi en í fyrra voru hælisleitendur 350 allt árið. Þeirri tölu var náð núna í ágúst. Fjölga þarf starfsmönnum hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í flugstöðinni til að takast á við aukin verkefni og sagði Gunnar að óskað hafi verið eftir fjölgun starfa til að bregðast við ástandinu.

Afmæli FS í þætti vikunnar Þátturinn í þessari viku var reyndar frumsýndur í gærkvöldi, miðvikudagskvöld, á ÍNN en er endursýndur á tveggja tíma fresti í allan dag. Þáttinn má hins vegar sjá á vef VF í háskerpu. Í þættinum í þessari viku gerum við 40 ára afmæli FS um síðustu helgi góð skil. Við ræðum við fyrrum nemendur skólans sem mættu í afmælisveisluna til að rifja upp lífið í skólanum. Tveir fyrrum skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru einnig í viðtali. Þeir Ólafur Jón Arnbjörnsson og Hjálmar Árnason eru fyrrum skólameistarar FS en í dag stjórna þeir öðrum menntastofnunum á Suðurnesjum, Fisktækniskóla Íslands og Keili. Lumar þú á góðri hugmynd?

FÍTON / SÍA

Við hjá Sjónvarpi Víkurfrétta erum alltaf opin fyrir góðum ábendingum um efni í þáttinn okkar. Ábendingar má senda okkur á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 898 2222.

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Sjónvarp Víkurfrétta er í háskerpu á vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
38 tbl 2016 by Víkurfréttir ehf - Issuu