• fimmtudagurinn 17. nóvember 2016 • 45. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Páll Ketilsson ritstjóri VF og Sigmundur Ernir Rúnarsson handsala samning um samstarf Hringbrautar og VF.
Sjónvarp Víkurfrétta á Hringbraut
Stutt í páskana! Arnór B. Vilbergsson, organisti í Keflavík fékk menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2016, Súluna, fyrir frábært starf í tónlistinni. Arnór er í skemmtilegu viðtali í sjónvarpsþætti og blaði vikunnar. Við spurðum hann hvort hann væri einhvern tíma heima: „Ég sagði nýlega við konuna mína að það væri stutt í páskana. Hún sagði ‘hvað meinarðu? Jólin eru fyrst.’ Jólavertíðin er náttúrulega að byrja og það er fullt að gera þar,“ sagði Arnór og hló. Hann er hér brosmildur með Guðnýju Stefánsdóttur eiginkonu sinni eftir afhendingu Súlunnar.
Kísilmálmverksmiðja Mikil eftirspurn United Silicon gangsett eftir lóðum í Sandgerði
FÍTON / SÍA
■■Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í Sandgerði, bæði til leigu og sölu en framboðið lítið enda hafa margar fasteignir verið seldar að undanförnu. Sagt var frá því í Víkurfréttum fyrir rúmu ári, eða í lok september í fyrra, að um 50 íbúðir stæðu auðar og undir skemmdum í Sandgerði en þær komust í eigu fjármálastofnana eftir bankahrunið 2008. Íbúðalánasjóður hefur selt mest af þeim eignum sem sjóðurinn átti en nokkrar eru leigðar út. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, eru breytingarnar á þessum stutta tíma ótrúlegar. Umsóknir liggja fyrir um byggingu á milli fimmtán og tuttugu íbúða og eru þær nú til afgreiðslu hjá Sandgerðisbæ. „Þetta eru ánægjuleg verkefni að fást við. Við verðum að fjölga íbúðum í Sandgerði enda vantar hingað fólk til að sinna hinum ýmsu störfum og við því verðum við að bregðast,“ segir hún. Einnig er í farvatninu að byggja fimm íbúðir fyrir fólk með fötlun við Lækjarmót og var samningur þess efnis, á milli Sandgerðisbæjar og Landssamtakanna Þroskahjálpar, undirritaður í mars síðastliðnum.
einföld reiknivél á ebox.is
Kísilmálmframleiðsla hjá United Silicon í Helguvík var gangsett síðasta sunnudag. Þetta er fyrsta kísilmálmverksmiðjan á Íslandi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, setti ljósbogaofn verksmiðjunnar, sem framleiðir kísilinn, af stað og var það vel við hæfi þar sem hún tók fyrstu skóflustunguna að verksmiðjunni í ágúst 2014. Lokið var við fyrsta áfanga byggingar kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík í ágúst og hefur félagið verið að prófa framleiðslubúnaðinn og undirbúa gangsetningu kísilmálmframleiðslu undanfarinn tvo og hálfan mánuð. Aðal verksmiðjuhúsið er 38 metra hátt og um 5.000 fermetrar að stærð, en alls samanstendur verksmiðjan af sjö húsum. Í ofnhúsinu er 32 megavatta ljósbogaofn, sem félagið hefur gefið nafnið Ísabella. Ofninn framleiðir kísilmálminn við 1900 gráðu hita við efnabreytingu af kvartsgrjóti. Í fyrsta áfanga verða framleidd 22.900 tonn í ofninum. United Silcion hefur fengið starfsleyfi fyrir alls fjórum ofnum og er verksmiðjan hönnuð með þessa stækkun í huga. Miðað við fjóra ofna verður framleiðslugetan um 90.000 tonn á ári og verður verksmiðjan þá stærsta kísilverksmiðja í heimi. Kostnaðurinn
Helgi Þórhallsson, forstjóri United Silicon, Ragnheiður Elín Árnasdóttir, iðnaðar- og viðskiptaáðherra, Helgi Björn, yfirverkfræðingur United Silicon, og Mark Giese, sérfræðingur hjá Tenova Pyromet, sem sá um byggingu og uppsetningu á verksmiðjubúnaðinum.
við fyrsta áfanga verksmiðjunnar var um 12 milljarðar króna en fullbyggð mun hún kosta um 40 milljarða króna. „Við erum mjög ánægð og stolt á þessum stóru tímamótum. Það er mjög góð tilfinning að verksmiðjan hafi verið sett í gang eftir gríðarlega mikinn undirbúning og byggingu fyrsta áfanga. Þetta er stórt og umfangsmikið verkefni sem hefur á upp-
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
byggingartíma skapað hátt í 300 störf og rúmlega 60 störf nú þegar verksmiðjan hefur starfsemi,” segir Helgi Björn, yfirverkfræðingur United Silicon, sem hefur starfað við undirbúning verkefnisins síðastliðin 10 ár. ,,Þetta hefur verið gríðarlega stórt verkefni og stærra en við höfðum reiknað með. Það hafa komið tímar þar sem þetta hefur verið mjög strembið fyrir okkur og við höfum unnið alla daga, kvöld og nætur síðastliðna mánuði en núna erum við komnir í mark og munum nú taka á móti fyrsta hrákísli sem framleiddur er á Íslandi. Ég vill þakka öllum starfsmönnum United Silicon fyrir mikið og gott vinnuframlag síðustu mánuði til að ná þessum frábæra árangri að gangsetja verksmiðjuna,” segir Helgi ennfremur.
■■Vikulegur sjónvarpsþáttur Víkurfrétta verður frá næsta fimmtudegi sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en á annað hundrað þættir hafa verið sýndir á ÍNN síðustu fjögur árin. Þátturinn fær andlitslyftingu og nafn sem hann bar í upphafi, Suðurnesjamagasín. Hann verður á sama tíma og áður, kl. 21.30 á fimmtudagskvöldum. „Við hlökkum til samstarfs við Hringbrautarfólk en þökkum um leið Ingva Hrafni og ÍNN fyrir samstarfið. Ég þekki til margra á Hringbraut en við Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri áttum mjög gott samstarf á árum okkar hjá Stöð 2,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Sigmundur segir það mikinn feng að fá Víkurfréttir til liðs við Hringbraut en stöðin vill efla hlut sinn á landsbyggðinni. Stöðin hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilega og fjölbreytta dagskrá og fagmennsku. Í fyrsta Suðurnesjamagasíni Víkur frétta á Hringbraut verður rætt við nýja sta menni nga r v erðlaunah afa Reykjan esb æja r, fjallað um marg verðlaunað læsisverkefni Leikskól ans Holts í Innri-Njarðvík og kíkt í kjörbúð Samkaupa í Garði auk fréttapakka. Þátturinn er líka sýndur á Víkurfréttavefnum, vf.is sem og á kapalrás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.
Íbúum í Höfnum að fjölga ●●Lóð í Höfnum undir einbýlishús úthlutað ■■Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku umsókn um lóð við Hafnargötu 8 í Höfnum undir einbýlishús. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ var síðast byggt einbýlishús í Höfnum árið 2012 og þar áður árið 2009. Ekki er vitað um fleiri lóðaumsóknir í Höfnum í farvatninu þessa stundina. Íbúar í Höfnum eru nú 110 og hefur fjölgað um fimm síðan í september í fyrra.