Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
vf.is
f immtudagur inn 17. júlí 2 0 14 • 2 8. TÖ LUBLAÐ • 35. Á RGANGUR
Veisla fyrir unnendur góðrar tónlistar
Spila fram á sjötugsaldur
Það var rífandi stemning á Ásbrú um helgina þar sem ATP tónlistarhátíðin fór fram. Mikill fjöldi tónlistarunnenda var samankominn á gamla varnarsvæðinu til þess að hlýða á um 30 innlend og erlend tónlistaratriði. Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Portishead þóttu einstaklega vel heppnaðir og höfðu tónleikagestir á orði að erfitt yrði að slá bresku hljómsveitinni við á komandi hátíðum. Einnig vakti bandaríska hljómsveitin Interpol mikla lukku. Tómas Young hafði yfirumsjón yfir hátíðinni sem haldin var annað árið í röð á Ásbrú. Hann segist afar sáttur við hátíðina enda hafi nánast ekkert komið upp sem kallast geti neikvætt. Allir hafi skemmt sér vel og allt farið vel fram. „Ég er mjög sáttur en þetta gekk nánast eins og í sögu,“ segir Tómas en um 4000 manns voru á hátíðinni þegar mest lét.
T
FÍTON / SÍA
Í Víkurfréttum vikunnar er m.a. veglegt viðtal við Suðurnesjamennina Sigurð Guðmundsson og Guðm. Kristinn Jónsson, sem jafnan eru kenndir við hljómsveitina Hjálma. Í viðtalinu fara þeir félagar yfir tíu ára feril hljómsveitarinnar og rifja m.a. upp hvernig Hljómar urðu til yfir Villa-borgara í hljóðveri Geimsteins. Hjálmar ætla að halda vel upp á afmælið í ár og blása til glæsilegra tónleika í haust. Eins verða þeir Siggi og Kiddi í aðalhlutverki í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld en þar taka þeir lagið ásamt Þorsteini söngvara Hjálma ásamt góðu spjalli. Þeir hafa átt farsælt samstarf með hinum ýmsu hljómsveitum og sjá jafnvel fram á það að vera enn að sjötugsaldri líkt og Rolling Stones.
ómas segir að hátíðin hafi heppnast mun betur en í fyrra, þó svo að allt hafi nánast gengið upp þá líka. „Nú var bara mun meira af fólki og tónlistardagskráin var stærri.“ Tómas segir tónleika Portishead hafa verið hápunkt hátíðarinnar, en hann og starfsfólk ATP fengu sérstakar þakkir frá hljómsveitinni fyrir faglega umgjörð. „Portishead hélt hérna ótrúlega tónleika, þannig að eftir var tekið. Þau voru í miklu stuði og það er gaman að segja frá því að við
einföld reiknivél á ebox.is
fengum þakkarbréf frá þeim. Stjórnendur ATP á Englandi segja að aldrei hafi borist þakkarbréf frá Portishead áður þrátt fyrir að sveitin hafi spilað fjórum sinnum á ATP. Við hoppuðum upp úr sætum okkar þegar bréfið barst.“ Tómas ætlar að halda hátíðina aftur að ári og vonast hann til þess að ATP verði hér áfram um ókomna tíð. „Þetta verður a.m.k. á næsta ári en við höldum bara áfram eins lengi og þetta gengur vel,“ sagði tónleikahaldarinn að lokum.
„Maður getur hreinlega labbað heim til sín af hátíðinni,“ sagði Brynjar Leifsson gítarleikari Of Monsters And Men þegar blaðamaður hitti hann við Atlantic Studios. „Ég hef aldrei komist á þessa hátíð áður en alltaf fundist hún spennandi. Það er snilld að komast núna. Ég held að þetta sé bara veisla fyrir unnendur góðrar tónlistar á Suðurnesjum. Það er geðveikt að koma inn í hús eins og þetta (Atlantic Studios) og bara gaman að vera hérna uppi á velli.“
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.