• fimmtudagurinn 6. október 2016 • 39. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Komist verði að sameiginlegri niðurstöðu um DS ■■Bæjar yfir völd í Vogum vilja að fundin verði varanleg lausn á málum Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum og að haldinn verði eigendafundur hið fyrsta þar sem valkostir verði ræddir og komist að sameiginlegri niðurstöðu um framtíð DS. Bæjarráð Voga tók málið til umfjöllunar á dögunum en þar var kynnt greining KPMG á málum DS. Afgreiðsla bæjarráðs, sem greint er frá hér að framan, var samþykkt í bæjarstjórn með öllum atkvæðum.
WOW!
Klór blandaðist neysluvatni í Reykjanesbæ ●●Elding truflaði skynjara og klórblanda úr vatnstanki fór inn á kerfið Klór blandaðist neysluvatni í Reykjanesbæ þegar unnið var við að þrífa vatnstank ofan við Eyjabyggð í Reykjanesbæ á mánudag. Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ tjáðu sig um sterka klórlykt af kalda vatninu á samfélagsmiðlum þá um kvöldiuið og lýstu ástandinu þannig að vatnið væri ekki drykkjarhæft og húsnæðið angaði af klórlykt eftir að vatn hafði verið látið renna. Á vef HS Veitna er greint frá því að á mánudag hafi starfsmenn fyrirtækisins þrifið „Staupið“ sem er varatankur, staðsettur fyrir ofan Eyjabyggð. Við þrifin var notuð klórblanda, 15 prósent klór blandaður við vatn. Þrifin voru hluti af undirbúningi fyrr noktun á tankinum en hann verður notaður þegar vatnsstopp verður í næstu viku vegna breytinga á stofnæð fyrir gerð undirganga við Hafnaveg. Á mánudagsmorgun kom elding sem varð þess valdandi að skynjari í aðalvatnstank við Grænás fraus og stjórnstöð HS Orku í Svartsengi fékk ekki réttar upplýsingar um stöðu sem gerði það að verkum að þrýstingur féll án þess að stjórnstöð yrði þess vör. Starfsmenn HS Veitna hleyptu vatni inn á
Þriggja bíla árekstur í Reykjanesbæ ■■Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir og síðustu helgi. Í Reykjanesbæ lentu þrír bílar saman og voru skemmdir það miklar að fjarlægja þurfti þá með dráttarbifreið af vettvangi. Einn þeirra var kyrrstæður en ökumenn hinna tveggja voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á Stapagötu lentu tveir bílar saman þegar þeir voru að mætast í sveigju sem er á veginum. Ökumenn beggja voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bílarnir voru óökufærir eftir áreksturinn. Þar að auki rákust tveir bílar saman á hringtorgi á Njarðarbraut.
Missti framan af fingri í roðfléttivél
FÍTON / SÍA
■■Starfsmaður hjá fiskvinnslunni KEF Seafood missti framan af vísifingri í roðfléttivél á dögunum. Starfsmaðurinn hafði verið að þrífa vélina þegar óhappið varð og framhluti fingursins skarst af. Starfsmaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi og tilkynnti lögregla málið til Vinnueftirlitsins. Á sunnudag var lögreglu tilkynnt um ökumann sem slasaðist á fjórhjóli í efnisnámum við Festarfjall, austan við Grindavík. Ökumaðurinn var með áverka á öxl og handlegg og var fluttur til læknis.
einföld reiknivél á ebox.is
Vatnstankurinn ofan við Eyjabyggð í Keflavík er kallaður Staupið. Þaðan fór klórblanda inn á neysluvatnskerfið í Reykjanesbæ. VF-mynd: hilmarbragi
varatankinn til þrifa í góðri trú um að aðaltankur við Grænás væri fullur eins og skynjari sagði til um. Síðar kom í ljós að skynjari sýndi ekki rétta stöðu og tankurinn var því næst tómur. Við þetta myndaðist sog sem varð til þess að klórblanda úr varatanki komst inn á kerfið. Sýni voru tekin og verða send til frekari rannsókna en frumathugun starfsmanna HS Veitna leiddi í ljós að styrkur var vel innan hættumarka.
ELDING Í FLUGVÉL YFIR NJARÐVÍK
■■Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Allt hreint við Holtsgötu í Njarðvík, náði ótrúlegum myndum í eldingaveðrinu sem gekk yfir Reykjanesskagann á mánudagsmorgun. Hann tók upp símann og hugðist taka videomyndir af eldingaveðrinu. Hann var nýbyrjaður að taka upp þegar TF-GAY, flugvél frá WOW, tók á loft frá Keflavíkurflugvelli. Halldór beindi myndavélinni að flugvélinni og örfáum sekúndum síðar varð flugvélin fyrir eldingu. Myndefnið vakti strax mikla athygli og hefur farið víða um heim. Á Youtuberás Sjónvarps Víkurfrétta hefur myndskeiðið fengið um 100.000 áhorf og á fésbók Víkurfrétta var áhorfið komið í 55.000 spilanir síðdegis í gær.
„Ég ætlaði nú bara að reyna að ná myndbandi af eldingunum. Svo sé ég flugvélina og beini upptökunni að henni og þá slær eldingum niður í flugvélina. Það er ótrúlegt að hafa náð þessu á myndband,“ segir Halldór í samtali við Víkurfréttir. Erlendir miðlar á borð við BBC, TV2 og Discovery hafa sett sig í samband við Halldór og beðið um að fá að sýna myndbandið. Einnig deildi flug-Instagramsíðan „Megaplane“ myndbandinu þar sem það hefur nú fengið yfir 40.000 áhorf. „Mánudagurinn fór nú eiginlega bara allur í að svara spurningum fjölmiðla,“ segir Halldór Guðmundsson. Myndin hér að ofan er úr myndskeiðinu sem hann tók. Án efa ein af fréttamyndum ársins.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Hér er gert ráð fyrir allt að 485 íbúðum ásamt atvinnuhúsnæði.
Byggingaréttur á allt að 485 íbúðum í Reykjanesbæ til sölu ●●Opið söluferli á Miðlandi ehf. í Reykjanesbæ ■■Hömlur ehf. auglýstu í vikunni til sölu allt útgefið hlutafé í Miðlandi ehf. Það er fjárfestinga- og fasteignafélag sem stofnað var árið 1979 og hefur fjárfest í landi á Neðra-Nikkel svæðinu í Reykjanesbæ. Eign félagsins er tvíþætt, annars vegar eignarland sem samtals er um 34 hektarar og er skipulagt undir byggingu á allt að 485 íbúðum ásamt atvinnuhúsnæði (1,4 hektarar) og hins vegar samningur við Reykjanesbæ um að Miðland annist gatnagerð á svæðinu og hljóti tekjur af, segir í auglýsingu frá Hömlum sem er dótturfélag Landsbankans. Deiliskipulag fyrir hluta byggingarlandsins er þegar samþykkt og gerir ráð fyrir byggingu á samtals 300 íbúðum. Gatna- og holræsagerð hefur verið unnin að hluta til á svæðinu og hægt er að hefja framkvæmdir á hluta lóðanna nú þegar. Samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir byggingu allt að 185 íbúða til viðbótar. Söluferlið er öllum opið sem uppfylla hæfismat og geta sýnt fram á fjárfestingargetu að fjárhæð 300 milljónir króna.