• fimmtudagurinn 24. nóvember 2016 • 46. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Erfitt að horfa á þessa staðreynd ●●segir Kristján Gunnarsson formaður VSFK. Kynbundinn launamunur hefur aukist frá árinu 2014, úr 12,4% í 13,7%
Hátíð til heiðurs munkum Haldin var Kathina hátíð í Búddahofinu við Tjarnargötu í Reykjanesbæ þann 13. nóvember síðastliðinn. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, heimsótti hofið við það tilefni. Kathina hátíðin á sér langa hefð í gegnum aldirnar hjá búddistum víða um heim. Orðið Kathina vísar til ramma úr viði sem notaður er til að mæla lengd og vídd á kuflum búddamunka. Tilgangur hátíðarinnar er að heiðra munka sem hafa varið þremur mánuðum fyrir hátíðina í að hreinsa hug sinn og líkama og afhenda þeim nýja kufla. Meðfylgjandi mynd var tekin á Kathina hátíðinni í Reykjanesbæ á dögunum.
Hiti í bæjarbúum vegna brunalyktar frá kísilveri ●●Reykhreinsivirki verksmiðju United Silicon í Helguvík ekki notað fyrstu dagana l Fullkomnari bruni mun eyða kamínubrunalykt að mestu l Umhverfisstofnun í fyrirvaralausar heimsóknir í kísilverið
FÍTON / SÍA
Reykhreinsivirki verksmiðju United Silicon í Helguvík var ekki notað síðustu daga þegar ofn verksmiðjunnar var hitaður upp með eldiviði og rafskaut í ofninum bökuð, samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum fyrirtækisins. Bálið sem logaði í ofninum var því ekki ósvipað bálkesti á gamlárskvöld. Lyktar, sem líkist helst kamínubrunalykt, hefur orðið vart í Reykjanesbæ. Í Yfirlýsingu United Silicon, sem birtist í Víkurfréttum í dag, segir að reykurinn sé ekki hættulegur. Hins vegar var hætta á því að reykurinn frá bálinu gæti eyðilagt pokasíur í hreinsivirkinu. Framleiðsla kísilmálms er nú hafin hjá United Silicon og allur reykur frá framleiðslunni fer nú í gegnum reykhreinsivirkið. Hins vegar hafi komið upp vandamál í stjórnkerfi aðalvifta verksmiðjunnar þannig að reyk hefur
einföld reiknivél á ebox.is
lagt frá ofnhúsi verksmiðjunnar. Loftræsikerfi hafi slegið út síðla nætur og því ekki tekist að hreinsa reykinn sem lagði um og út frá verksmiðjunni. Unnið er að endurbótum á loftræstikerfi byggingarinnar svo atvik sem þessi eigi sér ekki stað. Þá segir að með hækkandi álagi á ofn verksmiðjunnar hækki hitinn inni í ofninum sem leiði til fullkomnari bruna á timburflís sem eyðir mest allri kamínubrunalykt. Gert er ráð fyrir að ofninn verði kominn í full afköst í lok mánaðarins, segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem birt er í Víkurfréttum í dag. Umhverfisstofnun hefur á síðustu dögum borist fjöldi ábendinga, annars vegar um reyk frá verksmiðjunni og hins vegar um viðvarandi brunalykt. Fulltrúar stofnunarinnar hafa verið í sambandi við fyrirtækið til að fá
nánari upplýsingar og hafa tvívegis á síðustu dögum farið í fyrirvaralaust eftirlit í verksmiðjuna til að fá betri og nákvæmari upplýsingar og einnig til að staðfesta umrædda lykt eða reyklosun. Samfélagsmiðlar eins og Facebook hafa logað síðustu daga vegna reykjarlyktarinnar frá verksmiðjunni og ljóst af umræðunni að bæjarbúar í Reykjanesbæ eru ekki sáttir við hlutskipti sitt og kvíða framhaldinu með fjölgun ofna og fjölgun verksmiðja í Helguvík. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, óskaði eftir fundi með forstjóra United Silicon um síðustu helgi þar sem farið var yfir stöðuna og annan stöðufund átti að halda í gær. Kjartan tók saman pistil um stöðuna en hann má lesa á vef Víkurfrétta.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Ky n b u n d i n n launamunur hefur hækkað frá árinu 2014, úr 12,4% í 13,7% innan Flóabandalagsins og segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðsog sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis það vera mikið áfall. „Þetta er óþolandi og okkar mesta áhyggjuefni,“ segir Kristján við Víkurfréttir. „Einn jákvæðasti punkturinn í niðurstöðum könnunarinnar er sá að meðaltal heildarlauna hækkaði úr 372 þúsundum í 429 þúsund á milli ára, sem er 15,4% hækkun, á meðan taxtar hafa hækkað um 6,2%. Á sama tíma hefur verðbólga verið undir markmiðum Seðlabankans.“ Samt sem áður er staða fólks á svæðinu mjög viðkvæm að sögn Kristjáns og segjast 16% svarenda hjá VSFK hafa mjög miklar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni. // 8
Á síðasta ári hafa rafrettureykingar meðal nemenda í FS aukist. Sumir nemenda reykja jafnvel inni í skólanum.
Rafrettu-reykingar grunnskólanema algengastar á Suðurnesjum Tæp 11% nemenda í 8. til 10. bekk á Suðurnesjum hafa reykt rafrettur tíu sinnum eða oftar Rannsóknir sýna að ungmenni sem reykja rafrettur séu líklegri til að ánetjast hefðbundnum sígarettum síðar á ævinni Á Suðurnesjum hafa 10,5 prósent ungmenna í 8. til 10. bekk reykt rafrettur tíu sinnum eða oftar um ævina og er það hæsta hlutfallið á landsvísu. Þessar upplýsingar koma fram í í rannsókn á líðan og heilsu ungs fólks á Íslandi sem unnin var af Rannsóknum og greiningu. Hlutfallið á landsvísu er 5,9 prósent. Minnst er notkun rafretta meðal ungmenna á höfuðborgarsvæðinu eða 4,1 prósent. Að sögn Guðlaugar Pálsdóttur, aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja, varð þess vart á síðasta skólaári að nemendur væru byrjaðir að reykja rafrettur og það jafnvel inni í skólanum. Mjög lítill hluti nemenda við FS reykir hefðbundnar sígarettur enda hefur góður árangur náðst við að minnka reykingar á Íslandi. Guðlaug segir rafretturnar hentugar fyrir fólk sem er að reyna að hætta hefðbundnum reykingum en ekki aðra. „Í dag er það orðið þannig að það þykir flott hjá sumum nemendum að nota rafrettur. Við erum búin að tala við marga nemendur í skólanum varðandi notkun á rafrettum og flestir
tala um að þetta sé fíkn. Það er nefnilega hægt að kaupa fyllingu í þær með miklu nikótíni,“ segir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan og heilsu ungmenna á Íslandi voru kynntar á hádegisfundi í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Á kynningunni kom fram í máli Margrétar Lilju Guðmundsdóttur, aðjúnkts við HR, að lítið væri í raun vitað um rafrettur enda væru þær tiltölulega nýjar á markaðnum. Mælt hafi verið með þeim fyrir þá sem vilji hætta að reykja en þegar nánar sé að gáð þá hafi 44 prósent þeirra sem nota rafrettur í grunnskóla ekki reykt tóbak áður. Margrét sagði afar áhættusamt þegar ungmenni reyki rafrettur. Þó að sagt sé að í þeim sé ekkert níkótín þá geti það þýtt ýmislegt fleira því að þær geti jafnvel innihaldið níkótín. Kannanir sýni fram á að þau ungmenni sem hafi ekki reykt áður en noti rafrettur ánetjist sígarettum eða níkótíni síðar um ævina. Þetta viti tóbaksfyrirtækin sem horfi á rafrettur sem markaðstæki til að fá til sín nýja viðskiptavini þar sem átak gegn sígarettu- og tóbaksframleiðendum hafi dregið úr tekjum þeirra. Þessu til staðfestingar benti Margrét á að tóbaksframleiðendur eigi stóra eignahluti í rafrettufyrirtækjum eða að minnsta kosti 30 prósent þeirra.