Ásbrú // Fréttablað maí 2014

Page 1

1

ÁSBRÚ

Þitt eintak!

Fréttir úr samfélagi frumkvöðla, fræða og atvinnulífs • fréttablað í maí 2014

FJÖLBREYTT DAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

Flugher bandaríska hersins eða US Airforce mun vera sérstakur þátttakandi í Opnum degi í ár Flugherinn mun vera með bás þar sem hann mun sýna flugbúnað sinn og ræða við áhugasama gesti. Einnig verður flogið yfir hátíðarsvæðið á F15 orrustuþotum með tilheyrandi drunum og látum, alveg eins og í gamla daga.

Karnivalstemning á Opnum degi á Ásbrú

O

pinn dagur á Ásbrú er árlegur viðburður sem trekkir víða að. Atburðurinn er í anda karnivala Varnarliðsins sem voru opin íslenskum almenningi. Opni dagurinn 2014 verður haldinn fimmtudaginn 29. maí nk. sem er uppstigningardagur. Síðustu daga hefur verið unnið á fullu í undirbúningi enda hátíðin á morgun, uppstigningardag og mikil gleði og spenningur sem ríkir. Karnivalið sjálft er haldið í kvikmyndaverinu Atlantic Studios og þar verður líf og fjör fyrir alla fjölskylduna. Sirkus Íslands skemmtir með stórkostlegum sirkusatriðum, fordómalausu Pollapönkararnir okkar koma og Ávaxtakarfan tekur nokkur lög og hver veit nema börnin geti fengið að spjalla við uppáhaldsávextina sína. Hoppukastalar, andlitsmálning, vatnsgusutæki og hið sívinsæla draugahús ásamt

fjölbreyttum básum með þrautum, kynningum og allskonar matarkyns eru fastir liðir á Opna deginum og svíkja engan. Pie- og Chili-keppni sendiráðs Bandaríkjanna verður á sínum stað og spennandi verður að sjá hver hreppir verðlaunin í ár. Pie-keppnin er fyrir almenning að keppa í og Chili-keppnin er á milli fyrirtækja. Hvetjum alla að láta slag standa og henda í eina góða böku og skrá sig til leiks. Skráning stendur yfir á keppni@asbru.is. Flugher bandaríska hersins eða US Airforce mun vera sérstakur þátttakandi í Opnum degi í ár. Flugherinn mun vera með bás þar sem þeir munu sýna flugbúnað sinn og ræða við áhugasama gesti. Einnig munu þeir fljúga yfir karnivalið á F15 orrustuþotum sínum með tilheyrandi drunum og látum, alveg eins og í gamla daga. Í Keili verður öllu afslappaðri stemmning þar sem tilvalið

er að slaka á í aðalbyggingu Keilis undir ljúfum tónum og nýbakaðri skúffuköku. Stuttar kynningar á fjölbreyttu námsframboði Keilis, vélmenni teikna og tækni- og vísindasmiðja verður opin. Villi vísindamaður verður með vísindatilraunir ásamt kynningu á efnafræði- og mekatróníkstofum Keilis, gestum býðst að prófa að lenda flugvél í flughermi Flugakademíunnar og Bryn Ballett Akademían tekur sporið. Tónlistarkonurnar Jónína Aradóttir og Adda Ingólfsdóttir munu spila fyrir gesti og gangandi. Frumkvöðlasetrið Eldey tekur vel á móti gestum með opnum vinnustofum þar sem fjölbreytt og frumleg flóra frumkvöðla kynna vinnu sína. Þrívíddarprentari, lifandi tónlist og handverksmarkaður ásamt stórspennandi nýjung, Kísilcandyfloss sem Geo Silica býður upp á ásamt fleiru skemmtilegu að gerast í Eldey.

Rækta örþörung í 55 kílómetrum af glerpípum

Vinasetrið er á Ásbrú

Hugmyndir barnanna eru okkar verkefni

Algalíf með fyrstu uppskeru í júní

Hátíðin gæti hvergi annars staðar verið

Mikil tækifæri í tengslum við gagnaver

ATP tónlistarhátíðin haldin á Ásbrú í sumar

Kjartan Eiríksson ræðir um gagnaver á Ásbrú


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.