Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Varð þátttakandi í stað áhorfanda
-Jóhanna Helgadóttir var valin lesandi ársins á bókasafnsdeginum.
„Sverrir bls 12 hefur trú á mér“
-segir miðherjinn María Ben sem stefnir á alla titla sem eru í boði með Grindvíkingum
bls 12
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 16. O KTÓ BE R 2 0 14 • 4 0. TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R
Beint í mark á Keflavíkurdeginum
Tveir Joe & the Juice veitingastaðir opna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um áramótin:
Vilja ráða 20-30 Suðurnesjamenn og munu bjóða góð laun
Keflavíkurdagurinn var haldinn í fyrsta sinn um sl. helgi, en þá var starfsemi íþróttadeilda Keflavíkur kynnt fyrir íbúum Reykjanesbæjar. Á milli 300 og 400 manns litu við á Sunnubrautinni og léku listir sínar í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þessar stelpur skutu í mark með loftriffli undir leiðsögn Theodórs Kjartanssonar. VF-mynd/Eyþór.
Nemendur FS upplifa blákaldan raunveruleika á Gaza - nýttu sér mátt samfélagsmiðla í metnaðarfullu verkefni.
F
FÍTON / SÍA
jórir nemendur á lokaári í FS kynntu nýverið metnaðarfullt verkefni um Gaza svæðið í landafræðiáfanga. Þær nýttu sér mátt samfélagsmiðlanna Facebook og Vine til þess að ná sambandi við viðmælendur sem búa á staðnum og upplifðu ýmislegt sláandi í gegnum þá. „Okkur langaði að tala við manneskju sem býr á Gaza svæðinu, sjá hvernig hlutirnir hafa breyst þar og fá beina tengingu við staðinn. Við vildum ekki notast við fréttasíður því þar eru oft hagsmunaöfl sem hafa áhrif,“ segja Valgerður Kjartansdóttir, Rakel Ólöf Andrésdóttir, Bryndís Sunna Guð-
einföld reiknivél á ebox.is
mundsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir en að eigin sögn eiga þær allar til að ganga skrefinu lengra í því sem þær taka sér fyrir hendur. Kennarinn þeirra, Ester Þórhallsdóttir, sagði nemendum sínum að vinna verkefni sem tengist Ísrael og Palestínu. Þær komust í samband við 22 ára gamla palenstínska stúlku, Löru og hún sagði þeim m.a. að þau fái skammtað rafmagn í sex tíma á dag þar og það sé þó mjög stopult. Hún sendi þeim m.a. hljóðskrár í gegnum póstkerfið á Facebook þar sem hún lýsir dögunum sínum. „Við sjáum sprengingar, reyk og rústir hjá henni. Það er erfitt fyrir
íbúana að komast út af svæðinu og þau fá enga aðstoð af hálfu ísraelskum heilbrigðisyfirvöldum vegna þjóðernis síns. Þegar við vorum að skoða myndir frá fyrsta skóladeginum hjá börnum í Palestínu voru þau hágrátandi að syrgja bekkjarfélaga sem höfðu látist í átökunum í sumar. Stórt gat var þar sem taflan var áður í skólastofunni. Það var mjög tilfinningaþrungið,“ segja þær og finnst ótrúlegt hversu margar stórþjóðir styðja Ísrael. Ítarlegra viðtal við FS stúlkurnar er á bls. 10 og í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
XX„Við stefnum að því að ráða á bilinu 20-30 manns og munum bjóða góð laun. Breytingarnar sem verða á veitingasölunni á næstunni fela það óhjákvæmilega í sér að sumt starfsfólk missir störf sín hjá þeim rekstraraðilum sem hverfa úr flugstöðinni. Við viljum hvetja þetta fólk til að sækja um starf á nýjum veitingastöðum Joe & the Juice . Við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur starfsfólk af svæðinu og viljum endilega nýta okkur reynslu þess úr vinnunni í flugstöðinni,“ segir Daníel K. Stefánsson, rekstrarstjóri Joe & the Juice sem mun opna tvo veitingastaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um áramótin. „Við erum mjög þakklát fyrir þær góðu undirtektir sem hugmyndir fyrirtækisins fengu hjá forvalsnefnd flugstöðvarinnar og það er okkur heiður að vera treyst til þess að taka þátt í að efla flugstöðina enn frekar og gera okkar stað að framúrskarandi valkosti fyrir farþega. Fyrirhugað er að opna Joe & the Juice á tveimur stöðum í flugstöðinni, í brottfararsal og í innritunarsal áður en farið er í gegnum vopnaeftirlit. Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og vonandi náum við að opna snemma á næsta ári.“ Joe & the Juice hefur að sögn Daníels talsverða reynslu af rekstri á flugvöllum en veitingakeðjan er með tvo staði á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og einn á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi. Var Joe & the Juice á Kastrup m.a. valinn besta flugvallarkaffihús heims á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni FAB (Airport Food and Beverage Awards) tvö ár í röð. „Joe Ísland ehf. er í meirihluta eigu Pizza Pizza ehf. sem rekur Domino’s Pizza á Íslandi. Fyrirtækið borgar því að sjálfsögðu alla sína skatta og gjöld á Íslandi,“ sagði Daníel.
ILMANDI OKTÓBER 15% afsláttur af völdum dömu og herra ilmum. Gildir frá 4. - 19. október.
Hringbraut 99 - 577 1150
-27%
Kræsingar & kostakjör
Ð r E V ! a J g SPrEN hamborgarhryggur með beini verð áður 1.998,-
-50%
999
Hangiframpartur sagaður Kílóverð VERð áðuR 1.598,-
kr/kg
1.167,-
-43%
-35%
KJúKlingavængir tex mex Kílóverð VERð áðuR 698,-
398,-40% lambainnralæri ferskt Kílóverð VERð áðuR 3.957,-
2.572,-
Kengúra fíle Kílóverð VERð áðuR 4.998,-
2.999,-
-20% baconbúðingur 490 g StyKKjaverð VERð áðuR 449,-
359,-30%
KalKúnn doux heill 4 kg/heill 5kg Kílóverð
1.298,Tilboðin gilda 16. – 19. okt 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
opal laxaumslög rjómaostur, hnetur og mango chutney Kílóverð VERð áðuR 1.798,-
1.259,-
10%
afsláttur af völdum ms ostum og HeimilisJÓgúrt
%
-
-42% oKKar grænmetisbuff 800 g paKKaverð VERð áðuR 1.198,-
695,-
%
-30% nice’n easy pizzur 4 tegundir StyKKjaverð VERð áðuR 426,-
298,-
%
-
-29% smá rís eða draumur freyja paKKaverð VERð áðuR 299,-
269,-
Jarðarber frosin geat taste 1 kg StyKKjaverð VERð áðuR 489,-
349,-
-50% appelsínur suður afríka Kílóverð VERð áðuR 249,-
125,-
www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
4
fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR
HLJÓMAHÖLL
-fréttir
ATVINNA Hljómahöll óskar eftir að ráða tímastarfsfólk í ýmis konar tilfallandi verkefni sem þarf að sinna í Rokksafni Íslands, Stapa o.fl. - Þjónar í sal (skulu hafa reynslu af þjónastörfum og hafa náð 18 ára aldri) - Miðasala á viðburði Hljómahallar (skulu hafa náð 18 ára aldri) - Barþjónar (skulu hafa reynslu af því að vinna á bar og hafa náð 20 ára aldri) - Afleysingar á Rokksafni Íslands (skulu hafa náð 20 ára aldri og hafa reynslu af afgreiðslustörfum) - Aðstoð við flutning á borðum, stólum og búnaði (skulu hafa náð 16 ára aldri) Umsóknarfrestur er til 31. október. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Kostur er að ferilskrá fylgi umsókn. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Tómas Young í gegnum tomas@hljomaholl.is eða í s. 420 1030.
TÓNLISTARFÉLAG REYKJANESBÆJAR
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Tónlistarfélags Reykjanesbæjar fer fram fimtudaginn 23. október 2014 kl. 17:00 í bíósal Duushúsa. Venjuleg aðalfundarstörf.
pósturu vf@vf.is
Íþróttamiðstöðin í Vogum lýst í bleikum lit í tilefni af bleikum október. VF-mynd: Hilmar Bragi
Vogar standast ekki jafnvægisreglu
Bjóða lóð undir frystigeymslur í Helguvík XXAtvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela framkvæmdastjóra og formanni að hafa samband við hagsmunaðila og bjóða lóð undir aðstöðu fyrir frystigeymslu í Helguvík. Reykjanesbær tók á dögunum þátt í hafnasambandsþingi á Ólafsfirði þar sem m.a. Samherji hf. var með erindi um frystigeymsluþörfina í dag. Samherjamenn eiga því von á því að Reykjanesbær bjóði þeim lóð í Helguvík.
– Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerir athugasemd
E
f t i r l i t s n e f n d m e ð f j á rmálum sveitarfélaga hefur gert athugasemd við ársreikning Sveitarfélagssins Voga fyrir árið 2013 með bréfi dagsettu 28. ágúst 2014. Nefndin bendir á að eftir yfirferð á ársreikningi 2013 sé það niðurstaða nefndarinnar að sveitarfélagið standist ekki jafnvægisreglu 1. tl. 64.gr. svitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Óskað er eftir útskýringum sveitarstjórnar á frávikum í rekstri fyrir
JÓN TÓMASSON
árið 2013 í samanburði við fjárhagsáætlun ásamt upplýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir til að standast kröfur laganna. Einnig óskar nefndin eftir gerð útkomuspár fyrir árið 2014 með samanburði við fjárhagsáætlun 2014. Á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga þann 8. október sl. var bæjarstjóra falið að svara erindi eftirlitsnefndarinnar.
Frá Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd.
Landskeppni í lestri að hefjast – merktu myndina #vikurfrettir
SÍÐASTA SÝNINGAHELGI
Birgir kvartar vegna málsmeðferðar B
irgis Þórarinsson hefur lagt fram kvörtun til Sveitarfélagsins Voga vegna málsmeðferðar skipulags- og byggingafulltrúa og umhverfis- og skipulagsnefndar (2010 - 2014), vegna umsóknar um byggingu 40 m2 bændakirkju að Minna-Knarrarnesi. Bæjarráð Voga hafnar því að um persónulega óvild sé að ræða í garð bréfritara af hálfu byggingafulltrúa.
Úrvinnsla málsins hefur byggst á því grundvallaratriði að deiliskipulag sé unnið á grundvelli aðalskipulags, en ekki hverfisverndar, og að framkvæmdin samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags og landnotkun. Málið er til meðferðar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins og í eðlilegum farvegi, segir í gögnum bæjarráðs.
XXAllir lesa er landskeppni í lestri sem hefst á morgun. Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar tekur að sjálfsögðu þátt í keppninni og hvetur bæjarbúa til að gera slíkt hið saman. Við viljum ekki síður vekja athygli á lesti í samfélagsmiðlum og hvetjum því alla til að merkja skemmtilegar lestrarmyndir með merkjunum #allir lesa og #bokasafnreykjanesbaejar á Instagram og Facebook. Ef þið viljið eiga möguleika á því að myndin birtist í Víkurfréttum, munið þá eftir #vikurfrettir. Bókasafnið veitir verðlaun fyrir skemmtilegustu lestrarmyndina. Allir lesa gengur út að þátttakendur skrái þá titla sem þeir lesa og þann tíma sem þeir verja í lestur í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is. Allar tegundir bóka eru gjaldgengar í keppnina, líka raf- og hljóðbækur. Keppnin er liðakeppni og tilvalið er að skrá fjölskylduna, vinahópinn eða vinnustaðinn til keppni. Skráning liða er hafin og verður lestrardagbókin opin á vefnum eftir að keppni lýkur þann 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu.
Bláa Lónið hagnast um 1,3 milljarða – 647 þúsund gestir og 330 starfsmenn í fyrra. Síðasta sýningarhelgi á ljósmyndum Jóns Tómassonar í Bíósal Duushúsa. Einnig er hægt að skoða myndirnar á vefslóðinni: www.theyellaumbrella.com/jon-tomasson Ljósmyndirnar verða aðgengilegar hjá Byggðasafninu eftir lokun sýningarinnar.
„Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein. Nýtt met var sett í fjölda gesta árið 2013 þegar 647 þúsund gestir heimsóttu Bláa Lónið. Sumarið 2013 störfuðu 330 manns hjá Bláa Lóninu,“ Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, en fyrirtækið skilar 1,3 milljarða hagnaði fyrir árið 2013. Áhersla Bláa Lónsins á gæði og upplifun gesta hafi borið góðan árangur eins og greina megi af rekstri félagsins
árið 2013. Nú sé unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði. „Öflugt vísindastarf er einnig einn af hornsteinum fyrirtækisins. Frekari þekkingaruppbygging styrkir áframhaldandi nýsköpun og vöruþróun innan Bláa Lónsins og gerir fyrirtækið samkeppnishæfara um leið og hún er grunnur að frekari vexti Bláa Lónsins.“ Helstu niðurstöður uppgjörs Bláa Lónsins vegna ársins 2013:
• Hagnaður eftir skatta var 1.352 milljónir króna. • Hagnaður Bláa Lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 2.127 milljónir króna. • Eiginfjárhlutfall Bláa Lónsins hf. var 30%. • Handbært fé frá rekstri var 1.809 milljónir króna. • Eignir voru 7.273 milljónir króna. • Á aðalfundi Bláa Lónsins hf. sem haldinn var þann 4. apríl sl. var arðgreiðsla til hluthafa að upphæð 931,3 milljónir króna samþykkt.
VIÐBURÐIR FRAMUNDAN
MIÐASALA Á HLJOMAHOLL.IS
6
fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Nýr 200 milljóna króna bátur til Grindavíkur
Óli á Stað GK 99 kemur til hafnar í Grindavík á laugardag.
– Stakkavík kaupir smábát af stærstu gerð
Ó
li á Stað GK-99 kom til heimahafnar í Grindavík sl. laugardag. Óli á Stað GK er 30 brúttótonna og 15 metra langur. Eigandi bátsins er Stakkavík í Grindavík en Bátasmiðjan Seigur á Akureyri smíðaði bátinn. Báturinn er útbúinn til línuveiða og er búinn línubeitingarvél. Óli á Stað GK er annar af tveimur sams konar bátum sem Seigur smíðar fyrir Stakkavík. Séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, blessaði Óla á Stað GK við komuna til Grindavíkur á laugardagsmorgun. Fjölmenni var á bryggjunni þegar báturinn kom til lands og eftir blessunarorð sóknarprestsins var öllum viðstöddum boðið til grillveislu þar sem boðið var upp á heilgrillaða lambaskrokka.
Í áhöfn Óla á Stað GK verða fjórir til fimm menn en í bátnum eru fjórir tveggja manna klefar. Í bátnum er gott eldhús með setustofu þar sem hátt er til lofts en mikið er lagt upp úr góðri aðstöðu og þægindum fyrir áhöfnina. Lestin í bátnum er stór og tekur 48 kör eða um 24 tonn af fiski. Báturinn er allur yfirbyggður og er gott vinnupláss á dekki. Fullbúinn með öllum tækjum kostar báturinn um 200 milljónir króna. Ekki fengust upplýsingar um það hvenær báturinn heldur til veiða en á bryggjunni í Grindavík gerðu menn því skóna að það yrði á laugardaginn. Báturinn hafi verið sjósettur á laugardegi, hann kom til heimahafnar á laugardegi og því við hæfi að hann færi í fyrstu veiðiferð á laugardegi, til að halda í hjátrúna.
Vinnuaðstaða um borð er til fyrirmyndar.
Hermann Ólafsson ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Vilhjálmi Árnasyni þingmanni úr Grindavík.
Hermann ÓIafsson útgerðarmaður og fiskverkandi í Stakkavík ásamt fjölskyldu í borðsal Óla á Stað GK.
Björgunarbátur skemmdur – Milljónatjón segir eigandi XXSvo virðist sem óprúttnir aðilar hafi gert sér það að leik að skemma gamla björgunarbátinn Kidda Lár í Sandgerði um síðustu helgi. Báturinn ber nú nafnið Siggi Sæm og er í eigu Sigurðar Stefánssonar kafara. Hann segir að svo virðist sem stungin hafi verið göt á bátinn á einum 6-7 stöðum og líklega hafi svokallaður goggur verið notaður við skemmdarverkin. „Þetta er alveg ömurlegt og líklega tjón sem hleypur á milljónum þar sem báturinn er eflaust ónýtur,“ sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir. Sigurður segir að komið sé í ljós að einnig hafi verið brotist inn í tvær trillur við Sandgerðishöfn um helgina. Báturinn sem er harðbotna slöngubátur var áður í eigu björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, en sveitin notast einmitt við bátinn þessa dagana, þar sem nýi báturinn, Þorsteinn, er bilaður. Líklega hafa skemmdarvargarnir náðst á myndavélar sem vakta hafnarsvæðið en verið er að skoða þau mál að sögn Sigurðar. Hann biðlar til þeirra sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Hann segir nokkrar ábendingar hafa borist og nú sé lögreglan að vinna í málinu.
U
Erum ekki að henda inn handklæðinu
-segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar
K
jartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að ekki hafi verið boðað til neyðarfundar í fyrradag vegna fjárhagsstöðu bæjarins. DV greindi frá því að staða Reykjanesbæjar væri vonlaus, þar sem heildarskuldir bæjarins séu um 40 milljarðar. Kjartan segir að búið sé að halda fjölda funda að undanförnu með ýmsum aðilum varðandi stöðuna. Nú sé hins vegar komið að því að kynna skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu bæjarsins og vinna í lausnum. „Það er ekkert nýtt í stöðunni, við þekkjum hana. Nú er KPMG að leggja fram skýrslu sem svarar vonandi spurningum varðandi framhaldið. Þeir eru að leggja fram sínar
Séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, blessaði Óla á Stað GK við komuna til Grindavíkur á laugardagsmorgun.
hugmyndir um lausnir á vandanum. Við erum svo að kynna þær fyrir okkar stjórnendum, en þetta eru fyrst og fremst tillögur og hugmyndir,“ segir Kjartan. Skýrslan verður kynnt þann 29. október og þá mun verða ljóst hvaða leiðir verða farnar til þess að laga fjárhagsvandræði Reykjanesbæjar. „Það er ljóst að staðan er flókin og þetta verður ekki auðvelt, en þetta er gerlegt. Við sjáum fram á að við getum snúið þessu við á nokkrum árum,“ bætir Kjartan við en samkvæmt lögum hefur Reykjanesbær frest til ársins 2021 til þess að greiða úr fjárhagsvandanum. „Við erum ekki að henda inn handklæðinu,“ segir Kjartan að lokum.
Hvar væri best að setja niður tjaldstæði?
mhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar skoðar þessa dagana mögulegar staðsetningar á tjaldstæði í Reykjanesbæ. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri ráðsins, kynnti ráðinu möguleg svæði undir tjaldstæði á síðasta fundi ráðsins.
Guðlaugur Helgi hefur tekið saman sjö svæði, kosti þeirra og galla. Svæðin eru Víkingaheimar í Innri Njarðvík, á Fitjum þar sem gamla steypustöðin var, Njarðvíkurskógar, á Iðavöllum við gamla fótboltavöllinn, á gamla malarvellinum við Hringbraut, í Grófinni og á Vatnsholti við vatnstankinn.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 14-2183
Með þinni þá töku fá sjál oðaliðar okkar æfingu í að opna stöðvarnar og taka á móti stórum hópi fólks. Þiggðu súpu, það hjálpar okkur.
Kjötsúpa Í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara færðu gómsæta kjötsúpu. Fjöldi samstarfsaðila leggur hráefnið til.
Samstarfsaðilar Eldað fyrir Ísland:
Fjöldahjálparstöðvar
Sjál oðaliðar
Kynntu þér málið
Um 50 stöðvar af 117 víðsvegar um landið verða opnaðar. Hvar er þín næsta?
Stöðvarnar verða mannaðar af sjál oðaliðum okkar líkt og um alvöru neyð væri að ræða.
Þú færð allar upplýsingar um hvaða öldahjálparstöðvar eru opnar á raudikrossinn.is
ökum ka á milli manna, á að era: 13:008:00.
8
fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
-viðtal
Olga Björt Þórðardóttir skrifar
pósturu vf@vf.is
Rakel Ólöf Andrésdóttir, Kristín Rán Júlíusdóttir, Bryndís Sunna Guðmundsdóttir og Valgerður Kjartansdóttir.
Ég rétti aldrei upp hönd Markmið með námi er ekki einungis að auka skilning á námsefni og færni til að takast á við og leysa ólík verkefni. Félagsleg færni, viðhorf til lífsins, skoðanamótun, hreyfiþroski og víðsýni eru meðal þess sem móta hvern og einn einstakling á skólagöngu. Frá sex ára aldri verjum við tíu árum í grunnskóla og á þessum árum mótast einstaklingurinn og persónugerð hans mest. Lagður er grunnur að næstu skrefum í framtíð hans. Því miður ná ekki allir nemendur að finna styrkleika sína í grunnskólanámi, eru ringlaðir og áttavilltir. Í daglegu tali eru margir þeirra kallaðir „brottföll“. Jóhanna Helgadóttir er ein þeirra sem fannst hún misheppnaður námsmaður. Hún fékk litla hjálp frá ómenntuðum foreldrum sínum við heimanámið og þyrsti alltaf í að skilja hvers vegna námið var henni erfitt. „Ég var áhorfandi í grunnskóla og FS, ekki þátttakandi. Ég rétti aldrei upp hönd,“ segir Jóhanna í viðtali í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Hún gafst ekki upp, lauk stúdentsprófi og kennaraprófi og hefur beitt kröftum sínum í að finna leiðir til að bæta menntun barna. Jóhanna stóð upp á opnum fundi í Hljómahöll fyrr í haust og sagði sína sögu. Þar stóð Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, upp og klappaði fyrir henni. Í landafræðiáfanga í FS leggur Ester Þórhallsdóttir kennari áherslu á að nemendur hennar horfi út fyrir rammann og skólastofuna við gerð verkefna. Fjórir nemendur hennar, Valgerður Kjartansdóttir, Rakel Ólöf Andrésdóttir, Bryndís Sunna Guðmundsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir, tóku hana á orðinu og lögðu mikinn metnað í verkefni um átaksvæði. „Okkur langaði að tala við manneskju sem býr á Gaza svæðinu, sjá hvernig hlutirnir hafa breyst þar og fá beina tengingu við staðinn. Við vildum ekki notast við fréttasíður því þar eru oft hagsmunaöfl sem hafa áhrif,“ segja námsmeyjarnar fjórar í viðtali í Víkurfréttum og í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta. Þær hefðu getað notað einföld leitarforrit og áður birt efni en vildi heldur nýta sér samfélagsmiðla eins og Facebook og Vine til að ná beinu sambandi við íbúa á átakasvæðinu. Fyrir vikið varð upplifunin af verkefninu raunverulegri, eftirminnilegri og skildi meira eftir. Hugsjónafólk hefur í tímans rás farið eigin leiðir til þess að ná markmiðum sínum og hreyft við samtíðarfólki sínu. Margir hafa orðið öðrum góðar fyrirmyndir og rutt mikilvægar brautir. Við þurfum á svona fólki að halda.
FJÖLSKYLDUHJÁLP Kæru Suðurnesjabúar, bráðum koma blessuð jólin og við farin að safna vörum á árlegan jólamarkað okkar að Baldurgötu 14 sem opnar 15. nóvember. Tökum á móti nytjavarningi alla virka daga frá kl. 13:00-18:00. Upplýsingar í síma 897-8012 og 421-1200.
vf.is
SÍMI 421 0000
■■ Nemendur í FS nýttu sér mátt samfélagsmiðla í metnaðarfullu verkefni:
Blákaldur raunveruleikinn á Gaza F
jórir nemendur á lokaári í FS kynntu nýverið metnaðarfullt verkefni um Gaza svæðið í landafræðiáfanga. Þær nýttu sér mátt samfélagsmiðlanna Facebook og Vine til þess að ná sambandi við viðmælendur sem búa á staðnum og upplifðu ýmislegt sláandi í gegnum þá. Vildu fá beina tengingu „Okkur langaði að tala við manneskju sem býr á Gaza svæðinu, sjá hvernig hlutirnir hafa breyst þar og fá beina tengingu við staðinn. Við vildum ekki notast við fréttasíður því þar eru oft hagsmunaöfl sem hafa áhrif,“ segja Valgerður Kjartansdóttir, Rakel Ólöf Andrésdóttir, Bryndís Sunna Guðmundsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir en að eigin sögn eiga þær allar til að ganga skrefinu lengra í því sem þær taka sér fyrir hendur. Kennarinn þeirra, Ester Þórhallsdóttir, sagði nemendum sínum að vinna verkefni sem tengist Ísrael og Palestínu. Þær byrjuðu á að senda póst til mbl.is, visir.is og Amnesty Ísland til að spyrja hvort þau hefðu fréttamenn á sínum snærum þar sem gæti bent þeim á einhvern íbúa. Þær fengu ekkert svar frá íslensku miðlunum og engar upplýsingar var að fá hjá Amnesty. „Ester var þá búin að fylgjast með ungri konu á Vine síðunni, við fundum hana þar og í framhaldi af því á Facebook. Settum okkur svo í samband við hana en hún svaraði ekki strax.“ Eyðilögðu heimilið sjö sinnum Kristín var búin að vera að fylgjast með Facebook like-síðu sem heitir Middle East Monitor og ákvað að prófa að senda póst þangað til að spyrja hvort þeir væru með tengilið og var bent á 34 ára palenstínskan fréttamann sem býr á Gaza. „Hann varð síðan viðfangsefni okkar í verkefninu sem við erum búnar að flytja. Hann segist ekki eiga í samskiptum við Ísraelsmenn og verða að halda sér hlutlausum. Hann segir átökin hræðilega upplifun þegar þau ganga yfir. Miklar
takmarkanir og höft eru þar, t.d. sótti hann um að komast í nám árið 2006 og komst ekki inn fyrr en 2010. Það er líka sjö sinnum búið að eyðileggja heimilið hans. Hann vill alveg endilega koma öllu slíku á framfæri.“ Rústir, blóð og nálykt Stúlkurnar segja að verkefnið hafi opnað augu þeirra fyrir því hversu alvarlegt ástandið er þarna. Einnig hafi þær fengið aukinn áhuga á kynnast svæðinu og ástandinu betur. „Þegar við náðum loks sambandi við 22 ára gamla palenstínska
Á Vine sjáum við sprengingar, reyk og rústir
stúlku, Löru, ákváðum við að ein okkar, Bryndís, yrði aðal tengiliðurinn við hana. Bryndís er þegar farin að fá hjörtu og læti frá henni á Facbook,“ segja þær brosandi. Lara sagði þeim m.a. að einungis sé skammtað rafmagni sex tíma á
dag þar og það sé þó mjög stopult. Hún sendir þeim m.a. hljóðskrár í gegnum póstkerfið á Facebook þar sem hún lýsir dögunum sínum. „Á Vine sjáum við sprengingar, reyk og rústir hjá henni. Það er erfitt fyrir íbúana að komast út af svæðinu og þau fá enga aðstoð af hálfu ísraelskum heilbrigðisyfirvöldum vegna þjóðernis síns. Lara hefur einnig sýnt okkur stutt myndbönd af rústum og lýst því hvernig lykt af blóði og líkum umlykur sem svæðin. Ástandið opnaðist betur fyrir okkur þegar við sáum myndböndin,“ segja þær. „Þau áttu þetta land“ Spurðar um hvað hafi komið þeim mest á óvart við vinnslu verkefnisins segja stöllurnar vera þá stöðu að 2/3 Palestínumanna eru flóttamenn í eigin landi. „Þau áttu þetta land en það er búið að taka það af þeim. Gríðarlegur fjöldi barna hefur látið lífið í átökunum þarna. Þegar við vorum að skoða myndir frá fyrsta skóladeginum hjá börnum í Palestínu voru þau hágrátandi að syrgja bekkjarfélaga sem höfðu látist í átökunum í sumar. Stórt gat var þar sem taflan var áður í skólastofunni. Það var mjög tilfinningaþrungið,“ segja þær og finnst ótrúlegt hversu margar stórþjóðir styðja Ísrael. Facebook opnar leiðir Góð vinátta hefur orðið til meðal námsmeyjanna fjögurra vegna verkefnisins. Rakel og Bryndís voru þó vinkonur fyrir og einnig Kristín og Valgerður. Þær eru allar á félagsfræðibraut, tvær fyrrnefndu úrskrifast um jólin og síðarnefndu í vor. „Við eigum gott með að vinna saman. Ef grunnskólarnir eru að gera svipuð verkefni gæti þetta verið fyrirmynd. Facebook kemur mjög sterk inn sem samfélagsmiðill í svona verkefnum. Hún opnar leiðir og við höfum fengið tækifæri til að fræða heiminn um það sem í raun er að gerast þarna,“ segja stöllurnar sem ætla að halda áfram sambandi við Löru og kynna sér málin enn frekar.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
YFIR-DJÚSARI JOE & THE JUICE LEITAR AÐ MANNESKJU TIL AÐ SJÁ UM HLUTINA Í LEIFSSTÖÐ
• VERÐUR AÐ HAFA BRENNANDI ÁHUGA Á REKSTRI • REYNSLA AF STJÓRNUN ÆSKILEG • FRÁBÆR ÞJÓNUSTULUND SKILYRÐI • SKIPULAGIÐ Í LAGI • NETTAR HREYFINGAR Á DANSGÓLFINU KOSTUR • ÞARF AÐ KUNNA AÐ META GÓÐAN DJÚS • EKKI VERRA AÐ VERA MORGUNMANNESKJA SÆKJA SKAL UM Á JOEANDTHEJUICE.IS UMSÓKNARFRESTUR TIL 1. NÓVEMBER
KERTi
20%
TUR AFSLÁT
ARA GJAFAV
20%
TUR AFSLÁT
60V0ÖRUR
nýJAR VALi A í BLóm
Guðrún býður ykkur velkomin í Blómaval
hátíð í Rey POTTAPLÖnTUR
ALLiR hAUSTLAUKAR
afsláttur
afsláttur
50%
30%
LUKTiR
20%
TUR AFSLÁT
1 EA ORKiD
0 1.99 90 2.4
Tilboð gilda eingöngu í Húsasmiðjunni Reykjanesbæ fimmtudag til laugardags.
LiLJUR
1.9s9tk9 5
SPREnGiVERÐ Á ÚTiViSTARFATnAÐi
AÐEinS í REYKJAnESBÆ FimmTUDAG TiL LAUGARDAGS
50% AFSLÁTTUR ALLT Á AÐ SELJAST
ykjanesbæ VÖRUGJÖLD LÆKKA
KJARAKLÚBBS
KJARAKLÚBBS
VERÐ
VERÐ
30 ÁRA ÁBYRGÐ
Þvottavél EWP 1674TDW 7 kg, 1600 snúninga
Eldhúsblöndunartæki Damixa Jupiter Trend.
1805659
8000094
13
TTUR AFSLÁ
Harðparket Eikarplanki, fasaður, mattur Borðastærð 1.383 x 193 mm 7122200-39 8 mm þykkt, slitþolsflokkur 32 147050
2.080kr/m
2
2.390 kr/m
2
17
TTUR AFSLÁ
KJARAKLÚBBS VERÐ
77.107kr 92.900 kr
13
KJARAKLÚBBS VERÐ
2.435
TTUR Veggflís AFSLÁ Blanco Brillo 8600000
kr/m2
2.800
13
TTUR AFSLÁ
26.095kr 29.995 kr
hluti af Bygma
ALLT FRÁ GRUnni AÐ GóÐU hEimiLi SíÐAn 1956
12
fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■Glímdi við námserfiðleika og berst fyrir fjölbreyttara námi:
Varð þátttakandi í stað áhorfanda -Jóhanna Helgadóttir var valin lesandi ársins í Reykjanesbæ á bókasafnsdeginum fyrr í haust. Menntamálaráðherra stóð upp á opnum fundi í Hljómahöllinni og klappaði fyrir Jóhönnu þegar hún sagði hvernig væri hægt að bæta menntun barna. Jóhanna Helgadóttir var valin lesandi ársins í Reykjanesbæ á bókasafnsdeginum fyrr í haust. Í umsögn var Jóhanna sögð einn af dyggustu viðskiptavinum safnsins og sérlega dugleg við að kynna börnum bækur og lestur, ekki bara sínum eigin heldur nemendum sínum í grunn- og leikskólum Reykjanesbæjar. Jóhanna er lærður kennari og stýrir þróunarverkefni á leikskólanum Hjallatúni. Stórnendur þar sóttu um styrk til Manngildissjóð 2013-2014 fyrir stöðu Jóhönnu en fengu neitun. Því var ákveðið að búa til svigrúm til þess að ráða hana inn vegna mikilvægis verkefnisins. Ekki eins misheppnuð og hún hélt „Ég kynntist fjölgreindarkenningunni í kennaranámi mínu. Ég uppgötvaði að ég var ekki eins misheppnuð og ég hélt. Mér fannst ég áður aldrei vera góð í neinu og fannst sniðugt hvernig þeir settu þetta upp. Maður gat verið góður í einhverju ákveðnu og það var allt í lagi að vera ekki sleipur í öllu,“ segir Jóhanna. Mörg börn séu ekki endilega sterk í fögum sem lögð er áhersla á og því þurfi að finna út hvar þau séu sterk og hvar þau geti bætt sig. „Ef börn eru t.d. mjög áhugasöm með að fara á útisvæði þá finnum við leið til að koma t.d. lestrinum í umhverfis- eða líkamsog hreyfigreind. Ef við teljum þau þurfa eitthvað ákveðið þá tengjum við það við aðra greind og viðkomandi leysir það þannig með styrkleika barnsins.“ Átti ekki upp á pallborðið hjá fræðslustjórn RNB Jóhanna hefur fundið frá því að hún kom til starfa hjá Hjallatúni að hugmyndafræði sem unnið er með þar hefur ekki átt upp á pallborðið hjá fræðslustjórn Reykjanesbæjar vegna þess að hún hefur ekki þótt viðurkennd leið til þess að ná þeim markmiðum sem framtíðarsýnin þeirra er. „Verkefnið hefur þó gengið mjög vel og við höfum fengið fína umsögn. Komið var frá Námsmatsstofnun að ósk Reykjanesbæjar og leikskólinn var tekinn út. Útkoman var, mörgum að óvörum, mjög góð,“ segir Jóhanna. Hún á eiginmann og þrjú börn og hefur alltaf verið í 70% starfi til þess að geta haft svigrúm til að taka að sér verkefni eins og heimakennslu og aðstoða nemendur af erlendum uppruna. „Af hverju stígur þetta fólk ekki fram?“ Um tíma hefur Jóhanna bloggað fyrir vefmiðilinn Grunnskóla-
kennarinn og einnig skrifað dagbók síðan fyrir fermingu. „Ég á bunka af dagbókum. Hef verið með pælingar tengdar reynslu minni og af kennarastarfinu og þessa sýn sem ég hef á það. Mér finnst ganga svo seint að koma nýjum hugmyndum inn í skólana. Þeir eru íhaldssamir og lítill meðbyr fyrir einhverju nýju. Hér á Hjallatúni er t.d. verið að fara aðra leið en hinir leikskólarnir en samt verið að ná sama markmiði,“ segir Jóhanna sem vill sjá skólana sýna vilja í að prófa að fara aðeins út fyrir sinn ramma. Oft sé talað hlutfall nemenda sem ekki gátu lesið til skilnings eða ánægju og brottfall og slíkt. „Af hverju stígur þetta fólk ekki fram og segir hvers vegna það hætti? Maðurinn minn er svona brottfall en í dag er hann með meistaragráðu í tölvunarfræði. Sumir spá ekki hvernig þessum einstaklingum líður, hvaða bakgrunn þeir hafa sem gæti hafa haft áhrif. Þetta er hægt en aðstæður eru misjafnar hjá fólki. Það þarf að virkja það með annarri nálgun. Þess vegna fór ég að tjá mig um þetta.“ Ráðherra stóð upp og klappaði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hélt opinn fund í Reykjanesbæ fyrr í haust um það hvernig hægt væri að bæta menntun barna. Þar var mjög breiður og fjölbreyttur hópur, m.a. foreldrar skólabarna. Jóhanna greip tækifærið, stóð upp og sagðist einfaldlega vita hvað þarf að gera til að bæta menntunina en hún fái ekki tíma til þess í skólakerfinu eins og þar er. Hún sagði einnig sína sögu sem hreyfði heldur betur við viðstöddum og ráðherrann stóð upp og klappaði fyrir henni. „Eitt af því sárasta sem ég horfi upp á er að vita hvað ég þarf að gera til að hjálpa en hafa ekki tíma eða svigrúm til þess. Þess vegna hef ég í mínu starfi búið
Jóhanna og faðir hennar, Helgi málari.
Jóhanna á vinnustað sínum, Hjallatúni í Reykjanesbæ.
Þá var krafa um inntökupróf og ég treysti mér ekki í það og fannst ég líka ekki geta orðið góður kennari til tíma til þess. Ég kalla í einstaklingana áður en ég fer heim og fæ þá til að lesa fyrir mig.“ Foreldrar barna hafa þakkað Jóhönnu fyrir að gefa von á stöðum þar engin von var. „Oft hafa slíkir einstaklingar fengið að heyra setningar eins og: Þú ert ekki að fara í menntaskóla, ekki vera að stressa þig á þessu. Þú ferð að gera eitthvað allt annað,“ segir Jóhanna og bætir við að í staðinn hefði verið hægt að sækja í krafta þeirra og koma þeim á rétta staði. Á fundi með menntamálaráðherra hefði einn kennari í FS staðið upp og sagt: „Krakkarnir eru búnir að vera 10 ár í grunnskóla, af hverju er ekki búið að hjálpa þeim á þessum 10 árum að finna áhugasvið sín? Jóhanna segist hafa verið þessu hjartanlega sammála. „Það er eins og að fólk vilji ekki heyra það sem satt er.“
Ómenntaðir foreldrar Foreldrar Jóhönnu eru báðir ómenntaðir eins og flestallt fólk í hennar fjölskyldu. Foreldrar hennar voru 17 og 18 ára þegar þau áttu hana, faðir hennar vann mikið og móðir hennar reyndi að hjálpa með því að þylja henni yfir samviskusamlega. „Pabbi hvatti mig alltaf til að fara í nám, sagði að það yrði lykillinn að framtíðinni. Sjálfur fór hann síðar í nám þegar gerð vara krafa um að fá sér réttindi sem löggiltur málari. Þá var ég farin að hjálpa honum og það var eftirminnilegur og góður tímar fyrir okkur bæði. Námið reyndist honum erfitt og hann náði ekki bóklegu fögunum og fékk ekki rétt-
indin. Þá var gert raunfærnimat (gamla ráðherrabréfið) og hann er því með réttindi sem málari,“ segir Jóhanna.
Fékk sjokk í FS Sjálf náði Jóhanna ágætum árangri í samræmdu prófunum eftir að hafa nýtt sér Stoð á vegum kennara eftir skóla. „Þegar ég svo kom í FS fékk ég pínu sjokk vegna stökksins og féll í einum áfanga. Ég skammaðist mín fyrir að sitja sama áfangann aftur og mætti ekki í fyrsta tímann. Þá sótti kennarinn, Ægir Sigurðsson, mig fram á gang og sagði: Það skiptir ekki máli hvað þér finnst. Þú situr þennan áfanga aftur!“ Jóhanna útskrifaðist sem stúdent og var sú fyrsta af afkomendum hjá móðurömmu sinni sem náði þeim árangri. Engin háskólamenntuð fyrirmynd Jóhanna segir að boðberahlutverkið geti verið mjög slítandi. „Ég stend með mér og því sem ég vil standa fyrir. Hef oft spurt sjálfa mig hvernig ég hef farið að þessu. Einu sinni spurði kennari mig hverslags heimskingi ég væri, þegar búið var að margsýna mér eitthvað efni. Ég var áhorfandi í grunnskóla og FS, ekki þátttakandi. Ég rétti aldrei upp hönd.“ Þegar Jóhanna útskrifaðist úr FS fannst henni liggja beint við að fara í háskóla og langaði að fara í kennaranám. „Þá var krafa um inntökupróf og ég treysti mér ekki í það og fannst ég líka ekki geta orðið góður kennari. Ég átti enga háskólamenntaða fyrirmynd nema
kennarana mína. Ég skráði mig í líffræði og hætti eftir eina önn og fór að vinna í fimm ár.“ Þegar Jóhanna sneri aftur til náms voru inntökuprófin ekki lengur í kennaranámið. „Þá var kominn kjarkur í mig og ég fór á opna kynningu og pabbi með mér. Það styrkti mig.“ Jóhanna kláraði námið og upplifði mikla sigurvegaratilfinningu. „Amma kom við útskriftina og sá einhvern í fyrsta skipti útskrifast úr háskóla. Í dag hafa fleiri frændsystkini mín lokið stúdents- og háskólaprófi, sem er mjög ánægjulegt. Í náminu í KHÍ lærði ég einfaldlega að vera til og lifa lífinu. Þar varð ég loks þátttakandi,“ segir Jóhanna að endingu.
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. október 2014
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Nýr framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar:
Inga Birna ráðin framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos
Þorgerður ráðin úr hópi 100 umsækjenda
XXKeflvíkingurinn Inga Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda stjóri hjá vefhönnunarfyrirtækinu Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ. Inga Birna starfaði áður sem framkvæmdastjóri og aðstoðarforstjóri flugfélagsins WOW air og í stjórnunarstöðum hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og 365 miðlum. Hún hefur áralanga reynslu af rekstri, er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Inga Birna er einnig varamaður í stjórn Íslandsstofu og hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum síðastliðin ár. „Þetta er spennandi tækifæri, ég hlakka mikið til að vinna með hæfileikaríku fólki hjá Kosmos & Kaos og taka á móti nýjum áskorunum í leiðinni. Rekstur Kosmos & Kaos hefur gengið mjög vel, tækifærin eru okkar og við ætlum að grípa þau,“ segir Inga Birna í tilkynningu. Starfsmenn Kosmos & Kaos eru nú 12 talsins en fyrirtækið var stofnað fyrir fjór um árum og hefur á því tímabili hannað og forritað vefi fyrir mörg stærstu og framsæknustu fyrirtæki landsins.
Þ
orgerður Þráinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar úr hópi rúmlega eitt hundrað umsækjenda. Hún mun hefja störf hjá Fríhöfninni á næstu vikum. Þorgerður hefur góða og víðtæka reynslu af stjórnun og smásölurekstri. Hún kemur til Fríhafnarinnar frá Lyfju hf. þar sem hún sat í framkvæmdastjórn í tíu ár, síðast sem forstöðumaður verslana- og markaðssviðs en þar á undan sem starfsmannastjóri. Áður hefur hún meðal annars starfað sem ráðgjafi hjá IBM Business Consulting Services í mannauðsmálum og rannsóknum. Þorgerður er með BA og Cand. Psych gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt lokið PMD stjórnendanámi frá Opna háskólanum. „Það eru spennandi verkefni framundan hjá Fríhöfninni. Ég hlakka til að takast á við þau og kynnast starfsfólkinu sem starfar hjá fyrirtækinu. Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur líka fjölgað mikið að undanförnu sem felur í sér bæði tækifæri og áskoranir fyrir Fríhöfnina,“ segir Þorgerður. Fríhöfnin er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera besta fríhöfnin í Evrópu
Patronal Feast
of st. John Paul II Church Wednesday October 22nd
18:00 hs. Holy Rosary 18:30 hs. Holy Mass 19:30 hs. Potluck Dinner
All are Welcome!!!
Sankti Jóhannesar Páls II Kirkja, Keilisbraut 775 Reykjanesbae Kaþólska kirkjan á Islandi
og vera fjölskylduvænt fyrirtæki. Fríhöfnin rekur fimm verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar starfa um 140 manns. Tekjur Fríhafnarinnar hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur Fríhöfnin á s.l. fjórum árum skilað nálægt 10 milljörðum króna til eigenda sinna.
Święto patronalne Kościoła św. Jana Pawła ii
Środa 22 października
Wszyscy są mile widziani !!!
18:00 Różaniec Święty 18:30 Msza Święta 19:30 Stół szwedzki
( każdy przynosi coś ze sobą )
14
fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
-viðskipti/atvinnulíf
Gaggandi hænur hjá öldruðum – Yngstu og elstu borgarar bæjarins sameinast í hænsnarækt
S
ummína og Ronja eru tvö af þeim nöfnum sem hænurnar í félagsstarfi aldraðra í Reykjanesbæ fengu í vikunni. Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðinum, tók þátt í athöfn þar sem leikskólabörn í Reykjanesbæ og eldri borgarar komu saman í þeim tilgangi að gefa hænunum nöfn. Í sumar fengu eldri borgarar sem taka þátt í félagsstarfi í Selinu í Njarðvík þá hugmynd að ala hænur
fjórum hænum gefið nafn í viðurvist prests. Þá var einnig upplýst að í hænsnakofanum væri reyndar einn hani. Hann mun reyndar fá nýtt heimili áður en hænurnar byrja að verpa, því ekki er hugmyndin að fylla Njarðvík af gaggandi hænum vetur. Eftir að hænurnar höfðu fengið sín nöfn var blásið til skírnarveislu þar sem boðið var upp á kökur og ávaxtasafa.
í hænsnakofa á lóðinni við félagsstarfið. Aðstaða fyrir fuglana var því útbúin í upphituðum kofa og fengnir voru nokkrir hænuungar í húsið. Börnin á leikskólunum Hjallatúni og Gimli eiga í góðu samstarfi við eldri borgarana og heimsækja félagsstarfið reglulega. Það var því ákveðið að börnin myndu taka þátt í skemmtilegri athöfn þar sem hænunum yrðu gefin nöfn. Stóri dagurinn rann svo upp og var
TILBOÐ Á LED KÖSTURUM 80% SPARNAÐUR - 50.000 TÍMA ENDING
Langbestu verðin á Ledljósum - Velkomin/n að líta inn.
20W Led kastari 8.280.-kr
30W Led kastari 11.040.-KR
60W Led kastari 32.200.-KR
110W Led kastari 28.060.-KR
Vinnukastarar
20w - 30w - 40w -50w 100w - 150w -200w
Erum einnig að fá R7S Led perur í eldri ljós. Pós tse nd um
Heildsala - Ludviksson ehf - Ledljós Njarðarbraut 3i - Innri Njarðvík - Reykjanesbæ S: 867 8911* 565 8911 - www.ledljos.com
Isavia gefur Fjölsmiðjunni fjölda húsgagna „Valdimar Örn Arason, sem sér um eignir fyrir Isavia á landsvísu, hafði samband við okkur og sagði að þarna væru húsgögn sem gætu nýst okkur vel. Við bara tókum því fagnandi,“ segir Sigurgeir Tómasson, starfsmaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum. Til stendur að rífa bygginguna sem hýsti áður hótel fyrir Varnarliðsmenn og gesti þeirra við hlið gömlu flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi vel með farinna húsganga, raf-
magnstækja og ýmiss annars hafði staðið þar óhreyfður síðan Varnarliðið fór af landi brott fyrir átta árum. Sigurgeir segir að þegar hafi selst nokkur húsgögn í Nytjamarkaði Fjölsmiðjunnar við Iðavelli, en starfsfólkið þar er duglegt að setja inn myndir af vörum sem eru þar til sölu. „Það munar rosalega mikið um allar svona gjafir, þær koma sér aldeilis vel. Margur hefði örugglega viljað vera með hótel og hafa slík húsgögn þar.“
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. október 2014
pósturu hilmar@vf.is
■■Matfiskeldi hjá Stolt Sea Farm á Reykjanesi komið vel á veg:
Framleiða 10-13 tonn á viku – Eldisstöðin verði komin í 70.000 fermetra og 2000 tonna ársframleiðslu innan fjögurra ára. Fyrstu afurðir úr matfiskeldi Stolt Sea Farm fara á markað í janúar á næsta ári.
Á
undanförnum misserum hefur bygging stærstu fiskeldisstöðvar heims á landi staðið yfir í hrauninu við Reykjanesvirkjun. Þar hafa í dag risið mannvirki á 22.000 fermetrum þar sem gert er ráð fyrir að framleiða 580-590 tonn af senegalflúru á næsta ári. Nú þegar eru í stöðinni um 80 tonn af þessum flatfiski sem líkist mjög sólkola. Víkurfréttir tóku hús á Stolt Sea Farm á Reykjanesi á dögunum og ræddu við Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Stolt Sea Farm á Reykjanesi fær sendingu af seiðum einu sinni í mánuði frá höfuðstöðvum fyrirtækisins á Spáni. Þaðan koma sérhönnuð fiskker með um 230.000 seiðum í hvert skipti. Seiðin fara í eldisker í móttöku fyrirtækisins og síðan eru þau færð á milli eldiskerja á meðan þau vaxa en vaxtarferli senegalflúrunnar er þrettán mánuðir. Eldið fer allt fram innanhúss í fjölda kerja þar sem hitastigið á vatninu er 20-21 gráða. Senegalflúran er svo alin upp í markaðsstærð sem er 400 til 450 grömm. Í dag starfa 16 manns hjá Stolt Sea Farm en verða 20 manns í áfanga
eitt. Starfsmenn verða svo 60-70 þegar stöðin hefur náð fullri stærð en miðað er við að fiskeldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi verði fullbyggð árið 2018. Þá verður framleiðslan jafnframt orðin 2000 tonn á ári. Hvernig kemur það til að það er farið að ala senegalflúru hér á Reykjanesi?
„Þetta miðast mikið við aðgang að heitu og volgu vatni. Einnig skiptir ímyndin miklu máli; íslensk ímynd í markaðsetningu. Við keyrum inn á það líka. Flutningskostnaður er einnig minni héðan inn á Bandaríkjamarkað. Stolt Sea Fram er með aðra senegalflúrueldisstöð í Frakklandi. Þaðan er flutningskostnaður meiri á milli markaða“. Þetta er gríðarlegt magn af mannvirkjum hér á Reykjanesi og þið eruð rétt að byrja.
„Já, við köllum þetta alltaf fyrsta áfanga og hann er 22 þúsund fermetrar, en þetta endar í 70 þúsund fermetrum og verður því heilmikið mannvirki“. Og eldið er allt saman undir þaki? „Fiskeldið er allt undir þaki og vinnuaðstaðan þannig miklu betri. Það verður líka að vera því þetta er hlýsjávarfiskur og það verður að
viðhalda þessu kjörhitastigi sem er 20-21 gráða í heildina. Við horfum á það sem okkar styrkleika“. Fyrsta slátrun verður í janúar á næsta ári og þá verður fiskurinn kominn í hefðbundna markaðsstærð. „Svo höldum við áfram með 10-13 tonn á viku og svo fer þetta hratt vaxandi eftir það“.
kjörhitastigið inn í eldinu eru 2122 gráður. Við getum kælt þetta niður til þess að nýta sjóinn sem við notum úr okkar eigin borholum og þannig næst kjörhitastigið. Það er nóg framboð af vatni og þetta er gæðavatn líka sem er gott fyrir ímyndina sjálfa líka“. Halldór segir að þrátt fyrir að fiskeldisstöðin sé ekki í alfaraleið þá hafi gengið vel að fá starfsfólk. „Við höfum fengið alveg rosalega góðan hóp af fólki og ég hef fulla trú á því að um leið og við stækkum þá bætum við við fólki og fáum góða umsækjendur“.
Hvað er það sem stjórnar markaðsstærðinni, 400-450 grömmum?
„Það er dálítið merkilegt. Það er miðað við að senegalflúran passi á diskinn á veitingastöðunum en kosturinn við eldisfisk er að það er hægt að panta ákveðnar stærðir þó að diskarnir séu misjafnlega stórir. Kúnnarnir geta valið þessar stærðir, 300, 400 eða 500 grömm. Það fer allt eftir þörfum þeirra“. Hvernig skilið þið þessum fiski frá ykkur? Hvernig er hann unninn?
„Hann er settur beint í ker og kældur og sendur í AG Seafood í Sandgerði og þar fer fiskurinn í frauðkassa og í gám og í flug“. Senegalflúran fer helst á Benelúxlöndin og á Frakkland, Bretland og til Suður-Evrópu. „Þar eru stærstu markaðirnir okkar og svo fer eitthvað líka inn á Bandaríkin, væntanlega mest þá í flugi“.
Við þekkjum það úr fiskvinnslunni að það þarf að blóðga og slægja. Það þarf þó ekki í þessari framleiðslu?
Hefur eitthvað komið ykkur á óvart í eldinu?
„Nei, við erum alveg laus við það en fyrir vikið þurfum við að svelta fiskinn í tvo sólarhringa fyrir pökkunina. Maginn í þessum fiski er reyndar mjög lítill og það tekur frekar stuttan tíma að tæma magann. En ferskleikinn verður miklu betri með þessari aðferð“.
„Mín reynsla er ekki mikil í fiskeldi. Maður reiknar alltaf með einhverjum kúrfum í þessum rekstri en það hefur ekkert verið, sem betur fer. Við höfum líka fullan aðgang að sérfræðingum Stolt Sea Farm að utan sem hafa mikið liðsinnt okkur í gegnum þetta. Það hefur ekkert neikvætt komið upp á“.
Staðsetning stöðvarinnar á Reykjanesi skiptir miklu máli fyrir ykkur.
Er fiskurinn kannski farinn að vaxa hraðan hér en þið þekkið að utan?
„Já, hún skiptir gríðarmiklu máli. Við erum mjög nálægt HS orku, þaðan sem við nýtum affallsvatnið. Hitastigið þaðan eru 35 gráður og
„Já, kúrfurnar sína það og við getum gert enn betur þar sem starfsfólkið er nýtt hérna og hér á eftir að skapast mikil reynsla“.
Elsta sjoppa bæjarins
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
blómstrar við Hringbrautina
Skotið úr riffli
r a g n i FS ! a z a áG
li átök mil r é s u t Kynn alestínu P g o l e Ísra
Rækta fæðubót úr örþörungum
Milljarða fjárfesting á Ásbrú á Keflavíkurdeginum ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN öll fimmtudagskvöld kl. 21:30 Þátturinn verður einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta í háskerpu
16
fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Sigurbjörg Róbertsdóttir Skólastjóri Akurskóla skrifar:
Akurskóli - skóli í uppbyggingu A
Nýtt nám hjá Keili - Háskólabrú með vinnu
H
efur þú alltaf stefnt á háskólanám en hefur ekki lokið framhaldsskóla? Keilir býður nú upp á aðfararnám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfararnám á lengri tíma. Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Námið fer fram í formi fyrirlestra og verkefna en auk þess eru taðlotur þrisvar á önn. Nánari upplýsingar um námið má nálgast á slóðinni www.haskolabru.is Nýtt tækifæri til náms Hátt í 1.200 einstaklingar hafa lokið námi í Háskólabrú Keilis og hefur námið undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur, ásamt því að miða kennsluhætti við þarfir fullorðinna nemenda. Miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Skipulag námsins hentar fullorðnum
námsmönnum einstaklega vel þar sem kennt er í lotum, nemendur einbeita sér að einum áfanga í einu sem tekur um fimm vikur. Nýstárlegir kennsluhættir í framsæknu skólaumhverfi Keilir er leiðandi aðili í vendinámi eða speglaðri kennslu. Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu og geta nemendur horft á þau eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Nemendur vinna aftur á móti heimavinnuna í skólanum, oft í verkefnum, undir leiðsögn kennara. Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið frábrugðnar hefðbundinni kennslu. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Sigvaldi Guðni Jónsson, Sóltúni 15, Keflavík,
lést föstudaginn 10. október á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Jarðsungið verður í Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21 október kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir. Erna Geirmundsdóttir, Geirmundur Sigvaldason, Þorsteinn Ingi Sigvaldason, Sigrún Sigvaldadóttir,
Ásdís Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Kristinn Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir, tengdadóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona,
Guðbjörg Elsie Einarsdóttir, Brekkustíg 35c, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 11. október 2014. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 21. október kl. 12:00. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks legudeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja D-álmu. Guðbjörg Jóhanna Vagnsdóttir, Vilhjálmur Vagn Steinarsson, Sæmundur Örn Kjærnested, Jón Oddur Sigurðsson, Gunnar Örn Arnarson, og barnabörn.
Dagga Lis Kjærnested, María I. Vilborgardóttir, Bylgja Pálsdóttir, Soffía Rún Skúladóttir,
kurskóli í Innri-Njarðvík er á sínu tíunda starfsári. Þegar skólastarf hófst haustið 2005 voru um 80 nemendur í skólanum en í dag eru þeir um 460. Innri-Njarðvík er hverfi í uppbyggingu og þjónar skólinn tveimur hverfum, Tjarnarhverfi og Dalshverfi. Á meðan Dalshverfi byggist upp og ekki hefur verið ráðist í byggingu nýs skóla í því hverfi er eðlilegt að nokkur fjölgun nemenda verði í Akurskóla. Við í Akurskóla fundum fyrir þessu í haust þegar fjölgun nemenda í skólanum á milli skólaára var um sextíu. Bæjaryfirvöld hafa brugðist mjög hratt og vel við þessari öru fjölgun nemenda. Tveimur lausum kennslustofum hefur verið komið fyrir á skólalóðinni ásamt því að smíðastofu hefur verið skipt upp í smíðastofu og almenna kennslustofu. Báðar þessar aðgerðir heppnuðust mjög vel og nú fer vel um alla 460 nemendur og 70 starfsmenn Akurskóla. Akurskóli byggir á hugmyndafræði opinna skóla og rúmar hvert kennslurými skólans 65-75 nemendur. Auk þess eru í skólanum fjórar „hefðbundnar“ kennslustofur ásamt vel búnum list- og verkgreinastofum. En skóli er ekki einungis bygging og fín húsgögn. Líðan nemenda, ánægja þeirra með skólann, viðhorf foreldra og ánægja starfsmanna
segir mikið um starfsemina sem fram fer í byggingunni. Á hverju ári fara fram víðtækar kannanir í skólanum. Nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans eru spurðir út í vellíðan, árangur og ánægju. Undanfarin tvö ár hefur Akur-
skóli komið afar vel út úr þessum könnunum. Nemendur skólans eru rétt yfir meðaltali í vellíðan í skóla og tíðni eineltis er nokkuð undir meðaltali landsins. Þá telja nemendur Akurskóla sig eiga í betra sambandi við kennarann sinn en almennt gerist, samsama sig betur nemendahópnum og taka virkari þátt í tímum en meðalnemandi á landinu.
Þegar foreldrar eru spurðir um skólann kemur í ljós að þeir eru mjög ánægðir með stjórnun skólans og ánægja þeirra marktækt hærri (7,2%) en meðaltal á landsvísu. Þeim finnst hæfilegur agi í skólanum, eru sértaklega ánægðir með eineltisáætlun skólans, úrvinnslu eineltismála og hraða í vinnslu mála sem upp koma. Þegar starfsmenn skólans eru spurðir þá er viðhorf þeirra til skólans almennt mjög gott. Þeir eru mjög ánægðir með starfsaðstöðu sína og stjórnun skólans og eru þar marktækt (1,1%) yfir landsmeðaltali. Allar þessar niðurstöður má sjá í sjálfsmatsskýrslu skólans sem finna má á heimasíðunni hans. Á næsta skólaári stefnir í að aftur verði fjölgun í Akurskóla. Við erum að útskrifa 32 nemendur úr 10. bekk og búumst við um 55 nemendum í 1. bekk. Þetta kallar á aðgerðir og eru þær nú í undirbúningi hjá bæjarfélaginu eftir tillögur frá öllu skólasamfélaginu, starfsmönnum Akurskóla, stjórnendum og foreldrum. Rétt viðbrögð eru að gera áætlanir um umbætur en ekki að tala skólastarf niður með röngum upplýsingum. Ég vil þakka foreldrafélagi Akurskóla fyrir málefnalegan kaffihúsfund um stöðu skólans miðvikudaginn 8. október. Ég fékk þar gott tækifæri til að hitta foreldra og spjalla við þá um það sem brann á þeim og snertir skólastarfið. Sigurbjörg Róbertsdóttir Skólastjóri Akurskóla
Matsþættir
Niðurstaða
N
Viðmið
N
Mismunur
2.1 Starfsánægja
5,2
59
4,9
2.807
0,3
2.2 Starfsandi innan skólans
4,9
60
4,7
2.679
0,2
2.3 Stjórnun skólans
6,0
58
4.8
2656
1,1*
2.4 Upplýsingastreymi innan skólans
5,2
60
4,9
2.797
0,3
2.5 Starfsaðstaða í skólanum
5,8
60
4,8
2797
1,0*
■■Hrund Hólm dýralæknir skrifar:
Árleg heilsufarsskoðun gæludýra - hvers vegna? G
óð heilsa er forsenda vellíðunar og langlífis. Gildir þetta jafnt um menn og dýr. Þar sem ævi hunda og katta er mun styttri en manna eru árlegar heilsufarsskoðanir sérstaklega þýðingarmiklar fyrir þá fyrrnefndu. Heilsufarsskoðun felur í sér klíníska skoðun þar sem dýralæknirinn athugar almennt líkamlegt ástand dýrsins. Vægar eyrnabólgur, augnþurrkur, tannvandamál og húðsýkingar eru dæmi um sjúkdóma sem uppgötvast reglulega við slík tilefni og í sumum tilvikum er um að ræða langvarandi ástand sem eigandinn hafði ekki gert sér grein fyrir. Mjög mismunandi er hvernig og að hve miklu leyti dýrin sýna merki um sjúkdóma og geta þau farið mjög leynt. En því fyrr
sem hægt er að hefja meðferð við slíkum einkennum því betra. Auk þess að skoða dýrið með tilliti til heilsufars getur dýralæknirinn ráðlagt um fóðrun, hreyfingu og margt fleira sem snýr að dýrinu. Þónokkuð er um arfgenga sjúkdóma í hundum sem eru bundnir við ákveðnar hundategundir og mikilvægt er fyrir eigendur að gera sér grein fyrir þeim, ekki síst ef þeir hafa hugsað sér að para þá. Sem dæmi er cavalier hundum hætt við hjartalokusjúkdómum og hnéskeljalos er fremur algengt hjá papillion og chihuahua. Að lokum eru dýrin bólusett eftir þörfum og ormahreinsuð en árleg meðhöndlun hunda og katta gegn spóluormum er lögbundin á Íslandi. Smit getur borist í dýr á mismunandi hátt og komi upp sýking er fyrir öllu að lyf séu notuð á réttan hátt. Sem dæmi má nefna að tíkur og læður geta smitað afkvæmi sín á meðgöngu með lirfum
sem hafa legið í dvala. Ormalyf ná ekki til slíkra lirfa og því eru mörg dæmi um að hvolpar og kettlingar fæðist með spóluorma í meltingarveginum. Sem betur fer eru ormasýkingar ekki eins algengar hér á landi og víða erlendis. En hætt er við að sú staða breytist ef eigendur vanrækja skyldur sínar. Öll gerum við okkur grein fyrir mikilvægi góðrar heilsu. Margir leggja mikla rækt við líkama og sál með hreyfingu og góðu mataræði og hafa ýmsar leiðir til að bæta líðan ef veikindi sækja að. En gleymum ekki að við berum einnig fulla ábyrgð á gæludýrunum okkar og velferð þeirra. Hrund Hólm dýralæknir útskrifaðist frá Dýralæknaháskólanum í Noregi árið 2001 og hefur rekið Dýralæknastofu Suðurnesja frá árinu 2004.
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. október 2014
-fs-ingur
vikunnar
-uppboð
Hræddur við Ebóluna
Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir
Kristinn Sveinn Kristinsson er 18 ára nemi á náttúrufræðibraut FS. Hann segist vera hræddur um að Ebólu-veiran nái bólfestu á Íslandi. Hann fær ekki ógeð á matnum á Olsen Olsen og eftirlætisflíkin hans eru inniskórnir. Á hvaða braut ertu? Náttúrufræðibraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er 18 ára og ég flutti úr Garðinum í Njarðvík í 8.bekk. Helsti kostur FS? Fyrir mér er það stríðsnefndin og félagslífið. Hjúskaparstaða? Á pikkföstu. Hvað hræðistu mest? Ég er skíthræddur um að þessi Ebóla komi til Íslands. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ásgeir Jóns fyrir að vera fyrsti Íslendingurinn með Ebóluna.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Að það mætti hringja sig inn veikan hvenær sem er ekki bara fyrir kl. 10. Áttu þér viðurnefni? Strákarnir kalla mig Kidda. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Nehh í staðinn fyrir djók, pirrandi ávani. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er mjög fínt.
Hver er fyndnastur í skólanum? Þeir eru nokkrir.
Áhugamál? Mikill fótboltaáhugamaður.
Hvað sástu síðast í bíó? Annabell hún var rosaleg!
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Út að læra einhvað sniðugt.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það væri allt betra ef það væri selt kók í dós.
Ertu að vinna með skóla? Ég vinn hjá Geysi.
Hver er þinn helsti galli? Get ekki gert hlutina strax geri þá frekar seinna, betra seint en aldrei.
Hver er best klædd/ur í FS? Það klæða sig margir flott en sem mér dettur í hug er Hjörtur.
Hvað er heitasta parið í skólanum? Guðbjörg Ósk og Krissi.
Sjónvarpsþættir:
Leikari:
Family Guy, Walking Dead, How I met your mother og fleiri.
Will Ferrell, Zach Galifianakis og Brad Pitt.
Hljómsveit/tónlistarmaður:
Kendrick Lamar og fleiri.
Fótbolti.net, Deildu.net og Facebook.
Kvikmyndin:
Flíkin:
Þær eru margar en Green street
Heiðarhvammur 9 fnr. 208-9005, Keflavík, þingl. eig. Dögg Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Heiðarhvammur 9,húsfélag, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:10. Lækjamót 14 fnr. 229-4048, Sandgerði, þingl. eig. Björn Ingvar Björnsson og Guðrún Ósk Ársælsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 10:00. Ósbraut 10 fnr. 228-9124, Garður, þingl. eig. Sigurður Þór Hlynsson og Helga Björk Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:40. Ægisvellir 23 fnr. 225-8774, Keflavík, þingl. eig. Jóhanna Harðardóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Baðsvellir 15 fnr. 209-1520, Grindavík, þingl. eig. þb. Guðfinna I Sigurðardóttir og Einar Guðmundur Björnsson, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 10:40. Klettás 3 fnr. 226-9638, Njarðvík, þingl. eig. Páll Guðfinnur Harðarson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 08:55. Laut 16 fnr. 230-9749, Grindavík, þingl. eig. Kjell Ove Aarö og Kristín G Hjálmarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 10:50. Miðdalur 8 fnr. 229-1016, Vogar, þingl. eig. Kristján Árnason og Sigríður Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:45.
Suðurgata 4 fnr. 209-6531, Vogar, þingl. eig. Ragnheiður Ragnarsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:35.
hooligans góð.
Simon Cramer.
Háaleiti 20 fnr. 208-7929, Keflavík, þingl. eig. Magnús Jensson og Ásta Guðleifsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 08:50.
Staðarhraun 23 fnr. 209-1886, Grindavík, þingl. eig. Linda Silvía Hallgrímsdóttir og Björgvin Björgvinsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 11:00.
Eftirlætis Kennari:
Garðbraut 49 fnr. 209-5419, Garður, þingl. eig. Grímur Berthelsen, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:30.
er
Skyndibiti:
Olsen, fæ ekki ógeð á honum. Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?:
Ég hlusta á allskonar tónlist og er ekki að leyna neinu.
Vogagerði 11 fnr. 209-6571, Vogar, þingl. eig. Rósa Kristín Jensdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf, Sveitarfélagið Vogar, Vátryggingafélag Íslands hf og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:25. Völuás 5 fnr. 231-3283, Njarðvík, þingl. eig. Elísabet Sævarsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:05. Ægisgata 43 fnr. 209-6616, Vogar, þingl. eig. Kristín H Hansen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:55.
Vefsíða:
Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400
Inniskórnir mínir.
HEILSUHORNIÐ
-
Matur sem ég á alltaf til í eldhúsinu
smáauglýsingar TIL SÖLU
Reyklaus og reglusöm kona á fimmtugsaldri óskar eftir 3-4 herbergja íbúð Í Keflavík. Meðmæli ef óskað er. Upll. í síma 894-6267
Máttur matarins er mikill og í mínu starfi er maturinn eitt besta lyfið til að ná bata og því skiptir svo miklu máli að vanda valið þegar kemur að mat. Mig langar að deila með ykkur mat sem ég á yfirleitt alltaf til og sem er stór hluti af mataræðinu á mínu heimili. 1. Möndlur og aðrar hnetur, hörfræ og chia fræ. Ég nota líka töluvert mikið tahini sesamsmjör sem álegg ofan á hollt brauðmeti eða smurt á eplabita. Hnetur og fræ eru stútfull af steinefnum eins og magnesíum, kalki og sínk og góðum fitum. 2. Fersk eða frosin ber. Gott að eiga í frysti frosin krækiber, bláber og blönduð ber. Svo er líka sniðugt að narta í goji ber sem millimál enda löngu vitað að ber innihalda mikið magn af andoxunarefnum sem vernda frumur okkar gegn öldrun og skemmdum. 3. Ólífuolía, kókósolía, hampolía, hörfræolía, lýsi eða aðrar omega 3 olíur til að smyrja liði, jafna hormóna, styrkja ónæmiskerfi og halda húð mjúkri. 4. Hýðisgrjón, haframjöl, heilhveiti, bygg, gróft spelt og quinoa. Nota ýmist í morgunÁSDÍS grauta, bakstur eða sem meðlæti með mat. Gróf kolvetni gefa okkur jafna orku yfir daginn. GRASALÆKNIR 5. Egg, kjúkling, lambakjöt, fisk, hreinar lífrænar mjólkurvörur. Góð gæða prótein búa til mótefni, hormón, taugaboðefni og ensím í líkamanum. SKRIFAR 6. Spínat, grænkál, klettasalat og annað grænt og vænt. Vissulega nota ég mikið af öðru grænmeti líka en ég passa alltaf að eiga eitthvað grænt í skápnum því það er svo nærandi, hreinsandi og virkar eins og súrefnishleðsla á frumurnar. 7. Sítrónur. Mér finnst mjög gott að fá mér sítrónu í heitt vatn en sítrónur eru hreinsandi, örva gallblöðru í að brjóta niður fitu og leysa upp slím í öndunarfærum. Hressandi og svalandi. 8. Geitaostur. Ég er búin að vera háð geitaosti í mörg ár og finns algjört lostæti, mun vægari á meltinguna heldur en kúamjólkurostur og hollur valkostur. Hægt að fá smurost, feta og í sneiðum og við erum öll dottin í geitaost á heimilinu. 9. Avokadó. Borða sennilega ½-1 avókadó á dag og finnst það ómissandi sem hluti af mataræðinu enda þvílík hollusta af góðum trefjum, fitum, E vítamíni og plöntuefnum. 10. Dökkt súkkulaði. Lífrænt dökkt súkkulaði er mitt sparinammi og er löngu búin að telja mér trú um að það hressir, bætir og kætir! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is - www.pinterest.com/grasalaeknir.is - www.instagram.com/asdisgrasa
ÓSKAST TIL LEIGU
ÓSKAST TIL LEIGU Subaro Forester 2001, Nýskoðaður, ekinn 350 þúsund, hækkaður upp að aftan, nýir gormar og demparar. Krókur, álfelgur fylgja. Uppl. s.892-4498.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Til leigu herbergi með aðgang að baði og eldhusi leiga 60 þús með öllu innifalið net , sími hiti og rafmagn upplysingar í síma 5889443 5 herb. einbýli á Birkiteig í Reykjanesbæ með bílskúr. 170þ.kr/mán. 1.mán+síðasti + 1 mán í tryggingu greitt fyrirfram. Meðmæli ofl. gögn æskileg. Sendið mail á mystuffalways@gmail.com Rafvirki getur bætt við sig verkum! Get bætt við mig verkum, útilýsing,viðhald,nýbygging og margt fleira. Vönduð vinnubrögð,traust og örugg þjónusta 772-2482
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
18
fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
„Sverrir hefur trú á mér“ -segir miðherjinn María Ben sem stefnir á alla titla sem eru í boði með Grindvíkingum
G
rindvíkingar hafa farið vel af stað í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Þegar þetta er ritað hafa þær unnið báða leiki sína í deildinni og virka í fantaformi undir handleiðslu hins sigursæla Sverris Þórs Sverrissonar. Hin 25 ára gamla María Ben Erlingsdóttir er ein af þeim leikmönnum sem koma vel undan sumri hjá þeim gulklæddu. María var dugleg að æfa í sumar ásamt liðsfélögum sínum. Hún tók rækilega á því í ræktinni auk þess sem hún æfði vel grunnatriðin í körfuboltanum. „Maður þarf að vinna í þeim líka eins og öðru,“ segir hún. Auk þess að æfa vel undir handleiðslu einkaþjálfara æfði María að talsvert með landsliðinu. Sumarfríið hjá Maríu var því aðeins rétt tæplega vika þetta árið. Grindvíkingar sterkari en í fyrra „Ég tel okkur vera sterkari en í fyrra. Núna er þetta ekki eins nýtt fyrir okkur eins og þá. Nú þekkjum við inn á hver aðra og allt er að smella betur saman. Við erum talsvert ferskari,“ segir María. Grindvíkingar hafa endurheimt hinn frábæra leikmann, Petrúnellu Skúladóttur, úr barneignarleyfi. Erlendi leikmaðurinn, Rachel Tecca, virðist sterk og liðið hefur einnig á ungum og efnilegum leikmönnum að skipa. Auk þess er besti íslenski leikmaður síðari ára, Pálína Gunnlaugsdóttir, enn innan raða liðsins. Það má því passlega reikna með Grindvíkingum í toppbaráttunni. „Við stefnum á alla titla og ég tel okkur hafa alla burði til þess. Það verður þó ekki auðvelt þar sem þetta er jöfn deild með sterkum liðum.“ Hugurinn reikar út annað slagið María segir að spilamennska liðsins sé að verða betri með hverjum leik undir þjálfarans Sverris Þórs, sem sankað hefur að sér titlum á undanförnum árum. María þekkir vel til Sverris en hann hefur þjálfað hana í landsliðinu. „Sverrir nær sérstaklega vel til mín. Hann hefur mikla trú á mér og við það eykst sjálfsstraustið. Það hjálpar alveg helling.“ María hefur fengið nasaþefinn af atvinnumennsku í körfuboltanum en hún lék með Saint Gratien í Frakklandi. Auk þess lék hún í fjögur ár í háskóla í Bandaríkjunum. „Hugurinn reikar út annað slagið. Það var gaman að prófa að spila í Frakklandi. Mér líður rosalega vel heima núna, hérna í Grindavík. Ef það kemur tækifæri þá væri ég alveg opin að skoða það.“
Evrópumeistarar í hópdansi XXSex stúlkur af Suðurnesjum sigruðu á sterku móti. Þær Díana Dröfn Benediktsdóttir, Elva Rún Ævarsdóttir, Lovísa Guðjónsdóttir, Sylvía Rut Káradóttir, Sandra Ósk Viktorsdóttir og Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir urðu um helgina Evrópumeistarar í hópdansi á sterku móti, FitKid, sem haldið var um helgina í Vodafone höllinni í Reykjavík. Þetta er tólfta Evrópumótið í FitKid og í annað sinn sem það er haldið á Íslandi. Iðkendur eru börn og unglingar á aldrinum 6 - 19 ára og brúar þessi íþrótt bilið á milli fimleika, þolfimi, dans og styrktaræfinga.
Keflavíkurdagurinn kominn til að vera K
ef lav íkurdagurinn var haldinn í fyrsta sinn um liðna helgi, en þá var starfsemi íþróttadeilda Keflavíkur kynnt fyrir íbúum Reykjanesbæjar. Á milli 300-400 manns litu við á Sunnubrautinni, léku listir sínar í hinum ýmsu íþróttagreinum, gæddu sér á pylsum og hlýddu á Friðrik Dór þenja raddböndin. Ákaflega vinsælt var að skjóta af loftriffli og skammbyssu frá skotdeildinni. Margir könnuðu skotkraftinn í fótboltanum með hjálp radarbyssu, á meðan aðrir tóku flikk flakk á dýnu fimleikadeildarinnar. Einar Haraldsson framkvæmdastjóri Keflavíkur
sagði í samtali við VF að þegar væri farið að huga að næsta ári, þar sem Keflavíkurdagurinn væri kominn til að vera. „Við erum ánægðir með þetta fyrsta skipti okkar. Við lítum þetta bara björtum augum, þrátt fyrir að gaman hefði verið að sjá fleiri. Við erum þakklát fyrir að sjá alla þá sem lögðu leið sína í íþróttahúsið. Við fengum gríðarlega góð viðbrögð frá þeim gestum sem kíktu í heimsókn. Ég held að fólk hafi almennt verið ánægt með þetta. Við lærum að þessari fyrstu reynslu og förum inn í næsta með jákvæðu hugarfari,“ sagði Einar.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. október 2014
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■Nýbakaðir Evrópumeistarar í hópdansi stefna langt:
Hópurinn eftir að sigurinn var ljós
Dansinn heldur okkur frá öllu rugli S
ex stúlkur af Suðurnesjum urðu á dögunum Evrópumeistarar í hópdansi. Þær segja félagsskapinn góðan og eru hæstánægðar með kennsluna hjá Danskompaníi. Um er að ræða besta árangur nemenda þaðan frá stofnun þess.
Keppnin var haldin í annað sinn á Íslandi og þær stöllur unnu ferð og fengu styrk til að sækja æfingabúðir á Ítalíu. „Við förum líklega næsta sumar. Um er að ræða frítt fæði og húsnæði og aðgang að þremur einkaströndum sem skólinn á. Þetta er algjör draumur!“
Þrjátíu góðar vinkonur „Þetta er skemmtileg líkamsrækt og við erum allar mjög góðar vinkonur, erum alls 30 í hópnum sem æfum saman. Félagsskapurinn heldur okkur líka frá öllu rugli og dansinn er alltaf númer eitt,“ segja Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir og Díana Dröfn Benediktsdóttir, en þær eru í hópi sex dansara sem urðu Evrópumeistarar í hópdansi á sterku móti, FitKid, sem haldið var um sl. helgi í Vodafone höllinni í Reykjavík. Hinar í hónum eru Elva Rún Ævarsdóttir, Lovísa Guðjónsdóttir, Sylvía Rut Káradóttir og Sandra Ósk Viktorsdóttir. Þær eru allar af Suðurnesjum.
250 keppendur frá 9 löndum Ingibjörg og Díana hafa æft dans hjá Danskompaníinu frá stofnun hans fyrir fjórum árum. Áður æfðu þær ýmist jazzballett og fimleika, en þær segja fimleika góðan grunn fyrir dansinn. Sigurdansinn á mótinu hafi verið jazzblandaður en samt kröftugur og harður. „Við áttum að vera grimm dýr og það þurfti gott þol í dansinn því hann er erfiður og tekur á allan líkamann,“ segja þær og bæta við að kennari þeirra og eigandi Danskompanísins, Helga Ásta Ólafsdóttir, sé snillingur í öllu sem hún geri og hafi náð að vinna úr nemendum sínum mjög sterka dansara úr grunninum sem fyrrum eigandi, Ásta Bærings, byggði á. „Enginn frá Danskompaníi hefur náð svona góðum árangri áður. Keppendur á mótinu voru 250 frá níu löndum. Sex hópar kepptu í okkar flokki og fulltrúar
Unnu ferð til Ítalíu Iðkendur FitKid eru börn og unglingar á aldrinum 6-19 ára og brúar þessi íþrótt bilið á milli fimleika, þolfimi, dans og styrktaræfinga. www.n1.is
Íslands komu frá Danskompanínu og Listdansskóla Hafnarfjarðar,“ segja Ingibjörg og Díana. Stefna enn hærra Um 300 nemendur æfa hjá Danskompaníinu og yfir 100 nýskráningar voru á haustönn. Evrópumeistararnir eru staðráðnir í að halda áfram að æfa hjá Danskompaníinu og stefna enn hærra en þær hafa náð í dag. „Við höfum líka verið að dansa dálítið í útöndum, m.a. í New York og London í nemendaferðum. Það eflir dansstílinn og við lærum meiri og fjölbreyttari tækni af öðrum. Helga er útskrifuð sem kennari úr JSB og er dugleg að tileinka sér nýjungar í útlöndum. Við höfum líka fengið erlenda dansara til að koma og kenna okkur,“ segja ungu dansaranir sem eiga sannarlega framtíðina fyrir sér.
Díana Dröfn Benediktsdóttir og Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir.
facebook.com/enneinn
Cooper undir jeppann í vetur Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það besta í jeppanum þínum í vetur.
Cooper Discoverer M+S 2 • Nýtt og endurbætt vetrardekk með öflugu gripi • Mikið skorið og neglanlegt fyrir veturinn • Hentar íslenskum aðstæðum enda hannað fyrir norræna vegi
Cooper Discoverer M+S • Vetrardekk fyrir jeppa, mikið skorið með sérhönnuðu snjómynstri • Neglanlegt með nákvæmri röðun nagla sem grípur vel á hálum vegum • Endist vel og vinsælt sem heilsársdekk
ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 70873 10/14
Cooper SA2 • Nýtt óneglanlegt vetrardekk • Mikið skorið, mjúkt og góðir aksturseiginleikar • Míkróskorið með góða vatnslosun og magnað veggrip Hjólbarðaþjónusta N1: Grænásbraut 552, Reykjanesbæ
440-1372
Opið mánudaga-föstudaga kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is
www.dekk.is
vf.is
-mundi Jaahh! Nú verður „djúsað“ í flugstöðinni.
FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER 2014 • 40. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
Verkfæra- og tækjadagar Drive gíraffi gips- og spartl slípivél 620w 0-980sn/min
VIKAN Á VEFNUM Sævar Sævarsson Logi Gunnarsson! Sæll elsku vinur. Leiðinlegt hvernig fór með bikardráttinn í hádeginu. Ég veit þú gerðir þér væntingar um að fara lengra en í 32-liða úrslitin. Kraftaverkin hafa þó gerst svo ekki gefa upp alla von, ég t.d. gæti tekið upp á því að spila vörn á þig í leiknum og þá er aldrei að vita nema þú setjir 60 stig… Örvar Þór Kristjánsson Er ekki réttast að óska félögum okkar í bænum Keflavík til hamingju með glæsilegan sigur í Útsvari í kvöld :) Hvenær keppa Njarðvík og Hafnir? Sigríður Margrét Oddsdóttir Markaðssetning á netinu. Góður dagur til að halda ráðstefnu #sko2014
34.900
GMC 14,4V 1,2Ah með aukarafhlöðu, stiglaus hraði, BMC taska
27.920
5.990
14.890
11.167
Drive hornalaser 90 gráður
4.492
12.450
9.960
Rafhlöðuborvél með höggi, HDA2544 18V
17.900
13.425
Drive-HM-140 1600W 14cm hræripinni - 2 hraðar
22.990
18.392 Drive Delta Sander 180W
3.390
Arges HDA1508 kúttsög
23.990
ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm
19.192
2.542
Fræsari HDA1205 1800W
11.900
8.925
ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm
36.890
AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm
27.667
16.990
12.742
Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 12V DIY
8.990
AV226 800W höggborvél
6.742
16.900
ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm
12.675
39.990
Asaki AN871 180mm Slípirokkur 2200w
13.890
29.992
10.417 9.290
4.990
6.967
3.742
ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar
41.800
31.350
Drive LG3-70A 1800W flísasög 86x57cm
Drive flísasög 600W
AS103 370W 10mm borvél
139.900
104.925
64407
2.490
Asaki ASM 305 Asaki Kúttsög 1600W 305x30mm
1.743
34.993
25.590
Arges HDA2201 steinsög 1200w
7.990
6.392
Drive Pro 600mm flísaskeri í tösku
21.990 Stingsög HDA1110, 710W
RLA-05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld
8.900
6.690
6.675
5.352
Ryk/blautsuga Drive ZD10-50L 1000W, 50 lítrar Black&Decker háþrýstidæla max bar 150
Öflugar hjólbörur 90 lítra
8.590
52.990
6.872
29.925
49.909
SM-RLG07 Áltrappa 7 þrep, tvöföld
Róbert Ragnarsson Sigurselfie feðganna!
39.900
696
63102 4 bönd með krókum 2,5x360 cm
20.472
Drive LG4-570A 800W flísasög 79x39cm borð
995
42.392
28.900
16.492 Arges HKV-100GS15 1000W, 15 lítrar
25.900
20.720
23.120
2100W, 420 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn, 8 metra málmbarki, sápubox, með bursta
#
víkurfréttir
Fuglavík 18. Reykjanesbæ
Opið 8-18 virka daga
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001