vf.is
Ljósmynd: Ellert Grétarsson
F I M M T Udagu r inn 13 . d ese mbe r 2 0 12 • 49. tö lublað • 3 3 . á rga ngur
Gleðilega hátíð
2
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
JÓLATÓNLEIKAR
TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR Jólatónleikaröð skólans 13. - 20. desember. Fram koma nemendur úr söngdeild og öllum hljóðfæradeildum skólans. Sérstaklega skal getið um eftirtalda hljómsveitatónleika: Á sal skólans við Austurgötu: Stofutónleikar yngstu Lúðrasveitarinnar mánudaginn 17. desember kl.15.00 Stofutónleikar mið Lúðrasveitarinnar þriðjudaginn 18. desember kl.15.00 Jólatónleikar Rytmadeildar þriðjudaginn 18. desember kl.18.00 Í Bíósal Duushúsa: Jólatónleikar Söngdeildar þriðjudaginn 18. desember kl.18.00 í Ytri Njarðvíkurkirkju: Jólatónleikar Strengjasveitarinnar þriðjudaginn 18. desember kl.18.00
J
Litskrúðugur vatnstankur
ólaljósunum fjölgar hratt þessa dagana. Vatnstankur við Reykjanesbraut ofan Njarðvíkur hefur verið lýstur upp með marglitum ljósum og er án efa flottasti og litskrúðugasti vatnstankurinn í Reykjanesbæ. Ljósin sem lýsa upp tankinn minna mjög á ljósaskreytingar við orkuver HS Orku í Svartsengi, sem hefur verið lýst á sama hátt undanfarin jól. VF-mynd: Hilmar Bragi
Allir velkomnir!
n Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga:
Nánari upplýsingar á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á skrifstofu skólans Austurgötu 13 sími 421-1153
Ráðast í átak gegn misnotkun á félagslegri aðstoð
Skólastjóri
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Síðasti kennsludagur fyrir jólaleyfi er fimmtudagurinn 20. desember. Kennsla hefst skv. stundatöflu mánudaginn 7. janúar 2013. Skólastjóri
KRAKKASKÁKMÓT
Krakkaskák í samstarfi við Samsuð (félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum) halda skákmót fyrir börn og unglinga í KK húsinu, Vesturbraut 17, laugardaginn 15. desember kl. 13.00 - 17.00. ATH! skráning á fjorheimar.is (skilyrði er að skrá sig). Keppt verður í flokkum 7 - 10 ára og 11 - 16 ára.
S
amþykkt var einróma á bæjarstjórnarfundi í Vogum á Vatnsleysuströnd þann 28. nóvember síðastliðinn að ráðast í víðtækt átak gegn misnotkun á félagslegri aðstoð sveitarfélagsins. Þróun útgjalda á vettvangi félagsþjónustu er áhyggjuefni en mikil aukning er í greiðslu húsaleigubóta, fjárhagsaðstoðar, barnaverndarmála o.s.frv. Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Víkurfréttir að á árinu 2012 hafi fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu verið um 2,7 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að þessi upphæð muni fimmfaldast og fara í um 15 milljónir króna. „Lítil sveitarfélög eru varnarlaus gagnvart t.d. rangri lögheimilisskráningu, rangri skráningu hjúskaparstöðu og skipulögðu bótasvindli,“ segir Inga Sigrún. „Þetta leiðir til þess að útsvarstekjur skila sér ekki. Um leið eru niðurgreiðslur sveitarfélagsins og fjárhagsaðstoð misnotuð. Það er erfitt fyrir jafn lítið sveitarfélag og Voga að búa við svo miklar sveiflur eins og raunin sýnir. Það verður ekki við unað að sveitarfélagið hafi ekki ráð til að bregðast við misnotkun á nauðsynlegri neyðaraðstoð sveitarfélagsins. Mikilvægt er að sporna við svindli með samhentu átaki og taka á því samfélagsmeini sem felst í svartri atvinnustarfsemi, rangri búsetuskráningu, rangri sambúðarskráningu o.s.frv.“ Inga Sigrún segir mikinn samhug innan bæjarstjórnarinnar að taka á þessum málum. Skýringarnar á þessari miklu hækkun í félagslegri aðstoð hjá sveitarfélaginu liggja að stórum hluta í því að margir einstaklingar muni missa rétt á atvinnuleysisbótum á næsta ári og fara því yfir á framfæri sveitarfélaga. „Það er mikilvægt að taka þetta mál upp á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Reykjanesi, sem og við lögreglu, skattayfirvöld og Hagstofu. Í litlum sveitar-
félögum er auðvelt að komast að því hverjir eru að misnota félagskerfið. Hér þekkja allir alla. Misnotkun getur haft þær afleiðingar að lækka þarf greiðslur til þeirra sem raunverulega þurfa að aðstoðinni að halda og það væri miður,“ segir Inga Sigrún. Bæjarstjórn samþykkti því að fela bæjarstjóra að leita samstarfs við lögreglu og önnur yfirvöld og hafa frumkvæði að öflugu átaki gegn misnotkun á félagslegri aðstoð sveitarfélagsins.
Glæsileg verðlaun í boði og allir fá verðlaunapening fyrir þátttökuna. Skilyrði fyrir þátttöku er að kunna mannganginn. (sjá krakkaskak.is) Keppt verður með skákklukku og umhugsunartíminn er 10 mínútur Ekkert þátttökugjald.
ALÞRIF: VERÐ FRÁ 8.500,VIÐ SÆKJUM OG SKILUM
sími 421-5566 - www.bilahotel.is
3
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Jólagjöf sem hentar öllum Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að gefa réttu jólagjöfi na. Þú ákveður upphæðina og viðtakandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í næsta útibúi.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
4
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012 RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Er Noregur málið? Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum flutt til Noregs í ljósi atvinnuástands hér á landi eftir bankahrun. Þar á meðal eru margir Suðurnesjamenn. Í fjölbreyttu og stóru jólablaði Víkurfrétta er að finna viðtöl við Suðurnesjamenn sem hafa flutt til frændfólks okkar í Noregi. Sögur okkar fólks, sem eru annars vegar hjónin Guðrún Eiríksdóttir og Halldór Halldórsson, og hins vegar íþróttakappinn Gestur Gylfason, eru athyglisverðar svo um munar. Hjónin hafa síðan 2009 búið á þremur stöðum, þar af á tveimur fámennum eyjum í Noregi. Á annarri eyjunni leið þeim mjög vel en á hinni lentu þau í óskemmtilegri reynslu sem þau lýsa í viðtalinu: „Okkur leið ekki vel þarna. Það stóðst ekkert af því sem okkur hafði verið lofað af hálfu eigandans hvað laun og húsnæði varðaði og framkoma hans gagnvart starfsfólki sínu var fyrir neðan allar hellur. Þetta var bara ljótt í alla staði og illa farið með þetta fólk.“ Keflvíkingurinn Gestur Gylfason, smiður, lék lengi knattspyrnu í efstu deild með Keflavík en einnig með Njarðvík í neðri deildum. Hann er mjög sáttur í Noregi, þjálfar kvennalið í smábæ sem hann býr í og leikur einnig sjálfur knattspyrnu þó hann sé kominn á fimmtugsaldur. „Ég
myndi segja að yfirhöfuð væru Norðmennirnir mun ánægðari en við Íslendingar. Hér upplifi ég allt annað viðhorf gagnvart lífinu og allir eru mjög hressir. Ef maður nennir að vinna og leggja hart að sér þá taka Norðmenn vel á móti manni, við erum varla útlendingar í þeirra augum. Fólk hefur það gott hér en stundum blöskar manni þó verðlagið hér í Noregi.“ Það er einnig ótrúlegt að sjá magnaðar ljósmyndir Óla Hauks Mýrdal, ljósmyndara úr Keflavík en hann tók ljósmyndagræjurnar með í ferðalag til Eþíópíu og heimsótti, ásamt Garðari bróður sínum, ættbálka í OMO dalnum. Óli lýsir frábærum móttökum sem hann fékk í þessu sérstaka landi en verið er að hrekja ættbálkana í burtu af landi sínu. Það er því óhætt að segja að Suðurnesjamenn séu að láta til sín taka um allan heim en einnig hér heima. Það er alltaf úr nógu að moða fyrir okkur á Víkurfréttum en það gerist einnig með góðri tengingu við íbúa svæðisins sem eru duglegir að láta okkur vita af áhugaverðu efni og skemmtilegu fólki.
Nýjar áherslur í grunnskóla Ný aðalnámskrá Ný aðalnámskrá hefur verið gefin út og á að vera komin að fullu í framkvæmd 2015. Meginmarkmið nýrrar námskrár er að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkja hæfni einstaklinga til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Hlutverk grunnskólanna er að mennta nemendur sína fyrir nútíð og framtíð. Enginn veit hver framtíðin verður. Þó má leiða líkum að því að tæknin verður stór hluti af henni. Þáttur tækninnar er nú þegar farin að hafa töluverð áhrif á daglegt líf fólks, þar á meðal menntakerfið. Til að mynda er nú talað um nýja tegund læsis, stafrænt læsi, sem vísar til þeirrar kunnáttu sem fólk þarf að tileinka sér til þess að geta notað tölvu- og nettækni til samskipta og efnissköpunar. Tölvur og stafræn samskiptatækni eru víða ómissandi þáttur í daglegu lífi fólks og þykja sjálfsögð verkfæri í skólastarfi. Nemendur okkar eiga að öðlast hæfni til þess að afla sér upplýsinga, meta, gagnrýna og vinna úr þeim á skapandi hátt. Starfsfólk Heiðarskóla er að vinna að innleiðingu nýrrar námskrár og í því sambandi hefur það sótt marga fyrirlestra um áhersluatriði námskrárinnar. Á dögunum fór hópurinn til Akureyrar að kynna sér útfærslu kennara Giljaskóla á nýrri nálgun á námsmati og hlusta á fyrirlestur í Háskólanum á Akur-
hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika. Vinnubrögð í listsköpun einkennast gjarnan af sköpunargleði, frumkvæði og frumleika og mikilvægt er að nemendur fái sem oftast tækifæri til að vinna slíka vinnu. Nú á haustönninni voru menningarstundir og þemadagar í Heiðarskóla, þar sem mikil sköpunargleði ríkti og nemendur skiluðu frábærri vinnu.
eyri um lestur, sem bar heitið „Lestrarhestamennska, skylduíþrótt skólabarna“. Ný nálgun á námsmat Í aðalnámskrá segir að í námsmati grunnskóla skuli leggja mat á hæfni nemenda innan hvers námssviðs og einnig lykilhæfni sem er sameiginleg öllum námssviðum. Lykilhæfni byggir á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunnskólalaga. Hæfni eins og ábyrgð, dugnaður, seigla, samskipti og tjáning verða þungamiðjan í námsmatinu og þannig er hægt að fagna árangri út frá hverjum nemanda fyrir sig. Þrautseigja og dugnaður er eitt það mikilvægasta sem einstaklingur getur tileinkað sér, án þessara tveggja hæfniþátta er hætt við því að nemandinn missi tökin á sínu námi. Spjaldtölvur í skólastarfi Stærðfræðikennarar og náttúrufræðikennarinn á unglingastigi í Heiðarskóla hafa fengið iPad tölvur til að nýta í sinni kennslu. Með tilkomu spjaldtölva í kennslu fá kennarar tækifæri til að nýta tæknina, sem nemendur alast upp með og þekkja. Þá geta kennarar sett efnið fram á áhugaverðan hátt og skapað fjölbreytni í kennslu og vinnu nemenda. Allar innlagnir kennarans er hægt að vista og því möguleiki á að kalla þær fram til upprifjunar eða til að bæta við þær. Fyrsta skrefið var tekið á síðasta skólaári þegar
Stærðfræðikennarar og náttúrufræðikennarinn á unglingastigi í Heiðarskóla hafa fengið iPad tölvur til að nýta í sinni kennslu. Með tilkomu spjaldtölva í kennslu fá kennarar tækifæri til að nýta tæknina, sem nemendur alast upp með og þekkja. tveir stærðfræðikennarar komu með sína eigin iPada til að nota í kennslu. Tækið reyndist góð viðbót við þá aðferðafræði sem stærðfræðikennarar Heiðarskóla hafa stuðst við undanfarin ár; að vinna með hugtök í gegnum leiðarbók, hugtakakort og úrlausnir verkefna. Kennarar hafa nýtt sér Mentor til að koma leiðarbókarfærslum til nemenda, sem voru ekki viðstaddir í tímanum. Þetta er ein útfærsla að „speglaðri kennslu“, þar sem nemendur fá innlögnina heima og vinnan fer fram í skól-
anum. Möguleikar til að búa til sín eigin kennslumyndbönd með iPad og þannig nýta þessa hugmyndafræði er svo sannarlega til staðar. En það þarf að stíga rólega til jarðar í þessum efnum og útfæra þetta þannig að þetta verði öllum nemendum til góða. Mikið er til af smáforritum sem nýtast í kennslu og gera kennsluna áhugaverðari og myndrænni. Sköpun Sköpun er veigamikill þáttur í öllu námi. Hún byggir á gagnrýnni
Ánægja af lestri Það er margsannað að sterkt samband er á milli bóklesturs og árangurs í lesskilningi og námi. Ánægja af því að lesa bók hefur sterkustu tengslin við lesskilning. Rannsóknir sýna að börn sem lesa bækur daglega eru að jafnaði einu og hálfu skólaári á undan þeim, í lesskilningi, sem ekki lesa daglega. Stjórn á eigin árangri og ánægja af bóklestri er lykillinn að góðum námsárangri í íslensku hjá báðum kynjum. Jákvæð umræða um skólastarf Við berum öll ábyrgð á menntun nemenda okkar. Skólinn, foreldrarnir, nemandinn sjálfur og samfélagið. Það hlýtur því að vera samfélagsleg skylda okkar allra að skapa jákvæða umræðu um skólastarf og hlúa að því eins og kostur er. Að hvetja börnin okkar til að setja sér markmið, vera dugleg, leggja sig fram og gera alltaf sitt besta, er farsælasta veganesti sem við getum veitt börnunum okkar. Hrósum fyrir dugnað og þrautseigju en ekki fyrir greind, það eykur líkurnar á því að barnið verði leitandi í sínu námi og vilji takast á við erfið og krefjandi verkefni. Mesti árangurinn byggist ekki á því að mistakast aldrei, heldur á því að gefast aldrei upp. Nelson Mandela Haraldur Axel Einarsson, Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir, Sóley Halla Þórhallsdóttir og Gunnar Þór Jónsson, skólastjórnendur Heiðarskóla.
5
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
jólagjafir
öðruvíSi og Sniðugar
Skíða- og brettagleraugu í miklu úrvali
La gleraugnamen er meira en ,,gleraugnakeðja”. la lOOP er tískuskart sem hefur frábært notagildi. engin svört teygjubönd eða plast. menin eru úr leðri, horni, kopar og rhodium húðuðu stáli. Flottur fylgihlutur með fallegum gleraugum og sólgleraugum.
SEE ConCEPT Handhægt og algjört þarfa þing á heimili þeirra sem ávallt eru að týna lesgleraug unum sínum. Þessi franska hönnun á stækkunar og lesgleraugum hefur farið sigurför um Frakkland. kr. 6.900.-
Frá kr. 6.400.-
sólgleraugu frá 19.900 kr.
Gjafakort er alltaf góð jólagjöf www.facebook.com/OpticalStudio
6
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
markhonnun.is
JólablaðIÐ 2012
Kræsingar & kostakjör
Um jólin!
MinnuM á jólan n i g n i l k bæ
Stundin Okkar 1966-2012
4.998kr.
Frozen Planet Attenbourough 4 dvd diskar
4.998kr.
Stiklur 1977-2005
The Expandables
4.998kr. 2.398kr.
Human Planet 4 dvd diskar
4.998kr.
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
reykjavíkurnætur
4.126 kr
skrípó
skálD kantata
4.177 kr
4.173
kr
6.398 kr
hreint út sagt
4.845 kr ár kattarins
íslenskir kóngar
4.370
4.370 kr
kr
vígroði
4.498 kr ósjálfrátt
4.177 kr bjarna – Dísa
3.841 kr kafteinn ofurbrók
2.404 kr
grimms ævintýri
2.568 kr eragon arfleiðin
3.831 kr Tilboðin gilda 13. - 16. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
8
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Icewear opnaði saumastofu á Ásbrú ALLT
AÐ
G
45 K
750
| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |
KR.
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
I
cewear opnaði formlega saumastofu sína á Ásbrú í Reykjanesbæ í liðinni viku. Á saumastofunni eru framleiddar vörur úr íslenskri ull og starfa alls tólf starfsmenn hjá fyrirtækinu hér á Suðurnesjum. Starfsfókið hlaut þjálfun á saumastofu fyrirtækisins í Vík en á saumastofunni á Ásbrú starfa þrettán manns. Ný vörulína fyrirtækisins, sem ber nafnið „Reykjanes“ er einnig komin á markað. Um er að ræða undirföt úr angóru- og lambsull. Saumastofan á Ásbrú var var opnuð í júlí og síðan þá hefur saumastofan sífellt verið að auka framleiðsluna og er viðbúið að bæta þurfi við starfsfólki á næstu vikum.
DESEMBERUPPBÓT! ALLAR internettengingar Netsamskipta fá auka 20GB innifalið í erlendu gagnamagni út desember.
Nýja vörulínan „Reykjanes“ selst eins og heitar lummur.
Skelltu þér í gott samband við þína heimamenn hjá Netsamskiptum með einu símtali!
S: 421-6816
info@netsamskipti.is - www.netsamskipti.is
G
LA JÖ FI N R
ÍÁ
K SPORT
JÓ
ZO-ON FÆST Í
GJAFAKORTIN ERU FRÁBÆR JÓLAGJÖF GILDA Í VERSLANIR Í REYKJANESBÆ
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Jólagjafir í Lyfju LANCÔME
CLINIQUE
Hypnose Doll Eyes maskaraaskja Maskari, Bi-Facil augnfarðahreinsir 30 ml og svartur khôl blýantur. Verð: 4.590 kr.
Clinique Great Skin System Liquid Facial Soap 50 ml, Clarifying Lotion 100 ml, DDML gula kremið 50 ml ásamt 7 Day kornamaska 30 ml. Verð: 6.590 kr.
DIESEL
CHRISTINA AGUILERA
BOSS
Loverdose dömu askja Loverdose edp 30 ml ilmur, body lotion 50 ml og sturtusápa 50 ml. Verð: 5.990 kr.
Red Sin gjafakassi Edp 15 ml, body lotion 50 ml og sturtusápa 50 ml. Verð: 3.799 kr.
Hugo Just different gjafakassi Edt 100 ml, after shave balm 50 ml og sturtusápa 50 ml. Verð: 8.999 kr.
20%
TTUR
AFSLÁ
G MO M U SU ILM AF AKÖS AG F D G J A MT U B E R M I F SEM DAG E D 13. FÖSTU BER OG DESEM 14.
L’ORÉAL
HEELEN
Maskaraaskja Verð: 3.490 kr.
Dömunáttföt Verð frá: 4.990 kr.
Mýkjandi gelsokkar Verð: 4.490 kr.
Mýkjandi hælasokkar Verð: 2.590 kr.
Herrataska Verð: 5.790 kr.
Herranáttbuxur Verð: 2.490 kr.
Ylglófar Verð: 5.990 kr.
BEURER Manicure - Pedicure sett með 7 aukahlutum. Verð: 5.990 kr.
Someday by Justin Bieber Ferskur dömuilmur með kristalshjarta og lykli sem hægt er að nota sem hálsmen eða lyklakippu. Ilmvatn 50 ml edp og body lotion 100 ml. Verð: 8.490 kr.
Hringklútar fyrir stelpur og stráka Verð frá: 2.285 kr.
Lifið heil um jólin!
10
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Troðfylltu Stapann til styrktar Velferðarsjóði
J
ólatónleikar til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja fóru fram í Stapanum sl. fimmtudagskvöld. Þar komu fram Eldey kór eldri borgara á Suðurnesjum, Karlakór Keflavíkur, Kór Keflavíkurkirkju, Kvennakór Suðurnesja, Sönghópur Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar. Gestir troðfylltu Stapann og var salurinn og svalirnar þéttsetnar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Velferðarsjóðs Suðurnesja.
Jólafjör í Eldeyjarkaffihúsi
Þ
að var líf og fjör á jólakaffihúsakvöldi Eldeyjar á Ásbrú í síðustu viku. Fyrirlesari kvöldsins var Marta Eiríksdóttir, sem gefur út tvær bækur nú fyrir jólin. Hún kynnti bókina Becoming Goddess - Embracing Your Power en í henni fjallar Marta um þessa innri visku sem við eigum aðgang að í hjarta okkar. Bókin er ekta náttborðsbók, þú vilt eiga hana og fletta upp
í henni þegar „lífsins skóli“ er þér um megn og þig vantar andlegan stuðning. Lifandi jólatónlist og ein allsherjar jólastemmning var í húsinu, þar sem jólasápur, jólasvuntur, jólasultur og jólatilboð voru í öllum hornum. Þá sýndu saumakonur í húsinu sína framleiðslu og Raven Design sýndi og seldi handverk sitt, sem er uppfullt af jólaanda.
Gleðileg jól Herrabolur kr. 2.990,-
Herrapeysa kr. 12.990,-
Dömubuxur Buxur Herrabuxur kr. 9.990,- kr. 11.990,- kr. 12.990,-
Dömupeysa kr. 8.990,-
Hafnargötu 29 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757
facebook.com/krummaskud
Starfsfólk Olís óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.
Fitjabakka Njarðvík
Hakuna Matata
Hollur, bragðgóður matur hvaðanæva úr heiminum. Opnum kl. 11:00 laugardaginn 15. desember.
ódýrt bensín Fitjabakka 2-4 simi: 420 1000
SOUL FOOD
Básinn Vatnsnesvegur 16
Africa Lole trommarar frá Guinea Conakry verða með sýningu yfir daginn. Hafnargata 28 - 2. hæð - Reykjanesbæ
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
11
JólablaðIÐ 2012
SLAKAÐU Á HEIMA SETTU BLÁA LÓNIÐ UNDIR JÓLATRÉÐ FIMM MISMUNANDI JÓLAPAKKAR EÐA GJAFAKORT Í ÖSKJU Hafðu ekki áhyggjur af jólaösinni, keyptu jólagjöfina á bluelagoon.is og fáðu vörurnar upp að dyrum þér að kostnaðarlausu.
ÍSLENSKA SIA.IS BLA 61782 11/12
Gjafapakkarnir, sem kosta frá 4.500 krónum, og gjafakortin fást einnig í verslun Blue Lagoon, Laugavegi 15, hjá Hreyfingu í Glæsibæ, í verslun okkar í Bláa Lóninu og í Leifsstöð.
12
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012 Hamingjuhornið
Fallin!!
Ég hringdi í hana og var mikið niðri fyrir „ég er búin að klúðra þessu, ég féll á IKEAprófinu og er nokkuð viss um að hann hefur aldrei samband aftur“. „Heyrðu vinkona, róa sig aðeins – farðu bara í gegnum þetta með mér og svo greinum við þetta í sameiningu“.
Lísa Einars með tónleika í Keflavíkurkirkju S
öngkonan Lísa Einars verður með jólatónleika í Keflavíkurkirkju þann 18. desember næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún heldur slíka tónleika en þess má geta að tónleikadagurinn er jafnframt afmælisdagur hennar. Á boðstólum verða jólalög sem hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Lísu í gegnum tíðina og spannar dagskráin allt frá vinsælum dægurlögum til hátíðlegra kirkjusálma. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og verður miðaverði stillt í algjört hóf, einungis 1500 krónur.
Sko, við fórum í bíltúr og ég segi „ertu til í að kíkja við í IKEA, ég ætla að hlaupa inn og kaupa sprittkerti. Ódýrast að kaupa pakka með svona 50 stykkjum, alltaf að spara jú sí“. Ég var meðvituð um að þetta var í fyrsta skipti sem við fórum þangað saman og því skipti miklu máli að vanda sig. Ef það er einhvern tímann verið að prófa mann í þrautseigju, staðfestu og þolinmæði þá er það þarna. Jæja, ANNA LÓA við komum inn í verslunina og ÓLAFSDÓTTIR ég geri fyrstu mistökin, tek stóru SKRIFAR innkaupakerruna og hann segir „uh, ætlaðir þú ekki bara að kaupa einn pakka af kertum“. Ég fann að ég var komin á fallbraut og svaraði í vörn og svolítið kuldalega „það gæti nú vel verið að ég sæi eitthvað fleira sem mig vantar, er það glæpur eða!!“. Var einungis búin að taka nokkur skref þegar ég „datt‘íða“. Þarna voru glösin sem mig vantaði, mjólkurflóarinn ómissandi, servíettur á áður óþekktu tilboði, klemmur á poka og pokar sem hægt var að klemma saman, koddinn sem mundi skila mér nýjum og fallegri draumum, pottalepparnir, viskustykkið og svuntan, allt í stíl, lampinn í svefnherbergið og mottan fyrir framan rúmið. Ég fann hvernig augun hans boruðu sig inn í bakið á mér þar sem hann elti mig þungur
Sendum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu
Var einungis búin að taka nokkur skref þegar ég „datt‘íða“
An
na
Ló a
VITAÐ missti ég mig þar líka og í öllum látunum tókst mér að reka grenigrein í augað HANS og þegar ég ætlaði að sýna vinarhót og klappa honum á kinnina tókst mér að skilja þar eftir væna glimmerklessu. Þetta kallaði á hláturskast á versta tíma – svona geðshræringar hláturskast þar sem ég hló og táraðist og benti á kinnina á honum á sama tíma. Hann horfði á mig furðu lostinn og ég fann að hann hugsaði: hver er þessi kona??
á brún en ég skellti mér í afneitun og hélt mínu striki – ég átti þetta svo skilið. Þegar ég kom í kertadeildina til að kaupa sprittkertin náði ég nýjum hæðum; jólakertin komin......í stað þess að kaupa 50 kerti var ég komin með 170 stykki í öllum stærðum og gerðum enda eina vitið að kaupa þetta í svona magnpakkningum. Ég var á þessum tímapunkti í vandræðum með að ýta kerrunni á undan mér - andardrátturinn fyrir aftan mig varð hærri og þyngri og augun við það að bora gat á herðablöðin. OK þetta var orðið gott, nú var bara að loka augunum og labba eftir minni að kössunum til að borga. En IKEA er nú einu sinni hannað þannig að þar er ekki hægt að labba eftir minni – þetta er eins og völundarhús og verið hægðarleikur að nota húsnæðið við upptökur á kvikmyndinni Shining. Ég neyddist því til að hafa augun hálf-opin en við áttum EFTIR að labba í gegnum „jóladeildina“. HVAÐA snillingur skipulagði þetta – að labba í gegnum jóladeildina svona rétt í lokin, er svipað og þegar labbað er með börnin í gegnum nammideildina í stórmörkuðum rétt áður en komið er að kössunum. AUÐ-
Við komumst með erfiðismunum að kössunum og biðin reyndi á þolinmæðina. Ég stóð sjálfa mig að því að réttlæta allt sem ég var með í körfunni og lét eins og ég tæki ekki eftir ískyggilega þungum andardrættinum, eldrauða auganu sem var að byrja að bólgna og svarta skýjastróknum fyrir aftan mig – hann var orðinn samviskan mín holdi klædd. Við tróðum dótinu inn í bílinn og hann keyrði mig heim – bárum inn draslið og svo sagðist hann þurfa að drífa sig. Ég ákvað að brjóta ísinn, horfði í óskaddaða augað hans á sama tíma og ég brosti blítt og sagði: þú veist hvað þeir segja – jólin byrja í IKEA! Miðað við hvernig hann spólaði í burtu er eitthvað sem segir mér að það sé ekki von á honum aftur í bráð! Vinkonan hafði hlustað án þess að grípa inn í en sagði svo; Anna Lóa, það er nokkuð ljóst, þú ERT fallin! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér – http://www. facebook.com/Hamingjuhornid
Kiwanismenn selja jólatré K
iwanisklúbburinn Keilir er með sína árlegu jólatréssölu í Húsasmiðjunni og Blómavali eins og undanfarin ár og bjóða glæsilegt úrval af lifandi trjám. Auk trjáa eru í boði leiðiskrossar og skreyttar greinar. Jólatréssalan hefur verið ein stærsta fjáröflun þeirra Kiwanismanna en allur ágóði rennur til líknarmála. Það er opið alla daga til jóla til kl. 21. Á myndinni eru Kiwaniskapparnir Guðni Pálsson og Bragi Eyjólfsson.
Lilja vann Icelandair ferðavinning í fyrsta úrdrætti Jólalukku VF
H
L F
IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 421 4700 - FAX 421 3320
Auglýsingasíminn er 421 0001
ilja Þorsteinsdóttir, Háseylu 32 í Njarðvík hlaut Icelandair ferðavinning til Evrópu í fyrsta úrdrætti í Jólalukku Víkurfrétta. Dregið var úr Jólalukkumiðum sem skilað var í verslunum Nettó og Kaskó. Annar úrdráttur verður næsta laugardag.
Sextán verslanir og fyrirtæki í Reykjanesbæ eru þátttakendur í Jólalukku VF. Þeir sem versla fyrir 5000 kr. eða meira hjá eftirtöldum aðilum fá skafmiða sem getur innihaldið vinning en 5200 vinningar eru í Jólalukkunni í ár.
Tveir aðrir glæsilegir vinningar í þessum fyrsta úrdrætti af þremur kom í hlut þeirra Jolanta Zdancewicz Sóltúni 18 Keflavík og Agnieszka Dabrowska, Bjarkardal 28. Þær fengu hvor um sig 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó Njarðvík.
Þessir aðilar eru með í Jólalukku VF í ár: Nettó, Kaskó, Kóda, K-sport, Gallerí Keflavík, Georg V. Hannah, Skóbúðin, Lyfja, Efnalaugin Vík, Eymundsson, Lyf og heilsa, Krummaskuð, Omnis, SI verslun, Heilsuform og Bílahótel.
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
13
JólablaðIÐ 2012
14
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012 n Suðurnesjamaðurinn Magnús Rannver Rafnsson:
Hannar háspennumöstur úr trefjastyrktu plasti Suðurnesjamaðurinn Magnús Rannver Rafnsson starfar sem lektor við HiST University College í Þrándheimi í Noregi þar sem hann kennir „mechanics“ og hönnun burðarvirkja. Hann hefur einnig undanfarin ár unnið að hönnun og þróun háspennumastra. Sú vinna hefur leitt af sér fyrirtækið Línudans ehf. Mösturin myndu henta fyrir nýja Suðurnesjalínu en nýverið var samþykkt að falla frá því að línan fari í jörð í landi Voga. „Þetta snýst um að þróa háspennumöstur sem gerð eru úr trefjastyrktu plasti. Trefjastyrkt plast er að sækja mjög á á mörgum sviðum verkfræðinnar, þetta er eitt þeirra. Það er mikil uppsöfnuð þörf fyrir breytingar þegar kemur að háspennumöstrum,“ segir Magnús í samtali við Víkurfréttir. „Hönnun háspennumastra hefur ekki breyst í grunninn í 80 ár. Hönnun þeirra hefur byggt á sömu aðferðum og Eiffel turnsins, en byggingu hans lauk 1889. Það er leitun að sviði innan verkfræðinnar þar sem breytingar hafa orðið jafn litlar á jafn löngum tíma. Nú er kallað eftir nýjum lausnum á þessu sviði og við ákváðum bara að bregðast við því“. Fyrirtækið Línudans ehf starfar með innlendum og erlendum aðilum. Þeir eru m.a.
Háskólinn í Reykjavík, Universität Stuttgart, verkfræðistofan Verkís, THG Arkitektar og verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar sem eru sérfræðingar í háspennu. Magnús hefur svo leitt þetta verkefni frá upphafi og samræmt samstarfið. „Við höfum fengið fjöldann allan af styrkjum, m.a. frá Rannís (Tækniþróunarsjóði) auk styrkja í Noregi. Línudans ehf. er fyrst og fremst verkfræðifyrirtæki í vöruþróun. Við höfum séð fyrir okkur að koma upp framleiðslu á Suðurnesjum og þurfum þegar fram í sækir 70-80 stöðugildi m.v. núverandi áætlanir,“ segir Magnús þegar hann er spurður um hvert hann stefni með Línudans ehf. Hann segir markað fyrir háspennumöstur fyrst og fremst vera erlendis. Nú sé hins vegar umræða hér heima um nýja
háspennulínu til Suðurnesja og þau möstur sem Magnús og félagar hafa verið að hanna ráða vel við þá línu. „Það er mikil og góð framtíð í trefjastyrktu plasti (glertrefjar/koltrefjar/basalttrefjar). Við erum í dag að leita að samstarfsaðilum
Óskum Suðurnesjamönnum
til að fjármagna framleiðslu frumgerða sem fara í kerfisbundna prófun í Þýskalandi“. Magnús segir mjög rótgróin öfl á þessum markaði sem hafa hag af því að viðhalda óbreyttu ástandi og kæra sig ekki um breytingar. Samningur um hönnunina eina og sér getur numið hundruðum milljóna í stórum verkefnum. „Við höfum því orðið fyrir árásum af hálfu þeirra sem halda um markaðinn og vilja fá að hanna „hefðbundin“ línumöstur í friði. Einn góður kostur við trefjamöstur er að þau ryðga ekki. Mögulega endum við uppi með sömu stöðu á Suðurnesjum og við höfum á Hellisheiði – mikil ryðmyndum í gömlum sem nýjum möstrum – ef einhver jarðvarmavirkjananna sem nú eru á teikniborðinu verða að veruleika. Það er þó erfitt að ráða í það allt saman í dag“. Þessi nýja lausn er samkeppnisfær í verði við hina hefðbundnu lausn þegar allir þættir eru teknir inn í dæmið, í sumum tilvikum meira að segja hagkvæmari, segir Magnús. „Þá eru gæðin miklu meiri. Hér þarf vitaskuld að horfa til langs tíma. Ennfremur, ákveðið lágmarksmagn þarf að vera til staðar eins og eðlilegt er í fjöldaframleiðslu. Það góða við markaðinn með háspennumöstur er að þar er um gríðarlega mikið magn að ræða almennt séð og því auðvelt að ná inn aftur upphafsfjárfestingunni ef rétt er að farið,“ segir Magnús Rannver Rafnsson að endingu.
LÖGREGLUFRÉTTIR
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Endaði uppi á miðju hringtorgi
Ö
kumaður fólksbifreiðar endaði för sína uppi á miðju hringtorgi við Bolafót í Njarðvík á mánudagsmorgun. Ekki er vitað hver ástæðan var fyrir því að bíllinn endaði uppi á hringtorginu en hann stöðvaðist á stóru grjóti skammt frá vörðunni sem þar er. Ekki var hálka á vegum þegar óhappið varð. Dráttarbíll var kallaður á staðinn til að koma bílnum af vettvangi. Ekki urðu nein slys á fólki.
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
PIPAR\TBWA • SÍA • 123699
JólablaðIÐ 2012
Mikið úrval af útivistarfatnaði og skóm frá Didriksons, Columbia og Devold
OLÍS-VERSLUNIN NJARÐVÍK Fitjabakka 2–4 | Sími 420 1000 | njardvik@olis.is
Mikið úrval af gjafavörum sem gleðja um jólin
PIPAR \ TBWA • SÍA • 123319
15%
af ilmum dagana 13.–17. des.
Viltu gleðja elskuna þína með fallegri jólagjöf? Lyf og heilsa eru með mikið úrval gjafavara fyrir dömur og herramenn. www.lyfogheilsa.is
Keflavík
16
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Vegleg gjöf í Keflavíkurkirkju „Fyrirtæki Ingva Þórs Sigríðarsonar, IÞ Tréfverk, sá alfarið um breytingar, lagfæringar og uppsetningu á predikunarstól, altari, altaristöflu og sálmatöflu. Ingvi Þór gaf vinnu sína til minningar um bróður sinn Árna Jakob Hjörleifsson og mágkonu sína Rut Gunnarsdóttur og um Gunnar Jón Sigtryggsson og hjónin Þuríði Halldórsdóttur og Árna Bjarnmund Árnason. Á gjafabréfum sem hann afhenti prestum Keflavíkurkirkju standa þessi ljóð eftir Rut Gunnarsdóttur: Menn, ást og trú Að mennirnir fara illa með trúna er ekki trúnni að kenna
Krónhjörtur í aðalrétt
B
ryndís Guðmundsdóttir kennari við Akurskóla og fjölskylda hennar snæða krónhjört á aðfangadag og í forrétt er „Ris a la mande“. Henni er kærast að vera með sínum nánustu yfir hátíðirnar en veraldlegar gjafir skipta hana litlu máli.
Það eru jól. Á jólunum gefa menn gjafir. Gjafir mínar eru ekki af þessum heimi. Þær eru gjafir hugans. Ég tíndi stjörnur handa þér því blómin sofa vetrarsvefni. Gleðistjörnu, með gullnum draumum. Friðarstjörnu, með fegurð sálarinnar. Ástarstjörnu, með alheimsást. Hamingjustjörnu, með hugarró. Eilífðarstjörnu, með innri sýn, Þetta er fimm stjörnu gjöf og ég vef hana inn í norðurljós af því ég á engan pappír og búðirnar eru lokaðar. Svo skreyti ég með fallegri slaufu. Hún er ofin úr þræði örlaganna sem spinna endalaust þráð sinn í kringum okkur.
Að mennirnir fara illa með ástina er ekki ástinni að kenna Því hrein og óspillt er trúin von mannkyns. Og að elska er það besta sem lífið gefur og að vera elskaður er næstum jafn gott
Jólagjöfin
Nóttu gjafa minna og ég mun gleðjast
(Rut Gunnarsdóttir)
(Rut Gunnarsdóttir)
Fyrstu jólaminningarnar? Þegar ég var um tveggja til þriggja ára fékk ég dúkku í jólagjöf sem ég hljóp upp á bað með og skírði Gunnu. Það er líka greipt í minninguna þegar ég og Guðrún Birna systir mín fengum kasettutæki saman og þurftum að deila því. Grjónagrautur með saft kemur einnig upp í hugann og yndislegar samverustundir með fjölskyldunni. Jólahefðir hjá þér? Snemma í desember set ég alltaf upp jólaóróana frá Georg Jensen sem móðir mín gaf mér eftir að börnin mín fæddust. Börnin mín hafa síðan haldið áfram að gefa mér þá eftir að hún lést og þykir mér virkilega vænt um það. Fjölskyldan hefur líka frá því við bjuggum í Danmörku haft „Ris a la mande“ með kirsuberjasósu á aðfangadag. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Já, ég er það. Mér finnst mjög gaman að elda og enn skemmtilegra að útbúa góða eftirrétti. Jólamyndin? Sú mynd sem kemur fyrst upp í hugann er Jólaósk Önnu Bellu og svo er það Tröllið sem stal jólunum. Jólatónlistin? Ég hlusta mikið á Jólagesti Björgvins Halldórssonar og jóladiskinn „Ein handa þér“ með Stefáni Hilmarssyni í desember. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Þetta árið verslaði ég nokkrar jólagjafir í London en kláraði innkaupin á Íslandi. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já, frekar. Það eru mörg börn í fjölskyldunni sem ég hef gaman af að gleðja. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Nei, ég er nú ekkert sérstaklega vanaföst en ég kveiki samt alltaf á RÁS 1 á aðfangadag og bíð eftir að jólin hringi inn klukkan 18:00. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Besta jólagjöfin mín ár hvert eftir að ég varð fullorðin er að eiga heilbrigða fjölskyldu og að hafa fólkið mitt hjá mér. Hvað er í matinn á aðfangadag? Við borðum „Ris a la mande“ í forrétt, krónhjört í aðalrétt og eftirréttinn snæðum við hjá tengdaforeldrum mínum. Þegar við höfum opnað gjafirnar er hefð að fara til tengdaforeldra minna og þar fáum við einhverja girnilega rétti. Tengdamamma mín er snilldarkokkur og ég hlakka alltaf til að borða kræsingarnar sem hún ber á borð. Eftirminnilegustu jólin? Jólin 2004 eru sterk í minningunni. Þá lá móðir mín á gjörgæsludeild Landspítalans og við systurnar skiptumst á að dvelja hjá henni. Það var sérstök upplifun að dvelja á þeim stað yfir hátíðirnar þegar andi jólanna sveif yfir vötnum en innan veggja sjúkrahússins var fólk að berjast fyrir lífi sínu. Mér er líka ofarlega í huga síðustu jól þegar ég fór með eiginmanni og börnum til Florída, það var virkilega skemmtilegt. Hvað langar þig í jólagjöf? Þegar maður er komin á minn aldur skipta veraldlegar gjafir litlu máli. En mér finnst alltaf vænt um þær gjafir sem ég fæ því gjöfin sem slík tengir mig og hugsanir mínar við gefandann.
heilsuhornið
Tæklum jólastressið… ann getur verið ansi langur gátlistinn hjá H okkur þegar nær dregur jólum
og í góðri trú reynum við að töfra fram hin ‘fullkomnu jól’ og stöndum okkur að því að þrífa allt hátt og lágt, baka heilan haug af smákökum, f ar a mi l li búða og versla, mæta í boð og partý, o.s.frv. Vissulega er þetta allt af hinu góða og ánægjulegt fyrir margar sakir og hluti af okkar hefðbundna jólaundirbúningi, en stundum Ásdís getur þetta orðið yfirþyrmandi og grasalæknir hreinlega endað í streitu, kvíða og skrifar jafnvel svefnleysi. Streita er eðlilegt viðbragð gegn ytra og innra áreiti en ef streitan verður langvinn og við náum ekki að losa um streituna þá magnast hún upp og fer að vera líkamanum skað-
ALLT
AÐ
G
45 K
750
leg. Með því að vera meðvituð um áhrif streitunnar á heilsu okkar þá eru meiri líkur á að við látum þetta ekki ná tökum á okkur. Það eru nokkrar leiðir sem við getum nýtt okkur til að draga úr streitunni sem getur verið fylgifiskur jólahalds. 1) Fáum nægan svefn og hvíld. 2) Kyrrum hugann og notum drögum djúpt andann. 3) Notum hreyfingu og reglulega göngutúra. 4) Borðum vel og reglulega yfir daginn. 5) Höldum örvandi efnum eins og kaffi og koffíni í hófi. Með þessu móti náum við enn frekar að njóta líðandi stundar með bros á vör og gleði í hjarta :)
KR.
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir
| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Kræsingar & kostakjör
um jólin
Gjafakort Nettó
er gjöf sem gleður
Þú færð gjafakortið í öllum verslunum nettó um allt land nánari upplýsingar er að finna á www.nettó.is
s e k a c p u c rs e sk a r G m i e k u k ö k r a p i p ð e m
18
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Þessar bollakökur eru jólalegar þar sem þær innihalda piparkökukryddin kanil, negul og engifer. Þær eru virkilega mjúkar, þykkar í sér og svakalega góðar. Uppskriftin er mjög einföld ef þið eigið grasker, annað hvort sem búið er að sjóða og stappa en einfaldast er að kaupa grasker í niðursuðudós sem fæst alla vega í ameríska Kosti og Hagkaup. Einnig er hægt að nota „butternut squash“ en það hef ég séð í matvöruverslunum bæjarins. Þessar slógu í gegn hjá vinkonunum í Litlu-jóla saumaklúbbi.
3,75 dl heilhveiti 2 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 1 tsk kanill 1/2 tsk negull 1/2 tsk engiferkrydd
1,25 dl hunang 1,25 dl graskersmauk 1,25 dl mjólk 0,6 dl kókosolía 1 egg Blandið blauta hráefninu vel saman í stórri skál og þurrefnunum saman í annarri skál. Hellið svo þurrefnunum út í stóru skálina og blandið lauslega. Hellið í möffinsform, helst í
HEIMABAKSTUR
sílíkonform eða álform til þess að fá flottu lögunina. Bakið við 190° í 20-25 mín. Gott er að hafa rjómaostakrem með eða þá klassískt smjörkrem bragðbætt með hvítu súkkulaði. Annars langar mig að segja ykkur frá sniðugri leið til þess að gera hollara krem með kókosmjólk en mér finnst ég verða að „vara“ við að þetta krem bragðast alls ekki eins og sætt krem sem flestir eru vanir. Þetta er samt virkilega sniðug leið fyrir þá sem vilja borða hollara, að fá krem á kökuna sína (þó það þurfi alls ekki, kökurnar eru ljúffengar einar og sér).
m k Kökóukkorsem l ó j k úr
Dós af kókosmjólk (fjólubláa dósin frá Coop hentar mjög vel) 0,5 dl graskersmauk ¼ tsk kanill (og jafnvel örlítið af negul og engifer) 1-3 msk (fer eftir smekk, gæti þurft minna eða meira) Stevia/ hunang/agave sýróp/sykur – það er betra að nota minna magn en meira ef notast er við fljótandi sætu, annars verður kremið of þunnt. Galdurinn er að geyma dósina af kókosmjólkinni yfir nótt inni í ískáp. Þannig harðnar mesti hlutinn af
henni og daginn eftir er gott að taka dósina úr ísskápnum, snúa henni við, opna hana og láta vökvann sem hefur ekki harðnað leka úr dósinni. Setjið það sem eftir er í stóra skál og hrærið restinni af innihaldsefnunum saman við með handþeytara/hrærivél. „Lite“ kókosmjólk mun ekki virka þar sem hún harðnar ekki. Hægt er að leika sér með kókosmjólkina og gera t.d. súkkulaðikrem og bæta þá við sætu, kakó og vanillu. Ég set hér mynd af svoleiðis kremi til þess að sanna að það er virkilega hægt að gera þykkt krem úr kókosmjólk.
Hin árlega
Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur
15. Laugardaginn
desember
í íþróttahúsinu við Sunnubraut kl. 13:00 og kl. 15:00. Miðaverð er 1200 kr. fyrir 13 ára og eldri, 600 kr. fyrir 12 ára og yngri en frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Forsala fer fram í Íþróttaakademíunni fimmtudaginn 13. desember frá kl. 16:00-18:30. Jólakveðja, þjálfarar og stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur
Keflavík og Landsbankinn sömdu til tveggja ára
K
nattspyrnudeild Keflavíkur hélt á fimmtudag sína árlega jólahátíð þar sem styrktaraðilum er boðið til hangikjötsveislu. Þjálfarar meistaraflokka, Zoran Ljubicic og Gunnar Oddsson hjá karlaliðinu og Snorri Már Jónsson þjálfari meistaraflokks kvenna, fóru yfir stöðu mála og ræddu næstu skref. Víðir Sigurðsson kynnti bók sína Íslensk knattspyrna 2012. Knattspyrnudeild Keflavíkur og Landsbankinn skrifuðu við þetta tækifæri undir nýjan tveggja ára samstarfssamning en það voru þeir Þorsteinn Magnússon formaður deildarinnar og Einar Hannesson útibússtjóri sem skrifuðu undir samninginn. Báðir lýstu þeir yfir mikilli ánægju með samninginn og samstarfið. Einar hrósaði einnig knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir mikið og gott aðhald í peningamálum og lýsti jafnframt ánægju sinni með þá stefnu félagsins að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Sossa skælbrosandi fyrirsæta í glæsilegum kjól frá Ástu Guðmundsdóttur fatahönnuði.
Margir sóttu Sossu heim á jólasýningu Þ
að var ljúf jólastemmning á árlegri jólasýningu myndlistarkonunnar Sossu en að þessu sinni tóku tveir aðrir listamenn þátt í sýningunni á vinnustofu Sossu í Keflavík. Gestalistamennirnir hjá Sossu voru Halla Bogadóttir sem sýndi skartgripi og Ásta Guðmundsdóttir, fatahönnuður sem sýndi úrval af fatnaði sem hún gerir. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er einn af fjölmörgum vinum Sossu og hann kom og söng mörg lög sín við hrifningu sýningargesta.
Sossa sagði í stuttu spjalli við VF að hún væri ánægð með móttökurnar á sýningunni en margir komu til hennar. Á sýningunni voru þrjátíu nýjar eða nýlegar myndir, stórar og smáar. En hvernig er líf listamannsins nú fjórum árum eftir bankahrun? Sossa segist ekki geta kvartað enda hafi henni gengið vel. „Ég er mjög sátt og hef t.d. getað haldið úti vinnustofu í Kaupmannahöfn sem mér finnst mjög gott. Það er nauðsynlegt fyrir listamanninn að víkka sjóndeildarhringinn.“
Óskum félagsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða
Jólatréssala hefst 8. desember kl. 14:00
Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í Húsasmiðjunni og Blómavali.
Salan fer fram í Húsasmiðjunni á Fitjum. 90 ára afmæli í Vogunum
G
Guðrún Lovísa Magnúsdóttir eða Lúlla í Lyngholti eins og hún er oftast kölluð. Ef fólk vill gefa henni gjöf þá verður „peningakassi“ í anddyrinu merktur björgunarsveitinni Skyggni í Vogum, aðrar gjafir vill hún ekki.
uðrún Lovísa Magnúsdóttir frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd eða Lúlla í Lyngholti í Vogunum fagnar 90 ára afmæli 18. desember. Af því tilefni verður hún með „Lúllu kaffi“ í Tjarnarsal, Stóru-Vogaskóla laugardaginn 15. desember á milli kl. 14 og 18. Þeir sem eitthvað þekkja til hennar eru hjartanlega velkomnir til að kasta á hana kveðju og þiggja veitingar í hennar boði. Eiginmaður Guðrúnar Lovísu var Guðmundur Björgvin Jónsson (f. 1. okt. 1913 - d. 23. sept. 1998) frá Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Saman áttu þau 12 börn og eru niðjar þeirra orðnir 113.
Opið virka daga kl. 16–21 og um helgar kl. 14–21 Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar- skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála
20
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Raka af sér hárið til styrktar UNICEF Umsjónartímar B FS-INGUR VIKUNNAR
tilgangslausir
D
aníel Leó Grétarsson er 17 ára Grindvíkingur sem leikur knattspyrnu með meistaraflokki þar í bæ. Fótboltinn á hug hans allan en hann hefur þó gaman af skólanum líka, þá sérstaklega félagslífinu. Daníel er á náttúrufræðibraut í FS og Haukur Ægis er eftirlætis kennarinn hans. Daníel er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Af hverju valdir þú FS?
Styst að keyra frá Grindavík. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mjög gott oftast einhvað um að vera. Áhugamál?
Fótbolti númer eitt tvö og þrjú held ég. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Auðvitað stefnir maður út að spila fótbolta, annars hef ég ekki hugmynd. Ertu að vinna með skóla?
Kíki einstaka sinnum til pabba að mála. Hvað er skemmtilegast við skólann?
Félagslífið er mjög gott eins og áður segir. Hvar heldur þú þig í eyðum og frímínútum?
Það vill nú svo til að stundataflan mín hefur engar eyður, en kíki oftast í ræktina í hádegismatnum eða heim til kærustunnar í heitan mat. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum?
Æfi fótbolta.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Ristað brauð með bláberjasultu og osti. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?
Hann heitir Nemanja Latinovic (stjörnulögfræðingur). Hvað fær þig til að hlæja?
Oftast vinirnir en svo er einn ákveðinn hlátur sem ég hlæ alltaf með. Hvað er heitasta parið í skólanum?
Jón axel og Guðlaug Björt bera þann titil. Hvert fara FS-ingar í hádegismat?
Langbest, Subway, Pandan, KFC o.fl.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari í FS?
Ég myndi hætta með umsjónartíma, þeir eru tilgangslausir. EFTIRLÆTIS... Eftirlætis:
Sjónvarpsþættir:
Community, Vampire diaries og Big Bang Theory Vefsíður:
Kíki reglulega inn á Fotbolti.net og Facebook Flík:
Joggingbuxurnar mínar Skyndibiti:
Subway bjargar mér stundum Kennari:
Haukur Ægis fær þann titil Fag:
Íþróttir
Tónlistin:
Mumford and sons og Ásgeir Trausti myndi ég segja
Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)?
Bítlarnir eru alltaf jafn góðir
irta Dís Jónsdóttir og Helga Sóley Halldórsdóttir, nemendur í 10. bekk í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, fara ótroðnar slóðir til að styrkja starf UNICEF. Þær munu raka af sér hárið þann 18. desember næstkomandi og safna nú áheitum. Þessar 15 ára stúlkur leggja mikið á sig fyrir gott málefni enda ekki margar stúlkur á þessum aldri sem gætu ímyndað sér það að láta raka af sér allt hárið og þurfa auk þess að fara í gegnum jólahátíðirnar án þess að setja upp jólagreiðslu. Söfnun þeirra Birtu Dísar og Helgu Sóleyjar hefur farið fram úr björtustu vonum en þær hafa nú safnað 100 þúsund krónum. Þær eru alveg óhræddar við að missa hárið. „Við erum ekkert smeykar við að missa hárið. Það er jú vont að missa hárið út af kuldanum úti en maður setur þá bara á sig góða húfu,“ segir Helga Sóley. „Ég hlakka eiginlega bara til að raka þetta af. Þá þarf ég ekki að hugsa um hárið næstu mánuðina,“ segir Birta Dís. Hugmyndin kom mjög óvænt upp að sögn þeirra stúlkna. „Ég var eitthvað að fara í gegnum hárið á Helgu. Hún er með rakað hár öðru megin og ég sagði þá hvað það væri þægilegt að hreinlega snoða sig. Vinkona mín sagðist heita á okkur 10 þúsund krónum ef við myndum snoða okkur og þá kviknaði hugmyndin að styrkja eitthvað gott málefni. Við höfðum einmitt séð auglýsingu frá UNICEF deginum áður og ákváðum að styrkja það starf,“ segir Birta Dís. Alveg þess virði Þær Birta Dís og Helga Sóley opnuðu Facebook síðu þar sem þær auglýstu eftir áheitum. Sú áheitasöfnun hefur hrein-
lega slegið í gegn og eru þær löngu búnar að ná markmiði sínu. „Markmiðið var 50 þúsund í upphafi en núna erum við komnar með 100 þúsund sem er frábært. Ég held að hárið á okkur sé alveg 100 þúsund króna virði,“ segir Birta Dís og hlær. Þær óttast ekkert að geta ekki sett upp glæsilegar jólagreiðslur. „Við hugsum þetta þannig að það er fullt af börnum úti í heimi sem hafa ekkert til að borða um jólin en það er auðvelt fyrir okkur að vera ekki með neitt hár um jólin. Þetta verður alveg þess virði.“
„Fjölskyldan hefur tekið vel í þetta. Mamma sagði strax já en pabbi var svolítið smeykur. Systur mínar hafa ekki verið alveg eins jákvæðar en flestir hafa hvatt okkur áfram. Við erum spenntar,“ segir Birta Dís. Þeir sem vilja heita á þessar hugrökku ungu stúlkur er bent á að hægt er að leggja fram frjáls framlög inn á bankareikning sem þær hafa stofnað. R.nr.: 0142-05071036, kt.: 230197-2969. Einnig má finna frekari upplýsingar á Facebook síðu þeirra stúlkna.
n Aþena eir JónsDÓTTIR // UNG
Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is
Er best geymd við matarborðið A
þena Eir Jónsdóttir Elizondo er grunnskólanemi í 10. bekk í Gerðaskóla. Henni finnst stuð jólalög best og verslar gjafirnar í Reykjavík. Jólaskrautið, baksturinn og jólalögin koma henni í jólaskap.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ætli það sé ekki Home Alone og Last Holiday.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Jólabíómyndin?
Já nú veit ég ekki.
Jólatónlistin?
Jólaskrautið, baksturinn og jólalögin.
Öll stuð jólalög eru mér í hag.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Eftirminnilegasta gjöfin?
Reykjavík City baby!
Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar jólasveinninn kom með gjöf handa mér á aðfangadagsmorgni.
Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Hamborgarhryggur, ekki alveg í uppáhaldi hjá mér.
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Það var þegar ég og Diljá frænka mín vorum litlar og fengum barnastóla fyrir babyborn ohhh við vorum svo glaðar!
Ertu mikið jólabarn?
Ætli iPod sé ekki efst á listanum þessa dagana.
Tja ætli það ekki. Ég gef fjölskyldunni, vinum mínum og kæró.
Jólahefðir hjá þér?
Á aðfangadag vakna ég, bíð spennt allan daginn, fer með síðustu jólagjafirnar, geri mig skvísulega, borða matinn og opna pakkana.
Haha nei ég er best geymd við matarboðið.
Spilum spil og borðum ís um kvöldið. Já ég elska jólin!
n Árni Gunnar ÞorsteinSSON // UNG
Hvað langar þig í jólagjöf?
Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is
Horfi alltaf á Polar Express Á
rni Gunnar Þorsteinsson er í 10. bekk í Gerðaskóla. Hans uppáhalds jólalög eru Snjókorn falla og Þú komst með jólin til mín. Eftirminnilegasta gjöfin hans er fyrsti iPodinn hans og hann langar í föt þetta árið.
Jólabíómyndin?
Það er bara misjafnt.
Jólasnjór og horfa á Polar Express með Hallfríði Ingólfsdóttur yndislegu kærustunni minni.
Fyrstu jólaminningarnar?
Bara kærustunni, foreldrum og systkinum.
Það er hamborgarhryggur á aðfangadag.
Polar Express er besta jólamyndin. Jólatónlistin?
Snjókorn falla og Þú komst með jólin til mín er flott líka.
Hvar verslarðu jólagjafirnar? Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Þegar afi var alltaf að segja að það kæmi púki í spilin ef maður spilaði á jólunum.
Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Horfi alltaf á jólamyndina Polar Express.
Jólahefðir hjá þér?
Það er að fara með kortin á aðfangadag og hjálpa mömmu að laga til.
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Ég vaska upp eftir matinn á aðfangadagskvöld með systkinum mínum.
Ertu mikið jólabarn?
Já ég tel mig vera það.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Get ekki gert uppi á milli gjafanna sem ég hef fengið, alltaf ánægður.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Eftirminnilegasta gjöfin?
Örugglega fyrsti iPodinn minn.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig langar í föt.
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
JólA
tAX free JólAgJAfir 13. - 16. DESEMBER UM LAND ALLT
OPIÐ ALLA HELGINA
Laugardag 15. desember 10-16 • Sunnudag 16. desember 12-16
Af öllum vö rum
í Blómavali
tAX free
verKfÆri
LÆG S LÁGA TA VER Ð
HÚSA SMIÐJ UNNA R
tAX free
tAX free
smárAftÆKi
fAtnAður
Tax free gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ eða tilboðsvörum. Tax Free tilboð jafngildir 20,32% afslætti af almennum vörum og 6,54% af matvöru. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs. Tax free gildir ekki í Timbursölu.
tAX free
BÚsáhölD
tAX free
leiKföng
*
Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956
22
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Þú velur ljósahús Reykjanesbæjar 2012 - kosningin fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is, og stendur fram á sunnudagskvöld
Völuás 5, Njarðvík
Borgarvegur 20, Njarðvík
S
Heiðarból 19, Keflavík
uðurnesjamenn og lesendur vf.is munu velja Ljóshús Reykjanesbæjar 2012 í sérstakri vefkosningu á vf.is. Kosning er hafin á vf.is og stendur hún til miðnættis nk. sunnudag. Í kosningunni er einungis hægt að kjósa eitt hús og það sem fær flest atkvæði fær nafnbótina Ljósahús Reykjanesbæjar 2012. Nefnd sem fulltrúar frá Reykjanesbæ og Víkurfréttum hafa skipað undanfarin ár hafa valið tíu hús í Reykjanesbæ sem koma til greina sem Ljósahús Reykjanesbæjar 2012. Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt mánudaginn 17. desember kl. 18.00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem flest atkvæði fær
Týsvellir 1, Keflavík
Þverholt 18, Keflavík
Bragavellir 3, Keflavík
verður Ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá líka viðurkenningu. Verðlaunin koma eins og áður frá HS Orku/ Veitu og eru inneign á rafmagnsreikning viðkomandi: 1. verðlaun eru 30.000, 2. verðlaun 20.000 og 3. verðlaun 15.000. Einnig fá verðlaunahafar sérstök viðurkenningarskjöl frá Reykjanesbæ. Við sama tækifæri verður greint frá fallegustu jólagluggum Reykjanesbæjar. Hér á síðunni má sjá hvaða tíu hús voru kjörin í forvali. Ekki er hægt að ná allri jólastemmningunni fram á ljósmyndum og því eru bæjarbúar hvattir til að taka jólarúnt og skoða húsin sem koma til greina.
Óðinsvellir 6, Keflavík
Við tökum Þorlák snemma í ár Föstudaginn 21. desember skötuhlaðborð að Nesvöllum frá kl. 12:00 - 14:30
Forréttir Síldarsalöt 3 teg
Aðalréttir Kæst skata og tindabykkja
Reyktur lax með piparrótarsósu
Skötustappa
Grafinn lax með sinnepssósu
Plokkfiskur
Sjávarréttasalat Heitreyktur lax með kornasinnepshjúp
Siginn fiskur Saltfiskur Hangikjöt með uppstúf
Heiðarbraut 5c, Keflavík
Miðgarður 2
Heiðarbrún 4, Keflavík
Gefðu gjöf að betri HEILSU OG VELLÍÐAN
Meðlæti Hnoðmör, hamsatólg, lauksmjör, hrásalat, laufabrauð, rúgbrauð, kartöflusalat, grænar baunir, rauðkál. Eftirréttur Ris a la mande
asdis@grasalaeknir.is / 899 8069
Villibráðarpate
gleðil
ega h
átíð!
Verð kr. 3700,Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
Lifandi tónlist
Allir velkomnir
Borðapantanir í síma 421-4797
Skafðu og þú VeiSt Strax hVort þú hefur unnið!
2012
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ
6.990
Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
24
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Jólaskórnir fást í Skóbúðinni
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 17.995,-
Studio London – st. 36-41 Verð kr. 7.995,-
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 18.995,-
Carmens – st. 36-41 Verð kr. 24.995,-
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 24.995,-
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 19.995,-
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 20.995,-
Carmens – st. 36-41 Verð kr. 24.995,-
Hafnargata 29 - s. 421 8585
StudioLondon – st. 36-41 Verð kr. 7.995,-
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 22.995,-
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 18.995,-
SixMix – st. 30-36 Verð kr. 13.995,-
25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
EuroConforto – st. 36-41 Verð kr. 5.995,SixMix – st. 36-41 Verð kr. 25.995,-
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 19.995,-
SixMix – st. 36-41 Verð kr. 16.995,Carmens – st. 36-41 Verð kr 39.995,-
Canadians – st. 36-41 Verð kr. 6.995,-
Ecco – st. 40-46 Verð kr. 18.995,-
Riverton – st. 41-46 Verð kr. 8.995,-
Studio London – st. 24-36 Verð kr. 4.995,-
SixMix – st. 41-46 Verð kr. 19.995,-
Ecco – st. 40-46 Verð kr. 18.995,-
Riverton – st. 41-46 Verð kr. 8.995,-
SixMix – st. 30-36 Verð kr. 12.995,-
SixMix – st. 41-46 Verð kr. 21.995,-
SixMix – st. 40-46 Verð kr. 14.995,-
SixMix – st. 40-46 Verð kr. 16.995,-
Ecco – st. 41-45 Verð kr. 19.995,-
Ecco – st. 38 - 48 Verð kr. 31.995,-
Adi – st. 28-35 Verð kr. 7.995,-
Limited – st. 28-34 Verð kr. 5.995,-
26
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Af þeim fjölda fólks sem hefur flutt af landi brott síðustu ár í leit að betra lífi, hefur stór straumur legið til Noregs. Í þeim hópi eru hjónin Guðrún Eiríksdóttir og Halldór Halldórsson en þau fluttu sumarið 2009 ásamt tveimur börnum sínum og tveimur fósturbörnum frá Reykjanesbæ til Indre Kvarøy í Norður-Noregi. Guðrún er fædd í Keflavík og uppalin í Vogunum. Hún greindist með sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm en þá bjó fjölskyldan á Ólafsfirði og varð þess vegna að flytja aftur suður. Hún var byrjuð í sjúkraliðanámi áður en þau fluttu út en er nú í fjarnámi við Háskólann á Bifröst í viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál. Halldór er fæddur og uppalinn í Keflavík en Akureyringur að ætt og uppruna. Hann hefur langa reynslu af fiskvinnslu og hefur haft með höndum framleiðslustjórn á Íslandi og Spáni, og nú síðast í Noregi.
Frá Atløy.
Úr hruni í himinbl
G
uðrún og Halldór eiga tvö börn, Aron Inga 12 ára sem er ættleiddur frá Indlandi og Sóldísi Eyju sem er 11 ára. Hjónin hafa verið starfandi fósturforeldrar um nokkurt skeið og með þeim til Kvarøya fluttu tvö börn á unglingsaldri, strákur sem var í skólanum á staðnum og stúlka sem var búin með grunnskólann og fór að vinna. Hann fann sig ekki og fór aftur til Íslands en stúlkan var áfram í Noregi. Ári eftir að þau fluttu út tóku þau svo að sér tveggja ára stúlku í Noregi sem hefur búið hjá þeim síðan. Vegna ákvæða í fóstursamningi má stúlkan ekki koma fram í fjölmiðlum og því ekki meira um það mál fjallað hér.
Á Kvarøya bjó fjölskyldan í þrjú ár en tók sig svo upp síðasta sumar og búa þau nú í Jessheim, sem er þéttbýliskjarni skammt frá Gardermoen flugvelli við Oslo.
sem útlendingar og í raun þeir fyrstu sem setjast að þarna, þannig að þetta var mjög nýtt fyrir alla og eins og gerist og gengur voru sumir með varann á sér. En það var ekkert út á fólkið að setja og það tók okkur vel.
EINS OG Í HIMMELBLÅ
Fjölskyldan bjó uppi á Ásbrú og Guðrún var í skóla, að læra sjúkraliðann og Halldór var að vinna hjá JRJ í Reykjanesbæ sem málari. Rétt fyrir hrun var farið að renna á þau tvær grímur um stöðu mála á Íslandi og þau sáu ekki fram á að geta framfleytt sér eftir að Guðrún kæmi úr námi. Þau sáu auglýsingu í dagblaði frá lítilli eyju í NorðurNoregi þar sem auglýst var eftir barnafólki og sóttu um tvær stöður þar, Halldór um stöðu framleiðslustjóra í fiskvinnslu og Guðrún um stöðu umsjónarmanns með sumarhúsum. Þau fengu jákvætt svar og voru flutt á staðinn í júlí 2009 þar sem þeirra beið nýbyggt einbýlishús með öllum húsgögnum. Indre Kvarøy er lítil eyja í Helgeland i Nordland fylki. Um miðja 20. öldina var eyjan miðstöð siglinga og verslunar fyrir svæðið og með ýmsa starfsemi í þjónustu og iðnaði. Nú er öldin önnur og íbúafjöldi 17. maí. Kvarøy. Aron Ingi, Sóldís Eyja og Ásdís Rós.
G: En það var samt ekki fyrr en við vorum að flytja í burtu að maður fann hversu mikið fólkið mat okkur, þegar fólk kom og kvaddi okkur með tár í augum. Þá fyrst upplifði maður hversu velkomin við vorum í samfélaginu.
Fjölskyldan að koma sér fyrir í Jessheim.
um 60 og atvinnan snýst að mestu um vinnslu á fiski, þá aðallega laxi og krabba, en ferðaþjónusta er einnig farin að ryðja sér til rúms. Á eyjunni er lítil verslun, veitingastaður, fjölnota samkomuhús, skóli og leikskóli en alla aðra þjónustu sækir fólk til meginlandsins. — Hvernig var tilfinningin að vera flutt á litla eyju í Noregi fjarri vinum og ættingjum á Íslandi? G: Mjög blendin. Ekki laust við að maður fengi svolítið sjokk yfir að vera fastur á svona lítilli eyju. En það er samt eitthvað sérstakt við þetta umhverfi og manni leið eins og maður hefði fundið jarðtenginguna. Þarna voru svo mikil rólegheit og friður. Við erum í mjög góðum tengslum við foreldra mína og því var mjög erfitt í fyrstu að vera komin svo óralangt í burtu frá þeim, að geta t.d. ekki verið til staðar fyrir þau þegar þau myndu eldast.
H: Svo var líka ákveðin óvissutilfinning í manni, þrátt fyrir að við værum komin með fastan punkt með atvinnu og húsnæði. Það fylgir alltaf óvissa miklum breytingum í lífinu. G: Þetta er mjög lítið og fábreytilegt samfélag og ekki mikið í boði. Þó kom þarna bar seinna, þar sem við mæðurnar stóðum fyrir ýmsum uppákomum. Svo var líka fullt af afþreyingu, bingó, bíó, og fólkið duglegt að koma saman og búa sér til viðburði. Þetta minnti okkur óneitanlega á stemmninguna í norsku þáttunum „Himmelblå“ sem sýndir voru á RÚV og pabbi hafði einmitt orð á því þegar þau komu fyrst í heimsókn til okkar. — Hvernig voru móttökurnar í samfélaginu? H: Okkur var alveg ágætlega tekið. Við komum náttúrulega þarna inn
— Hvernig gekk að aðlagast þessu nýja samfélagi? G: Okkur gekk bara vel að aðlagast og einnig samfélaginu að aðlagast okkur því við komum líka með ýmsa siði sem voru þeim framandi. Það olli t.d. engum árekstrum þó okkar börn fengju í skóinn frá 13 jólasveinum en hin börnin ekki. Krakkarnir voru mjög sátt og undu sér vel í þessu umhverfi. Í upphafi var tungumálið erfiðast, ekki allir sem töluðu ensku þarna og því oft erfitt að eiga samskipti við fólk, sérstaklega gamla fólkið sem hafði svo mikinn áhuga á að ræða málin við okkur. Þarna voru t.d. gamlir karlar sem höfðu verið á sjó á Íslandi í gamla daga. Maður átti því svolítið í basli fyrst með samskiptin en svo kom þetta smám saman. HARÐFISKURINN SLÓ Í GEGN — Hvers konar vinna var það sem beið ykkar á eyjunni? G: Mitt starf fólst í umsjón með sumarhúsum og bátum á eyjunni en þar sem ferðamannatímabilið var
27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012 Yfirsýn yfir höfnina í Kvarøy.
6. bekkingar í Jessheim, elduðu grænmetissúpu og buðu fjölskyldunni í mat.
Það er fallegt um að litast í Atløy.
himinbláma langt komið var ég með aðstoðarmann með mér sem kenndi mér og kom mér inn í hlutina. Starfið var mjög umfangsmikið og fjölbreytt, mjög krefjandi og skemmtilegt. Ég sá um að taka á móti ferðamönnum og sinna þeirra þörfum, taka á móti pöntunum, finna nýja söluaðila og nýjar markaðsleiðir. Á veturna var rólegra og aðallega hópar sem voru með ráðstefnur en samhliða því sinnti ég bókhaldi og alhliða skrifstofustörfum tengdum þessum rekstri. Ég fann mig vel í þessu og ákvað í kjölfarið að fara í nám í viðskipta- og markaðsfræðum, hafði
áður tekið námskeið í Háskólanum á Bifröst og fékk þar inni í fjarnámi í janúar 2011.
H: Ég var ráðinn sem framleiðslustjóri í vinnslu krabba, sem var mjög athyglisvert og mikill lærdómur. Það var mjög skemmtileg vinna og á þessum þremur árum þróuðum við vinnsluna mikið. Þarna gat ég byggt á þeirri reynslu sem ég hafði úr vinnslu sjávarafurða og yfirfært á þennan nýja vettvang. Þetta gekk orðið svo vel að síðasta árið vorum við búin að selja alla framleiðsluna fyrirfram, áður en
vertíðin hófst. Síðar fórum við að vinna bolfisk sem kom aðallega til vegna hugmyndar minnar um að setja af stað harðfiskvinnslu. Þá tókum við lundina úr þorskinum til venjulegrar vinnslu og unnum afganginn í harðfisk, flök og bita. Ég hafði stýrt framleiðslu á harðfiski á Ólafsfirði og var öllum hnútum kunnugur við það ferli. Það er ekki hefð fyrir svona framleiðslu í Noregi og þetta vakti því nokkra athygli. Framleiðslan var seld í byggðunum í kring og sló hreinlega í gegn, við höfðum varla undan að framleiða.
EFNI Í HEIMILDARMYND
— Saga ykkar varð efni í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu. Hvernig kom það til? H: Það voru tveir strákar sem voru að útskrifast úr kvikmyndaskólanum í Trondheim, sem ákváðu að gera þessa heimildarmynd eftir að þeir sáu grein í staðarblaðinu í Mo i Rana um að Kvaroy væri að flytja inn Íslendinga. Þeir gerðu þetta svo í samvinnu við Mo i Rana blaðið sem fylgdi þeim svo eftir og tók viðtal við okkur. Í kjölfarið kom svo norska ríkissjónvarpið NRK og gerði frétt um þetta. Ég var ekkert yfir mig hrifinn af þessu en lét til leiðast. G: Þeir fylgdu okkur eftir næstum hvert fótmál í þrjár vikur. Síðan fengum við frið í mánuð og þeir komu aftur í tvær vikur, fengum frið í smá tíma og komu svo til að klára þetta í þrjár vikur. Við urðum oft að fylgja ákveðnum fyrirmælum, t.d. að vera ekki að tala of mikið þegar við vorum niðri í fjöru að grilla pylsur. Þetta var mjög þrúgandi á köflum og ekki eitthvað sem mig langar að gera meira af. Myndin var svo sýnd í bíó, á einhverri stuttmyndahátíð þarna fyrir norðan og svo í NRK. Svolítið skrýtin tilfinning þegar maður tók ferjuna upp á land að versla að finna að fólk var að mæla mann út og jafnvel börn að benda á okkur og segja „mamma þarna er fólkið sem var í sjónvarpinu“. Eftir á að hyggja vorum við ekkert sérstaklega ánægð með að hafa tekið þátt í þessu og höfum til dæmis ekki horft á þessa mynd síðan. En
það verður kannski skemmtilegt seinna meir að sjá hana og hún verður eflaust ágætis heimild þegar frá líður. — Hvað varð til þess að þið fluttuð í burtu frá Kvaroya? G: Það var eiginlega félagslíf barnanna. Þau voru að því leytinu mjög einangruð og þurfti að fara með þau upp á land til allra slíka athafna, t.d. íþrótta. Á eyjunni voru eiginlega engin börn á sama aldri og börnin okkar. Á eftir okkur komu fleiri fjölskyldur en þær voru bara með lítil börn. Það var nóg af börnum í leikskólanum en aðeins örfáir í skólanum. Strákurinn hafði því engan félaga og það fór smám saman að íþyngja honum. Það er ekkert hollt fyrir tólf ára strák að hanga öllum stundum inni í herbergi í tölvunni og hitta aldrei sína jafnaldra. Eitt sinn kom hópur af strákum á hans aldri frá Mo i Rana og voru í sumarbústað þarna á eyjunni. Honum var boðið til þeirra og þegar hann kom til baka þá ljómaði hann allur og sagði: „Mamma, getum við ekki flutt í burtu. Ég vil fara að vera með strákum á mínum aldri.“ Þá sáum við að við þyrftum að komast í samfélag þar sem börnin hefðu tækifæri á að vera með sínum jafnöldrum. LJÓT SAGA Í ALLA STAÐI Í júní síðastliðnum, eftir þriggja ára búsetu í Kvaroya, flutti fjölskyldan til Atløy sem er eyja sunnar á vesturströnd Noregs, rétt fyrir norðan Bergen. Þar fékk Halldór vinnu við framleiðslustjórn í krabbavinnslu en Guðrún var heimavinnandi með litlu fósturdótturina.
28
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012 G: Fólkið á þessari eyju var mjög opið og tók okkur mjög fagnandi, vildu gera allt til að hafa okkur. Það var bankað upp á hjá okkur með blóm og mér var boðið að koma út í berjamó og einn hópur bauð mér m.a. að koma og dansa Zumba. H: En samt fann maður að það var eitthvað undirliggjandi sem við festum ekki hönd á, eins og fólkið vissi meira en það léti uppi og við fengum á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu hjá þessum vinnuveitanda mínum. Það kom svo fljótt í ljós. Það er í raun bara ljót saga og eiginlega andstæðan við reynslu okkar af Kvaroya. Okkur leið ekki vel þarna. Það stóðst ekkert af því sem okkur hafði verið lofað af hálfu eigandans hvað laun og húsnæði varðaði og framkoma hans gagnvart starfsfólki sínu var fyrir neðan allar hellur. Ég var yfirmaður yfir tæplega 20 manna hópi frá Litháen sem eigandi vinnslunnar hafði flutt inn til Noregs. Þeir voru á lúsarlaunum og algjörlega á valdi vinnuveitandans, voru látnir vinna myrkranna á milli sex daga vikunnar og fyrst þeir vildu nota laugardagana til að versla urðu þeir að gjöra svo vel og vinna á sunnudögum í staðinn. Fyrir þetta voru þeir að fá tæpar 9 þúsund krónur á mánuði. Þarna var til dæmis einn ungur maður sem átti að fara í sumarfrí tveim vikum eftir að ég byrjaði en svo kom eigandinn og tilkynnti honum að hann fengi ekki að fara í frí, gæti bara tekið sitt sumarfrí í janúar. Þetta var bara ljótt í alla staði og illa farið með þetta fólk. Þarna er í raun búið að koma málum þannig fyrir að fólkið er látið afsala sér öllum réttindum við undirskrift samnings. Mér leið ekki vel í þessari aðstöðu sem yfirmaður þessa fólks og vildi alls ekki taka þátt í þessu. Þá vildi svo vel til að ég fékk tækifæri á að fara í atvinnuviðtal hjá fyrirtæki sem heitir Eureka og er með aðsetur í Sørumsand, rétt austan við Osló. Þetta fyrirtæki hannar og smíðar slökkvibúnað fyrir olíuiðnaðinn í Noregi. Ég fékk það starf bara strax og við vorum svo heppin að fá strax íbúð í Jessheim og vorum flutt hingað í ágústbyrjun. SVEKKT ÚT Í ÍSLENSKA KERFIÐ Aðspurð um hvort þau hafi aldrei verið í vafa um þessa ákvörðun að flytja frá Íslandi svara þau bæði neitandi. En um leið eru þau mjög sár og svekkt yfir að hafa neyðst til að taka þessa ákvörðun, að þetta bankahrun sem þau höfðu ekkert
Súpa í boði 6. bekkinga í Jessheim.
verður afturkvæmt en ekki annað að gera en að halda í þá von þó erfitt sé að sjá þann möguleika eins og staðan er í dag. ÓLÍKUR HUGSUNARHÁTTUR FRÆNDÞJÓÐA — Hvað er að ykkar mati ólíkt með Íslandi og Noregi? H: Hugsunarhátturinn er öðruvísi. Norðmenn eru nægjusamari, lifa fjölskylduvænna lífi með styttri vinnudegi, fara sér hægt við ákvarðanir – hugsa áður en þeir framkvæma. En að öðru leyti erum við ekki svo ólík. Sumir segja að við séum ekki frændur heldur bræður. Frá Kvarøy þegar amma og afi komu í heimsókn.
með að gera, hafi splundrað þeim frá vinum og ættingjum á Íslandi. G: Mér þykir slæmt að vera svona langt í burtu frá móður minni og föður og einnig hvað börnin varðar, því við vorum og erum í raun mjög háð þeim og þau okkur. Maður er náttúrulega með þá ábyrgð að
koma börnunum á legg og þennan síðasta vetur á Íslandi stóð ég stundum frammi fyrir því að velja á milli þess að kaupa lyfin mín svo ég gæti lifað eða mat handa börnunum svo þau gætu lifað. Og þá var ekki annað en að leita sér aðstoðar hjá foreldrum sínum. Það er ekki hægt að búa við svona aðstæður.
H: Það er mjög leitt að vera settur í þá stöðu að þurfa að sækja lifibrauð til annars lands til þess eins að geta staðið undir skuldbindingum sínum. En ég sé ekkert eftir að hafa yfirgefið landið því auðvitað hefur maður fengið helling í staðinn. G: Svo veit maður ekki hvort það
G: Munurinn er uppeldislegur. Heima trúum við alltaf að hlutirnir reddist og við förum bara í bankann og tökum lán, þó það hafi kannski aðeins breyst síðustu ár. Hérna er fólkið alið upp við það að þú ert ekki að fara að kaupa neitt nema safna fyrir því. Heima höfum við nóg af heitu vatni en hér þarf að spara það. Maður notaði rafmagn án þess að spá í það en hér slekkur maður á eftir sér.
Kvarøy. Halldór heldur hér á Brun Krabbe sem er herramannsmatur.
Frá þjóðhátíðardegi Norðmanna, þann 17. maí, í Kvarøy.
29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Reykjanesbær
Gleðilega meltingu um jólin Komdu í Lyfju Reykjanesbæ og Inga svarar spurningum þínum, hvernig þú getur • Tekur þú omega fitusýrur, vítamín, haldið meltingunni góðri steinefni, andoxunarefni, um jólahátíðina. acidophilus og jurtir ? Föstudaginn 14.desember kl: 14-18 Eigum gleðileg jól.
H: Mataræðið er að mörgu leyti líkt, einnig tungumálið og ýmsir siðir og venjur. Jólin eru t.d. mjög lík þó gamlárskvöldið sé heldur dauflegt miðað við heima. Mér finnst þetta allt mjög keimlíkt enda fellur þú í hópinn úti á götu og enginn sér að þú ert útlendingur nema þegar þú ferð að tala íslensku. Fólk ber líka að hluta sömu nöfn og á Íslandi. Allt þetta gerir veru okkar hér mun einfaldari og auðvelt að aðlagast. Manni f innst maður ek ker t endilega vera í útlöndum. Þessar þjóðir hafa þróast á svipaðan hátt þar sem uppistaðan hefur verið sjávarútvegur. Því er menning og matarvenjur að mörgu leyti svipaðar. Stærsti munurinn er eiginlega þessi hugsunarháttur að eiga líf og njóta þess, ekki að vinna myrkranna á milli. Fyrirtækin hér bera mikla ábyrgð og geta sætt sektum fyrir að fólk vinni of mikla yfirvinnu. Öll vinna er hugsuð út frá sjö og hálfum tíma á dag og frekar bætt við fólki en láta starfsmenn vinna yfirvinnu, þó svo það komi fyrir þegar það eru tarnir. Svo lifum við mjög hratt á Íslandi, allt verður að gerast strax. Þú ferð í húsgagnaverslun og kaupir þér sófa og ætlast til þess að fá hann samdægurs. Hérna bíða menn rólegir vikum saman eftir að fá hlutinn afhentan. — Hvernig horfir ástand mála á Íslandi við ykkur séð héðan frá Noregi?
• Hvaða bætiefni átt þú að velja og hvað virkar fyrir þig ? • Geta bætiefni hjálpað við flestum kvillum ?
Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti D.E.T. verður í Ly�ju Reykjanesbæ að hjálpa viðskiptavinum að velja réttu vítamínin og bætiefnin.
Frá Kvarøy. Aron Ingi að stinga sér til sunds, að sanna að hann sé sannur víkingur.
— En líkt?
• Tekur þú of mikið eða of lítið ?
H: Ég fylgist ekki mikið með. Finnst umræðan svo neikvæð og er ekki að velta mér mikið upp úr málunum heima, sértaklega í ljósi þess að ég á ekki möguleika á að flytja til baka að svo stöddu. Menn eru ekki bjartsýnir á að það séu einhverjar lausnir í deiglunni. En auðvitað tekur maður púlsinn á þessu annað slagið með blaðalestri á Netinu.
H: Svo er best að vera kominn með vinnu áður en fjölskyldan flytur út því það getur tekið tíma. Það er ekkert hlaupið að því að fá vinnu og margir hafa þurft að snúa til baka til Íslands eftir árangurslausa atvinnuleit hér. SPÁNN, NOREGUR EÐA SIGLUFJÖRÐUR
Þarftu að auglýsa?
G: Við erum Íslendingar og „heima er best“ stendur einhvers staðar.
— Hvaða augum lítið þið til framtíðarinnar?
Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is
— Hvað mynduð þið ráðleggja fólki sem stendur frammi fyrir flutningi frá Íslandi til Noregs?
H: Framtíðin er óráðin því enginn veit hvað morgundagurinn hefur í för með sér en að svo stöddu er ekki í sjónmáli að við komumst heim alveg strax. Okkur líður vel í Noregi en okkur leið líka vel á Ólafsfirði og hefði það verið mögulegt hefði ég helst viljað vera þar áfram, en við gátum það ekki vegna veikinda Guðrúnar. Það tók tvö ár að finna út með lyfjagjöfina og það hefði aldrei gengið upp að sækja þá læknisþjónustu alla leið að norðan.
G: Facebook síðan „Íslendingar í Noregi“ er orðin mjög öflug og mikið af upplýsingum að fá þar. Allir eru tilbúnir að hjálpa og maður gerir það sjálfur ef maður getur. Svo er fólk oft með fyrirfram ákveðnar skoðanir þegar það kemur hingað, um landssvæði til dæmis, myrkrið og kuldann fyrir norðan, rigninguna fyrir vestan og að það sé best að vera í suðurhlutanum. En þetta er ekki alveg svona einfalt. Til dæmis eru launin hér á þessu svæði (kringum Osló) bara lægri en víða fyrir norðan og húsnæði miklu dýrara. Byggðirnar fyrir norðan og vestan eru að veita fólki ýmsa styrki til að flytja á staðinn og greiða niður húsnæði. En svo er ekki þar með sagt að þú þurfir að setjast að til frambúðar á þeim stað sem þú byrjar á og því myndi ég ráðleggja fólki að koma hingað meira með opinn hug.
G: Ja, ég er í nú í viðskiptanámi í Háskólanum á Bifröst og ýmislegt sem kemur upp á borðið sem gæti verið tilefni til að sækja um, sumt hér sunnar í Evrópu. En svo stendur líka til að byggja hótel á Siglufirði. Hver veit nema maður bara sæki um hótelstjórastöðu þar? Maður veit aldrei og best að leyfa góðum hlutum að koma til sín og velja það besta úr. SF
������������������������� ������������������� �������������� ���������������� ����������������� ����������
Kvarøy. Grunnskólinn og leikskólinn stóðu fyrir leiksýningu.
SENDUM BÆJARBÚUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
30
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Lukkuleg í Lundi Njarðvíkingurinn Daníel Guðni Guðmundsson flutti út til Svíþjóðar í lok sumars árið 2011 ásamt kærustu sinni, Grindavíkurmærinni Lindu Ósk Schmidt. Hann ákvað að fara í nám í háskólabænum Lundi en þau skötuhjú voru spennt fyrir því að búa erlendis og drekka í sig aðra menningu. Nú eru þau Daníel og Linda á heimleið þar sem námi er lokið að sinni en auk þess er von á erfingja innan skamms hjá parinu. Víkurfréttir náðu tali af Daníel á dögunum og spurðu út í lífið í Svíaríki. tímabili hefur Daníel verið að skora tæp 10 stig að meðaltali með IK Eos en liðið hefur leikið 6 leiki og unnið þá alla.
Daníel og Linda Ósk hafa það huggulegt í Svíþjóð.
Daníel stundar mastersnám í íþróttasálfræði við Háskólann í Lundi á meðan Linda hefur stundað sænskunám og annast þrjú börn fyrir íslenska fjölskyldu. Daníel segist lengi hafa haft áhuga á sálfræðilega þættinum í íþróttum og eftir að hann útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík úr íþróttafræði þá sá hann að hann vildi leggja þetta fyrir sig í framtíðinni. Í náminu er farið djúpt í kenningar sem og í praktíska þætti sem koma sér vel í framtíðinni að sögn Daníels, bæði sem leikmaður, þjálfari eða sem ráðgjafi í íþróttasálfræði (íþróttasálfræðingur). Daníel er nú einmitt að ljúka verknámi sínu þar sem hann hefur unnið mikið með ungum körfuknattleiksmönnum sem eru að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki. „Meðal annars hef ég verið að vinna með markmiðssetningu, slökunartækni og ímyndunarþjálfun en þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli,“ segir Daníel en fljótlega mun athygli Daníels beinast að lokaritgerð sem hann á að skila í vor og komandi foreldrahlutverki. Í mínu besta formi Daníel hefur alla tíð verið liðtækur körfuboltamaður og æfði upp alla yngri flokka með Njarðvíkingum. Hann lék svo með Breiðablik og Stjörnunni meðan hann stundaði nám í Reykjavík. Hann spilar nú með IK Eos í næstefstu deild í Svíþjóð. Þeirri deild er skipt í tvo riðla, norður og suður, en eins og er þá er lið Daníels á toppi suðurriðilsins. Daníel æfir nær alla daga vikunnar og segir hann þetta vera kærkomið tækifæri til að spila körfubolta í fínum gæðaflokki samhliða námi. Daníel ætlaði sér að spila með liðinu í fyrra en þá glímdi hann við leiðinleg meiðsli í baki. Nú hefur hann jafnað sig og segist aldrei hafa verið í betra formi. „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, svo ég hlakka bara til framhaldsins.“ Daníel segist ekki viss um hvað taki við þegar heim kemur en hann lék með Stjörnunni áður en hann hélt í víking. „Ég þarf að skoða mig um og sjá, en vonandi kemur eitthvað spennandi upp fljótlega. Ég er í mínu besta formi núna svo ég hlakka bara til að stíga á parketið heima.“ Það sem af er
Stórt Íslendingasamfélag Einhver liðin í deildinni eru með atvinnumenn eða hálfatvinnumenn innanborðs og svo eru hin með leikmenn sem eru einungis áhugamenn. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að bera hana saman við deildina heima en það eru nokkur lið í deildinni minni sem gætu átt heima í Domino's deildinni, mitt lið þar með talið. Við fengum m.a. tvo leikmenn til okkar sem hafa leikið með unglingalandsliðum Svía og voru í Basketligan (efsta deildin í Svíþjóð). Við vorum með fínan hóp fyrir svo við erum nokkuð sterkir í vetur.“ Lundur er huggulegur bær staðsettur sunnarlega í Svíþjóð. Þetta er lítill háskólabær en það eru um það bil 50 þúsund nemendur sem eru búsettir í samfélaginu. „Ef maður vill kíkja í stærri borgir þá fer maður bara yfir til Malmö eða Kaupmannahafnar þar sem maður getur hitt góða vini sem eru búsettir þar.“ Í Lundi er stórt samfélag Íslendinga og segir Daníel að það sé vissulega notalegt að geta leitað til Íslendinga ef eitthvað bjátar á.
Svíþjóð ofarlega á listann hvað varðar staði sem maður gæti hugsað sér að búa á utan Íslands í framtíðinni,“ segir Daníel en hvað varðar sænskuna þá segist hann vel geta reddað sér. „Þjálfarinn minn tók þann pól í hæðina að tala bara sænsku á æfingum svo það hefur hjálpað mér að læra tungumálið betur. Svo er maður með smá bakgrunn úr dönskunni frá Guðrúnu dönsku í Njarðvíkurskóla og Rósu í FS, þannig að það hefur auðveldað manni að lesa og skilja sænskuna.“ Daníel og Linda unnusta hans eru á heimleið fljótlega enda er von á erfingja á nýju ári. „Við eigum von á barni í febrúar svo við ætlum að flytja aftur á klakann í desember og ég mun skrifa ritgerðina í rólegheitunum heima. Við kunnum rosalega vel við okkur hérna í Svíþjóð og það væri spennandi að búa í Stokkhólmi, en sú borg er frábær, það sem maður hefur kynnst af henni. Útlöndin heilla yfirleitt og ef það býðst eitthvað spennandi fyrir okkur erlendis í framtíðinni þá lokar maður ekkert á það,“ segir Daníel að lokum.
Þjálfarinn talar bara sænsku Hvernig hefur annars gengið að læra tungumálið og hvernig eru frændur okkar Svíar? „Þeir Svíar sem ég er að umgangast eru helst í körfunni og í skólanum auðvitað. Þeir virka frekar vel á mig og taka vel á móti manni hvert sem maður fer, það í rauninni setur
Daníel ásamt Baldvini Jóhannssyni vini sínum sem býr í Danmörku.
Daníel er í hörku formi og hefur leikið vel í vetur.
31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Ánægðir hótelgestir versla í Reykjanesbæ!
Um 200 gestir utan af landi munu nýta fría jólagistingu á Hótel Keflavík fyrir þessi jól og njóta jólaverslunar í fallega bænum okkar. Minnum alla bæjarbúa á að versla heima en jólagestir okkar segja þjónustu og viðmót hvergi betra en hér í bæ.
Vatnsnesvegi 12-14, Keflavík, s. 420 7000
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!
Fitjatorg.is
Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ - 691 2000
K9 ehf Flugvöllum 6, Sími 421 0050
Sími 892 3590
Iðavöllum 3 - Sími 892 8483
Iðavellir 4b - 420 0303
32
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Eftirlætis Flík: Jeffrey Campbell skópörin mín og svo þykir mér ótrúlega vænt um röndótta skyrtu sem langamma mín átti og gaf mér. Matur: Ég elska allan mat, en jólamaturinn stendur alltaf aðeins meira upp úr en annað. Drykkur: Vatn!
„Ég var örugglega í grunnskóla þegar ég vissi að mig langaði að prufa að búa á öðrum stað og upplifa nýja hluti í nýju umhverfi. Mig langaði alltaf að fara sem skiptinemi en þegar ég lét loksins verða af því að fara út var ég orðin of gömul fyrir það,“ segir Ernalind Teitsdóttir tvítug Njarðvíkurmær sem dvelur nú við bjartar strendur Los Angeles borgar í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna.
Ernalind lengst til hægri ásamt íslenskum vinkonum við Hollywoodskiltið fræga.
ALSÆL Í BORG ENGLANNA „Það að gerast au pair var það næsta sem mér datt í hug,“ en Ernalind fann frábæra fjölskyldu til að búa hjá með aðstoð frá foreldrum sínum. Ernalind útskrifaðist úr FS síðastliðið vor en sá ekki fram á að fara í háskóla strax og langaði til þess að upplifa smá ævintýri. „Ég var ekki á leiðinni í háskóla, því ég hafði ekki hugmynd um hvað ég vildi læra næst. Ég sá því fram á að vera ekki bundin í neinu fram á næsta haust þannig að þetta var í rauninni fullkominn tími til að komast aðeins í burtu og gera eitthvað skemmtilegt áður en alvaran tekur við.“ Fjölskyldan sem Ernalind býr hjá er að hluta til íslensk og hún segir þau vera mesta indælis fólk. „Maðurinn sem ég bý hjá er íslenskur en konan hans er amerísk og þau eiga einn strák sem verður 2 ára í janúar. Ég kann rosalega vel við þau og við náum öll mjög vel saman. Ég er svo ótrúlega heppin með að hafa lent á svona fólki því það hefur gert það svo miklu auðveldara að vera frá fjölskyldunni minni og vinum,“ segir Ernalind. Hvað muntu dvelja lengi þarna? „Þar sem ég er ekki að fara á vegum au pair-síðu getum við spilað svolítið eftir okkar eigin reglum. Planið var einfaldlega að ég myndi koma og vera nokkrar vikur og við myndum sjá hvernig það gengi. Ég hef núna verið hérna
Pretty Little Liars stjörnur.
Skyndibiti: Heima er það Subway. Hérna úti er ekkert sem toppar frönskurnar á McDonalds. Sjónvarpsþættir: Family guy, Grey's anatomy, Pretty little liars, Gossip girl og Community eru uppáhalds. Annars er ég að fylgjast með 7 þáttum til viðbótar, ég er þáttasjúk! Bíómynd: Pulp fiction, Back to the future myndirnar og svo er ég ennþá að ná andanum eftir Dark knight rises, hún var svo góð!! Hlutur: Síminn minn og vatnsbrúsi sem fylgir mér allt.
„Hollywood-skiltið, Hollywood boulevard, Beverly Hills, Rodeo drive og Malibu beach. Fyrir utan þessa túristastaði hef ég fengið að heimsækja tökustaði auglýsinga, kíkt í Universal Studios og farið að sníkja nammi á Halloween. Mér fannst líka mjög gaman að sjá tvær leikkonur úr Pretty little liars,“ sem er einn af hennar uppáhaldsþáttum. „Hostpabbinn minn er líka búinn að segjast ætla að fara með mig á NBA leik og gera mig að Lakers aðdánda, sem er aldrei að fara að gerast. En ég mun glöð mæta á leikinn,“ segir Ernalind sem er sjálf aðdáandi Lebron James sem leikur með meisturum Miami Heat.
Hverfið þar sem fjölskyldan býr.
í tæpa þrjá mánuði sem hafa gengið ótrúlega vel og eins og er kem ég heim um miðjan desember. Svo gæti verið að ég fari aftur eftir áramót en við ætlum bara að skoða það þegar að því kemur.“ Það eru óneitanlega mikil viðbrigði að flytja frá Reykjanesbæ í stórborg eins og Los Angeles og þá sérstaklega hvað varðar mannmergðina og umferðina. „Traffíkin hérna er rosaleg en það kom mér mjög á óvart hvað hún vandist fljótt hjá mér. Ég er hætt að kippa mér upp við það að þurfa að keyra í hálftíma og lenda á 5 rauðum ljósum til að komast í ræktina, á meðan það tekur mig t.d. bara 7 mínútur að labba í ræktina heima á Íslandi. Hálftími í bíl líður svo miklu hraðar hérna.“ Fjölbreytt mannlíf og opinskátt fólk Hvernig er fólkið og menningin þarna miðað við hérna heima? „Ísland er svo lítið að það eru í rauninni allir eins, sérstaklega í Reykjanesbæ. Sami fatastíll, sami tónlistarsmekkur o.s.frv. og maður ósjálfrátt dettur í þá gryfju að þurfa að fylgja hinum. Hérna er svo ótrúlega mikið af
alls konar fólki og það gerir það miklu auðveldara að vera maður sjálfur og hafa ekki áhyggjur af öðrum. Bandaríkjamenn eru líka svo allt öðruvísi en Íslendingar. Ég hef komið oft til Bandaríkjanna svo ég vissi það alveg áður, en núna er ég að umgangast þau á allt annan hátt. Fólkið hérna er svo ótrúlega opið og skemmtilegt og svo auðvelt að tala við það. Ég hef lent í hörkusamræðum við bláókunnugt fólk sem ég hitti úti í búð. Íslendingur myndi aldrei labba upp að þér og segja þér hvað
þú ert í ótrúlega flottum fötum, þó svo að honum/henni finnist það. Svona hlutir gerast oft á dag hérna í LA og í rauninni á öllum stöðum í USA sem ég hef komið til. Við Íslendingarnir mættum alveg taka okkur þau til fyrirmyndar að þessu leyti og hætta að vera svona lokuð og leiðinleg og henda einu hrósi í hvort annað öðru hvoru.“ Verð ekki Lakers aðdáandi Ernalind segist vera búin að skoða flesta þessa klassísku staði sem borgin hefur upp á að bjóða.
Á „settinu“ við gerð bílaauglýsingar.
Gæturðu hugsað þér að búa þarna? „Það er alltaf draumurinn að búa í USA og ég verð að segja að L.A. kæmi vel til greina. Ég gæti alveg vanist þessu veðri allt árið. Ég þyrfti samt að koma heim um jólin, mér finnst ég missa af jólunum ef ég fæ ekki að eyða þeim í snjó,“ Ernalind ætlar að hitta mömmu sína í New York á leiðinni heim og ætla þær mæðgur að skoða jólastemninguna í þeirri mögnuðu borg. Einhvers sem þú saknar að heiman kannski fyrir utan fjölskyldunnar? „Ég get ekki beðið eftir að fá mér íslenskan blandípoka og komast á körfuboltaleik,“ segir Ernalind Teitsdóttir að lokum.
33
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
markhonnun.is
JólablaðIÐ 2012
mönnum sem hafa ndi" óttafréttamaður
GS#9 OG FILMS KYNNIR Í SAMSTARFI VIÐ GEYSIR CAR RENTAL
Eftir Garðar Örn Arnarson
FÆST S N I E Ð A
Í Nettó bæ Reykjanes
ríkasti umaður sem ég í tæri við" ddsson ri Keflavíkur
100nir
hepp vinir viðskipta öt k a l p ð u t i r fá á Gummi Steinars áritar myndina í Nettó Reykjanesbæ föstudaginn 14. des. frá kl 16:00-18:00
2.498
bækur
kr
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
34
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Lis tir
n Guðmundur Garðarsson, fyrrverandi skipstjóri, situr ekki auðum höndum
35 nýjar konur á einu ári G
uðmundur G arðarss on, fyrrverandi skipstjóri, hefur ekki setið auðum höndum frá því hann hætti að stunda sjóinn. Fyrir rúmu ári síðan náði hann sér í þekkingu í tréskurði og hefur nú á einu ári skapað samtals 35 konur í rekaviðardrumba sem hann hefur safnað að sér úr fjörum hér á Suðurnesjum. Drumbana sækir hann m.a. að Önglabrjótsnefi á Reykjanesi en vopnaður sporðjárnum og hamri verða þessar kubbslegu konur til. Það er ekki eins og það vanti konur í líf Guðmundar, því hann á fimm dætur og átta af níu barnabörnum hans eru stelpur. Þá fjölgar konunum sem hann sker í tré hratt. Hluti þeirra er til sýnis í Svarta pakkhúsinu við Hafnargötu í Keflavík. Þar má einnig sjá lampa sem Guðmundur smíðar, þar sem hann sker andlit í trjárætur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta tók á dögunum. Þar má sjá Guðmund með sköpunarverk sín.
Í
Svarta pakkhúsinu við Hafnargötu í Keflavík er mikið úrval listmuna og handverks eftir listafólk í Reykjanesbæ. Þar má fá allt frá agnarsmáu handverki og skarti upp í stór málverk. Meðfylgjandi myndir voru teknar á dögunum þegar þar var haldið konukvöld Svarta pakkhússins.
35
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Teflt í öllum sundlaugum Suðurnesja H
S Orka og Skákfélag Reykjanesbæjar gáfu töfl í allar sex sundlaugarnar á svæðinu á Suðurnesjum og afhentu þau á þriðjudaginn. „Nú er hægt að tefla skák í heita pottinum í öllum laugunum og er frábær viðbót við það skákstarf
sem við erum að reyna að endurvekja hjá Skákfélagi Reykjanesbæjar og gaman að HS Orka sé að hjálpa okkur við það. Það er skemmtilegt jólamót núna á laugardaginn 15. des sem Samsuð og krakkaskák.is halda sameiginlega og við vonum að börnin muni
INNILEIKJAGARÐUR
betur eftir því eftir skólasundið sitt og sjái sér fært um að mæta til okkar klukkan 13:00 til 17:00. Það eru góð verðlaun og keppt í mörgum flokkum. Skráning fer fram á fjorheimar.is. Skák er skemmtileg Skákfélagið vantar sárlega fleiri félagsmenn og biður alla sem hafa áhuga á skák að heimsækja sig í Framsóknarhúsið á Hafnargötu 62 klukkan 20:00 á mánudaginn 17. desember. Það verður kaffi með léttu spjalli og skák. Það er ekki skilyrði að kunna neitt fyrir sér í tafli. Það er alveg hægt að halda úti skákæfingum einu sinni í viku fyrir allan aldurshóp ef fólk hefur gaman af því að leika sér. Ég veit að það eru margir að tefla í laumi og eiga að gjöra svo vel að koma út úr skápnum núna og tefla í félaginu sér til skemmtunar.
Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Lokað frá laugardeginum 15. desember til 5. janúar 2013. Á nýju ári verður opið um helgar frá kl. 14:30 – 16:30 Byrjum að taka við bókunum fyrir afmælisveislur þann 4. janúar 2013 Jólakveðja ÍT svið Reykjanesbæjar
KENNARI ÓSKAST Í AKURSKÓLA
Akurskóli óskar eftir kennara í bóklega kennslu á unglingastigi vegna forfalla. Starfssvið: ˾ ÏØØÝÖË å ßØÑÖÓØÑËÝÞÓÑÓ Menntunar- og hæfniskröfur: ˾ ĀʵÓØÎÓ ÞÓÖ ÕÏØØÝÖß Ĝ ÑÜßØØÝÕŇÖË ˾ Ňƒ ×ËØØÖÏÑ ÝË×ÝÕÓÚÞÓ Umsóknarfrestur er til 21. desember. ÚÚÖƇÝÓØÑËÜ ÑÏÐßÜ ÓÑßÜÌÔŊÜÑ ŇÌÏÜÞÝÎŇʵÓÜ skólastjóri í síma 420-4550 eða 849-3822. S ÕßÜÝÕŇÖË ÏÜ ÖŊу åÒÏÜÝÖË å ÕÏØØÝÖßÒôʵÓ ÝÏ× einkenna opinn skóla, einstaklingsmiðað nám og teymisvinnu kennara. Sjá nánar um Akurskóla: www.akurskoli.is
SÝNINGALOK Í DUUSHÚSUM Sýningu á nýjum málverkum Þorbjargar HöskuldsÎŇʵßܘ ÝƇØÎ ʪËÜÝÕËØݘ ÖƇÕßÜ å ÝßØØßÎËÑ˛ ƇØÓØÑßØØÓ ÔËÜØÙÜÕßåÜåÝÓÜØËÜ å ĜÜŇÝĜ×Ë og Nagasaki lýkur á sunnudag. Aðgangur ókeypis Opið virka daga 12:00-17:00, helgar 13:00 – 17:00
36
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012 2012 JólablaðIÐ n Helsti sérfræðingur heims í bandarískum kosningum:
Dáir Vatnsleysuströndina
Dr. James A. Thurber prófessor við American University í höfuðborginni Washington er einn af helstu sérfræðingum heims í bandarískum kosningum og tíður gestur á sjónvarpsstöðvum vestra. Thurber flutti nýverið fyrirlestur í Háskóla Íslands og spáði þar Obama réttilega sigri. Thurber er mikill Íslandsvinur. Hann hefur áður komið til landsins og flutt fyrirlestra um bandarísk stjórnmál og kosningar. Fáir vita hins vegar að Thurber dvelur ávallt á Vatnsleysuströnd þegar hann er á Íslandi. Nánar tiltekið að Minna-Knarrarnesi þar sem hjónin Birgir Þórarinsson og Anna Rut Sverrisdóttir reka ferðaþjónustu.
Birgir Þórarinsson og Dr. James A. Thurber í sveitinni við Minna-Knarrarnes.
Víkurfréttir tóku ferðaþjónustubóndann og varaþingmanninn Birgi tali og spurðum hann af kynnum hans af dr. Thurber. „Ég kynntist Thurber þegar ég var í framhaldsnámi í alþjóðasamskiptum í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Thurber er fyrrum kennari minn við American University. Hann er einn helsti sérfræðingurinn í Bandaríkjunum í forsetaembættinu, forsetakosningum og kosningabaráttu vestra. Thurber er sérlega skemmtilegur fyrirlesari, viskubrunnur og mikill húmoristi. Hann hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir kennslu. Ég hef sjaldan setið jafn áhugaverða fyrirlestra og hjá Thurber,“ segir Birgir. „Eftir að ég lauk náminu hefur haldist ágæt vinátta milli okkar. Þau hjónin eru miklir Íslandsvinir og afar hrifin af Vatnsleysuströndinni. Vilja helst hvergi annars staðar vera. Thurber er einnig áhugasamur um íslensk stjórnmál. Fyrir tveimur árum flutti ég þingsályktunartillögu á Alþingi um fríverslun við Bandaríkin. Thurber kom þar við sögu, þegar ég vann að undirbúningi tillögunnar. Hann útvegaði mér fundi í Washington með skömmum fyrirvara. Með öldungadeildarþingmanni og háttsettum embættismönnum, sem höfðu með málið að gera en Thurber er virtur innan Bandaríkjaþings. Ég fann fyrir miklum
„Við erum í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda og síðan með markaðssetningu á netinu. Á veturna koma margir til að sjá norðurljósin og er það toppurinn að slaka á í heita pottinum og horfa á norðurljósin. Það má segja að við njótum góðs af því að vera í sveitakyrrð við sjóinn en stutt er til Reykjavíkur, í Bláa lónið og á flugvöllinn.“
áhuga vestra fyrir auknum samskiptum ríkjanna. Fríverslunarsamningur yrði mikil lyftistöng fyrir Ísland. Stjórnvöld hér heima eru hins vegar ekki áhugasöm um málið og er það miður. Það er ánægjulegt að Ísland eigi svona áhrifamikinn bandamann í Washington. Við þurfum á því að halda,“ segir Birgir. Birgir og Anna Rut reka ferðaþjónustu að MinnaKnarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Þar eru þau með 12 gistirými og bjóða m.a. upp á íbúð sem flokkuð er sem lúxus-gisting. Einnig eru þau með sumarhús á svæðinu þar sem boðið er upp á gistingu. Þau fengu fyrir skömmu viðurkenningu frá TripAdvisor og einnig Smarter Travel Media LLC. Birgir segir það góðan árangur miðað við að hafa einungis verið með starfsemi í 2 ár en gistiaðstaðan þeirra er fyrsta ferðaþjónustan á Vatnsleysuströnd. „Við erum í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda og síðan með markaðssetningu á netinu. Á veturna koma margir til að sjá norðurljósin og er það toppurinn að slaka á í heita pottinum og horfa á norðurljósin. Það má segja að við njótum góðs af því að vera í sveitakyrrð við sjóinn en stutt er til Reykjavíkur, í Bláa lónið og á flugvöllinn,“ segir Birgir að endingu. Heimasíða gistingarinnar á Vatnsleysuströnd er: www. oceanfronticeland.is
37
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Jólaskemmtun verslunarmiðstöðvarinnar Krossmóa Jólasveinninn kemur í heimsókn og syngur fyrir börnin og verður með góðgæti í poka. Hljómsveitin Suðurnesjamenn spilar tónlist. Laugadagurinn 15. des kl. 16:30 Velkomin í Krossmóa
Úrdráttur á laugardag!
lalukku-miðum Munið að skila Jó vinning í kassa sem eru ekki með ó í Nettó eða Kask Gl eð ile Gl ga eð há ile títí Gl ga ð!ð! eð há ile Gl ga eð ile títí gahá ð!ð! há
Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
JÓLALUKKAN VAR MEÐ LILJU Í FYRSTA ÚRDRÆTTI
Vinningshafar:
Lilja Þorsteinsdóttir, Háseylu 32 Njarðvík, Icelandair ferðavinningur til Evrópu Jolanta Zdancewicz Sóltúni 18 Keflavík, gjafabréf í Nettó Agnieszka Dabrowska, Bjarkardal 28, I-Njarðvík, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó
ÞAÐ ER GOTT AÐ VERSLA HEIMA!
12 20 20 12 20 12 2012
urnesjum sjum og verslana á Suð Suðurne urnesjum kur Víkurfrétta tta og verslana áááSuð alei fmið Ska aleikur Víkurfré rfrétta og verslana lana Suðurnesjum fmið Ska fmiðaleikur Víku Víkurfrétta og vers Ska Skafmiðaleikur
X VEISTTSTRA OG ÞÚ STRAXX SKAFÐU ÞÚ VEIS OGHEFU ÐUÞÚ STRA X UNN T IÐ! SKAF VEIS ÞÚ R OGHEFU RT ÐUÞÚ STRA UNN HVO T IÐ! SKAF VEIS ÞÚ R OGHEFU RT ÐUÞÚ HVO R UNNIÐ! SKAF HVORT R UNNIÐ! HVORT ÞÚ HEFU
12 Evrópuferðir með Icelandair 8 matarúttektir að upphæð 15.000 kr. í Nettó eða Kaskó og stærsti vinningurinn er
100.000 kr. matarúttekt í Nettó Njarðvík
5200 vinningar!
3 Evrópuferðir og 100 þús. kr. matarkarfa frá Nettó ásamt fleiri
veglegum vinningum í úrdráttum! Munið að skila miðum með engum vinningi í Kaskó/Nettó til að eiga möguleika á flottum vinningum í úrdrætti 15. og 23. desember.
38
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
n Óli Haukur Mýrdal fór ásamt Garðari bróður sínum á framandi slóðir í OMO dalnum í Eþíópíu:
Myndar deyjandi menningu Ó
li Haukur Mýrdal ljósmyndari úr Keflavík segir það hafa blundað í sér lengi að fara á framandi slóðir til að taka ljósmyndir. Árið 2009 fór hann í hálfgert bakpokaferðalag um Indland og var þar á ferðalagi í 10 daga þar sem hann fór m.a. til heilögu borgarinnar Varanasi og myndaði þar heilagt fólk og umhverfi þess. Eftir Indlandsferðina vaknaði áhugi á að fara í ferðalag til Eþíópíu og heimsækja ættbálka í OMO dalnum. Það verkefni varð að veruleika nú í október sl. þegar Óli Haukur fór ásamt Garðari bróður sínum í 14 daga ferðalag til Eþíópíu. Það varð þrautinni þyngri að komast inn í landið því strax á flugvellinum í Eþíópíu var ferð þeirra stöðvuð þar sem þeir höfðu ekki rétta vegabréfsáritun inn í landið. Bræðurnir urðu því að fara til baka til London til að fá rétta áritun í sendiráði Eþíópíu þar. Þeir bræður fóru með mikið af búnaði með sér til Eþíópíu. Stór stúdíóljós og rafhlöður fylltu margar töskur. Við komuna til Eþíópíu öðru sinni var þegar haldið af stað með leiðsögumanni í átt að OMO dalnum en ferðin þangað tekur tvo sólarhringa og var sofið í bílnum á leiðinni. Heimsóttu fjóra ættbálka Óli Haukur myndaði fjóra ættbálka í ferðinni. Hann segir að alls staðar þar sem þeir hafi komið hafi þeir fengið góðar móttökur. Sumir ættbálkar eru eftirsóttari en aðrir og þekkja orðið inn á forvitni vestrænna ferðamanna. Þá eru þeir ættbálkar sem Óli Haukur myndaði að hverfa og má búast við að eftir 10 ár verði lífið á svæðinu allt annað. Verið er að hrekja
ættbálkana í burtu af landi sínu. Það á að koma upp sykurverksmiðjum með viðeigandi sykurræktun. Þá á einnig að stífla fljótið á svæðinu og virkja það. Óli Haukur segir að hann hafi mikið langað til að hitta þetta fólk og vera með því í ákveðinn tíma. Þann tíma sem þeir bræður voru á meðal ættbálkanna hafi þeir hjálpað til við dagleg störf, enda þýði lítið að ætla að setja sig á háan hest og best að gera allt á jafningjagrundvelli. Hann segir að það skipti máli að sýna þessu fólki virðingu og með því fáist það margfalt til baka. Að vera drullugur og hjálpa til skilaði rosalega miklu, segir Óli Haukur. SVÁFU MEÐ INNFÆDDUM Bræðurnir tóku með sér lítið kúlutjald til
að gista í. Það var ekki að virka vel, þannig að þeir sváfu annað hvort undir berum himni eða inni á gólfi í strákofunum. Óli Haukur hlær þegar hann er spurður hvernig það hafi gengið og svaraði því að eftir eina Ibúfen að morgni hafi skrokkurinn verið kominn í lag. Þeir tóku með sér nóg af vatni og borðuðu túnfisk úr dós og gamalt brauð. Þeir smökkuðu einnig á mat innfæddra, sem byggist mikið upp á geitakjöti og grænmeti. Það er hins vegar alltaf hætta á matareitrun fyrir viðkvæma maga Vesturlandabúa. HVER ÆTTBÁLKUR MEÐ SÍNA SÉRSTÖÐU Óli Haukur segir að myndatökurnar hafi gengið vel. Fólkið á myndunum er eins
Bræðurnir Óli Haukur og Garðar fluttu með sér mikið af búnaði í OMO dalinn. Hér er Óli Haukur við jeppann þegar komið var til Hamer-ættbálksins.
og það er í sínu daglega amstri og enginn hafi verið klæddur upp sérstaklega fyrir myndatökuna. Á meðal þessara ættbálka tíðkast mikil líkamsmálning og að nota litaða leðju í hárið. Þannig skapi þeir sér einkenni og þannig megi þekkja ættbálkana í sundur. Ættbálkarnir fjórir sem þeir bræður heimsóttu eru Arbore-, Hamer-, Karo- og Mursi-ættbálkarnir. Hver hefur sinn stíl en Karo-ættbálkurinn er ættbálkur stríðsmanna. Arbore er þekktur fyrir mikla líkamsmálningu á meðan Hamer-fólkið setur rauða leðju í hár sitt. Þá er Mursi-ættbálkurinn þekkur fyrir líkamsgötun og að konur í ættbálknum setja risastóra diska í neðri vörina. Þetta var gert til að fæla aðra frá og ættbálkurinn gerði í því að gera konur sínar ljótar svo þeim væri ekki rænt. Hjá Hamer-ættbálknum er síðan mikil manndómsvígsla sem er nautastökk. Karlmenn sem eru að komast til manns þurfa að geta stokkið yfir 6 nautgripi. Geti þeir það mega þeir giftast en að öðrum kosti eru þeir útskúfaðir úr samfélaginu. Á meðan á manndómsvígslunni stendur láta stúlkur og konur úr fjölskyldunni hýða sig með svipuhöggum á bak. Óli Haukur sagði þá athöfn hafa tekið á og víða megi sjá ljót ör á konum eftir þá athöfn. Myndirnar úr ferð þeirra bræðra voru settar upp á ljósmyndasýningu á Nauthóli í Reykjavík. Óli Haukur segir að nú standi til að gefa þær út í vandaðri bók. Óli Haukur er þegar farinn að huga að næsta verkefni. Hann langar nú að fara til Papua New Guinea. Hann sé þegar farinn að safna fyrir þeirri ferð, enda um dýrt ferðalag að ræða á slóðir þar sem engin ferðamennska sé stunduð.
39
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. 13.desember desember2012 2012
JólablaðIÐ 2012
Frá manndómsvígslu hjá Hamer-ættbálknum.
FLEIRI MYNDIR Á VEF VÍKURFRÉTTA ÞESSI UMFJÖLLUN UM FERÐALAG ÞEIRRA ÓLA HAUKS OG GARÐARS VERÐUR AÐGENGILEG Á VEF VÍKURFRÉTTA, VF.IS, UM KOMANDI HELGI. ÞAR VERÐUR UMFJÖLLUNIN SKREYTT MEÐ FLEIRI LJÓSMYNDUM AUK ÞESS SEM BIRT VERÐUR MYNDSKEIÐ SEM GARÐAR TÓK Á FERÐALAGINU. ÞEIR BRÆÐUR TÓKU MEÐ SÉR LITLA OG HANDHÆGA UPPTÖKUVÉL FRÁ NÝHERJA OG MYNDUÐU ALLT FERÐALAGIÐ Í HÁSKERPU. FYLGIST MEÐ Á VF.IS UM HELGINA.
Garðar og Óli Haukur með vopnuðum heimamanni.
Óli Haukur naut aðstoðar heimamanna.
40
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012 n Grannaslagur í Toyotahöllinni í kvöld – Síðasti deildarleikur fyrir jól:
Verða jólin blá eða græn? E
inn af stórleikjum ársins í körfunni fer fram í kvöld þegar Keflavík mætir grönnum sínum í Njarðvík í Dominosdeild karla í körfuknattleik. Leikið er á heimavelli Keflvíkinga, Toyotahöllinni, og má búast við hörkuleik. Keflavík er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Njarðvík í 10. sæti með sex stig. Um er að ræða síðasta deildarleik liðanna fyrir jól og því munu
liðin væntanlega leggja allt undir í kvöld. Víkurfréttir ræddi við þá Val Orra Valsson hjá Keflavík og Elvar Má Friðriksson hjá Njarðvík fyrir leikinn. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Leikir á móti Njarðvík eru skemmtilegustu leikir tímabilsins ásamt kannski bikarúrslitaleik,“ segir Valur Orri. „Ég þekki vel til hjá Njarðvík og var í tvö ár hjá félaginu. Ég
Ytri-Njarðvíkurkirkja Jólaball 16. desember kl.11:00. Dansað í kringum jólatré og jólasveinn sem á heima í fjallinu Keili mætir í kirkjuna. Hann gefur öllum börnum eitthvað gott til að hafa með sér heim. Aðventusamkoma 16. desember kl.17:00. Magni Ásgeirsson söngvari syngur nokkur lög af nýrri plötu í bland við jóla- og aðventulög. Börn frá Leikskólanum Hjallatúni sýna helgileik. Eldey, kór eldri borgara, syngur nokkur lög sem og Vox Felix kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja en stjórnandi þeirra er Arnór Vilbergsson. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Sjá nánar á njardvikurkirkja.is
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Auður Jóna Árnadóttir, Framnesvegi 20, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar sunnudaginn 9. desember á krabbameinslækningadeild 11E á LSH. Jarðarförin fer fram mánudaginn 17. desember kl.13:00 í Keflavíkurkirkju.
Sæmundur Hinriksson, Eðalrein M. Sæmundsdóttir, Kristín A. Sæmundsdóttir, Lilja D. Sæmundsdóttir, Íris D. Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Hafliði R. Jónsson, Gunnar V. Ómarsson, Davíð Heimisson, Vignir Óskarsson,
þekki vel þessa stráka og á marga góða vini í Njarðvíkurliðinu.“ „Við byrjuðum tímabilið fullrólega en það gleymist kannski oft að við byrjuðum tímabilið á móti þremur mjög sterkum liðum. Við unnum svo fimm leiki í röð sem var mjög mikilvægt til að komast aftur í toppbaráttuna. Því miður áttum við hörmulegan leik gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð og töpuðum stórt sem var slæmt. Vonandi kveikir það í okkur fyrir leikinn gegn Njarðvík.“ Valur segir að það komi ekki til greina að tapa fyrir grönnum sínum á heimavelli. „Það getur auðvitað allt gerst en við eigum ekki að tapa leik á heimavelli. Þar eigum við að vera óstöðvandi. Stuðningsmennirnir yrðu ekki sáttir ef við myndum tapa fyrir Njarðvík á heimavelli þannig að við látum það ekki gerast. Ef við vinnum þennan leik þá getum við farið í jólafrí frá deildinni í góðri stöðu.“ Til í að skora minna ef Njarðvík vinnur „Þetta er stærsti leikur tímabilsins. Við leggjum allt undir í þessum leik og verðum eiginlega að vinna,“ segir Elvar Már Friðriksson leikmaður Njarðvíkur. Elvar hefur leikið vel fyrir Njarðvík í vetur og er stigahæsti leikmaður liðsins með 18,3 stig að meðaltali. Njarðvíkurliðinu hefur hins vegar ekki gengið vel og er í botnbaráttunni. „Gengi liðsins hefur verið dapurt. Það eru margir leikir sem hafa verið að tapast á síðustu mínútunum. Við erum að klúðra leikjum á lokametrunum sem er áhyggjuefni. Við eigum mikið inni og ætlum að leggja allt í sölurnar á móti Keflavík. Það eru ekki nema tvö stig í 7. sætið og þurfum við því nauðsynlega á sigri að halda,“ segir hinn 18 ára gamli Elvar Már. „Ég hef verið að skora mikið í vetur og er ánægður með það. Ég væri hins vegar miklu frekar til í að skora minna ef Njarðvík myndi vinna leiki. Við vorum komnir á skrið þegar við töpuðum fyrir Tindastóli í síðasta leik þannig að við erum ákveðnir í sigur. Ef við ætlum að vinna Keflavík þá þurfum við að spila okkar leik – vera fastir fyrir og ákveðnir. Ósjálfrátt þá eru leikir á móti Keflavík mjög fast spilaðir og mikil harka.“
SENDUM BÆJARBÚUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
„Þetta er stærsti leikur tímabilsins. Við leggjum allt undir í þessum leik og verðum eiginlega að vinna,“ segir Elvar Már Friðriksson leikmaður Njarðvíkur. Hvað segir sérfræðingurinn? Víkurfréttir leituðu til helsta körfuboltasérfræðings landsins, Jóns Björns Ólafssonar ritstjóra á Karfan.is, og fékk hann til að greina grannaslaginn. „Bæði lið töpuðu í síðustu umferð svo þau mæta hungruð inn í El Classico. Ég vona svo innilega að liðsmenn beggja liða verði á tánum og bjóði stuðningsmönnum sínum upp á leik eins og þeir gerast bestir. Bæði lið mega muna sinn fífil fegurri, það er nokkuð ljóst. Í rúmlega þrjá áratugi hafa þessi tvö lið skipt Íslandsmeistaratitlinum sín á milli með stöku hléum þar sem KR hefur aðallega náð að troða sér inn í myndina ásamt Grindavík, Haukum og Snæfelli. Eins og flestir geri ég ráð fyrir miklum slag, Craion og Marcus Van munu vafalítið slá um sig með
tvennum í þessum leik. Þá ætti einvígi Elvars og Stephens að verða athyglisvert í fimmta gírnum. Nigel Moore og Darrel Lewis munu einnig bjóða upp á gott einvígi og því býst ég við að Valur Orri Valsson og Magnús Þór Gunnarsson fái á sig hávaxna varnarmenn eins og Ágúst Orrason og Ólaf Jónsson svo einvígin er að finna í hverju horni. Við skulum ekki gleyma turnunum, ætlar Almar að sýna Friðriki hvernig nýja kynslóðin gerir þetta eða mun Heimaklettur pína hann með reynslunni? Allt annað en fullt hús er óásættanlegt, forsendurnar fyrir epískum slag eru fyrir hendi og í boði montrétturinn yfir jólahátíðina. Njarðvík, að frátaldri úrslitakeppni, hefur ekki unnið venjulegan deildarleik í Keflavík síðan 2. mars 2009. Grænir ættu því að vera hungraðir en stigin eru ekki auðsótt í Toyotahöllina,“ segir Jón Björn.
Sendum íbúum Sandgerðis bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
41
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Fagleg, traust og persónuleg þjónusta
Erum mætt aftur!
Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Apótek Suðurnesja er opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
42
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
vf@ vf.
PÓSTKASSINN
is
n SILJA DÖGG GUNNARSDÓTTIR skrifar:
Orkan er undirstaða öflugs atvinnulífs H
ver er þín afstaða til virkjana? var ein af þeim spurningum sem ég fékk á ferð minni um Suðurland nýlega. Spurningin kom frá bóndakonu í Álftaveri. Ég svaraði því til að ég væri hlynnt virkjanaframkvæmdum en að sjálfsögðu yrðu þær að vera gerðar á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Konan var sátt við svarið og bætti við: „Ég er ánægð að heyra þetta. Virkjun fyrir okkur myndi breyta öllu. Hér er þetta spurning um að sveitin lifi af eða ekki“. Talið barst að Rammaáætlun og fólkið á bænum var mjög ósátt við þá meðferð sem hún hefur fengið hjá núverandi ríkisstjórn. Græn orka er besti kosturinn Vinna, vöxtur, velferð eru slagorð sem Framsóknarflokkurinn hefur notað um árabil. Fremst ætti að standa orka, því án orku er erfitt að skapa atvinnu og án atvinnu verða ekki til verðmæti. Öll fyrirtæki, stór sem smá, sem og heimilin í landinu þurfa orku. Það eru ekki bara álver sem þurfa orku. Mér finnst oft að orkuöflun og ráðstöfun orkunnar sé sett undir sama hatt og allt á þetta að vera mjög neikvætt. En þá spyr ég, hvernig væri samfélagið án orkunnar?
Vilja menn fara að kynda aftur með kolum og olíu eða vilja menn alls ekkert kynda? Vilja menn kannski fá kjarnorkuver? Eitt er víst að fólk vill búa í hlýjum húsum og hafa rafmagn. Vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir framleiða græna orku. Ég vona að flestir geri sér grein fyrir því að orkan er nauðsynleg og þá er græn orka besti kosturinn. Svo geta menn haft sína skoðun á stóriðju. Það er annað mál. Hrokinn sigraði vísindin Rammaáætlun er áætlun um skilgreiningu virkjanakosta framtíðar. Virkjunarkostir eru flokkaðir í verndarflokk, biðflokk og virkjunarflokk. Þó að svæði fá stimpilinn virkjunarflokkur er ekki þar með sagt að virkjanaframkvæmdir séu samþykktar. Eftir sem áður þurfa fyrirhugaðar virkjanir að fara í gegnum langt og strangt ferli áður en nauðsynleg leyfi eru veitt. Vinna við gerð Rammaáætlunar hófst fyrir 13 árum síðan og að henni komu okkar færustu vísindamenn og sérfræðingar. Áætlunin var unnin á þverpólitískum grunni og átti því ekki að þjóna stefnu einhvers sérstaks stjórnmálaflokks, heldur vera fagleg niðurstaða fyrir alla Íslendinga. Það er sorglegt að segja frá því að núverandi ríkisstjórn er búin að eyðileggja þetta mikla starf. Fagnefndin skilaði af sér rammaáætluninni 2010 og síðan
þá hefur henni verið snúið á haus og nú er fátt eftir af upphaflega plagginu. Góðir virkjanakostir sem fóru í gegnum umhverfismat á sínum tíma, eins og Hvammsvirkjun og Holtavirkjun í NeðriÞjórsá, eru komnar í biðflokk. Virkjanakostur sem hefur lítið sem ekkert verið rannsakaður er hins vegar komin í virkjanaflokk, þ.e. Stóra Sandvík á Reykjanesi. Það er von Stjórnmálamenn hafa gersamlega farið offari í þessu máli og sniðgengið faglegt mat okkar færustu vísindamanna. Hrokinn á sér greinilega engin takmörk. Vísindaleg þekking og 13 ára starf er að engu haft. „En hvað getum við gert? Getum við snúið þessu við. Getum við fengið nýja Rammaáætlun?,“ spurði konan í sveitinni þar sem við sátum við eldhúsborðið hjá henni. Svar mitt er já, við getum það en ekki með þessa ríkisstjórn við völd. Við verðum að koma henni frá borðinu og fá að hefja síðan vinnu við nýja Rammaáætlun. Sú Rammaáætlun ætti að vera byggð á Rammaáætlun eins og hún var áður en hún var tekin í gíslingu af vinstri stjórninni. Silja Dögg Gunnarsdóttir, býður sig fram í Suðurkjördæmi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga 2013.
n Arndís Soffía SigurðarDÓTTIR skrifar:
Eru konur ekki frjálsar? Þ að sem felst m.a. í stefnu Vinstri grænna um kvenfrelsi er að í samfélaginu fái bæði konur og karlar notið sín og því er hafnað að fólki sé mismunað eftir kyni. Laun séu ákvörðuð með tilliti til þess sem leyst er af hendi en ekki því hvort karl eða kona vinnur verkið. Konum og börnum sé tryggt öryggi gegn öllu ofbeldi og að kynferðisofbeldi sé meðhöndlað sem lögbrot og gerendur kallaðir til ábyrgðar. Kynferðisofbeldi birtist m.a. í nauðgunum, sifjaspellum, klámi, vændi, mansali, kynferðislegri áreitni og líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn konum og börnum inni á heimilum þeirra. Kynbundið ofbeldi er grófasta birtingamynd kynjamisréttis. Unnið samkvæmt stefnu Vinstri grænna Baráttan gegn þessu ofbeldi hefur verið í öndvegi í innanríkisráðuneytinu á yfirstandandi kjörtímabili. Austurríska leiðin, um að fjarlægja megi ofbeldismann af heimili sínu, var leidd í lög og vinna er hafin við að fullgilda sátt-
mála Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum. Sáttmáli Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum hefur nú verið fullgiltur og á grunni þess sáttmála hefur innanríkisráðuneytið leitt vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Þar er fræðslu beint að börnum og fólki sem á samskipti við börn í starfi sínu. Á haustdögum 2010 hófst í ráðuneytinu viðamikið samráð um meðferð nauðgunarmála þar sem saman komu allar helstu stofnanir réttarvörslukerfisins, grasrótarsamtök og aðrar stofnanir sem koma að málaflokknum. Á grunni þessarar umræðu hefur verið ráðist í margs konar aðgerðir, þ.m.t. fræðslu um kynferðisofbeldi í samvinnu við Evrópuráðið og lagadeild HÍ, samstarf við EDDU – öndvegissetur við HÍ um fræðilega rannsókn á meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu og nauðsynlegar lagabreytingar, s.s. varðandi greiðslu miska- og skaðabóta. Ráðstefna um klám og samráð hefur verið haldin í samstarfi innanríkis-, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis. Það skiptir máli hvaða stefnu er verið að vinna eftir í ráðuneytunum. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í kvenfrelsismálum og
komið mörgu í framkvæmd á kjörtímabilinu. Margt er óunnið – höldum áfram á braut Vinstri grænna í kvenfrelsismálum. Besti vinur ofbeldisins er þögnin Það er áhyggjuefni að nýleg rannsókn sem gerð var á landsvísu hafi leitt í ljós að yfir 23% einstaklinga á Suðurnesjum eldri en 18 ára hafi orðið fyrir heimilisofbeldi. Könnunin sýndi að á Suðurnesjum væri ástandið hvað alvarlegast. Brugðist hefur verið við þessari niðurstöðu af mikilli alvöru. Aðgerðaráætlun félagsþjónusta á Suðurnesjum í samstarfi við Suðurnesjavakt velferðarráðuneytis hefur verið ýtt úr vör. Byrjað var á að halda málþing sem fram fór í Reykjanesbæ. Viðbrögðin við þessari alvarlegu niðurstöðu og sú aðgerðaráætlun sem hefur verið kynnt sýnist mér vera til mikillar fyrirmyndar. Einmitt með því að stuðla að vitundarvakningu um heimilisofbeldi er dregin lína í sandinn og því lýst yfir að heimilisofbeldi verði ekki liðið. Við ætlum að stíga fram og segja frá. Rjúfa þögnina. Vera frjáls. Arndís Soffía Sigurðardóttir Varaþingmaður Vg í Suðurkjördæmi
FRÉTTAVAKT VF Í SÍMA 898 2222 VAKTSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN
n Jórunn TómaSDÓTTIR skrifar:
Enn höggvið í sama knérunninn E
ins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneytið telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Skólastjórnendur FS telja sig hafa sýnt fram á að framlag ríkisins á ársnemanda sé hærra í öllum samanburðarskólunum. Þá greinir einnig á við ráðuneytið um að ástæðan fyrir lítilli hækkun á ársframlagi á hvern nemanda liggi í minnkandi þörf fyrir þjónustu á starfsbrautum eða fækkun á nemendum í hægferðum eða á almennri braut, þvert á móti. Það er með öllu óásættanlegt að fá ekki skýr svör við ábendingum skólans sem kynntar voru ráðuneytinu í byrjun mars sl. Endurskoða verði allar áætlanir skólans í ljósi stórfellds niðurskurðar, á sama tíma og skólanum er ætlað að taka virkan þátt í mótvægisaðgerðum vegna ástandsins hér á Suðurnesjum, sem krefst enn frekari útgjalda. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stærsti vinnustaður sveitafélagsins. Hann hýsir nú um 1100 nemendur á aldrinum 16 – 20 ára. Eins og fyrr greinir er allt útlit fyrir að synja þurfi fjölmörgum nemendum um skólavist á vorönn og jafnvel líka á haustönn 2013 vegna þess að fé skortir til þess að reka skólann. Á Suðurnesjum er gífurlegt atvinnuleysi sem hefur margháttaðar alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þann sem missir vinnuna, fjölskyldu hans og allt hans nánasta umhverfi. Fyrir stuttu kom út skýrsla þar sem segir að heimilisofbeldi sé mest á Suðurnesjum. Langvarandi atvinnuleysi leiðir til fátæktar, vanlíðunar, heilsubrests og félagslegrar einangrunar, aðstæður sem gjarna geta af sér ofbeldi. Margir nemendur FS eiga um sárt að binda vegna atvinnuleysis heima fyrir. Margir nemendur eru í FS vegna eigin atvinnuleysis. Skólinn hefur orðið þessum nemendum n.k. félagslegt úrræði, skjól á erfiðum tímum. FS hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum ríkisvaldsins og úrræðum gegn atvinnuleysi og tekið inn nemendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í staðinn fyrir að sjá engan tilgang með því að fara á fætur á morgnana
annan en að mæla götur eða að vera í tölvuleikjum daginn út og inn fara þeir í skólann og eru þar í ákveðinni rútínu og félagslegu samneyti við annað fólk. Skiptir þetta félagslega hlutverk skólans engu máli í því mannfjandsamlega ástandi sem ríkir í samfélaginu? Getur ríkisvaldið bara horft kalt á þreyttar einingar og veitt fé til skólans samkvæmt einhverju reiknilíkani sem margir telja að sé meingallað? Hvers virði er líf og framtíð ungmennanna sem ekki munu fá skólavist í FS á næstu önnum, vegna fjárskorts og ekki munu komast í nokkra vinnu heldur, vegna atvinnuskorts? Hefur ríkisvaldið eitthvert reiknilíkan til að reikna það út? Skýring stjórnvalda er sú að ekki sé til fé. Hver hugsandi maður veit að hér varð hrun. Hver hugsandi maður veit líka að það er nauðsynlegt að forgangsraða í fjármálum. Er það rétt forgangsröðun að hlúa ekki að æsku þessa lands, einkum og sér í lagi nú þegar illa árar? Er meira um vert að grafa göng gegnum fjöll fyrir nokkrar blikkbeljur? Höfum við efni á því sem þjóð, jafnt fjárhagslega sem siðferðilega, að synja fjölmörgum nemendum um skólavist á næstu önnum eins og sakir standa? Niðurskurður fjármagns til Fjölbrautaskóla Suðurnesja grefur enn frekar undan þeim sem verst eru staddir á þessu svæði. Er ekki kominn tími til að hafa manngildið að leiðarljósi? Allir starfsmenn FS hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum, taka á sig aukið vinnuálag til að kljást við þá örðugleika sem við stöndum öll frammi fyrir í kjölfar hrunsins. Og það fyrir mjög kjaraskert laun. Ég býst við að kennarar séu ein hámenntaðasta láglaunastétt landsins. Því má gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það leggi líka lóð á vogaskálarnar og veiti skólanum a.m.k. nægilegt fé til að hann fái sinnt sómasamlega þeim nemendum sem sækja um skólavist. Að ríkisvaldið sjái til þess að starfsumhverfið verði bærilegt bæði fyrir nemendur og annað starfsfólk. Nú er lag fyrir þingmennina okkar að þeir taki málið upp, skoði það ofan í kjölinn og berjist fyrir áframhaldandi öflugri starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þeir verða að horfast í augu við þá staðreynd að skólinn er ekki bara mennta- og uppeldisstofnun heldur hefur hann líka hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði á krepputímum. Þar fá þeir verðugt verkefni til að kljást við og sýna okkur hvað í þeim býr. Ef til vill þyrfti líka að endurskoða dreifingu fjár til menntastofnana á Suðurnesjum í ljósi heildstæðrar menntastefnu stjórnvalda. Ef hún er þá til. Jórunn Tómasdóttir kennari við FS
43
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012 LÖGREGLUFRÉTTIR
Menn eltu blaðburðarkonu
L
ögreglunni á Suðurnesjum barst á laugardagsmorgun tilkynning þess efnis að tveir menn á dökkleitri bifreið hefðu verið að elta blaðburðarkonu, sem var að störfum í Keflavík snemma morguns. Konan varð skelfingu lostin, tók til fótanna og bankaði upp á í næsta húsi, þar sem hún dvaldi þar til lögreglan kom. Húsráðendur þar kváðust einnig hafa séð bifreiðina lóna inn götuna. Lögreglan rannsakar málið og biður þá sem kunna að geta gefið upplýsingar um það að hafa samband í síma 420-1800.
Myndavélum og 300 lítrum af olíu stolið
F
Góð stemmning á útgáfutónleikum Geimsteins 2012
Þ
að var mjög góð stemmning á útgáfutónleikum Geimsteins á Ránni sl. fimmtudagskvöld en þá komu margir tónlistarmenn fram og sungu nokkur lög af geisladiskum sem koma út fyrir þessi jól. Nokkur spenna var fyrir flutningi Júlíusar Guðmundssonar sem kemur fram undir nafninu Gálan en níu lög á diski hans fyrir þessi jól eru með textum eftir Rúnar Júlíusson föður hans. Júlíus er
hæfileikaríkur tónlistarmaður og söng nokkur lög sem féllu í góðan jarðveg, greinilega fjölbreytt og skemmtileg plata á ferðinni. En það voru fleiri sem komu fram, Klassart, Hrafnar, Eldar, Bjartmar og Keflavíkurmærin Elísa Newman Geirsdóttir. Hún átti að margra mati bestu frammistöðu kvöldsins en nýi diskurinn hennar Heimþrá er virkilega góður. Góð aðsókn var á tónleikana og nutu gestir góðrar tónlistar.
jögur þjófnaðarmál voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. GPStæki var stolið úr bifreið í Njarðvík. Enn fremur var númeraplötum stolið af bifreið, einnig í Njarðvík. Þær fundust í næsta garði og var þá búið að eyðileggja þær. Þá var tveimur myndbandstökuvélum og einni myndavél stolið af kennarastofu Keilis. Loks var tilkynnt um þjófnað á 300 lítrum af olíu af vörubifreið í Grindavík. Það athæfi átti sér stað fyrir nokkrum dögum, en hafði láðst að tilkynna það fyrr en nú. Ofangreind mál eru til rannsóknar hjá lögreglu, sem biður þá, er kunna að geta gefið upplýsingar, að hafa samband í síma 420-1800.
NÝTT NÝTT Höfum opnað fyrir móttöku á fatnaði og þvotti í hreinsun í Versluninni Gjafir og Konfekt við Víkurbraut Grindavík
Baldursgata 14 - sími 421-3555
? ð a v h eða
44
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Hætti 45 ára í boltanum - Gestur Gylfason er enn á fullu og hefur það gott í Noregi
K
nattspyrnumaðurinn Gestur Gylfason fór eins og margir Íslendingar til Noregs eftir að hrunið skall á í leit að atvinnu og betra lífi. Gestur er að vinna við smíðar í Jölster í vestanverðum Noregi en hann fór af landi brott síðla sumars 2010. Marko Tanasic vinur Gests og fyrrum leikmaður Keflvíkinga, er að þjálfa knattspyrnulið bæjarins en hann útvegaði Gesti vinnu svo hann ákvað að slá til. Gestur segir að ekki hafi mikið verið að hafa vinnulega séð heima fyrir og þarna sá hann frábært tækifæri. „Marko vantaði einhvern svona rudda í vörnina og ég var tilvalinn í það hlutverk,“ segir Gestur og hlær. Gestur hefur gert garðinn frægan með bæði Keflvíkingum og Njarðvíkingum en hann á að baki farsælan og langan feril í knattspyrnunni. Ferlinum er þó hvergi nærri lokið. „Ég er fyrirliði hjá liðinu hérna og hef verið síðan ég kom út. Þannig að það þýðir ekkert fyrir mig að hætta þessu núna,“ segir Gestur glettinn. Liðið í bænum heitir Jölster IL og leikur í 4. deildinni í Noregi en þar er liðum skipt upp eftir svæðum í neðri deildum. „Meðan maður meiðist ekki þá er maður í þessu. Ég hef sloppið vel undanfarið og ekkert meiðst síðan ég kom hingað út.“ Auk þess að spila með karlaliðinu þá sér Gestur um að þjálfa kvennalið félagsins og hann er þessa stundina að ná sér í þjálfararéttindi og hyggur jafnvel á frama á þeim vettvangi. Er ekkert á heimleið á næstunni Gestur er mjög sáttur í starfi sínu í en hann segir starf smiðsins vera afar fjölbreytt í Noregi og auk þess eru launin góð. „Ég kvarta ekkert yfir laununum hérna og það er nóg að gera,“ segir Gestur sem býst ekki við því að vera á heimleið á næstunni. „Það þyrfti eitthvað rosalega gott að koma upp ef það ætti að verða,“ en þó kemur Gestur reglulega í heimsókn til Íslands enda fjölskyldan öll þar. Áður hefur Gestur reynt fyrir sér í Noregi en það var árið 1995 þegar hann lék knattspyrnu með Strömsgodset í Drammen í rúmlega ár. Það var því frekar auðveld ákvörðun fyrir hann að taka stökkið núna þegar tækifæri gafst til enda líkaði honum dvölin vel í fyrra skiptið.
Gestur fylgist vel með gangi mála heima í Reykjanesbæ en hann er í góðu sambandi við fjölskyldu og vini. Hann heyrir reglulega í fyrrum liðsfélögum úr fótboltanum og veit alltaf hvað er um að vera í boltanum. Gestur býr í Skei í Jölster en þar búa um 400 íbúar en í nánasta umhverfi búa um 3000 manns. Gestur býr á neðri hæðinni hjá eldra fólki sem hefur reynst honum afar vel og segir hann að bærinn sé frekar rólegur. „Þetta hentar manni alveg því maður er kominn á þann aldur að maður er ekki að djamma eða neitt slíkt. Svo er verið að æfa mörgum sinnum í viku og nóg að gera í vinnunni,“ en Gestur er hugsanlega að auka við sig og taka að sér aukavinnu fyrir bændur á svæðinu. Annars er venjulegur vinnudagur þannig að byrjað er að vinna um 7:30 eða 8:00 og deginum lýkur um klukkan 15:30. Veðurfar er nokkuð ólíkt því sem Suðurnesjamenn eiga að venjast en Gestur segir nokkuð snjóþungt vera í Jölster á veturna. Þarna rignir líka meira en í Bergen að sögn Gests og þá er nú mikið sagt. Norðmenn lífsglaðari en Íslendingar Að hans mati eru ekki allir svo heppnir að fá svona tækifæri og hafa góða vinnu. Gestur er á því að hann hefði sjálfsagt farið heim aftur hefði ekki gengið svona vel að aðlagast öllu umhverfinu og auk þess finnst honum gott að hafa nóg að gera í vinnunni. Tungumálið vefst ekki fyrir Gesti en hann byrjaði einfaldlega að tala málið um leið og út var komið og daglega umgengst hann fólk sem hjálpar honum að læra norskuna. Hann ber Norðmönnum vel söguna. „Ég myndi segja að yfirhöfuð væru Norðmennirnir mun ánægðari en við Íslendingar. Hér upplifi ég allt annað viðhorf gagnvart lífinu og allir eru mjög hressir.“ Ef maður nennir líka að vinna og leggja hart að sér þá taka Norðmenn vel á móti manni, við erum varla útlendingar í þeirra augum.“ Hann segir að fólk hafi það gott á þessum slóðum en stundum blöskrar honum verðlagið í Noregi. Hvað ætlar Gestur annars að vera lengi í boltanum? „Ég tek alveg 1-2 ár til viðbótar ef ég held mér heilum. 45 ára er fínn aldur til að hætta þessu,“ segir Gestur hress að lokum.
Knattspyrnuvöllurinn í Jölster.
Gestur þeysist um hafflötinn á sjóþotu.
45
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
Heldur 4. daga námskeið í knattspyrnu milli jóla og nýars í Reykjaneshöll. Fimmtudaginn 27. desember, föstudaginn 28. desember, laugardaginn 29. desember og sunnudaginn 30. desember. Almennt námskeið fyrir 9 -12 ára þar sem farið er í grunnþætti knattspyrnunnar. Tími frá kl. 10:30 - 11:55. Námskeið fyrir 13 - 16 ára þar sem aðaláherslan er varnar og sóknarleikur. Tími frá kl. 13:00 - 14:25.
Þátttökugjald kr. 7000,Nánari upplýsingar í síma 897 8384 Skráning fer fram á netfanginu boltaskoli@mitt.is Skráið nafn og kennitölu fyrir föstudaginn 21. des. Þegar búið er að skrá einstakling á námskeiðið verða sendar upplýsingar til baka með bankaupplýsingum. Þegar viðkomandi er búinn að borga gjaldið er hann skráður á námskeiðið.
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Tannlæknastofan Skólavegi 10 Á. Á. verktakar
Fitjabakka 1b - 260 Reykjanesbær - 421 6530 s. 555 7515
Vökvatengi 421 4980
Trésmiðja
Fitjar - Flutningar Hafnargötu 15 - Reykjanesbær 421 5280
Fitjabraut 1 - Reykjanesbær s. 421 7788
Ásbrú, sími 421 4777
Iðavöllum 8 - Reykjanesbær - 422 7140 - 422 7246 Jón Björn Sigtryggson, Sturla Þórðarson, Benedikt Jónsson, Kolbeinn Viðar Jónsson og starfsfólk tannlækningastofunnar
Radíonaust
Norðurtúni 2 - Reykjanesbær sími 421 3787
46
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
JólablaðIÐ 2012
Harðvítugar nágrannaerjur L
ögreglan á Suðurnesjum var kölluð út vegna harðvítugra nágrannaerja um helgina. Þar áttust við tveir einstaklingar sem búa sitt á hvorri hæðinni. Íbúi á neðri hæð tilkynnti lögreglu að íbúinn á efri hæðinni væri að henda rusli, sígarettustubbum og hundaskít niður í garðinn sinn. Fyrir helgi hefði hann ógnað sér með hafnarboltakylfu. Fáeinum mínútum síðar tilkynnti íbúi efri hæðarinnar lögreglu að íbúi á neðri hæð væri að grýta steinum,
mjólkurfernum og matarafgöngum í útidyrahurð og á svalir sínar. Enn barst tilkynning upp úr hádegi nokkru seinna og þá tilkynnti íbúi efri hæðar, að sá á neðri hæðinni hefði verið að ota að sér stórum eldhúshnífi sem hann væri búinn að binda á kústskaft. Hnífamaðurinn tjáði lögreglu að búnaðinn ætlaði hann sem vörn gegn hafnarboltakylfunni. Lögregla fjarlægði hnífinn og kústskaftið og sagði mönnunum að þeir ættu að leysa ágreininginn friðsamlega, með eða án aðkomu húsfélagsins.
Næsta blað kemur 20. desember VÍKURFRÉTTIR 2 út sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
ÝMISLEGT
TIL LEIGU Studíóíbúð í miðbæ Keflavíkur, allur búnaður fylgir. Uppl. í síma 698 7626.
ÓSKAST Óska eftir íbúð í Reykjanesbæ/ Sandgerði Við óskum eftir 2-3 herb. íbúð sem væri hugsanlega laus nú þegar eða fljótlega. Við erum hæglát hjón sem eru komin af léttasta skeiði og vantar helst íbúð til langtímaleigu. Uppl. í síma 770 5921.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Bryggjubásar - Skemmtilegur markaður í Reykjanesbæ Erum með opið föstud. frá kl. 16 til 20 og vikuna frá 17. des. laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 18. Skemmtileg markaðsstemmning. Básaleiga s. 666-3938. Bílskúrsútsala Verðum með bílskúrsútsölu að Djúpavogi 1, Höfnum, 15. og 16. desember. Gamalt og nýtt og svo er heitt á könnunni. Upplýsingar í síma 847-1499.
TIL SÖLU
Austin mini '91 árg. Vel með farinn mini til sölu. Verð 450 þús. Uppl. s. 693-2463 Ragnar Týndur köttur. Grábröndótt læða hvarf frá heimili sínu 13. nóv. í Innri-Njarðvík.Þeir sem hafa séð hana látið vita í síma 821 5618.
www.vf.is Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 12. des. - 19. des. nk.
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Þórhallur Guðmundsson verður með einkatíma þriðjudaginn 18. desember. Upplýsingar og tímapantanir í síma 421 3348
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 14. desember Léttur föstudagur kl. 14:00. Flugfreyjukórinn undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar Allir hjartanlega velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
Frá hópefli nemenda Fisktækniskólans 2011.
Góð aðsókn að Fisktækninámi á vorönn 2013 M
enntamálaráðuneytið hefur heimilað Fisktækniskóla Íslands að taka inn nýnemahóp á vorönn. „Eins og staðan er núna stefnir í að við þurfum að setja fólk á biðlista,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri en einungis eru teknir inn um 12 nemendur í hóp. „Við erum að kanna möguleika á að koma fleirum fyrir, en auk nýnema verður hópur nemenda Fjölbrautaskólans í kynningarnámi á vorönn. Þá verður hópur nemenda í starfsþjálfun á vinnustað – tilraunaskennslu sem hófst haustið 2011 og lýkur nú á vorönn,“ sagði Ólafur. Samningurinn um tilraunakennsluna kvað á um ýmiskonar þróunarstarf, kynningu á náminu og
samvinnu við aðra fræðsluaðila sem vilja bjóða fram nám í fisktækni auk tilraunakennslunnar í Grindavík. „Fisktækni er nýtt námsframboð og í stöðugri þróun en það má segja að þessum tilraunafasa sé nú að ljúka formlega og við búin að slíta barnskónum, enda fékk skólinn formlega viðurkenningu í júlí síðastliðnum. Nú er vinna hafin með fulltrúum ráðuneytisins að nýjum samningi sem tekur við af þeim gamla og þar með verður starfsemi skólans tryggð til næstu ára. Við reiknum einnig með að taka inn hóp nýnema næsta haust en þá verður áhersla lögð á yngra fólk sem er að ljúka grunnskóla. Við teljum okkur vera með mjög góðan
Þreyttur ökumaður út í móa L
ögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning um undarlegt aksturslag á Reykjanesbraut. Þar hefði verið í gangi eins konar svigakstur á vegkaflanum milli Voga og Grindavíkur. Fylgdi sögunni að ökumaðurinn hefði ekið bifreiðinni út af veginum og eitthvert út í móa. Lögregla hóf þegar að leita bifreiðar og ökumanns og fann hvoru tveggja á vegslóða við Vogana. Ökumaður tjáði lögreglumönnum að hann hefði verið orðinn mjög þreyttur og því farið út af Reykjanesbrautinni til að leggja sig, sem var vitaskuld hið eina rétta í stöðunni.
valkost fyrir ungt fólk sem vill fara óhefðbundnar leiðir í námi. Væntanlegir nemendur á vorönn eru á öllum aldri, en flestir eldri en átján ára. Þau sjá sér tækifæri í að ná sér í hagnýta menntun og hafa mikinn áhuga á náminu. 14. apríl ÞaðFimmtudagurinn er mjög ánægjulegt hvað2011 fólk hefur tekið vel við sér og höfum við orðið vör við mikinn áhuga hvort sem það er í grunnmenntun eða á námskeiðum skólans, s.s. veiðafæratækni, vélfræði og skipstjórn smáskipa. Við erum komin til að vera og þjónusta þá sem vilja mennta sig í tengslum við sjávarútveginn og til að koma til móts við óskir og þarfir greinarinnar,“ sagði Ólafur.
47
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012
JólablaðIÐ 2012
EITT AF UNDRUM VERALDAR ÞARF Á ÞÉR AÐ HALDA
Við leitum að öflugum, samviskusömum og jákvæðum snyrtipinna í ræstingarteymið okkar. Starfið felst í ræstingu á húsnæði Blue Lagoon samkvæmt úthugsuðu skipulagi. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2012 og fyrsti starfsdagur er í byrjun janúar 2013. Unnið er eftir 2-2-3 vaktakerfi. Nánari upplýsingar veita Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri, í netfanginu hulda@bluelagoon.is eða í síma 420 8838 og Stefanía Stefánsdóttir, ræstingastjóri, í netfanginu stefanias@bluelagoon.is eða í síma 420 8836. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á: www.bluelagoon.is/Um-fyrirtaekid/Atvinna/Atvinnuumsokn/
Umsagnir fólks um Mei mí beibísitt?
„Hollt fyrir börnin okkar líka að lesa um horfna tíma“ „ofboðslega skemmtileg“ „Mér fannst bókin ofboðslega skemmtileg. Við vorum nokkur saman að búa til laufabrauð og þar var bókin lesin upp fyrir hópinn og við hlógum og hlógum. Maður rifjar upp bernskuárin. Yndisleg bók.“ - Ása Ásmundsdóttir. „Frábær bók í einu orði sagt! Við lestur bókarinnar fórum við hjónin tilbaka í huganum, rifjuðum upp og yljuðum okkur við ljúfar minningar úr eigin æsku hér í Keflavík. Bókin er einstaklega skemmilega skrifuð og lýsir tíðarandanum svo vel, að maður hreinlega finnur lyktina sem var inni hjá Könunum og líka fnykinn sem gaus upp úr ruslatunnunum þegar maður var sjálfur að gramsa eftir Kanagóssi. Hollt fyrir börnin okkar líka að lesa um horfna tíma.“ -Mundi og Stebba. „Ég ólst ekki upp í Keflavík en vá hvað þessi bók endurspeglar líf okkar krakkanna á Íslandi á árum áður. Hlutir sem þú sérð ekki í dag, Ísland var svo saklaust þá. Ég sé mína eigin bernsku í þessari bók. Skemmtileg lesning.“ - Guðrún Laukka. „Mér finnst bókin skemmtileg. Hún vekur upp minningar og hjálpar mér að muna eftir minni eigin æsku. Ég mæli með þessari bók fyrir alla, sérstaklega þá sem ólust upp hér.“ - Guðbjörg Jónsdóttir.
Marta áritar bókina sína í Nettó Reykjanesbæ föstudaginn 14. desember frá kl. 16:00 - 18:00
Síðasta prentun fyrir jól!
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540
Fimmtudagurinn 13. desember 2012 • 49. tölublað • 33. árgangur
FIMMTUDAGSVALS
Léttklæddir á dagatali
S
lökkviliðsmenn Brunavarna Su ður nesja l e gg ja gó ðum málum lið með því að afla fjár með sölu á dagatali sem skreytt er myndum af léttklæddum slökkviliðsmönnum. Myndirnar eru teknar og unnar af félögum í ljósmyndaklúbbnum Ljósopi í Reykjanesbæ. Þetta er þriðja árið sem slökkviliðsmenn gera dagatal sem selt er til stuðnings góðu málefni. Í ár ætla þeir að styrkja unga stúlku frá Reykjanesbæ, Bryndísi Huldu, sem fæddist þann 26. nóvember síðastliðinn. Bryndís Hulda, sem er dóttir þeirra Söndru Valsdóttur og Garðars Magnússonar, er með mjög alvarlegan hjartagalla sem greindist
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting
VALUR KETILSSON SKRIFAR
T
í 20 vikna sónar og móður hennar var boðið að enda meðgönguna en tók það ekki í mál. Hún fór því út í hjartaaðgerð aðeins tveggja daga gömul. Þessu fylgir mikill kostnaður fyrir fjölskylduna en fyrir eiga hjónin tvö börn. Slökkviliðsmennirnir hafa því ákveðið að styrkja fjölskylduna og hvetja fólk til þess að kaupa dagatal. Einnig er búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna: kennitala 190386-2879 og reikningurinn er 542-14-402847 hjá Íslandsbanka. Hægt er að kaupa dagatölin í Nettó og Bónus Reykjanesbæ, blómabúðinni Cabo í Reykjanesbæ og hjá Brunavörnum Suðurnesja.
Verðtryggð viska
aktu þátt í spennandi hlutabréfaleik, þú hefur engu að tapa.....allt að vinna! Mér hreis hugur við tilhugsunina um að fjörið væri að byrja aftur. Er virkilega ver ið að æs a upp hungrið í lýðnum? Nema hvað það eru allir vasar tómir þessa dagana og engin lán í boði. Spariféð uppurið og liggur hjá kröfuhöfunum. Fæst ekki aftur gegn veði í hlutabréfum. Gott. Verðtryggðu lánþegarnir bíða spenntir eftir afskriftum. Voru nógu afturhaldssamir til þess að taka ekki áhættu í gengistryggingunni. Slæmt. Langaði bara ekkert til þess að taka þátt í þessari vitleysu. Nema í bílalánunum. Svo helvíti hagstæð. Á meðan gengið var kolvitlaust. Í hina áttina. Bíllinn dæmdur gamall. Þriggja ára.
Þ
að var hugur í settinu að minnka við sig. Reyndar aðeins of snemma en hvað um það. Alltaf til í að reyna eitthvað nýtt. Seldum alltof stórt hús og keyptum alltof lítið í staðinn. Milligjöfin hugsanlega nýtt til þess að greiða niður skuldir. Afbrigði af gamla skólanum árið 2004. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar í góðærinu og kíkti inn á hlutabréfamarkaðinn. Renndi hýru auga á bankana þrjá og flugbransann enda svifu flugvélar yfir þökum. Fóru alltaf í loftið og komu reglulega heim. Stútfullar af farþegum. Ekki hægt að tapa á svoleiðis bransa. Með fjórar milljónir í vasanum. Hafði aldrei haldið á svoleiðis fúlgu. Nema þegar ég fór með sparimerkjabókina undir hendinni og leysti þau út fyrir fyrstu íbúðinni. Hundrað þúsund kallar þá.
H
jartað tók aukaslög í samræðum við Sparibankann. Sölumaðurinn taldi mig veðja á réttu hestana. Veðhlaupið í al-
gleymingi. „Þú veðjar á þá spretthörðustu,“ sagði hann sallarólegur á meðan hann millifærði hverja milljónina á fætur annarri inn í sölukerfi hlutabréfakerfisins. Ég kom heim sveittur í lófunum og tilkynnti frúnni að ég væri búinn að þessu. Ekki hægt að tapa. Græði miklu meira en sem nemur vöxtunum af lánunum, sem til stóð að niðurgreiða. Nóttin áhyggjulaus en órói innra með mér. Hvað ef allt fer nú fjandans til. Nei, gröfin stefna öll í eina átt. Upp.
M
agapínan hófst við fyrsta hanagal. Bréfin lækkuðu á fyrsta degi og sveifluðust næstu daga. Upp og niður. Innyflin tóku sömu dýfur. Fréttir af frábærum uppgjörum „háeffanna“ gerðu ekki annað en að minnka virði þeirra. Andskotinn, ég nenni þessu nú ekki. „Viltu vinsamlega selja þetta allt, strax!“ Betra að uppfæra innbúið og kaupa bíl fyrir afganginn. Verðtryggðu lánin halda sér svo vel. Er það ekki?
FRÉTTAVAKT Í SÍMA 898 2222 ALLAN SÓLARHRINGINN
OPNUNARTÍMI VERSLANA
VERSLUM HEIMA! -HAGUR Í HEIMABYGGÐ
JÓLASVEINAR SPRELLA UM BÆINN föstudaginn fimmtudaginn föstudaginn laugardaginn sunnudaginn
14. des. 20. des. 21. des. 22. des. 23. des.
kl.15:00 - 17:00, kl. 15:00 - 17:00, kl. 15:00 - 17:00, kl. 15:00 - 17:00, kl. 15:00 - 17:00 og 20:00 - 23:00.
Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur
15. des. 16. des. 17. des. 18. des. 19. des. 20. des. 21. des. 22. des. 23. des. 24. des.
Opið 10:00 - 18:00 Opið 13:00 - 18:00 Opið 10:00 - 22:00 Opið 10:00 - 22:00 Opið 10:00 - 22:00 Opið 10:00 - 22:00 Opið 10:00 - 22:00 Opið 10:00 - 22:00 Opið 10:00 - 23:00 Opið 09:00 - 12:00
Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru: