44 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 10. nóvember 2016 • 44. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Geirmundur sýknaður Fyrstu gámarnir koma frá borði. Þeir eru ætlaðir afurðum kísilvers United Silicon.

Eimskip hefur reglulega flutninga um Helguvíkurhöfn ■■Lagarfoss, nýjasta skip Eimskipa, kom í sína fyrstu ferð til Helguvíkurhafnar seint á þriðjudagskvöld með vörugáma. Gámarnir eru fyrir afurðir úr kísilverksmiðju United Silicon. Þetta eru ákveðin tímamót hjá Helguvíkurhöfn því núna hefjast reglubundnar siglingar hjá Eimskip um höfnina. Við þetta tækifæri mættu þeir Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri um borð í Lagarfoss með tertu og færðu skipstjóranum, Magnúsi Harðarsyni. „Við vonumst til þess að þegar Eim­ skip verður farið að sigla hingað reglu­ lega að þá verði jafnframt aukning í öðrum flutningi á þeirra vegum, hvort sem það er innflutningur eða útflutn­ ingur og við munum hafa aðstöðu til að taka á móti því þegar við verðum komin lengra í þessu uppbyggingar­ ferli,“ segir Halldór Karl Hermanns­ son, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, í samtali við Víkurfréttir. Að nýta Helguvíkurhöfn sem inn- og útflutningshöfn fyrir Suðurnes í stað Reykjavíkur mun minnka mikið álag til að mynda á Reykjanesbraut. Hall­ dór Karl segir að með því að Eimskip setji Helguvíkurhöfn inn í leiðakerfi sitt sé jafnframt verið að efla Helgu­ víkurhöfn eins og hægt er. Eimskip er með samning við United Silicon um allan útflutning frá verk­ smiðjunni í Helguvík, ásamt allri af­ fermingu innflutnings. Til að takast á við það verkefni verður nýr 100 tonna krani staðsettur í Helguvík frá því snemma á næsta ári. Núverðandi viðlegukantur í Helguvík er 150 metra langur en verður orðinn 310 metrar þegar lengingu hans er lokið. Útskipunarkanturinn í suður­ endanum verður 135 metrar til að byrja með en verður með möguleika á tvöföldun í framtíðinni.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar framan við Lagarfoss í Helguvíkurhöfn á þriðjudagskvöld.

FÍTON / SÍA

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

einföld reiknivél á ebox.is

Bó er mættur í Hljómahöll! ■■Sýningin ‘Þó líði ár og öld’ um Björgvin Halldórsson verður opnuð á laugardag í Hljómahöllinni. VF leit við í vikunni þegar uppsetning stóð sem hæst. Skemmtilegt spjall við Björgvin verður í sjónvarpsþætti vikunnar en kappinn er hér á mynd með þeim Inga Þór Ingibergssyni og Tómasi Young, Hljómahallarköppum. VF-mynd/pket.

Rekstur Reykjanesbæjar á réttri leið ●●Nýr leikskóli og 1. áfangi grunnskóla byggðir 2017 og 2018 ●●Hærra útsvar áfram út næsta ár Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2017 til 2022, var lögð fram þriðjudaginn 1. nóvember 2016 og fór til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi. Reykjanesbær leggur að þessu sinni fram fjárhagsáætlun til 6 ára, 2017 til 2022. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í bæjarsjóði (A-hluta) batnar framlegð rekstrar verulega frá árinu 2015 sem og frá útkomuspá 2016 og verður um 1.511 milljónir króna. Í Sókninni sem var kynnt fyrir tveimur árum er gert

ráð fyrir að framlegð úr rekstri bæjar­ ins þyrfti að aukast um 900 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða eftir af­ skriftir í bæjarsjóði er jákvæð og er um 1.117 milljónir króna. Vegna skuldastöðu bæjarfélagsins eru fjármagnsgjöldin há meðal annars að teknu tilliti til áætlaðrar verðbólgu samanber Þjóðhagsspá og eru fjár­ magnsgjöldin áætluð 1.516 milljónir króna í bæjarsjóði. Gert er ráð fyrir að fjármagn vegna nýframkvæmda verði 300 milljónir króna. Einnig er gert ráð

fyrir að á árinu 2017 verði byggður nýr leikskóli og á árinu 2018 verði byggður 1. áfangi af nýjum grunnskóla. Gert er ráð fyrir 1,6% íbúafjölgun árlega frá árinu 2017. Útsvar verður 15,05% á árinu 2017 en mun svo lækka aftur í 14,52% frá 1. janúar 2018. Hvað varðar skuldir og skuldbind­ ingar Reykjanesbæjar og dótturfyrir­ tækja (Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar) þá er í þessari fjár­ hagsáætlun gert ráð fyrir endurfjár­ mögnun lána og leiguskuldbindinga.

■■Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness en dómur var kveðinn upp síðasta föstudag. Geirmundur var ákærður fyrir umboðssvik í tveimur liðum og ákæruvaldið krafðist þess að hann yrði dæmdur til að sæta óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki skemur en til fjögurra ára. Geir­mund­ur lýs­ir yfir mik­illi ánægju með niður­s töðu Héraðs­ dóms Reykja­n ess, og tel­ur niður­stöðuna að öllu leyti í sam­r æmi við gögn og staðreynd­ ir máls­ins. Þetta sagði Grím­u r Sig­u rðsson, verj­andi Geir­mund­ar, í skrif­legu svari til mbl.is. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort ákæru­ valdið muni áfrýja dómn­um. Grím­ur seg­ir enn frem­ur að dóm­ur­inn slái því föstu að Geir­mund­ur hafi aldrei haft ásetn­ing til að fara gegn hags­mun­ um spari­sjóðsins held­ur hafi all­ar ákv­ arðanir hans verið tekn­ar með hags­ muni spari­sjóðsins að leiðarljósi. Geir­ mundur var ákærður í tveimur liðum en var eins og fyrr segir sýknaður að öllu leyti. „Í fyrri ákæru­liðnum, tengd­um lán­veit­ ingu til Duggs, er staðfest að ráðstöf­ un­in fól ein­göngu í sér efnd­ir á skuld­ bind­ing­um sem spari­sjóður­inn hafði áður stofnað til. Spari­sjóðsstjór­inn get­ ur því ekki hafa framið lög­brot með því að efna þær skuld­bind­ing­ar. Í síðari ákæru­liðnum, tengd­um framsali stofn­ fjár­bréfa til Foss­vogs­hyls, er staðfest að spari­sjóður­inn hafði ávallt fullt for­ ræði yfir fé­lag­inu Foss­vogs­hyl og eign­ um þess. Þar af leiðandi fólst hvorki auðgun­ar­ásetn­ing­ur né fjár­tjóns­hætta fyr­ir spari­sjóðinn í ráðstöf­un­inni,“ seg­ir Grím­ur í viðtali við mbl.is. „Geir­mund­ur ól all­an sinn starfs­ald­ur hjá spari­sjóðnum og þar af í rúm 20 ár sem spari­sjóðsstjóri. All­an sinn starfs­ fer­il hafði hann hags­muni spari­sjóðsins að leiðarljósi í öllu sem hann tók sér fyr­ ir hend­ur. Síðustu ár, á meðan þetta mál hef­ur verið til rann­sókn­ar og sak­sókn­ ar, hafa verið Geir­mundi og fjöl­skyldu gríðarlega þung­bær. Er það von hans að þessu máli sé nú lokið,“ seg­ir Grím­ur.

Bæjarstjóri Grindavíkur lætur af störfum Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á þriðjudag starfslokasamning við Ró­ bert Ragnarsson sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra Grindavíkur undanfarin sex ár. Samningurinn var samþykktur með fjórum at­ kvæðum meirihluta G og D lista en fulltrúar minnihluta B og S lista sátu hjá við afgreiðsluna. Róbert flutti í haust frá Grindavík til höfuðborgarsvæðisins, þar sem fjöl­ skylda hans býr, og olli sú ákvörðun nokkrum titringi og kom uppsögnin í kjölfar hennar. Fyrir rúmlega ári var fjallað um það í fjölmiðlum að hann hefði auglýst herbergi á heimili sínu til

leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Þá bjó hann í leiguhúsnæði á vegum Grindavíkurbæjar og hafði ekki fengið heimild hjá bæjarfélaginu til að leigja íbúðina út. Hann baðst stuttu síðar af­ sökunar á málinu og hætti að leigja út. Fleiri mál komu upp sem samstarfs­ menn hans í meirihlutanum var ósáttir með. Róbert mun sinna starfi bæjar­ stjóra til 31. janúar næstkomandi og verður auglýst eftir bæjarstjóra á næst­ unni. Í yfirlýsingu fulltrúa minnihlutans segir að góður árangur hafi náðst við endurskipulagningu á stjórnskipulagi og rekstri bæjarins og að Róbert hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þeirri vinnu og því leitt að sjá hann hverfa frá störfum.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ÞEKKIR ÞÚ ÞÆR? STYÐJUM STELPURNAR OKKAR. BYGGJUM SAMAN UPP ÖFLUGT KVENNALIÐ Í KEFLAVÍK.

GREIÐUM HEIMSENDAN GÍRÓSEÐIL.

Knattspyrnudeild Keflavíkur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
44 tbl 2016 by Víkurfréttir ehf - Issuu