40 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 13. október 2016 • 40. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Fengu poka með lyklum

Kísilverin hulin að hluta með gróðri

●●Keflavíkurflugvöllur mikið aðdráttarafl, ● segir Kjartan Eiríksson

Gert er ráð fyrir jarðvegsmönum og gróðurbeltum við verksmiðjur í Helguvík. Kísilver United Silicon reis þar á árinu og er hæsti punktur byggingarinnar 38 metrar. Byggingarnar eru sjáanlegar víða að á Suðurnesjum og hefur vakið athygli hve áberandi þær eru. Nú er unnið að gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjanesbæ og ekki ljóst hve mikið af áætlunum um gróður á iðnaðarsvæðinu komast í framkvæmd á næsta ári. Gert er ráð fyrir jarðvegsmönum og gróðurbeltum til lengri tíma en það mun þó ekki koma í veg fyrir að verksmiðjurnar sjáist.

Hvað verður gert við tíu milljarða hagnað frá Ásbrú? ■■„Nú er ríkið að fá tíu milljarða hagnað af starfsemi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Ætlar það að taka þá til sín í stóru hýtina eða skila arðinum þar sem hann varð til, hér á Suðurnesjum? Þetta er spurning sem stjórnmálamenn þurfa að svara núna fyrir kosningar,“ segir Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður háskólasamfélagsins Keilis á Ásbrú. Árni segir að Reykjanesbær hafi við brotthvarf Varnarliðsins og síðan uppbyggingu nýs samfélags á Ásbrú, lagt fram miklar fórnir og fjárfestingar, framlag sem hafi kostað bæjarfélagið mikla peninga. „Við erum stolt hvernig til hefur tekist í þessari uppbyggingu en nú er kominn tími fyrir ríkið að skila til baka. Uppbygging á Ásbrú með margs konar atvinnuþróun, frumkvöðlastarfsemi, nýjum fyrirtækjum á sviði gagnavera, flugtækni og líftækni, hefur gengið vel. Framtíðarmöguleikarnir á Ásbrú eru einnig mjög miklir og það þarf að vinna frekari þróunarvinnu fyrir svæðið, efla löggsælu, heilsugæslu og fleiri innviði. Nú eru til fjármunir sem við höfum og á að nýta til frekari uppbyggingar hér. Það mun líka skila sér í margs konar ávinningi fyrir ríkið til framtíðar litið.“

Keflavíkurflugvöllur stærsti vinnustaður landsins 2018 ●●Gríðarleg fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli á næstu árum Um 6400 manns störfuðu í sumar hjá fyrirtækjum og stofnunum á eða við Keflavíkurflugvöll. Að jafnaði voru 3.200 starfsmenn í vinnu á degi hverjum. Á þessu ári urðu til 1.300 ný störf og gert er ráð fyrir um 1.100 nýjum störfum á næsta ári, 2017. Árið 2018 verður Keflavíkurflugvöllur orðinn stærsti vinnustaður á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu frá Isavia sem kynnt var í gær, þar sem lagt er mat á það hvaða þýðingu uppbygging Keflavíkurflugvallar hefur til framtíðar. Miðað við farþegaspá Isavia er síðan gert ráð fyrir að störfum fjölgi að meðaltali um 400-500 á ári til ársins 2040, og að það ár muni rúmlega 16.000 manns starfa á flugvellinum. Um 400-500 störf fylgja meðal stóru álveri en óklárað álver hefur staðið í Helguvík undanfarin ár. Það átti að hafa mjög jákvæð áhrif á erfitt atvinnuástand eftir bankahrun. „Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið og mikilvægt er að vandað verði til verka við þau stækkunaráform á flugvellinum sem nauðsynleg eru til þess að hann geti staðið undir vaxandi farþegafjölda á komandi árum,“ segir Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia. „Með gerð þessarar skýrslu vill Isavia kveikja umræðu um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og sýna ábyrgð í að draga fram bæði þá kosti og áskoranir áskoranir sem henni fylgja.“ Í ár stefnir í að heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll hafi vaxið um

Skipa starfshóp um sameiningu við Garð

37% á milli ára og á háönninni flugu 25 flugfélög til Keflavíkur, miðað við 11 árið 2010. Á allra næstu árum er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti, en þó ekki jafn miklum hlutfallslega og undanfarin ár. Eftir árið 2025 er

FÍTON / SÍA

Árni Sigfússon, Kjartan Þór Eiríksson og Magnús Gunnarsson fyrir um áratug síðan þegar umbreyting herstöðvar í vísindasamfélag var kynnt fjölmiðlafólki.

Þær byggingar sem þegar hafa risið í Helguvík eru aðeins upphafið að uppbyggingu stóriðju þar. Um þessar mundir er fyrsti áfangi kísilvers United Silicon tilbúinn og gangi áætlanir eftir verður þremur ofnum bætt við á næsta áratug. Þá verður verksmiðjan sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þá er ekki allt upptalið því áætlað er að árið 2018 muni annað kísilver, í eigu Thorsil, rísa í Helguvík. Hæsti punktur þeirrar verksmiðju verður um 45 metrar og skorsteinarnir allt að 50 metrar. Til samanburðar má geta að turn Hallgrímskirkju er 74,5 metrar á hæð.

„Ég hef oft sagt bæði í gríni og alvöru að við fengum bara afhendan poka af lyklum og sagt: „gerið eitthvað við þetta. Nú tíu árum síðar erum við að ljúka við að selja allar byggingar á Ásbrú. Það stefnir í a ð f y r i r árs l ok verðum við búin að selja allar þær byggingar sem við vorum að höndla með,“ segir Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar nú þegar tíu ár eru síðan félagið var stofnað í kjölfar brotthvarfs Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Kjartan segir að mörg venjuleg fyrirtæki vilji nýta sér nálægðina við flugvöllinn. „Svo við sjáum mikil tækifæri í því landsvæði sem við erum að höndla með. Við höfum til umsýslu um 50 ferkílómetra af landi. Til að setja það í samhengi þá er það svæði sem fólk þekkir sem „vallarsvæðið“ um einn ferkílómetri. Þetta er gríðarlega mikið og verðmætt land. Það er mikilvægt að samstaða verði um hvernig hægt sé að þróa og stuðla að enn frekari hagvexti hér á svæðinu. Annað sem vert er að benda á varðandi mörg þessara svæða erlendis sem við bárum okkar verkefni saman við er að þar hafa þjóðir skilgreint þessi nærsvæði flugvalla sem vél fyrir hagvöxt. Þeir hafa nýtt flugvöllinn og nærsvæði hans til að knýja hagvöxt í landinu. Ég held að margir átti sig ekki á því hversu mikil tækifæri felast í vel tengdum flugvelli eins og okkar og taka því jafnvel sem sjálfgefnu.“ Kjartan er í ítarlegu viðtali hjá VF og rifjar upp hvernig gengið hefur að búa til nýtt samfélag á Ásbrú. Sjá bls. 12.

einföld reiknivél á ebox.is

spáð um 3% vexti í farþegafjölda á ári hverju, og eru þar taldir bæði þeir sem koma inn í landið og þeir sem millilenda hér á landi á leið sinni til annarra landa. Frá árinu 2011 til 2015 hafa gjaldeyristekjur tvöfaldast.

■■Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti á fundi sínum síðasta föstudag að skipa starfshóp til að vinna að könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar við sveitarfélagið Garð. Tillaga um málið kom frá bæjarráði Sandgerðisbæjar. Ætlunin er að könnunin verði grundvöllur að samráði við íbúa Sandgerðis um málið. Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, hefur verið falið að gera tillögu að starfsreglum fyrir hópinn í samstarfi við bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.