43 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 3. nóvember 2016 • 43. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Laun á Suðurnesjum hafa hækkað mest Laun á Suðurnesjum hafa að meðaltali hækkað um 22 prósent frá árinu 2010 og er það mesta hækkunin á landsvísu. Næst kemur höfuðborgarsvæðið með 17 prósent hækkun og þar á eftir Austurland með 16 prósent. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Greiningardeildar Íslandsbanka um Íbúðamarkaðinn. Frá árinu 2010 hafa laun á landsvísu hækkað um 10 til 22 prósent. Að sögn Guðbrands Einarssonar, formanns Verslunarmannafélags Suðurnesja, er ástæða hækkunarinnar á Suðurnesjum fyrst og fremst sú að margir á svæðinu fá greitt samkvæmt taxta. „Þeir hafa hækkað meira en almennar launabreytingar segja til um. Þeir

sem hafa verið á lægstum launum hafa því fengið mestar hækkanir. Þá skiptir minnkað atvinnuleysi miklu máli,“ segir hann. Guðbrandur segir að gera megi ráð fyrir því að sú þensla sem nú ríkir á Suðurnesjum muni hafa áhrif til framtíðar og að samkeppni um vinnuafl muni þrýsta launum upp en hversu mikið verði tíminn að leiða í ljós. Laun á Suðurnesjum hafa hækkað um 29 prósent umfram íbúðaverð og er því talsvert auðveldara að kaupa íbúð á svæðinu nú en árið 2010, sé einungis horft til þróunar á launum og íbúðaverði.

Grikk eða gott?

●●Af íbúum á Suðurnesjum eru 16 prósent innflytjendur eða um 3.600 manns l Suðurnesin eru ríkt fjölmenningarsamfélag, að mati verkefnastjóra íslenskunámskeiða hjá MSS

■■Þessi myndarlegi hópur ungmenna var á ferð um Reykjanesbæ á mánudagskvöld þegar hrekkjavakan eða Halloween var. Þau gengu hús úr húsi og buðu grikk eða gott. Oftast voru þau leyst út með gotti því ómögulegt er að vita hver grikkurinn hefði verið. Fleiri hrekkjavökumyndir eru í blaðinu í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Suðurnesjamenn úr 7 í 4 á Alþingi

FÍTON / SÍA

Oddný G. Harðardóttir var formaður Samfylkingarinnar síðustu fimm mánuði. Hún skilaði formannsembættinu eftir kosningar. VF-mynd/hilmarbragi.

einföld reiknivél á ebox.is

Hæsta hlutfall innflytjenda á Suðurnesjum

■■Suðurnesjamönnum á Alþingi fækkaði úr sjö í fjóra eftir þingkosningarnar síðasta laugardag. Í dag eru þingmenn frá Suðurnesjum þau Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Silja Dögg Gunnarsdóttir frá Framsóknarflokki og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingu. Páll Valur Björnsson náði ekki kjöri í nýafstöðnum kosningum en Ragnheiður Elín Árnadóttir og Páll Jóhann Pálsson ákváðu að bjóða sig ekki fram á nýjan leik. Garðmenn eiga eftir nýafstaðnar kosningar tvo fulltrúa á Alþingi, þau Ásmund Friðriksson og Oddnýju G. Harðardóttur. Grindvíkingar eiga bara

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Vilhjálm Árnason en áttu áður þrjá fulltrúa á Alþingi. Þá er Silja Dögg Gunnarsdóttir eini þingmaðurinn úr Reykjanesbæ. Það breytist væntanlega fljótlega þar sem Ásmundur er að flytja úr Garði og yfir í Reykjanesbæ. Suðurnesjamenn eiga nokkra varaþingmenn. Þannig skipar Jóhannes A. Kristbjörnsson 2. sæti á lista Viðreisnar og er því varaþingmaður Jónu Sólveigar Elínardóttur. Ólafur Þór Ólafsson er varaþingmaður Oddnýjar G. Harðardóttur og Ísak Ernir Kristinsson skipar 7. sæti Sjálfstæðisflokks og þriðji varaþingmaður flokksins í kjördæminu. Kjörsókn var 78,5% í Suðurkjördæmi. Greidd voru 27.828 atkvæði en á kjörskrá voru 35.456 manns. Sjálfstæðisflokkur fékk 31,5% og fjóra menn kjörna. Framsóknarflokkur fékk 19,1% og tvo menn kjörna. Næstir voru Píratar með 12,8% og einn kjörinn. Vinstri Grænir fengu 10,2% og einn mann körinn. Viðreisn fékk 7,3% atkvæða og einn mann kjörinn. Þá kom jöfnunarþingsætið í hlut Samfylknigarinnar sem fékk 6,4% atkvæða. Önnur framboð komu ekki að manni en þar var Björt Framtíð stærst með 5,8% atkvæða.

■■Innflytjendur eru 16 prósent íbúa á Suðurnesjum og er það hæsta hlutfallið á landinu. Heildarfjöldi íbúa á Suðurnesjum er um 22.500 manns og eru innflytjendur um 3.600 eða töluvert fleiri en allir íbúar Grindavíkur sem eru rúmlega 3.100. Næsthæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 14,1 prósent íbúa eru innflytjendur eða börn þeirra. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi vestra, þar sem innflytjendur eru 5,1 prósent íbúa. Þessar upplýsingar koma fram á vef Hagstofunnar og er miðað við mannfjölda á Íslandi 1. janúar síðastliðinn. Sé miðað við landið í heild þá eru innflytjendur 9,6 prósent mannfjöldans. Það er fjölgun frá fyrra ári þegar innflytjendur voru 8,9 prósent landsmanna. Í Sandgerði er fólk af erlendum uppruna 16 prósent íbúa og kemur það frá 14 löndum en flest frá Póllandi. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, segir breytta samsetningu bæjarbúa hafa kallað á ýmsar jákvæðar áskoranir og að svo verði áfram. Má þar nefna áherslubreytingar innan grunnog leikskóla. Hún segir það hafa jákvæð áhrif á bæinn að þar búi fólk af ólíkum uppruna og með ólíka menningu og siði. Sveindís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri íslenskunámskeiða hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, segir Suðurnesin í heild sinni bera keim af ríku fjölmenningarsamfélagi. „Við erum rík á þessu svæði að hafa svona hátt hlutfall innflytjenda. Núna í uppsveiflu ferðamannastraumsins þegar starfsfólki við Keflavíkurflugvöll fjölgar mikið hefur aftur orðið mikil fjölgun pólskra verkamanna. Pólverjar virðast alltaf reiðubúnir að koma og hlaupa undir bagga með okkur Íslendingum í uppsveiflu.“ // 12

Kirkjugarður í kröggum ■■Kálfatjarnarkirkjugarður hefur óskað eftir fjárstuðningi frá Sveitarfélaginu Vogum vegna vaxtakostnaðar láns sem tekið var í tengslum við stækkun kirkjugarðsins að Kálfatjörn. Erindi gjaldkera Kálfatjarnarkirkjugarðs var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Voga í síðustu viku. Þar var staðfest afgreiðsla bæjarráðs á erindi frá gjaldkeranum þar sem segir að bæjaryfirvöld geti ekki orðið við erindinu. Kirkjugarðurinn þarf því að finna aðrar leiðir til að afla fjár til að greiða vaxtakostnaðinn.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.