27.tbl.35.árg.

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku

Sími: 421 0000

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

f immtudagur inn 10. júlí 2 0 14 • 27. TÖ LUBLAÐ • 35. Á RGANGUR

■■Kynslóðir hittast á bryggjunni og sjómenn brosa breitt:

Makrílæði í Stakksfirði

Garðaúðun og garðsláttur Gumma Emils

30 ára reynsla í garðaúðun og full réttindi til jafnlangs tíma. Makríll hefur mokveiðst í þessum mánuði og gera menn sér vonir um að þetta sé eitthvað sem koma skal. Við ströndina í Stakksfirði er fjöldi báta að veiðum og hópur fólks hefur nýtt tækifærið undanfarna daga og dorgað eftir makríl í Keflavíkurhöfn. Margir líta á þetta sem tómstundagaman á meðan aðrir fá vatn í munnvikin og veiða makrílinn sér til matar. Ljósmyndarar Víkurfrétta fönguðu stemninguna á dögunum.

893 0705

■■ Minnihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sakar meirihlutann um að virða ekki íbúalýðræði sem hann hefði lofað:

Karpað um framsóknarfulltrúana

Brenndar túttur á Ásbrú

XXSlökkviliðið var kallað út vegna hugsanlegs eldsvoða í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú. Ekki var mikil hætta á ferðum en gúmmítúttur og snuð höfðu brunnið við í potti og fylltist íbúðin því af reyk. Reykræsta þarf íbúðina en að öðru leyti urðu ekki miklar skemmdir á eignum.

og að höfðu samráði bæði við innanríkisráðuneytið og Samband sveitarfélaga. Nýr meirihluti hefði bara ákveðið að gefa sér lengri tíma til að vinna í framgangi sinna stefnumála. Árni Sigfússon, fyrrum bæjarstjóri, sendi þá grein þar sem hann sagði nýjan meirihluta brjóta jafnréttisreglur og úthýsti Framsókn, þegar á sama tíma væri boðað aukið lýðræði og aukið gagnsæi. Sagði hann það ekki farsæla byrjun hjá meirihlutanum. Guðbrandur svarar og segir Árna skipta um skoðun þegar hann sé kominn í minnihluta. Svipuð staða og nú hefði komið upp þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í meirihluta 2002. Árni svaraði þá á þá leið að eftir kosningar 2002 hafi engin formleg tillaga komið frá Framsókn um að fá fulltrúa í nefndir Reykjanesbæjar. Hefði hann verið því andvígur þá, vilji hann þó fylgja því að batnandi mönnum sé best að lifa. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, varabæjarfulltrúi Beinnar Leiðar, bætist í hópinn í grein þar sem hún segir að henni finnist öfugsnúið að Árni og Kristinn vilji að Fram-

FÍTON / SÍA

Harka er hlaupin í samskipti stjórnmálafólks í Reykjanesbæ og á vef Víkurfrétta síðustu daga hafa borist greinar eftir að bæjarráð Reykjanesbæjar hafnaði á fundi sínum í síðustu viku tillögu Kristins Jakobssonar, oddvita Framsóknar, um launaða áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokksins í nefndum. Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknar sakaði í aðsendri grein nýjan meirihluta um að ganga á bak orða sinna um aukningu íbúalýðræðis. Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, svaraði ásökunum Kristins og sagði engan feluleik í gangi. Allt saman væri gert fyrir opnum tjöldum

einföld reiknivél á ebox.is

sóknarflokkurinn hafi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum þegar verið er að fara eftir reglum sem þeir tóku báðir þátt í að semja og breyta frá fyrri samþykkt á sínum tíma. Þá blandar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina í Reykjavík, sér inn í umræðuna þar sem hún segir að Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík eigi aðalmenn og varamenn í öllum helstu ráðum á vegum Reykjavíkurborgar og áheyrnarfulltrúa í öllum hverfisráðum borgarinnar, alls 10 talsins, innkauparáði og heilbrigðisnefnd. Þar svarar hún fullyrðingum Guðbrandar um að Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ sé í sömu stöðu og flokkurinn í Reykjavík, þ.e. með kjörna fulltrúa í borgarstjórn en ekki í fastanefndum. Guðbrandur svarar síðan Sveinbjörgu og biðst velvirðingar á að hafa legt stöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík og Reykjanesbæ að jöfnu. Í staðinn nefnir hann dæmi sem kom upp á Ísafirði þar sem Framsóknarflokknum var ekki heimiluð seta í nefndum.

Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld

FERÐAÞJÓNUSTAN Á SUÐURNESJUM HVAÐ GERA GEST– GJAFARNIR Í BLÁA LÓNINU? SKEMMTILEGUR SUMARÞÁTTUR!

Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN EINNIG Á VF.IS

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

SUNDMIÐSTÖÐ/VATNAVERÖLD

VIÐHALDSFRAMKVÆMDIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

■■Starfið gert meira aðlaðandi fyrir konur og fjölskylduaðstæður:

Á mótorhjóli á 206 km hraða

Ágætu sundlaugargestir! Á næstu vikum fara fram viðhaldsframkvæmdir í Sundmiðstöðinni og af þeim sökum verður nauðsynlegt að loka hluta lauganna, vatnagarði og heitu pottunum. Innisundlaugin verður lokuð frá 14. júlí til 5. ágúst Vatnsleikjagarðurinn verður lokaður frá 16. júlí til 5. ágúst Útilaugin og rennibrautarlaugin verða lokuð frá 5. ágúst til 1. september Innilaugin verður opin almenningi eftir 5. ágúst Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þetta hefur í för með sér. Íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar

HEILSU- OG FORVARNARVIKA Í REYKJANESBÆ Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ verður haldin í sjöunda sinn dagana 29. september til 5. október n.k.

Lögreglukonum fjölgar á Suðurnesjum F

jölgun var í röðum lögreglukvenna við embætti lögreglunnar á Suðurnesjum á árinu 2013. Árið 2012 störfuðu 84 lögreglumenn við embættið, þar af 8 lögreglukonur, en árið 2013 störfuðu 89 lögreglumenn, þar af 12 lögreglukonur. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Í nóvember 2012 var undirrituð framkvæmdaáætlun á sviði jafnréttismála fyrir embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Meginmarkmið áætlunarinnar var að fjölga lögreglukonum sem starfa við embættið. Jafnframt var lögreglustarfið gert meira aðlaðandi fyrir konur hvað varðar fjöl-

skylduaðstæður. Því voru gerðar sérstakar ráðstafanir í áætluninni til að mæta þörfum kvenna, til dæmis vegna meðgöngu og barneigna. Umræddar ráðstafanir geta tekið til sveigjanlegs vinnutíma eða breytinga á starfsvettvangi. Fljótlega á árinu 2013 reyndi á áætlunina er þrjár lögreglukonur tilkynntu að þær væru barnshafandi. Tvær af þessum lögreglukonum eru í vaktavinnu og fengu sveigjanlegan vinnutíma og breytingar á starfsaðstæðum. Sú þriðja sem er í dagvinnu fékk einnig boð um sveigjanlegan vinnutíma eða í samræmi við aðstæður sínar. Mynd: Úr ársskýrslu lögreglunnar.

Bjargaði lambi úr háska

- Ómar Þór dró lamb úr mýri og baðaði í heitum læk

Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sem vilja taka þátt eru vinsamlega beðin um að taka frá umrædda daga ;-) Ábendingar og hugmyndir eru vel þegnar à netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is Íþrótta- og tómstundasvið.

EKUR ÞÚ VARLEGA?

30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega

Sýnum tillitssemi – ökum varlega.

30

K

eflvíkingurinn Ómar Þór Kristinsson gerði sér lítið fyrir og bjargaði varnarlausu lambi úr mýri á dögunum. Ómar var á göngu niður Reykjadal fyrir ofan Hveragerði þegar hann heyrði lambið jarma, en aðeins hausinn á því stóð upp úr mýrinni þegar Ómar kom að. „Við félagi minn vorum með hóp af ferðamönnum á göngu þegar einn úr hópnum heyrir jarm. Ég heyri það einnig en sé hvergi kind. Ég labba þá aðeins inn á tún þarna rétt hjá og tek eftir að þetta er mest megnis mýri. Ég ætla að snúa við þegar lambið jarmar bara við hliðina á mér, lambið var fast ofan í holu og bara hausinn stóð upp úr,“ segir Ómar. Rúmlega 50 manna hópur ferðamanna, flestir Bandaríkjamenn, voru alsælir með þessa upplifun og klöppuðu Ómari lof í lófa. Ómar þurfti að leggjast á magann og grípa í hornin á lambinu en hann fékk svo annan mann til að toga í fæturna á sér. Þannig náði hann að mjaka lambinu úr leðjunni. „Lambið var svo út atað í leðju að ég tók það í lækinn og skolaði af því,“ segir Ómar. Lækurinn

er heitur og er vinsælt meðal ferðalanga að koma þangað og baða sig. Þegar lambið hafði fengið hressandi bað lagði Ómar það í grasið. „Svo byrjaði lambið að borða á fullu og eftir nokkrar mínútur var það orðið hresst og farið að spóka sig um þarna í kringum okkur,“ segir bjargvætturinn í samtali við Víkurfréttir.

XXBifhjóli var nýverið ekið á ofsahraða fram úr lögreglubifreið lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem hún var á ferð eftir Reykjanesbraut. Lögreglumenn gáfu ökumanni þegar merki um að stöðva aksturinn en hann sinnti því ekki. Var þá hafin eftirför og mældist hraði lögreglubifreiðarinnar mest 206 km á klukkustund. Dró þó heldur sundur með hjólinu og bifreiðinni. Síðast sást það til ökuþórsins að hann ók upp á Strandarheiði og hvarf þar með sjónum lögreglu. Var hafin leit að honum og skömmu síðar sást hvar hann ók á eðlilegum hraða austur Reykjanesbraut. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann viðurkenndi sök.

Fjórir óku undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för fjögurra ökumanna í vikunni þar sem þeir voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu tveggja þeirra á amfetamíni, metamfetamíni og kannabisefnum. Við öryggisleit á vettvangi þar sem annar þeirra var stöðvaður fannst meint kannabis. Hinir tveir ökumennirnir reyndust hafa neytt kannabisefna.

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

XXLögreglan á Suðurnesjum hefur sektað á sjötta tug ökumanna fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Einn þeirra ók á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, eða 101 km á Njarðarbraut, þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Á Reykjanesbraut mældist sá sem hraðast ók á 146 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af allmörgum bifreiðum, sem ýmist voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma.

70 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði

XXLögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið kannabisræktun í umdæminu. Ræktuninni hafði verið komið fyrir í iðnaðarbili, í þremur ræktunartjöldum á efri hæð húsnæðisins. Lögðu lögreglumenn hald á nær 70 kannabisplöntur, auk lampa, filtera og annars búnaðar. Þeir höfðu jafnframt upp á einstaklingi, sem hafði yfir húsnæðinu að ráða og viðurkenndi hann að ræktun færi fram í rýminu. Þá fór lögregla í aðra húsleit. Við leit í umræddu húsnæði fannst tjald, sem notað hafði verið til kannabisræktunar og ýmis ummerki um ræktunina sjálfa. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.


3

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014

www.volkswagen.is

Afmælispakkaður.

ne Comfortli VW Golf stilboði: á afmæli

1.4 TSI

4.120.000 Þú sparar

kr. r.

615.000 k

Í tilefni af 40 ára afmæli VW Golf bjóðum við nokkra sérútbúna Comfortline og Highline bíla á einstöku tilboðsverði. Komdu og tryggðu þér einn pakkaðan af afmælisdóti, tilbúinn á götuna. Golf Comfortline 1.4 TSI sjálfskiptur Aukalega í afmælisútgáfu • 17" Dijon felgur með sportfjöðrun • Skyggðar rúður • Sportsæti • R-Line útlit • Xenon ljós með LED dagljósum • Panoramic sóllúga Afmælisbíll með aukabúnaði Tilboðsverð

3.850.000 kr.

Golf Highline 1.4 TSI sjálfskiptur

4.190.000 kr.

Aukalega í afmælisútgáfu • 17" Dijon felgur með sportfjöðrun • Skyggðar rúður • R-Line útlit • R-Line innrétting • Xenon ljós með LED dagljósum Afmælisbíll með aukabúnaði

4.965.000 kr.

4.735.000 kr.

4.120.000 kr.

Tilboðsverð

HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 420 3040 · heklarnb.is

4.360.000 kr.


4

fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-40% grÍsahaKK stjörnugrís KÍlÓVErÐ verð áður 1.298,-

Kræsingar & kostakjör

799,-

-42%

lambalæri goði - grillsagað KÍlÓVErÐ verð áður 1.895,-

1.099,-

-34% lambarif grill KÍlÓVErÐ verð áður 894,-

590,na!

rpizzu

uma inn á h

tilval

nautalundir danskar frosnar KÍlÓVErÐ

3.789,-

KjúKlingabringur 900 g poKaVErÐ verð áður 1.698,-

humar án sKEljar 1 kg poki KÍlÓVErÐ verð áður 4.998,-

1.358,-

2.999,-

-30% andabringur frosnar - franskar KÍlÓVErÐ verð áður 3.895,-

sætar Kartöflur frá bandaríkjunum KÍlÓVErÐ verð áður 375,-

2.999,-

263,-30%

jÓgúrtbrauÐ 550 g bakað á staðnum styKKjaVErÐ verð áður 498,-

349,-

197,-

KalKúnagrillsnEiÐar grillpoki KÍlÓVErÐ verð áður 2.498,-

139,-45%

pizzastyKKi bakað á staðnum styKKjaVErÐ verð áður 359,-

-40%

-30% böKunarKartöflur ffranskar KÍlÓVErÐ verð áður 198,-

1.499,-35%

tosKanabrauÐ 500 g bakað á staðnum styKKjaVErÐ verð áður 398,-

259,-

-40%

lÍfrænt quinoa 1,814 kg VErÐ pEr poKa verð áður 2.679,-

2.197,-

Tilboðin gilda 10. - 13. júlí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


5

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014

% jarÐarbEr frosin alletiders poKaVErÐ verð áður 299,-

199,-

%

nnara

bre a j 3 l l i r g s ga

r k 8 9 49.9

blábEr grate taste poKaVErÐ 225 g verð áður 299,-

199,-

prins pÓlÓ xxl 6 í pakka paKKaVErÐ

499,-

natufrisK engiferöl 250ml styKKjaVErÐ verð áður 259,-

199,-

% coKE/coKE light 4x2l paKKaaVErÐ verð áður 1.098,-

Pure safar 1 l verð frá 296 kr/stk

%

Pure safar 250 ml verð 170 kr/stk

998 ,ViÐ bEndum á aÐ KasKÓ Er mEÐ sömu Vörurog nEttÓ á sama gÓÐa VErÐinu

FRáBæRiR FjölnoTA pokAR á Góðu VERði

www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


6

fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Eyþór Sæmundsson skrifar

-viðtal

pósturu olga@vf.is

■■Kennir júdó og annast tvíbura:

Lengi lifi tónlist Sú var tíðin að varla var þverfótað fyrir bílskúrsböndum og hljómsveitum í Reykjanesbæ. Keflavík var vagga rokksins og héðan af Suðurnesjum komu flestir færustu og frægustu tónlistarmenn landins um áratugaskeið. Ennþá erum við að framleiða frambærilegt tónlistarfólk en það er óhætt að segja að blómaskeiðið sé runnið sitt skeið. Ég hugsa að það sé ekki einskorðað við Suðurnesin, þ.e.a.s. hnignun bílskúrsbandsins. Tónlist hefur þróast og breyst mikið frá því Hljómar og fleiri góðar hljómsveitir tóku til starfa á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá var rokkið svo nýtt og spennandi. Allir vildu vera í hljómsveitum og ekki þurfti sérstaklega að hafa reynslu eða tónlistarmenntun til þess að vera gjaldgengur í hljómsveit. Í skemmtilegum sjónvarpsþætti sem sýndur var á RÚV á sunnudag um Rúnar Júlíusson heitinn, kom þessi tíðarandi bersýnilega í ljós. Hérna gerðust hlutirnir þegar kom að tónlist. ATP tónlistarhátíðin stendur nú yfir á Ásbrú, en frá því svæði kom jú rokktónlistin upprunalega til Íslands frá Bandaríkjamönnum. Spennandi verður að sjá hvernig tekst til að halda hátíðina í annað sinn en hún mun líklega verða stærri í sniðum en í fyrra þó vel hafi til tekist þá. Rokksafn Íslands í Hljómahöllinni er önnur rós í hnappagat Suðurnesja hvað varðar tónlistarmenninguna á svæðinu og mættu íbúar Reykjanesbæjar vera stoltir af glæsilegu safni, burtséð frá skoðunum um nafn á húsnæðinu. Svo ætti nú nýtt húsnæðið tónlistaskóla Reykjanesbæjar að halda áfram að geta af sér tónlistarfólk framtíðarinnar. Það er frábært að ennþá, rúmum 50 árum eftir að Hljómar urðu til, eru Suðurnesin nefnd til sögunnar þegar íslensk tónlist ber á góma. Vonandi verður svo áfram enda er tónlistarmenning svo órjúfanlegur hluti af okkur Suðurnesjamönnum.

GLÆSILEGT ÚRVAL AF FLOTTUM STEIKUM Á GRILLIÐ, PÖNNUNA EÐA OFNINN! EKTA NAUTAHAMBORGARAR, EINGÖNGU EÐAL HRÁEFNI. EINNIG ER FISKBORÐIÐ SPRIKLANDI AF FERSKUM FISK OG- FISKRÉTTUM, 1. FLOKKS HUMAR SELDUR Í STYKKJATALI. MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM, KÖLDUM SÓSUM FYRIR FISK OG KJÖT.

OPNUNARTÍMAR Í SUMAR: MÁN–FIM FÖS LAU

11.00–18.00 11.00–19.00 13.00–16.00

HÓLAGÖTU 15 // 421-6070 // VIÐ ERUM Á FACEBOOK

vf.is

SÍMI 421 0000

Íslendingar skapgóðir húmoristar H

in 23 ára Carla Garcia Jurado hefur bæst í þjálfarateymi júdódeildar UMFN. Carla kemur frá bænum Cambrils, suður af Barcelona á Spáni, þar sem hún hefur æft frá því hún var sex ára og hefur því mikla reynslu í íþróttinni. Þá hefur Carla unnið til fjölda verðlauna á meistaramótum á Spáni. Júdódeildin mun í sumar bjóða upp á námskeið sem eingöngu er ætlað konum og unglingum sem ekki hafa komið nálægt bardagaíþróttum. Annast tvíburadrengi og kennir júdó Carla hefur dvalið á Íslandi í mánuð og þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur til Íslands. Hún er ekki eingöngu að þjálfa júdó heldur er hún au pair hjá Guðmundi Stefáni Gunnarssyni, júdóþjálfara, og Eydísi konu hans. „Ég annast tvíburadrengina þeirra, sem eru eins og hálfs árs, á virkum dögum og um helgar stefni ég á að kanna og kynna mér marga ólíka staði á Íslandi. Mér finnst Ísland mikið fyrirmyndarland fyrir allan heiminn,“ segir Carla og bætir við að síðan hún kom hafi land og þjóð vakið mikla aðdáun hjá henni. „Náttúran og fyrirbærin sem þar er að finna, langir dagar, bjartar nætur og fólkið sem hér býr. Ég læri nýja hluti daglega. Það er eins og að komast í annan heim að ferðast um land elda og íss. Það er töfrum líkast.“

Mér finnst Ísland mikið fyrirmyndarland fyrir allan heiminn Íslendingar skapgóðir og þolinmóðir húmoristar Carla segir Íslendinga sem hún þekki vera mjög opna og vinalega miðað við aðrar þjóðir. „Þeir eru alltaf til í að hjálpa og þeir gera dvöl mína svo ógleymanlega. Það sem þó er best við þá er að þeir eru aldrei í vondu skapi og hafa alltaf tíma fyrir húmor og eru mjög

þolinmóðir.“ Áður en Carla kom til landsins vissi hún að það væri í Norður-Evrópu, þar sem sólin sest aldrei á sumrin en á veturna væri aðeins bjart í örfáa klukkutíma. Svo vissi hún um byltinguna í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. „Ég

bjóst aldrei við að ég myndi ferðast til eins af bestu stöðum sem ég gæti ímyndað mér,“ segir Carla. Birtan og matarvenjur ólíkari en heima Spurð um hvað sé helst ólíkt með Íslandi og Spáni segir hún það vera nánast allt; Veðrið, tungumálið, maturinn, dagskráin, tollarnir, stórmarkaðarnir, fólkið og landslagið. „Ég er enn í hálfgerðu aðlögunarferli því síðan ég kom hefur allt verið nýtt fyrir mér. Það sem kom mest á óvart var að hægt er að njóta dagsins á sumrin í nánast 24 tíma á sólarhring, ég elska það! Það sem hefur verið erfiðast er tíminn og máltíðirnar. Á Spáni borðum við fimm máltíðir yfir daginn og í eftirmiðdag borðum við stærri máltíðir en Íslendingar gera. En ég nýt þess að smakka allt sem ég hef ekki smakkað áður.“

Ég er mjög heppin að vera hjá svona yndislegri fjölskyldu sem lætur mér finnast ég vera svo velkomin

Vantar ekki kennara á Spáni Eftir að Carla útskrifaðist á síðasta ári með BS gráðu í íþróttum og hreyfingu krækti hún sér í kennsluréttindi. „Eins og er er engin eftirspurn eftir kennurum á Spáni svo að síðasta ár hef ég tileinkað líf mitt því að þjálfa, kenna og keppa í júdó í ólíkum skólum á svæðinu. Ég er með svarta beltið í júdó og byrjaði að æfa það sex ára,“ segir hún. Ástæða þess að Carla ákvað að gerast au pair á Íslandi er að hún vildi bæta enskukunnáttuna sína. „Svo elska ég börn og að kanna nýja staði og ég held því að þetta verði góð reynsla. Eins og er gengur allt mjög vel. Ég er mjög heppin að vera hjá svona yndislegri fjölskyldu sem lætur mér finnast ég vera svo velkomin,“ segir Carla ánægð að lokum.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014

7


8

fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

■■Hjörtur Zakaríasson bæjarritari í Keflavík og Reykjanesbæ frá 1986 hættir líklega um næstu áramót. Kveðst kveðja sáttur eftir nærri þrjátíu ára starf:

Ég var miklu villtari og brýndi raustina kannski einum of oft. En það eldist af manni

Aðeins verið tvo daga frá vinnu

-viðtal

H

jörtur Zakaríasson hefur sinnt hlutverki staðgengils bæjarstjóra síðan Árni Sigfússon hætti um miðjan júní. Sjálfur stefnir Hjörtur að því að láta af störfum sem bæjarritari um næstu áramót en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 1986 en þáverandi meirihluti Alþýðuflokks réði þennan fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna. Olga Björt hitti Hjört á skrifstofu Reykjanesbæjar og ræddi við hann um starfið, pólitíkina og heilsuna.

pósturu olga@vf.is Næstum verið áhugamál „Ég sit núna bæjarráðs- og bæjarstjórnarfundi og er í raun sá aðili sem er til svara þagnað til nýr bæjarstjóri er ráðinn. Ég mun svo líka koma nýjum bæjarstjóra inn í það hlutverk,“ segir Hjörtur, en hann hefur verið bæjarritari Keflavíkur og Reykjanesbæjar síðan árið 1986. Hann var í bæjarstjórn á árunum 1982-1986, sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna. „Ég hætti afskiptum af pólitík að því leyti til en hafði í staðinn meiri afskipti af bæjarfélaginu en sem bæjarfulltrúi. Það var vegna áhuga af sveitarstjórnarmálum sem ég sóttist eftir þessu og er búinn að starfa með mörgum bæjarstjórum. Ég hef haft ánægju af því og þetta hefur næstum verið áhugamál hjá mér að gera það besta fyrir bæjarfélagið.“ Minni áhrif sem bæjarfulltrúi Hjörtur var formaður æskulýðsráðs 18 ára og hefur alltaf verið virkur í félagsmálum. Hann segir þann áhuga alltaf hafa blundað í sér. „Mér fannst ég hafa meiri áhrif sem bæjarritari en bæjarfulltrúi. Þá er maður kominn inn í innsta hring. Ég er í raun ópólitískur bæjarritari, ráðinn af krötum

á sínum tíma,“ segir Hjörtur og brosir þegar hann rifjar upp liðnar stundir. Hann segir allir bæjarstjóra sem hann hefur unnið með hafa verið minnisstæða á sinn hátt. „Ég átti góðan vin, Vilhjálm Ketilsson, sem stoppaði alltof stutt, en hann var tvö ár sem bæjarstjóri. Ég þekkti hann af öðrum sökum vegna vinskapar. En sá bæjarstjóri sem ég vann nánast með var Ellert Eiríksson og ég held enn í dag mjög góðu sambandi við hann. Auðvitað eru bæjarstjórar eins og aðrir með það að velja sér samstarfsfólk sem það veit hvernig starfar. Hér hefur ágætasta fólk verið bæjarstjórar. Eina konan sem hefur setið í stól bæjarstjóra í Reykjanesbæ sat hér í mánuð, Drífa Sigfúsdóttir. Þá var of mikið álag fyrir mig að vera staðgengill bæjarstjóra því ég var aðal maðurinn í að skipuleggja flutning bæjarskrifstofunnar yfir á Tjarnargötuna. Þetta var inni í málefnasamningi þeirra þá. En maður gerir sjálfsagt ekkert mikið í einum mánuði sem bæjarstjóri,“ segir Hjörtur. Fyrrum bæjarstjóri duglegur „Það eru margir sem þekkja mig en svo eru margir sem hafa ekki hugmynd um hver ég er eða hvað

Þurfti að snapa pening fyrir laununum

Ég hætti afskiptum af pólitík að því leyti til en hafði í staðinn meiri afskipti af bæjarfélaginu en sem bæjarfulltrúi

Fyrstu árin í starfi segir Hjörtur hafa verið gríðarlega vinnu og öðruvísi en nú tíðkast. „Þá var maður að handleika peninga og ávísanahefti. Nú er þetta allt á rafrænu formi. Maður þurfti að snapa peningum fyrir launum en núna kemur útsvarið bara sjálfkrafa inn. Ég þurfti áður fyrr að hringja í stóra vinnuveitendur og spyrja hvort þeir ætluðu ekki að borga svo við ættum fyrir laununum. Elíft vesen. Tölvubúnaður var heldur ekki eins flottur og í dag og maður var kannski bara meira í vinnunni. Núna reynir maður bara að klára verkin sín fljótt og fara svo heim. Ég er með síma sem er opinn allan sólarhringinn og ég er þannig alltaf til staðar,“ segir Hjörtur. Bæjarritari hafi upphaflega fyrst og fremst verið skrifstofustjóri og borið ábyrgð á rekstri bæjarsjóðs að mörgu leyti. „Þegar ég hóf störf 1982 voru bæjarbúar á milli fimm og sex þúsund en svo breytist það mikið þegar fjöldinn var kominn í 15000. Miklu meira bákn. Ég var t.d. áður með öll starfsmannamál á minni könnu en eftir sameiningu var nauðsynlegt að ráða starfsþróunarstjóra eða starfsmannastjóra. Þá tók ég að mér að reka fasteignir bæjarins og er ennþá með það á minni könnu. Áður fyrr var bæjarritari fjármálastjóri líka. Þegar þetta stækkar verður að dreifa verkefnunum. Þannig að maður er búinn að prófa ýmislegt,“ segir Hjörtur.

Ég er sífellt að hlusta á skoðanir og viðhorf en verð stundum að steinþegja ég geri. Ég hef ekki verið áberandi, það er bæjarstjórans að vera andlit bæjarins. Ég hef viljað halda mér til hlés og skyggja ekki á hann,“ segir Hjörtur og bætir við í því samhengi að Árni Sigfússon hafi verið bæjarstjóri í tólf ár og mjög áberandi sem slíkur. „Árni er mjög duglegur í vinnu og því hefur mætt minna á mér. Hann tók starfið alvarlega og fannst hann ekki geta sleppt hendinni af okkur hinum sem vinnum hjá honum. En ein af breytingunum sem einnig hafa þróast frá því áður er að framkvæmdastjórar eru yfir hverju sviði, sem heyra svo beint undir bæjarstjórann.“ Skemmtilegast við starfið hafi í gegnum tíðina verið að umgangast gott fólk. „Þegar maður var yngri var maður ekkert að velta því mikið fyrir sér, heldur koma upp heimili og leggja á sig mikla vinnu. Svo þegar börnin eru farin að heiman horfir maður aðeins öðruvísi á þetta. Leika sér meira í golfi og fara upp í sveit um helgar. Það eru nokkrir hér sem ég hef starfað með hér frá byrjun og svo kemur alltaf nýtt fólk sem maður hefur ekki dagleg afskipti af og man því ekki öll nöfn.“ Vel á sjötta tug manns starfar í ráðhúsinu og Hjörtur segir að um sé að ræða gott starfsfólk og því hafi samstarf gengið vel og hann heppinn með að hafa ekki verið í neinum átökum. Lætur brátt af störfum Hjörtur segir að komið sé að því að stíga til hliðar. „Ég er ákveðinn í að hætta störfum og auglýst verður eftir nýjum bæjarritara. Vegna aðstæðna sleppi ég sumarfríinu mínu og get því ekki alveg sagt lokadag-


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Maður þurfti að snapa peningum fyrir launum en núna kemur útsvarið bara sjálfkrafa inn. Ég þurfti áður fyrr að hringja í stóra vinnuveitendur og spyrja hvort þeir ætluðu ekki að borga svo við ættum fyrir laununum. Elíft vesen

Á síðasta ári brotnaði fundarhamarinn í fjöri á bæjarstjórnarfundi. Hjörtur heldur hér á hamrinum góða.

Almenningur horfir öðruvísi á bæjarstjórann

Sem bæjarritari segist Hjörtur þurfa að vera hlutlaus aðili en bæjarstjóri geti aftur á móti verið pólitískur. „Ef við erum með ópólitískan bæjarstjóra þá er hann dálítið háður þessu pólitíska valdi og sigla á milli þriggja flokka. Aftur á móti getur stundum verið erfitt fyrir pólitískan bæjarstjóra að ná eins vel til bæjarbúa þegar þeir standa annars staðar í pólitík. Það er kannski síður erfitt fyrir þann ópólitíska. Almenningur mun kannski horfa á þetta aðeins öðruvísi.“ Hjörtur bætir við að töluverðar breytingar verði á skrifstofuhaldinu þegar nýr bæjarstjóri tekur við, líklega upp úr miðjum ágúst. inn. Ætlaði að hafa hann á gamlársdag en kannski linast ég eitthvað við það og verð lengur.“ Hirti finnst þó alveg kominn tími til að sleppa takinu. „Ég hef engar áhyggjur af því að hafa ekki neitt að gera. Á fullt af barnabörnum og svona,“ segir hann og brosir breitt. Einnig hafi hann ákveðnar skoðanir á því hvernig næsti bæjarritari á að hafa hlutina. „En það verður að koma í ljós í haust þegar búið er að búa til nýjar starfsreglur sem

Bað um orðið en mátti ekki Hjörtur er ánægður á margan hátt með hvernig starf hans hefur þróast í tímans rás. Tími hans fari meira í að tala við fólk en að grúska í pappírum. „Það er líka miklu skemmtilegra því ég á þægilegt með samskipti við fólk í dag. Kannski var ég órabelgur hér áður. Ég er sífellt að hlusta á skoðanir og viðhorf en verð stundum að steinþegja. Það var mjög erfitt þegar ég var nýtekinn við. Ég stóð mig stundum að því að biðja um orðið - sem ég mátti ekki. Þá hafði ég miklar skoðanir og mikið að segja. Ég hef lært að mínar skoðanir skipta ekki eins

miklu máli og að betra sé að eiga þær út af fyrir mig,“ segir Hjörtur kíminn. Keppi aðeins við sjálfan mig „Við erum með lykilfólk sem er einnig komið á aldur. Þar með fer mikil reynsla en einnig verður endurnýjun. Spurður um hvaða eiginlegar hans hafi blómstrað í starfi bæjarritara segir Hjörtur að upphaflega hafi hann verið mikill keppnismaður. „Ég er alinn upp við það og kepptist því við að gera góða hluti. Var miklu villtari og brýndi raustina kannski einum of oft. En það eldist af manni.“ Hjörtur er enn

kappsfullur og segist fá útrás með því að þjálfa í hádeginu. „Ég hef alltaf verið íþróttatengdur; hef alltaf synt, hjólað eða eitthvað. Líkamlegt ástand skiptir öllu máli. Aldrei vesen með vöðvabólgu vegna mikillar setu. Ég held ég hafi aðeins misst tvo daga úr vinnu vegna brjósklosaðgerðar en þá var ég fljótur að jafna mig vegna þess að ég var í góðu formi.“ Hann sé samt ekki neinn öfgamaður. „Ég er hættur að keppa við aðra en sjálfan mig og geri þetta til að halda góðri heilsu. Ég hef komist vel frá starfi mínu sem bæjarritari og mun hætta mjög sáttur,“ segir Hjörtur að endingu.

Hjörtur sat fyrsta bæjarstjórnarfund nýrrar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar nýlega sem bæjarstjóri. Hann hefur setið um 600 fundi sem bæjarritari í þá tæpu þrjá áratugi sem hann hefur starfað á bæjarskrifstofunum.

verið er að vinna að. Eflaust koma tillögur að breytingum á hinu og þessu og einhverjar breytingar á starfi bæjarritara. Kannski verður úttektin í mínum anda eða ekki. Í raun er hlutverk bæjarritara dálítið að vera ráðgjafi og aðstoða hin sviðin við ráðgjöf og ákvarðanatökur. Ef menn eru ekki vissir er stundum gott að leita til bæjarritara. Stundum,“ segir Hjörtur og glottir stríðnislega.

PALLA

TILBOÐ

SÓLPALLURINN Á LÆGRA VERÐI! 100% verðöryggi og 5 ára ábyrgð á öllu pallaefni í Húsasmiðjunni.

Nú er rétti tíminn til þess að smíða pallinn! Komdu á Palladaga Húsasmiðjunnar og fáðu tilboð í pallaefnið fyrir draumasólpallinn og gasgrillið færðu í kaupbæti! Það gerist varla betra!

ði Gæ t verð t ði o og g óðum bæ s

GASGRILLIÐ FYLGIR!

bj

aðein ð ýður ari jan b gagnv m ið B du asm Hús flokks A mleiðen fni e a ra fyrst ur, frá f urkennd fi timb nota við umhver t m r se va . gagn g heilsu o

– við

Ef þú kaupir pallaefni fyrir 100.000 kr. eða meira færðu Outback gasgrill í kaupbæti.

NTU GARÐPLÖ

ÚTSAALFIANN ! ER H

2A0FS-L5ÁT0TU% R HLUTI AF BYGMA

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956


10

fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu vf@vf.is

■■Þriggja mánaða Hljómahöll fer vel af stað. Rokksafnið vinsælast hjá hópum:

Það bera allir safninu söguna vel. Viðtökur hafa verið frábærar og margir gefið muni

VÁ! R

étt tæpir þrír mánuðir eru síðan Hljómahöllin var opnuð. Víkurfréttir tóku púlsinn á Tómasi Young, framvæmdastjóra, en nóg hefur verið að gera hjá honum og öðru starfsfólki hallarinnar.

Viðtökur fram úr væntingum „Ég er ánægðastur með útlit safnsins í heild. Þegar fólk kemur hingað býst það við rosalega litlu en þegar það kemur inn segir það bara VÁ!“ segir Tómas og að ástæðan sé sú að fólki finnist safnið miklu stærra og viðameira en það átti von

á. Safnið hafi í raun farið fram úr væntingum að mati gesta og það sé ánægjuefni. „Það bera allir safninu söguna vel. Viðtökur, t.d. frá Páli Óskari og öðru tónlistarfólki, hafa verið frábærar og margir gefið muni. Ég fékk símtal nýverið frá einum sem á bar í Reykjavík og var búinn að sanka að sér plakötum og hljóðfærum sem tónlistarmenn höfðu gefið honum. Hann sagði einfaldlega: Þið eruð búnir að opna rokksafn. Ég er búinn að geyma hérna dót fyrir ykkur í nokkur ár,“ segir Tómas og brosir. Flestir gesta í stórum hópum Þúsundir gesta hafa séð safnið, þar af langflestir í hópum. „Í síðustu viku byrjaði t.d. einn dagurinn á því að það komu fjórar rútur

Starfsmannafélag Suðurnesja Kynning og kosning á nýjum kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja við Samband íslenskra sveitarfélaga verður haldin að Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ, þann 16. júlí n.k., kl. 17. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á kynninguna geta komið á skrifstofu félagsins til 24. júlí á opnunartíma og kosið. Minnum félagsmenn á að kynna sér samninginn á heimasíðu félagsins STFS.is.

með 200 eldri borgurum. Safnið er mjög vinsælt og hefur náð fótfestu hjá vorferðum, hópferðum og óvissuferðum hjá fyrirtækjum, skólum og klúbbum,“ segir Tómas. Ótrúlegt sé hversu mikið af fyrirspurnum séu með að koma með hópa. Það hafi í raun komið mest á óvart. „Að vissu leyti er það fínt vegna þess að því fylgir visst áreiti og þá lærum við sem starfsmenn vel á húsið, safnið og hvernig við gerum hlutina. Þetta tekur allt tíma. Við höfum fengið rými til að anda inni á milli og enn verið að klára smáatriði. Það getur tekið allt að ár.“ Þá hefur ásókn verið mikil í sali hússins og Tómas segir að hann og starfsfólkið hafi vart haft undan. „Ég hef fengið fyrirspurnir frá starfsfólki mínu um hvort ég sé að ganga fram af því, sérstaklega í maí. Ég bjóst til dæmis ekki við öllum þessum hópum í maí og margir þeirra vildu fá súpu eða aðrar veitingar í hádeginu og aðrir hópar vildu hafa barinn opinn,“ segir Tómas. Vill fleiri erlenda ferðamenn Tómas segir helstu áskorun sína vera að kynna safnið fyrir útlendingum. „Reykjanesbær er ekki áfangastaður og við viljum koma Rokksafninu á kortið þannig að það verði viðkomustaður áður en fólk fer heim á leið. Það gerum við með því að koma okkur inn í ferðaplön hjá fólki og það gerist ekki hratt.“ Hann segir að starfsmenn Atlantic, sem sjá um skemmtiferðaskip sem koma hingað, hafi komið á opnunina og verið mjög

Við viljum planta fræjunum áður en fólk kemur til Íslands spenntir. „Þeir sögðust pottþétt geta selt aðgang að safninu en þó ekki fyrr en árið 2015. Fólk sem kemur hingað með skemmtiferðaskipi er löngu búið að plana sína ferð. Þannig tekur tíma að komast inn hjá ferðaþjónustuaðilunum. Ég bjóst svo sem ekki við að það yrði hangið á hurðarhúninum en við höfum verið að auglýsa í stórum ferðablöðum og svo erum við að skoða netmarkaðssetningu líka. Við viljum planta fræjunum áður en fólk kemur til Íslands,“ segir Tómas en bætir við að erlendir gestir hafi þó komið í safnið sem ýmist hafi fundið eitthvað um það á netinu eða séð skiltið úti á horni. „Kannski hafa þeir séð bæklingana og jafnvel eru hótelin á svæðinu að minnast á okkur.“


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014

LAGERHREINSUN! Á SUMARVÖRUM

ALLT Á AÐ

SELJAST HEFST 10. JÚLÍ 2014


12

fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-afþreying

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Fær sér popp og kók yfir Scandal ■■Sýning á 1000 verkum frá 35 löndum:

Gerir listaverk úr hjólkoppum L

istamaðurinn Guðmundir Rúnar Lúðvíksson tekur um þessar mundir þátt í áhugaverðu verkefni sem fram fer í Bandaríkjunum. Í haust verður opnuð sýning á yfir 1000 verkum frá 35 löndum sem unnin eru á/með hjólkoppa sem listamennirnir hafa fundið á

Hin 22 ára gamla Keflavíkurmær Elva Björk Sigurðardóttir gerir ýmislegt sér til dundurs. Hún er þessa dagana í fæðingarorlofi en hún á fjögurra mánaða gamlan son, Daníel Aron, ásamt kærasta sínum Róberti Þór. Við fengum Elvu til þess að segja okkur hvað hún gerir sér til afþreyingar þegar hún á tíma aflögu en þar kennir ýmissa grasa. Bókin Ég er að lesa bókina Divergent um þessar mundir. Ég fjárfesti í bókinni þegar ég var stödd erlendis nú fyrir skömmu. Ég hafði ekki mjög miklar væntingar til bókarinnar en hún hefur komið mér skemmtilega á óvart. Það er rosalega erfitt að segja frá henni í stuttu máli en svona í grófum dráttum er hún um stelpu sem þarf að velja á milli flokka, hvort hún vilji halda áfram að lifa sínu lífi með sínum flokki, eða velja annan flokk og þar af leiðandi byrja nýtt líf á eigin fótum. Ég er allavegana mjög spennt að sjá bíómyndina, en hún kom út núna í mars. Bókin Grimmd eftir Stefán Mána er svo næst á dagskrá hjá mér. Tónlistin Ég er þessi dæmigerða alæta þegar kemur að tónlist. Ég er mikið fyrir svona „feel good“ tónlist og fær platan Wait for Fate með Jóni Jónssyni oft að rúlla á mínu heimili. Eyjalagið með honum er einmitt algjört heilalím. Íslensk tónlist er í miklu uppáhaldi hjá mér og hlusta ég rosalega mikið á hana ásamt því að hlusta mikið á Beyonce, John Legend og Kanye West. Svo á ég líka einn fjögurra mánaða strák og er ég með lög eins og Hafið bláa hafið, Maístjarnan og Úmbarassa stanslaust á heilanum, enda eru þau sungin oft á dag með tilheyrandi fagnaðarlátum. Sjónvarpsþátturinn Undanfarið hef ég verið að horfa á Scandal þættina en ég er alveg að elska þá. Þeir fjalla um spillinguna í stjórnmálum og lögfræðinga sem vinna að allskyns málum. Ég er mikið fyrir þætti af þessu tagi, sem sagt með mikilli spennu og drama. Grínþættirnir How I met your mother og Friends eru líka ofarlega á listanum, en þeir eru reyndar meira svona þættir fyrir svefninn, heldur en þættir sem maður fær sér popp og kók yfir. Þegar á heildina er litið eru samt alltaf vinkonur mínar í Desperate Housewives og vinur minn Gabriel Macht í Suits í uppáhaldi hjá mér.

póstur u eythor@vf.is

+ www.vf.is

83% LESTUR

förnum vegi í sínu heimalandi og breytt þeim í listaverk. Sýningin heitir Second Time Around: The Hubcap as Art og er sýnd í Museum of the Shenandoah Valley Winchester USA. Í samtali við Víkurfréttir segir Guðmundur Rúnar að hann telji

að þessi sýning og verkin þar gætu kveikt neistann hjá einhverjum til frekari sköpunar og opnað augu margra með hvað hægt er að gera skemmtilega hluti ef hugurinn er opinn og jákvæður. Meðfylgjandi eru myndir af nokkrum hjólkoppum sem verða á sýningunni.

■■Ferðamál og þjónusta í nýjasta sjónvarpsþætti Víkurfrétta:

Upplifun gesta í öndvegi

„Ég vinn við það að auka upplifun fólks sem hingað kemur. Ég bæti kreminu á kökuna,“ segir Bjartur Guðmundsson, gestgjafi í Bláa lóninu. Starf gestgjafa var á sett á laggirnar í Bláa lóninu fyrir tveimur árum. Í sumar starfa níu manns í fullu starfi á tólf tíma vöktum við að hafa ofan fyrir gestum lónsins. Meðal þess sem Bjartur og félagar gera er að vera til staðar, mæta þörfum fólks og komast að því hverjar eftirvæntingar þess eru. „Svo leitum við leiða til að finna út úr því. Við finnum hvað er í boði og bendum á möguleika. Við erum staðsett við innganginn og mætum gestum brosandi og bjóðum þá velkomna. Spyrjum þá hvort þeir ætli það ofan í eða finnum út hvort einhver viðburður sé í gangi, s.s. brúðkaupsafmæli, stórafmæli eða annað,“ segir Bjartur.

Frí myndataka Þá er einnig boðið upp á fría þjónustu við að taka myndir af gestum með spjaldtölvum og senda þeim í tölvupósti. „Það er ótrúlegt hvað þessi einfalda þjónusta vekur mikla ánægju og hefur borið góðan ávöxt. Svo erum við í fræðslu, bjóðum upp á gönguferðir um lónið og tölum út frá jarðfræðinni og sögunni, segjum álfasögur og skemmtisögur,“ segir Bjartur, sem er menntaður er leikari og hann bætir við að aðrir gestgjafar séu sviðslistamenn og dansarar. „Aðal

málið er þó að við séum opin og eigum auðvelt með að eiga samskipti við fólk. Þetta er sennilega mest gefandi vinna sem ég hef verið í. Í starfssamningi segir að ég verði að brosa allan daginn og það er magnað hvað bros og jákvæðni er eitthvað sem er alveg hægt að æfa sig í. Viðbrögð hafa verið gríðarlega góð, maður finnur það í viðmóti fólks og það verður glaðara og maður hefur bætt dag viðkomandi á einfaldan hátt,“ segir Bjartur í viðtali í Sjónvarpi Víkurfrétta.

Golfkúlu slegið á milli heimsálfa Í nýjasta þættinum verður einnig fjallað um ferðaþjónustuna á Reykjanesi og skoðaðar verðar nokkrar af náttúruperlum á svæðinu. Rætt verður við Þuríði Aradóttur, verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Reykjaness, sem segir að ferðaþjónusta á svæðinu sé í miklum blóma en hægt væri að gera enn betur með samvinnu ferðaþjónustuaðila. Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóra hjá Heklunni, fræðir okkur um verkefnið Jarðvang, sem miðar að því að bæta aðgengi, merkja staði og gefa út efni til upplýsinga fyrir þá sem vilja ferðast um svæðið. Þá segir ferðamálafrömuðurinn og leiðsögumaðurinn Helga Ingimundardóttir okkur frá því að ef Leifur heppni hefði mætt vingjarnlegra viðmóti indíána þegar hann fann Ameríku, þá væri líklega töluð íslenska um alla Norður-Ameríku í dag. Einnig mun Steinn Erlingsson slá golfkúlu á milli heimsálfa við hina margfrægu og samnefndu brú.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Mötuneyti! Skólamatur leitar að jákvæðum og barngóðum einstaklingum til starfa í skólamötuneyti sín í Akurskóla, Sandgerðisskóla og Grunnskóla Grindavíkur. Um er að ræða hlutastörf á þægilegum vinnutíma frá og með hausti. Skólamatur er fjölskylduvænn vinnustaður. Umsóknir og fyrirspurnir berist á fanny@skolamatur.is

Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is

HEILSUHORNIÐ 3 orkugefandi jurtir Síberíu ginseng

Þessi magnaða jurt dregur úr þreytu, eykur getu líkamans til að takast á við stress, styrkir nýrnahettur og styður við ýmsa hormónaframleiðslu í líkamanum. Ein rannsókn sýndi fram á að síberíu ginseng jók hæfni líkamans til að standast líkamlegt og andlegt álag. Síberíu ginseng er upphaflega komin frá Rússlandi og hefur verið notað þar í landi til að auka mótstöðu gegn líkamlegri og andlegri streitu, auka orku, koma jafnvægi á hormónakerfi og auka langlífi. Athugið að síberíu ginseng hefur ekki nákvæmlega sömu virkni og aðrar ginseng tegundir eins og Korean ginseng og Rautt eðal ginseng en flestir virðast þola betur síberíu ginseng en ÁSDÍS hún er ekki sterk örvandi heldur meira uppbyggjandi GRASALÆKNIR fyrir orkuna til lengri tíma. Ekki æskileg fyrir fólk SKRIFAR með háþrýsting.

Síberíu ginseng.

Lakkrísrót Hollt, gott og heimilislegt

Ólafur Finnsson Frá Ytri-Hrafnabjörgum Hörðudal, Dalabyggð Heiðarvegi 21, Keflavík Er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna frá Snóksdalskirkju, Dalabyggð.

Hér er að sjálfsögðu átt við hreina lakkrísrót en hún hefur lengi verið notuð til að auka orku og er fjölvirk jurt sem einnig er bólgueyðandi, mild hægðalosandi, græðandi fyrir slímhúð í meltingarvegi og hálsi. Hún styrkir útkeyrðar og þreyttar nýrnahettur og hefur þannig áhrif á orku en nýrnahetturnar eru streitulíffærin okkar og framleiða m.a. hormónin adrenalín og kortisól sem hvoru tveggja hafa áhrif á orku og úthald. Lakkrísrótin inniheldur efni sem heitir glycyrrhizin sem ýtir undir náttúrulega framleiðslu á kortisóli en algengt er að eftir langvarandi álag eigi líkaminn erfitt með að viðhalda eðilegu magni af kortisóli. Lakkrísrótin dregur einnig úr löngun í sætindi en hún inniheldur virk efni sem eru í eðli sínu sæt á bragðið og geta fullnægt sætindaþörf. Hafa ber í huga við inntöku á lakkrísrót að hún er ekki æskileg til inntöku fyrir fólk með háþrýsting, nýrnasjúkdóma, ófrískar konur og samhliða bólguhamlandi steralyfjum eða öðrum sterkum lyfjum. Ekki skal nota hana lengur en 8-12 vikur í senn, hvíla í nokkrar vikur/mánuði og byrja aftur ef þörf er á.

Þari

Algeng orsök þreytu er vanvirkur skjaldkirtill. Þari er joðríkur en skjaldkirtillinn þarf joð til þess að framleiða sín hormón ásamt öðrum efnum. Þarinn er því mikilvægur fyrir starfsemi skjaldkirtils en skjaldkirtillinn stýrir m.a. orkunýtingu í hvatberum frumna og efnaskiptum og hefur þannig mikil áhrif á orkuna. Einnig inniheldur þari fjölmörg önnur vítamín, steinefni og snefilefni sem öll aðstoða við orkumyndun með einum eða öðrum hætti. Hægt er að nota ýmsar tegundir þara en sjálf nota ég gjarnan beltisþara (e. sugarkelp) og söl sem snakk milli mála eða út í boost eða súpur þegar við á. Neyta skal þara í hófi ef viðkomandi er á skjaldkirtilslyfjum eða ef skjaldkirtill er ofvirkur.

Fyrir hönd aðstandenda, Finnbogi Þorsteinn Ólafsson

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir

Ertu að leita að betri helmingnum? 50% framtíðarstarf í Grindavík

N1 verslun í Grindavík óskar eftir áreiðanlegum og þjónustuliprum starfskrafti í 50% starf til framtíðar. Starfið felst í afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini ásamt tilfallandi verkefnum. Stundvísi, reglusemi, snyrtimennska og kurteisi eru algjört skilyrði. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er alltaf kostur.

www.n1.is

facebook.com/enneinn

ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 69818 07/14

Ef þú hefur áhuga þá skaltu endilega sækja um á www.n1.is en nánari upplýsingar veitir Jón Thorberg verslunarstjóri í síma 660 3288.

Komum af stað


íþróttir

14

fimmtudagurinn 10. júlí • VÍKURFRÉTTIR póstur u 2014 eythor@vf.is

Keflvíkingar fögnuðu góðum sigri á Fram í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Ljósmynd: Jón Örvar

Keflvíkingar eru góðir í skapinu - Þjálfarinn glaður með heimaleik gegn Víkingum í undanúrslitum bikarkeppninnar

D

regið var í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á þriðjudag. Keflavík tekur á móti Víkingi R. á heimavelli sínum á meðan ÍBV fær KR í heimsókn. Keflvíkingar og Víkingar eru með jafn mörg stig í Pepsi-deildinni, en Keflvíkingar eru með hagstæðari markatölu og eru því sæti ofar, eða í því fjórða. „Ég er glaður yfir því að fá heimaleik. Ég er spenntur að fá að spila undanúrslitaleik í Keflavík en það verður gaman að sjá hvort við fáum ekki fullt af fólki á völlinn til þess að styðja okkur áfram í úrslitin,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga í samtali við VF. Liðin hafa ekki ennþá mæst í sumar en næsti leikur liðanna í deildinni er einmitt innbyrðis á heimavelli Víkinga þann 14. júlí. „Þá mátum við okkur gegn þeim og sjáum hvernig þetta lítur út. Við megum ekki gleyma því að það eru þrír leikir í deild áður en kemur að bikarnum.“ Leikirnir í bikarnum fara fram 30. og 31. júlí en úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst. Kominn tími fyrir Keflvíkinga að minna á sig Kristján hefur fagnað sigri með Keflvíkingum í bikarkeppninni og hann segir tilhugsunina um að endurtaka leikinn vera hressandi. „Það er ákveðið spennustig sem fylgir svona leikjum, því þú annað hvort vinnur eða tapar. Auðvitað væri gaman ef Keflvíkingar kæmust í úrslitaleikinn og myndu þannig minna hressilega á sig.“ Keflvíkingar eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Víkingum í deildinni. „Þeir halda bolta vel og sækja hratt þegar þeir vilja. Þeir

spila líka ágætis varnarleik. Þeir eru með gott lið sem hefur staðið sig vel í sumar. Þeir koma til með að vera í góðum málum þegar stigin verða tekin saman í haust.“ „Þurfum bara að venjast því að vera yfir í leikjum og vera rólegir með þá stöðu“ Kristján býst við því að Víkingar bæti við sig leikmönnum þannig að líklega verður liðið aðeins breytt þegar liðin mætast í bikarnum. En ætla Keflvíkingar að bæta við sig leikmönnum? „Við veltum hlutunum auðvitað fyrir okkur. Ef við

teljum að gera þurfi breytingar í leikmannamálum þá munum við gera það.“ Keflvíkingar eru eins og áður segir í fjórða sæti deildarinnar og Kristján viðurkennir að menn brosi út í annað í Bítlabænum. „Við lögðum upp með að vera í efri hlutanum og þannig lausir við falldrauginn. Það kitlar alltaf að komast langt í bikar og bæta því kryddi við Íslandsmótið. Við erum alveg ágætir í skapinu,“ segir Kristján léttur í bragði. Þjálfarinn segir að stundum detti spilamennska liðsins niður en oftast nær sé liðið að gera ágætis hluti. „Við höfum verið að skora nokkuð af mörkum en einnig verið að fá á okkur nokkur sem við hefðum viljað koma í veg fyrir.“ Keflvíkingar hafa verið að missa niður forystu í leikjum en fjórum sinnum hefur það komið fyrir að liðið hefur misst niður forystu í jafntefli eða tap. „Það verður fyrst vandamál þegar við förum að hafa áhyggjur af því. Við þurfum bara að venjast því að vera yfir í leikjum og vera rólegir með þá stöðu, þá kemur þetta. Við höfum alveg getuna í það og þetta kemur bara með tímanum,“ segir Kristján að lokum.

■■Öflugur júdókappi:

Freyr valdi tvo Keflvíkinga í hópinn - Sigurbergur og Hilmar á leið til Kína XXKeflvíkingurinn Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu, hefur valið 18 leikmenn sem taka munu þátt í knattspyrnukeppni Ólympíuleika ungmenna dagana 15. - 29. ágúst, en leikarnir fara fram í Nanjing í Kína. Þar af eru tveir efnilegir leikmenn frá Keflavík sem leika munu með liðinu. Það eru þeir Sigurbergur Bjarnason og Hilmar Andrew McShane.

Báðir eiga þeir feður sem hafa gert það gott í fótboltanum í gegnum tíðina. Sigurbergur er sonur Bjarna Jóhannssonar þjálfara sem m.a. hefur þjálfað Grindavík, ÍBV, Breiðablik og Stjörnuna. Hilmar er sonur Skotans Paul McShane sem leikið hefur á Íslandi um árabil við góðan orðstír, lengst af lék hann með Grindavík.

Óskum eftir vönum handflökurum til starfa í fiskverkun í Garði. Zatrudnimy dopwiadczonych fileciarzy od zaraz.

Upplýsingar í símum 897-3811 (Halli) og 421-2566 (Halla) eða skilaboð seacrest@seacrest.is

Ert þú Bjarni Darri keppir í Skotlandi hörku nagli? N Skólamatur óskar eftir að ráða tvo duglega og jákvæða starfskrafta. Önnur staðan felst í akstri, uppvaski og aðstoð í eldhúsi frá kl.8-16 alla virka daga. Meirapróf og/eða reynsla er kostur. Hin staðan felst í að aðstoða matreiðslumenn við framleiðslu og almenn eldhússtörf, frá kl.6-14. Reynsla af matvælaframleiðslu er kostur. Skólamatur er fjölskylduvænn vinnustaður. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á fanny@skolamatur.is

Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is

Hollt, gott og heimilislegt

jarðv í k ingurinn Bjarni Darri Sigfússon er á leið til Skotlands í lok mánaðarins ásamt þjálfara sínum, Guðmundi Stefáni Gunnarssyni, til að taka þátt í landsliðsverkefni Glímusambands Íslands, sem eru hálandaleikar. Bjarni Darri vann sér inn rétt á að keppa á þessu móti með því að sigra Íslandsmótið í sínum aldursflokki í glímu.

Til gamans má geta að sama árið varð Bjarni Darri Íslandsmeistari í þremur bardagaíþróttum, fyrir bæði Keflavík og Njarðvík. Á þessum hálandaleikum keppir Bjarni Darri í grein sem heitir Backhold sem líkist mikið hryggspennu þar sem tveir glíma þangað til annar fellur í jörðina eða missir grip á andstæðingi sínum. Þetta er önnur landsliðsferð Bjarna á þessu ári. Hann tók einnig þátt í Norðurlandameistaramótinu í júdó fyrir hönd Júdósambands Íslands.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Una Margrét markahæst Íslendinga

Meistaramótsvika á golfvöllunum

Garðmærin Una Margrét Einarsdóttir skoraði tvö mörk á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu 17 ára og yngri, sem fram fór í Bohuslän í Svíþjóð. Fyrir vikið varð hún markahæst í íslenska liðinu. Una, sem jafnframt er fyrirliði liðsins, skoraði mörkin í tapleikjum gegn Englendingum og Finnum en Íslendingar töpuðu öllum leikjum sínum og skoruðu þrjú mörk. Una leikur þrátt fyrir ungan aldur með Keflvíkingum í meistaraflokki en hún þykir mikið efni.

Golftíðin nær hámarki í sumar með meistaramótum klúbbana sem hófust í upphafi vikunnar. Veðurguðirnir hafa verið í misjöfnu skapi en voru þó góðir fyrri hluta vikunnar. Golfvellirnir á Suðurnesjum eru í mjög góðu standi þannig að kylfingar munu njóta þess í meistaramótunum. Meðfylgjandi mynd var tekin í Leirunni þegar sólin skein á þriðjudaginn.

Sandgerðingar og Njarðvíkingar í slæmum málum XXNjarðvíkingar og Reynismenn sitja í fallsætum 2. deildar karla í knattspyrnu. Njarðvíkingar eru á botninum með fjögur stig en þeir töpuðu gegn KF 3-1 á útivelli á þriðjudag. Það var Stefán Birgir Jóhannesson sem skoraði mark Njarðvíkinga í leiknum. Sandgerðingar fengu Reyni/Dalvík í heimsókn á N1-völlinn í Sand-

gerði þar sem gestirnir höfðu 1-2 sigur. Árni Páll Höskuldsson skoraði mark Sandgerðinga í leiknum. Sandgerðingar eru sæti ofar en Njarðvíkingar í deildinni með fimm stig. Bæði lið eru sem stendur í bullandi fallbaráttu og er útlitið nokkuð dökkt hjá Suðurnesjaliðunum að svo stöddu.

Við erum að leita að

starfsmanni í 100% starf í gestamóttöku Ef þú ert metnaðarfull(ur), jákvæð(ur), getur unnið sjálfstætt og ert með góða tungumálakunnáttu, þá erum við að leita að þér. Sendu okkur starfsumsókn með ferilskrá í tölvupósti.

Airport Hotel Smári Blikavöllur 2 235 Keflavík

www.hotelsmari.is airporthotel@hotelsmari.is 595-1900

-sumarspjall

Góða veðrið og grilllyktin kemur manni í sumarfíling Aron Ingi Valtýsson er 21 árs Keflvíkingur og starfar hjá Landsbankanum. Hann ætlar í sumarbústað og á þjóðhátíð í sumar og segir að Pepsi deildin sé það besta við sumarið.

Hvernig leggst sumarið í þig? Rosalega vel, þetta á eftir að vera eitthvað...

Það sem einkennir sumarið er góður mórall og allir til í að gera eitthvað skemmtilegt.

Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég er að vinna í Landsbankanum og er í sumarfríi í Seljudal. Hvernig á að verja sumarfríinu? Reyna að gera sem flest með vinum.

Áhugamál þín? Íþróttir og tónlist.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Nei. Bara bústaðarferðir og eitthvað smotterí. Eftirlætisstaður á Íslandi? Vestmannaeyjar eða Þórsmörk. Hvað einkennir íslenskt sumar?

-

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Ég reyni að spila eitthvað golf, en hefur gengið eitthvað illa síðustu tvö sumur. Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Þá verður haldið á þjóðhátíð. Hvað fær þig til að komast í sumarfíling? Góða veðrið og grilllyktin.

Flugvellir 6 til sölu

Einbýli með þremum herbergjum og 50 m kjallari til leigu á Njarðvíkurbraut (rétt við Akurskóla) Upplýsingar gefur Ósk S : 869-2179.

Eign þrotabús SÞ1956 ehf. í Reykjanesbæ að Flugvöllum 6, fastanúmer 231-1305, 231-1304, er til sölu. Um er að ræða 1007,5 fm húsnæði. Leigusamningar eru í gildi um hluta eignarinnar.

Til leigu 350 m2 vottað fiskvinnsluhúsnæði við Hrannargötu. Uppl. í símum 860 8909 og 895 8230.

Áhugasamir hafi samband við skiptastjóra, Sveinbjörgu B. Sveinbjörnsdóttur hdl. (sveinbjorg@lh12.is) eða fulltrúa skiptastjóra Pétur Fannar Gíslason, hdl. (petur@lh12.is).

Hvað er það besta við íslenskt sumar? Pepsi deildin. En versta? Hvað sumarið er stutt. Uppáhaldsgrillmatur? Humar og nautakjöt. Sumardrykkurinn? Kók, skiptir ekki máli hvaða árstíð er.

póstur u pop@vf.is

smáauglýsingar TIL LEIGU

Eignin verður sýnd áhugasömum í samráði við skiptastjóra. Tilboð skulu berast fyrir kl. 14:00 þann 8. ágúst 2014 og áskilur skiptastjóri sér rétt til að taka hvaða tilboð sem er eða hafna öllum.

Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Júníus Meyvant – Color Decay Art Is Dead – Bad Politics

Hvalvík 4 til leigu bil 26fm á 39.000 til langtíma, fyrir smárekstur / geymsla. Bjart og rúmgott skrifstofuhúsnæði, á annari hæð. Uppl. í síma 8931391 Til leigu 4 herbergja nýleg íbúð í innri Njarðvík. Laus frá 15. júlí. Fyrirspurnir og upplýsingar sendist á xfasteign@gmail.com.

ÓSKAST 3 ja manna fjölskylda óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu fra 1.águst. Upplýsingar i sima 777 5304. Einstaklingíbúð eða stórt herbergi óskast til leigu frá 1. ágúst. Uppl. í síma 894 1728.

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

ÝMISLEGT Kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 661-3570.

Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN


vf.is

fimmtudagurinn 10. júlí 2014 • 27. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM Garðar Arnarson Þátturinn um Rúnna Júll á Rúv í kvöld minnir mann à afhverju maður gengur með kassann út og segist stoltur vera frá KEFLAVÍK #víkurfréttir Kjartan Már Plís plís plís Kef - ÍBV í úrslitaleik #1997 #aflitun Bjarni Hallfreðsson Játning: Ég er spenntari að sjá Hjálma a tónleikum heldur en Justin Timberlake

Ásta Dagmar Dansaði og söng óþarflega hátt með Hit Me Baby One More Time þangað til ég fattaði hvað ég væri að gera.. #BritneyArmy

Ég held nú að mínir menn í slökkviliðinu hafi vonast eftir öðruvísi túttum.

„SUMAR“ ÚTSALA Í MÚRBÚÐINNI!

Afsláttur af MÚRBÚÐARVERÐI Patrol garðfötur, balar og körfur

Garðverkfæri

Plast blómapottar

25%

25-40% AFSLÁTTUR

Arna Kristinsdóttir Takk Einar Trausti fyrir að hafa kennt okkur spænsku Stefán Birgir Fyrstu orð Gunna Odds í morgun "Mig dreymdi að ég hefði verið á bekknum hjá keflavík, 49 ára"..það var mjög steikt

-mundi

35-45% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Taurus strekkibönd

Leir blómapottar

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

30%

30%

Colorex Kína harðviðarolía

30% AFSLÁTTUR

Barna hjólbörur

Wiz garðslöngur og úðarar

25%

35%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Gott fyrir sunnlendinga

Garð yfirbreiðslur

Ragnheiður Elín Árnadóttir Held áfram innkaupum mínum - varð mér úti um þessa mjúku og fallegu húfu úr ull af forystufé hjá Daníel og Aldísi á nýju og stórglæsilegu foystufjársafni á Svalbarða í Þistlilfirði. Þar keypti ég líka sérstaka kaffiblöndu - Ærblöndu - frá Kaffitári úr mínum heimabæ. Þarna fer ferðamennskan vel saman við nýsköpun, iðnað og menningu.

30% AFSLÁTTUR

Þvottakústur og skófla

30%

Hilmar Bragi Bárðarson Jebbssss.... Kominn í sumarfrí!

AFSLÁTTUR

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 9-12 og 13-18 virka d.

Nestiskörfur í útileguna

30% AFSLÁTTUR

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

Víkurfréttir koma næst út fimmtudaginn 17. júlí.

gummisig #vikurfrettir

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.