Ásbrú // Fréttablað maí 2014

Page 1

1

ÁSBRÚ

Þitt eintak!

Fréttir úr samfélagi frumkvöðla, fræða og atvinnulífs • fréttablað í maí 2014

FJÖLBREYTT DAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

Flugher bandaríska hersins eða US Airforce mun vera sérstakur þátttakandi í Opnum degi í ár Flugherinn mun vera með bás þar sem hann mun sýna flugbúnað sinn og ræða við áhugasama gesti. Einnig verður flogið yfir hátíðarsvæðið á F15 orrustuþotum með tilheyrandi drunum og látum, alveg eins og í gamla daga.

Karnivalstemning á Opnum degi á Ásbrú

O

pinn dagur á Ásbrú er árlegur viðburður sem trekkir víða að. Atburðurinn er í anda karnivala Varnarliðsins sem voru opin íslenskum almenningi. Opni dagurinn 2014 verður haldinn fimmtudaginn 29. maí nk. sem er uppstigningardagur. Síðustu daga hefur verið unnið á fullu í undirbúningi enda hátíðin á morgun, uppstigningardag og mikil gleði og spenningur sem ríkir. Karnivalið sjálft er haldið í kvikmyndaverinu Atlantic Studios og þar verður líf og fjör fyrir alla fjölskylduna. Sirkus Íslands skemmtir með stórkostlegum sirkusatriðum, fordómalausu Pollapönkararnir okkar koma og Ávaxtakarfan tekur nokkur lög og hver veit nema börnin geti fengið að spjalla við uppáhaldsávextina sína. Hoppukastalar, andlitsmálning, vatnsgusutæki og hið sívinsæla draugahús ásamt

fjölbreyttum básum með þrautum, kynningum og allskonar matarkyns eru fastir liðir á Opna deginum og svíkja engan. Pie- og Chili-keppni sendiráðs Bandaríkjanna verður á sínum stað og spennandi verður að sjá hver hreppir verðlaunin í ár. Pie-keppnin er fyrir almenning að keppa í og Chili-keppnin er á milli fyrirtækja. Hvetjum alla að láta slag standa og henda í eina góða böku og skrá sig til leiks. Skráning stendur yfir á keppni@asbru.is. Flugher bandaríska hersins eða US Airforce mun vera sérstakur þátttakandi í Opnum degi í ár. Flugherinn mun vera með bás þar sem þeir munu sýna flugbúnað sinn og ræða við áhugasama gesti. Einnig munu þeir fljúga yfir karnivalið á F15 orrustuþotum sínum með tilheyrandi drunum og látum, alveg eins og í gamla daga. Í Keili verður öllu afslappaðri stemmning þar sem tilvalið

er að slaka á í aðalbyggingu Keilis undir ljúfum tónum og nýbakaðri skúffuköku. Stuttar kynningar á fjölbreyttu námsframboði Keilis, vélmenni teikna og tækni- og vísindasmiðja verður opin. Villi vísindamaður verður með vísindatilraunir ásamt kynningu á efnafræði- og mekatróníkstofum Keilis, gestum býðst að prófa að lenda flugvél í flughermi Flugakademíunnar og Bryn Ballett Akademían tekur sporið. Tónlistarkonurnar Jónína Aradóttir og Adda Ingólfsdóttir munu spila fyrir gesti og gangandi. Frumkvöðlasetrið Eldey tekur vel á móti gestum með opnum vinnustofum þar sem fjölbreytt og frumleg flóra frumkvöðla kynna vinnu sína. Þrívíddarprentari, lifandi tónlist og handverksmarkaður ásamt stórspennandi nýjung, Kísilcandyfloss sem Geo Silica býður upp á ásamt fleiru skemmtilegu að gerast í Eldey.

Rækta örþörung í 55 kílómetrum af glerpípum

Vinasetrið er á Ásbrú

Hugmyndir barnanna eru okkar verkefni

Algalíf með fyrstu uppskeru í júní

Hátíðin gæti hvergi annars staðar verið

Mikil tækifæri í tengslum við gagnaver

ATP tónlistarhátíðin haldin á Ásbrú í sumar

Kjartan Eiríksson ræðir um gagnaver á Ásbrú


2

ÁSBRÚ

n FRAMLEIÐENDUR BIGGEST LOSER ÍSLAND ÁNÆGÐIR MEÐ ÁSBRÚ

SÉRBLAÐ UM ÁSBRÚ Í MAÍ 2014 Útgefandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Ábyrgðarmaður: Kjartan Þ. Eiríksson Umsjón með útgáfu: Víkurfréttir ehf. Prentun: Landsprent

Þáttaröðin Biggest Loser Ísland var öll tekin upp á Ásbrú og víðar á Suðurnesjum. Úrslitaþátturinn var svo í beinni útsendingu frá Andrews menningarhúsinu á Ásbrú, þar sem þessar myndir voru teknar.

Dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum og á Opnum degi á Ásbrú

Opinn dagur á Ásbrú á uppstigningardag:

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Keili

Á

sbrúardagurinn er orðinn árviss hátíð í upphafi sumars. Til þessa hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur á sumardaginn fyrsta og þá hafa þúsundir Suðurnesjamanna og gesta af höfuðborgarsvæðinu safnast saman á Ásbrú í karnivalstemmningu. Ásbrúardagurinn verður aftur haldinn hátíðlegur í ár en nú hefur dagsetningin verið færð til. Að þessu sinni verður hann haldinn hátíðlegur í lok maí, fimmtudaginn 29. maí. Áhersla verði lögð á skemmtilega upplifun fyrir gesti og að fjölbreytt dagskrá verði í boði. Við þetta tilefni opnar Keilir dyrnar og verður með skemmtilegar og stuttar kynningar á námsframboði skólans. Meðal þess sem verður á dagskrá er: • Villi vísindamaður verður með skemmtilegar tilraunir • Tónlistarkonurnar Jónína Aradóttir og Adda Ingólfsdóttir spila fyrir gesti • Bryn ballett Akademían verður með danssýningu • Flugakademía Keilis verður með flughermi þar sem gestir geta prófað að lenda flugvél • Tækni- og vísindasmiðja fyrir börn og unglinga • Kynningar og tilraunir í efnafræði- og mekatróníkstofum tæknifræðináms Keilis • Vélmenni teiknar myndir • Blöðrur og skúffukaka í boði svo lengi sem birgðir endast Notaðu tækifærið og slakaðu á í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú, hlustaðu á þægilega tónlist, gæddu þér á skúffuköku og kynntu þér fjölbreytt námsframboð skólans kl. 13 - 16.

Samstarf og aðbúnaður til fyrirmyndar

S

tefnt er að því að taka upp þáttaröðina Biggest Loser 2 á sama stað og fyrri þáttaröðin var tekin upp á Ásbrú. Gríðarlegur fjöldi umsókna hefur þegar borist. Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri Saga Film, segir mikinn áhuga á því að vera þar áfram. Stuttar vegalengdir „Allt samstarf við Suðurnesjafólk við undirbúning og gerð þáttanna var til fyrirmyndar. Allir stóðu mjög vel með okkur í þessu verkefni, vel var staðið að öllu og nánast allt stóðst.“ Ýmsir aðrir staðir hafi komið til greina en þegar farið var í samræður við Reykjanesbæ

og Kadeco um Ásbrú voru aðstæður skoðaðar. „Við sáum fljótt að svæðið og aðbúnaður hentuðu mjög vel. Bæði heilsuhótelið og öll sú aðstaða sem er þar í boði. Við veltum líka fyrir okkur salnum þar sem við ætluðum að hafa æfingstöðina sem við vildum hafa nálægt og enduðum í Officeraklúbbnum þar sem Reebok setti með okkur upp æfingastöð. Þarna gátum við líka verið með vigtunarsalinn,“ segir Þórhallur. Einnig hafi komið sér vel stuttar vegalengdir fyrir keppendur frá heilsuhótelinu. Gæti orðið öflugt heilsusvæði Helstu kosti við svæðið segir Þórhallur vera hversu stutt sé í fallega staði sem hægt hafi

verið að fara með keppendur á og gera með þeim þrautir. „Vitarnir á svæðinu eru dæmi um það og svo gátum við í raun nýtt okkur náttúruna á svæðinu. Það hentaði okkur því allt saman gríðarlega vel,“ segir Þórhallur og bætir við að Ásbrúarsvæðið sé gríðarlega áhugavert svæði. „Við kynntumst einnig hversu margt er í gangi þarna, t.d. í tengslum við nám og slíkt. Maður hefur á tilfinningunni að þetta gæti orðið öflugt heilsusvæði, ekki síst byggingarnar sem eru þarna fyrir. Það er ákveðin einangrun fyrr fólk að fara inn á svæðið og dvelja þar í friði í náttúrufegurðinni sem þarna er,“ segir Þórhallur.

n GOTT Í KROPPINN EHF. Á ÁSBRÚ

Framleitt úr gæðahráefnum með hollustu að leiðarljósi

F

yrirtækið Gott í kroppinn ehf. á Ásbrú hefur aðsetur í einu af fyrrum mötuneytum Varnarliðsins. Fyrirtækið er rekið af Heiðrúnu Sigurðardóttur og Sverri Kristjánssyni og veitir í dag fjórum starfsmönnum vinnu. Gott í kroppinn ehf. var stofnað 2011 og hóf þá strax framleiðslu á vinsælum matarbökum sem áður höfðu verið á boðstólum á veitingastað í Örlygshöfn að Hnjóti á Vestfjörðum. Auk framleiðslu á bökum framleiðir fyrirtækið humarsúpu og humarsúpugrunn. Þá hóf Gott í kroppinn ehf. fljótlega innflutning á kryddum sem pakkað var í stórar einingar fyrir veitingahús sem síðar leiddi til þess að farið var að pakka kryddum í smærri einingar til sölu í matvöruverslunum. Framundan er síðan að opna vefverslun með krydd á slóðinni kryddhusid.is. Sverrir Kristjánsson segir í samtali

við blaðið að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að vinna aðeins úr gæðahráefnum með hollustu að leiðarljósi. Fyrirtækið framleiðir mikið af tilbúinni frosinni matvöru, skyr- og jógúrtsósur og þá frekar í hollari kantinum. Tzazikisósan er flaggskip fyrirtækisins en hún er elsta sósa í heimi. Sósurnar eru allar skráargatsmerktar hágæða hollustuvörur. Fyrirtækið framleiðir nokkuð af kökum sem eru bæði frystar og ferskar. Gott í kroppinn framleiðir muffins og hjónabandssælubita, sítrónutertu, franska súkkulaðitertu, eplatertu og hráfæðistertu undir vörumerkinu Matstofa. Einnig er framleitt grænmetis- og kjötlasanja í stærðareiningum fyrir mötuneyti. Á Suðurnesjum er hluti af vörulínunni seldur í Nettó en á höfuðborgarsvæðinu annast Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin m.a. sölu á vörum frá Gott í kroppinn.


3

ÁSBRÚ

n KJARTAN ÞÓR EIRÍKSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI KADECO, Í VIÐTALI Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri KDECO, á byggingarstað nýs gagnavers Advania í útjaðri Ásbrúar upp af Fitjum.

Í

sland á mikil tækifæri í tengslum við gagnaver og iðnaðurinn er mjög eftirsóknarverður fyrir Ísland. Hann snertir marga þætti sem við viljum byggja upp hér á landi. Í fyrsta lagi þá er uppbygging gagnavera ný leið til að nýta innlenda græna orku. Það eru yfirleitt sérhæfð og menntuð störf sem fylgja starseminni og yfirleitt skapa gagnaverin grundvöll að einhverju öðru. Þá myndar uppbyggingin tækifæri fyrir fyrirtæki sem hafa ábata af því að vera í nálægð við gagnaverin. Við sjáum möguleika á að ná hingað fyrirtækjum sem eru í flókinni reikningsvinnslu, þar sem er verið að vinna með mikið af þungum gögnum“.

MIKIL TÆKIFÆRI Í TENGSLUM VIÐ GAGNAVER

Þetta segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Tvö gagnaver eru nú í uppbyggingu á Ásbrú. Gagnaver Verne hóf starfsemi fyrir nokkrum misserum og er í hraðri uppbyggingu. Þá hófust nýverið framkvæmdir við gagnaver Advania í útjarðri Ásbrúar upp af Fitjum. Kjartan nefnir sem dæmi að gagnaver Verne á Ásbrú er t.a.m. með fyrirtæki í hýsingu sem er að vinna með áhættugreiningarmódel. Þar er mikið af gögnum sem eru reiknuð og keyrð í gegnum vélbúnað í gagnaveri Verne. Annað dæmi um möguleg fyrirtæki sem myndu nýta sér gagnaver á Íslandi eru fyrirtæki sem eru að „rendera“ kvikmyndir. „Þar er gríðarleg gagnakeysla og það góða við þau fyrirtæki er að þau eru að nýta reiknigetu gagnaveranna á þeim tíma sólarhringsins þegar minnst er að gera. Þetta vinnur vel saman og þessi fyrirtæki eru að skapa mikið virði fyrir svæðið þar sem þau setja sig niður,“ segir Kjartan Þór. Gagnaver gatnamót framtíðarinnar Í gegnum tíðina hafa borgir vaxið í kringum ýmiskonar samgöngutengingar. Hafnarborgir hafa byggst upp og þá hafa borgir myndast í tengslum við brautamót á lestarteinum og jafnvel hraðbrautamót. Hin síðari ár hafa borgir byggst upp í kringum flugvelli og kenningar eru um að í nánustu framtíð muni borgir rísa í kringum þá staði þar sem gögnin eru staðsett. „Fyrir mér er þetta rökrétt pæling og við sjáum þessa þróun eiga sér stað víða um heim, að fyrirtæki í gagnavinnslu eru að velja þessar staðsetningar, að vera nálægt gagnaverum“. Góð staðsetning Íslands Gagnaverin á Íslandi taka öll á móti og senda frá sér göng um ljósleiðara. Tengingar við Ísland með sæstrengjum eru þokkalegar í dag en hafa þó að einhverju leyti verið dragbítur á uppbyggingu gagnavera. Nú horfir hins vegar til betri tíðar með nýjum streng milli Evrópu og Ameríku sem mun jafnframt taka land í nágrenni Grindavíkur. „Staðsetning Íslands á milli meginlands Evrópu og Ameríku skiptir miklu máli og eykur

skapar mörg störf því þar eru margir ólíkir aðilar samankomnir í einu og mikil þjónusta í kringum þá og þar verða yfir 100 - 150 starfsmenn þegar uppbyggingu er lokið. „Við eigum að reyna að setja fókus á þau fyrirtæki sem eru að skapa meira virði, sem útheimta meiri þjónustu og skilja meira eftir sig, frekar en hin þar sem bara er verið að geyma gögnin og öllu fjarstýrt, jafnvel bæði viðhaldi og rekstri kerfa erlendis frá. Við þurfum að vanda valið á þeim fyrirtækjum sem við sækjumst í að setjist hér að, þó svo ekki sé alltaf hægt að ráða öllu um það,“ segir Kjartan Þór. Gagnaver Verne á Ásbrú.

möguleikana í uppbyggingu hér. Markaður fyrir þjónustu gagnavera er að vaxa mikið í Evrópu. Fjölmörg risastór fyrirtæki og önnur mjög stór sem við höfum jafnvel aldrei heyrt nefnd á nafn eru að byggja upp gagnaver eða þurfa á þjónustu gagnavera að halda,“ segir Kjartan Þór. Varðandi staðsetninguna þá nefnir hann dæmi um fyrirtæki sem staðsett er í Boston í Bandaríkjunum og er að höndla með fjármálaupplýsingar í Texas. Slíkt fyrirtæki gæti hæglega hugsað sér að nýta gagnaver á Íslandi til að vinna með upplýsingar því vegalengdir milli Boston og Texas annarsvegar og Boston og Íslands hinsvegar eru svipaðar. Sum fyrirtæki eru mjög næm fyrir því hversu hratt upplýsingar geta borist og jafnvel brot úr sekúndum geta ráðið miklu í fjármálaheiminum þar sem tölvur eru farnar að sjá um kaup og sölu hlutabréfa, svo dæmi séu tekin. Hýsing netþjóna fyrir tölvuleiki er einnig áhugaverður kostur hér á landi, mitt á milli Evrópu og Ameríku. Framtíðin í skýjum Gagnaver munu einnig gegna mun stærra hlutverki í náinni framtíð þar sem geymslupláss í tölvum er að minnka og tilhneiging til að fólk geymi gögn sín frekar í „tölvuskýjum“. Þessi þróun er að springa út þessi misserin og gagnamagnið margfaldast á hverju ári. – Hvernig sérðu uppbyggingu gagnavera hér á Ásbrú til framtíðar? „Það er ekki æskilegt að þessi iðnaður verði

alltof stór. Við viljum frekar sjá flóru fyrirtækja og blanda saman fleiri greinum og ólíka atvinnustarfsemi á sama reit. Það er hins vegar ennþá tækifæri til að bæta töluvert við. Hér á Íslandi erum við með ókeypis kælingu allt árið, græna orku og öruggt umhverfi. Þetta eru allt atriði sem fyrirtækin eru að leita eftir. Varan sem við erum að bjóða er algjörlega í takt við það sem fyrirtækin eru að sækjast eftir og jafnvel er vaxandi vitund á markaði erlendis eftir því sem við erum að bjóða“. Ólík gagnaver Fyrirtækin í rekstri gagnavera eru ólík. Störfin geta verið 150 talsins í einu stóru gagnaveri og þau geta einnig verið 10-15. Gagnaver Verne er dæmi um gagnaver sem

Mikil þjónusta við gagnaver í örum vexti „Mikill þjónustuiðnaður mun vaxa í kringum gagnaverin. Við sjáum fyrirtæki eins og Advania, Nýherja, Opin kerfi og fleiri slík sem munu veita þessum gagnaverum þjónustu, selja þeim búnað ásamt þjónustu við uppsetningu og rekstur. Gagnaverin kalla einnig á mikla öryggisgæslu, sérhæfða iðnaðarmenn af öllum sviðum, mikið af tæknimönnum, viðskiptafræðingar, tölvunarfræðingar, verkfræðingar og þetta er bara gríðarlega spennandi iðnaður. Gagnaversiðnaðurinn er í örum vexti og er að velta miklu. Það er mikil þörf fyrir gagnaver og fer hratt vaxandi. Það eru miklir peningar í húfi og þetta er spennandi iðnaður að draga inn. Þá erum við stoltir af þeim verkefnum tveimur sem þegar eru í uppbyggingu hér á Ásbrú“.

Gagnaver Verne á Ásbrú.


OPINN DAGUR Á ÁSBRÚ

KARN F–15 þotur fljúga yfir svæðið

ELDEY

Opnar vinnustofur í frumkvöðlasetrinu, þrívíddarprentari og handverkssýning. Boðið upp á amerískt nammi; kísil-kandífloss og kísilvatn. Lifandi tónlist og létt stemning.

KEILIR LIFANDI OG SKEMMTILEG DAGSKRÁ Kynningar og örfyrirlestrar um skólastarfið Skúffukaka í boði Menu Stærstu róbótar landsins teikna myndir Villi Vísindamaður verður með tilraunir kl. 13.30 Bryn Ballett Akademían sýnir dans Tónlistaratriði Flughermir Nammiflokkarinn

Villi Vísind amaðu r

SIRKUS ÍSLANDS skemmtir

KEILIR

PIPAR \ TBWA

SÍA

141130

Kynntu þér fjölbreytt námsframboð Keilis, s.s. Háskólabrú, einkaþjálfun, flugnám, flugvirkjun, tæknifræði og ævintýraferðaleiðsögn.

OPIÐ HÚS Í

SPORTHÚSINU KARNIVAL

ÁVAXTAKARFAN

HOPPUKASTALAR

DRAUGAHÚS

Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Í REYKJANESBÆ

SIRKUS


NIVAL

S r

29. MAÍ, KL. 13.00–16.00

n t a l ic t A

FYRIR ALLA FJÖ LSKYL TEMNING S L A V I DUN N A KAR Pollapönk syngur kl. 14.30 Sirkus Íslands skemmtir kl. 15.15 US Airforce verður með bás og flýgur yfir karnivalið á F–15 þotum sínum Ávaxtakarfan flytur atriði Draugahús. Þorir þú að kíkja? Andlitsmálning

Andlitsmálning

Þrauta- og leikjabásar Hoppukastalar Vatnsgusan Fjölbreyttir matarbásar Fáðu mynd af þér með Obama Frjáls félagasamtök verða með skemmtibása Bryn Ballett Akademían sýnir dans

KARNIVAL Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt KARNIVAL í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum karnivalleikjum. Nú höldum við á Ásbrú KARNIVAL með svipuðu sniði og bjóðum alla velkomna að skemmta sér og sínum.

CHILI-KEPPNI

Fyrirtæki keppa um besta chili á Íslandi. Skráning á keppni@asbru.is

OPIN KEPPNI UM BESTU PIE-UNA Epla-pie, berja-pie og opinn flokkur. Nánar á www.asbru.is. Skráning á keppni@asbru.is

Ath. vinsamlegast skiljið hunda og önnur dýr eftir örugg heima.

POLLAPÖNK

CHILI&PIE-KEPPNI

ANDLITSMÁLUN

Opinn dagur Opinn dagur á Ásbrú er haldinn árlega. Landsmenn allir eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemina á svæðinu. Að deginum standa Kadeco, Keilir og Háskólavellir í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi.

SKEMMTIBÁSAR

40 MÍN


6

ÁSBRÚ

TÆKNISMIÐJA Á SUÐURNESJUM

n LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ ALGALÍF

– Formleg opnun á Opnum degi á Ásbrú

F

ormleg opnun tæknismiðju á Suðurnesjum verður í Eldey á Opna deginum á Ásbrú. Verkefnið er liður í Sóknaráætlun Suðurnesja en markmið þess er að koma á fót skapandi smiðju fyrir ungt fólk í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu og frumkvöðlasetrið á Ásbrú. Tæknismiðjan er samstarf Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er þróunarverkefni ætlað að styðja við nýsköpun á Suðurnesjum. Nemendafélagið NOT sem eru nemendur í tæknifræði hjá Keili hafa unnið að verkefninu í sjálfboðavinnu bæði við undirbúning og þróun en þeir munu jafnframt koma að rekstri smiðjunnar en hún verður opin öllum menntastofnunum sem og almenningi. Kennarar og nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja munu jafnframt starfa í sjálfboðastarfi í smiðjunni á fyrstu stigum hennar en verkefnið er þróunarverkefni til eins árs. Að sögn Dagnýjar Gísladóttur verkefnastjóra Heklunnar miðar verkefnið að því að efla tæknimenntun á svæðinu, tengja saman tækni og hönnun, og kveikja áhuga hjá ungu fólki á frekara námi á þessu sviði en einnig að ná til ungs fólks sem e.t.v. finnur sig ekki í hefðbundnu námi. Tæknismiðjan verður staðsett í Eldey, frumkvöðlasetri á Ásbrú. Þeir sem sækja smiðjuna geta jafnframt nýtt sér tækjabúnað í FS og Keili eftir því sem við á. Í smiðjunni er m.a. þrívíddarprentari og þrívíddarskanni sem býður upp á fjölda möguleika, bæði fyrir frumkvöðla, hönnuði eða fyrirtæki í nýsköpun sem og almenning. Notast er við opinn hugbúnað og smiðjustjóri leiðbeinir gestum. Markmið og áherslur Tæknismiðjan byggir að hluta til á reynslu Fablab á Íslandi en þó enn frekar á grunni Hackerspace/Hakkasmiðja sem líta má á sem samfélagslega vinnustofu, tilraunastofu og eða verkstæði „garage“ þar sem einstaklingar með mismunandi þekkingu og hæfileika geta samnýtt, búið til og skipst á hlutum, þekkingu og hugmyndum. Áhersla verður lögð á endurvinnslu og grænt umhverfi þar sem unnið verður með „ónýt“ tæki og búnað og þeim fundin ný hlutverk í stað förgunar – á skapandi hátt. Í þeim tilgangi mun Kalka leggja til gám sem verður staðsettur við Eldey og eru íbúar hvattir til þess að koma þangað með „ónýt“ rafmagnstæki sem hægt verður að vinna og skapa úr nýja hluti. Hugmyndasamkeppni um nafn Efnt er til hugmyndasamkeppni um nafn á smiðjunni og geta gestir sem líta við í Eldey á Opna deginum komið með tillögur. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu tillöguna.

Hafliði Ásgeirsson og Xabier Þór Landa við þrívíddarprentarann.

11.000 trjáplöntur mynda skjól fyrir sterkri NA-áttinni

Rækta örþörung í 55 kílómetrum af glerpípum L

íftæknifyrirtækið Algalíf mun fá fyrstu uppskeru úr örþ ör ungar æktun sinni í júnímánuði. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að uppbyggingu verksmiðjunnar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Algalíf nýtir nú 1.500 fermetra húsnæði sem þegar er til á Ásbrú. Þar hefur verið komið fyrir samtals um 55 kílómetrum af fimm sentimetra breiðum glerpípum þar sem þörungurinn er ræktaður í lokuðu kerfi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan stækki enn frekar á næsta ári og gert er ráð fyrir allt að 6000 fermetra viðbyggingu við núverandi húsnæði. Áætlað er að uppbygging örþörungaverksmiðjunnar muni kosta um tvo milljarða króna og hún verði fullkláruð um mitt ár 2015. Í verksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast Haematococcus Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og heimsframleiðslan núna annar hvergi nærri eftirspurn. Skilyrði eru sérstaklega hagstæð á Íslandi til hátækniframleiðslu af þessu tagi, en nálægð við alþjóðaflugvöll, hreint vatn, örugg

Framkvæmdastjóri Algalífs á Íslandi er Skarphéðinn Orri Björnsson.

afhending orku og hæft starfsfólk eru meðal þeirra þátta sem réðu staðarvalinu. Verksmiðjan verður sú fullkomnasta sinnar gerðar í heiminum. Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega. Verksmiðja Algalífs mun nota 5 megavött af raforku til framleiðslunnar. Þegar hefur verið gengið

F

rá því á vormánuðum 2012 hefur Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Reykjanesbær og Skógræktarfélag Suðurnesja unnið saman að umfangsmiklu uppgræðsluátaki á jaðarsvæðum á Ásbrú. Helst hefur verið horft til svæðis norðaustan við Ásbrú til þess að mynda skjól fyrir sterkri norðaustanáttinni. Á þessum tíma hafa verið gróðursettar yfir 11.000 trjáplöntur. Gróðursetning trjáa myndar ekki bara skjól með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hitastig og veðurfar svæða heldur fegrar gróður einnig umhverfið, gerir það hlýlegra og myndar umgjörð um það mannlíf sem íbúar svæðisins óska sér. Gróðursetning á nærsvæðum samfélagsins hefur einnig verið mikil á undanförnum árum og ber þar t.d. að nefna gróðursetningu við Innkomu, Andrews Keilisbraut, golfvöllinn og Sporthúsið. Áframhaldandi gróðursetning á Ásbrú mun auka á lífsgæði og vellíðan íbúa Ásbrúar auk annarra í Reykjanesbæ en Ásbrú er í dag mikið sótt af íbúum annarra hverfa í Reykjanesbæ t.d. til að sækja Sporthúsið eða Keili heim eða jafnvel til að taka nokkrar holur á golfvellinum á Ásbrú svo eitthvað sé nefnt.

Samtals eru 55 kílómetrar af glerpípum í örþörungaræktun Algalífs á Ásbrú. Glerpípurnar munu mynda lokað kerfi sem nýtt er í ræktun þörunganna. Ræktunarferlið tekur um þrjár vikur.

frá samningi við HS Orku um raforkukaup til 25 ára. Algalíf Iceland ehf. var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Áætlað er að uppbygging örþörungaverksmiðjunnar muni kosta um tvo milljarða króna og hún verði fullkláruð um mitt ár 2015. Starfsmenn eru núna 18 en verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang.


7

ÁSBRÚ

n TÓNLISTARHÁTÍÐIN ATP HALDIN Á ÁSBRÚ Í SUMAR Fjöldi starfa á Ásbrú:

Um 70% af störfum sem hurfu með Varnarliðinu eru komin aftur

Á

Ljósmynd: Magnús Elvar Jónsson

HÁTÍÐIN GÆTI HVERGI ANNARS STAÐAR VERIÐ A

-Ásbrú hentar fullkomlega fyrir ATP

TP tónlistarhátíðin vakti mikla lukku þegar hún var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Ásbrú. Gamla varnarsvæðið brá sér þar í nýjan búning sem féll vel í kramið hjá tónþyrstum gestum sem komu hvaðanæva að úr heiminum. Keflvíkingurinn Tómas Young skipulagði hátíðina en hann segir að allt hafi gengið snurðulaust fyrir sig. „Það er í raun lyginni líkast hvað þetta heppnaðist vel. Ég vissi að ég væri með góðan hóp af fólki í kringum mig en það gekk allt upp. Við fengum ekki eina kvörtun vegna hátíðarinnar,“ segir Tómas. Ótrúleg fjölgun erlendra gesta Allir gestir virðast hafa farið sáttir heim. Nú í ár er mikil aukning á erlendum gestum, en í fyrra voru rúmlega 200 gestir erlendis frá sem borguðu sig inn á hátíðina. Eins og staðan er í dag þá eru um 1.300 erlendir gestir væntanlegir erlendis frá á hátíðina í júlí. Byrjað var að undirbúa hátíðina um leið og þeirri síðustu lauk og Tómas segir það vera að skila sér í töluverðri aukningu. Gott orð fór auk þess af hátíðinni og það hefur óneitanlega sitt að segja. „Fólk kepptist við að lofa hátíðina. Þetta var eftirminnileg hátíð og nægir þar að nefna þegar Nick Cave datt af sviðinu. Hann var í miklu stuði þrátt fyrir byltuna, kannski að hún hafi gert honum gott,“ segir Tómas léttur. Öll gisting uppseld Gistingin varð fljótlega af skornum skammti en öll gisting í Reykjanesbæ er fyrir löngu uppseld. Einhverjir gestirnir gista í Reykjavík en þeir nýta sér rútuferðir á milli. „Það sem er að hamla mér í að taka á móti fleiri erlendum gestum er sú staðreynd að gistingin er búin að sprengja utan af sér. Ég myndi vilja geta tekið við fleiri gestum. Við erum að nýta alla þá gistiaðila sem eru uppi á Ásbrú.“ Það geta verið um 5000 manns í Atlantic Studios þar sem tónleikarnir eru haldnir. Þar er aðstaða með besta móti og voru margar stórstjörnurnar yfir sig hrifnar í fyrra. Tómas segir að margir hafi hrifist af húsnæðinu. Þar sé hljómburður góður og aðstaða öll til fyrirmyndar. „Þetta hús er fullkomið til tónleikahalds. Þar er allt til alls. Hljómsveitirnar voru alveg að missa sig yfir aðstæðum þar,“ segir Tómas og bætir því við að hljómsveitir hafi m.a. sent þakkarbréf þar sem umgjörð og skipulag hátíðarinnar voru lofuð í hástert. Bæjarbragurinn breytist Bæjarlífið í Reykjanesbæ breyttist óneitanlega nokkuð á meðan á hátíðinni stóð enda töluvert af fólki á ferli sem þurfti afþreyingu og veitingar. „Ég hef heyrt af því að margir útlendingar hafi verið á ferðinni í Reykjanesbæ. Það voru t.d. frægar hljómsveitir að skemmta sér í miðbænum og segja mætti að bæjarbragurinn hafi verið með öðrum hætti. Það var mikið af

Tómas Young.

fólki frá okkur í Bláa lóninu og sundlaugunum í bænum. Þetta hefur í raun mjög góð áhrif á bæjarfélagið. Ég hef kynnt mér það vel hvað ferðamenn eru að eyða í kringum svona hátíðir. Þetta er að skila gríðarlega miklu til bæjarfélagsins,“ en Tómas telur að lengri undirbúningur fyrir hátíðina í ár muni skila sér í töluvert fleiri gestum. „Það að öll gisting skuli vera uppbókuð í janúar vegna viðburðar sem fer fram í júlí, er ótrúlega jákvætt. Það segir sig sjálft að þessir erlendu gestir munu þurfa að sækja í mat og aðra afþreyingu hérna, þannig að það er ljóst að þeir munu nýta sér það sem við höfum upp á að bjóða.“ „Sexý“ hugmynd í augum útlendinga Útlendingunum leist afskaplega vel á Ásbrú. Fyrir þeim er þetta mjög „sexý“ hugmynd að halda tónlistarhátíð á yfirgefnum NATO-hervelli sem er búið að breyta í nýsköpunarsvæði. „Það er einn af okkar bestu sölupunktum, að hátíðin sé haldin á yfirgefnum NATO-velli sem liggur á hraunbeði ef svo má segja. Það að stutt sé í Bláa lónið og flugvöllinn er heldur ekkert að skemma fyrir. Það er gott að geta sagt við hljómsveitirnar að það séu ekki nema fimm mínútur frá flugvellinum og inn á hótelherbergi.“ Gert

er ráð fyrir því að tjaldsvæði verði starfrækt á Ásbrú á meðan á hátíðinni stendur í ár. „Ég tel að það myndi eflaust breyta hugarfari innlendra gesta ef möguleiki væri á því að tjalda.“ Svæðið verður afgirt og þar verður öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hátíðin er að erlendri fyrirmynd en upphaflega var hátíðin eingöngu í Englandi, en hefur nú náð bólfestu í fleiri löndum. Hátíðinni er ætlað að skapa sérstakt andrúmsloft sem virðist vera til staðar á Ásbrú. Hátíðin ATP væri ekki haldin á Íslandi ef ekki væri fyrir Ásbrú, það er bara þannig. Þegar ég var að byrja að reyna selja ATP hugmyndina um að halda hátíðina sína hér á landi þá var Ásbrú aðal sölupunkturinn minn til stjórnenda hátíðarinnar. Ég útskýrði að þarna væri fullkomin aðstaða til tónleikahalds í aðeins fimm mínútna fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum. Auk þess væri fullt af húsum á svæðinu þar sem gestirnir gætu gist, eins og tíðkast á hátíðinni í Englandi. Með smá þrjósku tókst mér að sannfæra þau, hjónin sem stýra hátíðinni, um að koma til Íslands. Þegar þau sáu svæðið og aðstöðuna þá var þetta bara komið. Þau kolféllu fyrir svæðinu. Þeim fannst svæðið henta fullkomlega fyrir ATP og auk þess líkjast staðnum þar sem hátíðin var haldin upprunalega í Camber Sands þannig að við byrjuðum strax að skipuleggja hátíðina í fyrstu heimsókninni þeirra“ segir Tómas. En telur Tómas að hátíðin sé komin til að vera? „Það er í raun engin trygging fyrir því. Maður gerir þetta á meðan maður nennir að standa í því. Þetta er mikil vinna og töluvert álag sem fylgir þessu. Þetta kannski lítur út fyrir að maður þurfi bara að bóka hljómsveitir og útvega hljóðkerfi, en það eru ótalmörg smáatriði sem þarf að huga að. Listinn er í raun endalaus. Við munum gera þetta svo lengi sem fólk kaupir miða. Ég vona að þetta sé komið til að vera um ókomna framtíð,“ segir tónleikahaldarinn að lokum.

Ásbrú hefur frá árinu 2006 tekist að mynda samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Þar hafa orðið til um 70% af fjölda þeirra starfa sem hurfu með brotthvarfi varnarliðsins. Á Ásbrú búa í dag um 2000 íbúar og þar starfa um 700 manns í yfir 115 fyrirtækjum. Ástæða þess að fjöldi fyrirtækja horfa til Ásbrúar er m.a. sú að við mótun þess samfélags sem er til staðar á Ásbrú hefur verið litið til þeirra styrkleika sem svæðið býður upp á. Þar er helst horft til nálægðar við flugvöll, heilsu og grænnar orku. Störfin eru unnin af fólki frá öllum Suðurnesjum, þó svo að stærsti hluti starfsfólksins búi annað hvort á Ásbrú eða í öðrum hverfum Reykjanesbæjar. Í tækni- og heilsuþorpinu má finna fjölda fyrirtækja sem styrkja stoðir Ásbrúar í augum íbúa svæðisins og einnig í augum fjárfesta. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í tækniþorpinu á Ásbrú þar sem landnotkun er fyrir rýmisfreka og hugsanlega orkufreka starfsemi sem hefur litla hættu í för með sér. Áhersla er lögð á starfsemi sem tengist tækni og þróunarstarfsemi. Í því húsnæði sem þegar er til staðar á iðnaðarsvæðinu á Ásbrú hefur tekist að koma fyrir fjölda fyrirtækja, stórum sem smáum. Gagnaverið Verne Global og örþörunarverksmiðjan Algalíf sýna fram á styrkleika svæðisins auk nýtingarmöguleika þess húsnæðis sem Ásbrú hefur upp á að bjóða. Nú þegar hefur verið byggt upp frumkvöðlasetur og skrifstofuhótel á Ásbrú, sem geta boðið litlum fyrirtækjum aðstöðu, þar starfa í dag um 40 fyrirtæki. Frumkvöðlasetrið Eldey á Ásbrú er eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins og þjónar frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun. Í Eldvörpum er glæsilegt skrifstofuhúsnæði þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki geta tekið á leigu aðstöðu í samræmi við þarfir sínar hverju sinni.


8

ÁSBRÚ

n FRÉTTIR Opin sýningarhelgi

Fullkomið gras á golfvöll og fótboltavöll

Í

Íbúð kanans, lífið á vellinum Life on a NATO base Sýning um hversdagslíf bandarískra hermanna á varnarstöðinni í Keflavík SP 607 West Avenue á Ásbrú

ÍBÚÐ KANANS, LÍFIÐ Á VELLINUM Í tilefni af opnun sýningarinnar Íbúð kanans sem fjallar um hversdagslíf bandarískra hermanna á varnarstöðinni í Keflavík viljum við bjóða Suðurnesjamönnum í heimsókn helgina 11.-12. maí frá kl. 13.00 – 16.00, sýningin er haldin á Grænásbraut 607 á Ásbrú.

Sýningin hvetur til samtals um hálfrar aldar sögu varnarliðs á Íslandi en segja má að Bandaríkjamenn, hermenn og borgarar sem störfuðu á varnarstöðinni á Miðnesheiði hafi verið hluti af daglegu lífi Suðurnesjamanna óslitið í hálfa öld.

Þetta er vinsamlega snertið sýning. Gestir eru hvattir til þess að miðla sinni reynslu og sögu og geta þeir skráð hana í gestabók á staðnum. Þá verður hægt að gefa muni til sýningarinnar og verður hún uppfærð eftir því sem ábendingar berast frá gestum.

Líttu við um helgina

sumar verður haldið áfram með uppbyggingu golfvallar og fótboltavallar á Ásbrú. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar er í samstarfi við fyrirtækið Lauftækni á Ásbrú um að rækta fullkomið gras á þessum völlum. Verkefnið er nú komið á fulla ferð en miklar rigningar í fyrrasumar settu strik í reikninginn bæði hvað varðar viðhald og notkun á þessum tveimur völlum á Ásbrú. Golfvöllurinn er níu holu völlur við gamla aðalhliðið á svæði þar

sem áður var svokallað Kínahverfi á tímum Varnarliðsins. Þar

skammt frá er knattspyrnuvöllur. Það hefur verið verkefni Lauftækni

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

– Sýning um hversdagslíf bandarískra hermanna og leiðsögn um völlinn SAMFÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OG ATVINNULÍFS

S

ýningin Íbúð Kanans var sett upp sl. vor í samstarfi við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar en hún hvetur til samtals um hálfrar aldar sögu varnarliðs á Íslandi. Markmið sýningarinnar er að gefa innsýn í hversdagslíf bandarískra hermanna á Íslandi og skoða jafnframt hvort og hvaða áhrif þeir höfðu á menningu þeirra sem bjuggu hinum megin við hliðið, og öfugt. Sýningunni er jafnframt ætlað að varpa fram nýrri sýn á herstöðina sem oft hefur verið neikvæð og pólitísk. Hér er sjónum beint að hinu hversdagslega og því persónulega, að fólkinu sem þar bjó og samskipti þeirra skoðuð sem og menningarleg áhrif á báða bóga. Tekið er á móti sögum og munum sem tengjast þessu tímabili í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar. Frekari upplýsingar eru á vefsíðunni ibudkanans.tumblr.com og á Facebook. Segja má að Bandaríkjamenn, hermenn og borgarar sem störfuðu á varnarstöðinni á Miðnesheiði hafi verið hluti af daglegu lífi Suðurnesjamanna óslitið í hálfa öld. Í september 2006 lauk þeirri sögu er síðasti hermaðurinn fór af landi brott en talið er að alls hafi rúmlega tvö hundruð þúsund Bandaríkjamenn starfað eða dvalið hér á landi á vegum varnarliðsins frá upphafi. Þá hafa þúsundir Íslendinga komið að rekstrinum með einum eða öðrum hætti. Tekið er á móti hópum á sýninguna sem er við Grænásbraut 607 og jafnframt er hægt að fá leiðsögn um „völlinn“ þar sem sagt er frá sögunni og svo uppbyggingunni á Ásbrú í dag.

Gönguferð með leiðsögn í jarðvangsviku Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar mun bjóða upp á gönguferð með leiðsögn um völlinn með viðkomnu í Íbúð Kanans í jarðvangsvikunni þann 7. júní nk. kl. 10:00 og eru áhugasamir hvattir til þess að mæta.

að rækta upp betra gras á brautum golfvallarins og að bæta grasið á knattspyrnuvellinum. Í sumar verður lögð meiri áhersla á merkingar á fótboltavellinum og er hann opinn til notkunar fyrir áhugasama. Í fyrra æfði lið sem spilar í utandeildinni á honum og reiknað er með að það haldi áfram í sumar. Stækkunin sem farið var í í fyrra á golfvellinum í 9 holur gengur vel og uppgræðslan á grasinu til að koma því í betra stand fyrir spilarana gengur ágætlega. Með stækkuninni urðu til lengri brautir sem býður upp á meiri fjölbreytni í spilinu. Fyrirhugað er að setja tvær glompur á hann í sumar, segir Einar Friðrik Brynjarsson hjá Lauftækni. Kylfingar, ekki síst þeir sem eru t.d. að stíga sín fyrstu skref í golfinu, eru hvattir til að koma og prufa sig áfram á golfvellinum á Ásbrú sem er upplagður til æfinga. Hann er öllum opinn.

28 NÝNEMAR HEFJA NÁM Í FLUGVIRKJUN Á ÁSBRÚ Í HAUST

Verklegt flugvirkjanám í Eldey

F

yrsta starfsári Flugvirkjabúða Keilis er nú að ljúka þar sem 24 nemendur stunda flugvirkjanám á vegum Air Service Training ltd. (AST) í samstarfi við Keili. Um er að ræða fimm anna samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja. Námið tekur mið af námsskrá sem gefin er út af EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu skírteina og sér AST um framkvæmd og ber faglega ábyrgð á gæðum námsins. Þeir sem ljúka flugvirkjanámi hjá AST öðlast öll þau réttindi sem EASA 145 viðhaldsfyrirtæki krefjast við ráðningu flugvirkja fyrir nútíma flugvélar.

Nám í flugvirkjun er fyrir þá sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Miklir alþjóðlegir atvinnumöguleikar eru fyrir flugvirkja og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar. „Það er mikið gleðiefni hve jákvæð viðbrögð námið hefur hlotið í samfélaginu og því mjög ánægjulegt að klasasamstarf við Kadeco og Hekluna sé virkt í samstarfi við uppbyggingar á verklegri kennsluaðstöðu í Eldey fyrir flugvirkjanámið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Rúnar segir að mikil aðsókn hafi verið í flugvirkjanámið og að 28 nýnemar hefja nám í flugvirkjun nk. haust.

www.asbru.is

n KEILIR FAGNAR SJÖ ÁRA AFMÆLI

Fjölbreytt námsúrval í framsæknu skólaumhverfi K eilir hefur starfað í sjö ár, en skólinn fagnaði þessum tímamótum þann 7. maí síðastliðinn. Á þessum tíma hafa tæplega 2.000 manns fengið prófskírteini, þar af rúmlega helmingur af Háskólabrú. Hjá Keili starfa nú, þegar allt er talið, vel á annað hundrað manns og veltan nálgast óðfluga einn milljarð króna. Því er óhætt að segja að Keilir sé stærsta þróunarverkefnið á Ásbrú. Námsframboð Keilis hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og geta nemendur sótt nám í fjórum mismunandi deildum, auk fjölda styttri og lengri námskeiða í Sumarskóla og Viskubrunni, sem samanstendur af netnámskeiðum og netfyrirlestrum. Stærsta deild Keilis er Háskólabrúin, sem er bæði kennd í staðnámi og fjarnámi. Háskólabrú Keilis hefur fyrir löngu sannað sig sem ákjósanlegur og eftirsóknarverður valkostur fyrir fullorðna einstaklinga sem hyggja á háskólanám. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Á Háskólabrú er lögð megin áhersla á svokallað vendinám eða speglaða kennslu. Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu og geta nemendur horft á þær eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Nemendur vinna aftur á móti heimavinnuna í skólanum, oft í verkefnum, undir leiðsögn kennara. Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið frábrugðnar hefðbundinni kennslu. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Mikill áhugi á flugvirkjanámi Meðal nýjunga í námsframboði Keilis má nefna að Flugakademían bauð haustið 2013 í fyrsta skipti upp á flugvirkjanám í samstarfi við einn elsta

og þekktasta flugvirkjaskóla í Evrópu AST í Skotlandi. Vel yfir hundrað umsóknir bárust um þau 28 pláss sem voru í boði og því ljóst að mikill áhugi er meðal Íslendinga að sækja slíkt nám, enda er mikill skortur á flugvirkjum í heiminum. Þá hefur einnig verið gífurleg aukning nemenda í flugnámi hjá Keili og kemur nú ríflega helmingur nemenda í atvinnuflugmannsnám skólans erlendis frá. Vegna aukinnar ásóknar hefur Flugakademía Keilis fjárfest í tveimur nýjum kennsluflugvélum ásamt fullkomnum flughermi. Allt stefnir í að við upphaf skólaársins í haust verði boðið upp á tvo atvinnuflugmannsbekki í fyrsta skipti í sögu skólans. Þá verður skólinn með sjö flugvélar af gerðinni Diamond sem eru tæknivæddustu og fullkomnustu kennsluvélar á landinu. Alþjóðleg réttindi til starf við ævintýraleiðsögn Haustið 2012 var í fyrsta skipti boðið upp á nýtt leiðsögunám í ævintýraferðamennsku í samstarfi Íþróttaakademíu Keilis og Thompson Rivers háskólans í Kanada. Námið, sem er á háskólastigi til 60 eininga, veitir alþjóðleg réttindi til starfa við ævintýraleiðsögn og hafa nemendur mikla möguleika á að vinna á fjölbreyttum starfsvettvangi víða um heim. Námið byggir að miklu leyti á verklegri kennslu í íslenskri náttúru auk fræðilegs hluta sem fer fram í Keili á Ásbrú. Íþróttaakademían býður líkt og undanfarin ár einnig upp á gríðarlega vinsælt einkaþjálfaranám, auk nýrrar námsbrautar í styrktarþjálfun fyrir þjálfara sem vilja sérhæfa sig í styrktarog ástandsþjálfun íþróttamanna á afreksstigi. Að lokum má nefna að tæknifræðinám Keilis hefur nú formlega verið fært inn undir Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Nemendur sækja nú um tæknifræðinám undir umsóknarvef HÍ en Keilir sér eftir sem áður um allt utanumhald og framkvæmd námsins. Mikil áhersla hefur verið á að tengja námið við fyrirtæki og iðnað á Suðurnesjunum, meðal annars með aðkomu þeirra að styttri og lengri verkefnum í náminu. Þannig hafa nemendur í tæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands komið að fjölda verkefna fyrir sprotafyrirtæki, sjávarútveg og hátæknifyrirtæki á svæðinu á undanförnum árum.


9

ÁSBRÚ

n KÆRLEIKSRÍK NÁND OG ÖRYGGI Í FYRIRRÚMI Í VINASETRINU Á ÁSBRÚ

Glæsilegur árangur Háaleitisskóla

N

Hugmyndir barnanna eru okkar verkefni

V

emendur í 5.-7. bekk í Háaleitisskóla unnu hörðum höndum að undirbúningi fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda undir leiðsögn Jóns Bjarka, nemanda í tæknifræði hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Háaleitisskóli, Keilir og Kadeco hafa verið í samstarfi í vetur um að efla nýsköpun á Ásbrú meðal grunnskólanemenda með því að taka höndum saman og gera nemendum Háaleitisskóla kleift að taka þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Verkefnið hefur gengið vonum framar og hefur einn nemandi skólans, Gísli Freyr Björnsson, verið valinn einn af 45 þátttakendum keppninnar til að taka þátt í vinnusmiðju á vegum Nýsköpunarkeppninnar. Alls tóku 1800 nemendur af landinu þátt í keppninni í ár og einungis 45 nemendur fá tækifæri til að útfæra sína hugmynd enn frekar. Vinnusmiðjan er haldin í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Til stendur að útfæra þessa reynslu frekar og hafa hana árvissa enda nýsköpun öllum mikilvæg.

inasetrið er heimili og vettvangur fyrir börn sem þurfa á stuðningsfjölskyldum að halda að mati félagsþjónustunnar og/eða foreldra og forráðamanna. Heimilinu er ætlað að vera athvarf og hvíldarstaður þar sem hvert barn getur notið sín og fengið þá nánd og aðhlynningu sem er nauðsynlegt þroska þess og aðstæðum. Við tókum tali eigendur Vinasetursins, Hildi Björk Hörpudóttur og Silju Huld Árnadóttur.

Gleði í erfiðleikum „Hingað kemur blandaður hópur barna á aldrinum 6 - 15 ára. Einstaka börn tökum við yngri sem eru þá hluti af systkinahóp. Börnin koma eina til tvær helgar í mánuði og það skiptir miklu máli að þau upplifi hér að þau séu heima. Hér búa þau saman til viðmið og gildi og við erum fjölskylda,“ segir Hildur, framkvæmdastýra. Börnin geti gengið að sínum rúmum og tannburstum og sama starfsfólkinu sem mætir kl. 14 á föstudögum og fer heim kl. 18 á sunnudögum. „Við höldum upp á öll afmæli, höfum kósíkvöld, föndrum, bökum eða veitum þeim nýja upplifun. Gerum ýmislegt sem jafnvel sum hver þeirra missa alveg af í daglegu lífi. Hvert barn hefur möguleika á að upplifa gleði þrátt fyrir aðstæður þess eða erfiðleika; læra að treysta öðrum og umhverfi sínu og upplifa kærleiksríka nánd.“ Fæst barnanna af Suðurnesjum Einnig er myndað þétt stuðningsnet með fagmönnum og fjölskyldunum sjálfum. Barnaverndarstofa veitir leyfi til starfseminnar og börnin koma í gegnum barnaverndarnefndir, félagsþjónustuna eða sveitarfélögin. „Börnin koma víða af Suðvesturlandinu; Mosfellsbæ, Árborg, Þorlákshöfn, Kópavogi, Hafnarfirði og af Suðurnesum. Fæst koma úr Reykjanesbæ,“ segir Hildur og Silja bætir við að félagslegar aðstæður geti verið tímabundnar vegna veikinda, álags, áfalla eða fráfalla. Sum börn hafi stokkið á milli stuðningfjölskyldna og þetta sé þá aukaval fyrir foreldra. Hildur og Silja segja báðar afar mikilvægt að börnin finni fyrir vinalegu umhverfi sem sé laust við óöryggi, stress eða slíkt. „Við hittum alltaf foreldra, barn og félagsráðgjafa áður en dvöl hefst. Foreldrar eru sumir skeptískir þegar þeir koma fyrst en breyta um skoðun þegar þeir sjá aðstöðuna, gleðina og nándina.“ Hrósað og fagnað Silja segir að börnunum líði undantekningarlaust vel þegar þau komi til þeirra og komi hlaupandi inn, sérstaklega þegar þau sjá dýnugólfið. „Við erum ekki með neinar klukkur, engar tölvur og ekki sjónvarpsrásir. Þau hafa einhvern til að hlusta á sig og tala við sig í 16 klukkutíma og það er mikið spjall á þeim,“ segir

Liðið „Mekatróník“

Lið Keilis sigrar í hönnunarkeppni HÍ

Silja Hrund Árnadóttir og Hildur Björk Hörðudóttir.

Hildur og hlær. Þá er starfsfólk ekki með sína persónulegu farsíma í vinnunni og algjör friður ríki innanhúss. „Engin truflun, engar heimsóknir, auðveldur aðgangur að okkur starfsfólkinu sem fer að sofa um leið og börnin. „Svo lesum við fyrir þau, líka unglingana. Þeim finnst ekki minna gott þegar við lesum fyrir þá. Svo erum við að fara að opna í haust svipuð úrræði fyrir 13 - 15 ára. Ekki veitir af,“ segir Hildur. Vegna þess að sum börnin koma oftar en önnur segir Silja að tengsl verði og þau hittist aftur. „Við höldum fundi á föstudögum á dýnugólfinu þar sem börnin eru látin finna hvað þau eru velkomin og þeim er hrósað og fagnað. Þau þurfa á hrósi að halda og jákvæðu andrúmslofti. Við reynum að brjóta upp þetta dagsfyrirkomulag sem þau eru vön. Þeirra hugmyndir eru okkar verkefni og við vinnum svolítið eftir því líka. Þau fá að tjá sig, tala um vináttu og virðingu og læra að taka tillit hvert til annars.“ Reykjanesbær greiddi götuna Spurðar um aðdraganda stofnunar Vinasetursins segja þær Hildur og Silja að þær hafi verið í næstum ár að fara með Barnaverndarstofu í gegnum lagaumhverfið og ræða við sérfræðinga því það er ekkert þessu líkt til. „Svo kynntist Silja Hjördísi Árnadóttur á ráðstefnu og í framhaldi af því var Reykjanesbær boðinn og búinn að aðstoða okkur og tengja okkur við Kadeco. Allt gerðist mjög hratt, allt í einu vorum við komin

með húsnæði og öll tilskilin leyfi,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin sé mjög viðkvæm og þurft hafi mörg leyfi. „Við vorum mjög heppin. Svo gerði Reykjanesbær við okkur vináttusamning sem opnaði fyrir okkur aðgang að söfnum, sundlaugum og ýmislegu sem við höfum nýtt með börnunum okkar. Það hefur gert okkur kleift að nýta svæðið hérna. Það er svo margt hægt að gera og umhverfið er skemmtilegt.“ Allir þurfa einhvern tímann hjálp Hjá Vinasetrinu starfar fagfólk með mikla menntun og reynslu. Hvert barn hefur sinn tengil sem kemur á heimili þess áður en dvöl hefst og kynnist barninu, aðstandendum og aðstæðum þess. Viðkomandi sér um að fylgjast náið með líðan barnsins til skemmri og lengri tíma og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið. „Við lögðumst í rannsóknarvinnu um hvar þörfin væri brýn og hvernig væri hægt að mæta henni. Við höfum fengið svo mikla aðstoð við að feta okkur áfram og hjálp við að aðlagast og finna farveg innan reglurammans,“ segir Silja og Hildur bætir við: „Við erum dálítið uppteknar af því að einhvern tímann á lífsleiðinni þurfi allir hjálp og við tökum á móti ólíkum tilfellum. Við viljum að börnunum finnist þau hafa verið valin í að koma hingað en ekki að þau hafi verið send. Enda þurfa þau að vilja koma hingað. Allir vinna saman að því hvað er best fyrir hvert og eitt barn.“

L

iðið „Mekatróník“ sem er skipað nemendum úr tæknifræðinámi Keilis sigraði í árlegri hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands sem fór fram á UT-messunni í Hörpu 8. febrúar. Tólf lið tóku þátt í keppninni sem fór fram í Silfurbergi í Hörpu í tengslum við UT-messsuna. Líkt og í fyrri keppnum áttu liðin að koma heimasmíðuðu farartæki yfir tiltekna braut. Á leið þess frá upphafsreit að endastöð þurfti tækið að komast yfir vatn og rúllubraut, taka upp tennisbolta, sprengja blöðru eða klippa á bandið sem hélt henni fastri við brautina og skila boltanum í gegnum gat við enda brautarinnar. Þrautinni þurfti að ljúka á innan við tveimur og hálfri mínútu. Þórarinn Már segir að flestum liðunum hafi gengið vel að leysa þrautirnar. Þó hafi aðeins einu liði, Mekatronik, tekist að ljúka þrautinni að fullu. Liðið skipuðu þau Arinbjörn Kristinsson og Thomas Edwards, nemendur í mekatróník við Keili, og Fanney Magnúsdóttir, nemandi í sakfræði við American InterContinental University. Hlutu þau að verðlaunum 400 þúsund krónur frá Marel, öðrum af aðalbakhjörlum keppninnar, og veglegan farandbikar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.