• fimmtudagurinn 27. október 2016 • 42. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Jákvætt viðhorf íbúa á Suðurnesjum Loftmynd af iðnaðna svæðinu í Helguvík. VF-mynd: elg
Sýknuð af kröfu AGC vegna Helguvíkur
Meirihluti íbúa á Suðurnesjum hefur jákvætt viðhorf til sveitarfélagsins og er viðhorfið jákvæðast í Grindavík en síst í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í íbúakönnun sem gerð var á Suðurnesjum í september af SSV ráðgjöf og Háskólanum á Akureyri. Könnunin sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi og Suðurnesjum var send til 1500 íbúa en alls tóku 1018 þátt sem er 67,9% svarhlutfall. Gáfu þátttakendur sveitarfélögunum einkunn á skalanum 1 - 7 þar sem 7 var að öllu leyti jákvætt, 6 mjög jákvætt og 5 frekar jákvætt. Meðaltal þátttakenda var 5,29 og má því telja viðhorf íbúa á Suðurnesjum sé nokkuð jákvætt á heildina litið. Íbúar í Grindavík gáfu sveitarfélaginu einkunnina 5,52, íbúar í Sandgerði 5,27, íbúar í sveitarfélaginu Garði 5,38 og íbúar í Reykjanesbæ 5,03. Athygli vekur að viðhorf íbúa af erlendum uppruna er jákvæðara til sveitarfélagsins en Íslendinga og þá er viðhorf þátttakenda á aldrinum 35-44 ára og 65 ára og eldri jákvæðara en annarra aldurshópa.
Þegar spurt var um álit á búsetuskilyrðum eftir málaflokkum voru eftirfarandi þættir metnir bestir: Friðsæld, náttúra, umferð, öryggi, farsími og bókasöfn, þar sem friðsæld fékk hæstu einkunn. Af tíu verstu búsetuskilyrðum fékk málaflokkurinn launatekjur verstu einkunn, þar á eftir kom fjárhagsvandi og framfærsla, afþreying, háskóli og íbúðir. Þeir málaflokkar sem höfðu áhrif á áframhaldandi búsetu voru: Öryggi, friðsæld, örugg umferð, mannlíf, atvinnuöryggi, internet, heilsugæsla, umferð, launatekjur og íþróttir. þeir tíu málaflokkar sem höfðu síst áhrif á áframahaldandi búsetu voru: fjárhagsvandi, tónlistarskóli, félagsheimili, íbúðir, atvinnuleysi, framhaldsskóli, útlendingar, leiguíbúðir, atvinnurekstur og háskóli.
■■Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Thorsil ehf. hafa verið sýknuð af kröfu Atlantic Green Chemicals [AGC ehf.] með dómi Héraðsdóms Reykjaness 19. október síðastliðinn. AGC ehf. var jafnframt dæmt til að greiða stefndu hverju um sig málskostnað. AGC ehf. hugðist reisa lífalkóhól- og glýkólverksmiðju í Helguvík og hafði augastað á lóðinni Stakksbraut 4, síðar Berghólabraut 4. Samningurinn var ekki bindandi og úthlutaði Reykjaneshöfn Berghólabraut 4 til Thorsil ehf. Í viðræðum við ráðamenn Reykjanesbæjar hafði stefnandi AGC ehf. talið að vilyrði fyrir lóðinni Berghólabraut 4 væri bindandi og fæli í sér forgangsrétt varðandi úthlutun lóðarinnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að viljayfirlýsing Reykjaneshafnar fæli einungis í sér að höfnin væri reiðubúin að úthluta lóð til AGC ehf. ef um semdist og því ekki um skuldbindandi samning um úthlutun lóðarinnar að ræða á milli aðila. Þetta var í annað sinn sem AGC ehf. hefur uppi kröfur af þessum toga á hendur Reykjaneshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. Með dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp þann 26. nóvember 2015 var kröfum AGC ehf. á hendur þessum aðilum vísað frá dómi.
Gengið inn í veturinn ■■Haustið er að kveðja og vetur genginn í garð. Veðrið síðustu daga hefur verið fjölbreytt eins og dagarnir. Þegar viðrar er hressandi að stunda útivist. Gönguferðir um sitt nánasta umhverfi eru heilsusamlegar. Þessi mynd var tekin við Sjávargötu í Njarðvík með húsin á Borgarvegi í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Stærsta mötuneyti Íslands á Keflavíkurflugvelli
FÍTON / SÍA
■■Isavia leitar eftir áhugasömum aðila til að sjá um rekstur mötuneytis fyrir starfsfólk á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða tvö rými til útleigu undir mötuneyti sem allir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa aðgang að. Um 6000 manns starfa í dag á Keflavíkurflugvelli og fer þeim fjölgandi. Innan fárra ára verður Keflavíkurflugvöllur stærsti einstaki vinnustaður á Íslandi. Í auglýsingu frá Isavia eru áhugasamir hvattir til að senda inn umsókn fyrir 31. október næstkomandi.
einföld reiknivél á ebox.is
Óskað eftir stuðningi ríkisins við Reykjanes geopark ●●sitjum ekki við sama borð og önnur svæði Bæjarstjórar á Reykjanesi funduðu með forsætisráðherra í síðustu viku þar sem óskað var eftir sambærilegum stuðningi við Reykjanes Geopark og veittur hefur verið Kötlu Geopark en skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fimm ára stuðning ríkisins að upphæð 100 milljónir við jarðvanginn.
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík og formaður stjórnar Reykjanes Geopark skorar á frambjóðendur til Alþingis að gæta samræmis í framlögum milli svæða. „Ég fagna því að ríkið hafi viðurkennt mikilvægi geoparka með þessu framlagi sem mun renna styrkum stoðum undir rekstur og framþróun Kötlu
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Geopark. Enn einu sinni fær Reykjanes hinsvegar þau skilaboð frá ríkinu að við sitjum ekki við sama borð og önnur svæði.“ Undir þetta tekur Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri Reykjanes Unesco Global Geopark sem óskar Kötlu geopark til hamingju með tímabæra viðurkenningu ríkisins. Hann segist þó jafnframt ósáttur við að Reykjanes Geopark sé eina svæðið á lista UNESCO sem ekki er á fjárlögum. „Ég leyfi mér að vera sár út í forsætisráðherra og fyrsta þingmann Suðurkjördæmis sem segir að ekki standi til að styðja við Reykjanes Geopark á nokkurn hátt.“ Katla geopark var stofnaður árið 2010 og er fyrirmynd að Reykjanes geopark sem stofnaður var árið 2012 og hefur hlotið vottun UNESCO.
Sjúkraflutningar frá flugstöðinni 10% útkalla ■■Sjú k r af lutning um á ve g um Brunavarna Suðurnesja hefur fjölgað umtalsvert á árinu miðað við undanfarin ár. Fjöldi flutninga á síðasta ári var 2.276. Um miðjan þennan mánuð síðastliðinn var fjöldinn á árinu kominn í 2.091. Árið 2013 voru 5 prósent sjúkraflutninga á vegum Brunavarna Suðurnesja úr flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Það hlutfall hefur aukist jafnt og þétt og hefur verið 10,5 prósent það sem af er þessu ári. Júlímánuður hefur verið sá annasamasti það sem af er þessu ári en þá voru útköllin 258 samanborið við 210 í júní. Mun fjöldi útkalla í júlí hafa verið nokkuð óvenjulegur þar sem yfirleitt er minna að gera við sjúkraflutninga yfir sumartímann. Á Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja má nálgast nánari upplýsingar um fjölda útkalla.