Ægismenn - Björgunarsveitin Ægir í desember 2024

Page 1


ÆGISMENN

Þú

getur unnið 100.000 kr. inneign

Brenna og flugeldasýning í Garði um áramótin

n Áramótabrenna og flugeldasýning í boði Suðurnesjabæjar verður haldin á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg á gamlárskvöld ef veður leyfir. Brennan hefst kl. 20:00 og flugeldasýningin kl. 20:15.

Björgunarsveitin Ægir sér ávallt um áramótabrennur í Garði, sem nú eru haldnar annað hvert ár í Garðinum eftir sameiningu sveitarfélagana Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ.

Hleðsla áramótabrennu hefst á milli jóla og nýárs. Stranglega bannað er að setja efni á brennuna án leyfis.

Björgunarsveitin getur tekið á móti örlitlu efni í viðbót. Fólk sem er með eldivið á brennuna getur haft samband við félaga í Ægi í síma 862 9800.

Flugeldasalan er í Þorsteinsbúð

n Árleg flugeldasala Björgunarsveitarinnar Ægis er í Þorsteinsbúð að Gerðavegi 20b í Garði. Flugeldasalan er opin dagana 28. til 31. desember. Opnunartímar eru í auglýsingunni hér að neðan.

Eldsumbrot hafa breytt miklu

n Starfið hjá Björgunarsveitinni Ægi hefur tekið miklum breytingum síðustu misseri.

Eldsumbrot á Reykjanesskaganum ráða þar mestu. Að hafa fengið regluleg eldgos frá því í mars 2021 hefur sett mark sitt á starfsemina og mikill þungi farið í bæði útköll og mönnun verkefna í þeim tíu eldgosum sem orðið hafa á Reykjanesskaganum á síðustu árum.

Verkefnin tengd eldgosunum hafa einnig tekið breytingum eftir því sem á hefur liðið. Fyrstu gosin voru það sem kalla má ferðamannagos og verkefnin þá tengd því umstangi sem fylgdi því. Eftir að eldgosin færðust nær Grindavík og Sundhnúkagígaröðin varð virk fyrir rétt um ári, hafa verkefni björgunarsveita orðið öðruvísi.

„Að fá öll þessi eldgos hefur sett nýja mynd á starfið hjá okkur. Eldgosin gnæfa yfir annað í okkar starfi. Verkefnin sem voru áður eru samt sem áður ennþá til staðar,“ segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ægis, í samtali við blaðið. Hann bendir á að í tengslum við

eldgosin hafi björgunarsveitin þurft að kaupa öðruvísi búnað. „Við erum til dæmis farnir að reka gasmæla. Þeir eru alls ekki ódýr búnaður og hafa bara ákveðinn líftíma,“ segir Ingólfur. Björgunarsveitin Ægir hafði fram að eldgos-

unum ekki verið með viðbragð fyrir hálendið. Gríðarlegur fjöldi fólks upp til fjalla á Reykjanesskaganum hefur sannað það fyrir björgunarsveitarfólki að það er auðvelt að týnast á Reykjanesskaganum.

Til að bregðast við verkefnum tengdum eldsumbrotum hefur Björgunarsveitin Ægir fest kaup á torfærutæki, svokölluðum Buggybíl. Þessi tæki reynast vel á slóðum í og við Fagradalsfjall, björgunarfólk kemst hraðar yfir og Buggy-bílarnir fara betur með mannskapinn.

Áður en Buggy-bíllinn var keyptur var notast við jeppa björgunarsveitarinnar. Hann var nær stöðugt í verkefnum og það varð þess valdandi að hann slitnaði mikið, enda mikið álag á bílnum í Fagradalsfjalli.

Ingólfur segir að eldgosin hafi útheimt mikla vinnu hjá félögum í Björgunarsveitinni Ægi. Það hafi þurft að samræma gosvaktirnar við önnur verkefni sveitarinnar. „Það hefur þurft að sýna mikla þolinmæði og mannskapurinn hefur sýnt þrautseigju í að takast á við þessar áskoranir.“

FRÉTTABRÉF

BJÖRGUNARSVEITARINNAR

ÆGIS Í DESEMBER 2024

Umsjón með útgáfu:

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Hönnun og umbrot: Víkurfréttir ehf.

Prentun: Landsprent

Dreift inn á öll heimili í Garðinum.

Liggur frammi í verslunum í Suðurnesjabæ.

Stjórn Björgunarsveitarinnar Ægis

Formaður: Ingólfur E. Sigurjónsson

Varaformaður: Sindri F. Júlíusson

Gjaldkeri: Bergvin K. Guðmundsson

Ritari: Bergur R. Birgisson

Meðstjórnandi: Sigurgeir H. Ásgeirsson

Varamaður: Kristófer M. Þórhallsson

n Slysavarnadeildin Una í Garði styrkti Björgunarsveitina Ægi um tvær milljónir króna til kaupa á Buggy-bíl.

Slysavarnadeildin Una í Garði

er öflugur bakhjarl Ægis

n Í Þorsteinsbúð hefur Slysavarnadeildin Una í Garði aðstöðu fyrir sitt félagsstarf. Slysavarnadeildin er, eins og nafnið bendir til, í forvarnastarfi. Mikill vöxtur hefur verið í starfinu hjá slysavarnadeildinni á síðstu árum.

Þar hefur verið mikil nýliðun og öflugt félagsstarf.

Slysavarnadeildin Una í Garði hefur einnig verið öflugur bakhjarl Björgunarsveitarinnar Ægis og komið með myndarlegum hætti að starfinu þar. Nýverið lagði Una í

Garði t.a.m. til tvær milljónir króna til kaupa á Buggy-bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var keyptur notaður af Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og er með mikla og góða reynslu úr Fagradalsfalli og umhverfi þess.

Reka upp stór augu í Garðinum

n Aðrar björgunarsveitir reka upp stór augu þegar þær sjá þá aðstöðu sem félögin hafa skapað sér í Þorsteinsbúð. Aðstaðan þar er örugglega einsdæmi á Íslandi.

En stóru húsi fylgja líka stórar áskoranir og það þarf að afla fjár til að reka húsið. Húsið er rekið með því að leigja út vetrargeymslur í húsinu fyrir ferðavagna og -tæki.

Alhliða björgunarsveit sem sinnir verkefnum víða um land

n Verkefni Björgunarsveitarinnar Ægis hafa tekið breytingum í áranna rás. Sveitin hefur færst frá því að vera sjóbjörgunarsveit og sveit sem sinnir þjónustuhlutverki við íbúa sveitarfélagsins þegar óveður og ófærð geisa yfir í alhliða björgunarsveit sem sinnir verkefnum víða um land.

Mikið hefur breyst með Slysavarnaskóla sjómanna og útköllum til sjós því fækkað mjög mikið. Þau verkefni eru þó enn til staðar og Björgunarsveitin Ægir er vel búin til verkefna nálægt ströndinni. Þannig er björgunarsveitin með vel útbúinn sjóflokk sem er búinn tveimur slöngubátum og er með sérstakan bíl til að sjósetja bátana.

Með sérstakan bíl til að sjósetja slöngubáta

Þegar nýjar sjóvarnir voru settar upp við bryggjuna í Garði var lokað á þann möguleika að sjósetja báta úr fjörunni þar. Þá hefur

björgunarsveitin verið með krana á bryggjunni en veður og sjógangur skemmdu hann reglulega. Það var því brugðið á það ráð að kaupa bíl fyrir sjóflokkinn með krana og víraheysi. Bíllinn verður einnig notaður til að flytja annan búnað á milli staða og nýtist víraheysi til þess. Þó svo verulega hafi dregið úr verkefnum á sjó, þá hefur verk efnum björgunarsveitarinnar langt því frá fækkað. Þau hafa bara færst til og í raun fjölgað. Með fjölgun ferðamanna hefur verkefnum fjölgar gríðarlega.

Verkefnin færst upp á land

Verkefnin hafa færst upp á land og snúast nú m.a. um leit að týndu fólki. Verkefni björgunarsveita í dag eru líka þvert á sveitarfélaga mörk og mjög algengt að björgun arsveitarfólk fari á milli svæða og að björgunarsveitir séu kallaðar út á landsvísu. Nokkur útköll berast Björgunarsveitinni Ægi á hverju

ári sem koma langt að og að björgunarsveitarfólk úr Garðinum þurfi að manna verkefni úti á landi. Þess ber þó að geta að Björgunarsveitin

Ægir er ekki með sérþjálfaða leitarmenn, sem eru útbúnir fyrir erfiðar og mjög krefjandi aðstæður. Þannig mannskapur fær mun fleiri

verkefni. Félagsmönnum í Ægi stendur þó til boða að sérhæfa sig á því áhugasviði

Opnunartímar í Þorsteinsbúð:

28. desember kl. 14:00 - 22:00

29. desember kl. 10:00 - 22:00

30. desember kl. 10:00 - 22:00

31. desember kl. 10:00 - 16:00

Hálendisvaktin er gott hópefli

Bjarni Rúnar Rafnsson fór fyrir hálendisgæsluverkefni sem Björgunarsveitin Ægir tók að sér í sumar. Félagar úr Ægi höfðu þá átta daga dvöl í Landmannalaugum og sinntu ýmsum verkefnum á stóru svæði þar í kring.

Það komast færri að en vilja í hálendisvaktinni sem björgunarsveitir innan Slysavarnafélagsins

Landsbjargar hafa annast í mörg ár. Sveitir sem eru nýjar í verkefninu hafa þó forgang og þar sem Björgunarsveitin Ægir hafði aldrei áður tekið þátt í verkefninu, var sveitinni úthlutað vakt í Landmannalaugum í júlí síðastliðnum.

Bjarni Rúnar er Garðmaður en starfaði í mörg ár í annarri björgunarsveit. Þar sá hann einnig um háldendisgæsluverkefnið í nokkur ár með ágætis árangri. Bjarni Rúnar er núna kominn aftur heim í Björgunarsveitina Ægi og sýndi því áhuga þegar auglýst var eftir þátttakendum í hálendisgæsluna í sumar að Ægir myndi taka þátt. Þéttir hópinn

„Hálendisvaktin er svo gott hópefli fyrir björgunarsveitarfólk. Að vinna og gista saman í nokkra daga þéttir hópinn og mannskapurinn kynnist vel,“ segir hann. Björgunarveitin Ægir sendi tólf manns í verkefnið en Bjarni Rúnar segir það jákvætt fyrir sveitina að taka þátt í verkefninu og það sé skemmtilegt að taka þátt í hálendisvaktinni.

Þegar lá fyrir að Ægir myndi taka þátt í hálendisvaktinni var auglýst eftir þátttakendum innan sveitarinnar og haldinn fundur þar sem verkefnið var kynnt og til hvers væri ætlast af mannskapnum á meðan hann væri þarna.

„Því er þannig háttað hér í Ægi að félagar í sveitinni hafa verið að

til verkefnisins.“

Í Landmannalaugum er gert ráð fyrir að níu til fimmtán manns sinni hálendisvakt hverju sinni. Hópurinn frá Ægi taldi tólf manns þegar mest var. Mæting er í Landmannalaugar kl. 15 á sunnudegi og staðin sólarhrings vakt til kl. 15 næsta sunnudag.

Þurfum að vera sjálfbær í átta sólarhringa

Verkefnin eru margskonar. Þau eru allt frá því að vera bara leiðsögn, rispur og minniháttar sár

Það er áhugi hjá hópnum að endurtaka leikinn og sækja aftur um hálendisvakt næsta sumar. Þetta er verkefni sem vonandi eykur áhuga hjá mönnum og gerir þá að sterkari björgunarsveitarmönnum.

Bjarni Rúnar nefndi áðan þolinmæði, því það getur verið erfitt að eiga samskipti þegar tungumálin eru mörg. Oft er gripið til látbragðsleiks og Google Translate kemur að góðum notum. Það er hins vegar kostur að sársauki og eymsl eiga sér alþjóðlegt tungumál sem allir skilja.

Í langan göngutúr með hross með garnaflækju

vaktin reyni á marga þætti í starfi

hjálparkunnáttu og þolinmæði í að eiga samskipti við fólk, því oftar en ekki eru tungumálaörðuleikar.

Þá reynir þetta á skipulag, því við þurfum að vera sjálfbær í þessa átta sólarhringa sem við erum á

tungumál

bilaðir bílar hingað og þangað. Við þurftum að sinna nokkrum veik

Fjölmörg fyrirtæki hér á svæðinu lögðu Björgunarsveitinni Ægi lið og styrktu til hálendisfararinnar og þessi fyrirtæki eiga miklar þakkir skilið fyrir stuðning sinn við sveitina og hálendisverkefnið.

„Það fór enginn svangur heim úr hálendisvaktinni,“ segir Bjarni Rúnar og hlær.

„Hálendisvaktin í sumar var fín reynsla fyrir hópinn og gott hópefli.

Það eru ekki bara tvífætlingar sem lenda í vanda á fjöllum. Í hálendisvaktinni í sumar veitti hópurinn frá Ægi athygli hrossi sem var teymt fram og aftur um svæðið í Landmannalaugum. Tvær konur sem voru með hrossið voru bæði orðnar svangar og þyrstar. Eftir samtal við þær kom í ljós að hrossið var með garnaflækju og mátti ekki stoppa. Það kom því í hlut Bjarna Rúnars og félaga að fara í langan göngutúr með dýrið á meðan umsjónarkonurnar fengu að borða og drekka hjá hálendisvakt Ægis. Síðar fréttu þau að hrossið hefði náð fullri heilsu. Þegar Ægisfólkið var í Landmannalaugum var talsvert að gera í að draga bíla upp úr ám og koma farþegum þeirra til bjargar. Nokkuð var um að ferðamenn væru að koma sér í vandræði á hálendinu þessa daga þar sem jökulhlaup hafði tekið brú af á austan við Vík og misbúnir bílar voru á ferðinni í ám sem eru í raun ófærar nema vel búnum bílum.

Leikskólinn Grænaborg við Byggðaveg í Sandgerði. Aðalverktaki var Bragi Guðmundsson ehf.

Gleðilega hátíð

Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Báruklöpp í Garði, Suðurnesjabæ. Þar byggir Bragi Guðmundsson ehf. par- og raðhús.

n Björgunarsveitarfólk gengur um borð í danska herflutningavél í Keflavík.

Tekið þátt í erfiðum útköllum

n Björgunarsveitin Ægir hefur í gegnum tíðina fengið erfið og krefjandi verkefni. Hópur frá Ægi fór t.a.m. í erfitt útkall í Landmannalaugar yfir nokkrum árum þar sem slys varð í straumvatni og einstaklingur sem hafði fallið í á hvarf undir ís við fjallshlíð. Það var verkefni Ægismanna og fleiri björgunarsveitarmanna að moka í burtu snjóhengju sem var út á ísinn í ánni. Þetta verkefni reyndi mjög á mannskapinn, því löng ganga var á slysstaðinn frá Landmannalaugum.

Þá fór mannskapur frá Ægi með flugvél danska hersins norður í land til leitar að einstaklingi sem féll í krapa þegar krapastífla gaf sig í Eyjafirði.

Að sögn formanns Ægis er það undantekning ef björgunarsveitin nær ekki að manna verkefni. Það séu ávallt einhver tilbúin að leggja á sig þátttöku í þeim verkefnum sem óskað er eftir mannskap í.

Ekki allra að starfa í björgunarsveit

Það er ekki allra að starfa í björgunarsveit og góð þjálfun getur

komið að góðum notum. Félagar í Björgunarsveitinni Ægi hafa þurft að taka þátt í verkefnum þar sem banaslys hefur orðið. Þá er Slysavarnafélagið Landsbjörg með öflugan mannskap í sálgæslu sem tekur á móti þeim sem fara í útköll sem geta reynt á.

Einnig hafa félagar tekið þátt í leit að týndum einstaklingum sem jafnvel hafa fundist eftir langan tíma og þá er einnig gott að hafa þá aðstoð sem sálgæslan býður upp á.

Ægir útvegar björgunarsveitarfólki sínu grunnfatnað björgunarmanns

Hjá Björgunarsveitinni Ægi er farið eftir kerfi frá Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar kemur að þjálfun björgunarsveitarfólks. Undirbúningur að því að gerast félagi í björgunarsveitinni tekur eitt ár. Gerð er krafa um fyrstuhjálparréttindi.

Ægir útvegar björgunarsveitarfólki sínu grunnfatnað björgunarmanns, þannig að viðkomandi sé útkalls hæfur í skjólgóðum klæðum. Það kostar umtalsverða fjármuni að klæða upp björgunarsveitarmann og útbúa hann með fjarskiptum. Fatnaður getur kostað um 200.000 krónur á mann og fjarskiptabúnaður annað eins.

Niðurgreiða námskeið

Björgunarsveitin Ægir niðurgreiðir líka ýmis nám skeið fyrir björgunarsveitarfólk. Stór og mikil nám skeið eru í boði á hverju ári sem eru vottuð af ýmsum aðilum. Námskeið eru einnig að færast í aukana en innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar er mikið af sérmenntuðu fólki á ýmsum sviðum.

„Við viljum fá sem flesta í starfið til okkar. Við erum að gera minni kröfur en aðrar sveitir þegar kemur að inntöku nýliða en hvetjum öll sem koma til starfa með okkur að sækja þau nám skeið sem eru í boði fyrir nýliða og tökum þátt í kostnaði við þau,“ segir Ingólfur formaður.

Úr nágrannasveitarfélögum

Félagar í Björgunarsveitinni Ægi koma ekki bara úr Garði. Í sveitinni starfar einnig fólk úr nágrannasveitarfélögum. Þá eru félagar með gestaaðild í Ægi. Það er fólk sem er að setjast að á svæðinu og hefur verið að starfa í öðrum björgunar sveitum og vill halda áfram því starfi með Ægi. „Við tökum öllum fagnandi. Við erum meðvituð um að það getur verið áskorun að koma inn í starfið hjá okkur. Við leggjum okkur fram við að taka vel á móti fólki og að það finni sig velkomið hjá okkur,“ segir Ingólfur jafnframt.

Opnunartímar í Þorsteinsbúð:

28. desember kl. 14:00 - 22:00

29. desember kl. 10:00 - 22:00

30. desember kl. 10:00 - 22:00

31. desember kl. 10:00 - 16:00

n Björgunarsveitin Ægir hefur útbúið fyrsta og eina sérútbúna bílinn sem er stjórnstöð fyrir dróna.

n Björgunarsveitin Ægir er í dag að leggja lokahönd á fyrsta og eina sérútbúna drónabílinn hér á landi. Um er að ræða bíl af gerðinni Volkswagen Crafter með fjórhjóladrifi. Bíllinn er innréttaður sem færanleg stjórnstöð fyrir dróna sem verða notaðir við leit og eftirlit.

„Hugmyndin að drónabílnum er nokkurra ára gömul og við höfum farið nokkuð langt í þessum pælingum okkar. Við vildum eiginlega fara með þetta alla leið,“ segja þeir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður Ægis, og Sindri F. Júlíusson, varaformaður Ægis.

Eftir að hafa skoðað ýmsan búnað settu þeir sig í samband við fyrirtæki í Ísrael sem hefur þróað dróna sem eru samtvinnaðir við bíla og sinna m.a. landamæragæslu og er notaður í hernaði.

Víða leitað fanga

„Við vildum búnað sem þolir vond veður og þar var það þessi búnaður sem er á bíl og er tengdur dróna með vír, þannig að dróninn eltir bílinn þegar honum er ekið. Við vorum samt fljótir að komast að því á þessum tíma að þessi útfærsla yrði okkur of dýr. Við erum samt að hlæja af því í dag þegar smíðinni á þessum bíl okkar er lokið og drónarnir sem notaðir eru með honum eru að slaga upp í kostnaðinn við búnaðinn frá Ísrael,“ segir þeir félagar. Reyndar væri hægt að hækka verðið verulega með því að setja myndavél á drónann sem er með sömu nætursjón og þyrlur Landhelgisgæslunnar.

Núverandi drónaverkefni er byggt á VW Crafter sem hefur verið innréttaður sem færanleg stjórnstöð fyrir drónana. Í bílnum eru stórir skjáir og öflug loftnet á bílnum, bæði til að halda stöðugu sambandi við dróna á flugi og ekki síður til að vera í góðu netsambandi. Drónabíllinn er búinn tækni sem þarf að vera sítengd neti.

Öflugasti dróni landsins

Keyptur hefur verið öflugasti dróni landsins sem m.a. er búinn hita myndavél sem er sú fullkomnasta á markaðnum. Þá er annar minni dróni sem veitir þeim stærri stuðning.

Drónabíllinn er með góðri vinnuaðstöðu þar sem fer vel um stjórnendur drónanna og þá sem vinna við að greina það myndefni sem berst frá drónunum. Notast er við hugbúnað sem vinnur með gervigreind og sérhæfir sig í að greina eitthvað óeðlilegt eða frá brugðið í myndefni. Þannig greinir hugbúnaðurinn litabreytingar í yf irlitsmyndum. Hugbúnaðurinn sér m.a. ef öðrum lit en er í náttúrunni bregður fyrir eða ef hreyfing greinist í náttúrunni.

Bíllinn sjálfbær með rafmagn

Bíllinn er sjálfbær með alla hleðslu á rafhlöðum fyrir drónana og er með öflugt rafkerfi til að hægt sé að nota fjölda skjáa og tölvubúnað, jafnvel dögum saman. Þá er bíllinn útbúinn öflugri rafstöð.

Bíllinn hefur ekki verið sýndur opinberlega ennþá. Hann er í raun sýndur nú í fyrsta skipti í þessu blaði. Næstu vikur og mánuðir fara í þjálfun á mannskap en Björgunarsveitin Ægir ætlar að sérhæfa sig í drónaverkefnum en mikil þörf er fyrir þjálfaða drónaflugmenn í fjölbreytt verkefni.

Drægni og flugtími alltaf að aukast

Þeir félagar segja dróna geta gert svo margt í dag og nýtast vel við leitarverkefni. Takmarkaður flugtími hefur verið helsta vandamálið en drægni og flugtími er alltaf að lengjast.

Í dag teljast svæði sem leituð eru með drónum ekki 100% leituð en því vilja Ægismenn breyta með því að nýta sér nýjustu tækni sem greint var frá hér að framan. Með því að fljúga ákveðið ferli á að vera hægt að leita að sér allan grun. Bæði má skoða svæðin í rauntíma og einnig vinna út efninu eftir á í drónabílnum. Öll aðstaða á að vera til þess í bílnum.

Aðspurðir hvort svona bíll sé ekki flottheit og hægt sé að vinna sömu vinnu úr aftursætinu á jeppa er svarið það að auðvitað er hægt að nota minni bíla, en þá þreytist mannskapurinn fyrr. Í drónabíl Ægis, sem á enn eftir að fá nafn, er lagt upp með það að hafa vinnuaðstöðu eins og best verður á kosið.

Heill skógur af loftnetum

Á þaki bílsins er heill skógur af loftnetum. Þau eru annars vegar til að halda góðu sambandi við drónana á flugi og svo er mjög öflugt loftnet til að tryggja besta mögulega 4G og 5G netsamband sem mögulegt er. Smíði drónabílsins hefur verið kostnaðarsamt verkefni. Björg unarsveitin Ægir hefur verið að leggja fyrir peninga til verkefnisins á undanförnum árum, auk þess að leggja á sig ómælda vinnu við að útbúa bílinn.

Hafa miðlað af reynslu sinni til okkar

Leitað var til Camp Easy sem hefur mikla reynslu af því að breyta Volkswagen Crafter bílum. Það fyrirtæki er í Reykjanesbæ og tók

n Séð inn í stjórnstöðina í bílnum. Drónarnir tveir inni á gólfi. að sér að hækka bílinn upp, smíða í hann gólf, setja á hann lofttúður og verja alla mögulega fleti undir bílnum sem geta skemmst þegar farið er út fyrir þjóðvegi. „Þeir hjá Camp Easy tóku virkilega vel á móti okkur og hafa komið með gríðarlega reynslu inn í breytingar á bílnum. Við höfum ekki þurft að finna upp hjólið sjálfir, heldur hafa þeir miðlað af sinni reynslu til okkar, sem er alveg ómetanlegt. Þá höfum við fengið allan tölvuog skjábúnað í bílinn hjá Tölvulistanum. Hann hefur aðstoðar okkur við að fá það besta sem völ er á í svona bíla. Þá fengum við allan rafbúnað hjá Bláorku (Netberg). Það er búnaður sem leyfir okkur að hafa allt tengt á sama tíma. Þá erum við með marga góða styrktaraðila sem koma að þessu verkefni með okkur.“

Gleðilega hátíð!

Óskum starfsfólki okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Öll börn í 8. bekk fengu reykskynjara

n Unnið að endurbótum á samkomusalnum í Þorsteinsbúð.

Miklar endurbætur á Þorsteinsbúð

n Þorsteinsbúð, aðsetur Björgunarsveitarinnar Ægis, Slysavarnadeildarinnar Unu í Garði og Unglingadeildarinnar Ránar, hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu ár. Unnið hefur verið að endurbótum á húsakostinum í næstum áratug.

verið með aðsetur í eigin húsnæði í Út-Garðinum til margra ára.

Skýli í Gerðum

n Slysavarnadeildin Una í Garði stendur fyrir öflugu forvarnastarfi. Á dögunum fóru slysavarnakonur í Gerðaskóla og Sandgerðisskóla og afhentu öllum börnum í 8. bekkjum skólanna reykskynjara nú á aðventunni. Þetta gera konurnar í Slysavarnadeildinni Unu í Garði undir slagorðinu Verum eldklár. Slysavarnadeildin er mjög öflug um þessar mundir og þar er unnið mikið og gott starf. Konurnar í deildinni funda reglulega og bralla margt skemmtilegt í Þorsteinsbúð.

Við hjá Björgunarsveitinni Ægi þökkum Slysavarnadeildinni Unu í Garði fyrir áralang gott samstarf. Takk fyrir ómetanlegan stuðning ykkar við okkar starf.

Salur á efri hæð hefur allur verið endurnýjaður ásamt eldhúsi og salernisaðstöðu. Þá hefur verið komið fyrir aðstöðu björgunarsveitarfólks til að slaka á á milli verkefna þegar vakt er staðin í björgunarstöðinni. Þessar framkvæmdir voru unnar í Covid-faraldrinum

Nú er unnið að endurnýjun á allri aðstöðu í bílasal björgunarstöðvarinnar. Settar verða þrjár nýjar dyr á húsnæðið til að auðvelda útakstur neyðar- og björgunartækja. Stefnt er að því að endurbótum á húsnæðinu verði lokið fyrir 90 ára afmæli Ægis næsta sumar.

Tekið í gegn að innan sem utan

Þá hefur húsið allt verið tekið í gegn bæði að utan og innan en eins og vænta mátti þá mæðir mikið á húsinu sem stendur við sjávarkambinn við Gauksstaði í Garði.

sendir starfsfólki, íbúum, viðskiptavinum og velunnurum hugheilar jóla- og nýárskveðjur

unarsveitinni Ægi seint á síðustu öld og var formlega vígt sumarið 1998. Áður hafði björgunarsveitin

Þegar flett er aftar í söguna þá var byggt skýli árið 1944 yfir björgunarbát sveitarinnar í Gerðum, og björgunartæki flutt í það. Um er að ræða hús sem stóð á því svæði þar sem bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar standa í dag. Húsið myndi hafa heimilisfangið Sunnubraut 2 ef það stæði enn.

Þegar framkvæmdum við húsnæðið verður lokið næsta sumar verður fókusinn settur á að byggja upp félagsstarfið enn frekar og kaupa fleiri tæki. Vilji er til að fjölga Buggy-bílum og bæta enn frekar í bílakost sveitarinnar.

Þjónusta við samfélagið í Garði

Horft er til þess að í Þorsteinsbúð sé rekin þjónusta við samfélagið í Garði. Þar verður til þekking hjá ungu fólki, hvort sem hún skilar sér í frekara starf innan björgunarsveitar eða bara sem gott veganesti út í lífið.

Líf og fjör í Þorsteinsbúð

Það er óhætt að segja að Þorsteinsbúð sé samfélagsmiðstöð í Garðinum. Þar er oft mikið líf og fjör og húsið er mikið notað. Þorsteinsbúð er félagsheimili sem er nýtt af nærri 100 einstaklingum úr Björgunarsveitinni Ægi, Slysavarnadeildinni Unu í Garði og af Unglingadeildinni Rán. Þá eru reglulega í húsinu námskeið á vegum ýmissa aðila. Þar eru einnig haldnar minni veislur en tekið hefur verið fyrir útleigu undir stærri viðburði

„Það er mikilvægt starf í gangi hér í Þorsteinsbúð,“ segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ægis, og bendir á að auk björgunarsveitarinnar sé öflugt starf unglingadeildar og slysavarnadeildar í húsinu. Það séu því hátt í eitt hundrað einstaklingar sem stunda félagsstarf í Þorsteinsbúð.

„Maður áttar sig ekki alltaf á því hversu mikilvægt hús í bænum Þorsteinsbúð er. Ég kom hérna á

Svipmyndir

úr starfi

dögunum og þá var bílastæðið við húsið alveg pakkað af bílum. Þá var verið að halda námskeið í húsinu, ein félagseining með fund og verið að vinna í húsinu,“ segir Ingólfur.

n Félagskonur úr

Slysavarnadeildinni Unu í Garði með björgunarvesti fyrir börn

Björgunarsveitin Ægir kom unglingastarfi á fót fyrir nokkrum árum með stofnun Unglingadeildarinnar Ránar. Unglingastarfið er fyrir einstaklinga á aldrinum þrettán til átján ára. Sindri F. Júlíusson, varaformaður Ægis, segir unglingastarfið skipta miklu máli. Það sé leið til að vinna sig upp í sveitina og koma þannig inn í starfið.

Sindri segir að mörg byrji í unglingastarfinu og ná sér þar í grunn

átján ára aldri. Þá tekur oftast við um ár af nýliðaþjálfun innan björgunarsveitarinnar. Það hafi hins vegar færst í vöxt að við átján ára aldurinn hafi þau sem starfa í unglingastarfinu náð sér í alla þá grunnþekkingu sem þarf til að gerast björgunarsveitarmaður og

n Stærstu fjáraflanir björgunarsveita á landsvísu eru sala á Neyðarkallinum, sala jólatrjáa og flugeldasala fyrir áramót. Björgunarsveitin Ægir er með tvær af þessum þremur fjáröflunum og hefur látið sölu á jólatrjám eiga sig. Þá er útleiga á vetrargeymslum nauðsynlegur þáttur í starfseminni.

Það er ákveðin kúnst að afla fjár til starfseminnar þar sem Björgunarsveitin Ægir er á litlu fjáröflunarsvæði og aðeins um 400 heimili í

og einstaklingar stutt vel við bakið á björgunarsveitinni til margra ára.

Stór og mikilvæg fjáröflun

sölunni. Aðstaðan er byggð eftir ítrustu kröfum eldvarnaeftirlits og t.a.m. er brunahólfun þannig að eldvarnaveggir á milli rýma eru fjórfaldir.

Aðspurðir út í flugeldasöluna í ár segja þeir Ægismenn að ekki sé mikil hækkun á verði flugelda á milli ára og það sé ákvörðun um að reyna að gera eins vel við fólk í

n Unglingadeildin Rán er með öflugt ungliðastarf í Garðinum.

n Frá flugeldasölunni sem Björgunarsveitin Ægir er með í Þorsteinsbúð að Gerðavegi 20b í Garði.

Flugeldasala í Þorsteinsbúð

Gerðavegi 20b - Garði

VERTU MEÐ!

Svaraðu getrauninni hjá flugeldasölu Ægis og þú getur unnið

100.000 INNEIGN króna

Svaraðu fimm laufléttum spurningum úr blaðinu. Skrifaðu nafn, heimilsfang og símanúmer og settu miðann

í pott á flugeldasölunni hjá Ægi í Þorsteinsbúð að Gerðavegi 20b, á opnunartíma sölunnar, fyrir lokun 30. desember.

Dregið verður úr réttum svörum á gamlársdag og heppinn þátttakandi fær flugelda að andvirði 100.000 krónur.

1. Á hverju heldur Neyðarkallinn á forsíðunni?

2. Hvar er flugeldasala Björgunarsveitarinnar Ægis?

Flugeldaleikurinn

3. Hvað heitir Slysavarnadeildin?

4. Hvernig sérútbúinn bíl er talað um á blaðsíðu 8?

5. Hvað heitir unglingadeildin?

KLIPPIÐ HÉR
KLIPPIÐ HÉR

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.