Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
vf.is
f immtudagur inn 17. júlí 2 0 14 • 2 8. TÖ LUBLAÐ • 35. Á RGANGUR
Veisla fyrir unnendur góðrar tónlistar
Spila fram á sjötugsaldur
Það var rífandi stemning á Ásbrú um helgina þar sem ATP tónlistarhátíðin fór fram. Mikill fjöldi tónlistarunnenda var samankominn á gamla varnarsvæðinu til þess að hlýða á um 30 innlend og erlend tónlistaratriði. Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Portishead þóttu einstaklega vel heppnaðir og höfðu tónleikagestir á orði að erfitt yrði að slá bresku hljómsveitinni við á komandi hátíðum. Einnig vakti bandaríska hljómsveitin Interpol mikla lukku. Tómas Young hafði yfirumsjón yfir hátíðinni sem haldin var annað árið í röð á Ásbrú. Hann segist afar sáttur við hátíðina enda hafi nánast ekkert komið upp sem kallast geti neikvætt. Allir hafi skemmt sér vel og allt farið vel fram. „Ég er mjög sáttur en þetta gekk nánast eins og í sögu,“ segir Tómas en um 4000 manns voru á hátíðinni þegar mest lét.
T
FÍTON / SÍA
Í Víkurfréttum vikunnar er m.a. veglegt viðtal við Suðurnesjamennina Sigurð Guðmundsson og Guðm. Kristinn Jónsson, sem jafnan eru kenndir við hljómsveitina Hjálma. Í viðtalinu fara þeir félagar yfir tíu ára feril hljómsveitarinnar og rifja m.a. upp hvernig Hljómar urðu til yfir Villa-borgara í hljóðveri Geimsteins. Hjálmar ætla að halda vel upp á afmælið í ár og blása til glæsilegra tónleika í haust. Eins verða þeir Siggi og Kiddi í aðalhlutverki í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld en þar taka þeir lagið ásamt Þorsteini söngvara Hjálma ásamt góðu spjalli. Þeir hafa átt farsælt samstarf með hinum ýmsu hljómsveitum og sjá jafnvel fram á það að vera enn að sjötugsaldri líkt og Rolling Stones.
ómas segir að hátíðin hafi heppnast mun betur en í fyrra, þó svo að allt hafi nánast gengið upp þá líka. „Nú var bara mun meira af fólki og tónlistardagskráin var stærri.“ Tómas segir tónleika Portishead hafa verið hápunkt hátíðarinnar, en hann og starfsfólk ATP fengu sérstakar þakkir frá hljómsveitinni fyrir faglega umgjörð. „Portishead hélt hérna ótrúlega tónleika, þannig að eftir var tekið. Þau voru í miklu stuði og það er gaman að segja frá því að við
einföld reiknivél á ebox.is
fengum þakkarbréf frá þeim. Stjórnendur ATP á Englandi segja að aldrei hafi borist þakkarbréf frá Portishead áður þrátt fyrir að sveitin hafi spilað fjórum sinnum á ATP. Við hoppuðum upp úr sætum okkar þegar bréfið barst.“ Tómas ætlar að halda hátíðina aftur að ári og vonast hann til þess að ATP verði hér áfram um ókomna tíð. „Þetta verður a.m.k. á næsta ári en við höldum bara áfram eins lengi og þetta gengur vel,“ sagði tónleikahaldarinn að lokum.
„Maður getur hreinlega labbað heim til sín af hátíðinni,“ sagði Brynjar Leifsson gítarleikari Of Monsters And Men þegar blaðamaður hitti hann við Atlantic Studios. „Ég hef aldrei komist á þessa hátíð áður en alltaf fundist hún spennandi. Það er snilld að komast núna. Ég held að þetta sé bara veisla fyrir unnendur góðrar tónlistar á Suðurnesjum. Það er geðveikt að koma inn í hús eins og þetta (Atlantic Studios) og bara gaman að vera hérna uppi á velli.“
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
2
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
FALLEGIR GARÐAR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Stærsta farþegaþota heims lenti með veikan farþega
Í REYKJANESBÆ
Ábendingar óskast um fallega garða, snyrtilegt umhverfi. Eins og áður verða umhverfisviðurkenningar veittar í lok sumars á vegum Umhverfis- og Skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Að þessu sinni óskar nefndin eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Ábendingum er hægt að skila á netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is eða til Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar í síma 420-3200, opið frá 07:00 til 16:00. Tekið er við ábendingum til 20. júlí.
DÖNSKUKENNSLA
Í HOLTASKÓLA Laus er til umsóknar staða dönskukennara við Holtaskóla. Um er að ræða kennslu á mið- og unglingastigi. Starfssvið: • Kennsla á mið- og unglingastigi • Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Góð mannleg samskipti • Metnaður til að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum
S
tærsta farþegaþota heims, flugv él af gerðinni Airb us A-380 frá British Airways, lenti í Keflavík nú í vikunni með veikan farþega um borð. Vélinni var komið fyrir við flugskýli 885, stærsta flugskýlið á Keflavíkurflugvelli, en hún var á leiðinni frá London til Los Angeles og var á leið yfir Ísland að nálgast Vestfirði þegar hún beygði áleiðis til Keflavíkur.
Sjá nánar um Holtaskóla: www.holtaskoli.is Nánari upplýsingar veita Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri í síma eða 842-5640 og Helga Hildur Snorradóttir aðstoðarskólastjóri í síma og 848-1268. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netföngin edvard.t.edvardsson@holtaskoli.is og helga.h.snorradottir@holtaskoli.is
EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega
Sýnum tillitssemi – ökum varlega.
30
fyrir það að hér voru þær prófaðar í öflugum hliðarvindi áður en þær fóru í sölu á almennum markaði. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar vélin lenti í Keflavík.
Á þriðja tug umsækjenda um bæjarstjórastólinn í Reykjanesbæ Á þriðja tug umsókna bárust um stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ en lokað var fyrir umsóknir aðfaranótt mánudags 13. júlí. Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar segir að ekki liggi fyrir hverjir hafi sótt um stöðuna, en Hagvangur sem sér um ráðningarferlið hefur ekki afhent umsóknir yfir til nýs meirihluta í Reykjanesbæ. Guðbrandur segir að á þriðja tug umsækjenda hafi sóst eftir stöðunni og von sé á því að nöfn þeirra verði gerð opinber á næstu dögum. „Við bíðum jafn spennt og allir aðrir,“ segir Guðbrandur í samtali við Víkurfréttir.
Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.
Sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja sóttu farþega nn og fluttu hann á spítala. Ekki er vitað um líðan hans. Nokkur dæmi eru um að þessi stóra flugvélagerð frá British Airways lendi í Keflavík með veikan farþega, síðast í febrúar sl. Vélarnar eru nokkuð kunnar á Keflavíkurflugvelli, en þá helst
„Um leið og við fáum umsóknir í hendurnar þá upplýsum við hverjir sóttu um. Það verður ekki setið á upplýsingum því það er ekki hluti af faglegu ferli að við séum að lúra á nöfnum umsækjenda. Þannig er það orðið í nútímaþjóðfélagi að við getum ekki haldið því leyndu,“ segir Guðbrandur en hann telur að hringt hafi verið í umsækjendur og þeir látnir vita af þessu ferli. Þeir sem ekki kjósi því að láta nafn sitt koma fram í tengslum við starfið geti því dregið umsókn sína til baka.
Sundlauginni lokað að hluta til í Reykjanesbæ XXÁ næstu vikum fara fram viðhaldsframkvæmdir í Sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ og af þeim sökum verður nauðsynlegt að loka hluta lauganna, vatnagarði og heitu pottunum. Innisundlaugin verður lokuð frá 14. júlí til 5. ágúst. Vatnsleikjagarðurinn verður lokaður frá 16. júlí til 5. ágúst. Útilaugin og rennibrautarlaugin verða lokuð frá 5. ágúst til 1. september.
Hrósa lögreglunni á Suðurnesjum fyrir gott starf - Sýnikennsla í því hvað hægt er að gera í íslenska kerfinu XXGuðrún Jónsdóttir talsmaður Stígamóta segir starf lögreglunnar á Suðurnesjum hvað varðar neyðarhnapp fyrir þolendur heimilisofbeldis vera frábært fordæmi fyrir önnur lögregluumdæmi. „Almennt líst okkur afar vel á það heimili og að mál ná fleiri málum sem lögreglan á Suðurnesjum er í gegnum refsivörslukerfið. Verkað gera í ofbeldismálum,“ segir efnið ber yfirskriftina „Að halda Guðrún í samtali við Fréttablaðið. glugganum opnum.“ „Þetta er einfaldlega sýnikennsla í „Þau hafa verið frábær fyrirmynd því hvað hægt er að gera í íslenska sem síðan hefur orðið til þess, til kerfinu ef forgangsröðunin er rétt dæmis, að borgarstjórn samþykkti og ef viljinn er fyrir hendi.“ einhljóða skömmu fyrir kosningar Markmið verkefnis Lögreglunnar að gera átak í þessum málum. Á á Suðurnesjum er að bæta rann- Suðurnesjum hafa þau líka verið sóknir í málum er varða heimil- að framfylgja lögum sem kveða á isofbeldi með markvissari fyrstu um það að ef ofbeldismenn haga viðbrögðum lögreglu, fækka ítrek- sér ekki skikkanlega þá er þeim unarbrotum, bæta tölfræðivinnslu, vísað af heimilum. Lög gera einaðstoða þolendur og gerendur mitt ráð fyrir því að svona sé þetta markvisst, nýta betur úrræði um gert en því hefur bara ekki verið nálgunarbann og brottvísun af framfylgt.“
3
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014
www.volkswagen.is
Stærri og kraftmeiri með smáatriðin á hreinu.
Nýr Volkswagen Polo. Volkswagen Polo er kominn til landsins með nýtt útlit, nýja vél og nýja skiptingu. Hann er eyðslugrennri, hærri, kraftmeiri, öruggari og umhverfisvænni. Polo býður nú líka upp á tækni eins og Bluetooth búnað fyrir síma, Start/Stop búnað, stöðugleikastýringu, frítt í stæði og brekkuvara sem aðstoðar þig við að taka af stað í brekku. Sportlegar línur, fáguð smáatriði og glæsilegt útlit grípur athyglina í umferðinni. Fjölbreytileg og hugvitsamlega hönnuð smáatriði vekja hrifningu: Það er greinilega allt á réttum stað í nýjum Polo. Volkswagen Polo kostar frá:
2.590.000 kr.* *Polo Trendline, 1.0 MPI, 5 gíra beinskiptur, 75 hestöfl.
HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 420 3040 · heklarnb.is
4
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT Ko
-21% Kræsingar & kostakjör
KjúKlinGabrinGur góðar á grillið Kílóverð verð áður 2.398,
1.894,-43%
-40%
GrísabóGsneiðar grill Kílóverð verð áður 1.498,
899,-
KjúKlinGaKjuðar FráBÆrT verð! Kílóverð verð áður 698,
398,-
ms 6x pa ve
4
-35% Cordon bleu 350 g paKKaverð verð áður 829,
539,-
Tulip pulled porK 550 g paKKaverð verð áður 1.698,-
rauðspreTTuföK m/roði ódýrT Fyrir heimilið paKKaverð verð áður 998,-
1.494,-
699,-
CoCa Cola 1,5 l sTyKKjverð verð áður 229,-
199,-
beTT devi sTyK
3
-25% baTChelors súpur kjúklinga, sveppa, TómaT 295 G dósir verð áður 199,-
jarðarber frosin graTe TasTe 1kg Kílóverð verð áður 489,-
149,neKTarínur plómur fersKjur 500 G asKja verð áður 398,-
279,-
399,-
-25%
-30% TosCanabrauð 550 G Bakað á sTaðnum sTyKKjaverð verð áður 398,-
299,-
-40% jóGúrTbrauð 550 G Bakað á sTaðnum sTyKKjaverð verð áður 498,-
299,-
Tilboðin gilda 17. - 20. júlí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
L
28
áð
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT KorTaTímabil
osin
-
,-
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT KorTaTímabil
nÝTT KorTaTímabil
nÅkd stykki
-
%
5
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014
-10%
ms lGG 6x65 ml allar Teg paKKaverð verð áður 449,-
404,ms beniCol 6x65 ml appelsínu paKKaverð verð áður ,-545
ms beniCol 6x65 ml jarðarBerja paKKaverð verð áður 541,-
491,-
487,-
beTTy CroCKer devils kökumix eða krem sTyKKjaverð
huGsum um heilsuna!
Toffifee 100 g paKKaverð verð áður 249,-
399,-
159
kr/stk
- r 189 kr/stk ver-d ´adu
marabou daim 3x28 g paKKaverð verð áður 269,-
199,-
sKiTTles 4 í pakka - 4x180g paKKaverð verð áður 398,-
249,-
349,-
-30% mr freeze klakalengjur sTyKKjaverð verð áður 69,-
48,Lífrænir bananar
284kr/kg áður 379kr/kg
prinGles 43 G orginal/sour cream sTyKKjaverð verð áður 129,-
maTar- eða mjólKurKex ódýrT Fyrir heimilið 500 g paKKaverð verð áður 359,-
110,-
neTTó Kaffi sTyKKjaverð verð áður 549,-
489,-
298,-25%
við bendum á að KasKó er með sömu vöruroG neTTó á sama Góða verðinu
www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
6
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
Eyþór Sæmundsson skrifar
Enn af snillingum Blað vikunnar er litað af tónlist. Við gerum upp ATP hátíðina á Ásbrú sem tókst líka svona glimrandi vel, en einnig er í blaðinu veglegt viðtal við tvo af merkari tónlistarmönnum samtímans á Suðurnesjum. Hjálmarnir Kiddi og Siggi hafa ýmislegt brallað saman í tónlistinni allt frá unglingsárum en þá lágu leiðir þeirra saman í hljóðveri Rúnars Júlíussonar við Skólaveg. Rúnar var allur af vilja gerður og leyfði unglingunum að taka upp í hljóðverinu og notast við þær græjur sem til voru í Geimsteini hverju sinni. Guðm. Kristinn Jónsson, eða Kiddi Hjálmur, segir m.a í viðtali við Víkurfréttir að ef það væri ekki fyrir Geimstein, hvað hefði þá orðið um Hjálma, Valdimar, Klassart og fleiri? Fyrir ungar hljómsveitir er það að koma í stúdíó og taka upp lag rosa mikið mál.“ Hvort sem þeir Siggi og Kiddi geri sér grein fyrir því eða ekki, þá eru þeir á góðri leið með að verða goðsagnir í tónlistarbransanum rétt eins og Hljómar og fleiri á undan þeim. Báðir hafa þeir komið nærri ótal verkefnum í tónlist og mætti segja að allt sem þeir koma nálægt verði að gulli. Þeir hafa þann einstaka eiginleika að ná til allra aldurshópa með tónlist sinni. Ég þekki til gamalmenna sem hlusta reglulega á plötu Sigurðar „Oft spurði ég mömmu,“ en hún er stútfull af dægurperlum íslenskrar tónlistarsögu. Ég hvet fólk til þess að horfa á þátt Sjónvarps Víkurfrétta í kvöld klukkan 21:00 en þar má sjá viðtal sem ég tók við þá Hjálma en einnig má lesa það hér í blaðinu okkar í dag. Þeir taka einnig lagið fyrir okkur ásamt Þorsteini söngvara. Eins ber að minnast á viðtal við Njarðvíkinginn Daníel Guðbjartsson sem er einn af áhrifamestu íslensku vísindamönnum samtímans. Ég minntist á nokkra snillinga frá Suðurnesjum í grein minni hér á dögunum. Ég sá að fólk var duglegt, með réttu, við að telja upp fleiri á samfélagsmiðlunum enda ógjörningur að telja upp alla þá snillinga sem héðan koma í einum stuttum pistli sem þessum.
GLÆSILEGT ÚRVAL AF FLOTTUM STEIKUM Á GRILLIÐ, PÖNNUNA EÐA OFNINN! EKTA NAUTAHAMBORGARAR, EINGÖNGU EÐAL HRÁEFNI. EINNIG ER FISKBORÐIÐ SPRIKLANDI AF FERSKUM FISK OG- FISKRÉTTUM, 1. FLOKKS HUMAR SELDUR Í STYKKJATALI. MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM, KÖLDUM SÓSUM FYRIR FISK OG KJÖT.
OPNUNARTÍMAR Í SUMAR: MÁN–FIM FÖS LAU
11.00–18.00 11.00–19.00 13.00–16.00
HÓLAGÖTU 15 // 421-6070 // VIÐ ERUM Á FACEBOOK
vf.is
SÍMI 421 0000
■■ Nýr lyfsöluleyfishafi hjá Lyfju í Reykjanesbæ:
Man kennitölur og símanúmer viðskiptavina
„Manni þykir vænt um viðskiptavinina og er jafnvel farin að muna kennitölur og símanúmer þeirra. Svo hringir maður eins og að maður sé að hringja í mömmu eða ömmu,“ segir Suðurnesjamærin Hulda Klara Ormsdóttir, sem tók nýverið við starfi lyfsöluleyfishafa Lyfju við Krossmóa. Hulda Klara á um þessar mundir 10 ára útskriftarafmæli sem lyfjafræðingur og hefur starfað í útibúi Lyfju undanfarin ellefu ár. Gætu sparað sér fyrirhöfn Hjá Lyfju, eins og hjá öðrum lyfsölum, er alltaf hægt að hitta lyfjafræðing en það bjóða ekki öll apótek upp á viðtalsaðstöðu í lokuðu rými eins og hjá Lyfju Reykjanesbæ. „Fólk er kannski að koma til að ræða viðkvæm málefni eða hvað sem er og á það til að opna sig með heilsu og annað eftir að hafa komið í afgreiðsluna. Við erum hluti af heilbrigðiskerfinu og það er gott að fólk getur leitað til okkar.
Við reynum að ráðleggja því og vísum til læknis ef svo ber undir. En oft er um að ræða eitthvað sem hægt er að leysa á staðnum,“ segir Hulda Klara en tekur þó fram að lyfjafræðingar sjái ekki um að sjúkdómsgreina neinn. „Þó eru margir sem leita til læknis sem gætu komið til okkar og sparað sér fyrirhöfn. Oft er erfitt að fá tíma hjá lækni. Við erum í góðu samstarfi við heilbrigðisstofnunina hér á Suðurnesjum.“
Þó eru margir sem leita til læknis sem gætu komið til okkar og sparað sér fyrirhöfn Persónuleg þjónusta heimafólks Alls starfa átta til tíu manns hjá Lyfju Reykjanesbæ, með útkalls- og afleysingafólki; tveir lyfjafræðingar, einn aðstoðarlyfjafræðingur, einn sjúkraliði og einn umsjónarmaður. Lyfja Reykjanesbæ hefur þá sérstöðu að heimafólk starfar þar. „Við veitum persónulega og góða þjónustu og reynum að gera það allra besta fyrir viðskiptavinina. Ég er einnig mjög ánægð með að það skuli vera heimafólk hér. Hef unnið með nokkrum lyfsölum og það er alltaf smá munur á því hvort um var að ræða heimafólk. Við þekkjum meira fólkið og þjónustan verður persónulegri. Mér líður rosalega vel hér og gæti ekki hugsað mér að fara neitt annað,“ segir Hulda Klara.
■■Fisktækniskóli Íslands framleiðir fagfólk:
Fyrstu fisktæknarnir útskrifaði
Svanhvít Másdóttir og Hafdís Helgadóttir luku fyrir skömmu námi frá Fisktækniskóla Íslands sem fisktæknar. Þær höfðu innritast á brautina síðastliðið haust á grundvelli raunfærnimats sem gengur út á það að meta reynslu starfsmanna í ákveðinni starfsgrein til áfanga og til eininga á framhaldsskólastigi. Báðar hafa þær Svanhvít og Hafdís víðtæka reynslu úr fiskvinnslu. Þessi reynsla nýttist þeim til mats á áföngum Fisktæknibrautar. Það sem út af stóð samkvæmt námskrá, tóku þær síðan nú á vorönn og luku því formlega námi sem fisktæknar.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014
-mannlíf
pósturu eythor@vf.is
■■Í ELDHÚSINU:
Sunnudagsmorgnar heilagir E
lfa Hrund Guttormsdóttir er 43 ára gamall Njarðvíkingur. Hún er gift þriggja barna móðir og á eina stjúpdóttur. Elfa er menntaður félagsráðgjafi og vinnur hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Elfa elskar að útbúa góðan morgunmat fyrir fjölskylduna á sunnudagsmorgnum sem eru algjörlega heilagir að hennar mati. Þá bakar hún ljúffengar pönnukökur sem hún ber á borð ásamt góðu meðlæti s.s. Nutella súkkulaðismjöri, bönunum, jarðarberjum, sykri og heimalagaðri rabbabarasultu. „Það er mjög gott að smyrja Nutella súkkulaðismjöri á pönnukökurnar ásamt bönunum, þessa útfærslu lærði ég í París fyrir 20 árum síðan þegar ég var au-pair þar í borg. Þá var mjög vinsælt að fara á breiðgötuna Champs elysées um helgar og fá sér Crépes með súkkulaði og bönunum.“
Hefur þú gaman af því að elda? Já ég myndi segja það. Mér finnst gaman að elda góðan mat og bjóða fólki heim. Mér finnst skemmtilegast að prófa mig áfram í eldamennskunni og elda eftir nýjum uppskriftum sem ég hef aðallega fundið í Gestgjafanum. Ég er einstaklega ánægð með verslunina Ship og hoj og geri ég mikið af því
Uppskrift Ertu dugleg í eldhúsinu? „Ég er dugleg að elda mat og sé ég aðallega um eldamennskuna á mínu heimili. Eva Sól dóttir mín er mikill bakari og hefur hún séð um baksturinn að mestu, sem ég er mjög ánægð með. Hún er sérstaklega dugleg að baka cake pops og
franskar makarónur. Eiginmaður minn hefur það hlutverk að ganga frá eftir matinn sem er að mínu mati góð verkaskipting. Hann er líka miklu meiri snyrtipinni en ég. Hann er einnig góður í að grilla ofan í mannskapinn.“
3 dl hveiti ½ tsk lyftiduft 1 msk sykur 2 egg 4-5 dl mjólk 30 g smjör eða 3 msk olía ½ tsk sítrónu- eða vanilludropar
að kaupa gott hráefni hjá þeim. Við þurfum að vera dugleg að versla heima til að halda uppi góðri þjónustu hér í bæjarfélaginu. Hvað verður oftast fyrir valinu hjá þér í eldamennskunni? „Pönnukökurnar mínar er minn sérréttur. Ég baka oftast pönnukökur á sunnudagsmorgnum og það er líka mjög vinsælt að
baka pönnukökur fyrir fótboltamót og seljast þær vanalega upp á skömmum tíma. Einnig hef ég boðið upp á heitar pönnukökur og heitt súkkulaði eftir fótboltaleiki fyrir vini og vandamenn.“
XXAðferð Setjið hveiti, lyftiduft og sykur í skál. Hrærið helminginn af mjólkinni út í og hrærið þar til deigið er orðið kekkjalaust. Bætið eggjunum við, fyrst öðru svo hinu, og sláið vel saman. Hellið afganginum af mjólkinni út í. Bræðið smjörið og bætið því í deigið ásamt kökudropunum. Bakið kökurnar á heitri pönnu.
-minning Ólafur Þór Eiríksson fæddur 19. júní 1955 dáinn 6. júlí 2014 Elsku besti stóri bróðir minn er látinn. Hann er farinn og kemur aldrei aftur. Það er mjög erfitt að hugsa þá hugsun til enda að þessi yndislegi bróðir minn skuli aldrei faðma mig aftur eða segja nafnið mitt á þann hátt sem hann einn gerði, Marta mín, besta systir mín. Að við eigum aldrei eftir að hittast aftur og skiptast á skoðunum, karpa um Guð almáttugan eða um önnur andans mál. Óli Þór var gjöfull á faðmlag og átti óendanlega mikla hlýju handa öllum þeim er umgengust hann. Frábær pabbi og dásamlegur afi, góður eiginmaður seinni konu sinnar, Lönu, sem hugsaði einnig vel um lífsförunaut sinn og besta vin. Lifandi, skemmtilegur, fyndinn, ástríkur og umhyggjusamur, hispurslaus, jákvæður og bjartsýnn, svona var hann Óli minn, elsku besti kallinn. Hans verður sárt saknað af öllum þeim er unnu honum. En Óli átti sér skuggahlið og hún fylgdi honum alveg frá tvítugsaldri, nýútskrifuðum stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni, er hann var valdur að dauða tveggja vina sinna. Hann burðaðist með það samviskubit í þau næstum fjörutíu ár sem hann lifði eftir bílslysið, slysið sem umturnaði öllu í lífi hans og okkar sem stóðu honum næst. Óli Þór var lifandi kraftaverk, þótt að bílslysið hafi sett sín spor í líkama hans, þá var andinn alltaf jafn sterkur
og baráttuglaður, sérstaklega fyrir hönd þeirra er minna máttu sín. Óli barðist fyrir réttindum fatlaðra eftir að hann upplifði eigin fötlun eftir bílslysið. Hann þurfti að berjast, því á þeim tíma sem hann lenti í bílslysi á áttunda áratugnum, þá mætti hann heilmiklum fordómum í samfélaginu vegna fötlunar sinnar. Það særði mig djúpt sem aðstandanda að horfa upp á hversu grimmt samfélagið gat verið bróður mínum, sem langaði það eitt að vera meðtekin eftir að hafa náð sér á undraverðan hátt eftir mikla endurhæfingu á Grensás, þegar hann gat aftur gengið og talað en í slysinu lamaðist hann og missti málið. Ólafur Þór Eiríksson, var kennari að mennt en síðustu ár ævi sinnar titlaði hann sig sem rithöfund og var nýbúinn að gefa út enska bók sem hann nefndi Loki´s resurrection. Á Amazon vefnum á hann einnig aðra bók á ensku er fjallar um afleiðingar bílslyssins. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum skrifaði hann þessa sömu bók á íslensku, bókina sem hann seldi hús úr húsi í gamla heimabænum sínum Keflavík og víðar en sú bók fjallar m.a. um fötlun hans eftir slysið. Hérna eru lokaorð Ólafs Þórs úr þeirri fyrstu bók hans, sem nú er uppseld og hann nefndi Ótrúleg lífsbarátta eftir bílslys; Tilgangur minn með þessum skrifum er að leita nýrra leiða til að skapa mér atvinnu sem ég get sinnt þrátt fyrir fötlun mína, þá sem aðrir segja að ég hafi. Þrátt fyrir þá staðreynd að sjálfur telji ég mig í engu frábrugðinn venjulegu fólki. Ég tel mig hafa verið
þvingaðan beint og óbeint til að fá Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, mig úrskurðaðan 75% öryrkja og þar tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, með óstarfhæfan. Engu að síður tel ég, að ég gæti sinnt ýmsum störfum, Ólafur Þór Eiríksson þó að ég hafi ekki enn fengið starf við Vesturbergi 78 hæfi mitt. Reykjavík Ef saga mín verður öðrum fötluðum til hvatningar í baráttu þeirra fyrir varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 6. júlí. bættri stöðu í sameiginlegu samfélagi Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. júlí klukkan 13:00. okkar, er ég ánægður. Þá þykir mér Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. betur af stað farið, en heima setið aðgerðarlaus með hendur í skauti. Svitlana Eiríksson Liliya Trusova Nú er ég lít yfir farinn veg á fertugSveinn Sigurður Ólafsson Le thi Oanh asta og fyrsta aldursári geri ég mér Eiríkur Unnar Ólafsson Rósa Lilja Le grein fyrir því að ég á mörgum að Daníel Hrafn Ólafsson Fyrirnáð hönd aðstandenda, þakka það að ég skyldi þó hafa Hrafnhildur Gunnarsdóttir Eiríkur Gunnar Ólafsson Finnbogi Ólafsson þessum aldri. Fyrst ber að telja starfs- Þorsteinn Ásgeir Eiríksson Ólöf Jónsdóttir Marta Eiríksdóttir Friðrik Þór Friðriksson fólk Borgarspítala sem gerði af mikilli og afadrengirnir. kostgæfni og óeigingirni allt sem það gat til að halda í mér lífinu og koma mér aftur út í samfélagið. Kannski einnig Einari sáluga á Einarsstöðum; hvað veit maður? Einnig starfsfólki á sjúkrahúsinu og heilsugæslunni í Keflavík. Eins ber að þakka af heilhug öllu því fólki, bæði skyldu og alls óskyldu sem sýnt hefur mér hlýElskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi hug. Sérstaklega vil ég þó geta forog langalangafi, eldra Sveins Sigurðar heitins, Fjólu og Gunnars sem hafa verið einkar Þórarinn Sæbjörnsson indæl í minn garð, konu og sonanna Miðhúsum, Sandgerði, þriggja. áður Skeiðflöt, Sandgerði En mestar og bestar þakkir hljóta foreldrar mínir og systkini, kona mín og lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 9. júlí. synir fyrir að hafa ekki látið mig sigla Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, föstudaginn 18. júlí kl. 14:00. minn sjó þrátt fyrir alla galla mína sem oft hafa valdið þeim miklum Bjarnveig Skaftfeld Skúli Ragnarsson sárindum og erfiðleikum. Sæbjörn Þórarinsson Guðrún Antonsdóttir Blessuð sé falleg minning Óla Þórs, Jónína Þórarinsdóttir Gunnar Stígsson Ásta Laufey Þórarinsdóttir Ragnar Már Sigfússon bróður míns. Marta systir.
Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
8
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
Skeggjaðir, stífir í baki og með stærri bumbu Reggíhljómsveitin Hjálmar fagnar 10 ára starfsafmæli sínu á þessu ári. Hljómsveitin varð til í Reykjanesbæ á sínum tíma en þá kynntust félagarnir Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson. Þeir Siggi og Kiddi voru fastagestir hjá Rúnari Júlíussyni á Skólaveginum en þar gæddu þeir sér á Villa-borgara og stofnuðu hljómsveitina Fálka frá Keflavík. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Sigga og Kidda í Hjálmum í hljóðveri Geimsteins og fór yfir feril þessarar merku sveitar. Hvernig lágu leiðir ykkar saman í tónlistinni? Siggi: Við hittumst bara á Villabar held ég og í framhaldi af því byrjuðum við í hljómsveitinni Fálkar frá Keflavík. Kiddi: Þá var ég að klára FS, seint en örugglega og þá ætluðu allir sem ég var með í hljómsveit á þeim tíma að fara í sitthvora áttina, einn ætlaði að verða flugmaður og annar organisti. Þá spáði ég í hvort ég ætti að hætta bara í tónlistinni og gerast líka flugmaður eða eitthvað slíkt eins og vinirnir voru að gera en þá hitti ég Sigga á Villabar og við stofnuðum hljómsveitina Fálka. Það var „instrumental“ hljómsveit, sem sagt enginn söngur. Ég veit ekki af hverju Siggi vildi aldrei syngja þá. Siggi: Ég var bara ekki búinn að fá almennilega rödd. Kúlurnar voru ekki komnar á réttan stað (hlær). Siggi: Til að byrja með vorum við að æfa og taka upp í skúrnum hjá Kidda á Hringbrautinni. Kiddi: Þar var ég með mitt fyrsta stúdíó á Hringbraut 60. Ég var nýbúinn að kaupa mér nýjustu upptökugræjur sem hétu Produce og Rúnar var ennþá að taka upp á teip og Júlli sonur hans bað mig um að koma með það yfir í Geimstein. Þá fékk ég aðstöðu þar og við eiginlega sameinuðum þessi tvö stúdíó. Þá
fórum við að dvelja mikið hér og gerðum plötuna með Rúnari „Það þarf fólk eins og þig.“ Hvernig verða Hjálmar til? Siggi: Þegar við gerðum þessa plötu með Rúnari þá heimtaði hann að hann vildi hafa einhver reggílög á þessari plötu. Við fórum því að skoða hvernig ætti að gera þetta, fórum á google þess tíma eða „ircið“ en fengum litlar upplýsingar þar. Við náðum samt að krafsa okkur í gegnum þetta. Í kjölfarið á þeirri plötu fæddist þessi hugmynd að þetta væri ekki svo galið að prófa þennan tónlistarstíl. Kiddi: Þetta hentaði ágætlega, það var ekki erfitt fyrir mig að spila þennan rythmagítar og ég hugsaði með mér að það væri fínasta ævistarf. Við fórum því að prófa okkur áfram. Fundum „Best of “ reggíplötu í hillunni frá 1975 og prófuðum að spila eitt lag af plötunni. Það varð svo lagið „Kindin Einar“. Þarna voru það bara ég og Siggi og strákur sem heitir Kiddi Agnars á trommur. Siggi spilaði eiginlega bara á öll hin hljóðfærin. Kiddi Agnars átti síðan vin að austan sem kemur með Steina inn í bandið. Þá fer þetta að verða alvöru hljómsveit. Seinna fengum við bassaleikarann.
Voruð þið reggí-aðdáendur fyrir þetta? Siggi: Já ég hafði nú hlustað eitthvað á þetta en Kiddi hafði það ekki. Þið blandið síðan inn í þetta alþýðu- eða þjóðlagatónlist? Siggi: Já það kom með Þorsteini af því að hann var með þann bakgrunn. Hann var aðallega blúskarl en hafði gert plötu í Svíþjóð með reggí-ívafi. Þetta kom svo bara af sjálfu sér, þetta þjóðlagasánd með Steina enda er hann bara eitt þjóðlag út í gegn. Nú fagnið þið 10 ára afmæli, hefðuð þið getað ímyndað ykkur það fyrir 10 árum? Siggi: Ég er pínu svekktur að það sé búið að skipta um sófa hérna á Skólaveginum en að öðru leyti er allt voða svipað hérna í Geim-
steini eins og það var fyrir 10 árum síðan. Við erum orðnir aðeins skeggjaðri, stífari í bakinu og með örlítið stærri bumbu. Kiddi: En að vera hér ennþá í Hjálmum 10 árum seinna, Rúnar sagði eitt sinn við okkur að þegar þú ert orðinn þrítugur, þá ertu bara búinn. Þá snýrðu þér að einhverju öðru. Þannig var viðhorfið til poppara í gamla daga. En núna er Neil Young að fylla Laugardalshöllina og fólk heldur áfram, sem ég kann vel að meta. Bönd eins og GusGus hætta t.d. ekkert. Sama með okkur, við vissum þegar við byrjuðum að þegar hljómsveit byrjar að verða vinsæl að þá mun hún detta úr tísku. Eins og allt annað. Aðal málið er að halda áfram að gera það sem maður fílar og hefur gaman af, það skiptir mestu máli.
Rak hljómsveitina á heimilis Visa-kortinu Árið 2006-2007, hvers vegna kom pása þá? Kiddi: Þá voru þrír Íslendingar og þrír Svíar í hljómsveitinni og ég rak hljómsveitina á heimilis-Visa kortinu og Svíunum var flogið heim aðra hverja helgi. Þeir vildu vera í Svíþjóð þar sem þeir áttu börn sumir. Þegar þetta var orðið aðeins of mikið, búið að ganga svona í um þrjú ár, þá ákváðum við að taka pásu. Svíarnir vildu láta reyna á heimamarkaðinn og það gekk mjög vel hjá þeim í því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Ástæðan af hverju við byrjuðum aftur er að skatturinn fann eitthvað athugavert við heimilisbókhaldið, ég skuldaði einhverja peninga vegna Hjálma. Þá sagði ég við strákana að
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014 við þyrftum að taka eitt gigg, alla vega til að borga upp skuldina. Við gerðum það og ég man að ég tók Bónuspoka með þessum 800.000 kalli eða svo sem við skulduðum og labbaði með hann í Skattinn. Eftir það hafa þeir bara verið ljúfir, þeir hjá Skattinum. Hvernig er með drauminn um að meika það erlendis? Siggi: Í rauninni var tekin ákvörðun í þessari hljómsveit að við ætluðum að vera íslensk hljómsveit og syngja á íslensku. Við vorum því eiginlega ekki að stefna neitt erlendis með þetta. Við vildum frekar gera þetta almennilega á Íslandi og við vorum í raun aldrei með neina „meik-drauma“. Er einhver áhugi fyrir ykkur erlendis? Siggi: Já, já, með tíð og tíma hefur þetta eflaust farið víðar en maður gerir sér grein fyrir. Það er alls konar fólk sem fylgir okkur hér og þar. Kiddi: Við höfum farið víða og spilað á mörgum stöðum. Ég hef líka prófað að vera lengi úti að spila en að mörgu leyti er þetta bara skemmtilegra, að halda þessu að mestu heima fyrir en fara af og til að spila í útlöndum. Þurfið þið alltaf að vinna saman þið tveir, m.a. í Baggalúti og Memphis mafíunni? Siggi: Við höfum unnið mikið saman og það hafa alveg komið pínulitlir árekstrar. Kiddi: Við erum mjög ólíkir þannig að eðlilega koma stundum smá árekstrar. Siggi: Sumir liðir þurrkast upp annað slagið og þá þarf að smyrja þá en við erum bæði góðir vinir og vinnum vel saman. Ég held að það sé okkar styrkur að við erum ekki mjög líkir, við vinnum t.d. á ólíkum hraða og notum mismunandi aðferðir. Ég kann alla vega mjög vel við að vinna með Kidda og vona að það sé gagnkvæmt. Kiddi: Það
Ef það væri ekki fyrir Geimstein hvað hefði þá orðið um Hjálma, Valdimar, Klassart og fleiri. Fyrir ungar hljómsveitir er það að koma í stúdíó og taka upp lag rosa mikið mál
er alveg sama hér. Það er eitthvað við þetta pródúserateymi sem við erum, við þurfum oft ekkert mikið að tala saman þegar við erum í stúdíóinu, þetta eru meira hugskipanir okkar á milli. Það er mjög þægilegt þegar allir eru farnir úr stúdíóinu og við erum bara tveir eftir, þá oft finnst mér þetta fara að ganga. Við höfum átt helvíti margar klukkustundirnar saman, sitthvoru megin við glerið.
Eftirlætis lag Sigga og Kidda
Kiddi: Mér þykir mjög vænt um Hjálmalagið „Leiðin okkar allra“ sem er á þriðju plötunni, sem er einmitt orðið lagið hans Gunnars Nelson þegar hann keppir. Lagið var samið af Steina og textinn af pabba hans. Siggi og Steini spiluðu það einnig í jarðarförinni hans Rúnars Júl. Siggi: Þetta er orðið svo mikið af góðum lögum og ég hreinlega get ekki valið. Spurðu mann sem á 18 börn hvaða barn er uppáhalds, það er ekki hægt að svara því. Hvað er í gangi núna annað en afmælistónleikarnir í Eldborg 26. september? Kiddi: Við í Hjálmum gerðum plötu með norskum tónlistarmanni sem heitir Erlend Öye og við erum að fara að spila með honum á tónleikum í Noregi á næstunni. Siggi
er búinn að vera að vinna með honum allt árið, spilandi með honum út um allan heim. Þegar maður gerir plötu fyrir alþjóðamarkað eins og við gerðum með Norðmanninum þá var þetta allt öðruvísi ferli en við erum vanir. Hér heima er það þannig að maður vinnur að plötu, hún kemur út og síðan er hún orðin gömul eftir þrjá mánuði. Þetta tekur allt miklu meiri tíma úti, eftir að hafa tekið upp plötu tekur kannski ár að „fínísera“ hana. Þegar hún er tilbúin tekur útgáfufyrirtækið kannski sex mánuði í að gefa hana út og síðan er henni fylgt eftir alveg í tvö, þrjú ár. Annars fór ég nýlega í heimsókn í gamla stúdíóið hans Jimi Hendrix í New York. Ég á þann draum að Hjálmar fari þangað næst og taki upp næstu plötu. Kiddi: Hjálmar verða með „Bestof “ plötu sem heitir Skýjaborgin, Steini er að gefa út sólóplötu og svo koma Hjálmar út á plötu með Erlend Öye. Hvað ætlið þið að vera lengi í þessu sem Hjálmar? Siggi: Ég er ekki að sjá fram á að við séum að fara að hætta neitt á næstunni. Ég flutti mig reyndar um set og bý nú í Osló. Ég á mér þann draum að geta orðið eins og Rolling Stones, að þegar við verðum orðnir 65-70 ára getum við ennþá
verið að þessu. Kiddi: Reggíið er nefnilega frekar tímalaus stefna, hún hefur aldrei verið almennilega í tísku og dettur heldur aldrei alveg úr tísku. Það er kannski kosturinn við reggíið, eins og gospelið líka. Siggi: Ekki beinlínis töff. Kiddi: En samt svona, hefur samt alltaf sinn aðdáendahóp. Tónlistarlífið á Suðurnesjum núna – hvað finnst ykkur um það? Kiddi: Þegar við erum að alast upp, þá eru stóru hljómsveitirnar héðan Deep Jimi, Kolrassa Krókríðandi, Texas Jesú. Siggi: Þá var Musterið á Hafnargötunni sem var æfingahúsnæðið okkar. Þá var rosa mikið að gera og margir í hljómsveitum. Ég verð hreinlega bara að viðurkenna að ég þekki ekki til hljómsveitanna sem eru starfandi hérna núna. Kiddi: En hér í Geimsteini ræður nú ríkjum Björgvin Ívar, barnabarn Rúnars. Á meðan Geimsteinn er hér, þá kemur alltaf einhver ný músík héðan eins og t.d. var Klassart að gefa út nýja
plötu sem var tekin upp hér. Á meðan Geimsteinn styður svona við bakið á tónlistarmönnunum sem byrja hér verður þetta í góðu lagi. Það skiptir svo miklu máli að það séu svona fyrirtæki starfandi hér í samfélaginu, ef það væri ekki fyrir Geimstein hvað hefði þá orðið um Hjálma, Valdimar, Klassart og fleiri. Fyrir ungar hljómsveitir er það að koma í stúdíó og taka upp lag rosa mikið mál. Var þetta gott tónlistarlegt umhverfi til að alast upp í? Siggi: Það var einstakur andi á meðan Rúnar var hérna í kringum okkur, teflandi í tölvunni. Þá sat ég oft einn hér að störfum, Kiddi farinn heim til fjölskyldunnar og þá var mér boðið í mat hérna fyrir ofan, á heimili Rúnars og Maríu. Svo var nú af og til tekinn blundur hérna í gamla sófanum sem náði fram á næsta morgun. Svo mætti Kiddi aftur um morguninn og vinnan hélt áfram.
Hvað finnst gamla Njarðvíkingnum um „nýja Stapann?“
Siggi: Ef ég skoða þessar tvær innréttingar í húsinu þá fannst mér sú gamla vera hentugri fyrir það sem þetta hús stendur fyrir, sem samkomuhús og ballstaður. Ég var ekki að finna mig í þessum greniskógi sem þetta er orðið.
10
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Tvær hressar í partý-tjaldinu.
- Tónlistarveislan ATP á Ásbrú r
ol va Söngvari Interp i. ið sv á ur litrík
Þrír á palli. Heimamenn voru duglegir að láta sjá sig á hátíðinni.
Útvarpsmenn á tali: Þorkell Máni á X-inu og Ólafur Páll Gunnarsson herra Rás 2 á tali við mann.
Það rigndi nokkuð um helgina en flestir létu það ekki á sig fá.
njar sson, Brynja Hjaltadóttir, Bry Suðurnesjafólk: Leifur Leif sson. berg Ingi Þór Ingi og ttir Leifsson, Kamilla Ingibergsdó
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014
PIPAR\TBWA · SÍA · 141974
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?
Takk fyrir komuna! Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties fór frábærlega fram um helgina en um 4000 manns sóttu Ásbrú heim að þessu sinni. Við viljum þakka ATP fyrir að skipuleggja hátíð sem fór ákaflega vel fram en starfsmönnum, tónlistarfólki og gestum tókst í sameiningu að skapa algjöra tónlistarveislu fyrir bæði augu og eyru. Takk fyrir komuna ATP og sjáumst að ári!
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
12
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■ Rannsakar erfðamengi 100 þúsund Íslendinga:
Daníel við DNA líkanið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar
Mikilvægast að vera hamingjusamur
N
jarðvíkingurinn Daníel Guðbjartsson komst nýverið, einn Suðurnesjamanna, á lista Thompson Reuters fjölmiðla- og upplýsingasamsteypunnar yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans. Olga Björt hitti Daníel í bækistöðvum Íslenskrar erfðagreiningar og spurði hann út í líf og störf. „Þessi listi var settur saman þannig að tilteknir voru einstaklingar og talið hversu mikið er vitnað í greinar sem þeir höfðu skrifað. Mælikvarði var hversu margar greinar höfðu verið birtar eftir okkur og hversu mikið vitnað í þær. Við erum tíu hjá Íslenskri erfðagreiningu á þessum lista og að vonum mjög stolt af þessu. Það er gaman þegar gengur vel,“ segir Daníel sem auk þess að starfa sem vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu er hann rannsóknaprófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Þeim mun merkilegri uppgötvanir sem þú gerir, þeim mun merkilegri tímarit einnig við að komið hafi í ljós erfðasjúkdómar sem séu sérstakir fyrir Ísland og Daníel og félagar hafi fundið stökkbreytingar sem valdi þeim. Daníel ásamt eiginkonu sinni, Hilmu Hólm, og börnum þeirra á brúðkaupsdaginn.
Mikil þróun í erfðavísindum „Ég samdi við Kára Stefánsson á sínum tíma um að gera doktorsverkefnið mitt hér. Það fjallaði um tengslagreiningu, ákveðna tegund af erfðafræðigreiningu, sem er reyndar ekki mikið notuð lengur. Gríðarleg þróun hefur orðið í tilraunatækni í erfðafræði og bylting frá því ég byrjaði hér fyrir 16 árum,“ segir Daníel. Vísindavinna starfsfólks hjá Íslenskri erfðagreiningu snýst um erfðamengið og hvernig það erfist á milli kynslóða. „Núna er hægt að lesa allt erfðamengið. Það er eitthvað sem var ekki hægt að láta sig dreyma um þegar ég var að byrja í þessu. Núna raðgreinum við fleiri hundruð manns í hverjum mánuði.“ Daníel líkir erfðamenginu við bók sem geymir uppskrift að lífi. „Mannfólkið er með 99,9% sams konar erfðamengi. Það sem er öðruvísi stjórnar augnlit, háralit, hæð og þyngd. Við skoðum hvaða fólk er líklegt til að fá sjúkdóma og slíkt og starfið gengur mikið út á það að skilja sjúkdóma. Það eru svo margir þeirra sem við bara skiljum ekki eins og krabbamein, sykursýki og hjartasjúkdómar. Þeir eru flóknir og margt sem veldur þeim,“ segir Daníel. Hafa sýni 100 þúsund manns Aðspurður segir Daníel að vísindalega hafi vinnan gengið mjög vel. Mælikvarðinn á hversu merkileg vinna vísindamanns sé hvort að hann nái að fá afrakstur hennar birtan í merkilegum tímaritum og hversu mikið sé svo vitnað í greinarnar. „Þeim mun merkilegri uppgötvanir sem þú gerir, þeim mun merkilegri tímarit. Ritrýnendur slíkra tímarita eru aðrir fræðimenn, engir ritstjórar. Við höfum
verið mjög framarlega í uppgötvunum á milli tengsla í erfðamenginu og sjúkdómum. Gagnasettið sem við erum með hérna er með því stærsta í heiminum - líklega það stærsta. Við höfum sýni úr vel yfir 100 þúsund manns og erum í mikilli samvinnu við Landspítalann og lækna þar. Þetta er einstakt í heiminum,“ segir Daníel. Birta allt og leyna engu Daníel segir að góð heilbrigðisþjónusta eins og á Íslandi sé nauðsynleg til þess að geta greint sjúkdóma með rannsóknum á fólki. Aðgerðaupplýsingar, sjúkdómaupplýsingar og ættfræðigrunnurinn séu mikilvæg og einnig hjálpi að þjóðin er tiltölulega einsleit; komi af tiltölulega fáum hópi sem stækkaði. „Kári er búinn að koma því þannig fyrir að við erum með gríðarlega góða aðstöðu í frjálsu umhverfi. Rannsóknir á erfðaefnum eru rosalega dýrar. Þetta er í raun eins og að vera í háskóla. Við birtum allt og leynum engu, svo að vísindasamfélagið geti nýtt sér og mögulega notið góðs af ef það hefur áhuga á. Það er alls ekki alls staðar svoleiðis.“ Langaði líka að verða læknir Daníel lærði stærðfræði í háskóla eftir að hann lauk framhaldsskólanámi í FS, en hafði líka mikinn áhuga á læknisfræði. „Á tímabili var ég að hugsa um að skipta yfir í læknisfræði og mér finnst mjög skemmtilegt að vinna í einhverju svona eins og núna. Manni finnst maður vera að gera meira gagn hérna, þó að þetta séu bara grunnrannsóknir. Við erum að auka skilning sem vonandi hefur góð áhrif í framtíðinni.“ Hann bætir
Gætu komið í veg fyrir of bráðan dauða Hann nefnir til dæmis hjartasjúkdóminn gáttatif sem ungt fólk getur fengið. „Hægt væri að koma í veg fyrir of bráðan dauða þessa fólks með því að setja það á tiltekið skaðlaust lyf. Þannig að í raun gætum við fundið þetta fólk og hvatt það til að taka þessi lyf. Við bara megum það ekki vegna siðferðisreglna. En þegar tekin er röntgenmynd af einhverjum, og á henni greinist t.d. æxli, ber fólki skylda til þess að tilkynna það. Í erfðarannsóknum gilda aðrar reglur. Þetta er nýtt og fólk er hrætt við þetta. Það þarf bara að ræða þetta betur. Það væri t.d. möguleiki á að útbúa vefsíðu þar sem fólk gæti flett upp á upplýsingum um sjálft sig ef það vill.“ Glórulaust efni í drasltímaritum Daníel segir þó að flest fólk sé í lagi að upplagi en heilbrigður lífsstíll geti haft mikil áhrif á líkur á að fá sjúkdóma, þrátt fyrir erfðaþætti. „Við stjórnum svo mörgu og líkamsþyngd hefur mjög mikið að segja. Reykingar eru áhættuþáttur fyrir hvað sem er en kaffidrykkja er tiltölulega skaðlaus, sérstaklega í hófi.“ Daníel hefur sterkar skoðanir á rannsóknum sem oft er vitnað í í mörgum fjölmiðlum. „Oft eru þær í drasltímaritum og byggðar eru á einhverjum tugum einstaklinga. Algjörlega glórulaust efni sem oft er verið að birta því það þurfa að vera góð rök að baki. Gerir meira ógagn en gagn,“ segir Daníel með áherslu. Tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl Daníel nefnir sem dæmi að fyrir utan d-vítamín fyrir okkur Íslendinga í sólarleysinu þá hafi vítamíninntaka ekkert upp á sig og það sé kaloríuinntaka sem stjórni líkamsþyngd, ekki hvort borðuð sé
Daníel hugsar um vel um heilsuna og stundar líkamsrækt.
fita eða ekki. Sjálfur reynir Daníel að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. „Það er þó mikilvægast að vera hamingjusamur. Ég hugsa vel um heilsuna, hreyfi mig, hef það gott og geri skemmtilega hluti.“ Körfubolti og stærðfræðikeppnir Daníel æfði lengi körfubolta með Njarðvík á unga aldri en segist aldrei hafa verið góður en þótt það mjög skemmtilegt. Þá var hann mikið í tölvum þegar tölvubyltingin var að byrja. „Ég var líka alltaf í stærðfræðikeppnum, fór á vegum FS og keppti í útlöndum. Tvisvar í ólympíukeppni og einu sinni í Eystrasaltskeppni. Mjög skemmtilegt.“ Daníel flutti til Reykjavíkur
á Stúdentagarðana þegar hann fór í háskóla og hefur búið í Reykjavík síðan, fyrir utan smá dvöl í Bandaríkjunum. Hann er giftur hjartaskurðlækninum og Keflvíkingnum Hilmu Hólm, sem hann kynntist hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þau eiga hvort um sig tvö börn af fyrra sambandi og er fjölskyldan stór og því heilmikið ríkidæmi á heimilinu. „Við förum töluvert suðureftir til fjölskyldna okkar beggja. Ég fylgist einnig aðeins með því sem er að gerast í Reykjanesbæ. Er t.d. mjög ánægður með úrslitin í bæjarstjórnarkosningunum. Það var dálítil óstjórn á fjármálunum í bænum,“ segir Daníel. Góðir vinir og góður andi hjá ÍE Spurður um eiginleika sína segist Daníel vera tiltölulega þolinmóður. Svo hugsar hann sig vel um og bætir við að hann hafi einnig gaman af því að njóta lífsins og sé svona frekar jákvæður. En hvar sér hann sig eftir tíu ár? „Á meðan það eru skemmtilegir hlutir að gerast hér í vinnunni og fjármagn og frelsi til að gera það sem við erum að gera hér þá verð ég hér áfram. Ég á góða vini hér og hér ríkir góður andi. Það er enginn staður sem kemst í hálfkvist við Íslenska erfðagreiningu með að gera vísindarannsóknir á Íslandi,“ segir Daníel bjartsýnn.
Vísindagreinar eftir Daníel og kollega hans voru prentaðar á plastdúka og hengdir upp í matsal Íslenskrar erfðagreiningar.
Hægt væri að koma í veg fyrir of bráðan dauða þessa fólks með því að setja það á tiltekið skaðlaust lyf. Við bara megum það ekki vegna siðferðisreglna
Fyrir hönd aðstandenda, Finnbogi Þorsteinn Ólafsson
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014
-afþreying
Stundum þarf bara smá Ellý Vilhjálms
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGVELDUR EYJÓLFSDÓTTIR, Nónvörðu 10, Keflavík
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 15. júlí. Jarðaförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 23. júlí kl.13:00.
Eyjólfur Sverrisson, Sverrir Sverrisson, Elentínus Sverrisson, Sævar Sverrisson, barnabörn og
-
Helga Kristín Guðmundsdóttir, Auður Óskarsdóttir, Laritza Pinero Ricardo, Steinunn Snorradóttir, langömmubarn.
smáauglýsingar ÍBÚÐ ÓSKAST 2-3 herbergja íbúð óskast sem fyrst upplýs í s: 8622273
Gunnar Hörður Garðarsson er 25 ára stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands. Gunnar er fæddur á sjúkrahúsinu í Keflavík en uppalinn í Garðinum. Gunnar er heimshornaflakkari, nörd og stjórnmála-nöttari, eins og hann orðaði það svo skemmtilega. Við fengum Gunnar til þess að segja okkur frá því sem hann gerir sér til afþreyingar.
TIL LEIGU Til leigu 350 m2 vottað fiskvinnsluhúsnæði við Hrannargötu. Uppl. í símum 860 8909 og 895 8230. Hvalvík 4 til leigu bil 26fm á 39.000 til langtíma,fyrir smárekstur / geymsla. Upplýsingar í síma 820-0521. „Til leigu bílskúr í innri Njarðvík. Laus frá 1. ágúst. Fyrirspurnir og upplýsingar sendist á xfasteign@gmail.com.“ Bókin Ég hef að mestu verið í námsbókunum í vor og lítinn tíma gefið mér til að byrja á nýjum bókum. Er enn að fletta bókinni Stúdentsárin: Saga stúdentaráðs en hún spilar stóran part í BA ritgerðinni minni í stjórnmálafræði og er kannski minna til yndisauka. Byrjaði að lesa A Game of Thrones þegar ég komst í smá frí í síðasta mánuði, held jafnvel að ég haldi því áfram til þess að fá ekki fráhvarfseinkenni frá þáttunum. Bækurnar verð ég að segja eru betri en þættirnir þó þeir standi sig mjög vel í að skila stemningunni úr bókunum á skjáinn.
3 ja manna fjölskylda óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu fra 1.águst. Upplýsingar i sima 777 5304.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Atvinna Óska eftir rafvirkjum sem geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar sendist á rafib@mitt.is Um framtíðarstörf er að ræða.
Tónlist Ég hlusta mest á tónlist í bílnum. Svo er „playlisti“ í búðinni sem ég vinn í sem ég er búinn að heyra mörg þúsund sinnum. Það hefur því verið svolítið langþráð þögn á kvöldin þegar ég kem heim. Annars fann ég gamla plötu um daginn með Ælu sem ég spilaði í drasl þegar ég var 18 ára, var að hlaða henni inn á símann svo það fer á fóninn núna. Annars hefur enginn einn tónlistarmaður eða hljómsveit verið að heilla mig þessa dagana, ég hef því miður ekki gefið mig nóg að tónlistarhlustun upp á síðkastið. Ég fæ reglulega Cry me a river með Justin Timberlake á heilann, held það sé rigningin sem er búin að vera í sumar. Hvað ég hlusta mest á fer algjörlega eftir stemningu. Prodigy og önnur hressandi raftónlist nær alltaf að rífa upp stemningu hjá mér en stundum þarf maður bara smá Ellý Vilhjálms. Svo kemur ýmislegt þar á milli.
Fitjabakka 1A, 260 Reykjanesbæ, Sími 421 2136, GSM 660-3691
ATVINNA Íslandsbleikja Grindavík
Sjónvarpsþátturinn Vísindaskáldskapur og ævintýri. Ég horfi alveg á venjulega þætti en sæki ekki eins mikið í þá. Ef það eru ekki geimverur, galdrar, yfirnáttúrulegir atburðir og lélegar tæknibrellur, þá er ég ekki svo auðveldlega keyptur. Er að rúlla í gegnum gamla Star Trek þætti með Perlu kærustunni minni, erum búin með seríurnar frá 1966 til 69 og byrjuð á Next Generation. Klassa sjónvarp þar sem tekist er á við margvísleg samfélagsvandamál á framúrstefnulegan hátt, svona miðað við að þetta var tekið upp fyrir hálfri öld.
Íslandsbleikja Grindavík óskar eftir starfsfólki. Um er að ræða framtíðarstörf. Upplýsingar gefur Bergþóra í síma 696-8781
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 póstur u eythor@vf.is
14
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
■■Arnór skoraði eftir 11 sekúndur
Fyrsta markið í sænska boltanum
K
eflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason stimplaði sig inn í sænska boltann með því að skora sitt fyrsta mark um helgina. Arnór sem leikur með Norrköping skoraði eftir aðeins 11 sekúndur þegar lið hans tók á móti Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni, en leiknum lauk með 3-5 sigri Djurgarden. Arnór gerði sér lítið fyrir og lagði líka upp mark og var valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á heimavelli. Arnór hefur ekki leikið mikið með liðinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Arnór lék fyrstu 78 mínúturnar í leiknum en lið hans er nú í 8. sæti með 16 stig eftir 14 leiki. Arnór undirbjó sig afar vel fyrir leikinn og ekki sakaði fyrir hann að fá þessa óskabyrjun. „Það var fínt að fá svona vítamínsprautu í upphafi leiks en ég fann mig vel eftir það,“ segir Arnór hógvær. Arnór er vongóður um það að finna fyrra form en hann segir það hafa tekið nokkuð á að sitja á hliðarlínunni meiddur. „Það tekur mikið á andlegu hliðina að vera
svona meiddur. Ég er með kærustuna með mér og hún er dugleg að stappa í mig stálinu,“ segir Arnór en hann hefur lagt gríðarlega hart að sér og setur mikla pressu á
sjálfan sig. Arnór segist finna sig vel í Svíþjóð og deildin þar er að hans mati jöfn og spennandi. „Hér er flott umgjörð í kringum alla leiki og ég get alls ekki kvartað,“ segir miðjumaðurinn sem óðum er að venjast atvinnumannalífinu. Samúel Þór yngri bróðir Arnórs kom í heimsókn til Norköpping ásamt fjölskyldunni á dögunum. Hann er efnilegur knattspyrnumaður og Arnór kom því í kring að Samúel fékk að æfa með unglingaliði liðsins. „Honum gekk mjög vel, þannig að þeir vita af honum í nánustu framtíð,“ segir Arnór léttur í bragði.
Keflvíkingar komu, sáu og sigruðu á Spáni
XXKeflvíkingar komu sáu og sigruðu á körfuboltamóti á Lloret De Mar á Spáni í 10. og 11. flokki karla. Keflavík átti ekki í erfiðleikum með sína leiki og voru félagi sínu til sóma. Strákarnir spiluðu þrjá leiki í riðlakeppninni og unnu þá með allt frá tólf til 60 stigum. Lið frá Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Íslandi léku á mótinu. Undanúrslitaleikurinn var leikur við íslenska liðið Ármann, en hann unnu Keflvíkingarnir örugglega og tryggðu sér því sæti í úrslitaleiknum. Þeir öttu kappi við tyrkneskt lið í úrslitum og höfðu þar öruggan 25 stiga sigur. Á milli leikja voru strákarnir að sóla sig á sundlaugarbakkanum eða á ströndinni. Þeir fóru einnig í vatnsleikjagarð og heimsóttu stærsta leikvang í Evrópu, sjálfan Nou Camp sem
er heimavöllur knattspyrnuliðsins Barcelona. Þess má geta að Njarðvíkingar léku í sama móti í fyrra og enduðu í 3. sæti.
■■Mikill heiður að fá að spila fyrir landsliðið
Hef fengið mikinn stuðning frá fjölskyldunni S
igurbergur Bjarnason er ungur og efnilegur knattspyrnumaður uppalinn í Njarðvík en hefur verið að spila með Keflavík síðustu ár. Hann er að fara til Kína í ágúst með U-15 landsliðinu til þess að spila á Ólympíuleikum æskunnar. „Það leggst bara mjög vel í mig að fara til Kína, ég er virkilega spenntur fyrir þessu landsliðsverkefni og það er mjög mikill heiður að vera valinn í þetta lið,“ sagði Sigurbergur. Landsliðið vann Armeníu og svo Moldóvíu til þess að komast á Ólympíuleikana. „Ég hef einu sinni áður farið með landsliðinu út og það var til Sviss í fyrra, þá unnum við okkur þátttökurétt til þess að fara til Kína á Ólympíuleikana.“ Hilmar Mcshane er nýr liðsfélagi Sigurbergs í Keflavík en hann fer einnig til Kína með íslenska liðinu. „Við Hilmar erum tveir úr Keflavík sem fara, hann er nýkominn í Keflavík og hann hefur verið gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir okkur.“ Ólympíuleikarnir fara fram í borginni Nanjing og keppendur dvelja í ólympíuþorpi í borginni. „Við förum út 11. ágúst og verðum í ólympíuþorpi þar sem allir sem
munu keppa á leikunum munu gista. Þetta er í annað sinn sem Ólympíuleikar æskunnar eru haldnir, en ég er ekki alveg klár á leikskipulaginu.“ Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson er þjálfari liðsins en hann hefur 16 ára reynslu sem þjálfari knattspyrnuskóla KSÍ og á tæplega 200 leiki með yngri landsliðum. „Það er frábært að hafa Frey, hann er algjör snillingur, hann hefur farið í mörg
landsliðsverkefni og maður getur treyst vel á hann.“ En hvað gera leikmenn liðsins á milli leikja? „Þá erum við bara uppi í herbergi að hlusta á góða tónlist og svo heldur Freyr stundum fyrirlestra. Svo er líka bara mjög góð stemming hjá liðinu, það eru allir félagar og ekkert vesen. Freyr er líka mikill skemmtikraftur, hann kann það alveg.“ Faðir Sigurbergs, Bjarni Jóhannsson er landsþekktur og reynslumikill þjálfari en hann hefur þjálfað lið á borð við Breiðablik, ÍBV, Fylki, Stjörnuna og er að þjálfa KA í dag. „Pabbi er búinn að vera að hjálpa mér virkilega mikið, hann er búinn að vera að kenna mér leikskilninginn í þessum stöðum sem ég er að fara spila í á vellinum. Ég hef fengið mikinn stuðning frá fjölskyldunni, mamma er einnig mjög dugleg að fara með mig á æfingar.“ Sigurbergur er Íslandsmeistari með 4. flokki en nú er hann á yngra ári í 3. flokki. „Það hefur ekki gengið alveg nógu vel hjá okkur í sumar, við erum í næstneðsta sæti með 3 stig, þetta er búið að vera erfitt hjá okkur. Hin liðin eru líka mjög sterk en við þurfum bara að fara að rífa okkur í gang.“ sagði Sigurbergur.
+ www.vf.is
83% LESTUR
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014
Hundruð kylfinga í meistaramótum
Verðlaunahafar í meistaramóti GS.
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir urðu klúbbmeistarar í Golfklúbbi Suðurnesja en meistaramótum golfklúbbana lauk um síðustu helgi. Þátttaka var minni en oft áður og eflaust höfðu veðurguðirnir veruleg áhrif í þeim efnum.
-sumarspjall
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir urðu klúbbmeistarar GS.
Hjá Golfklúbbi Grindavíkur var hörð keppni í meistaraflokki karla og þar sigraði Helgi Dan Steinsson en Gerða Kristín Hammer í kvennaflokki. Hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandarhrepps sigruðu Ágúst Ársælsson og Guðrún Egilsdóttir og í Sandgerði vann Þór Ríkharðsson eftir bráðabana við Pétur Þór Jaidee. Hulda Björg Birgisdóttir vann í kvennaflokki. Úrslit í öllum flokkum má sjá á vf.is.
Helgi Dan Steinsson og Gerða Kristín Hammer urðu klúbbmeistarar GG.
Langar að prufa golf í sumar
tvítug og býr í InnriSunneva Ómarsdóttir er úr Verzlunarskólanum ist Njarðvík. Hún útskrifað ankanum. Hana langar í vor og vinnur hjá Landsb ar og segir að það að ferðast innanlands í sum ir eru jákvæðari og að besta við sumarið er að allað u. þurfa ekki alltaf vera í úlp Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Það byrjaði vel alla vega. Ég fór í útskriftarferð til Mallorca í tvær vikur. Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég vinn í Landsbankanum. Hvernig á að verja sumarfríinu? Vinna, slaka á og ferðast. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Já, mig langar að ferðast innanlands í sumar, þá helst til Akureyrar. Eftirlætisstaður á Íslandi? Ég verð að velja tvo, Akureyri og Drangsnes. Hvað einkennir íslenskt sumar? Útilegur, grillmatur og að sjálfsögðu rigning. Áhugamál þín? Mér finnst mjög gaman að ferðast.
Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN
Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Nei, væri samt gaman að prufa golf í sumar. Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Því miður þarf ég að vinna um verslunarmannahelgina, annars væri ég pottþétt að fara á Þjóðhátíð. Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Að vera í útilegu með skemmtilegu fólki, og nauðsynlegt að vera með gítar! Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Mér dettur bara ekkert í hug. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Hvað allir eru miklu jákvæðari og að þurfa ekki alltaf að vera í úlpu. En versta? Held að flestir geti verið sammála, það vantar meiri sól. Uppáhaldsgrillmatur? Ég er ekkert voðalega hrifin af grillmat, en ég myndi segja svínalundir. Sumardrykkurinn? Kók með klökum og sítrónu.
póstur u pop@vf.is
vf.is
-mundi
Ætli Bubbi hafi ekki fengið umsóknina mína?
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • 28. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
Allt fyrir baðherbergið I Á MÚRBÚÐARVERÐ
VIKAN Á VEFNUM
BOZZ sturtuklefi
Róbert Ragnarsson Keypti hrátt erlent kjöt. Verður grillað og etið á morgun. Sudden death yfirvofandi. Þakka samfylgdina. Góðar stundir Samúel Kári Friðjónsson Fyrsti Pre-Season leikurinn búinn og honum lauk með 2-1 sigur og er ánægður að hafa skorað eitt !! Frábær liðsheild og frabær spilamennska hjá öllum enn þetta er einungis byrjunin. Löng og ströng leið framundan. #keepongoing #royals #brillantteamwork Guðrún Lára Get ekki beðið eftir að Körfubolta tímabilið byrji aftur sakna þess að fara á leiki
80x80cm
43.900
Þýsk gæði 3-6 lítra hnappur
CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.
Þýsk gæðavara
41.990 Hæglokandi seta
11.990
Sindri paddysburger Eistnaflug=djammið. ATP=tónlistin
AGI-167 hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu fáanleg með upp stút.
Rósetturog hjámiðjur fylgja. Vatnslás og botnventill frá
Skál: „Scandinavia design“
Elfa Falsdóttir 16 ára.. Flytja að heiman
McAlpine seldur sér á kr. 1.290
Guoren hitastýrð blöndunartæki
O. G. Bauer Hin 3 liðin sem eru eftir í Bikarnum eru einu liðin sem Keflavík eru búnir að tapa á móti í Pepsi. #fotbolti #yikes Berta Svansdóttir Gömlu kallarnir sem koma á kaffihúsið kalla hvort annað alltaf " piltar, strákar eða drengirnir mínir" #theynevergetold
Fást einnig í 90x90cm á kr. 45.900. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 45.900 Sturtustöng og -brúsa fylgja.
Guoren 1L Hitastýrt baðtæki standard
Guoren 4F Hitastýrt baðtæki Exclusive
LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN
17.990
19.990
kr.
kr.
EN 1111:1997
Snædís Anna V. Hitti aldrei á R á lyklaborðinu, því ég er með svo feitan putta
Guoren TLY Sturtusett kr.
47.990
Guoren-AL Hitastýrt tæki með uppstút
Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút
kr.
kr.
14.990
14.990
Málm handföng. Rósettur og hjámiðjur fylgja.
Fuglavík 18. Reykjanesbæ
Opið 9-12 og 13-18 virka d.
Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
Víkurfréttir koma næst út fimmtudaginn 24. júlí.
Arnar Þór Þorleifsson #vikurfrettir
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001