Dagskrá Ljósanætur dagana 2. til 6. september n.k.
Reykjanesbær 2015
ljosanott.is
FN
Ö URH VÍK
R
KEF LA
U EG SV Á B
HAFNARGATA
FLUGELDASÝNING
S
T FAXABRAU
AUT ABR
R VATNSNESVEGU
R L SKÓ N
FAX AB
RA UT
BLI
FA X Ó SK
H
KA
17
R GU VE A L
RÐ
TÚN UR
UR EG I LAV KÓL SKÓOLTAS
16
UR
GARÐ
R
ARÐU
IG FAGR
STRÆTÓ LT
EYJAVELLIR
HÓLM
UT BRA
STR
AUT BR
NU
SUN
LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM
LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM
HEIÐARBRAUT
LE
TNSHO
VA ATA AÐALG
UR HEIÐARHVAMM
15
NA
GATA AÐAL
VESTURGATA
STRÆTÓ
T AU BR
R TJA
UT GBRA
ATA RG
LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM HRIN
HRI
ING
HR
S
BREKKUB.
TÚ UR UÐ
N
ÐU T RAU
GB
IN HR
NO
GR ÓF
STRÆTÓ
TA AGA
HAFN
NG
R NO
UR UVEG KIRKJ
L VAL SÓL
RTÚ
ATA ARG
8
VE ST U
RB
RA UT
13
14
VESTURGATA
3
A ÆGISGAT ATA HAFNARG
RN TJA
5
HA
7
6
ATA RG
A FN
GATA AÐAL
2
BERGVEG UR
1
HÁTÍÐARSVÆÐI
GU AVE
9
IN
12
11
vellir
STRÆTÓ Elliða-
llir
e Suðurv
LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM
FÁÐU DAGSKRÁ LJÓSANÆTUR Í SÍMANN ÞINN. SJÁ LJOSANOTT.IS
RE
Reykjanesbær 2015 LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM
NARGATA
HÁTÍÐARSVÆÐI
NJARÐARBRA UT
STRÆTÓ
10
T
4
MIÐLÆG STÖÐ
RÆTÓ
VALLARBR AUT
18 KROSSMÓI REYKJANESHÖLLINN
AUT ABR
KRO SSM
ÓI
Stóra svið við Bakkalág
2
Duushús, menningar- og listamiðstöð/Bryggjuball
3
Listatorg- Svarta Pakkhúsið
4
Lögreglustöð
5
Keflavíkurtún (fyrir framan Duushús)
6
Týnd börn og óskilamunir, Hafnargötu 15
7
Öryggismiðstöðin, Unglingaathvarf, Hafnargötu 8
8
Taxi – Tjarnargata 12
9
Skessuhellir
10
Nesvellir Njarðarvöllum 4
BÍLASTÆÐI
LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM
EIÐ ÚT ÚR BÆNUM
E
1
11
Við Ægisgötu, neðan við Hafnargötu
12
Við Gamla Barnaskólann
13
Við Vesturbraut, Frumleikhúsið og Vesturberg
14
Ráðhús Reykjanesbæjar
15
Vatnaveröld - sundmiðstöð
16
Holtaskóli, íþróttahús
17
Fjölbrautaskólinn
18
Reykjaneshöll
Á því svæði sem er skyggt verða miklar umferðartakmarkanir frá kl. 09:00 til 24:00. Hundar eru ekki leyfðir á hátíðarsvæði. UT RA
B ES
RE
UT RA
B ES
JAN YK
JAN YK
Munið Ljósanæturstrætó allan laugardaginn.
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
2. - 6. SEPTEMBER
„ Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig“ Ljósanótt, hátíðin okkar allra Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt er nú að renna upp í 16. sinn og fá verkefni hafa notið annarra eins vinsælda hjá íbúum Reykjanesbæjar á liðnum árum. Íbúakannanir hafa sýnt að nærri 100 % ánægja er með verkefnið sem slíkt þó svo að einstaka viðburðir hafi oft verið til umræðu og engin spurning að nauðsynlegt er að staldra við öðru hverju og endurskoða ýmis atriði og nú er einmitt góður tími til þess eftir 16 skipti. Bæjaryfirvöld tóku t.d. þá ákvörðun í haust, að vel athuguðu máli, að minnka fjárframlag úr bæjarsjóði í Ljósanótt og höfða til íbúa og fyrirtækja með að koma betur inn og verður spennandi að sjá hvort sú bón hefur ekki skilað sér. Ljósanótt er fyrst og fremst hátíð bæjarbúa og þó svo að framkvæmdinni sjálfri sé stjórnað af starfsmönnum bæjarins þá eru bestu hugmyndirnar og flestir viðburðirnir komnir frá íbúum Reykjanesbæjar og þannig á það að vera. Fjöldi metnaðarfullra viðburða hefur sjaldan verið meiri og erfitt verður að komast yfir allt. Tónlistin mun duna af krafti úr hverju horni strax frá miðvikudagskvöldi þegar Lög unga fólksins munu hljóma í Andrew´s og enda á ljúfum tónum Elízu og Bjartmars í Höfnum á sunnudeginum. Þar á milli munu margs konar tónleikar verða á ýmsum opinberum stöðum s.s. Keflavíkurkirkju, Duus Safnahúsum, Hljómahöll, veitingahúsunum og útisviðunum á hátíðarsvæðinu en einnig bjóða íbúar í gamla bænum bæjarbúum og gestum til tónleika heim til sín og er
það vissulega skemmtileg nýjung í tónlistarbænum Reykjanesbæ. Myndlistin er fyrirferðarmikil að venju og fjöldi alls kyns listsýninga verður í gangi alla helgina. Sýning Listasafnsins og Ljósops í Duushúsum, Andlit bæjarins, er einstök að því leyti að hægt verður að taka þátt henni með því að mæta á staðinn og láta taka af sér mynd til að setja í púkkið því ætlunin er að hætta ekki fyrr en allir bæjarbúar eru komnir með og hefur þetta aldrei verið gert áður. Sögugöngur, leiklist, leiktæki, íþróttaviðburðir, barnadagskrá, tískusýningar og fjöldi annarra viðburða verða í gangi alla helgina og allt of langur listi til að ég geti talið það allt upp og hvet því íbúa og gesti til að fylgjast vel með dagskránni á vefnum ljosanott.is því alltaf er eitthvað nýtt að bætast við. Þó er einn viðburður sem ég vil sérstaklega benda á og er algjörlega einstakur og það er árgangagangan, sá snilldarviðburður. Þarna mætast allir gömlu vinirnir, brottfluttir og íbúar, og kynslóðirnar renna saman sitt skeið niður Hafnargötuna undir fögrum tónum lúðrasveitanna og sameinast svo allir á Bakkalág fyrir framan sviðið. Árgangagangan gæti í raun verið sérstakt tákn Ljósanætur þar sem við mætumst öll og njótum samvista hvert við annað, bæjarbúar og gestir og syngjum „það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig“. Ágætu bæjarbúar og gestir. Góða skemmtun og njótið nú hvers annars og alls þess sem verður í boði á Ljósanótt 2015. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri
Sýningar og handverk Opnun sýninga um allan bæ á fimmtudag
Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar myndlistarsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn. Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og þeirra gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa svo opnar fram á sunnudag.
Sýningar í Duus Safnahúsum Staðsetning: Duusgötu 2-8 Opið kl. 18-20 fimmtudag, 12-18 föstudag, laugardag og sunnudag
Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt. Nýjar sýningar í Listasal, Gryfju, Bíósal, Stofunni og anddyri verða opnaðar formlega kl. 18:00 fimmtudaginn 3. september og eru allir velkomnir.
4
Við óskum gestum Ljósanætur góðrar skemmtunar
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
❏ ❏Andlit bæjarins
Staðsetning: Listasalur Duus Safnahúsa Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar er að þessu sinni unnin í samstarfi við Ljósop, félag áhugaljósmyndara. Upphaflega varð verkefnið til eftir áramót 2015 þegar Ljósop ákvað að setja upp litla sýningu fyrir Safnahelgi á Suðurnesjum í mars s.l. Þeir byrjuðu að prufumynda og þróa stílinn strax í janúar og voru komnir með um 20 myndir sem voru til sýnis. Nú hafa verið teknar yfir 500 ljósmyndir og hugmyndin er sú að á Ljósanótt verði haldið áfram með verkefnið og teknar myndir af gestum sýningarinnar og verður það kynnt nánar í Duus Safnahúsum. „Við byrjuðum á því að mynda vini og vandamenn en fórum fljótlega að hafa upp á fólki/karakterum sem gaman væri að mynda. Suma fundum við í kirkjunni, aðra í Sporthúsinu og úti á götu. Auk þess mynduðum við gesti sem komu til okkar á Safnahelginni. Bæjarbúar hafa tekið verkefninu mjög vel, og aðsóknin í myndatöku verið vonum framar! Verkefnið hefur svo spurst út smám saman og eftir að óskað var eftir þátttöku fólks á Facebook hefur það aldeilis undið upp á sig. Verkefnið hefur mikið og skemmtilegt sögulegt gildi, þá sérstaklega fyrir komandi kynslóðir,“ segir ljósmyndarinn og höfundur myndanna, Björgvin Guðmundsson. Það hefur verið stefna Listasafnsins að á Ljósanætursýningunni sé heimafólk í fyrirrúmi og hafa listamennirnir hverju sinni tengst Reykjanesbæ með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni eru hvoru tveggja viðfangsefnin og ljósmyndararnir heimafólk og því öruggt að sýningin á eftir að vekja mikla athygli. Ljósop er einn af menningarhópum Reykjanesbæjar og hefur ávallt staðið fyrir skemmtilegum sýningum á Ljósanótt og þannig lagt sitt af mörkum til öflugs menningarlífs bæjarins og nú í sýningarsal Listasafnsins í Duus safnahúsum. Opnuð hefur verið sérstök vefsíða í kringum verkefnið http://andlitbaejarins.com/
❏ ❏The Balance between Natural and Artificial
Staðsetning: Gryfjan, Duus Safnahúsum Arna Atladóttir fæddist í Reykjavík árið 1984 en ólst upp frá 6 ára aldri í Reykjanesbæ. Hún stundaði nám í textíl við Textilskolen í Holte, Danmörku og fór síðar í nám í fatahönnun í Instituto Europa di Design í Madríd. Arna hefur tekið þàtt í samsýningum er-
6
2. - 6. SEPTEMBER
lendis en hluti af þessarri sýningu fór á samsýningu fatahönnuða í Philip Stark safninu í Bilbao, Spáni. Í fyrstu einkasýningu Örnu sem nefnist „The balance between natural and artificial“ notast hún við mannshár og hrosshár í textíl ásamt perlum og kristöllum. Innblástur sýningarinnar eru þær kröfur sem samfélagið setur á útlit kvenna. Sérstaklega er Örnu hugleikin mótsagnakennd viðhorf til hárvaxtar kvenna þar sem þær leitast oftar en ekki við að hafa þykkt og mikið hár á höfði en að sama skapi þykir snyrtilegt að fjarlægja öll önnur líkamshár. Margar spurningar vakna hjá hönnuði í sambandi við viðfangsefnið og því fæst Arna við að blanda saman hefðbundnu skrauti og prjáli við hár, og setur þannig líkamshár í nýtt samhengi sem eins konar prýði kvenna.
❏ ❏Hughrif náttúrunnar
Finnska listakonan Eija Pirttilathi
Staðsetning: Stofan, Bryggjuhúsi Duus Safnahúsa Þæfð verk eftir finnsku listakonuna Eiju Pirttilathi Vinnustofa Eiju er staðsett í þorpinu Pohjaslahti í listabænum Mänttä-Vilppula. Fyrirtæki hennar, Sammallammas hefur verið starfrækt síðan 1994. Fyrirtækið er staðsett í miðjum skógi og þangað sækir Eija sinn mikilvægasta innblástur. Þekktustu vörur Sammallamma eru vínkælar í formi dýra og eru þeir þæfðir úr finnskri ull. Einnig sýnir Eija veggteppi sem unnin eru úr þæfðri ull. Textílverk sýningarinnar sýna hughrif úr ferðum Eiju um Ísland eins og nöfnin Mosi, Flétta, Ís og Reyniviður gefa til kynna. Sýningin stendur til 18. október.
❏ ❏HEIMASÆTAN
Staðsetning: Anddyri Duus Safnahúsa Vigdís H Viggósdóttir sýnir ljósmyndir í anddyri Duushúsa. Sýningin samanstendur af 6 örsögum um lífið, tilveruna, drauma og þrár. Viddý útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum 2014. Þetta verk varð til á listasetrinu Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði á vordögum. Myndirnar eru teknar í eyðibýlinu Miðhús þar sem örsögur leyndust í hverju skúmaskoti.
❏ ❏Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan
okkar allra Keflavíkurkirkja 100 ára – afmælissýning
Staðsetning: Bíósalur Duus Safnahúsa Sýning þessi er sett upp í tilefni af aldarafmæli Keflavíkurkirkju sem vígð var árið 1915. Rifjuð er upp byggingarsaga kirkjunnar og sagt frá þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kirkjunni í gegnum tíðina. En kirkjan er meira en bygging, hún er líka fólk og gefin er innsýn í öflugt kirkjustarf í heila öld þar sem margir lögðu hönd á plóg.
VERTU VELKOMINN
Á LJÓSANÓTT LJÓSANÆTURTILBOÐ DÚNDUR AFSLÆTTIR
OPIÐ TIL KL. 22:00 MIÐVIKUDAG TIL LAUGARDAGS OPIÐ FRÁ KL. 13:00 TIL 18:00 Á SUNNUDAG
VERSLANIR OG VEITINGASTAÐIR Í REYKJANESBÆ
ATH! AÐ OPNUNARTÍMI VEITINGAHÚSA ER BREYTILEGUR.
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
❏ ❏Bátasafn Gríms Karlssonar
Staðsetning: Duus Safnahús B át as af n Gr íms Karlssonar var opnað í Duushúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá rúmlega 100 líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu1860 til vorra daga.
❏ ❏Gestastofa Reykjaness jarðvangs
sýningin sterkur vitnisburður um það. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri og prófað að hljóðblanda vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum. Gestir geta horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og hlustað á gamla útvarpsþætti Palla og þannig væri lengi hægt að telja. Óhætt er að segja að gestir komist ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu".
❏ ❏AGNESdesign
Staðsetning: Hafnargata 16 Opið 16-22 miðvikudag, fimmtudag og föstudag, 12-22 laugardag, 12-16 sunnudag. Agnes Geirsdóttir hannar og saumar kvenfatnað undir merkinu AGNESdesign. Hún er með vinnustofu í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú (facebook. com/agnesgeirsdesign) Á Ljósanótt verða vörur hennar til sýnis og sölu að Hafnargötu 16. Verið hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Bryggjuhús Duus Safnahúsa Ný sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Á sýningunni er myndrænt sagt frá mótun Reykjanesskagans. Gestir eiga að geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestatofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um Reykjanes jarðvang og Reykjanesskaga.
❏ ❏EFLAUST EITTHVAÐ
❏ ❏2 fyrir 1 í Víkingaheima
❏ ❏Þyrping verður að þorpi
❏ ❏STJÖRNULJÓS
❏ ❏Órói ferðasaga úr bíl,
Staðsetning: Víkingabraut 1 Opið 7–18 miðvikudag – sunnudags 2 fyrir 1 í Víkingaheima á meðan Ljósanótt stendur. 2. - 6. september. Svo er líka hægt að næla sér í árskort fyrir 1800 kr. Verið velkomin!
– Garðar Pétursson sýnir airbrushmyndir
Staðsetning: Ráin veitingastaður, Hafnargötu 19 Opið 11-24 miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag Garðar Pétursson sýnir airbrushmyndir af föllnum stjörnum.
❏ ❏Rokksafn Íslands
og Einkasafn poppstjörnu
Staðsetning: Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbær Opið 11-18 miðvikudag og fimmtudag, 11-21 föstudag og laugardag, 11-18 sunnudag Aðgangseyrir kr. 1.500 Fyrsta sérsýning Rokksafns Íslands fjallar um stórsöngvarann Pál Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu.“ Páll Óskar er mikill safnari og er
8
2. - 6. SEPTEMBER
Staðsetning: Í glugga K-sport, Hafnargötu 29 Fimmtudag - sunnudags „Eflaust eitthvað“ er sýning barnanna í Vesturbergi, þar sem unnið er með ýmsan efnivið. Staðsetning: Duus Safnahús, Bryggjuhús Opið 12-17 miðvikudag, 12-20 fimmtudag, 12-18 föstudag, laugardag og sunnudag. Áhugaverð sýning um sögu bæjarins í máli og myndum á efri hæð í nýuppgerðu Bryggjuhúsi.
2. hluti og opin vinnustofa
Staðsetning: Greniteigi 10, opin vinnustofa í bílskúr. Kl. 16-18 fimmtudag og föstudag Verkefnið var kynnt ítarlega á Ljósanótt 2014 með sýningu í bíl þar sem hægt var að fræðast um verkefnið. Ákveðið var kalla bílinn Gallerí Bíll. Gert var í því að mynda „gamaldags“ stemmningu með molakaffi, súkkulaði og gömlu útvarpi með 'gufunni' á. Útsaumaðir púðar og teppi voru í bílnum, málverk og gamlar myndir voru hengd um bílinn. Verkefnastjóri tók viðtöl við sex einstaklinga og vann úr því sýningu sem sýnd verður nú á Ljósanótt 2015. Gallerí bíll tók einnig þátt í Degi myndlistar 1. nóvember 2014 með sýningu á verkum umsjónarmanns auk ljóðaupplesturs. Gallerí Bíll mætti á eftirfarandi staði á fyrirfram auglýstum tíma á facebook síðu bílsins: Keflavík, Hafnarborg, Bæjarbíó, Hönnunarsafninu, Gerðarsafni, Gerðubergi, hjá gallerí Skúrinn, Seljavegi þar sem vinnustofur listamanna SÍM eru, Listasafn Rvk og fór á flakk niður Skólavörðustíg. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurnesja
kaffitar.is
Sö lv i
Dú nn sýn ir
a r á 5 2 r Kaffitá 5 1 0 2 t t ó n a s á Ljó Kaffi og Kruðerí, Ljósanæturhnallþóra, girnilegt smörrebrauð og nýbrennt kaffi á Ljósanæturverði.
Fimmtudagur . september, opið – • Opnun myndlistarsýningar Sölva Dúns kl. . • Sísí Ey Acustic spilar dans- og jass músík • Kaffi í góðum vínanda að hætti Völu Stef og krúttlegt kruðerí
Föstudagur . september, opið – Laugardagur . september, opið – • Ragnheiður brennslumeistari sýnir brennslutakta kl. .
Sunnudagur . september, opið –
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
2. - 6. SEPTEMBER
❏ ❏Myndlist á trönum í Krossmóanum
Staðsetning: Krossmói 4 Opið kl. 17-21 fimmtudag, 8-17 föstudag Sýning á myndum eftir nemendur í fullorðinsfræðslu fatlaðra hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Þema verkanna er Ljósanótt þar sem nemendur máluðu eftir fyrirmyndum ljósmynda sem tengjast Reykjanesbæ og Ljósanótt. Unnið var með vatnsliti á pappír. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Alda Sveinsdóttir fatahönnuður, nemendur voru, Arngrímur G. Arnarsson, Guðný Óskarsdóttir, Hannes Sveinlaugsson, Ívar Egilsson, Lára María Ingimundadóttir, Rósa Oddrún Gunnarsdóttir og Tryggvína Þorvarðardóttir. Sýningin verður opin til 11. september á opnunartíma Krossmóa 4.
❏ ❏Málverkasýning Jóhönnu
Staðsetning: Hafnargata 45 Opið kl. 17-22 fimmtudag, 18-22 föstudag, 13-21 laugardag, 14-16 sunnudag Yfirlitsýning að Hafnargötu 45 (Art Húsið við hliðina á Gleraugnabúðinni) Jóhanna Þórarinsdóttir verður með einkasýningu á verkum sínum máluðum á árunum 2008 til 2015. Allir hjartanlega velkomnir
❏ ❏Myndlist í HF sölum
Staðsetning: HF salir, gengið inn í portinu við Svarta pakkhús Opið kl. 18-22 fimmtudag, 16-22 föstudag, 13-22 laugardag, 13-18 sunnudag Að venju verður líflegt um að litast í Hf. sölunum Eftirtaldir listamenn sýna í ár: Brynhildur Guðmundsdóttir Gígja Rós Þórarinsdóttir Gréta Fjeldsted Guðmundur Maríasson Guðni Már Henningsson Maria Ylfa Lebedeva Kristinn Pálmason Kristjana Þórunn Fjeldsted Sigríður Bryndís Sigurjónsdóttir Litróf Brynhildur Guðmundsdóttir sýnir ný olíuverk í Hf. sölunum. Fyrir nánari upplýsingar um listamann: www.brynhildur.is. Guðni Már Henningsson mun sýna tíu verk sem máluð hafa verið á þessu ári. Guðni Már hefur helst unnið það sér til frægðar að hafa starfað á Rás 2 sem dagskrárgerðarmaður undanfarin 22 ár. Guðni Már leitar í tónlistina í verkum sínum enda hefur hann stjórnað fjöldamörgum tónlistarþáttum í útvarpinu. Hvert verk ber nafn eins af uppáhaldslögum hans erlendum. Guðni Már hefur sýnt víða frá árinu 2014 framundan eru sýningar í Menningarhúsinu Berg
Skólamatar kjötsúpan frá kl. 19 til 21 á föstudaginn! Kjötsúpan er í boði Skólamatar og Goða.
Sími 420 2500
www.skolamatur.is Hollt, gott og heimilislegt
Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær
10
Góða skemmtun á
Netaverkstæði Suðurnesja Guðrún Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali GSM 876 54321
Hafnargata 20 230 Reykjanesbæ
Sími 420 4000 prodomo@prodomo.is
C10 M0 Y10 K60
www.prodomo.is
C0 M60 Y100 K0
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Dalvík í október 2015 og á Horninu Reykjavík í nóvember. Maria Ylfa Lebedeva sýnir fjórar krítarteikningar. Hún sækir myndefnið í þjóðsögur frá miðöldum. Maria hefur sýnt víða frá árinu 2013 m.a. með Guðna Má Henningssyni.
❏ ❏Í Portinu
Staðsetning: Gamli vélasalurinn í HF húsunum, Hafnargötu 2 Opið kl. 18-22 fimmtudag, 17-22 föstudag, 12-23 laugardag, 13-17 sunnudag Jói Mar og Dalla verða með samsýnigu í Gamla vélaasalnum sem er staðsettur við hliðina á Svarta Pakkhúsinu. Jói Mar sýnir skúlptúra úr blönduðum efnum svo sem tré, fjörugrjóti og málmi. Dalla sýnir akrýlmyndir.
2. - 6. SEPTEMBER
og steypa kertastæði og fleira. Er staðsettur í gamla bænum að Vallargötu 23. Allir hjartanlega velkomnir, Róbert Fisher
❏ ❏Bagga – málverkasýning
Staðsetning: Hafnargata 20 (Hárfaktorý) Opið kl. 18-21 fimmtudag, 18-21 föstudag, 13-19 laugardag, 13-17 sunnudag Eins og áður sýni ég nýjar myndir á Hárfaktorý. Formleg opnun á fimmtudag kl. 18:00.
❏ ❏Maju Men - Heklað skart
Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32 Opið 11-22 miðvikudag, fimmtudag og föstudag, 11-19 laugardag, 13-17 sunnudag Ég hef undanfarna mánuði verið með skartið mitt til sölu hjá stelpunum í Gallerí Keflavík og fengið frábærar viðtökur. Það er mér því sannur heiður að bjóða ykkur í heimsókn á Ljósanótt þar sem ég mun kynna fyrir ykkur skartið mitt og býð ég ykkur jafnframt að njóta þess sem þessi frábæra verslun hefur upp á að bjóða.
❏ ❏Gamlar Gersemar ❏ ❏Rokkheimur Rúnars Júlíussonar
Staðsetning: Skólavegur 12 Opið kl. 14-17 laugardag og sunnudag Geimsteinsfjölskyldan opnar öllum dyrnar á Ljósanótt. Rokkheimur Rúnars Júlíussonar, safn um rokkkónginn, er opið laugardag og sunnudag. Verið velkomin.
❏ ❏Á sveimi
Staðsetning: Kaffi Stefnumót, Hafnargata Opið kl. 18:30-22 fimmtudag, 14-19 föstudag, 14:30-19 laugardag, 13-16 sunnudag Fríða Rögnvalds sýnir myndir unnar með steypu á striga þar sem þemað er gleði, dans og góður fengur, ásamt olíumyndum þar sem listamaðurinn fer inn á svæði sem hún kallar „milli tveggja heima“ þar sem undarlegar verur eru á sveimi á striganum.
❏ ❏Kynjaverur úr viði
Staðsetning: Hafnargata 21 við hliðina á Ránni Opið 18-22 fimmtudag, 18-21 föstudag, 13-21 laugardag, 13-15 sunnudag Guðmundur Garðarsson, betur þekktur sem Bóbi skipstjóri, heldur sína aðra handverkssýningu á Ljósanótt. Sýningin verður haldin í Gallerý 8 húsinu og inniheldur hún litríkar, skemmtilegar og líflegar kynjaverur unnar mestmegnis úr rekaviði.
❏ ❏Kertastæði
Staðsetning: Vallargata 23, Reykjanesbæ Opið kl. 18-22 fimmtudag, 20-22 föstudag og 14-18 laugardag Ég verð með opna vinnustofu þar sem ég er að hanna
12
Staðsetning: Hafnargötu 48a Opið 8-20 fimmtudag, föstudag og laugardag. Gamlar Gersemar er með antik og nýtt. Allt fæst á góðu verði.
❏ ❏Icelandair hótel í Keflavík býður til menningarveislu á Ljósanótt
Staðsetning: Hafnargata 57 Opið 19-23 fimmtudag, 15-21 föstudag, 13-21 laugardag, 13-17 sunnudag Icelandair hótel í Keflavík býður til menningarveislu á Ljósanótt 3.-6.sept. Hjá okkur verður lifandi og skapandi hópur listamanna: • Myndlist • íslensk hönnun • handverk • Pop Up Cafe Fjólu Jóns • Happy Hour • VOCAL Restaurant og margt fleira. Formleg opnun fimmtudag kl. 19.
❏ ❏Listamaðurinn Trausti Trausta sýnir Hetjurnar mínar
Staðsetning: Icelandair Hótel
Trausti úskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1987 (Listaháskóla Íslands). Trausti hefur komið víða við í list sinni og má þar nefna grafíska hönnun, myndlist og höggmyndalist. Á sýningu þessari sem nefnist Hetjurnar Mínar sýnir Trausti Poplistaverk frá árinu 2000 til dagsins í dag. En Trausti hefur málað Poplistaverk allt frá árinu 1980 og hélt sýna fyrstu Popsýningu ári 1990. Sýning þessi er til heiðurs Hergé, Morris og Goscinny
PIPAR\TBWA · SÍA · 152419
Ljósa-
Góða nótt!
Starfsfólk Kadeco óskar íbúum Reykjanesbæjar og gestum ánægjulegrar Ljósanætur. Góða skemmtun!
REYKJAVÍK
REYKJANESBÆR
ÁSBRÚ
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
❏ ❏Reykjavík Runway Pop-up hönnun
Staðsetning: Icelandair Hótel Reykjavík Runway verður með glæsilega pop-up verslun á Ljósanótt á Icelandair Hótelinu. Boðið verður upp á tísku- og vöruhönnun frá mörgum íslenskum hönnuðum. Hönnun frá m.a. Ihanna Home og Saga Kakala silkislæður og kasmírtreflar.
❏ ❏Slind Textile
Staðsetning: Icelandair Hótel Vandaðir handgerðir og litaðir aukahlutir. Herra þverslaufur, hálsfestar og eyrnalokkar, púðar og barna hárbönd.
❏ ❏Ljósmyndasýning Ljósops
Staðsetning: Tjarnargata 7 (við hliðina á Apótekaranum) Opið 19-23 fimmtudag, 16-20 föstudag, 12-20 laugardag, 12-16 sunnudag Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna.
❏ ❏Samsýning Félags
myndlistarmanna í Reykjanesbæ
Staðsetning: Hafnargata 2a (efri hæð) Opið 19-23 fimmtudag, 14-22 föstudag, 14-22 laugardag, 13-17 sunnudag Félag myndlistarmanna stendur fyrir samsýningu þar sem allir félagsmenn geta verið með, komið verkum sínum og sjálfum sér á framfæri.
2. - 6. SEPTEMBER
❏ ❏Lífið í bænum 9
Staðsetning: Sambíó Keflavík Viðar Oddgeirsson er mættur á nýjan leik með Lífið í bænum 9. Sýnt laugardag 5. sept. kl. 13:30, 14:15, 15:00, 15:45, 16:30 og 17:15. Sunnudag 6. sept. kl. 16:30 og 17:15. FRÍTT INN
❏ ❏Félagsheimilið
Staðsetning: Félagsheimilið í Höfnum Opið sunnudag kl. 13-18 Listamennirnir sem sýna í félagsheimilinu eru þeir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir. Þau fluttu í Hafnir árið 2005 og reka þar vinnustofur sínar. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er skúlptúristi að upplagi en hefur í seinni tíð hneigst í átt að vatnslitamálverki sem þó oftast tengist smíðagripum ýmiskonar. Verk Helga eru bræðingur menningarheima þar sem hann blandar saman vísunum og notar snyrtilega framsetningu til að fjalla um margslungnar merkingar í dægurmenningu samtímans. Valgerður Guðlaugsdóttir er þekkt fyrir að vinna með ímynd konunnar í nútíma samfélagi og í verkum sínum spyr hún oft áleitinna spurninga. Valgerður vinnur í ýmsa miðla allt eftir því hvað þjónar megin hugmyndinni hverju sinni. Í verkum hennar hafa komið fyrir allt frá kvenpersónum úr rómantískum ástarsögum til þekktra Playboy fyrirsæta. Á sýningunni verða bæði ný og eldri verk. Einnig verður sýnd listræn heimildarmynd eftir þýska listamanninn Janosch B sem ber nafnið Geirfugl. Félagsheimilið er partur af dagskránni Hátíð í Höfnum á Ljósanótt
❏ ❏Málverkauppboð – sýning
❏ ❏Slökkviliðsminjasafn Íslands
Staðsetning: Njarðarbraut 3, Reykjanesbæ (gamla Rammahúsið) Opið 13-17 föstudag, laugardag og sunnudag Slökkviliðsminjasafn Íslands sýnir sögu slökkviliðsmanna í myndum, bílum og öllum þeim búnaði sem slökkviliðsmenn hafa notað frá fyrstu tíð slökkviliða á Íslandi.
❏ ❏Vinnustofuheimsókn hjá Sossu
Staðsetning: Mánagötu 1, 230 Reykjanesbæ Opið 15-20 föstudag, laugardag og sunnudag Sossa verður með opna vinnustofu og sýningu á málverkum á Ljósanótt að Mánagötu 1 í Reykjanesbæ.
14
Staðsetning: Svarta pakkhúsið Á laugardagskvöld, eftir flugeldasýningu, stendur félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ fyrir málverkauppboði í portinu við Svarta pakkhúsið. Fram að því verða uppboðsverkin til sýnis í neðri sal Svarta pakkhússsins.
Dagskrá miðvikudagur Kl. 18:00 – 19:30
❏ ❏Ljósanæturhlaup Lífsstíls Staðsetning: Líkamsræktarstöðin Lífsstíll, Vatnsnesvegi 12
500 kr. af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar. Ljósanæturhlaup Lífsstíls (Áður Reykjanes Maraþon) er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum
MEÐ BLIK Í AUGA KYNNIR:
Pétur Örn l Ingi Eypór
Stefanía
Egil
LEIKHÚS S W E R D N A 2015 ljósanótt IDI.IS MIÐASAL A Á MTember KL. 20:00 FrumÖrsýnifángsæti laus ur 2. SEP MIÐVIKUDAG 16:00 & 20:00 PTember KL. SE . 6 r u G SUNNUDA
SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
2. - 6. SEPTEMBER
við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar. Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3 km, 7 km og 10 km. Flögu tímamæling verður notuð í Ljósanæturhlaup Lífsstíls í 7 og 10 km Ljósanæturhlaup Lífsstíls er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að finna vegalendir við allra hæfi. Rásmark og endamark verða við Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ. Nánar á ljosanott.is. Einnig á hlaup.is og hjá Vikai Sigurjónssyni s. 899-0501
Kl. 20:00
❏ ❏Lög unga fólksins
Staðsetning: Andrews leikhúsið á Ásbrú Sýningar kl. 20 miðvikudag, kl. 16 og 20 sunnudag Með blik í auga setur upp sýninguna Lög unga fólksins á Ljósanótt 2015 en sýningar hópsins eru orðnar ómissandi hluti af dagskrá hátíðarinnar. Að þessu sinni verður horft til þessa vinsæla útvarpsþáttar og skoðuð sú togstreita og þau átök sem urðu milli þeirra ungu og hinna sem eldri voru. „Hvar er Tom Jones?“ heyrðist þá iðulega þegar þau eldri könnuðust ekki við lögin sem spiluð voru. Flutt verða lög frá 1965 – 1982 og tímaferðalagið heldur áfram. Söngvarar sýningarinnar eru stuðmaðurinn Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir. Auk þess má nefna stórhljómsveit undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar en sögumaður er Kristján Jóhannsson. Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð kr. 5.300.
Kl. 22:00
❏ ❏Söngvar um lífið
Staðsetning: Ráin, Hafnargötu 19 Þorsteinn Eggertsson segir sögur um textana sína og söngvararnir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi sjá um að flytja þá við undirleik Helga Más Hannessonar. Dagskráin hefst um kl. 22:00 og stendur fram yfir miðnætti. Miðaverð 1000kr
16
Dagskrá fimmtudagur Kl. 10:30 – 11:00
❏ ❏Setning Ljósanætur 2015
Staðsetning: Myllubakkaskóli, Sólvallagötu Nemendur úr öllum grunnskólum bæjarins og elstu deildum leikskólanna, um 2.000 talsins, koma fylktu liði á setninguna og sleppa marglitum blöðrum til himins til tákns um fjölbreytileika mannkynsins. Meistari Jakob veður sunginn á íslensku, dönsku, pólsku og ensku og síðan verður Ljósanæturlagið, Velkomin á Ljósanótt, sungið. Jóhanna Ruth, sigurvegari söngkeppni Samfés, tekur lagið. Ef þú hefur hugsað um að mæta en aldrei drifið í því, gerðu það núna, því þetta er mögulega síðasti séns að sjá þennan tilkomumikla viðburð.
Kl. 13:00
❏ ❏Ljósanæturpúttmót í boði Toyota
Staðsetning: Púttvöllur við Mánagötu Árlegt Ljósanæturmót í pútti á glæsilegum púttvelli við Mánagötu. Mótið hefst kl. 13.00 og er í boði Toyota í Reykjanesbæ. Allir velkomnir.
Kl. 16:00 - 20:00
❏ ❏Skotdeild Keflavíkur
býður fólki á opinn dag
Staðsetning: Hafnarheiðin (ca 8 km til vinstri við Ósabotna) Skotdeildin með opinn dag fyrir alla þá sem vilja koma og kynna sér starfsemina og fá að prófa að skjóta leirdúfur og í mark á milli kl. 16-20. Allar helstu skotgreinar kynntar og farið yfir unglingastarfsemina skotdeildarinnar og hægt að skrá þá unglinga sem vilja æfa í haust. Vert er að geta þess að unglingar greiða hvorki félags- né æfingagjöld og á föstum æfingum í loftgreinum greiða þeir ekki fyrir skot eða skífur. Vonumst eftir að sjá sem flesta, vana, óvana og áhugasama. Kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.
Doritos Twister
Zinger lundir, tortilla, salsasósa, iceberg, majónes, rifinn ostur og muldar Doritos-flögur
Doritos Twister, 2 Hot Wings, franskar, gos og Góu rúsínur.
999 KR.
1.799 KR.
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Kl. 18:00 - 19:00
❏ ❏Hjólbörutónleikar í Keflavíkurkirkju
Staðsetning: Keflavíkurkirkja Boðið verður upp á hjólbörutónleika í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt þar sem tekið verður á móti óskalögum gesta úr sal og léttleikinn verður í fyrirrúmi. Elmar Þór Hauksson, Arnór B. Vilbergsson og Kjartan Már Kjartansson munu flytja lög af rúmlega 100 laga lista, sem rúmast í einum hjólbörum, og verður efnisskráin þannig til á staðnum. Þeir sjá sjálfir um kynningar og verður eflaust slegið á létta strengi og fróðlegt að sjá hvaða lög fá flest atkvæði tónleikagesta. Miðaverð kr. 1500. Miðasala hefst við innganginn kl. 17:30.
Kl. 20:00
❏ ❏Sagnakvöld á Nesvöllum
Staðsetning: Nesvellir, Njarðarvöllum 2 Minnumst 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Svanhildur Eiríksdóttir verkefnastjóri mun stjórna kvöldinu og hafa stutta framsögu um efni kvöldsins. Þingkonurnar O d d ný G . Harð ardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir mæta og flytja stutt ávörp í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt.
Kl. 21:00 ❏ ❏Vök á Paddy's
Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38 Það verður mikið um dýrðir þessa Ljósanótt á Paddy's. Okkur er sönn ánægja að kynna hina glæsilegu hljómsveit, Vök sem er skipuð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Plata þeirra „Tension“ hefur hlotið mikil lof bæði hér heima sem og erlendis og mörg af stærstu tónlistarbloggum erlendis hafa spáð sveitinni góðu gengi.
18
2. - 6. SEPTEMBER
Kl. 22:00 - 01:00
❏ ❏Konukvöld með Eyfa á Ránni
Staðsetningi: Ráin, Hafngarötu 19 Það verður Konukvöld á Ránni með okkar eina og sanna Eyjólfi Kristjánssyni. Hann er eitt okkar besta söngvaskáld sem Ísland hefur alið. Eyfi ætlar að taka sín bestu lög og koma stelpunum í rétta gírinn fyrir helgina. Núna ertu hjá mér...Nína! Það er frítt fyrir allar konur en 1000kr fyrir alla kalla.
Dagskrá föstudag Kl. 12:15 – 12:45
❏ ❏Öll Kúba í einu píanói
Staðsetning: Berg, Hljómahöll Tónlistarfélag Reykjanesbæjar stendur fyrir suðrænum hádegistónleikum á Ljósanótt í Bergi, Hljómahöll. Bylgja Dís Gunnarsdóttir söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanisti munu flytja tónlist eftir Xavier Montsalvatge, John Corigliano og önnur bandarísk þjóðlög. Bylgja Dís og Helga Bryndís hafa lengi starfað saman við góðan orðstír. Þær eru báðar fremstar meðal jafningja á sínum sviðum og saman galdra þær fram tónaheim sem auðvelt er að dragast inn í. Suðrænt þema tónleikanna hentar vel fyrir þá sem vilja hita sig upp fyrir komandi vetur. Aðgangseyrir er aðeins 1500kr. og 1000kr. fyrir félaga í Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar.
Kl. 14:00
❏ ❏Línudans á Nesvöllum
Staðsetning: Nesvellir, Njarðarvöllum 2 Dönsum saman línudans á Nesvöllum. Óli Geir Jóhannesson danskennari mætir á staðinn.
Kl. 15:00 - 16:00
❏ ❏Lifandi tónlist í Ráðhúsinu
Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Á föstudegi Ljósanætur er bæjarbúum boðið að líta við í Ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem ljúfir tónar munu hljóma og létt stemning ríkja. Það eru þau Lára og Hafsteinn sem sjá um tónlistina en þau hafa getið sér gott orð fyrir tónlistarflutning. Verið velkomin.
Kl. 15:00 - 17:30
❏ ❏Andlitsmálun og blöðrudýr í Krossmóa
Staðsetning: Krossmói, verslunarmiðstöð
STI R STÆ AR Á ÍSB ÐUR SU SJUM NE
Eitt fyri hvað ra sky fjöl- lla ldu na
4 tegundir af krapa-ís Vanilluís Jarðaberjaís Gamaldagsís Súkkulaðiís Vanillu-jarðberja tvistur Bananaís Banana og karamellu tvistur
Verið velkomin í glæsilegu ísbúðina okkar að Iðavöllum 14 FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU!
KÓK MEÐ ÖLLUM TILBOÐUM
Gamaldags og súkkulaðitvistur 40 tegundir af kurli Karamelluís
% 0 2
UR T Æ SAN TUR Ó J L LÁT PI S F A A KR AF
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Andlitsmálun og blöðrudýr verða í boði í Krossmóa Verslunarmiðstöð á föstudag.
Kl. 16:00 - 18:00 föstudag og laugardag ❏ ❏Heilsufarsmælingar
Staðsetning: við Hafnargötu 8 Starfsfólk bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja býður gestum og gangandi upp á heilsufarsmælingar í tjaldi við Hafnargötu 8 á Ljósanótt. Boðið er upp á mælingar á blóðþrýstingi, púls, súrefnismettun og blóðsykri.
Kl. 16:30-17:30 ❏ ❏Sjósund ÍRB – áheitasund
Staðsetning: Njarðvíkurbryggja Elstu krakkarnir í ÍRB synda áheitasund frá Víkingaheimum til Keflavíkurhafnar. Björgunarsveitin Suðurnes verður til aðstoðar. ATH. sundið gæti færst til sunnudags ef veður verður óhagstætt á föstudegi.
Kl. 17:00 - 17:30 ❏ ❏Sirkus Íslands í Krossmóa
Staðsetning: Krossmói, verslunarmiðstöð Sirkus Íslands verður með atriði í Krossmóa Verslunarmiðstöð.
Kl. 17:00 - 20:00 ❏ ❏Flugmódelfélag Suðurnesja kynnir! Staðsetning: Reykjaneshöllin Flugmódelfélag Suðurnesja verður með opið hús í Reykjaneshöllinni föstudaginn 4. september frá kl. 17:00 til 20:00. Þar munu félagar í FMS fljúga inniflug og stærsta flugmódel landsins verður til sýnis.
Kl. 18:00 - 20:00 ❏ ❏Sundlaugarpartý fyrir 5. - 7. bekk
Staðsetning: Vatnaveröld við Sunnubraut Sundlaugarpartý verður haldið í Vatnaveröld föstudaginn 4. september frá kl. 18:00 - 20:00. Boðið verður upp á létta leiki og skemmtilega tónlist. Þetta sundpartý er ætlað börnum í 5., 6. og 7. bekk. Hlökkum til að sjá ykkur! Sundráð ÍRB
Kl. 19:00 ❏ ❏Boxkvöld í Keflavík
Staðsetning: Hnefaleikahöllin Framnesvegi Hnefaleikakeppni, þar sem bestu boxarar landsins munu etja kappi við hver annan.
20
2. - 6. SEPTEMBER
Kl. 19:00 - 22:00
❏ ❏Opið hús hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar
Staðsetning: Hrannargata 6 Opið hús og pílukynning fyrir gesti og gangandi. Allir velkomnir að líta inn og prufa í endurbættri aðstöðu félagsins.
Kl. 19:00 - 21:00
❏ ❏Kjötsúpa í boði Skólamatar Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf við Bryggjusönginn Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á hina árlegu og ljúffengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir!
Kl. 19:30
❏ ❏Bryggjusöngur
Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf Á föstudagskvöldi Ljósanætur verður bryddað upp á léttri söngdagskrá við smábátahöfnina sem við kjósum að kalla Bryggjusöng. Kjötsúpan frá Skólamat verður á svæðinu og yljar og mettir sem endranær. Bæjarstjórnarbandið sem hefur verið í pásu um nokkurra ára skeið dustar rykið af hljóðfærunum og lofar stuði. Már Gunnarsson, tónskáldið unga flytur frumsamið lag. Jóhanna Ruth, sigurvegari í söngkeppni Samfés, tekur lagið. Það er svo Veðurguðinn sjálfur, Ingó, sem sér um að gulltryggja stemninguna eins og honum er einum lagið.
Kl. 20:00 - 23:00
❏ ❏Unglingaball í Stapa 8. - 10. bekkur
Staðsetning: Stapi - Hjallavegi 2 Opnunarball Fjörheima í Stapa fyrir 8. – 10. bekk. FM 95 Blö (Sverri Bergmann, Auddi Blö, Steindi jr og Bent úr XXX Rottweiler) og Óli Geir leika fyrir dansi. Miðaverð í forsölu 1.500 – miðaverð við hurð 2.000. Nánar á fjorheimar.is
Kl. 20:00 - 22:00
❏ ❏Harmonikkuball á Nesvöllum
Staðsetning: Nesvellir, Njarðarvöllum 2 FEBS stendur fyrir árlegu harmonikuballi á Nesvöllum. Komdu og fáðu þér snúning.
Kl. 21:00 og 22:00
❏ ❏Heima í gamla bænum
Staðsetning: Gamli bærinn í Keflavík Menningarfélag Keflavíkur stendur fyrir heimatón-
HS Orka lýsir upp Ljósanótt
Stórkostlegt sjónarspil Flugeldasýningin á Ljósanótt er án alls vafa hápunktur hinnar árlegu menningarog fjölskylduhátíðar í Reykjanesbæ. Fjórða árið í röð kemur HS Orka að flugeldasýningunni sem undir styrkri stjórn Björgunarsveitar Suðurnesja er stórkostlegt sjónarspil. HS Orka óskar íbúum Reykjanesbæjar og gestum þeirra til hamingju með Ljósanótt 2015.
www.hsorka.is
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
leikum í gamla bænum á Ljósanótt þar sem íbúar bjóða fólki heim í tónleikaveislu. Fjórar hljómsveitir spila í jafnmörgum húsum í gamla bænum í Keflavík föstudaginn 4. september. Hver hljómsveit leikur tvisvar, 40 mínútur í senn. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta því valið a.m.k. tvenna tónleika eða gengið á milli og fengið brot af öllu. Fram koma þessir listamenn af Suðurnesjum: Æla Trílogía Gálan SíGull Miðasala fer fram á Tix.is og er miðaverð kr. 1500. Gestir fá armband til að rölta á milli húsa og kort af svæðinu, gegn framvísun miðanna/kvittunar/bókunarnúmers, í Duus Safnahúsum á opnunartíma frá kl. 12 - 17 alla daga. Frekari upplýsingar veitir Sara Dögg Gylfadóttir í síma 699 2604. Samstarfs- og styrktaraðilar heimatónleikanna eru; Reykjanesbær, Ölgerðin, K. Steinarsson og Kosmos&Kaos.
Kl. 22-04:30
❏ ❏Ljósanæturtónleikar á Center
Staðsetning: Center, Hafnargötu 29 Hljómsveitin Hjálmar verður með tónleika á Center Í Keflavík föstudagskvöldið 4. september á Ljósanótt. Hjálmar fagnaði 10 ára afmæli í fyrra með stórtónleikum í Hörpu en hefur annars látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Nú er hins vegar komið að fyrstu tónleikum Hjálma á nýjum og bættum stað Center í Keflavík. Þetta verður ekta sveitt grúvandi gigg eins og þeim er einum lagið! Húsið opnar kl. 22:00. Tónleikarnir byrja kl. 00:00. Miðaverð: 2.500 kr. Miðasala við hurð.
Kl. 23:30-03:00
❏ ❏Júdas og Stefanía á Ránni
Staðsetning: Hafnargötu 19 Keflvíska stuðgrúbban JÚDAS og Stefanía Svavarsdóttir sjá um að koma öllum í stuð fyrir helgina á árlegu föstudagsballi á RÁNNI.
Kl. 23:00
❏ ❏Föstudagskvöld á Paddy‘s
Staðsetning: Paddy‘s, Hafnargötu 38 Halli Valli og Smári klári halda uppi fjörinu. Frítt inn.
22
2. - 6. SEPTEMBER
Dagskrá laugardag Kl. 10-13
❏ ❏Morgunverðarhlaðborð
körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
Staðsetning: TM höllin - íþróttahúsið við Sunnubraut. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða uppá morgunverðarhlaðborð á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00 í TM-Höllinni (Íþóttahúsinu við Sunnubraut). Á boðstólum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði. Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Verð 1.500 kr.
Kl. 10:30 - 12:00
❏ ❏Söguganga,
Konur um konur í Keflavík
Staðsetning: Duus Safnahús Byggðasafn Reykjanesbæjar í samstarfi við Rannveigu Garðarsdóttur leiðsögumann og Leikfélag Keflavíkur bjóða upp á sögugönguna Konur um Konur í Keflavík laugardaginn 5. sept. kl. 10:30 – 12:00. Gengið verður frá Duushúsum um gamla bæinn í Keflavík og stoppað á fjórum stöðum, þar sem konur segja frá konum sem lituðu mannlífið og umhverfi sitt í Keflavík á sinni samtíð. Anna Margrét Guðmundsdóttir segir frá ömmu sinni Önnu Pétursdóttur og móður sinni Sigurrósu Sæmundsdóttur. Fríða Rögnvaldsdóttir segir frá móður sinni Júlíönu Jónsdóttur. Eydís Eyjólfsdóttir segir frá ömmu sinni Elínrósu Benediktsdóttur. Björk Guðjónsdóttir segir frá ævi og störfum systur sinnar Auðar Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðings og stjórnarformanni Mænuskaðastofnunar Íslands. Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður leiðir gönguna. Nánar á ljosanott.is
Kl. 11:00
❏ ❏Ávaxtakarfan á Bókasafninu Staðsetning: Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Eva appelsína og Mæja jarðarber lesa og syngja fyrir börnin í Bókasafni Reykjanesbæjar kl. 11:00. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Upplýst hótel á Ljósanótt Kíktu í heimsókn!
Vatnsnesvegi 12-14, Keflavík, s. 420 7000
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Kl. 12:00
❏ ❏Keflavík – NES
Staðsetning: Nettóvöllurinn Meistaraflokkur Keflavíkur í knattspyrnu tekur á móti Íþróttafélaginu NES á Nettóvellinum. Leikurinn byrjar klukkan 12:00. Leikir þessara liða hafa ávallt verið mjög fjörugir og ekkert gefið eftir.
Kl. 12:00 - 18:00
❏ ❏Einherjar í Víkingaheimum
Staðsetning: Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbær Víkingafélagið Einherjar mun bregða á leik í Víkingaheimum. Þeir munu sýna orrustutækni Víkinganna, vera með sýnikennslu og gefa almenningi tækifæri til að spreyta sig sem Víkingar, með skildi, sverði og ýmsu gamni.
Kl. 13:00 - 18:00
❏ ❏Pílukastmót Pílufélags Reykjanesbæjar
Staðsetning: Hrannargata 6 Laugardaginn 5. september verður Ljósanæturmótið. Mótið byrjar kl 13:00 og keppt verður í einmenning. Keppt er um farandbikar sem er staðsettur í húsi Pílufélags Reykjanesbæjar. Skráning í mótið er í síma 660-8172 og á staðnum til kl 12:30 á laugardeginum. Mótsgjaldið er 2500 kr.
2. - 6. SEPTEMBER
Kl. 14:00 - 16:15
❏ ❏Leikhópurinn Lotta stýrir
fjölskyldudagskrá á útisviðinu
Staðsetning: Útisvið við Bakkalág Að venju verður blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu á laugardegi Ljósanætur. Það er Leikhópurinn Lotta sem stýrir dagskránni og skemmtir börnunum á milli atriða auk þess sem þau bjóða upp á leikþátt. Dagskráin hefst strax að lokinni árgangagöngu kl. 14.00 og stendur til kl. 16.15. Athugið að tímasetningar geta breyst lítillega. 14:00 Kjartan Már Kjarttansson býður fólk velkomið 14:10 Ávarp frá fulltrúum fimmtugra, Gunnar Oddsson 14:20 Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 14:35 Bestu vinir í bænum 14:50 Bryn Ballett Akademían með dansatriði 15:05 Danskompaní með dansatriði 15:20 Líf og friður - söngsyrpa úr söngleik kirkjunnar 15:35 Taekwondo sýning 15:45 Leikhópurinn Lotta með leiksýningu
❏ ❏Stuð á Stefnumótatorgi
Staðsetning: Gatnamót Hafnargötu og Tjarnargötu Líf og fjör verður á horni Tjarnargötu og Hafnargötu þar sem fram koma ýmsir hópar: 14:00 Árgangaganga 14:30 Taekwondo 15:00 Zumba með Anetu 15:30 Bryn Ballett Akademían 16:00 Danskompaní
❏ ❏Stemning í Svarta pakkhúsporti Kl. 13:30
❏ ❏Árgangagangan
Staðsetning: Hafnargatan Misstu ekki af einstakri skrúðgöngu, Árgangagöngunni. Þar sem mannkynssaga nútímans tekur á sig mynd. Málið er einfalt: Sértu fæddur ´65 mætir þú fyrir framan Hafnargötu 65 o.s.frv. Yngsta kynslóðin hefur gönguna og marserar niður Hafnargötu í gegnum heilt æviskeið. Þeir eldri bíða og horfa á æskuna renna hjá þar til röðin kemur að þeim að bætast við. „Hringnum“ er lokað þegar hópur heldri borgara stígur inn í gönguna og gætir þess, sem fyrr, að enginn heltist úr lestinni. Allt undir dynjandi lúðrablæstri lúðrasveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Við tekur viðburðarríkur dagur í Reykjanesbæ sem endar með stórkostlegri flugeldasýningu og stórtónleikum. Láttu sjá þig!
24
Staðsetning: Hafnargata 2 14:30 Danskompaní 15:00 15:30 16:00 Bryn Ballett Akademían 16:30 Taekwondo
Kl. 14:00 - 16:00
❏ ❏Keflavíkurkirkja á Ljósanótt
Félagar í kór Keflavíkurkirkju bjóða upp á vöfflukaffi í Kirkjulundi. Kórfélagar taka lagið.
Kl. 14:00
❏ ❏Fisfélagið Sléttan
Staðsetning: Hafnargatan Fisfélagið Sléttan stefnir að því að fljúgja niður með Hafnargötunni og taka hringi yfir Grófinni kl 14.00 laugardaginn 5 september. Ef veður leyfir. Dagskrá Ljósanætur dagana 5. til 8. september
www.ljosanott.is Reykjanesbær 2013
Góða skemmtun á Verndun og viðhald fasteigna
Blikksmiðja
Ágústar Guðjónssonar ehf.
Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen. Þjónusta í boði hjá Bílneti Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun
Sími: 4567600
Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Kl. 14:00 - 18:00
❏ ❏Þýskir dagar hjá AB-varahlutum og Hjólbaraþj. Sveinbjarnar
Staðsetning: Brekkustígur 39-40 AB-varahlutir og Hjólbarðaþj.Sveinbjarnar verða með þýska daga á laugardeginum kl 14-18 að Brekkustíg 39-40 Þar munu flottustu bílarnir frá BMW og Benz koma saman. Kveikt verður á grillinu og boðið upp á pylsur og gos. Boðið verður upp á 20-30% afslátt af AB-varahlutum.
Kl. 14:30
❏ ❏Brúðubíllinn kemur í heimsókn Staðsetning: Fyrir aftan Duus Safnahús Brúðubíllinn kemur í heimsókn og skemmtir yngstu kynslóðinni með skemmtilegri br úðusýningu eins og honum er einum lagið. Bíllinn verður staðsettur á grsabalanum fyrir aftan Duus Safnahús.
Kl. 14:30 – 16:30
❏ ❏Sterkasti maður Suðurnesja
Staðsetning: Á Bakkalág, túninu norðan við aðalsviðið. Keppnin um sterkasta mann Suðurnesja þar sem okkar öflugustu kraftajötnar reyna með sér í aflraunum er órjúfanlegur partur af Ljósanótt. Þetta verður í þrettánda skiptið sem mótið fer fram og verður það með hefbundnu sniði og á sama stað og alltaf þ.e.a.s á túninu norðan við aðalsviðið. Mótið hefst kl. 14:30 laugardaginn 5. september og áætlað er að það standi í tvær klukkustundir. Massi lyftinga- og líkamsræktardeild UMFN er mótshaldari.
Kl. 14:30-17:00
❏ ❏Skessan býður í lummur Staðsetning: Skessuhellir Gróf Nú þarf ég að dusta rykið af stóru uppskriftabókinni minni því ég ætla að hræra í stóra lummusoppu fyrir Ljósanótt. Ég býð ykkur öll velkomin í hellinn minn á laugardegi Ljósanætur og þiggja hjá mér gómsætar lummur með sykri. Nammi namm (enda er nú líka nammidagur).
26
2. - 6. SEPTEMBER
Kl. 14:30 -18:00
❏ ❏Syngjandi sveifla
Staðsetning: Duus Safnahús Duushúsin iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum sýningum og uppákomum. Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegur menningarhópar, kórar og söngsveitir. 14:30 Bátasalur - Félag harmonikuunnenda 15:00 Listasalur - Sönghópur Suðurnesja 15:30 Bíósalur - Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 16:00 Listasalur - Kvennakór Suðurnesja 16:30 Bíósalur - Söngsveitin Víkingarnir 17:00 Listasalur - Karlakór Keflavíkur 17:30 Listasalur - Norðuróp Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Kl. 15:00 - 18:00
❏ ❏Akstur og sýning fornbíla og bifhjóla
Staðsetning: Hafnargatan og Keflavíkurtún Að venju mun bílalest fornbíla og bifhjóla gleðja gesti og gangandi á ferð sinni niður Hafnargötuna. Bílarnir og hjólin safnast saman á N1 / Dominos planinu kl. 15.00 og aka sem leið liggur niður Hafnargötu. Þeir verða svo til sýnis á Keflavíkurtúninu við Duushús fram eftir degi.
Kl. 16:00 - 18:00
❏ ❏Bláar hýjasintur
Staðsetning: Brekkubraut 15, efri hæð, Keflavík Húslestur - Konur lesa upp úr verkum sínum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kl. 16:00 - 18:00
❏ ❏Heilsufarsmælingar
Staðsetning: við Hafnargötu 8 Starfsfólk bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja býður gestum og gangandi upp á heilsufarsmælingar í tjaldi við Hafnargötu 8 á Ljósanótt. Boðið er upp á mælingar á blóðþrýstingi, púls, súrefnismettun og blóðsykri.
Kl. 18:30-19:30
❏ ❏Bílskúrshljómleikar
Staðsetning: Sunnubraut 8 Hljómsveitinar Hrókar koma, Steini og hnullungarnir ásamt hljómsveitinni Ulla Ulla flytja lög fyrir gesti og gangandi. Boðið verður upp á súpu. Hrókanir eru hljómsveit sem var stofnuð árið 1967. Steini og hnullungarnir er tríó sem er nýstofnað og hljómsveitinn Ulla Ulla á lag YouTube sem heitir High Moutain.
LJÓSANÆTUR TILBOÐ 20-70% afsláttur af allri gjafavöru
HNETTIR
20% AFSLÁTTUR
BLOMUS VÖRUR
ÖLL LJÓS
20% AFSLÁTTUR
TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS •
70% AFSLÁTTUR
Fjöldi tilboða á húsgögnum BÚSTOÐ EHF
OPNUN YFIR LJÓSANÓTT: Miðvikudag - föstudag 10-22, laugardag 11-18, sunnudag 13-16
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
2. - 6. SEPTEMBER
Reykjanesbæ. Uppboðsverkin verða til sýnis í neðri sal Svarta Pakkhússins fram að uppboði. Allur ágóði af uppboðinu rennur í lagfæringar á efri hæð Hafnargötu 2a en þar hyggur félagið á að vera með alla sína starfsemi. Uppboðshaldari er Kristján Jóhannsson.
Kl. 23:00 - 23:40
❏ ❏Gospel og læti í Keflavíkurkirkju Kl. 20:00 - 23:00
❏ ❏Stórtónleikar á útisviði
Staðsetning: Hátíðarsvæði Bakkalág Á stórtónleikum Ljósanætur er ávallt boðið upp á það besta. Hér verður að finna eitthvað fyrir alla svo við reiknum með dúndur stemningu þegar hápunkti kvöldsins er náð og HS Orka lýsir upp Ljósanótt. Fram koma: Pakkið - Guðmundur R Lúðvíksson og hljómsveit Sígull - hljómsveit fólksins á Músíktilraunum 2015 Kolrassa Krókríðandi - "stelpnasveitin" sem stofnuð var 92 í Keflavík og allir þekkja söguna síðan. Sveitapiltsins draumur - tónleikar til heiðurs Rúnari Júlíussyni með söngvurunum Valdimar Guðmundssyni, Stefáni Jakobssyni, Magna Ásgeirssynir og Sölku Sól. Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar - þurfum við að segja eitthvað meira? Góða skemmtun!
Staðsetning: Keflavíkurkirkja Gospel og læti í Keflavíkurkirkju að lokinni flugeldasýningu á laugardagkvöldi. Helgistund í umsjón Lindakirkju í Kópavogi. Kór Lindakirkju syngur, stjórnandi Óskar Einarsson. Keflvíkingurinn Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindasókn þjónar ásamt sr. Erlu Guðmundsdóttur.
Kl. 23:00
❏ ❏Laugardagskvöld á Paddy‘s Staðsetning: Paddy‘s, Hafnargötu 38 Ball með Gramminu. 1.000 kr. inn
Kl. 23:30 - 04:30
❏ ❏Spútnik með stórdansleik á Ránni
Staðsetning: Ráin, Hafnargötu 19 Hljómsveitin Spútnik ætlar að halda Risa dansleik á Ránni Ljósanóttina 5. september. Þetta verður alvöru dansleikur með þessari vel skipuðu sveit með Björgvin Gísla í fararbroddi. Miðaverð 2000kr í forsölu en 2500kr við hurð
Kl. 22:15
❏ ❏HS ORKA lýsir upp Ljósanótt
Staðsetning: Hátíðarsvæði Bjartasta flugeldasýning landsins í boði HS Orku hf. Strax að lokinni flugeldasýningunni verður "Gamli bærinn minn" leikinn og um leið verða ljósin á berginu kveikt. Tónlistardagskrá heldur svo áfram til kl. 23:00.
Kl. 22:30 - 23:15 ❏ ❏Málverkauppboð
Staðsetning: Í portinu við gömlu HF húsin(fyrir framan Svarta pakkhúsið) Málverkauppboð á vegum Félags myndlistamanna í
28
Dagskrá sunnudag Allar sýningar opnar um allan bæ.
Kl. 8:00 - 16:00
❏ ❏Opna Ljósanæturmótið
í golfi í boði Hótel Keflavíkur
Staðsetning: Hólmsvöllur í Leiru Verð 3.500 kr. skráning og nánari upplýsingar eru á golf.is
Góða skemmtun á
H
F
Reykjanesbæ
MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM
HÓTEL GRÁSTEINN Bolafótur 11 // Reykjanesbær
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Kl. 13:00 - 18:00
❏ ❏Hátíð í Höfnum
Nokkrir Hafnabúar hafa sett saman glæsilega menningardagskrá og bjóða þér nú til Hátíðar í Höfnum á Ljósanótt, sunnudaginn 6. september milli klukkan 13:00 – 18:00. 13:00-18:00 Kaffisala og Myndlistasýning í Félagsheimilinu. Listamennirnir sem sýna eru Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir, sem hafa búið í Höfnum frá 2005 og reka þar vinnustofur sínar. 14:00-15:00 Sagnastund í Félagsheimilinu þar sem Ketill Jósefsson og Sigurjón Vilhjálmsson munu rifja upp sögur úr Höfnum 16:00-17:20 Tónleikar í Kirkjuvogskirkju. Elíza Geirsdóttir Newman og Gísli Kristjánsson ásamt Bjartmari Guðlaugssyni. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju eru afar vel þegin. Nánar um þessa viðburði á ljosanott.is
❏ ❏Lög unga fólksins
Staðsetning: Andrews leikhúsið á Ásbrú Sýningar kl. 16 og 20 sunnudag Með blik í auga setur upp sýninguna Lög unga fólksins á Ljósanótt 2015 en sýningar hópsins eru orðnar ómissandi hluti af dagskrá hátíðarinnar.
2. - 6. SEPTEMBER
Að þessu sinni verður horft til þessa vinsæla útvarpsþáttar og skoðuð sú togstreita og þau átök sem urðu milli þeirra ungu og hinna sem eldri voru. „Hvar er Tom Jones?“ heyrðist þá iðulega þegar þau eldri könnuðust ekki við lögin sem spiluð voru. Flutt verða lög frá 1965 – 1982 og tímaferðalagið heldur áfram. Söngvarar sýningarinnar eru stuðmaðurinn Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir. Auk þess má nefna stórhljómsveit undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar en sögumaður er Kristján Jóhannsson. Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð kr. 5.300.
❏ ❏Gentlemen's Gravity
er íslenskt slaufufyrirtæki staðsett á Suðurnesjum sem mun taka þátt í Ljósanótt og um leið frumsýna merki Gentlemen's Gravety. Staðsetning: Hafnargötu 27 Gentlemen's Gravety sérhæfir sig í handgerðum gæðaslaufum sem skera sig úr. Með öllum slaufum fylgir flottur kassi sem hentar nútíma herramanni vel til að varðveita slaufuna og viðhalda gæðum. Opnunartímar um helgina. Fimtudag 18:00 - 22:00, föstudag 17:00 - 22:00 og laugardag 11:00 - 20:00. Allir velkomnir.
TILBOÐSDAGAR 2. - 6. SEPTEMBER Snittubrauð með súpunni, rúnstykki, brauð og nýbakaðar formkökur. Allir velkomnir Opnunartími Virka daga 7:00 - 17:30 Laugadag 8:00 - 16:00 Sunnudag 9:00 - 16:00 Sigurjónsbakarí - Hólmgarði 2 - 230 - Reykjanesbæ
30
2. - 6. SEPTEMBER
Ýmsir viðburðir Nákvæmar tímasetningar er að finna á ljosanott.is
❏ ❏Heilsuráðgjöf á
Heilsumiðstöð Birgittu
Staðsetning: Hafnargötu 48a Opið 8-20 fimmtudag, föstudag og laugardag. Allir hjartanlega velkomnir í heilsuráðgjöf. Gjafabréf, nudd og krem á góðu verði. Boðið upp á 10 mínútna nudd á 1.000 kr.
❏ ❏Vocal Restaurant Icelandair Hótel
Glæsilegur Ljósanætur matseðill, Happy Hour og margt fleira á Vocal Restaurant Icelandair Hótel í Keflavík Staðsetning: Hafnargata 57 Keflavík Opið 11:30-23 fimmtudag - sunnudags Á Icelandair Hótel í Keflavík er VOCAL, stórglæsilegur og fágaður fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á framúrskarandi þjónustu og glæsilegan Ljósanætur matseðil. Hér er allt sem þarf fyrir notalega kvöldstund eða hressandi hádegisverð. Einnig er glæsilegur bar þar sem hægt er að slaka á og njóta þess að vera til. Happy Hour frá kl: 17:00 - 19:00 alla Ljósnæturhelgina.Veitingastaðurinn VOCAL kl. 11:30 - 21:30. Bar frá kl.11:30 - 23:00.
❏ ❏POP UP KAFFIHÚS FJÓLU JÓNS
Staðsetning: Hafnargata 57 Keflavík Opið 19-23 fimmtudag, 12-21 föstudag, 12-21 laugardag, 12-17 sunnudag Icelandair Hótel í Keflavík, Hafnargötu 57. Ljósanótt 3. - 6. sept. Alls konar dásamlegt góðgæti, hin heimsfræga humarsamloka verður að sjálfsögðu á matseðlinum, Sunny Kef borgarinn og margt fleira girnilegt og gómsætt. Happy Hour fimmtudag frá kl. 19:00 - 21:00 Happy Hour föstudag frá kl. 17:00 - 19:00 Happy Hour laugardag frá kl. 17:00 - 19:00 Hlakka til að sjá ykkur öll. Kveðja Fjóla Jóns
❏ ❏Hertex nytjamarkaður Hjálpræðishersins
Staðsetning: Hafnargata 18 Opið 13-22 föstudag, 13-23 laugardag Hertex nytjamarkaður tekur vel á móti þér og býður uppá afslátt úr búðinni alla helgina. Einnig verðum við með kaffi, candyflos, poppkorn, kökur og margt fleira til sölu við búðina þar sem ágóðinn verður notaður í það góða starf sem Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er að vinna. Á laugardag verðum við með súpu til sölu sem yljar hjartarætur og þegar líða tekur að kveldi mun live tónlist hljóma þar sem Sigurður Ingimars Major þenur raddböndin eins og honum einum er lagið. Hlökkum til að sjá þig.
VÍKURFRÉTTIR • LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2015
LJÓSANÆTURFJÖR 2. - 7. SEPTEMBER
20% afsláttur af fatnaði og skóm
Frábær tilboð af uppþvottavélum, ryksugum frá Siemens og fleiri smátækjum Föstudaginn 4. september kl. 14:00 -17:00 Ráðgjafar frá Altis með kynnigu á UnderArmor skóm og Polar æfingarúrum. Laugardaginn 5. september kl. 14:30 -17:30 Silja Úlfarsdóttir fyrrum hlaupadrottning og afrekskona í fjálsum íþróttum, mætir ásamt fleirum með kynningu á Adidas Ultraboost hlaupaskóm og fl.
Hafnargötu 61 - 230 RNB - s. 421 7104
Dagskrá Ljósanætur dagana 5. til 8. september
Reykjanesbær 2013
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ S. 421 0001, vf@vf.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
31
Reykjanesbær 2015 GAMAN SAMAN Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð og því vill Velferðarsvið Reykjanesbæjar, Lögreglan á Suðurnesjum, Útideild og FFGÍR minna foreldra á útivistartíma barna og unglinga. Þess er vænst að foreldrar sjái til þess að börn og unglingar undir lögaldri séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu lýkur. Á Ljósanótt verður rekið athvarf í Öryggismiðstöð við Hafnargötu 8 en þangað verða ungmenni færð ef brot verða á útivistarreglum eða vegna ölvunar. Hringt verður í foreldra og þeir beðnir um að sækja börn sín. Upplýsingasími Ljósanætur er 891 9101. Foreldrar eru hvattir til þess að njóta Ljósanætur á ábyrgan hátt með börnum sínum.
Góða skemmtun!
Útivistarreglur: 12 ára börn og yngri til kl. 20:00. 13 - 16 ára börn til kl. 22:00.