• fimmtudagurinn 8. desember 2016 • 48. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
NÝR ÞÁTTUR Í K VÖLD Á HRINGB RAUT
Loftgæði og mengunarmælingar í Reykjanesbæ
Jólaundirbúningur í Reykjanesbæ
REYKJANES AURORA
HLJÓMAHÖLL OG ROKKSAFN
Byggir upp ferðaþjónustu á Reykjanesi
SUÐURNESJAMAGASÍN • FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 • HRINGBRAUT • VF.IS
Hafa áhyggjur af mengun Bæjarráð Reykjanesbæjar fundaði með fulltrúa Umhverfisstofnunar um reyk- og lyktarmengun frá kísilveri United Silicon á fimmtudag í síðustu viku. Ráðið bókaði að ljóst væri að frávik hefðu orðið á viðmiðum þar og ítrekaði áhyggjur sínar. Eftir fundinn komu Kjartan Már Kjartansson og Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, í viðtal í myndveri Víkurfrétta. Þar kom fram að forsendur fyrir veitingu starfsleyfis til kísilvers Thorsil í Helguvík hafi ekki breyst nægilega
mikið til að forsendur séu fyrir Umhverfisstofnun að veita það ekki. Áætlað er að það kísilver rísi eftir tvö ár og hafa rúmlega þrjú þúsund manns skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og til Umhverfisstofnunar um að veita ekki starfsleyfið. Mengun frá kísilveri United Silicon er mæld á þremur stöðum í nágrenni þess; í Leiru, Mánagrund og í Helguvík. Orkurannsóknir Keilis ehf. hafa umsjón með þeim mælingunum sem aðgengilegar eru á vefnum andvari.is. Á fundi bæjarráðs með fulltrúa
Umhverfisstofnunar var ákveðið að setja fjórða mælinn upp í Heiðarhverfi. Sá mælir mun mæla magn kolmónoxíðs í andrúmslofti en það efni er að finna í reyk. Fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er í kísilveri United Silicon var fluttur með Lagarfossi úr Helguvíkurhöfn síðasta mánudagskvöld og fóru þá tólf gámar með rúmlega 300 tonn af kísilmálmi til Rotterdam. Nánar er fjallað um Helguvík á bls. 14.
Kálver í álver ■■„Mengandi stóriðja er ekki rétta leiðin til að tryggja atvinnu fyrir fólk hér á landi, heldur á að rækta grænmeti til útflutnings. Suðurnesin eru besti staðurinn til þess með tengingu til bæði Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson. Hann greindi frá þeirri hugmynd sinni á Facebook í síðustu viku að hann vilji rækta grænmeti í stórum stíl í byggingum Norðuráls í Helguvík sem fyrirhugað var að myndu hýsa álver. Hugmynd Stefáns fékk glimrandi góðar móttökur. Í samtali við Víkurfréttir segir Stefán að honum sé fúlasta alvara með hugmyndinni sem á sér margra ára aðdraganda. Undanfarin misseri hefur Stefán ræktað grænmetissprettur í snjallbýlum og meðal annars selt til veitingastaða.
Þessar tvær ungu dömur í Heiðarskóla voru glaðar í jólaföndri á dögunum. VF-mynd Óskar Birgisson
Stórkostleg bæting hjá nemendum í Reykjanesbæ í PISA
FÍTON / SÍA
„Reykjanesbær er eitt þriggja sveitarfélaga á landsbyggðinni sem bætir sig stórkostlega,“ sagði Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun. Tilefni viðtalsins var slæm niðurstaða íslenskra nemenda í nýjustu PISA könnun, sem opinberuð var í gær, en framkvæmd 2015. Hin sveitarfélögin tvö eru Árborg og Hafnarfjörður.
einföld reiknivél á ebox.is
Árangurinn í grunnskólum Reykjanesbæjar má rekja til þess að farið var í markvissar aðgerðir við að bæta árangur nemenda eftir niðurstöður PISA könnunar árið 2012. Hún sýndi einnig slakt gengi íslenskra nemenda. Nemendur bættu sig ekki aðeins í lestri, heldur einnig í náttúrufræði og stærðfræði. Arnór sagði Þjóðarsáttmála um læsi vera byggðan á því módeli sem skólarnir þrír notuðu til
að bæta árangur nemenda. Þjóðarsáttmáli um læsi byggir síðan á Hvítbók menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, sem enn er starfandi menntamálaráðherra. Hann sagði í fjölmiðlum í gær að aðgerða væri þörf. Arnór sagði hins vegar í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að árangur þeirra aðgerða sem settar voru á í kjölfar slæmrar niðurstöðu 2012, s.s. Hvítbókar, ætti að sjást innan fárra ára,
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
ef ekki þá þyrftu Íslendingar að hafa áhyggjur. Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri, sem lagði mikla áherslu á þetta mál í síðustu bæjarstjórn Reykjanesbæjar segir á Facebook síðu sinni að það sé ekki lengra en frá síðustu aldamótum sem margvísleg unglingavandamál í Reykjanesbæ voru umfjöllunarefni fjölmiðla og skólarnir voru með slökustu meðaleinkunn á landinu. „Þarna var verk að vinna. Staðan er gjörbreytt. Ég hef alltaf haldið því fram að erfið fjárhagsleg eða félagsleg staða barna eigi ekki að marka nám þeirra og framtíðarmöguleika ef við stöndum með þeim í gegnum skólana okkar. Við settum stefnu á verða í hópi bestu skóla, ekki verstu! En til þess þurfti viðhorfsbreytingu til menntunar, skýra aðferðarfræði og samstillt átak.“
Í umsögn á ferðavefnum HitIceland segir að tjaldsvæðið í Grindavík sé það besta á landinu.
Grindavík valinn einn áhugaverðasti bær landsins ■■Ferðavefurinn HitIceland hefur tekið saman lista yfir áhugaverðustu sveitarfélögin á Íslandi og er Grindavík það eina af Suðurnesjum sem komst á listann og vermir sjötta sætið. Í fyrsta sæti er Húsavík, Vestmannaeyjar í öðru sæti, Akureyri í þriðja sæti, Stykkishólmur í fjórða sæti og Ísafjörður í því fimmta. Á vefnum segir að Grindavík sé í næsta nágrenni við Bláa lónið og að þar sé blómlegur sjávarútvegur. Sífellt fleiri ferðamenn komi þangað á ári hverju enda sé þar að finna góða veitingastaði, frábæra gistingu og besta tjaldsvæðið á landinu. Þá sé þar að finna mörg falleg gömul hús.