26.tbl.35.árg.

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku

Sími: 421 0000

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

f immtudagur inn 3 . júlí 2 0 14 • 2 6. TÖ LU BLAÐ • 35. Á RGANGUR

Garðaúðun og garðsláttur Gumma Emils

30 ára reynsla í garðaúðun og full réttindi til jafnlangs tíma. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar mætti á mótorhjóli í Garðinn en hér má sjá hann leðurklæddan (t.h) á tali við annan mótorhjólakappa. Friðjón var í hópi fjölmargra gesta á Sólseturshátíðinni í Garði en við gerum hátíðinni góð skil í sjónvarpsþætti okkar í kvöld og einnig í blaðinu í dag. VF-mynd/Eyþór Sæmundsson.

893 0705

■■ Flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja í umræðuna í kjölfar Fiskistofumáls:

Hefði flutningur Gæslunnar á Ásbrú ekki átt að koma á undan Fiskistofu? -Suðurnesjaþingmenn og ráðherra sammála flutningi Landhelgisgæslunnar á Ásbrú „Allir þingmenn kjördæmisins eru á sama máli með þetta mál en það skarast á milli innanríkis- og utanríkisráðuneytisins. Þess vegna er erfitt að koma því áfram og því verðum við að hafa trú á því. Öll rök hníga að því að flytja Gæsluna suðureftir vegna þess að aðstaðan er sprungin á Reykjavíkurflugvelli. Þeir fá ekki meira pláss þar,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Hún flutti þingsályktunartillögu síðasta haust þar sem hún mælti fyrir því að Landhelgisgæslan yrði flutt til Reykjanesbæjar. Málefni hennar hafa komist í umræðuna í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að flytja Fiskistofu með manni og mús til Akureyrar. stöð leitar og björgunar á Suðurnesjum. Það styður enn frekar við það að flytja Landhelgisgæsluna suðureftir.“ „Ég hefði haldið að það að flytja Landhelgisgæsluna til Reykjanesbæjar hefði verið fyrsta val ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Af hverju þarf að styrkja Akureyri fremur en Suðurnes?“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í kjölfar umræðu um flutning Fiskistofu til Akureyrar.

FÍTON / SÍA

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra var á fundum erlendis þegar VF fékk viðbrög frá henni á hlaupum á milli funda. Hún sagðist vera sömu skoðunar og hún hefði alltaf verið um að öll rök hnigu að því að Gæslan flytti til Reykjanesbæjar. Á Ásbrú og annars staðar í Rekjanesbæ væri mjög góð aðstaða til staðar hvort sem um væri að ræða húsnæði, hafnaraðstöðu eða aðstöðu fyrir þyrlurkost og flugvélar. Hún sagði að sú úttekt sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra hefði látið gera og kynnt í tíð fyrri ríkisstjórnar hefði því miður sett málið til baka ef eitthvað er þar sem kostnaður við flutning hefði verið ýktur að hennar mati. Það þyrfti að hefja þá skoðun að nýju. Silja Dögg segir þetta vera almannahagsmunamál og segist hafa talað við margt fólk um það síðan hún byrjaði að vinna í því. „Ég heyri æ fleiri starfsmenn Gæslunnar vera jákvæða og það er breyting frá því sem fyrst var. Fólk fór alveg í baklás til að byrja með. „Utanríkisráðherra hefur einnig lýst því yfir oftar en einu sinni að hann sjái mið-

einföld reiknivél á ebox.is

Oddný var meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar þingárið 2010-2011. Hún segir að auðvitað sé það þannig að hver og einn þingmaður líti á sitt svæði, það sé mannlegt og hún skilji vel að Hafnfirðingar vilji ekki missa störfin þaðan. „En við viljum líka halda byggð á landinu öllu og verðum að líta upp úr kjördæmapotinu. Og þá finnst mér að þurfi að skoða hvaða svæði þarf mest á því að halda að efla atvinnulífið. Það eru til dæmis Suðurnesin. Við erum með fyrsta þingmann kjördæmisins og ráðherra byggðamála, Sigurð Inga Jóhannsson, og auðvitað er ég hissa á því að hann skuli ekki líta fyrst á þetta svæði. Við erum einnig með iðnaðar- og atvinnumálaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, sem gagnrýndi síðustu ríkisstjórn oft og mikið,“ segir Oddný.

Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld

SÓLSETURSHÁTÍÐ Í GARÐINUM. FÓLKIÐ, FJÖRIÐ OG VEÐRIÐ! Hvað segja Magnús, Jónína, Oddný, Ásgeir, Soffía og Bogi um Garðinn?

Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN EINNIG Á VF.IS

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

FALLEGIR GARÐAR Í REYKJANESBÆ

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Flugvél nauðlenti á golfvellinum í Vogum - Tveir sluppu ómeiddir

Ábendingar óskast um fallega garða, snyrtilegt umhverfi. Eins og áður verða umhverfisviðurkenningar veittar í lok sumars á vegum Umhverfis- og Skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Að þessu sinni óskar nefndin eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Ábendingum er hægt að skila á netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is eða til Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar í síma 420-3200, opið frá 07:00 til 16:00.

F

lugvél frá flugskóla Keilis nauðlenti á golfvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd síðdegis á sunnudaginn var. Tveir voru um borð í vélinni, nemandi og kennari, en þeir sluppu báðir ómeiddir. Vélin missti afl og því varð að taka til þess ráðs að lenda á næsta stóra opna svæði. Vélin er af gerðinni Diamond DA20 og er tveggja sæta vél en hún er líklega ónýt eftir nauðlendinguna. Nú þegar er unnið að rannsókn orsaka slyssins en eftir að vélin hafði lent heilu og höldnu valt hún og endaði á hvolfi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn og flutti farþega vélarinnar á sjúkrahús sem þó kenndu sér einskis meins, en

var skiljanlega brugðið í brún. Björgunarsveitarmenn voru einnig kallaðir til en sneru við þegar ljóst var að engin slys urðu á fólki.

Tekið er við ábendingum til 20. júlí.

LJÓSANÓTT 2014

LUMAR ÞÚ Á HUGMYND?

Ótrúlegt sjónarspil þegar Mriya tók á loft

Ljósanótt verður haldin hátíðleg í 15. sinn í ár. Gaman væri að brydda upp á skemmtilegum nýjungum af því tilefni. Ef þú lumar á góðri hugmynd að nýjum viðburði eða dagskrárlið, endilega sendu okkur línu á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is eða hringdu í s. 421-6700.

DUUSHÚS

SUMARSÝNINGAR Velkomin í Duushús. Átta sýningarsalir, ókeypis aðgangur. Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar. Listasalur: Dæmisögur úr sumarlandinu, einkasýning Karolínu Lárusdóttur. Gryfjan: Hönnun á Suðurnesjum, samstarfsverkefni með Hönnunarklasanum Maris. Bíósalur: Ljósmyndasýningin Þrælkun, þroski, þrá frá Þjóðminjasafni Íslands. Bryggjuhús, Gestastofa: Gömul málverk og ljósmyndir af Duushúsum í eigu safna Reykjanesbæjar. Bryggjuhús, Erlingsstofa: Sýning á skúlptúrum Erlings Jónssonar. Bryggjuhús, Miðloft: Ný sýning Byggðasafnsins, Þyrping verður að þorpi, saga bæjarfélagsins. Bryggjuhús, Ris: Húsið sjálft með því sem fylgir. Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Sími 421-3796

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Þ

að var mögnuð upplifun að fylgjast með stærstu flugvél heims, Antonov 225 Mriya taka á loft frá Keflavíkurflugvelli um miðja nótt í úrhellisrigningu í síðustu viku. Þessi risastóra þota þurfti að nýta sér lengd Keflavíkurflugvallar, enda ofurþungur farmur um borð sem nú er verið að fljúga með til Kanada. Ferðalagið hófst í Þýskalandi og vélin átti eftir að stoppa á flugvelli í Goose Bay til að taka eldsneyti til að geta haldið ferðalaginu áfram en áfangastaðurinn var í Kanada þar sem vélin átti að skila af sér stykki sem vóg 141 tonn og var ætlað til gasvinnslu.

Mikill kostnaður er við ferðalag flugvélarinnar og sem dæmi þá námu eldsneytiskaup vélarinnar hér á landi um 10 milljónum króna og þá eru ótalin flugvallargjöld. Þá gisti áhöfn vélarinnar og þýskt kvikmyndatökulið sem fylgdi vélinni á Hótel Keflavík í einn sólarhring.

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


3

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014

-40%

Kræsingar & kostakjör

STEIKARhAmBoRgARAR 150 G VAcuMpAkkAðiR STyKKjAvERð VERð áðuR 298,-

247,-

nautakjöti leiddur úr hágæða ung Steikarborgarinn er fram isupptaka efn súr að nig þan ir umbúð og pakkað í lofttæmdar a hæstu skil að st næ nig steikingu. Þan hefjist ekki fyrr en við s han slu gæðum allt fram að ney

lAmBAFIlE MEð fiTu KílóvERð VERð áðuR 4.989,-

hUmAR 1 kG SkElBRoT KílóvERð VERð áðuR 3.989,-

3.991,-

2.393,-

GOTT Á GRILLIÐ Í NETTÓ -27% lAmBAlÆRISSNEIðAR BlAndAðAR KílóvERð VERð áðuR 2.298,-

1.678,Nauta Rib y: Nautamjöðm m/beikon Nauta T-bone steik Ungnauta pot roast 800 - 1200 gr Nautamjaðmasteik Nautasíða snyrt

3.998 kr/kg 2.690 kr/kg 3.998 kr/pk 1.798 kr/kg 2.498 kr/kg 2.298 kr/kg

-50% FRÁBÆRAR DANSKAR NAUTASTEIKUR

KjúKlINgAvÆNgIR MAGnpoki KílóvERð VERð áðuR 698,-

349,-

Tilboðin gilda 3. - 6. júlí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is| Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


4

fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

■■Töluvert tjón hjá Hópferðum Sævars eftir bruna um helgina:

Feginn að missa ekki húsið líka Lögguvaktin vinsæl á Twitter

Eftirlit netverja með hraðamælingum lögreglu

N

otendur samskiptaforritsins Twitter eru ansi sniðugir oft og tíðum en segja mætti að talsverður samfélagsbragur ríki í Twitterheimum. Dæmi um þennan samfélagsbrag að ræða staðsetningu lögreglunnar er sérstakt myllumerki (hashtag) á Reykjanesbrautinni eða hvar sé sem sífellt er að verða vinsælla. Um verið að mæla ökuhraða á Suðurer að ræða myllumerkið #löggu- nesjum. Svo er bara spurning hvort vaktin, en þar er fólk að deila því ökumenn séu að aka löglega vegna hvar lögreglan er að störfum hverju þessa framtaks unga fólksins. sinni á Suðurnesjum. Oftast er um Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um stöðuuppfærslur á Twitter þar sem lögguvaktin er að störfum.

Löggi að mæla rétt hja innri njarð á brautinni #lögguvaktin

„Maður er svona að átta sig á þessu núna. Þetta er dálítið ferli, málið er í rannsókn og maður veit ekki hvað verður,“ segir Sævar Baldursson, sem rekur Hópferðir Sævars. Langferðabifreið frá fyrirtæki Sævars eyðilagðist í bruna um helgina. „Það var leigubílstjóri sem sá eldinn stíga upp og þrátt fyrir að það sé hræðilegt að missa rútu var mesta sjokkið að sjá hversu mikið eldurinn náði að læsa sig í þakkantinn á húsinu og dyr sviðnuðu einnig mikið. Það má alltaf fá annan bíl en húsnæðið er okkur mikils virði, við vorum búin að leggja mikið á okkur til að eignast það,“ segir Sævar. Bruninn og tjónið hafa þá þýðingu fyrir Sævar og fyrirtæki hans að heilmikil vinna sem plönuð var hefur verið afbókuð og komið í annarra hendur. „Það verður að sjálfsögðu eitthvað fjárhagslegt tjón vegna þess. Við fáum þetta líklega aldrei að fullu bætt.“ Sævar bætir við að það hafi endurspeglast verulega í þessu öllu hversu gott getur verið að búa í litlu samfélagi. „Maður kannaðist við alla sem komu að þessu, allt gott fólk sem fann til með okkur. Það var mjög gott og hlýtt að sjá hvað allir

voru tilbúnir að hjálpa og sýna samstöðu. Ég er búinn að fá fjölda símtala frá fólki sem er reiðubúið að hjálpa til, meira að segja samkeppnisaðilar hafa boðist til að aðstoða mig með rútumál og annað.

Ég er mjög þakklátur fyrir það. Þetta sýnir að það er einhver ávinningur af því að fá ferðamálafyrirtæki á Suðurnesjum til að vinna saman - og þau gætu gert það enn meira,“ segir Sævar.

löggan að mæla hjá ikea i garðabæ á ómerktum bil #lögguvaktin Virkilega ánægður með samstöðuna á twitter. Sameinuð stöndum vér! #lögguvaktin #90km Löggan á þremur stöðum á brautinni #drivesafe #lögguvaktin

Lögga að mæla á leiðinni í bæinn, áður en komið er að Gri afleggjara #lögguvaktin

Gummi Sæm að mæla á mótorhjólinu hjá vogaafleggjara #lögguvaktin Ég elska lögguvaktina! Engin á brautinni btw #lögguvaktin Löggan er að mæla við...fokk löggan stoppaði mig fyrir að vera á twitter meðan ég er að keyra. #donttextanddrive #lögguvaktin

Sektaður fyrir að reykspóla Hávaðasamt og hættulegt

Töluvert hefur verið kvartað undan því að undanförnu að einstakir ökumenn geri það að leik sínum að reykspóla á bílaplönum og í hringtorgum í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir frá því á facebook síðu sinni. Þar segir að athæfið valdi oft miklum hávaða, reyk og skapi hættu, auk þess sem svona framferði sé fyrst og fremst brot á umferðar-

lögum. Lögregla hafði afskipti af ökumanni í vikunni, sem þandi bifreið sína með þessum hætti í hringtorgi. Hann varð tíu þúsund krónum fátækari, auk þess sem rituð var lögregluskýrsla um athæfið. Nú verður sérstaklega fylgst með því að ökumenn láti af þessum ósóma, hvort heldur er að nóttu eða degi.

Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

Upplýsingar veita: Reykjanesbær er fimmta fjölmennasta sveitarfélagið á Íslandi, með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið var stofnað 11. júní 1994 við sameiningu þriggja sveitarfélaga: Keflavíkurkaupstaðar, Njarðvíkurkaupstaðar og Hafnahrepps.

Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is

Bæjarstjóri Reykjanesbær óskar að ráða bæjarstjóra. Nýr meirihluti varð til eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og hefur hann tekið ákvörðun um að auglýsa eftir bæjarstjóra. Starfssvið

Menntunar- og hæfniskröfur

• Framkvæmdastjórn bæjarfélagsins og • Menntun á háskólastigi sem hagsmunagæsla þess nýtist í starfi • Stjórn og ábyrgð á daglegum rekstri • Þekking og reynsla af fjármálum, • Stefnumótun og áætlanagerð stjórnun og rekstri • Náið samstarf við bæjarstjórn • Þekking og reynsla af • Samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa opinberri stjórnsýslu, einkum • Þátttaka í uppbyggingu samfélagsins sveitarfélaga er æskileg

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Persónulegir eiginleikar • Leiðtogahæfni • Geta til að tjá sig í ræðu og riti • Áhugi á mótun og uppbyggingu samfélagsins • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700

www.hagvangur.is


5

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014

SIMPLY CLEVER

BÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI 2014

Nýr ŠKODA Octavia Combi Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi ŠKODA Octavia bíl ársins á Íslandi 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk ŠKODA Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Þessi úrslit ættu ekki að koma Octavia­eigendum á óvart, enda hefur það sýnt sig að ŠKODA Octavia er með allra hagkvæmustu, öruggustu, þægilegustu og sparneytnustu bílunum í sínum flokki. Það kemur því ekki á óvart að ŠKODA Octavia var mest seldi bíll á Íslandi árið 2013.

ŠKODA Octavia Combi kostar frá 3.970.000,-

Eyðsla frá 3,8 l/100 km

CO2 frá 99 g/km

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is

5 stjörnur í árekstrar­ prófunum EuroNcap


6

fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Umræðan og völdin Tilkynning um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur ausið vatni á myllur þeirra sem telja að flytja eigi Landhelgisgæsluna til Reykjanesbæjar. Meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu allsherjar- og menntamálanefndar um það mál þingárið 2010-2011 eru starfandi ráðherrar í dag, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir. Auk þess er Sigurður Ingi fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Þingmaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, segir í viðtali við Víkurfréttir að hún hefði haldið að það að flytja Landhelgisgæsluna til Reykjanesbæjar hefði átt að vera fyrsta val ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og spyr sig hvers vegna efla eigi atvinnulíf á Akureyri fremur en á Suðurnesjum, þegar Suðurnesin þurfa meira á slíkri eflingu að halda. Þá er einhugur meðal þingmanna Suðurkjördæmis um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja og þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, segir í viðtali við Víkurfréttir að flutningur stofnana út á land sé mikilvægur styrkur fyrir landsbyggðina. „Utanríkisráðherra hefur einnig lýst því yfir oftar en einu sinni að hann sjái miðstöð leitar og björgunar á Suðurnesjum. Það styður enn frekar við það að flytja Landhelgisgæsluna suðureftir,“ segir Silja Dögg. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir einnig í samtali við Víkurfréttir að hún sé enn á sömu skoðun og hún var þegar hún var meðal flutningsmanna tillögunnar á sínum tíma. Hún telur að Keflavíkurflugvöllur sé besti staðurinn fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar. Helstu rök gegn flutningi gæslunnar hafa verið þau að það yrði of kostnaðarsamt og flókið vaktalega séð því langflestir starfsmenn búi í Reykjavík. Silja Dögg segir að æ fleiri raddir starfsmanna gæslunnar séu orðnar jákvæðar í garð flutningsins. Vegna starfsmannaveltu muni einnig möguleikar á atvinnu fyrir Suðurnesjamenn hjá Landhelgisgæslunni aukast töluvert. Að ekki sé minnst á eflingu góðs samstarfs ef miðstöð leitar og björgunar flyst einnig á svæðið. Umræðan er að minnsta kosti komin af stað af krafti á ný og fróðlegt verður að fylgjast með hvað ráðherrar kjördæmisins gera. Þeirra eru völdin.

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Alveg Tryllt Partý Skemmtigarður fyrir fullorðna - segir tónleikahaldari ATP tónlistarhátíðarinnarv Það ætti heldur betur að lifna yfir Ásbrú á næstunni, já eða Suðurnesjunum öllum. Tónlistarhátíðin ATP verður haldin á Ásbrú dagana 10. -12. júlí en hátíðin vakti mikla lukku í fyrra þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Keflvíkingurinn Tómas Young fer fyrir hátíðinni en hann sér fram á margar andvökunætur á næstunni. Það er ekki bara tónlist á heimsmælikvarða sem framreidd verður á Ásbrú, heldur verða margvíslegar uppákomur í boði fyrir tónleikagesti, s.s fótbolti, spurningakeppni og bóka-bingó. Á ATP eru jafnan haldin fótboltamót þar sem hljómsveitarmeðlimir mæta gjarnan til leiks og reyna fyrir sér gegn gestum. Stundum mæta heilu hljómsveitirnar í takkaskónum og láta finna fyrir sér í fótboltanum. „Það einkennir að vissu leyti ATP, þessi nánd við tónlistarmennina, segir Tómas en fótboltinn er aðeins hluti af þeirri nánd. Kvikmyndir eru sýndar á hátíðinni þar sem hljómsveitirnar fá að velja sínar eftirlætismyndir fyrir gesti. Hin vinsæla hljómsveit Portishead velur að þessu sinni dagskrána fyrir tónleikagesti. „Það er gaman fyrir gesti sem eru kannski aðdáendur sveitarinnar að fá smá innsýn í þeirra heim,“ segir Tómas og rifjar upp þegar hann fór á ATP hátíð erlendis þar sem hljómsveitin The

National sá um kvikmyndaafþreyingu. Í fyrra mætti svo Dr. Gunni og reiddi fram spurningakeppni í anda Popppunkts en sá leikur verður endurtekinn í ár. Adrian McKinney (Lord Sinclair), mun sjá um keppnina í ár. Tónleikagestir mæta bara til leiks og mynda lið, þar sem svara þarf spurningum sem snúa að tónlist. Þar eru líkur á því að hitta hljómsveitarmeðlimi og er það dæmi um nándina sem fylgir hátíðinni. Láta kvikmyndastjörnur sjá sig? Svokallað bóka-bingó vakti mikla lukku í fyrra, en það gengur þannig fyrir sig að gestir mæta með bók úr einkasafni sem það svo leggur í pott. Þannig geta sigurvegarar bingósins eignast bækur frá öðrum en á sama tíma látið af hendi bækur sem þeir hafa jafnvel fengið leið á, eða vilja deila með öðrum. Leikkonan Tilda Swinton, sem var gestur á hátíðinni í fyrra, var víst ansi kappsöm í bóka-bingóinu og vildi ólm næla sér í ýmsar áhugaverðar bækur. Ekki er óalgengt að frægar kvikmyndastjörnur sem hún láti sjá sig á ATP hátíðunum en Tómas vill sem minnst gefa upp um það hvort von sé á stórstjörnum hingað á Ásbrú í næstu viku. „Það eina sem ég vil segja er að fólk getur prófað að googla nöfn maka þeirra sem eru í stóru hljómsveitunum,“ segir Tómas dulur. „Það verða ein-

hver þekkt andlit þarna í hópnum,“ bætir hann svo við. Nú þegar svo skammt er þangað til hátíðin hefst er skiljanlega nóg um að vera við undirbúning. Tómas hefur í nógu að snúast en hann hefur þó góðan kjarna af fólki í kringum sig sem hjálpar til við að gera hátíðina í hópi með þeim bestu í Evrópu. Þar sé fólk hvaðanæva að allt frá vinum og fjölskyldu til starfsmanna sem komið hafa að viðburðum sem þessum í fjölmörg ár. „Mamma og pabbi hafa verið að dreifa bæklingum á Ásbrú og pabbi var t.d. að mála barborð sem notað verður á svæðinu. Það koma svo að þessu ótal íslenskir sjálfboðaliðar sem sinna hinum ýmsu störfum,“ segir Tómas en einnig koma starfsmenn á vegum ATP erlendis frá. „Ég veit hreinlega ekki hvað þetta eru margir starfsmenn. Það eru líklega rúmlega 200 manns sem koma að þessu.“ Fyrir þá gesti hátíðarinnar sem ekki hafa komið á Ásbrú áður verður boðið upp á ferðir þar sem sýningin Íbúð Kanans verður skoðuð. Það er því ótalmargt í boði fyrir gesti en að sjálfsögðu er það tónlistin sem trekkir að. „Tónlistin vegur þyngst í þessu. Það eru þó þessir aukahlutir sem gera þetta að hátíð. Þetta verður nánast eins og skemmtigarður fyrir fullorðna,“ segir Tómas að lokum.

Það eina sem ég vil segja er að fólk getur prófað að googla nöfn maka þeirra sem eru í stóru hljómsveitunum,“ segir Tómas dulur. „Það verða einhver þekkt andlit þarna í hópnum

vf.is

SÍMI 421 0000

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014

Kræsingar & kostakjör

Kaffi og kruðerí í ferðalagið SmoozE FRoSThyRNUR 4 TEG pAKKAvERð VERð áðuR 598,-

496,-

-50% cADBURy DAIRy mIlK dAiM EðA oREo STyKKjAvERð VERð áðuR 299,-

269 ,mT SúKKUlAðI MjólkuR EðA MEð HnETuM STyKKjAvERð VERð áðuR 198,-

178,-

NETTó KAFFI MAlAð 400 G STyKKjAvERð VERð áðuR 549,-

439,-

SéRBAKAð víNARBRAUð BAkAð á STAðnuM STyKKjAvERð VERð áðuR 198,-

99,-

mS óSKAjógúRT 180 G

-10%

Tilboðin gilda 3. - 6. júlí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is| Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


8

fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Veðurguðirnir Garðbúum hliðhollir

S

ólseturshátíðin fór fram í Garðinum um helgina í blíðskaparveðri. Fjölmargir lögðu leið sína á Garðskagann en hátíðardagskrá fór fram við Garðskagavita. Talsvert fjölmenni var á hátíðarsvæðinu og mátti til að mynda sjá fjöldan allan af húsbílum á tjaldsvæðinu. Glæsileg dagskrá var í Garðinum alla síðustu viku. Þar má

nefna fróðleiksgöngu með Ásgeiri Hjálmars, knattspyrnuleik, strandblakmót og hverfagrill. Smiðshöggið var síðan rekið á laugardeginum en þá kom fram fjöldi þjóðþekktra listamanna á hátíðarsvæði á Garðskaga. Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og tók púslinn á Garðinum. Fylgstu með sérstökum þætti um Garðinn í kvöld á ÍNN klukkan 21:30.

Þessi skellti sér í „tattoo“ Árni Árnason var kynnir á hátíðinni.

STAÐA SKÓLASTJÓRA GERÐASKÓLA

Staða skólastjóra við Grunnskólann í Garði er laus til umsóknar. Ráðið er í stöðuna til eins árs frá og með 1. ágúst 2014. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi. Markmið og verkefni • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri skólans • Fagleg forysta • Stuðla að framþróun skólastarfsins • Ráðningar og mannauðsstjórnun • Þekking og góður vilji til að leiða samstarf skólasamfélagsins út frá skólastefnu sveitarfélagsins og gagnvart samstarfsverkefnum/samningum sem skólinn á við aðrar stofnanir Menntun, færni og eiginleikar • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr. • Menntun í stjórnun menntastofnana æskileg • Reynsla af skipulagi og stjórnun kostur • Mjög góð færni í samskiptum og góð meðmæli þar um • Geta til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði og styrkur í ákvarðanatöku • Hvetjandi og góð fyrirmynd Nánari upplýsingar: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Sigurjón Þórðarson, sigurjon@hagvangur.is Umsóknarfrestur: Til og með 7.7.2014 Umsóknir: Umsækjendum er bent á heimasíðu Hagvangs, hagvangur.is, til að skila umsóknum um starfið.

Forsala hafin á skötumessuna XXSkötumessan 2014 verður haldin í Miðgarði Gerðaskóla í Garði miðvikudaginn 16. júlí kl. 19.00. Húsið opnar kl. 18:15 og borðhald hefst kl. 19:00. Vönduð skemmtidagskrá hefst svo kl. 19:30 og verður auglýst nánar síðar. Glæsilegt hlaðborð; skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti. Forsala aðgöngumiða er hafin. selt á Skötumessuna. Þeir sem vilja Þeir sem greiða í forsölu fá örugg tryggja sér miða verða að leggja sæti en samkvæmt venju er upp- 4.000 kr. á mann inn á reikning

Skötumessunnar 0142-05 70506, kt. 580711-0650 og hafa með sér útprentað afrit af innlegginu sem aðgöngumiða á Skötumessuna. Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014

Bæjarstjórinn í Garði á erfitt með að finna sér húsnæði - Hefur áhyggjur af þróun mála

M

Pollapönkarar gáfu sér tíma með aðdáendum sínum. Norrænir vinir Garðbúa stigu léttan dans.

agnús Stefánsson hóf nýlega sitt annað kjörtímabil sem bæjarstjóri í Garði. Hann segist vera að leita sér að húsnæði í bæjarfélaginu en staðan er að hans mati ekki góð í húsnæðismálum í Garðinum. Hann telur atvinnulífið í Garðinum vera ágætt en vissulega hafi heimamenn verið ósáttir þegar starfsemi Garðvangs var flutt til Reykjanesbæjar. Víkurfréttir tóku bæjarstjórann tali á Sólseturshátíðinni í Garði en sérstakur sjónvarpsþáttur Víkurfrétta um Garðinn verður sýndur á ÍNN í kvöld klukkan 21:30. Aðspurður um atvinnulífið á Garði segir Magnús það vera ágætt. „Auðvitað eru aðstæður þannig að margir íbúar sækja atvinnu út fyrir Garðinn. Að öðru leyti er ágætis staða á atvinnulífinu hér. Það er auðvitað sameiginlegt hagsmunamál sveitarfélaganna á svæðinu hér að við náum af stað einhverri starfsemi í Helguvíkinni. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir öll þessi sveitarfélög.“ Sjávarútvegurinn er afar mikilvægur fyrir Garðinn þrátt

fyrir að engin höfn sé í bæjarfélaginu. „Hér eru fiskvinnslufyrirtæki og útgerðarfélög sem eiga aðsetur í Garðinum. Nesfiskur er stórt og myndarlegt fyrirtæki, með þeim stærri hér á svæðinu og það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Garðinn, enda fjölmargir sem starfa hjá þeim til lands og sjós. Síðan erum við með fleiri fyrirtæki hér, þannig að sjávarútvegurinn skiptir mjög miklu.“ Tekin var ákvörðun um að flytja starfsemi Garðvangs til Reykjanesbæjar í fyrra. Garðbúar voru ekki alls kostar sáttir við þá ákvörðun. „Við vorum eðlilega mjög ósátt við það og töldum að það hefði átt að vera samstaða um að ráðast í endurbætur á Garðvangi og halda áfram starfsemi með hjúkrunarþjónustu. Það gekk því miður ekki eftir af ýmsum ástæðum og hafa bæjaryfirvöld í Garðinum ekki verið sátt við þá þróun. Það er verkefni fyrir höndum núna að ná samstöðu með sveitarfélögunum á svæðinu og sækja um fleiri rými

hér, því það er skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hér á Suðurnesjum. Það ætti að vera okkar sameiginlega verkefni að ná fram árangri.“ Bæjarstjórinn er þegar byrjaður að leita sér að húsnæði í Garðinum en hann hefur áhyggjur af húsnæðismálum í byggðarfélaginu. „Það er erfitt fyrir fólk að fá leiguhúsnæði í Garði. Þetta er vandamál sem hefur verið uppi og við höfum verið að missa frá okkur fólk til búsetu í öðrum sveitarfélögum. Hér á Íbúðalánasjóður nokkra tugi íbúða sem standa auðar og margar ónotaðar. Fólk á mjög erfitt með að fá húsnæði hreinlega, það er auðvitað áhyggjuefni. Við þurfum að fara í það að ná samstarfi við Íbúðalánasjóð og fleiri aðila um að vinna í þeim málum, þannig að ég og aðrir sem viljum búa í Garðinum getum fengið húsnæði til þess að búa hér.“

■■Býr í sama húsi og foreldrar hennar byggðu 1954:

Ekki enn flutt að heiman

Oddný Harðardóttir þingmaður var meðal þeirra sem nutu veðurblíðunnar og dagsrkárinnar í Garði. Víkurfréttir spurðu Oddnýju út í hátíðina og ýmislegt fleira sem einkennir sveitarfélagið. Gott að koma heim „Hátíðin hefur þróast mjög vel finnst mér. Þetta er fjölskylduhátíð, hátíð okkar Garðmanna og við bjóðum gesti velkomna,“ segir Oddný, sem býr í Garðinum og ekur alltaf til vinnu í Reykjavík. Hún segist alltaf kunna vel við sig þar. „Ég segi stundum að ég sé ekki enn flutt að heiman því ég á heima í húsinu sem mamma og pabbi byggðu 1954 og ég ólst upp í. Mér líkar mjög vel í Garðinum og alltaf þegar ég keyri Garðveginn og sé húsið mitt þá léttir mér. Það er svo gott að koma heim.“ Oddný telur að það fylgi því eitthvað einstakt að fara út á Garðskaga, setjast í fjöruna og horfa út á haf. „Ég leita hingað til að fá hugarró og ég held að það séu töluvert fleiri sem gera það,“ segir hún.

Tveir þingmenn frá Garðinum Tveir starfandi þingmenn koma úr þessu 1600 manna sveitarfélagi. Auk Oddnýjar er það Ásmundur Friðriksson. Spurð segir Oddný að það sé mjög gott. „Ég er fyrsti þingmaðurinn held ég úr Garðinum. Að vísu er Eiður Guðnason ættaður úr Garðinum og sjálfsagt einhverjir fleiri. Nú eigum við tvo og vonandi bara fjölgar þeim,“ segir Oddný. Spurð um hvort hún telji íbúa Garðs vera stolta af þingmönnum sínum telur hún að svo hljóti að vera. „Þeir eru alla vega góðir við okkur. Ég kvarta ekki undan því.“ Einnig var Magnús Stefánsson, núverandi bæjarstjóri, þingmaður og ráðherra áður. „Það er góður grunnur að hafa komið að rekstri bæjarfélags fyrir starf þingmanns og sú reynsla nýtist vel. Ég

get mælt með því að fara þessa leið. Byrja á sveitarstjórnarpólitíkinni og fara þaðan inn á þing,“ segir Oddný. Vill hvergi annars staðar búa Spurð um hvað henni finnist um Garðinn núna og hvort henni finnist góðir hlutir vera að gerast, segir Oddný svo vera og Garðbúa hafa verið skynsama í fjármálum. „Það hefur ekki skipt máli hvaða meirihlutar hafa verið við völd, menn hafa gætt að sér. Hér hrundi ekki allt árið 2008. Auðvitað má rífast um smáatriði hér og þar og menn takast á. Minnihluti veitir meirihluta aðhald. En í heildina tekið erum við sátt við hvernig málin hafa þróast hér.“ Þá finnst Oddnýju gott að búa í Garðinum. „Ég get ekki hugsað mér að búa neins staðar annars staðar,“ segir hún að endingu.

Fríðindi og forréttindi að búa í Garði Jónína Magnúsdóttir formaður bæjarráðs í Garðinum var í sólskinsskapi á Sólseturshátíðinni um sl. helgi. Jónína er nýlega farin að skipta sér af pólitík en hvers vegna ákvað hún að beita sér fyrir bæjarbúa í Garðinum? „Það var nú vegna fjölda áskorana og svo hef ég nú alltaf haft áhuga á byggðarlaginu. Ég er fædd og uppalin hérna og er annt um byggðarlagið. Ég tel mig hafa margt að bjóða upp á og langar að leggja mitt af mörkum til þess að gera Garðinn að ennþá betri bæ til að búa í.“ Jónína segist hafa átt ákaflega góða æsku í Garðinum og því kjósi hún að búa þar og ala upp börn sín. „Mér finnst gott að ala upp börnin mín hérna. Þó svo að það sé ekki allt til alls hér þá er mjög stutt í allt hérna. Mér finnst bara fríðindi og forréttindi að búa hérna, þetta

er svo stutt frá öllu, en svo kemur maður bara hérna í þess vin í eyðimörkinni, þar sem maður getur bara notið náttúrunnar, fegurðarinnar og rólegheitanna, sem ég kannski nýt hvað best.“ Hvað má bæta í Garðinum að mati formanns bæjarráðs? „Það þarf að bæta tómstundastarf fyrir yngri kynslóðina, þar má alltaf gera betur. Við þurfum líka að halda við ákveðnu starfi eins og bættum samgöngum, því það er lykilatriði fyrir okkur hérna. Við þurfum líka að fegra bæinn okkar, halda honum fallegum og hreinum þannig að hann verði ákjósanlegur fyrir íbúa og gesti. Svo tel ég að við verðum að halda uppi blómlegu tómstundalífi, félagslífi og menningu. Þannig fáum við fólk til þess að sækja okkur heim og okkur til þess að halda áfram að búa hérna.“


10

fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olga@vf.is

■■Heilmargt að skoða í Víkingaheimum:

Sjá Íslending frá Reykjanesbraut

Víkingasafnið í Reykjanesbæ var opnað formlega á þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 2009. Skipið Íslendingur er þekktasti safngripurinn, smíðað af Gunnari Marel Eggertssyni árið 1996. Víkurfréttir kíktu á safnið og hittu þar fyrir forstöðumanninn Svein V. Björgvinsson. með hljóðleiðsögn farið yfir goðafræðina í sex sögum. Einnig er þar sýningin Söguslóðir á Íslandi, um merkar söguslóðir fyrir íslenska sögu. „Auk þeirra er sýning sem heitir Landnám á Íslandi og þar eru fornminjar sem hafa verið grafnar upp á Suðurnesjum, annars vegar í Vogi í Höfnum og hins vegar á Hafurbjarnarstöðum í Sandgerði. Og svo að sjálfsögðu er Íslendingur sjálfur,“ segir Sveinn.

Ferðin til Ameríku markaði upphafið Gunnar Marel Eggertsson sigldi Íslendingi, sem hann byggði sjálfur, yfir Norður-Atlantshaf og til Ameríku, sömu leið og Leifur Eiríksson 1000 árum fyrr. „Þá var í gangi í Bandaríkjunum sýning á vegum Smithsonian stofnunarinnar sem hét North Atlantic saga. Ákveðinn samstarfsgrundvöllur verður til á milli Gunnars og Reykjanesbæjar og Smithsonian sem lánar til langs tíma muni sem voru á þeirri sýningu. Í kjölfar ferðar Gunnars komu munirnir hingað til lands og

skipið líka,“ segir Sveinn. Víkingaheimar voru síðan byggðir utan um munina, Íslending og umrædda sýningu. Síðan þá hafa orðið svolitlar breytingar. Þéttar sýningar hafa verið og tveimur vinsælum sýningum bætt við. Ein sýning er Örlög guðanna, eftir Ingunni Ásdísardóttur og Kristínu Gunnarsdóttur, með tónlist e f t i r Hi l m a r Örn Hilmarsson allsherjargo ð a . Þ ar e r

Skipið Íslendingur stærsti segullinn Heilmargt er að skoða í Víkingaheimum og margar fróðlegar upplýsingar. Að sögn Sveins er skipið Íslendingur þó nokkurs konar segull fyrir safnið. „Við sjáum það alveg frá Reykjanesbrautinni. Hér eru stórir glerveggir svo að það sést auðveldlega. Hingað koma margir sem eru forvitnir um skipið. Þegar þeir svo koma inn upplýsi ég þá hvað er meira merkilegt að sjá. Þá

Það er fullt af hlutum þarna sem eru mjög merkilegir sem tengjast þessum gömlu skipum okkar, eins og babb í bátinn og allt í húfi verða margir heillaðir þegar þeir hafa gengið í gegn og skoðað.“ Ekki er um almenna leiðsögn fyrir einstaklinga í safninu en hægt er að biðja fyrirfram um leiðsögn fyrir hópa. „Það getur verið erfitt fyrir okkur að sinna einstaklingum ef það eru margir á safninu en hún er að sjálfsögðu í boði ef um það er beðið sérstaklega. Þá leiðum við fólk aðeins um safnið og sýnum hvað er í boði. Svo er hljóðleiðsögnin í Örlögum guðanna, þar sem hlustað er á goðafræðina. En að sjálfsögðu leggjum við mikla áherslu á sögu skipsins Íslendings.“ Upplifun gesta gefandi Sveinn hefur verið forstöðumaður Víkingaheima í þrjú ár. Hann er ánægður og segir starfið gefa sér mikið. „Ég hitti margt fólk, bæði Íslend-

inga og erlent. Það er gott að sjá og heyra sýn erlendra gesta á tengsl Íslendinga, eða víkinganna eins og þeir horfa á þá, við sín heimkynni. Og þá kannski sérstaklega Breta og Ameríkana. Upplifun þeirra er stórkostleg þegar þeir fara um borð í Íslending og lesa svo um söguna.“ Sveinn hefur eðlilega kynnt sér norræna goðafræði vel eftir að hann hóf störf. „Ég var ekkert mjög fróður um þetta þegar ég byrjaði en hef lært heilmikið síðan. Einnig hef ég fræðst um skipasmíðar því hingað koma skipasmiðir sem eru alveg dolfallnir yfir Íslendingi og þeir koma frá ýmsum löndum.“ Og spurningar sem Sveinn fær eru margar hverjar stórkostlegar. „Þannig að ég hef aldeilis þurft að kynna mér það efni og Gunnar Marel hefur frætt mig mikið. Sem betur fer því það er fullt af hlutum þarna sem eru mjög merkilegir sem tengjast þessum gömlu skipum okkar, eins og babb í bátinn og allt í húfi,“ segir Sveinn.

Ferðaskrifstofan Travice hefur starfsemi sína:

Ætla að koma Reykjanesi á kortið XXNý ferðaskrifstofa hefur verið stofnuð á Reykjanesi. Að henni standa ýmsir aðilar í ferðaþjónustu og áhugasamir einstaklingar sem vilja efla ferðaþjónustu þar. Með stofnun hennar vonast Travice til að geta styrkt ferðaþjónustu á svæðinu til muna. Inga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri en hún hefur áralanga reynslu í ferðaþjónustugeiranum. Um Reykjanes fer gífurlegur fjöldi erlendra ferðamanna ár hvert sem oftast nær nýtir sér ekki að skoða þá stórbrotnu náttúrufegurð sem svæðið hefur að geyma.

Ferðaskrifstofan mun einbeita sér að því að ná til þeirra ferðamanna sem hafa áhuga og tíma til að skoða svæðið. Travice ætlar að leggja mikla áherslu á að markaðssetja Reykjanesið eða „koma því á kortið“ eins og sagt er. Nálægðin við höfuðborgina er kostur og ætlar Travice að nýta sér það og jafnframt vinna með ferðaþjónustuaðilum víðsvegar um land.

„Með auknum gæðum og samstarfi aðila á svæðinu vonast Travice til að ferðaþjónusta geti orðið ein af öflugustu atvinnugreinum á Reykjanesi. Hér er stórfenglega náttúru að finna, gott menningarlíf og frábært fólk sem Travice hlakka til að vinna með í framtíðinni,“ segir Inga Guðmundsdóttir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Travice er nú fullgild ferðaskrifstofa. Skrifstofa fyrirtækisins er í Heklunni í Ásbrú, Grænásbraut 506. Vefsíða fyrirtækisins er enn í vinnslu en vonast er til að hún fari fljótlega í loftið. Hægt er að senda ferðaskrifstofunni póst á info@travice.is.

Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir

Kristín Gunnarsdóttir kennari, Grænagarði 5, Keflavík, áður til heimilis í Bolungavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt mánudagsins 30. júní. Kveðjuathöfn verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 13:00. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungavík laugardaginn 12. júlí kl. 14:00.

Fyrir hönd aðstandenda Benedikt Kristjánsson Ragnhildur Helga Benediktsdóttir Hagbarður Marinósson Kristján Heiðberg Benediktsson Ásdís Viggósdóttir Aron Ívar Benediktsson Helga Guðmundsdóttir


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

150 nemendur útskrifast frá Keili

Útskriftarhópur Keilis 2014 (Háskólabrú, Íþróttaakademía, Flugakademía).

K

eilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 150 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 20. júní. Í útskriftarræðu sinni vék Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að tengslum frelsis og ábyrgðar. Við útskrift hefðu nemendur öðlast tiltekið frelsi og það væri undir þeim komið hvernig þeir nýttu frelsi menntunarinnar. Þá þakkaði hann sérstaklega Hlíf Böðvarsdóttur sem hefur kennt frá upphafi við Háskólabrú við miklar vinsældir og Kári Kárason, flugstjóri, var heiðraður sérstaklega fyrir að byggja upp Flugakademíu Keilis.

Háskólabrú Keilis útskrifaði 71 nemanda úr fjórum deildum: Félagsvísinda- og lagadeild; Hugvísindadeild; Verk- og raunvísindadeild; og Viðskipta- og hagfræðideild. Soffía Waag deildarstjóri Háskólabrúar flutti ávarp. Dúx var Ágúst Þór Birnuson með 9,21 í meðaleinkunn, og hlaut hann að gjöf bók frá Íslandsbanka og spjaldtölvu frá Keili. Elva Björk Guðmundsdóttir flutti ræðu útskriftarnema. 14 nemendur luku atvinnuflugmannsprófi frá Flugakademíu Keilis. Tómas Beck, skólastjóri Flugakademíunnar flutti ávarp, Christine Birgitte Thisner fékk

Atvinnuflugmenn Flugakademíu Keilis 2014.

Útskriftarhópur Keilis 2014 (Tæknifræði og Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku).

Útskrifaðir nemendur af Háskólabrú Keilis fagna.

viðurkenningu fyrir námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,71 í meðaleinkunn og fékk hún bókagjafir frá Icelandair og Isavia. Magnús Þormar flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis. 47 nemendur útskrifuðust frá Íþróttaakademíu Keilis, 37 einkaþjálfarar og 10 styrktarþjálfarar. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp, Sigríður Bjarney Guðnadóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með 9,62 í meðaleinkunn og Arna Hjartardóttir í ÍAK styrktarþjálfun með 8,98 í meðaleinkunn. Fengu þær íþróttaskó frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Inga Rún Guðjónsdóttir flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Íþróttaakademíu Keilis. Fyrsti hópur leiðsögumanna í ævintýraferðamennsku brautskráðist á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem Keilir brautskráir nemendur á vegum erlends háskóla. Við athöfnina fengu 13 nemendur staðfestingu á að hafa lokið átta mánaða háskólanámi í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate). Ragnar Þór Þrastarson, verkefnastjóri námsbrautarinnar flutti ávarp. Ástvaldur Helgi Gylfason fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 8,87 í meðaleinkunn og fékk hann bakpoka frá GG sjósport. Þá fékk Erlingur Geirsson viðurkenningu fyrir góðar framfarir í námi og fékk hann útivistarjakka frá Útilíf. Ræðu útskriftarnema fyrir hönd ævintýraleiðsögunáms flutti Orri Sigurjónsson. Þá fór fram brautskráning kandídata í tæknifræðinámi Keilis, sem heyrir undir Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem Háskóli Íslands útskrifar nemendur með BSc-gráðu í tæknifræði og brautskráðust í ár fimm nemendur af tveimur brautum, orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Helgi Þorbergsson, starfandi deildarforseti Rafmagns- og töluverkfræðideildar Háskóla Íslands og Sverrir Guðmundsson forstöðumaður tæknifræðinámsins afhentu prófskírteini. Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands flutti ávarp og veitti Sigurði

Erni Hreindal viðurkenningu fyrir áhugavert og vel unnið verkefni um hönnun á nýrri nálavindivél í netagerð. Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri Kadeco - Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, veitti Karl Inga Guðnasyni viðurkenningu fyrir bestan námsárangur, en hann var með 8,74 í meðaleinkunn. Þá fékk Karl Ingi Eyjólfsson viðurkenningur frá Heklunni - Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja fyrir framúrskarandi vinnu og frágang á lokaverkefni. Þakklætisgjöf fyrir góð störf í þágu skólans hlaut Karl Guðni Garðarsson. Nærri tvö þúsund einstaklingar hafa útskrifast frá stofnun Keilis árið 2007 og hefur mikill fjöldi umsókna borist um nám fyrir haustið 2014. Mesta aukningin er í Flug-

akademíu Keilis þar sem ríflega helmingi fleiri umsóknir eru um flugnám en á sama tíma í fyrra, en það var einnig metár hjá Flugakademíunni. Þá hafa einnig borist fjöldi umsókna í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku og einkaþjálfaranám Íþróttaakademíu Keilis. Sem fyrr eru flestir umsækjendur um nám í Háskólabrú Keilis, en að jafnaði stunda um tvö hundruð einstaklingar staðnám og fjarnám í Háskólabrú á ári hverju, auk þess sem boðið hefur verið upp á námið á Akureyri í samstarfi við SÍMEY undanfarin þrjú ár. Enn er hægt að sækja um nám í flestum deildum Keilis og er hægt að nálgast nánari upplýsingar á www. keilir.net.

ÁÆTLUN Ný áætlun frá og með 1.júli 2014.

Frá Keflavík 06:45* 09:15* 10:30* 11:30* 13:00* 14:45 16:20 19:45

Frá Reykjavík 08:00 10:30 13:00 14:00 16:00 17:00 18:15 21:00

Laugardaga & sunnudaga (Helgidaga)

Saturdays & Sundays (Holidays)

Frá Keflavík 12:00* 16:00 19:30

Frá Reykjavík 14:30 18:00 21:00

*Keyrt í miðbæ Reykjavíkur

SBK · Grófin 2 – 4 · 230 Reykjanesbæ · Sími 420 6000 · Fax 420 6009 sbk@sbk.is · sbk.is


12

fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

Barnavernd Reykjanesbæjar

Barnavernd Reykjanesbæjar telur mikilvægt að unnið sé í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við vinnslu barnaverndarmála, en þar er lögð rík áhersla á að börn eigi rétt á að alast upp í friði, öryggi og við góðar uppeldisaðstæður ásamt verndar gegn ofbeldi og/ eða vanrækslu. Auk þess að aðstoða börn við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Barnavernd Reykjanesbæjar leggur því áherslu á að vinna að því að bæta aðstæður barna sem búa við óviðeigandi uppeldisaðstæður með því að veita foreldrum og börnum þeirra stuðning í samræmi við þarfir þeirra hverju sinni. Barnavernd leggur ennfremur áherslu á að aðstoða börn, sem verða fyrir ofbeldi eða sýna af sér áhættuhegðun, og fjölskyldur þeirra. Barnavernd leggur áherslu á samstarf og þátttöku foreldra og barna við vinnslu barnaverndarmála því þannig þjónum við best fjölskyldum sem þarfnast aðstoðar eða aðkomu barnaverndar. Vinnulag barnaverndar Barnavernd tekur við barnaverndartilkynningum frá mismunandi aðilum eins og foreldrum, ættingjum nágrönnum, skóla/leikskóla, lögreglu og fleiri aðilum. Þegar tilkynning berst þá er hún lögð fyrir fund hjá barnavernd þar sem tekin er afstaða til þess hvort hefja eigi könnun máls eða ekki. Ef mál eru könnuð þá eru foreldrar boðaðir í viðtal til starfsmanna barnaverndar þar sem gerð er áætlun um könnun máls og inn í þeirri áætlun er til að mynda að ræða við börnin, fá upplýsingar úr skóla/leikskóla og að fara á heimili barns. Markmið með áætlun um könnun máls er að leggja grunn að samstarfi við könnun og vinnslu málsins. Að lokinni könnun er gerð greinargerð í málinu og afstaða er tekin á fundi hvort að loka eigi málinu eða veita stuðning á vegum barnaverndar. Á árinu 2013 bárust 640 tilkynningar til barnaverndar þar sem tilkynnt var um 345 börn og tvær tilkynningar bárust vegna þungaðra

kvenna. Ákveðið var að hefja ekki könnun hjá 59 börnum og þungaðra kvenna en í málum þar sem ekki er hafin könnun er foreldrum sent bréf til að láta þau vita að tilkynning hafi borist. Á árinu 2013 unnu starfsmenn barnaverndar í barnaverndarmálum 387 barna þar sem veittur var margvíslegur stuðningur. Lögð er áhersla á að veita þjónustu í nærumhverfi barns og má þar nefna stuðningsfjölskyldu, ráðgjöf og stuðning inn á heimili, persónulegan ráðgjafa fyrir barn, Baklandið sem er eftirskólaúrræði fyrir börn sem eiga við félagslegan vanda, sálfræðiviðtöl fyrir foreldra/ börn og fjárhagsstuðning til að greiða ýmsan kostnað sem tengist börnum. Starfsmenn barnaverndar gera áætlun um meðferð máls með foreldrum þar sem markmið með áætluninni kemur fram ásamt þeim stuðningsúrræðum sem þykja best til þess fallin að ná fram breytingum á aðstæðum fjölskyldunnar. Áætlunin er tímasett og staðan er metin í lokin og af-

GRILL KEBAB Keflavík

HM tilboð Tvær stórar pizzur (40cm) með þremur áleggstegundum

staða tekin til þess hvort að þörf sé á að gera nýja áætlun eða að málinu verði lokað. Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar leggja áherslu á að ræða við börn við vinnslu barnaverndarmála því þeir líta svo á að það séu sjálfsögð mannréttindi að leitað sé efir sjónarmiðum barna þegar verið er að fjalla um líf þeirra og aðstæður. Auk þess þarf að sjá til þess að þátttaka þeirra við ákvörðunartöku í máli þeirra sé tryggð. Það er vandasamt að ræða við börn þar sem ekki er hægt að ræða við þau á sama hátt og þegar fullorðnir eiga í hlut. Starfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar ákváðu því að útbúa vistlegt herbergi fyrir börn. Þau börn sem hafa komið í viðtalsherbergið eru almennt ánægð með það og það hefur gefist vel að vinna þar með börnin. Almennt eru barnaverndarmál unnin í samvinnu við foreldra og börn en þegar ekki næst samvinna við foreldra, eða börn sem náð hafa 15 ára aldri, eru málin lögð fyrir barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar. Barnvernd Reykjanesbæjar vill þakka þeim fjölmörgu foreldrum og börnum sem hafa notið þjónustu barnverndar fyrir gott samstarf. Það er ávallt gefandi að sjá þau fjölmörgu börn, sem barnavernd hefur komið að, vaxa og dafna í samfélaginu okkar. María Gunnarsdóttir Forstöðumaður barnverndar Þórdís Elín Kristinsdóttir Félagsráðgjafi barnaverndar Reykjanesbæjar

-

GRILL KEBAB Keflavík / Hringbraut 92 / Sími 534 6239 Opnunartímar: Mán-fös: 11-21 / Lau: 12-21 / Sun: 13-20

XXÞað er synd ein að segja að gærdagurinn hafi ekki verið sólríkur þó heldur hafi skyggt á sólina í dag, laugardaginn 28. júní 2014. Ég hafði leikið mér að því aðeins fyrr að setja kassa aftan á reiðhjólið mitt, safnaði síðan saman og flokkaði alls kyns drasl í svarta vanalega ruslapoka, þessa sem seldir eru víða, í Byko, Bónus, Netto, og voru einu sinn settir í ruslatunnurnar, til að halda þeim hreinum, hér um árið. Svo setti ég lopahúfu á hausinn og lopavettlinga á hendurnar, í steikjandi hita og lagði af stað með feng minn til Kölku en þar átti að henda honum, þessum eina poka mínum. Þarna hafði mér tekist að prjóna saman ágætis hreyfingu og ágætan tilgang með henni. En áður en lengra er haldið kemur svaraði honum að ég væri að því hér smá innskot um gjaldtöku á úrog hann stóð yfir mér á meðan það gangi frá heimilum. gekk yfir og fór síðan. Í dag setti ég Hef alla vega síðasta árið séð um- aftur poka á hjólið og hjólaði upp í mæli þar sem gjaldtaka af þessum Kölku og þar var þessi sami starfsalmenna heimilisúrgangi, hafi verið maður en nú var ég stoppaður eins og ekki verið gjaldskyld allt eftir og á landamærum og sagt að ég yrði því hvað væri á ferðinni: Gras, matað borga fullt gjald. Í þessari ferð var væli, sófasett, timbur og svo fram- ég á peysunni, ekki í úlpunni vegna vegis. Dálítið ruglingslegt að átta sig hita og þar með veskislaus, auk þess á þessu nema að vera nettengdur í vissi ég ekki til þess að ég ætti að það minnsta. Mörgum hefur fundist, borga nokkrum neitt. Ég fór með þar á meðal mér, verðlagning á því honum í skúrinn og þar sýndi hann sem gjaldskylt er, of há og ekki alls mér það svart á hvítu að það kostaði fyrir löngu komu tilmæli til Kölku, 875,- krónur að henda timbri, frá ef ég man rétt, frá Reykjanesbæ að einni spýtu upp að 0,25 úr rúmíhuga að fella niður þessa gjaldtöku. metra. Miðað við þessa formúlu, í Á það ber að líta að hvert okkar sem stykkjavís úr einum poka, 25 x 875,borgar fasteignagjöld, borgar fyrir krónur eða kr. 21.875,- ef þannig förgun á úrgangi, þannig að gjaldhorfði, innihald úr einum ruslapoka taka er í gangi þó hún sé ekki hjá á mögulega hæsta verði. Mér fannst sorpeyðingarstöðvunum líka. Víða þetta brjálæði og gæti ekki staðist. má og mátti sjá eftir að gjaldtaka Við þráttuðum fram og til baka og ég byrjaði, sófasett og rúmdýnur út um bað um afrit af gjaldskrá sem hann alla móa, að fólk væri að losa sig við hafnaði mér um og vísaði á netið og þetta á ódýran en ósköp leiðinlegan þá bað ég um nafn hans eða númer hátt. En gjaldtakan hélt áfram að svo ég gæti útskýrt fyrir réttum aðvera rífleg á hverju sófasetti og setti ilum á hverju steytti en hann neitaði þá tekjuminni í vanda. að gefa mér þær upplýsingar líka. En aftur til sögunnar til mannsins Fyrir þá sem ekki vita þykir það með einn ruslapoka í kassanum fyrir sjálfsögð réttindi fólks að fá að vita aftan sig á reiðhjólinu. hverjir eru til svara innan fyrirtækis Áður en þessar ferðir mínar hófust, og nafn hvers starfsmanns ef þurfa fyrir stuttu, hafði ég margoft komið þykir. Við förum í matvöruverslanir í Kölku og átt ágætis samskipti við starfsmenn þar og þeir sýnt mér vin- og hjá flestum þeirra kemur fram á kvittuninni hver hafi afgreitt hverju semd og virðingu á alla kanta. Einhverju áður hafði ég spurt starfs- sinni. mann hvernig þetta væri með Kölku, En þessum viðskiptum mínum við Kölku lauk þannig að ég hundskhvenær yrði gjaldtöku hætt. Starfsmaðurinn sagði að eitthvað væri aðist með pokann aftur til baka á búið að lækka verðið á því að henda hjólinu og upplifði þetta atvik eins sófasetti og því um líku. Þá spurði og ég hefði verið narraður með miség hvernig þetta væri ef ég kæmi vísandi skilaboðum og horft síðan á með poka á stangli á hjólinu mínu, þvergirðingshátt bæði frá minni hlið þyrfti ég að hafa veskið uppi og á og þessum starfsmanni Kölku við að reyna að leysa málið. mér í hvert skipti? Starfsmaðurinn Þetta úrræði til lausnar var auðvitað gaf mér það svar að 3 ruslapokar á lélegast af þeim öllum mögulegum dag væru gjaldlausir. „Jæja,“ hugsog betra ef mér hefði verið boðið að aði ég með sjálfum mér, „þetta er í skilja pokann eftir, eða koma með áttina og ég bara í góðum málum.“ Hér má taka fram að timbur hafði veskið næst, eða að tala við aðra sem betur vissu á virkum degi. En svona ég sagað í nokkra poka, þannig að lauk þessu. Já, þvergirðingsháttur lengd spýtnanna var ca 60 cm (svo heitir það. Eftir á að hyggja mætti hægt væri að binda fyrir) og magn þetta 25 stk mest í hvern poka og alveg koma fram í gjaldskránni hjá þyngd þá ca 10 kg, svo uppsóp og Kölku hvað einn svartur ruslapoki sandur í öðrum pokum og járn í enn tekur í rúmmetramælingu hjá fyrirtækinu og hvort 2 pokar séu þá öðrum pokum o.s.frv. 0.25 m3 eða 0.50 m3 svo verðið sé Í gær kom ég svo upp í Kölku með á hreinu hjá okkur sem erum á reiðeinn poka með timbri, og starfsmaður sem talaði íslensku með erhjólunum. lendum hreim kom til mín og spurði hvort ég væri að henda timbri. Ég Konráð K. Björgólfsson

smáauglýsingar ÓSKAST

TIL LEIGU

Íbúð óskast 3 ja manna fjölskylda óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu fra 1. águst. Upplýsingar i sima 777 5304.

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Verð 3000 kr.

Lítil tortilla Verð 600 kr.

Þegar umbúðirnar verða dýrari en innihaldið

65 og 110 m bílskúrar til leigu miðsvæðis í Keflavík Til leigu 2 bílskúrar á Vatnsnesvegi 5, 230 Keflavík. Góð lofthæð, rafmagnshurð og þægileg aðkoma. Verð 65.000 og 95.000 Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 2

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014

-viðtal

pósturu vf@vf.is

■■Öflugt ungmennaráð í Reykjanesbæ:

Engin hugmynd er slæm

U

ngmennaráð Reykjanesbæjar var stofnað í nóvember árið 2011 og fundaði í fyrsta sinn með bæjarstórn ári síðar. Ráðið skipa 20 fulltrúar (með aðal- og varamönnum) frá grunnskólum bæjarins, auk fulltrúa frá tómstundaráði, íþróttaráði, Fjörheimaráði, NFS, Féló, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, auk fulltrúa frá Björgunarsveitinni Suðurnes, kirkjunni og skátunum. Olga Björt hitti fulltrúana Özru Crnac og Brynju Ýr Júlíusdóttur í Ungmennagarðinum, einum af hugmyndum ráðsins, og spurði þær spjörunum úr. Litríkari strætisvagnar „Við hittumst alltaf ráðið og hendum hugmyndum á milli, rökræðum hvað væri sniðugt að gera og hvað ekki. Svo mætum við með hugmyndirnar á bæjarstjórnarfundi einu sinni á önn. Bæjarstjórnin fær svo tíma til að hugsa málið og svo kemur í ljós hvort hún er reiðubúin að styðja okkur eða ekki,“ segir Azra. Vel hafi verið tekið í hugmyndirnar hjá bæjarstjórn og Ungmennaráðið sé þakklát samstarfinu við hana. Spurðar um hvort kappkostað hafi verið að hafa hugmyndirnar ekki of dýrar

játar Azra því en þó hafi komið hugmyndir sem séu í dýrari kantinum. „Til dæmis að hafa strætisvagnana litríkari, eins og bleika eða græna. En við reynum að hafa kostnaðinn innan skynsamlegra marka. Engin hugmynd er slæm.“ Hugmyndin með strætisvagnana segir Azra að einhverjir í bæjarstjórn hafi viðurkennt að hafa ekki spáð mikið í, enda taki þeir ekki strætó sjálfir. Vilja hafa áhrif á bæinn sinn Í Ungmennaráðinu eru, eins og áður hefur komið fram, einstaklingar sem koma víða frá en hafa

það að markmiði að hafa áhrif á bæinn sinn. „Þetta er áhrifaríkt fólk sem vill gera gott í sínu bæjarfélagi. Við höfum t.d. fengið hvatagreiðslurnar til baka vegna íþróttanna og í vinnslu er að hafa sameiginlegan íþrótta- og fjölskyldudag fyrir skólana og að mála ruslatunnurnar í bænum í áberandi litum svo að einhverjir vilji henda rusli í þær. Svo viljum við betri lýsingu á göngustígana í bænum því á dimmum og köldum vetrarkvöldum viljum við geta labbað örugg á milli húsa og hverfa til vina okkar,“ segir Azra. Brynja Ýr bætir við að einnig hafi Ungmennaráðið látið breyta strætókerfinu og fjölga trjám vegna þess að þau vanti víða. „Það átti líka að hætta við Götuleikhúsið en við hömruðum á því að því skyldi haldið áfram. Ég er t.d. þar í sumar og það skiptir miklu máli fyrir krakka sem langar að verða leikarar,“ segir Brynja Ýr. Góð og þroskandi reynsla Þær stöllur segja að það að starfa í Ungmennaráði veiti mikinn þroska, þjálfun í að mynda sér skoðanir, ræða þær og koma þeim á framfæri. „Það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið á uppreisnaraldrinum í stað þess að þegja bara heima. Þetta er einnig mjög góð reynsla,“ segir Azra. Brynja Ýr tekur undir það og bætir við að það skipti miklu máli fyrir unglinga að hafa áhrif á bæjarfélagið. „Það er líka mikilvægt að finna að það sem við höfum að segja skiptir máli,“ segir Brynja Ýr að lokum.

Ískalt Mountain Dew er seint toppað XKeflvíkingurinn X Andri Þór Unnarson er 17 ára gamall og er fyrstur í Sumarspjalli Víkurfrétta. Hann segist alltaf hafa það notalegt á Flúðum en hann hefur mjög gaman að því að fara í útilegu. Hann mun vinna á bílaleigu og ætlar einnig að spila fótbolta í sumar. Hvernig leggst sumarið í þig? Alveg ljómandi vel. Hvar verður þú að vinna í sumar? Á bílaleigunni Dollar Thrifty. Hvernig á að verja sumarfríinu? Spila fótbolta, vinna og gera einhvað skemmtilegt með vinunum. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Það er ekkert planað en ef ég hef tíma þá skelli ég mér í útilegu með félögunum. Eftirlætis staður á Íslandi? Alltaf notalegt á Flúðum. Hvað einkennir íslenskt sumar? Dagsbirta 24/7 Áhugamál þín? Fótbolti, snjóbretti, ferðast, vinirnir og margt fleira. Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin? Fótboltinn er í uppáhaldi og hef stundað síðan ég var þriggja ára gamall. Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? Mögulega fara í útlegu úti á landi.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Hlusta á góða tónlist og henda í potta partý með vinunum. Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Stolen Dance, en það kemur svo margvt til greina. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Frí í skólanum og ferðast. En versta? Birtan þegar maður ætlar að fara að sofa. Uppáhalds grillmatur? Ekkert betra en nautalundir grillaðar af Unnari bróðir mínum. Sumardrykkurinn? Ískalt Mountain Dew er seint toppað.

H R AF N I S T A H lé v A n g u r

Hjúkrunarfræðingar óskast Getum bætt við nokkrum hjúkrunarfræðingum í okkar frábæra hóp á Hrafnistu Hlévangi. Starfshlutfall er samkomulag. umsóknir berist til Sveindísar Skúladóttur deildarstjóra á Hrafnistu Hlévangi. Sími: 664 9589, netfang: sveindis.skuldadottir@hrafnista.is

Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á www.hrafnista.is

Menntunar- og hæfniskröfur: • Hjúkrunarfræðingur með reynslu af hjúkrun • Frumkvæði og metnaður í starfi • Sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar

HRAFNISTA Reykjavík I Kópavogur I Reykjanesbær


14

fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

Sverri boðið að þjálfa á Spáni S

Heiðrún Sjöfn og Ingibjörg Yrsa bItast um boltann.

Allir vinir eftir leik - Grindvíkingar fá Keflvíkinga í heimsókn í 1. deild kvenna

G

rindvíkingar og Keflvíkingar eigast við í 1. deild kvenna í fótbolta á morgun, föstudag, klukkan 19:15 á Grindavíkurvelli. Grindvíkingar eru fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar en Keflvíkingar eru á botninum. Um er að ræða nágrannaslag af bestu gerð en búist er við hörkuleik. Margrét Albertsdóttir framherji vakið nokkra athygli. „Maður Grindvíkinga hefur verið á skots- finnur fyrir því að fólk er spennt kónum það sem af er sumri. Hún fyrir næstu auglýsingum hjá okkur býst við hörkuleik enda er ágætis og það ýtir undir stemninguna hjá rígur á milli Suðurnesjaliðanna. okkur.“ „Það er aldrei öruggur sigur þegar Margrét sem er 25 ára hefur skorað um nágrannaslag er að ræða. sex mörk í sumar en hún er að jafna Það er ekki hægt að taka því sem sig eftir meiðsli frá því í vetur. Hún gefnu þó svo að þær séu neðar í skoraði 19 mörk í fyrra og segist töflunni en við. Það er allt gefið í óðum vera að finna fyrra form. þetta hjá báðum liðum en svo eru allir vinir eftir leik,“ segir Margrét Stöngin út hjá Keflvíkingum létt í bragði. Grindvíkingar voru Anna Rún Jóhannsdóttir fyrirnálægt því að komast upp í úrvals- liði Keflvíkinga telur að það verði deild í fyrra en töpuðu í umspili boðið upp á spennandi leik í fyri sterki liði Fylkis. „Markmiðið Grindavík. „Það eru alltaf hörkuer að fara upp um deild hjá okkur, leikir í Grindavík, ég held að þetta við erum með nógu sterkt lið að geti dottið báðum meginn.“ Keflmínu mati,“ segir Margrét en einu víkingar eru á botninum með eitt leikirnir hjá Grindvíkingum sem stig eftir sjö leiki og eru skiljanekki hafa gengið upp í sumar komu lega ósáttar með það. „Þetta hefur í upphafi tímabils þegar liðið var verið meira stöngin út hjá okkur í sumar. Það er bara spurning um ekki fullskipað. Myndin hér að ofan er ein af hvenær þetta smellur saman hjá skemmtilegum auglýsingum sem okkur. Við verðum bara að vera Grindvíkingar hafa verið að út- þolinmóðar,“ segir fyrirliðinn. búa að undanförnu en þær hafa Hún er ein af reynsluboltunum í

liðinu sem er mjög ungt. Stærstur hluti liðsins er ennþá að spila í 2. flokki. Anna segir margar efnilegar stelpur vera í liðinu en hún er þó á því að reynsluleysið sé að há liðinu. „Ungu stelpurnar þekkja nánast ekkert annað en að tapa þegar þær spila með meistaraflokk, sem er alveg ótrúlega leiðinlegt. Þær þurfa að fara að finna það hvernig er að sigra og þá förum við að fá trú á því að við getum þetta. Það skortir kannski trú og sigurhefð,“ segir Anna.

- Ætlum ekki að spila í 3. deild segir formaður knattspyrnudeildar

Arngrímur Guðmu n d ss on formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur segir að fullur stuðningur sé við þjálfara liðsins, Guðmund Steinarsson. „Það er ekkert í myndinni hjá okkur að fara í þjálfaraskipti. Við erum með ungt lið og erum að vinna í því að byggja það upp. Það tekur tíma en við vissum að þetta yrði erfitt þegar við lögðum af stað í vor. Þjálfararnir Guðmundur og aðstoðarþjálfarinn Ómar Jóhannsson eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun.“ Arngrímur telur að reynsluleysi þjálfaranna spili ekki inn í slæmt gengi. „Ég hef fulla trú á mínum

þjálfurum. Þeir hafa verið að vinna mjög gott starf hjá okkur.“ Njarðvíkingar eru í samvinnu við Keflvíkinga en ungir leikmenn úrvalsdeildarliðsins leika margir hverjir með Njarðvíkingunum „Stór hluti af liðinu eru leikmenn sem enn leika með 2. flokki og það er mikið stökk fyrir þá að fara upp í meistaraflokk, þó að við séum að tala um 2. deildina. Þetta eru mjög efnilegir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér. Við ætlum okkur ekkert að spila í 3. deild, það er ekkert á borðinu. Við gerum það sem við getum til þess að tryggja okkar sæti í deildinni,“ segir Arngrímur. Hefur verið rætt um að fá reynslumeiri menn til liðsins? „Alltaf þegar illa gengur þá fara menn að hugsa út fyrir boxið. Það

liðum í Evrópu. Leikmenn borga fyrir að dvelja í æfingabúðunum en þjálfarar og umboðsmenn koma svo og fylgjast með þeim. Meðal þeirra sem Sverrir hitti fyrir var fyrrum leikmaður Houston Rockets, Zan Tabak en Króatinn stæðilegi hefur starfað um skeið sem þjálfari á Spáni.

Stórsigur Grindvíkinga

Fullur stuðningur við þjálfara Njarðvíkur XXNjarðvíkingar hafa aðeins nælt sér í eitt stig það sem af er keppnistímabilinu í 2. deildinni í fótbolta. Liðið er á botni deildarinnar eftir átta leiki og útlitið er óneitanlega orðið nokkuð svart. Liðið er skipað ungum leikmönnum og óreyndum þjálfurum.

verri Þór Sverrissyni þjálfara Grindvíkinga í körfubolta, var á dögunum boðið í æfingabúðir hjá Europe Basketball Academy, í Girona á Spáni. Sverrir stjórnaði þar æfingum en gestaþjálfarar eru gjarnan fengnir til þess að heimsækja búðirnar. Sverrir mun vera fyrsti íslenski þjálfarinn sem er þess heiðurs aðnjótandi. Um er að ræða sérstakar körfuboltabúðir sem eru fyrst og fremst hugsaðar sem sýningagluggi fyrir leikmenn sem vilja komast á samning hjá liðum í Evrópu. Sverrir segir reynsluna hafa verið góða en hann dvaldi á Spáni í fjóra daga við stífar æfingar frá morgni til kvölds. Hann segist hafa lært töluvert af reyndum þjálfurum á Spáni. „Þetta var frábær reynsla og maður lærir alltaf eitthvað nýtt í nýjum aðstæðum,“ segir Sverrir. Hann segir að margir frambærilegir leikmenn hafi verið í búðunum en flestir séu þeir Bandaríkjamenn sem vilja komast að hjá

er þó ekkert sem búið er að taka ákvörðun um. Það má heldur ekki gleyma því að horfa á heildarmyndina. Við erum með þá sýn að í framtíðinni þá verði Njarðvíkurliðið byggt upp á strákum héðan af svæðinu, menn hætti þessum hlaupum út um borg og bý að sækja leikmenn sem kosta félögin stórfé. Við komum til með að skoða það í félagsskiptaglugganum hvort við munum styrkja hópinn, en það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En hvar eru reynsluboltarnir í Njarðvík? „Það varð mikið kynslóðabil á tímabili. Það komu upp fámennir yngri flokkar hjá okkur og aðrir höfðu spilað sinn tíma fyrir klúbbinn. Það verður bara að sýna þessu uppbyggingarstarfi þolinmæli. Hér á svæðinu er takmarkað aðgengi að fjármagni til rekstursins og því verðum við að reyna að gera það besta úr því sem við höfum,“ sagði formaðurinn að lokum.

XXGrindvíkingar unnu sannfærandi 5-0 sigur á BÍ/Bolungarvík þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í Grindavík á sunnudag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og því óhætt að segja að sigurinn hafi verið í höfn þegar leikurinn var hálfnaður. Grindavíkurstúlkur skiptu mörkunum jafnt á milli sín en markaskorarar voru eftirfarandi: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir, Margrét Albertsdóttir 2, Sara Hrund Helgadóttir. Með sigrinum komu Grindvíkingar sér í 3. sæti A-riðils 1. deildar, en þar eru þær með 12 stig eftir sex leiki.

Grindavíkurstúlkur unnu einnig öruggan 4-0 sigur á Tindastól þegar liðin mættust í Grindavík á laugardeginum. Með sigrinum komu Grindvíkingar sér í fjórða sæti 1. deildar en liðið hefur aðeins leikið fimm leiki á meðan toppliðið hefur leikið sjö. Það er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 3-0. Þær Margrét Albertsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir skoruðu en eitt markanna var sjálfsmark. Margrét bætti svo sínu öðru marki við undir lok leiks til þess að gulltryggja Grindavíkursigur.

Keflvíkingar töpuðu á heimavelli XXKef lvíkingar máttu sætta sig við 1-2 ósigur á heimavelli sínum gegn BÍ/Bolungar vík en liðin léku einnig í 1. deild kvenna um helgina. Staðan var

jöfn, 1-1 í hálfleik en Marín Rún Guðmundsdóttir skoraði mark Keflvíkinga í leiknum. Gestirnir skoruðu svo sigurmarkið rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.

Enn bíða Njarðvíkingar eftir sigri Reynismenn lágu heima XXNjarðvíkingum tókst ekki að innbyrða sinn fyrsta sigur í 2. deild karla í knattspyrnu þegar liðið sótti Aftureldingu heim um helgina. Njarðvíkingar töpuðu 1-3 en liðið hefur aðeins eitt stig eftir átta leiki. Njarðvíkingar náðu forystunni eftir tíu mínútna leik en þar var á ferðinni Björn Axel Guðjónsson. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum

áður en fyrri hálfleik lauk. Þriðja mark Aftureldingar kom svo um miðjan síðari hálfleik.

Reynismenn fengu svo ÍR í heimsókn í Sandgerði en þar höfðu gestirnir öruggan 0-3 sigur. Tvö marka ÍR-inga komu undir lok leiksins. Sandgerðingar hafa fimm stig það sem af er sumri og sitja í tíunda sæti 2. deildar.

+ www.vf.is

83% LESTUR


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014

Karen varð önnur á Íslandsmótinu í holukeppni

■■Vel heppnað vinabæjarmót í Danmörku

Lið Reykjanesbæjar í 3. sæti

- sigraði Heiðu systur sína í undanúrslitum á Hvaleyrarvelli

Stúlknalið Keflavíkur og strákalið Njarðvíkinga höfnuðu í þriðja sæti á vinabæjarmóti í knattspyrnu sem fram fór í Hjörring í Danmörku. Vinabæjarmótið hefur verið haldið frá árinu 1973 en um er að ræða vinabæi Reykjanesbæjar á Norðurlöndum sem keppa innbyrðis í ýmsum

ylfingurinn Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja náði frábærum árangri á Íslandsmótinu í holukeppni, Securitas-mótinu, sem fram fór á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði. Karen endaði í öðru sæti en hún tapaði í úrslitaleiknum gegn Tinnu Jóhannsdóttur sem er úr Keili og var á heimavelli. Karen lék gegn systur sinni, Heiðu Guðnadóttur, í undanúrslitum

keppninnar en Heiða keppir fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ. Heiða lék síðan um þriðja sætið á mótinu og þar hafði Guðrún Brá Björgvinsdóttir betur en hún er einnig úr Keili. Karen lék gegn Sunnu Víðisdóttur úr GR sem er Íslandsmeistari í höggleik kvenna. Karen lék þrjá leiki í riðlakeppninni og vann hún þá alla og tryggði sér þar með efsta sætið í sínum riðli.

Heiða vann einnig allar viðureignir sínar í riðlakeppninni – en í hennar riðli voru þrír keppendur en ekki fjórir eins og í hinum sjö riðlum mótsins. Í þessum riðli var atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi og kom Heiða flestum á óvart með því að sigra á fyrstu holu í bráðabana en þær voru jafnar eftir 18 holur.

Viltu starfa við fasteignarekstur á alþjóðaflugvelli? Isavia óskar eftir að ráða deildarstjóra eignaumsýslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Deildarstjóri eignaumsýslu ber ábyrgð á viðhaldi og fasteignarekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli ásamt daglegri stjórnun á viðhalds- og tæknieiningum FLE. Helstu verkefni: • Umsjón, eftirlit og greining á viðhaldi og fasteignarekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar • Dagleg stjórnun tækni- og viðhaldseininga • Umsjón með sorphirðu og endurvinnslu ásamt umhverfisvernd í fasteignarekstri • Umhirða lóða, göngustíga, bílastæða og annarra útisvæða • Ráðgjöf og þjónusta við byggingarframkvæmdir og fjárfestingarverkefni • Rekstur á rútum og vélbúnaði til flugstöðvarreksturs

Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði byggingarverk- eða tæknifræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla eða menntun á sviði viðhaldi mannvirkja og verkstýringu er skilyrði • Reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg • Þekking á gerð kostnaðar-, rekstrar- og viðhaldsáætlana æskileg • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi. Umsókn og frekari upplýsingar um starfið má nálgast á www.isavia.is/atvinna. Einnig veitir Guðmundur Daði Rúnarsson upplýsingar með tölvupósti á netfangið dadi.runarsson@isavia.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. júlí. Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

1 4 - 1 6 1 1 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

K

íþróttum. Að ári verður keppt í sundi í Kristiansand í Noregi en svo er komið að Reykjanesbæ árið 2016 en þá verður keppt í golfi á Hólmsvelli í Leiru. Vinabæir Reykjanesbæjar eru; Kerava í Finnlandi, Kristiansand í Noregi, Hjörring í Danmörku og Trollhattan í Svíþjóð.


-mundi

vf.is

Ætli þetta mál fari ekki bara í hundana?

fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • 26. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

■■Varabæjarfulltrúi vill að íbúavefur verði meira notaður:

VIKAN Á VEFNUM Davíð Guðlaugsson Gaman að vera flokkstjóri í þessu veðri! Gígja Guðjónsdóttir Ekkert leidinlegra en að klára síðasta þáttinn í góðri seríu og vita að það se ekki komin önnur #hardlife Guðmundur R. Lúðvíksson Einu sinni kunnu menn að lesa í tunglstöðuna og veður kom ekki svo mjög á óvart. Bændur studdust við þessa útreikninga til að slá og hirða á sumrum. Sumir kunnu þetta aðrir ekki. Þegar nýtt tungl er eða fullt tungl er þá segir; "Stórstreymt er næstu þrjá daga ". Þegar þannig háttar má búast við ofsafengnum lægðum með tilheyrandi. Samkvæmt almanakinu nú stenst þetta nánast upp á dag. Því segi ég ykkur nú - næsta suddaveður verður í kringum 13-14- júlí.

Vilja afgirt hundasvæði á Suðurnesjum

Kolbrún Jóna Pétursdóttir Flutningur Landhelgisgæslunnar væri minni röskun fyrir fólkið sem vinnur þar en flutningur Fiskistofu norður er.... koma svo... María Ingvarsdóttir Er að segja mömmu að ég sá Q fyrir 2 árum á tónleikum og hun sagði að ég væri ekki sérstök #ok

„Nú finnst okkur kominn tími á við fáum afgirt hundasvæði hér á Suðurnesjum. Við viljum öll vera ábyrg og fylgja lögum og reglum og lausaganga hunda er bönnuð hér á Suðurnesjum, en hundar þurfa hreyfingu og útrás, þeir þurfa að fá að hlaupa lausir!“ Á þessum orðum hefst formáli að vefáskorun sem íbúi á Suðurnesjum hefur komið af stað. Lausaganga er bönnuð samkvæmt er á ráðamenn að útvega hundalögum á Suðurnesjum og í formál- eigendum, sérstaklega þeim sem anum er annars vegar lýst yfir óá- skrá og borga hundagjöldin, afgirt nægju með að lausir hundar hafi svæði þar sem hundar og eigendur bitið og það gæti verið vegna þess geti notið sín án slysa. að þeir fái ekki næga hreyfingu. Af- Umræða varð um málið á Facebook girt útivistarsvæði vanti og skorað síðunni Reykjanesbær - Gerum

trippulem #vikurfrettir

ferðA

dAgAr AlAgið á Allt í ferð

ði!

lÆgrA Ver

Allur

nAður tArfAt ÚtiVis

25%

góðan bæ betri, eftir að einn af notendum þeirrar síðu vakti athygli á áskoruninni og sagði hana löngu tímabæra. Þar setur varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, Jóhann Sigurbergsson, inn athugasemd á þráðinn með fyrirspurn um hvers vegna svona mál sé ekki sent inn á íbúavef Reykjanesbæjar. „Þar þarf ekki nema 20 [stuðningsatkvæði] til að þetta sé tekið fyrir í nefnd og ekki nema 80 til að það verði að taka þetta fyrir í bæjarstjórn. Mun skilvirkara kerfi,“ segir Jóhann. Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá Reykjanesbæ, tekur undir orð Jóhanns og hvetur fólk til að nota íbúavefinn. Annar íbúi Reykjanesbæjar bendir þá á að á íbúvefnum séu ekki nema fimm mál sem hefðu fleiri en 20 stuðningsatkvæði og fjöldi mála sem ekki fái nægan stuðning. Hann veltir því jafnframt fyrir sér hvort athugasemdirnar séu nægilega skoðaðar af yfirvöldum. Kannski sé mikið til sama fólkð sem fari inn á vefinn. Jóhann svarar því á þá leið að það sé íbúanna að láta vefinn virka. „Af hverju að nota 'petition online' [áskorunarvefinn] þegar bærinn býður upp á tól. Vandamálið er að of fáir nota þetta. Því þarf að breyta,“ segir Jóhann.

tjald

Tjald Riga 2

2.790 kr

Stærð: 200 x 140 x 100 cm Þyngd 1,7 kg

ur afslátt

2 manna

3000410

Grillar • Steikir • Eldar

tjald

14.990 kr

Cook & grill

16.900 kr

3 manna

Ferðagasgrill

tjaldstóll

Cook & Grill 230

1.990 kr margir litir

3000337

3901434

3901474

tjald hi-mArK

6.490 kr

Tjald Toledo 3 manna Stærð: 210 x 220 x 130 cm. Þyngd 7,0 kg 3000413

tjaldstóll

6.990 kr

2 manna

úr áli

3000411

tjaldborð

5.490 kr

Kælibox

45x60 cm

34.590 kr 48 ltr. 12V-220V 3899287

3899367

tjaldstóll

2.549 kr

Kælibox

2.590 kr 24 ltr.

margir litir 3899342

hluti af Bygma 3899528

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.