Sporthúsið

Page 1

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

Fólk kemst í sitt besta líkamlega og andlega form:

CROSSFIT HENTAR ÖLLUM Þegar Sara Sigmundsdóttir, Crossfitþjálfari hjá Sporthúsinu í Reykjanesbæ, byrjaði í Crossfit hafði hún ekki mikinn bakgrunn í greininni. Þegar hún var yngri prófaði hún allar íþróttir en fann sig ekki í neinni en náði að tolla lengst í sundi (samanlagt 1-2 ár). Svo byrjaði hún 17 ára á Bootcamp námskeiði árið 2009 með það að markmiði að grennast en hugsaði ekkert um að komast í gott form. En svo kom í ljós að hún var eina stelpan sem gat gert armbeygjur á tánum (heilar þrjár) og fann að þar byrjaði keppnisskapið. Sara tók þátt í sínu fyrsta þrekmóti mars 2010 og var í næstsíðasta sæti. „Eftir það var ekki aftur snúið og ég ákvað ég að gefa allt í þetta og keppti á fleiri þrekmótum ásamt því að keppa í fitness. Árið 2012 kynntist ég Crossfit þar sem það var fyrsta mót þrekmótaraðarinnar á því ári. Ég vissi ekki mikið um Crossfit og gerði bara æfingarnar sem voru gefnar út fyrir mótið. Ég keppti og endaði í 2. sæti,“ segir Sara. Í kjölfar þess vildi Sara kynnast þessu betur og var boðið að taka þátt í undankeppni fyrir Evrópuleika í Crossfit-stöð í Reykjavík. Þessi undankeppni stóð yfir í fimm vikur. „Ég þurfti því miður að víkja frá keppni á 2. viku þar sem ég úlnliðsbrotnaði. Til þess að halda mér í formi og góðu mataræði ákvað ég að taka þátt í módelfitness. Ég fann þó að það var ekki minn farvegur og ákvað að halda áfram í Crossfit um leið og ég gæti. Ég byrjaði að stunda það einu sinni í viku í september 2012 en af krafti og daglega í janúar 2013. Komst síðan inn á Evrópuleika 2013 en datt út á fyrsta degi af þremur vegna reynsluleysis og meiðsla. Þá ákvað ég að reyna að keppa eins mikið og ég gæti til að safna reynslu og komast ennþá lengra og hef hreinlega ekki hætt að keppa síðan þá.“

6:05-6:50 6:05-6:50 9:05-10:00 9:05-10:00 10:05-10:35 12:05-13:00 12.05-13:00 17:00-18:00 17:30-18:30 17:30-18:30 17:30-18:30 18:10-19:10 18:30-19:30

10:00-11:00 11:00-12:00 11:05-12:05 12:10-13:10

Fullkomin aðstaða í Sporthúsinu Sara segir þegar hún byrjaði hjá Crossfit Suðurnes hafi hún loksins komist í fullkomna aðstöðu til að æfa og gera allar æfingar. „Það hefur það haft gífurleg áhrif en áður fyrr þurfti ég að keyra í bæinn til að geta tekið æfingar í góðri aðstöðu. Ekki nóg með að aðstaðan hjá okkur sé góð heldur hefur CrossFit Suðurnes fjölskyldan verið mér ómetanlegur stuðningur.“ Spurð um markmiðin í framtíðinni segist Sara vera að fara keppa á tveimur stórum mótum í janúar, annað mótið í Manchester og hitt í Boston. „Markmiðin þar eru bara að gera eins vel og ég get og fá meiri reynslu og komast á heimsleikana í Crossfit í júlí sem eru haldnir í Kaliforníu.“

Þátttakendur frá 17 ára og yfir fimmtugt C ro s s F it Su ð u r n e s hefur vaxið jafnt og þétt og iðkendafjöldi aukist samhliða því. Þegar það hófst voru um 50 manns með samning og í kringum 30 manns virkir að mæta á æfingar dags daglega. „Fjöldi iðkenda er í kringum 80-90 á hverjum degi. Flestir mæta þrisvar sinnum og alveg upp í sex sinnum í viku. Meiri aukning kallar á fleiri tíma í töflunni og komið hefur verið til móts við það.“ Einnig segir Sara að mjög vel hafi tekist að skapa gott andrúmsloft meðal fólks enda sé hópurinn mjög skemmtilegur. „Það er

Mánudagur Opið 5:50 - 22:00 Spinning Ásdís

Pilates Kristín Tabata Ásta Mjöll

Extreme Spinn Tinna/Maggi Foam Flex Ásta Mjöll

Spinning Freyja Hrund Bitt Lift Anna Karen

Body Fit Jónas Zumba Fitness Aneta Laugardagur Opið 8:00 - 18:00 Super Spinning Unnar og Kalli

Pallafjör Anna Karen Spinning Ásdís

Þriðjudagur Opið 5:50 - 22:00 Spinning Freyja Hrund Hot Toning Anna Karen Focus Fit Þrek Ásta Mjöll

Foam Flex Ásta Mjöll Extreme Spinn Kalli/Sigga

Fit Camp - Maggi Spinning Tinna Zumba Toning Aneta Foam Flex Maja Olsen Perfect Mix Sigga Fit Pilates Kristín Sunnudagur Opið 10:00 - 17:00

Foam Flex Maja Olsen

einfaldlega þannig að Crossfit hentar öllum. Ef manneskja sem kemur til okkar og hefur ekki verið í neinni þjálfun þá skölum við æfingarnar niður fyrir hana þannig að hún geti einnig tekið þátt. Viðkomandi gæti þá gert armbeygjur á hnjám eða með kassa undir höndunum í stað þess að gera þær á tánum.“ Markhópurinn sé því breiður en þáttakendur eru frá 17 ára aldri og alveg upp í 50+. Komast í besta form lífs síns „Þeir sem stunda Crossfit geta komist í besta form lífs síns en þá erum við ekki bara að tala um að auka þol og styrk heldur einnig að verða liðugri, ná betra jafnvægi, meiri sner pu, b etr i s amhæf ingu og jaf nvel orðið sterkari andlega þegar það kemur að æfingum ásamt mörgu fleira.“ Áherslur fólks og hvernig það lítur á hreyfingu geti líka breyst. „Hún fer þá úr því að vera sífellt að spá í hvernig maður lítur út yfir í að spá hvað maður getur og hvernig maður getur bætt getu sína,“ segir Sara. Crossfit er hægt að stunda á tvenna vegu, annars vegar sem líkamsrækt og hins vegar sem keppni. Keppnisgreinin Crossfit er mun erfiðari og ekki fyrir hvern sem er. Þeir sem hins vegar stunda líkamsræktina Crossfit gera ekki nærri því jafn erfiðar æfingar.

Félagsskapurinn og andinn ávallt góður „Ferillinn hjá okkur er þannig að allir fara á grunnnámskeið til þess að læra grunnatriðin í æfingunum og eftir það er hægt að stunda Crossfit æfingar. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel. Til að skrá niður árangur fólks úr æfingunum sjálfum notum við kerfið Wodify sem er aðgengilegt í gegnum tvo skjái sem við höfum í salnum og hægt er að skrá árangurinn strax (en einnig fylgir app í símann). Wodify kerfið lætur mann svo vita hvort maður hafi bætt sig í æfingunum sem við gerum og mikil ánægja hefur skapast með kerfið. Það besta sem fólk fær út úr því að stunda Crossfit er þó án efa félagsskapurinn en andinn og mórallinn á æfingum er ávallt góður og þeim sem finnst gaman að stunda líkamsrækt í hóp munu finnast gaman í Crossfit,“ segir Sara að endingu.

Árangur Söru á mótum hingað til:

Árið 2014 Crossfit mót í London – 6. sæti

Norðurlandarmót í ólympískum lyftingum – 3. sæti

Undankeppni fyrir Evrópuleika – 6. sæti

Crossfit mót í Frakklandi – 1. sæti

Evrópuleikar í Crossfit haldnir í Danmörku – 12. sæti Crossfit mót á Kýpur – 2. sæti

Crossfit mót á Lanzarote spáni – 1. sæti Íslandsmeistaramót í Crossfit – 2. -3. sæti Crossfit mót á Ítaliu – 1.sæti

Miðvikudagur Opið 5:50 - 22:00 Spinning Kalli

Fimmtudagur Opið 5:50 - 22:00 Spinning Freyja Hrund

Föstudagur Opið 5:50 - 21:00 Spinning Ásdís

Fit Pilates Kristín Tabata Ásta Mjöll

Focus Fit Þrek Ásta Mjöll

Pilates Kristín Bosu Fit Ásta Mjöll

Extreme Spinn Maggi Bosu Fit Ásta Mjöll

Foam Flex Ásta Mjöll Extreme Spinn Ásdís

Spinning Tinna Pallafjör Anna Karen

Spinning Unnar/Maggi Shape Up Anna Karen

Pump Jónas Foam Flex Maja Olsen

Body Mix Sigga Foam Flex Maja Olsen

Mánudaga – föstudaga 8:45 – 13:15 og 16:00 – 20:00 Laugardaga 9:15 – 13:15 Sunnudaga Lokað

Extreme Spinn - Tinna Tabata Ásta Mjöll

Partý Spinning Freyja Hrund Zumba Fitness Aneta Foam Flex Maja Olsen


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.