Sporthúsið

Page 1

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

Fólk kemst í sitt besta líkamlega og andlega form:

CROSSFIT HENTAR ÖLLUM Þegar Sara Sigmundsdóttir, Crossfitþjálfari hjá Sporthúsinu í Reykjanesbæ, byrjaði í Crossfit hafði hún ekki mikinn bakgrunn í greininni. Þegar hún var yngri prófaði hún allar íþróttir en fann sig ekki í neinni en náði að tolla lengst í sundi (samanlagt 1-2 ár). Svo byrjaði hún 17 ára á Bootcamp námskeiði árið 2009 með það að markmiði að grennast en hugsaði ekkert um að komast í gott form. En svo kom í ljós að hún var eina stelpan sem gat gert armbeygjur á tánum (heilar þrjár) og fann að þar byrjaði keppnisskapið. Sara tók þátt í sínu fyrsta þrekmóti mars 2010 og var í næstsíðasta sæti. „Eftir það var ekki aftur snúið og ég ákvað ég að gefa allt í þetta og keppti á fleiri þrekmótum ásamt því að keppa í fitness. Árið 2012 kynntist ég Crossfit þar sem það var fyrsta mót þrekmótaraðarinnar á því ári. Ég vissi ekki mikið um Crossfit og gerði bara æfingarnar sem voru gefnar út fyrir mótið. Ég keppti og endaði í 2. sæti,“ segir Sara. Í kjölfar þess vildi Sara kynnast þessu betur og var boðið að taka þátt í undankeppni fyrir Evrópuleika í Crossfit-stöð í Reykjavík. Þessi undankeppni stóð yfir í fimm vikur. „Ég þurfti því miður að víkja frá keppni á 2. viku þar sem ég úlnliðsbrotnaði. Til þess að halda mér í formi og góðu mataræði ákvað ég að taka þátt í módelfitness. Ég fann þó að það var ekki minn farvegur og ákvað að halda áfram í Crossfit um leið og ég gæti. Ég byrjaði að stunda það einu sinni í viku í september 2012 en af krafti og daglega í janúar 2013. Komst síðan inn á Evrópuleika 2013 en datt út á fyrsta degi af þremur vegna reynsluleysis og meiðsla. Þá ákvað ég að reyna að keppa eins mikið og ég gæti til að safna reynslu og komast ennþá lengra og hef hreinlega ekki hætt að keppa síðan þá.“

6:05-6:50 6:05-6:50 9:05-10:00 9:05-10:00 10:05-10:35 12:05-13:00 12.05-13:00 17:00-18:00 17:30-18:30 17:30-18:30 17:30-18:30 18:10-19:10 18:30-19:30

10:00-11:00 11:00-12:00 11:05-12:05 12:10-13:10

Fullkomin aðstaða í Sporthúsinu Sara segir þegar hún byrjaði hjá Crossfit Suðurnes hafi hún loksins komist í fullkomna aðstöðu til að æfa og gera allar æfingar. „Það hefur það haft gífurleg áhrif en áður fyrr þurfti ég að keyra í bæinn til að geta tekið æfingar í góðri aðstöðu. Ekki nóg með að aðstaðan hjá okkur sé góð heldur hefur CrossFit Suðurnes fjölskyldan verið mér ómetanlegur stuðningur.“ Spurð um markmiðin í framtíðinni segist Sara vera að fara keppa á tveimur stórum mótum í janúar, annað mótið í Manchester og hitt í Boston. „Markmiðin þar eru bara að gera eins vel og ég get og fá meiri reynslu og komast á heimsleikana í Crossfit í júlí sem eru haldnir í Kaliforníu.“

Þátttakendur frá 17 ára og yfir fimmtugt C ro s s F it Su ð u r n e s hefur vaxið jafnt og þétt og iðkendafjöldi aukist samhliða því. Þegar það hófst voru um 50 manns með samning og í kringum 30 manns virkir að mæta á æfingar dags daglega. „Fjöldi iðkenda er í kringum 80-90 á hverjum degi. Flestir mæta þrisvar sinnum og alveg upp í sex sinnum í viku. Meiri aukning kallar á fleiri tíma í töflunni og komið hefur verið til móts við það.“ Einnig segir Sara að mjög vel hafi tekist að skapa gott andrúmsloft meðal fólks enda sé hópurinn mjög skemmtilegur. „Það er

Mánudagur Opið 5:50 - 22:00 Spinning Ásdís

Pilates Kristín Tabata Ásta Mjöll

Extreme Spinn Tinna/Maggi Foam Flex Ásta Mjöll

Spinning Freyja Hrund Bitt Lift Anna Karen

Body Fit Jónas Zumba Fitness Aneta Laugardagur Opið 8:00 - 18:00 Super Spinning Unnar og Kalli

Pallafjör Anna Karen Spinning Ásdís

Þriðjudagur Opið 5:50 - 22:00 Spinning Freyja Hrund Hot Toning Anna Karen Focus Fit Þrek Ásta Mjöll

Foam Flex Ásta Mjöll Extreme Spinn Kalli/Sigga

Fit Camp - Maggi Spinning Tinna Zumba Toning Aneta Foam Flex Maja Olsen Perfect Mix Sigga Fit Pilates Kristín Sunnudagur Opið 10:00 - 17:00

Foam Flex Maja Olsen

einfaldlega þannig að Crossfit hentar öllum. Ef manneskja sem kemur til okkar og hefur ekki verið í neinni þjálfun þá skölum við æfingarnar niður fyrir hana þannig að hún geti einnig tekið þátt. Viðkomandi gæti þá gert armbeygjur á hnjám eða með kassa undir höndunum í stað þess að gera þær á tánum.“ Markhópurinn sé því breiður en þáttakendur eru frá 17 ára aldri og alveg upp í 50+. Komast í besta form lífs síns „Þeir sem stunda Crossfit geta komist í besta form lífs síns en þá erum við ekki bara að tala um að auka þol og styrk heldur einnig að verða liðugri, ná betra jafnvægi, meiri sner pu, b etr i s amhæf ingu og jaf nvel orðið sterkari andlega þegar það kemur að æfingum ásamt mörgu fleira.“ Áherslur fólks og hvernig það lítur á hreyfingu geti líka breyst. „Hún fer þá úr því að vera sífellt að spá í hvernig maður lítur út yfir í að spá hvað maður getur og hvernig maður getur bætt getu sína,“ segir Sara. Crossfit er hægt að stunda á tvenna vegu, annars vegar sem líkamsrækt og hins vegar sem keppni. Keppnisgreinin Crossfit er mun erfiðari og ekki fyrir hvern sem er. Þeir sem hins vegar stunda líkamsræktina Crossfit gera ekki nærri því jafn erfiðar æfingar.

Félagsskapurinn og andinn ávallt góður „Ferillinn hjá okkur er þannig að allir fara á grunnnámskeið til þess að læra grunnatriðin í æfingunum og eftir það er hægt að stunda Crossfit æfingar. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel. Til að skrá niður árangur fólks úr æfingunum sjálfum notum við kerfið Wodify sem er aðgengilegt í gegnum tvo skjái sem við höfum í salnum og hægt er að skrá árangurinn strax (en einnig fylgir app í símann). Wodify kerfið lætur mann svo vita hvort maður hafi bætt sig í æfingunum sem við gerum og mikil ánægja hefur skapast með kerfið. Það besta sem fólk fær út úr því að stunda Crossfit er þó án efa félagsskapurinn en andinn og mórallinn á æfingum er ávallt góður og þeim sem finnst gaman að stunda líkamsrækt í hóp munu finnast gaman í Crossfit,“ segir Sara að endingu.

Árangur Söru á mótum hingað til:

Árið 2014 Crossfit mót í London – 6. sæti

Norðurlandarmót í ólympískum lyftingum – 3. sæti

Undankeppni fyrir Evrópuleika – 6. sæti

Crossfit mót í Frakklandi – 1. sæti

Evrópuleikar í Crossfit haldnir í Danmörku – 12. sæti Crossfit mót á Kýpur – 2. sæti

Crossfit mót á Lanzarote spáni – 1. sæti Íslandsmeistaramót í Crossfit – 2. -3. sæti Crossfit mót á Ítaliu – 1.sæti

Miðvikudagur Opið 5:50 - 22:00 Spinning Kalli

Fimmtudagur Opið 5:50 - 22:00 Spinning Freyja Hrund

Föstudagur Opið 5:50 - 21:00 Spinning Ásdís

Fit Pilates Kristín Tabata Ásta Mjöll

Focus Fit Þrek Ásta Mjöll

Pilates Kristín Bosu Fit Ásta Mjöll

Extreme Spinn Maggi Bosu Fit Ásta Mjöll

Foam Flex Ásta Mjöll Extreme Spinn Ásdís

Spinning Tinna Pallafjör Anna Karen

Spinning Unnar/Maggi Shape Up Anna Karen

Pump Jónas Foam Flex Maja Olsen

Body Mix Sigga Foam Flex Maja Olsen

Mánudaga – föstudaga 8:45 – 13:15 og 16:00 – 20:00 Laugardaga 9:15 – 13:15 Sunnudaga Lokað

Extreme Spinn - Tinna Tabata Ásta Mjöll

Partý Spinning Freyja Hrund Zumba Fitness Aneta Foam Flex Maja Olsen


Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

ÉG ER MJÖG STOLTUR ÞJÁLFARI Þitt Form með Freyju Sig. byrjaði í janúar 2013 sem hádegisnámskeið og fór rólega af stað. Það var fljótt að spyrjast út og bættust þá við morgun- og seinnipartsnámskeið. Freyja segist ótrúlega ánægð með þátttökuna á námskeiðunum og að hún sé hvatning til að halda áfram þessari braut og gera enn betur. „Núna hóf ég 15. námskeiðið sem byggist á einföldum æfingum sem miðast við að þátttakendur nái að hámarka brennslu og þjálfa upp þol og styrk á skömmum tíma. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa allan líkamann. Um er að ræða gömlu, góðu stöðvaþjálfunina í bland við skemmtilegar nýjungar og skorpuþjálfun.“ Þitt Form er 6 vikna námskeið og æfingar eru þrisvar í viku. Freyja segir mestu ánægjuna meðal þeirra kvenna sem hafa sótt námskeiðið vera fjölbreytnina í hverjum tíma. „Enginn tími er eins og alltaf kemur eitthvað skemmtilegt á óvart sem í senn er krefjandi og skemmtilegt. Það gerir tímana ómissandi.“

Fyrir 16 til 60 ára Aldursbil þátttakenda er 16 og upp í 60 ára. Allar konurnar taka vel á því því og hver og ein fer í gegnum æfingar á sínum hraða með sínar þyngdir á lóðum o.s. frv. „Þannig fá allar sitt út úr hverjum einasta tíma og allar labba út með bros á vör,“ segir Freyja. Þrjú námskeið eru í boði, morgunnámskeið kl. 6, hádegisnámskeið kl.12:05 og seinnipartsnámskeið kl. 17. Það komast 45 komast á hvert námskeið, sem öll námskeið hafa verið full frá apríl 2013. Á Þ i t t Fo r m eru mælingar í byrjun og lok hvers námskeiðs fyrir þær sem vilja, mat ar prógrömm og ýmis annar fróðleikur um heilbrigt og gott mataræði og góða hreyfingu.

Fylgist vel með mætingu „Það hefur verið nóg að gera í þjálfun og núna síðastliðin tvö ár hefur Þitt Form átt allan minn áhuga, skipulag og tíma. Auk þess að vera gift fótboltamanni, sem þarf sinn tíma fyrir æfingar, á ég þrjá stráka, 11 ára, 7 ára og 5 ára, sem allir eru á fullu í fótbolta. Þannig að ekki er mikill tími aflögu til að stunda aukaæfingar,“ segir Freyja og brosir. Hún nýtir alla sína kunnáttu og reynslu frá fimleikum til fitnessþjálfunar, frá margra ár a e i n k a þjálfun/hópþjálfun í þjálfuninni á námskeiðinu. Hún hefur verið að vinna sem einkaþjálfari hér á landi frá árinu 2000 og einnig erlendis þegar ég bjó í

Noregi. Þar náði hún þeim frábæra árangri að verða fyrsti einkaþjálfarinn í Aalesund. „Þetta er alltaf jafn gaman og það er alltaf að koma eithvað nýtt inní þjálfunina sem ég er að nota. Ég hvet alla þátttakendur á námskeiðinu að mæta í alla tíma, ég er með mætingalista og fylgist vel með að stelpurnar séu að nýta sína tíma og eru að standa sig. Ég verðlauna síðan allar þær sem ná 100% mætingu í þessar 6 vikur og það er alveg magnað að sjá hvað þessar skvísur leggja sig 100% fram við að mæta á æfingu, leggja sig 100% fram á hverri æfingu og árangurinn er líka eftir því. Ég er mjög stoltur þjálfari.“ Góðir hlutir gerast hægt Freyja mælir með því að fara skynsamlega af stað í ræktina, taka eitt skref í einu og setja mörg lítil markmið. „Þá nærðu mun meiri árangri og árangurinn helst. Megrunarkúrar og aðrar skyndilausnir virka ekki, það er margsannað. Góð og skemmtileg hreyfing og að breyta mataræðinu hægt og rólega eru lykillinn að góðum árangri.“

„Enginn tími er eins og alltaf kemur eitthvað skemmtilegt á óvart sem í senn er krefjandi og skemmtilegt“

Um Freyju Freyja hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil stelpa. Byrjaði í fimleikum og náði frábærum árangri þar, var m.a. í landsliði Íslands. Eftir fimleikaferilinn fór hún strax að keppa í fitnesskeppnum árið 1999 og byrjaði á því að vinna Íslandsmeistaratitil í fyrstu keppni, þá 17ára gömul. Freyja á 8 Íslandsmeistaratitla, 5 bikarmeistaratitla og vann silfurverðlaun á Norðurlandamóti 2008, silfur á evrópumeistara móti í fitness 2012 og fleiri verðlaun í Norðurlandakeppnum. Einnig hefur Freyja tekið þátt á heimsmeistaramóti og fleiri mótum. Frá árinu 2012 hefur hægt á þáttöku Freyju í keppnum hjá Freyju, en þá vann hún síðast Íslandsmeistaratitil og sama ár annað sæti á Evrópumeistaramóti. Bréf frá ánægðum viðskiptavini „Sæl Freyja. Ég hef verið að lesa umsagnirnar af námskeiðinu þínu Þitt form og er alveg heilluð. Ég bý í Reykjavík og var búin að ákveða að keyra í þessar 6 vikur til Keflavíkur og vera með í tímanum kl 06:00. Áhuginn er það mikill en þar sem það námskeið er orðið fullt langar mig að athuga hvort þú gætir sent mér línu þegar næsta námskeið byrjar svo ég missi nú ekki af því.“ Freyja segir ekki slæmt að skvísur frá höfuðborgarsvæðinu séu farnar að bruna brautina til að mæta á námskeiðið. Þessi var svo heppin að ein hætti við svo hún komst að.

Heilsustoð:

STUÐNINGUR TIL AUKINNA LÍFSGÆÐA Heilsustoð var stofnað í febrúar 2013 og er samstarfsverkefni Sporthússins, Sjúkraþjálfunarinnar Sporthúsinu í Kópavogi og Kírópraktorstofu Íslands. Markmið Heilsustoðar er að veita þjónustu á sviði líkamsþjálfunar fyrir einstaklinga og hópa sem þurfa á stuðningi fagfólks að halda eða vilja bæta líkamlega getu sína með stuðningi háskólamenntaðs fagfólks. Þjónustan hentar því vel þeim sem eru að ljúka meðferðum, hvort sem er hjá sjúkraþjálfara á stofu eða á stofnunum s.s. Reykjalundi, Grensás, Hveragerði o.s.frv. Heilsustoð ehf. býður upp á námskeið sem miða að því að efla almenna heilsu og hreyfigetu þeirra sem þurfa á endurhæfingu eða sérstökum stuðningi fagfólks að halda, eða vilja stuðning við að breyta um lífsstíl. Í boði eru fjölbreytt námskeið sem henta vel bæði

einstaklingum og hópum sem vilja auka líkamlegan styrk og virkni. Öll kennsla er í höndum fagfólks og eru gerðar ríkar kröfur til kennara félagsins hvað varðar gæði og ábyrgð. Þann 19.janúar nk. hefst námskeið hjá Heilsuklúbbnum sem er sex vikna námskeið fyrir þá sem ekki eiga við stoðkerfisvanda að stríða en vilja halda áfram uppbyggingu sinni úr öðrum úrræðum. Frábært tækifæri fyrir fólk að koma sér af stað undir leiðsögn Önnu Pálu Magnúsdóttur sjúkraþjálfara. Kennt er þrisvar í viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl.8:30 Heilsustoð er með starfsemi í Sporthúsinu í Reykjanesbæ og Kópavogi. Nánari upplýsingar og skráningar á netfangið heilsustod@ heilsustod.is

Líkami og Boost:

TILBÚNIR PRÓTEIN, SKYR OG BOOST DRYKKIR

Líkami og boost ehf. Tók til starfa í febrúar 2014. Verslunina rekur Ægir Þór og Ágústa Árna. Líkami og Boost selur tilbúna prótein og skyr boost drykki og eru það alls 15 drykkir sem fólk getur valið sér um svo allir ættu að geta fundð eitthvað við sitt hæfi á matseðlinum okkar. Einnig seljum við hágæða fæðubótaefni SciMX og leggjum við mikla áherslu á góða þjónustu og vinnu í að allir sem kaupa af

okkur fá ráðgjöf og efni sem sniðið er að þeirra markmiðum. Einnig seljum við allskyns auka dót sem tengist líkamsrækt nuddrúllur, nuddbolta, strappa, úlnliðsbönd, yoga dýnur, foamflex rúllur, promixx blandara og margt fleira. Líkami og boost er staðsett í Sporthúsinu Ásbrú. Líkami&Boost Í hraustum líkama.


SUPERFORM ÁSKORUN 2015 HEFST MÁNUDAGINN 12. JANÚAR Áskorun sem skilar árangri. Opinn kynningarfundur í kvöld, fimmtudaginn 8. janúar kl. 20:00 í Sporthúsinu. Allir velkomnir.

HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA YFIR EIN MILLJÓN KRÓNA KORT 2X ÁRS FORM Í SUPER THÚSIÐ R O P S OG

0.000, KR. 20 ÖRÐUM H N I E B Í UM PENING

.000,0 0 2 . KR FRÁ ÚTTEKT NIKE

ÖLDA AUK FJ A ANNAR GA VINNIN

Á

NÁNARI AR UPPLÝSING SID.IS U H T R O P S WWW.

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is


Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

„STÖÐUGT VERIÐ AÐ BÆTA ÞJÓNUSTUNA“

Sporthúsið í Reykjanesbæ hefur nú sitt þriðja starfsár en stöðin opnaði með pompi og prakt þann 15. september 2012. Allt frá opnun hefur Sporthúsið iðað af lífi og greinilegt er að Suðurnesjamenn og -konur kunna vel að meta það sem við bjóðum upp á. Við erum kannski ekki brautryðjendur í líkamsrækt en þó má segja að á Suðurnesjum hafi orðið talsverð vitundarvakning í líkamsrækt með tilkomu Sporthússins. Margt fólk sem stundaði líkamsrækt áður fyrr fór aftur af stað og jafnframt tók gríðarlegur fjöldi fólks sín fyrstu skref hjá okkur frá því að við opnuðum haustið 2012. Frá opnun höfum við stöðugt verið að bæta þjónustuna með enn betri og breyttri aðstöðu til iðkunnar líkamsræktar. Haustið 2013 tókum við til notkunar splunkunýja tækjalínu frá Technogym á Ítalíu, langstærsta og jafnframt þekktasta framleiðanda líkamsræktartækja í heiminum. Einnig bættum við þá inn miklum búnaði í Crossfit þegar við keyptum fyrri rekstraraðila út.

Hóptímataflan okkar hefur mælst einstaklega vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar sem geta valið um allt að 50 tíma í hverri viku þegar mest lætur. Þá eru námskeiðin okkar, svo sem Crossfit, Superform, Þitt Form og HotYoga, mjög vinsæl og sífellt fjölgar í þeim. Barnagæslan Krílabær er hefur notið mikilla vinsælda hjá krökkunum en hún er opin á morgnana og fram yfir hádegi, og síðan aftur seinni partinn. Helsti styrkur Sporthússins felst þó í því frábæra starfsfólki sem við erum svo lánsöm að hafa. Það er fólkið sem skapar þá stemningu og andrúmsloft sem er að finna innan veggja okkar og leiðir þannig af sér ánægða viðskiptavini. Í dag starfa yfir 50 manns í Sporthúsinu, ýmist í aðalstarfi, hlutastarfi eða við þjálfun. Samstarf okkar við Íþróttaskóla Keilis hefur gengið vonum framar og fer öll verkleg kennsla fram í Sporthúsinu. Í dag starfa margir þjálfarar hjá okkur sem lokið hafa ÍAK þjálfunargráðu frá Keili og fer þeim fjölgandi.

Markið Sporthússins er að bjóða upp á framúrskarandi aðstöðu fyrir þá sem vilja ná árangri með æfingum og líkamsrækt. Okkar áhersla er á jákvætt og gott viðmót starfsfólks, góðan tækjabúnað, hreinlæti og regluleg þrif, jákvæða upplifun viðskiptavina og árangur. Einnig er sérstaklega gaman að taka á móti fólki sem æfði hér áður fyrr í „gamla“ íþróttahúsinu á Vellinum og sýna því þær vel heppnuðu breytingar sem gerðar voru á húsnæðinu. Fólk er oft agndofa yfir þessu, sérstaklega Bandaríkjamenn sem hafa komið við í heimsókn sinni til landsins og skoðað sinn gamla vinnustað sem nú nefnist Ásbrú. Þeir eru orðlausir með vel heppnað verkefni sem hér hefur átt sér stað með gamla herstöð. Við hvetjum alla til þess að koma og skoða hjá okkur aðstöðuna og mun starfsfólk okkar taka vel á móti gestum. Í Sporthúsinu geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. F.h. Sporthússins, Ari Elíasson.

Superform er í senn einkaþjálfun og hópaþjálfun:

Metnaður þjálfara smitast til þátttakenda Sævar Ingi Borgarson er með Superform námskeið í Sporthúsinu í Reykjanebæ og segir það sannarlega vera fyrir alla. Honum fannst á sínum tíma vera þörf á hópatímum sem legðu meira upp úr styrktarþjálfun og mótun. Einnig hefur Sævar verið að einkaþjálfa síðastliðin 14 ár og langaði að setja upp tíma þar sem fólki liði eins og það væri í einkaþjálfun þrátt fyrir að vera í hópaþjálfun. „Ég vil að fólk finni fyrir því að ég sem þjálfari sé að leiðbeina fólki hvernig á að gera æfingarnar með mjög góðu formi og að það finni að ég setji kröfur á að þau gera æfingarnar vel og leggi á sig vinnu. Því þegar fólk finnur fyrir metnaði þjálfarans þá smitar það fólkið sem er hjá honum og það fer að setja kröfur á sjálft sig,“ segir Sævar, sem er með mikla fjölbreytni í æfingum og uppsetningin sé gerð þannig að allir geti verið saman. „Við stillum allar æfingar þannig að það er hægt að gera þær í lágu erfiðleikastigi upp í hátt erfiðleikastig.“ Þegar Sævar byrjaði að setja upp Superform námskeiðið setti hann nokkur markmið á blað sem honum fannst mikilvæg fyrir gæði Superformsins: 1. Gaman, það endist engin/n í líkamsrækt sem er leiðinleg og ef það er gaman þá hlakka allir til að koma til þín. 2. Fjölbreytni í æfingum og uppsetningu á tímunum. Ef fólk hefur á tilfinningunni að það viti aldrei hvað það er að fara að gera og hlakkar til, þá verður alltaf gaman. 3. Leiðbeina öllum að gera æfingarnar mjög vel. Þannig minnkar áhætta á meiðslum, fleiri geta stundað Superform og þannig komið í einkaþjálfun í hópaþjálfun.

4. Búa til stóran og samheldinn hóp sem finnst gaman að æfa og vera saman. Superform námskeiðin sem hófust núna eftir áramótin byggjast á 12 tímum á viku, 3 á morgnana, 4 í hádeginu, 4 seinnipartinn og 1 tíma á laugardögum þar sem meira er sprellað. Hentar vel vaktavinnufólki „Þú getur valið að mæta hvenær sem er og eins oft eins og þú vilt. Þetta hentar öllum og sérstaklega vaktavinnufólki. Við byrjum alltaf á virkri upphitun sem gengur út á að auka liðleika, virkja vöðva og fyrir æfingar tímans. Mjaðmirnar eru mjög oft í lykilhlutverki hvað þetta varðar,“ segir Sævar. Eftir upphitun eru útskýrðar æfingar dagsins og uppsetning á tímanum. „Í æfingunum eru sýndar nokkrar útfærslur af sömu æfingunni þannig að allir geti verið með. Þaðan er farið í æfingar dagsins. Í lokin er farið í smá core eða finish þjálfun og teygt lokin.“ Áskorendakeppni og mætingakeppni Þegar Sævar er spurður um hvernig árið sé planað hjá Superform segir hann að byrjað verði á áskorendakeppni næsta mánudag sem standi yfir í 12 vikur og endi með stóru partýi. Í framhaldinu verður einhver fyrstur í 50 mætinga keppni. „Svo erum við að skoða að vera með Superform keppni, fyrir þá sem vilja og hafa metnað til að keppa. Það verður alveg sjálfstæð keppni og þeir sem vilja ekki keppa halda bara sínu striki í tímunum okkar og þeir sem vilja gera meira einbeita sér að því. Ef af verður þá náum við að þjónusta okkar mjög breiða hóp og aldrei að vita nema að við sjáum kannski kannski eitthvað af okkar fólki í þrekmótaröðinni,“ segir Sævar.

„Þegar fólk finnur fyrir metnaði þjálfarans þá smitar það fólkið sem er hjá honum og það fer að setja kröfur á sjálft sig“

KAUPAUKI FYLGIR ÖLLUM 12 MÁNAÐA SAMNINGUM Reykjanesbæ & Kópavogi

Tveir 3ja daga gestapassar

1 tími í Collagen

1 tími í ljós

Heilsubaka eða naanwich

Tími í tennis

Réttur dagsins

Lasertag fyrir tvo

Kjúklingasalat og Toppur

Heilsuréttur

Sportþrenna frá LÝSI

Heimalöguð súpa með brauði

Hádegisverður

Reykjanesbæ & Kópavogi

Brúsi og tími með einkaþjálfara

Hleðsla frá MS

Réttur 65 Gildir frá 1 sept 2014 til 31 maí 2015

Höfðatorgi

Kjúklingasalat & Kristall

Kjúklingasalat

Smoothie

Lítill skyrdrykkur

Rúlla vikunnar

Boost vikunnar

Reykjanesbæ & Kópavogi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.