• fimmtudagurinn 20. október 2016 • 41. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Suðurnesin fjársveltasta heilbrigðissvæði landsins
Fishershús tekur á sig upprunalega mynd
●●Íbúar vilja umbætur í heilbrigðismálum, samkvæmt nýlegri könnun. ■■Hjúkrunarfræðingur á HSS segir ljóst að Suðurnesin séu fjársveltasta heilbrigðissvæði landsins. Nýleg íbúakönnun sem gerð var á Suðurnesjum sýnir að heilbrigðismálin eru meðal þeirra sem íbúar telja hvað brýnast að ráðast í úrbætur á. Könnunin var kynnt á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um síðustu helgi. Í Víkurfréttum í dag er viðtal við Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðingur á HSS. Meðal þess sem fram kemur í viðtalinu er að á þessu ári hafi orðið 30 prósent aukning í komum á HSS og að árið sé orðið metár í sjúkraflutningum hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þá er Slysa- og bráðamóttakan á HSS sú þriðja stærsta á landinu á eftir Reykjavík og Akureyri. Hann segir stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni á Akureyri talsvert fleiri en á HSS. „Við hjúkrunarfræðingarnir á Slysa- og bráðamóttöku HSS sinnum kannski að meðaltali um 15 sjúklingum á hverri vakt en á Slysa- og bráðamóttöku LSH þykir mikið fyrir hjúkrunarfræðingana að fá 4 til 5 sjúklinga á vakt,“ segir hann. Í viðtalinu við Jón Garðar kemur jafnframt fram að frá árinu 2007 hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað gríðarlega en að heilbrigðiskerfið hafi engan veginn náð að fylgja fjölguninni eftir. „Það kemst í fréttirnar ef 100 manns mæta sama daginn á síðdegisvakt heimilislækna á Selfossi en það er eitthvað sem gerist að minnsta kosti tvisvar til þrisvar sinnum í viku hérna á Suðurnesjum.“ // 16
FÍTON / SÍA
Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðing á HSS
einföld reiknivél á ebox.is
■■Smiðir eru þessa dagana að ljúka við að klæða framhlið Fishershúss í Keflavík en þá hafa þrjár hliðar þessa sögufræga húss verið klæddar í upprunalegum stíl. Hjá Reykjanesbæ, sem er eigandi hússins, fengust þær upplýsingar er verið væri að skoða tilboð í klæðningu á bakhlið hússins. Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í húsinu eða hvort það verður leigt eða selt. Handan götunnar stendur svo Gamla búð en þar verður upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjanesbæ ásamt því sem skrifstofur menningarsviðs Reykjanesbæjar flytja í það hús. Gömul hús, eins og Fishershús, eru miklar gersemar í sveitarfélögum víða um land og þar hefur oftar en ekki byggst upp skemmtilegur bæjarbragur. VF-mynd: Hilmar Bragi
Eðlilegt að litið sé til Suðurnesja með ráðstöfun Varnarliðs-hagnaðs ●●segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra segir að það sé eðlilegt að það verði litið til atvinnuuppbyggingar á Sigurður Ingi Miðnesheiði og á SuðurJóhannsson, nesjum þegar hagnaði forsætisráðaf rekstri Þróunarfélags herra Ke f l av í ku r f lu g v a l l ar verði ráðstafað en hann mun nema um 10 milljörðum króna. Suðurnesin sem hafi um tíma staðið verst á landinu eftir brotthvarf Varnarliðsins og síðan bankahrun, hljóti að njóta þess nú. Þróunarfélagið yfirtók byggingar Varnarliðsins við brotthvarf þess árið 2006 og er sölu þeirra nú að ljúka. Sigurður ávarpaði aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór í Garðinum um síðustu helgi. Forsætisráðherra sagði ánægjulegt hversu mikil umskipti hafi orðið á Suðurnesjum á undanförnum árum og atvinnuleysi heyri nú nánast sögunni
til. Hann kom inn á nokkur atriði eins og fjárframlag frá ríkinu til Helguvíkurhafnar sem hann sagði að hefði verið nokkur höfuðverkur í kerfinu en vonaðist til að þau leystust fyrr en seinna. Sigurður kom í ræðu sinni inn á málefni samgangna meðal annars að framkvæmdir við Reykjanesbraut frá Fitjum að flugstöð væru komnar inn á Samgönguáætlun næstu fjögurra ára
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
og það væri einnig ljóst að huga þyrfti að ýmsum tengdum málum í samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli, ekki síst í ljósi nýrra upplýsinga um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Þegar hann var spurður hvort það gætu verið atriði eins og hraðlest, þá jánkaði hann því. „Leifsstöð er svona eimreið ferðaþjónustunnar, stærsti gluggi landsins og það eru ævintýralegar breytingar í fjölgun starfa,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður nefndi sérstaklega að áhugahópurinn sem stofnaður var á Suðurnesjum um öryggi Reykjanesbrautar í sumar hafi haft góð áhrif á framgöngu mála sem hann hafi þrýst á. „Þetta var gott dæmi um það þegar mikill fjöldi íbúa leggur sitt af mörkum í ákveðnum málum. Hópurinn átti gott samtal og samstarf við þingmenn og ráðherra og tryggði þannig framgang verkefna,“ sagði forsætisráðherra.
Nesfiskur að kaupa Garðvang ■■Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Nesfiskur í Garði er að kaupa Garðvang, þar sem Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, DS, rak áður hjúkrunarheimili. Garðvangi var lokað í mars árið 2014 og heimilisfólk flutti á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Nesfiskur hefur hug á að breyta Garðvangi í íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Tilboð Nesfisks í Garðvang var samþykkt í gær í stjórn DS. Þá liggur fyrir að öll fjögur aðildarsveitarfélög Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum eru að samþykkja kauptilboðið í þessari viku. Þannig var haldinn aukafundur í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs í gærkvöldi þar sem kaupin voru samþykkt. Fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Sandgerði, Garður og Vogar, standa að DS. Þau eru nú í ferli sem gengur út á að slíta DS og er sala á Garðvangi liður í því ferli. Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum hafa ekki lengur rekstur með höndum eftir að Garðvangur verður seldur. Eftir stendur að Hlévangur er í eigu DS og þar rekur Hrafnista hjúkrunarheimili með samningi við DS. Með því að Nesfiskur kaupir Garðvang þarf Sveitarfélagið Garður að gera breytingu á deiliskipulagi á svæðinu því gert er ráð fyrir opinberri starfsemi í húsinu skv. skipulaginu.