• fimmtudagurinn 26. janúar 2017 • 4. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Kanna viðhorf íbúa til sameiningar ■■Íbúum í Sandgerði og Garði stendur nú til boða að taka þátt könnun um viðhorf til sameiningar sveitarfélaganna en þessa dagana er unnið að greiningu á kostum og göllum hennar. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í maí og að í framhaldi af því verði tekin afstaða til þess hvort íbúar muni kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. Á vefsíðum sveitarfélaganna tveggja kemur fram að mikilvægt sé að fá fram sjónarmið íbúa til sameiningar og ábendingar um ýmislegt sem málið varðar og íbúum finnst skipta máli. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni og að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Ráðgjafarfyrirtækið KPMG heldur utan um verkefnið og er ekki á neinn hátt mögulegt að rekja þátttöku í könnuninni til þeirra einstaklinga sem taka þátt í henni. Í febrúar verður boðað til sérstakra íbúafunda og eru íbúar hvattir til að mæta. Könnunin stendur yfir til 1. febrúar.
Munu lagfæra Grindavíkurveg sem fyrst
FÍTON / SÍA
■■Samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að lagfæra hættulegan kafla á Grindavíkurvegi þar sem alvarleg slys hafa orðið. Mislæg gatnamót verða líka gerð á varasömum kafla á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg. RÚV greinir frá. Framlög til vegamála voru aukin um fjóra og hálfan milljarð króna í nýjum fjárlögum. Það stendur m.a. til að gera betrumbætur á vegarkafla á Grindavíkurvegi þar sem orðið hafa mjög alvarleg slys. Nú síðast þann 12. janúar þegar átján ára stúlka beið bana og kínversk kona sem var í hinum bílnum slasaðist alvarlega. „Við óskuðum eftir því við Vegagerðina að sá kafli yrði skoðaður alveg sérstaklega og við munum fá tillögur þar að lútandi, hvernig hægt verður að draga þar úr slysatíðni. Það hafa orðið alvarleg slys á mjög takmörkuðum kafla á Grindavíkurvegi og þessi dæmi höfum við annars staðar frá og það er í einmitt í þessa kafla sem við viljum forgangsraða því fjármagni sem við höfum til ráðstöfunar,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra í samtali við RÚV.
einföld reiknivél á ebox.is
Súrt og salt á þorrablóti í Garði
■■Þorrablót Suðurnesjamanna var haldið í Garði um sl. helgi. Þetta er í áttunda sinn sem Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sameinast um þessa sælkeraveislu en Axel Jónsson og hans fólk hjá Skólamat hafa séð um þorramatinn þar sem súrmetið og saltkjötið er í hávegum haft í bland við aðrar þjóðlegar kræsingar. Hér má sjá mynd frá einu hlaðborðinu. Fleiri myndir eru í blaðinu í dag og einnig á vef Víkurfrétta, vf.is. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
ÍBÚUM Í REYKJANESBÆ FJÖLGAÐI UM 1100 ●●49 lóðum úthlutað á síðasta ári l áfram unnið að eflingu miðbæjar
Góður árangur hefur náðst við að rétta fjárhag bæjarfélagsins af. Íbúafjöldi jókst um 1100 á síðasta ári. 49 lóðum var úthlutað í Reykjanesbæ á síðasta ári. Flestar voru undir atvinnuhúsnæði við Flugvelli eða 19 talsins. 17 einbýlishúsalóðum var úthlutað, 8 raðhúsalóðum og 5 parhúsalóðum. Viðlíkum fjölda lóða hefur ekki verið úthlutað síðan fyrir hrun. Þetta kom fram á kynningarfundi um fjármál og framkvæmdir í Reykjanesbæ sem Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, hélt í Hljómahöll í síðustu viku. Undanfarin ár hafa einkennst af hagræðingu í rekstri Reykjanesbæjar með gerð Sóknarinnar árið 2014. Þar er meðal annars kveðið á um aðhaldsaðgerðir til að auka framlegð, stöðvun á streymi fjármagns úr A-hluta (bæjarsjóður) yfir í B-hluta (tengdar stofnanir), sölu fasteigna og endurskipulagningu skulda og frestun fjárfestinga. Samkomulag var undirritað
þann 22. desember síðastliðinn við innanríkisráðherra og er markmiðið með því að stuðla að sjálfbærni í rekstri Reykjanesbæjar á þessu ári í samræmi við 1. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir áframhaldandi markvissri vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri bæjarins svo að fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga verði náð. Þær eru að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Á fundinum fór Kjartan yfir þann árangur sem hefur náðst og sagði allt útlit fyrir að það tækist að koma skuldum neðan viðmiðs árið 2022, líkt og samkomulagið kveður á um, ef samningar nást við stærstu kröfuhafa. Af helstu framkvæmdum ársins 2016 má nefna endurbætur á Gömlu búð og Fichershúsi, uppbyggingu tjaldsvæðis,
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
umhverfisverkefni í Ásahverfi, hringtorg við Stekk, ýmis verkefni tengd skólum og leikskólum, LED ljósa væðingu í byggingum og götuljósum og fegrun miðbæjar svo nokkuð sé nefnt. Áfram verður unnið að uppbyggingu Gömlu búðar og Fischershúss. Frekari uppbygging verður á framtíðar úti-
• • •
vistarsvæðinu ofan byggðar í YtriNjarðvík, svokölluðum Njarðvíkurskógum, unnið að aðgengismálum og áframhaldandi eflingu miðbæjar, ásamt búsetuúrræðum fyrir fatlaða og félagslegt húsnæði, svo nokkrar fyrirhugaðar framkvæmdir ársins 2017 séu nefndar.
Sala bíla Sala varahluta Verkstæðisþjónusta
590 5090
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is