30.tbl.35.árg.

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku

Sími: 421 0000

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

f immtudagur inn 3 1. júlí 2 0 14 • 3 0. TÖ LU BLAÐ • 35. Á RGANGUR

Valgeirsbakarí er til sölu eftir fjörutíu farsæl ár

Keflavík í úrslit bikarsins

Feðgarnir Valgeir og Ásmundur eru snarir í snúningum enda þaulvanir menn. Valgeirsbakarí hefur verið starfandi í 44 ár en nú er rekstur þess til sölu. Við ræðum við Valla bakara í tölublaði vikunnar þar sem hann fer yfir langan og farsælan starfsferil.

Sætur sigur á Víkingi eftir vítaspyrnukeppni

Nýr bæjarstjóri Reykjanesbæjar kynntur í dag XXStefnt var að því að tilkynna um nýjan bæjarstjóra Reykjanesbæjar á fundi bæjarráðs í dag. Næsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar verður annað hvort Einar Hannesson eða Kjartan Már Kjartansson. Voru þeir tveir eftir úr rúmlega tuttugu manna hópi umsækjenda. Fimm voru kallaðir í viðtöl en síðan stóð valið á milli þeirra tveggja. Þeir Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar, Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingar og Gunnar Þórarinsson oddviti hjá Frjálsu afli hafa haft þetta verkefni á borði sínu að undanförnum. Nýi meirihlutinn fékk Hagvang til að sjá um faglegt ráðningarferli.

Einar Hannesson er með B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál og rekstrarstjórnun. Kona Einars er frá Reykjanesbæ en fjölskyldan hefur verið búsett hér síðustu tíu

ár. Einar er útibússtjóri Landsbankans á Suðurnesjum en áður var hann sparisjóðsstjóri SpKef og forstöðumaður hjá IGS í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kjartan Már Kjartansson er úr Reykjanesbæ og hefur búið alla tíð þar með fjölskyldu sinni. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Securitas á Reykjanesi undanfarin ár, en starfaði einnig um tíma sem starfsmanna- og gæðastjóri hjá IGS og forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa. Þá var hann lengi skóla-

TILBOÐ! Alþrif á bifreið að innan sem utan

stjóri Tónlistarskólans í Keflavík. Kjartan var bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ í átta ár 1998-2006. Kjartan Már er tónlistarmenntaður en lauk einnig MBA prófi frá Háskóla Íslands árið 2002.

Allir bílar sem panta tíma í ágúst borga

4.950 kr.

FÍTON / SÍA

Sími 7827600 einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Sjónvarp Víkurfrétta er komið í sumarfrí!


2

fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

LJÓSANÓTT

pósturu vf@vf.is

■■ Ólafur Helgi Kjartansson tekur við embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum

„Það þarf fólk eins og þig...“

Sigríður færð frá Suðurnesjum á höfuðborgarsvæðið

S

Ert þú með viðburð á Ljósanótt? Sýningu, sölu, uppákomu, skemmtun... Mundu eftir að skrá viðburðinn á ljosanott.is Þannig birtist hann í dagskrá Ljósanætur. Berist hann fyrir 26. ágúst fer hann einnig í prentaða dagskrá.

igríður Björk Guðjónsdóttir verður fyrsta konan sem gegnir embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður hefur frá árinu 2009 gegnt sama embætti á Suðurnesjum. Hún var aðstoðarríkislögreglustjóri á árunum 2007-2008, sýslumaður á Ísafirði 2002-2006 og þar áður skattstjóri Vestfjarðaumdæmis. Ólafur Helgi Kjartansson hefur verið skipaður í embættið á Suðurnesjum í stað Sigríðar. Samkvæmt nýjum lögum verður lögregluumdæmum fækkað úr 15 í níu og mun breytingin taka gildi um næstu áramót.

Menningarsvið

VATNAGARÐUR OG INNILAUG OPNAR - ÚTILAUGIN LOKAR

Ágætu sundlaugargestir! Viðhaldsframkvæmdum í innilaug og vatnagarði er að ljúka og verður opnað þriðjudaginn 5. ágúst. Á sama tíma verður útilauginni lokað vegna framkvæmda til 1. september . Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þetta hefur í för með sér. Íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar

EKUR ÞÚ VARLEGA?

Töluverðar framkvæmdir við Sporthúsið á Ásbrú - Fjölga bílastæðum úr 64 í 105

T

öluverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við Sporthúsið á Ásbrú. Ætlunin er að fjölga merktum bílastæðum úr 64 í 105, en þeir sem til þekkja kannast líklega við það hve erfitt er að fá bílastæði á annatímum við húsnæðið. Í samtali við Víkurfréttir sagði Kristján Helgi Jóhannsonn, starfsmaður Sporthússins að á háannatímum væri fjöldi iðkenda svo mikill að fullt væri oft á bílastæðinu við Sporthúsið, einnig við Andrews menningarhús og jafnvel við skólahúsnæði Keilis. Skortur á bílastæðum varð mjög fljótlega vandamál eftir að Sporthúsið opnaði. Nú ætla því eigendur Sporthússins, í samstarfi við Kadeco að bæta aðstöðuna til muna en bæði á að stækka og breyta bílastæðinu. Að auki er unnið að uppsetningu ljósastaura sem ætlað er að bæta lýsingu á plani. „Með því að breyta uppsetning- Talsvert er um að viðskiptaunni og mála upp á nýtt er hægt vinir mæti einir á bíl í ræktað nýta svæðið betur. Aðgengi að ina og hefur Sporthúsið reynt að bílastæðunum við Andrews verður hvetja fólk til þess að taka strætó. bætt með því að leggja göngustíg „Þó við séum að fara í þessar og einnig verður gatan þrengd til endurbætur, viljum við endilega þess að auka öryggi viðskiptavina,“ halda áfram að hvetja fólk til þess að nýta sér strætisvagnana en það segir Kristján.

er um að gera að nýta sér almenningssamgöngur sem eru í boði hér í bæ endurgjaldslaust. Ekki er svo verra að hlaupa eða hjóla enda stutt að fara upp á Ásbrú,“ segir Kristján hress að lokum.

-verslunarmannahelgin 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega

Sýnum tillitssemi – ökum varlega.

30

Sólbað og búðarrölt í Boston

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Ég er að vinna í háloftu nu m u m ve rslu narmannahelgina og mun því eyða helginni í Boston. Ætli ég fái mér ekki eitthvað gott að borða á Cheesecake Factory, taki Elín Rós Bjarnadóttir er smá búðarrölt og skelli kennari, jógakennari og mér í sólbað ef veður bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ verður gott. en starfar sem flugfreyja Hvað finnst þér einkenna góða hjá Icelandair á sumrin. verslunarmannahelgi og finnst þér Hún verður á vakt um helg- eitthvað vera ómissandi um þessa ina og flýgur til Boston. helgi?

Lykillinn að góðri verslunarmannahelgi er auðvitað góða skapið. Ef við tökum það með okkur í ferðalagið þá verður gaman hvernig sem viðrar eða hvar sem við erum. Er einhver verslunarmanna helg i s em er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Ég hef tvisvar komið til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi og þær helgar standa svo sannarlega upp úr. Það er ákveðinn sjarmi yfir þessari hátíð og ég stefni að því að fara einhvern tíma aftur.


3

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014

GÓÐA FERÐAHELGI! Sýnum varúð í umferðinni og munum að áfengi og akstur fara ekki saman. Verum tillitssöm og brosum í umferðinni. Akið varlega

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM

REYKJANESBÆ

K. STEINARSSON REYKJANESBÆ


4

fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Eyþór Sæmundsson skrifar

Vallabakarí og Fíabúð að eilífu

Það verður leitt að sjá á eftir Valla bakara og Lenu konu hans en þau eru að hætta störfum um leið og bakaríið selst. Ásmundur sonur þeirra hjóna hefur reyndar séð um reksturinn síðustu fjögur ár en sá gamli stendur ennþá vaktina. Valgeirsbakarí hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt af þeim fyrirtækjum sem alltaf eru til staðar á Suðurnesjum. Það er nú einu sinni þannig í rekstri að öldugangurinn er mismikill og áhafnirnar eru misgóðar. Valli og Lena hafa alltaf siglt lygnan sjó. Rekstur þeirra hefur gengið vel að sögn bakarans reynda öll þau 44 ár sem snúðar og annað kruðerí hefur verið á boðstólnum fyrir sætindaseggi (nýyrði) Suðurnesja. Alltaf hefur bakarinn verið tilbúinn að stökkva til og afgreiða en það sér maður vanalega ekki í flestum bakaríum.

Það eru komnar nokkrar kynslóðir af fólki sem alið er upp við brauðið hjá honum Valla en öll fjölskyldan hans hefur staðið þétt við bakið á honum og unnið í fjölskyldufyrirtækinu. Flestir vita af því að það er ekki langt síðan að rótgróið bakarí í Reykjanesbæ lagði upp laupana. Vallli segir sjálfur frá því að það sé orðið erfitt að fá lærða bakara til starfa og að stéttin eigi í raun undir högg að sækja. Nú þegar ljóst er að reksturinn mun líklega lenda í höndum annarra aðila, er óskandi að sá hinn sami haldi bakaríinu og jafnvel nafninu góða á lofti. Því rétt eins og með Fíabúð (Kostur núna) þá verður húsnæðið ekki kallað annað en Vallabakarí af næstu kynslóðum. Með fullri virðingu fyrir stóru verslununum þá er eitthvað svo íslenskt og notalegt við það að kíkja í bakarí um helgar til þess að næla sér í eitthvað gott með kaffinu. Ég mæli því með því að þið kíkið til Valla á næstunni og heilsið upp á hann. Það eru fáir hans líkir eftir.

HEYRNARÞJÓNUSTA Kæru Suðurnesjamenn Verðum á heilsugæslunni í Keflavík fimmtudaginn 21. ágúst. Verið velkomin

Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf

Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur

Tímapantanir - 534 9600

vf.is

SÍMI 421 0000

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Saurgerlamengun

talsvert yfir umhverfismörkum í Reykjanesbæ

S

trandsjórinn við Reykjanesbæ er töluvert mengaður og að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja þyrftu bæjaryfirvöld að bregðast við og ráðast í að reisa hreinsistöð. Verst er ástandið við gömlu bryggjuna sem stóð við Duus-hús hér áður fyrr, en einnig er slæmt ástand við Vatnsenda. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gaf nýverið út mælingar á saurgerlamengun í sjó við Reykjanes og er ástandið óviðunandi við Norðfjörðsbryggju í Keflavík, en þar mælist saurgerlamengun mun meiri en á öðrum svæðum á Suðurnesjunum. Ástæðan er margþætt en mestu skiptir að engin skólphreinsistöð er til staðar eins og á flestum öðrum stöðum svæðisins. Varðandi ástandið í sjónum við Norðfjörðsgötu segir Magnús að ekki sé óeðlilegt að það sé mikil saurgerlamengun þar sem ekkert

hreinsunarkerfi er til staðar. „Þarna koma stórar skólpleiðslur út og gríðarlegt magn af skólpi fer þarna í gegn, frá um 10.000 manns. Þegar engin hreinsun á sér stað verður saurgerlamengun í kjölfarið mikil. Verið er að fylgjast stöðugt með þróuninni og eru sýni tekin reglulega með ákveðnum GPS punktum sem alltaf eru á sama staðnum. Ófullnægjandi ástand telst ef saurgerlar mælast fleiri en 1000 á hverja 100 ml í hverri sýnatöku en svæðið neðan við Duus mælist með 24.000 saurgerla á hverja 100 ml. Ástandið kann að vera ófullnægjandi en er þó ekki hættulegt. Oft fýkur sjávarrokið og með því berast saurgerlarnir upp á land. Ekki er allt svæðið í kringum gömlu bryggjuna mengað en smábátahöfnin í Keflavík hefur verið hreinsuð og mælist engin saurgerlamengun þar. Reykjanesbær kemur verst út á listanum sem nær yfir alla strandlengjuna á Suðurnesjum. Að

sögn Magnúsar á það sér eðlilega skýringu en Reykjanesbær er langstærsta sveitarfélag á svæðinu og þar af leiðandi með mesta skólpið sem safnast á einn stað. Ekki eru þó allir staðir í Reykjanesbæ með saurgerlamengun en Stakksfjörðurinn, Njarðvíkurhöfn og Fitjar hafa tæran sjó vegna þess að þar fer skólpið í gegnum hreinsistöðina í Njarðvík. Bæjaryfirvöld hafa verið að stíga skref í rétta átt og er Reykjanesbær í raun ekki að standa sig verr en önnur sveitarfélög af svipaðri stærð annars staðar á landinu, að mati Magnúsar. „Það eru ekki mörg bæjarfélög sem eru með þetta í fullkomnu standi enda eru þessar framkvæmdir dýrar og reksturinn líka. Þetta mál er sjaldan sett ofarlega á forgangslistann í bæjarstjórn en ég vil að sjálfsögðu hvetja bæjayfirvöld til þess að gera sitt í því að hafa strandlengjuna okkar hreina,“ segir Magnús.

-verslunarmannahelgin

Dvergakast og Nóakúluvarp Tinna Sigurbjörg Hallgríms er úr Vogunum og er framkvæmdastjóri Þróttar. Henni þykir langbest að vera á Flúðum um verslunarmannahelgina þar sem fjölskyldan tekur þátt í dvergakasti og Nóakúluvarpi.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Undanfarin ár hef ég eytt mínum verslunarmannahelgum á Flúðum með fjölskyldu og vinafólki. Ég myndi segja að ég væri algjör sveitastelpa. Ég bý í litlum bæ og sæki mikið á Flúðir, þar líður mér best. Föðurfjölskyldan mín er búsett þar og eiga foreldrar mínir sumarhús þar. Systkini pabba og afkomendur eiga einnig sumarhús þarna á sama

svæði og er því oftar en ekki fjölmennt á landinu okkar, er kallast Mýrin, þar um verslunarmannahelgina. Þar höldum við árlega okkar eigin fjölskylduleika/hálandaleika þar sem er keppt í hinum ýmsu þrautum eins og Nóakúluvarpi, dvergakasti og kassabílarallý, svo eitthvað sé nefnt. Að þeim loknum er síðan verðlaunaaf hending og varðeldur. Þetta er algjörlega toppurinn á helginni. Þessa verslunarmannahelgina ætla ég einnig að vera á Flúðum, en aðeins fram á sunnudag. Þá tekur við smá ævintýraferð til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð ásamt góðum vinum. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það sem skiptir mig máli um verslunamannahelgina er að fara út úr bænum. Ég held að ég hafi

bara aldrei verið heima hjá mér um verslunarmannahelgi. Þetta er viss hefð,sem ég er alin upp við og líkar mér það. Veðrið getur skipt máli, en nokkrir dropar skipta ekki miklu máli ef maður á rétta fatnaðinn. Einnig finnst mér skipta máli að vera með vinum eða ættingjum. Það er alltaf ávísun á góða helgi. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Sú verslunarmannahelgi sem er mér minnistæðust er án nokkurs vafa þegar ég fór á mína fyrstu Þjóðhátíð, árið 2001. Þá fór fullt af frábærum Vogabúum saman og einkenndist sú helgi af eintómri gleði og hamingju. Mér finnst að allir verði að upplifa þá stemningu sem ríkir í dalnum og brekkunni. Sérstaklega á sunnudagskvöldinu þegar brekkusöngurinn og blysin eru. Það er ólýsanleg tilfinngin að vera í brekkunni ásamt 10.000 öðrum, syngja saman og hafa gaman.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


5

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Elskar mat frá Mexíkó

Sigrún Inga með Rakel Júlíu dóttur sinni í eldhúsinu.

S

igrún Inga Ævarsdóttir er 25 ára gamall Njarðvíkingur sem rekur verslunina Krummaskuð á Hafnargötunni. Hún er nýútskrifuð úr lögfræði og stefnir á að starfa við það í nánustu framtíð. Sigrún og maður hennar eiga fjögurra ára gamla dóttur sem er mikill áhrifavaldur þegar kemur að matargerð á heimilinu. „Ef dóttir mín hins vegar fengi alltaf að ráða þá værum við með grjónagraut og súkkulaði í öll mál. Það er ekki oft sem að ég gef mér tíma í að elda. Ég malla þó reglulega í þessa kjúklingasúpu sem er í algjöru uppáhaldi. Hún er að mínu mati best daginn eftir, með smá sýrðum rjóma og grófu brauði.“ Einföld ljúffeng kjúklingasúpa: Kjúklingur (Ég nota ýmist 2-3 bringur eða nokkrar lundir) 1 paprika 1 krukka af lífrænum hökkuðum tómötum 1 laukur 1 lítil askja af rjómaosti U.þ.b. 1/3 af flösku af Chili sósu frá Heinz 2 msk. karrý Salt og pipar eftir smekk 2 grænmetissúputeningar U.þ.b. 2 dl vatn 2-3 dl matreiðslurjómi Ég steiki kjúklinginn og grænmetið á pönnu upp úr íslensku smjöri og karrý. Svo er öllu nema rjóma skellt í pott, suðan látin koma upp og látið malla í 5-10 mínútur. Þá er rjómanum bætt við og látið malla í um 5 mínútur.

Ertu dugleg í eldhúsinu heima hjá þér? Langt í frá. Það er þó kvöldmatur hjá okkur á hverju kvöldi en ég get ekki eignað mér heiðurinn af því að töfra fram allar þær kræsingar sem þar verða til. Ég er svo heppin að eiga mann sem hefur gaman af því að elda þannig að ég slepp við að þurfa að velja hvað er í matinn hverju sinni. Hefur þú gaman af því að elda? Þegar ég var yngri þá hafði ég gaman af því að fá eldhúsið hennar mömmu að láni annað slagið. Ég á þrjá bræður með stóra maga þannig að það var krefjandi verkefni að töfra fram kvöldmatinn á því heimili en ég hafði mjög gaman af því. Frá því að ég flutti að heiman virðist ég þó ekki hafa fundið sjarmann við það að eyða miklum tíma í eldhúsinu. Kannski er það af því að ég kann ekki að elda marga rétti og það vekur ekki mikla lukku að vera alltaf með það sama í matinn. Hvað verður oftast fyrir valinu hjá þér, áttu þér einhvern sérrétt ef svo mætti segja? Á mínu heimili er einfaldleikinn í fyrirrúmi. Frá því að ég var barn hef ég alltaf verið rosalega hrifin af mexíkóskri matargerð. Ég myndi

segja að klassískt tacos sé minn sérréttur og fæ ég oft fyrirspurn um það hvaða leyniuppskrift ég blanda út í hakkið. Við erum kannski einu sinni í viku með ýmist Taco eða kjúklinga fahjitas. Hina dagana er

þetta mjög einfalt; kjúklingur og salat, lax og salat eða jafnvel eitthvað ennþá einfaldara eins og boozt. Ég er ekki mikið fyrir unna kjötvöru og þoli illa mjólkurvörur þannig að því er haldið í lágmarki.

Starf í eldhúSi Skólamatur ehf. óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús, við framleiðslu á sérfæði. Um er að ræða aðstoð við undirbúning, matreiðslu og skipulagningu í sérfæðisdeild Skólamatar. Menntun og reynsla af matreiðslu er kostur en áhugi á matargerð er nauðsynlegur. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á jon@skolamatur.is

VÍKURFRÉTTIR

KOMA NÆST ÚT FIMMTUDAGINN 14. ÁGÚST

Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is

Hollt, gott og heimilislegt


6

fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Valdimar með nýtt lag og myndband -Gefa út nýja plötu í október

H

ljómsveitin Valdimar gaf nýverið út nýtt lag Læt það duga en myndband við lagið var frumsýnt í kjölfarið. Stefnt er á að ný plata líti dagsins ljós í október en síðasta plata hljómsveitarinnar Um Stund kom út árið 2012 og var valin önnur besta íslenska plata ársins af hlustendum Rásar 2. Hljómsveitin hefur lítið verið að spila á tónleikum þar sem tveir meðlimir hljómsveitarinnar eru í námi erlendis, en það hefur eiginlega alltaf verið þannig að einhver sé úti í námi yfir veturinn. Í samtali við Víkurfréttir sagði gítar sem gefur léttara og bjartara söngvari hljómsveitarinnar, Valdi- sánd. „Hún er alla vega ekki jafn mar Guðmundsson að verið væri þung og drungaleg og síðasta plata. að klára upptökur á allra næstu Við erum að þróa sándið og notdögum. „Þetta er að klárast hér umst aðeins við tölvuhljóð líka. um bil í þessum töluðu orðum. Það er ekki gaman að gera sömu Síðan fer ákveðið ferli af stað þar hlutina tvisvar,“ segir Valdimar. sem verið er að mixa, mastera og Myndbandið við nýja lagið Læt það framleiða plötuna.“ Platan verður duga var gert af myndlistarmanntilbúin til útgáfu í október og var inum Kristni Guðmundssyni og tekin upp í Orgelsmiðjunni og leikur Atli Annelsson eina hlutverkið í myndbandinu. Strákarnir, Hljóðheimum. Tónninn í nýju plötunni verður ei- sem eru góðir félagar hljómsveitarlítið frábrugðinn fyrri plötunum að meðlimanna gerðu saman þetta því leytinu að notast er við kassa- fyrsta myndband sem gert hefur

verið fyrir Valdimar frá grunni í þeim tilgangi að vera tónlistarmynband. Áður gerði Kristinn þó verk með laginu Yfir Borgina. Meðfram lokavinnslu plötunnar stefnir hljómsveitin á að halda tónleika í lok ágústmánaðar en staður og stund munu koma í ljós síðar. Það er síðan alltaf nóg að gera hjá Valdimar en söngvarinn syngur reglulega í veislum á svæðinu og mun koma fram á Jazzhátíð í Reykjavík ásamt Ásgeiri gítarleikara hljómsveitarinnar. Verslunarmannahelgin verður þó sallaróleg en þvert á það sem gengur og gerist í lífi tónlistarmanna er Valdimar ekki bókaður yfir ferðahelgina miklu. „Hver veit nema ég fari út á land, eða jafnvel á Innipúkann, ég hef ekkert ákveðið enn,“ segir Valdimar að lokum.

-verslunarmannahelgin

Boðið far frá Eyjum á stolinni tryllu Garðbúinn hressi Árni Árnason mun halda sig í höfuðborginni þessa helgi og kíkja á Innipúkann. Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Ég er nýkominn heim úr ferðalagi, elti sólina norður og á Austurlandið og fór einnig stutta ferð um Suðurlandið. Það er frábært að ferðast um fallega landið okkar, en ég býst við að ég verði í borginni um verslunarmannahelgina. Ég hef ekki farið neitt sérstakt síðustu 2 ár. Það er mikið fjör í miðborginni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina og ég stefni á að njóta þess þetta árið með góðum vinum. Ég verð að viðurkenna að eftir því sem aldurinn færist yfir mig dregur úr tjaldáhuganum, nema að það sé 100% öruggt að veðrið leiki við mig. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það sem einkennir verslunarmannahelgi er frábær stemning í fólki og mikil tilhlökkun. Eyjamenn standa auðvitað fremstir sem foringjar í þessu með því að gefa út þjóðhátíðarlag á hverju ári og ýta undir tilhlökkun landans. Lagið hans Jóns þetta árið er

eins og lím, það festist í höfðinu á manni, enda virkilega gott lag. Það er ómissandi að hafa alltaf nýtt þjóðhátíðarlag, það er hluti af stemningunni á hverju ári. Þá er ómissandi að nýta þessa helgi í að gleðjast í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Verslunarmannahelgin er helgi þar sem við eigum að njóta þess að vera til. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Já að vísu er sú eftirminnilegasta því miður neikvæð. Ég var staddur í Vestmannaeyjum þegar banaslys í fjölskyldunni átti sér stað og var fastur á eyjunni fögru. En ég hef farið nokkrum sinnum á Þjóðhátíð í Eyjum og þær hafa allar verið skrautlegar, hver með sínum hætti. Það liggur fyrir að það er langskemmtilegast að fara á Þjóðhátíð, þar er fjörið. Það er svo sérstakt að það er í rauninni sama hvernig veðrið er, maður kemur alltaf heim með gleði í hjarta. Man eftir Þjóðhátíð 2002 þar sem það rigndi eins og ég

veit ekki hvað. Við vöknuðum í tjaldinu hálf á kafi. Við tjölduðum í lautu sem breyttist í litla tjörn. Ég var virkilega pirraður og við fórum tveir niður á bryggju til að ná Herjólfi heim. Við biðum í röðinni og fyrir framan okkur voru tveir túristar, þeir náðu tveimur síðustu miðunum. Við stóðum pirraðir á bryggjunni og horfðum á Herjólf sigla út innsiglinguna, þá rákum við augun í túristana sem ákváðu að fara ekki í bátinn. Ég verð að viðurkenna að mig langaði að öskra á þá, en við héldum í dalinn og fengum pláss í íþróttahúsinu líkt og margir aðrir. Þarna á bryggjunni bauð ónefndur Keflvíkingur okkur far en hann ætlaði að stela tryllu til að sigla í land. Við afþökkuðum gott boð. Eftir að hafa þurrkað fötin á ofni var bara farið í pollagallann í dalinn og kvöldið varð eftirminnilegt. Það segir manni að láta ekki veðrið eyðileggja stemninguna, það er ekki annað hægt en að hafa gaman ef maður ætlar sér það.

-afþreying

Vandræðalega mikill „Boyband“ aðdáandi Helga Jónsdóttir er fædd og uppalin í Keflavík. Hún er 26 ára og stundar nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og starfar á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Hún er mikill tónlistarunnandi og ætlar sér á afmælistónleika Hjálma í haust. Hún er að eigin sögn ekki mikill lestrarhestur en oftast verða skólabækurnar fyrir valinu. Hún horfir á ótal sjónvarpsþætti og eru margs konar þættir í uppáhaldi hjá henni.

Bókin Ég get ekki sagt að ég sé mikill lestrarhestur. Ég les mest af efni tengdu skólanum mínum, en reyni svo að komast í gegnum eina og eina bók í frítímanum mínum. Bókin sem ég er að lesa núna, og hef verið að lesa í heillangan tíma, heitir Rósablaðaströndin. Bókin er eftir Dorothy Koomson. Hún fjallar um Tami og Scott sem eiga tvær dætur og lifa bara góðu lífi þangað til að eitt kvöldið bankar lögreglan upp á hjá þeim og handtekur Scott. Hann er sakaður um skelfilegan glæp og í framhaldinu hrynur allt. Mikið um leyndarmál og dramatík. Mjög spennandi bók. Hún hefur einnig skrifað fleiri bækur sem ég hef heyrt að séu góðar, gæti alveg hugsað mér að lesa hinar bækurnar hennar. Tónlist Þar sem ég er nýbúin að festa kaup á miðum á afmælistónleika Hjálma í september þá er ég að byrja að hlusta á þá aftur eftir smá pásu. Er búin að vera dyggur aðdáandi þeirra frá upphafi. Sam Smith hefur verið að heilla mig undanfarið og svo finnst mér alltaf gaman að heyra nýja Þjóðhátíðarlagið með Jóni Jónssyni. Það er skemmtilegt og hressandi lag að mínu mati og mjög auðvelt að fá á heilann. Annars er það mjög misjafnt hvernig tónlist ég hlusta á enda er ég með mjög breiðan tónlistarsmekk. Ég er alltaf pínu veik fyrir 80’s og 90’s lögum enda mikið af góðum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem slógu í gegn á þeim tíma. Ég er t.d. mikill U2 aðdáandi, fór til Boston að sjá þá spila 2009 og væri mikið til í að fara aftur á tónleika með þeim. Ég elska Sigur Rós og hef farið tvisvar á tónleika með þeim. Svo dett ég alltaf í Jay Z, Kanye, Beyonce svo dæmi séu nefnd. Mér finnst líka fátt eins skemmtilegt og að fara á tónleika. Fór á Beyonce í Köben í fyrra, á miða á Justin Timberlake í ágúst og svo væri ég mikið til í að stefna á utanlandsferð fljótlega og fara á góða tónleika. Ég verð að viðurkenna að ég er vandræðalega mikill „Boyband“ aðdáandi. Hlustaði tímunum saman á Backstreet Boys og fleiri góða á mínum yngri árum og get ennþá sungið með mörgum laganna þeirra. Svo má ekki gleyma öllum góðu íslensku lögunum frá hinum ýmsu söngvurum og hljómsveitum sem maður getur sungið í góðu gítarpartýi eða útilegu. Sjónvarsþáttur Núna er ég að horfa á Suits, Mistresses og 24. Uppáhalds sjónv ar p sþ æ tt i r n i r mínir eru Grey’s Anatomy, House of Cards, Game of Thrones, Scandal, The Following, The Blacklist og True Detective fyrir utan þessa sem ég nefndi á undan. Get helst aldrei beðið með að horfa á þessa þætti og horfi alltaf á þá á netinu þegar þeir eru sýndir í Bandaríkjunum því Ísland er yfirleitt alltaf á eftir í að sýna þetta. Svo má ekki gleyma Friends, en ég hef horft á þá þætti rosalega oft, ef ekki oftar en flestir. Svo dett ég inn í ýmislegt annað ef ég hef ekkert að gera enda mikið af góðu efni sýnt í sjónvarpinu. Mér finnst raunveruleikaþættir oft skemmtilegir og flest sem tengist íþróttum, þá helst körfubolta og fótbolta.

póstur u pop@vf.is


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Elskulegur sonur, stjúpsonur, barnabarn, barnabarnabarn og frændi,

KRISTÓFER ÖRN ÁRNASON

Lést laugardaginn 19. júlí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju 6. ágúst, kl.15.00.

Geirþrúður Ósk Geirsdóttir Hörður Jónsson Sigríður Árnadóttir Geir Þorsteinsson Linda Kristmanssdóttir Ósk Sigmundsdóttir Ásgeir Gunnarsson Ingvi Þór Sigríðarson Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir Guðmunda Áslaug Geirsdóttir Snorri Sturluson Halla Mildred Cramer Leifur Linduson Magnús Bjarni Geirsson Súsanna Oddsdóttir Daniel Josep Cramer Sigrún Ósk Magnúsdóttir Hólmfríður Sara Geirsdóttir Þorsteinn Frímann Sigurgeirsson Guðrún Silja Geirsdóttir Anna Fríða Magnúsdóttir og aðrir ástvinir

Vilja lengri opnunartíma sundlauga um helgar

Þessir duglegu krakkar létu gott af sér leiða og héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum á dögunum.

- Yfir sumartímann á Suðurnesjum Allnokkrir íbúar á Suðurnesjum hafa látið í ljós óánægju með opnunartíma á sundlaugum á svæðinu um helgar. Þá er opið til klukkan 18:00 en það þykir mörgum vera of knappur tími. Á vefnum Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri segir einn íbúinn að sér þyki undarlegt að ekki skuli ein einasta sundlaug á Suður-

nesjum vera opin eftir klukkan 18:00 um helgar á sumrin. Mikið af fólki hér á svæðinu vinni vaktavinnu og því myndi lengri opnunartími henta fjölda fólks. Íbúinn spyr svo hvort fleiri myndu nýta sér breyttan opnunartíma en fjölmargir virðast vilja það. Þeirra á meðal er Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður

Framsóknarflokksins, en hún er þeirrar skoðunar að opið skuli vera til 22:00 á kvöldin á sumrin. Í Reykjavík eru nokkrar laugar opnar lengur um helgar en sem dæmi má nefna að Laugardalslaug er opin til klukkan 22:00 um helgar, nokkrar aðrar eru opnar til kl. 19 og 20.

XXÁ fyrri myndinni er Ragna Talía Magnúsdóttir. Á seinni myndinni frá vinstri eru: Egill

Örn Stefánsson og Júlían Breki Elentínusson en á myndina vantar Almar Örn Arnarson.

Allt undir sama þaki í veglegum bíl - Nýr eiturefna- og dælubíll hjá Brunavörnum Suðurnesja

B

runavarnir Suðurnesja hafa tekið til notkunar stóran eiturefnaog dælubíl sem séð getur um áfyllingu á súrefniskúta á vettvangi stórra útkalla. Bílinn mun leysa af aðrar kerrur sem hafa borið ýmsan búnað sem fylgir slökkviliðinu í útköll.

Daníel meðal þeirra sem greiða hæstu skattana Njarðvíkingurinn Daníel Guðbjartsson er meðal þeirra Íslendinga sem greiða hvað hæsta sk atta. Al ls g reiðir Daníel rúmlega 75 milljónir króna í skatta fyrir árið 2013. Daníel starfar sem vísindam a ð u r hj á Íslenskri erfðagreiningu en

hann er einnig rannsóknaprófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Daníel sem búsettur er í Reykjavík er í 21. sæti á listanum í hópi með mönnum eins og Skúla Mogensen eiganda WOW flugfélagsins og Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðargreiningar. Enginn annar Suðurnesjamaður kemst á listann.

Bíllinn er af gerðinni Renault Premier og er árgerð 1999. Bílnum er ætlar að sjá um eiturefna og lekamál sem komið geta upp en dælubúnaður fyrir slík tilfelli eru í bílnum. Eins verður bíllinn alltaf sendur á vettvang þegar stóra bruna ber að garði. Slökkviliðsmennirnir sjálfir eru búnir að vinna í bílnum síðan í október á síðasta ári á milli þess sem þeir sinna daglegum störfum og útköllum. Kaupin á bílnum voru fjármögnuð með því að selja kerru sem áður var notuð undir búnað af þessu tagi en hentaði ekki fyrir Brunavarnir Suðurnesja. „Við fengum bílinn á mjög góðu verði. Upphaflega var þetta flutningabíll hjá Agli Skallagrímssyni og var notaður undir gosdrykki og annað. Síðan

Keflvíkingur ráðinn bæjarstjóri Hafnarfjarðar XXHar­a ld­u r Lín­d al Har­a lds­ son hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði. Haraldur er fæddur og uppalinn í Keflavík en er nú búsettur í Garðabæ. Har­a ld­u r hef­u r um 15 ára reynslu sem bæj­ ar- og sveit­a r­s tjóri, á Ísaf­ irði í 10 ár og í Dala­byggð í 5 ár. Á undanförnum árum hefur hann starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og sérhæft sig í endurskipulagningu í rekstri og fjármálum sveitarfélaga. Haraldur er 61 árs, kvæntur Ólöfu Thorlacius og eiga þau þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn.

var hann í eigu fyrirtækis sem var með endurvinnslu og því er óhætt að segja að það hafi verið góð bjórlykt úr bílnum,“ segir Ómar Ingimarsson aðalvarðstjóri í samtali við blaðamann. Einar í Merkiprent sá um að filma húsið á bílnum en bíllinn hefur allur verið tekinn í gegn og er fallega rauður á litinn. Suðurnesjamenn hafa séð um alla þá vinnu enda miklir fagmenn á svæðinu að sögn Ómars. Hann segir að líklega sé ekkert slökkvilið á landinu með slíkan

-

bíl til umráða og eru þeir á stöðinni hæstánægðir með græjuna. „Við erum með þessu að losa okkur við 4-5 kerrur sem hafa verið notaðar undir búnaðinn en þær þarf að flytja á vettvang á sérstökum bílum. Þessi bíll verður á svæðinu þegar við förum í stærri útköll og í honum verður allt til alls. Í bílnum er ljósavél og dælur og herbergi þar sem fylla má á kúta. Við erum að leggja lokahönd á bílinn en hann er klár ef þarf á að halda,“ segir Ómar.

smáauglýsingar TIL LEIGU

ÓSKAST TIL LEIGU

Til leigu 350 m2 atvinnuhúsnæði með fiskvinnsluleyfi á Hrannargötu. Uppl. í s. 860 8909 og 895 8230.

Par með eitt barn óskar eftir 2-3 herb. íbúð til leigu í Keflavík eða Njarðvík. Skilvísum greiðslum heitið og góð meðmæli fyrir hendi. Hægt er að hafa samband í síma 869-8198

Óska eftir 3ja herbergja íbúð eða littlu húsi með bílskúr til leigu, þó ekki skiyrði. Hvar sem er á Reykjanessvæðinu. Er með hund. S: 6962731 eða svanur16@gmail.com

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík


8

fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Kræsingar & kostakjör

LAMBALÆRISSNEIÐAR FERSKT KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 2.298,-

1.884,-

-50% -50% GRÍSAKÓTELETTUR RAUÐVÍNSKRYDDAÐAR KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 2.398,-

GRÍSARIFJABITAR BBQ KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 898,-

1.199,-

449,-40%

NAUTALUNDIR DANSKAR - FROSNAR KÍLÓVERÐ

-28% GRÍSAHAKK STJÖRNUGRÍS KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.298,-

3.789,-

NAUTAGRILLSTEIK USA KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 3.298,-

779,-

-40%

1.559,-

KALKÚNAGRILLPYLSUR 10 STK KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.498,-

1.198,-

2.998,-

2.375,-30%

HREFNUKJÖT FERSKT KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 2.598,-

KÁLFA RIB EYE FROSIÐ KÍLÓVERÐ

-42% KALKÚNAGRILLSNEIÐAR GRILLPOKI KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 2.498,-

1.749,-

KJÚKLINGALUNDIR 700 G PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.698,-

985,-

10 % AFSLÁTTUR AF ELLA’S LÍFRÆNUM BARNAMAT – HANDHÆGUR OG ÞÆGILEGUR TIL AÐ GRÍPA MEÐ Í FERÐALAGIÐ Tilboðin gilda 31. júlí - 4. ágúst 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014

ALLT FYRIR

A N N A M R A N U VERSL HELGINA

COOP GRILLKOL 2,5 KILÓ POKAVERÐ

COOP GRILLKVEIKILÖGUR 1 LÍTRI STYKKJAVERÐ

589,-

-50%

579,-

4. ÁGÚST OPNUNARTÍMI VERSLANA ANNA Á FRÍDEGI VERSLUNARM Lokað

RAUÐ VÍNBER

FREEZY MONSTER 6 STK Í PAKKA/ 4 TEG. PAKKAVERÐ

299,-

M&M’S TREAT BAG 100 G PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 289,-

229,-

RAUÐ VÍNBER VERÐ ÁÐUR 759,-

380,-

OREOKEX TVÖFALDUR PAKKI PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 329,-

299,-

Höfn Egilsstaðir Selfoss Akureyri Borgarnes Grandi

9-18 10-18 10-20 Lokað Lokað

Grindavík Hverafold Kópavogur Mjódd Reykjanesbær

Lokað Lokað Lokað Lokað

Lokað

FLINSTSONES SLEIKJÓ 100 STK POKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 998,-

898,-

APPOLO LAKKRÍSKONFEKT 300G PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 369,-

HRÍSKÖKUR ÓDÝRT DÖKKAR/LJÓSAR PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 294,-

247,-

NIZZABITAR - NÓA LAKKRÍS/KARAMELLU 250G PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 429,-

299,-

399,-

LAY’S SNAKK 175 G 4 TEGUNDIR PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 329,-

299,www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

COCA COLA 4X2 L PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.098,-

999,-


10

fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Sjónarsviptir af sögufrægu bakaríi - Valgeirsbakarí er til sölu eftir 44 ára starfsemi Þetta fyrirtæki hefur verið til í 44 ár og er kennitalan okkar jafngömul. Hins vegar hef ég verið í bakstri síðan ég var 16 ára. Ég var 25 ára þegar ég opnaði mitt eigið bakarí.

Valgeir Jóhannes Þorláksson, betur þekktur sem Valli bakari, hefur staðið vaktina í Valgeirsbakaríi við Hólagötu í Njarðvík frá árinu 1970. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi fjölskyldunnar en flestir meðlimir hennar hafa á einhverjum tímapunkti starfað í bakaríinu, sem fyrir löngu er orðið hluti af samfélaginu í Njarðvík. Fyrir fjórum árum tók Ásmundur sonur Valgeirs við rekstri bakarísins en sá gamli hélt áfram að vinna hjá syninum. Nú er fyrirtækið komið á sölu en þeir feðgar vonast til þess að gott fólk sem hafi áhuga á rekstri sem þessum komi að Valgeirsbakaríi þegar fram líða stundir. Valgeir var 16 ára þegar hann fór Það hefur svo haldið velli síðustu að fást við bakstur en ástæðuna 44 árin á sömu kennitölu, sem er segir hann hafa verið þá að hann ekki svo algengt í nútímarekstri. var hæstur í bekknum sínum í mat- „Nú fer ég að slaka á, en ég hef reiðslu. Þá bjó hann á Húsavík en alltaf notið lífsins í þessari atvinnuþar sleit hann barnsskónum. Hann grein. Ég hugsa að það verði ekki fluttist til Njarðvíkur 25 ára gamall erfitt að hætta en ég hef þó samt og kom Valgeirsbakaríi á koppinn. ennþá gaman af þessu,“ segir Valgeir þegar blaðamaður fiskar eftir því hvað taki við þegar starfsferlinum lýkur. Magdalena Olsen kona hans hefur staðið Valgeiri við hlið í bakaríinu frá upphafi en hann segir að án hennar hefði þetta aldrei gengið eins vel. „Lena kona mín hefur staðið mér við hlið alla tíð. Ef hún hefði ekki verið hérna þá væri bakaríið ekki eins og það er, hún er svo skipulögð og vandvirk. Gott gengi fyrirtækisins er held ég bara vegna góðs samstarfs okkar Lenu fyrst og fremst. Þetta er algjört fjölskyldufyrirtæki en barnabörnin hafa flest unnið hér í afgreiðslunni.“

Fjölskyldufyrirtæki: Feðgarnir Ásmundur og Valgeir hafa starfað saman í nokkra áratugi, það var augljóst á vinnubrögðum þeirra eins og blaðamaður varð vitni að.

Senda snúða og normalbrauð erlendis Reksturinn hefur alltaf gengið nokkuð vel að sögn Valla. „Við erum búin að skapa okkur nafn og verið með okkar verð í lægri kantinum. Við vöndum okkur og erum

Valli mundar rjómasprautuna á bolludegi fyrir nokkrum árum. Að ofan má sjá Ásmund son hans með risavaxna bollu á forsíðu Víkurfrétta árið 1993. Bollan sú vakti talsverða lukku.

því með fastan og góðan kúnna­ hóp. Einnig fáum við oft utanbæjarfólk sem kemur og langar að prófa og fólk sem hefur flutt úr bænum hefur meira að segja látið ættingja sína senda út til sín bakkelsi eins og t.d. normalbrauð og snúða. Þetta tvennt er með því vinsælla hjá okkur sem og vínarbrauðið,“ segir bakarinn en í uppáhaldi hjá honum sjálfum eru sælustykki og hafrasnúðar. Það er augljóst að Valgeiri er umhugað um ferskleika og hefur hann aldrei hugsað sér annað en að bjóða upp á vörur sem gerðar eru frá grunni á staðnum. „Við höfum aldrei keypt inn neitt frosið, við bökum allt sjálf alveg frá grunni. Menn hafa reynt að selja mér frosna vöru og það var meira að segja einn sem gaf mér heilan kassa sem ég sendi til baka. Ég vil ekki sjá þetta,“ segir hann ákveðinn. Þróunin í bransanum hefur verið niður á við að mati Valgeirs. „Það eru flutt inn brauð og kökur í gámum og svo hefur maður heyrt að menn séu að læra iðnina en nenna svo ekki að vinna við þetta. Það er því erfitt að fá bakara til starfa. Ég veit t.d. um marga bakara sem eru orðnir sölumenn hjá heildsölu.“ Valgeir hefur ýmsa fjöruna sopið í bransanum en hann hefur engar áhyggjur af því að sér fari að leiðast. „Þegar ég var að byrja og þegar ég rak þetta sjálfur var maður að vinna 10-12 tíma á dag og vaknaði

alltaf mjög snemma eins og bakarar þurfa að gera. Ég hef hins vegar engar áhyggjur að mér fari að leiðast þegar ég hætti að vinna. Ég er í karlakórnum, hef gaman að því að veiða og svo fékk ég golfsett þegar ég varð þrítugur sem hefur lítið verið notað. Ég er 69 ára og í fínu standi og það er aldrei að vita nema ég dusti rykið af golfsettinu,“ segir Valgeir hress í bragði. Hann mun hugsanlega draga sig í hlé þegar nýr aðili hefur tekið við rekstrinum. Vona að bakarí verði áfram í húsinu Ásmundur Örn sonur þeirra hjóna keypti bakaríið fyrir nokkrum árum en hann hefur starfað þar síðan hann var 17 ára. „Núna vill hann selja eða fá einhvern með sér í þetta. Það hafa margir komið að máli við okkur og látið áhyggjur sínar í ljós að hér muni eiga sér stað miklar breytingar. En það verður bara að taka því ef svo verður. En ég vona auðvitað að það verði áfram bakarí hér. Staðsetningin er mjög góð í Njarðvíkunum, fyrirtæki hafa alltaf gengið vel í þessu húsi. Við Lena viljum endilega nýta þetta tækifæri og þakka öllum kúnnum fyrir allt gamalt og gott í gegnum tíðina.“ Það er ljóst að rétt eins og með Fíabúð áður, þá verður erfitt að venjast nýju nafni á þann rekstur sem tekur við af Valgeirsbakaríi.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014

-sumarspjall

Ferðalög, rigning og birta allan sólarhringinn einkennir íslenskt sumar

Við tökum sumarfrí Skrifstofan hjá okkur verður lokuð frá og með 31. júli 2014 vegna sumarfría. Við opnum aftur þriðjudaginn 12. ágúst 2014.

Eignasala

FASTEIGNASALA o FYRIRTÆKJASALA o LEIGUMIÐLUN o BÍLASALA

Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir er 20 ára Keflvíkingur. Hún útskrifa ðist úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor og vinnur í veitingadeild IGS í sumar. Hún segir að gott veður og lyktin af nýslegnu grasi komi sér í sumarfíling og að nautakjöt sé uppáha lds grillmatur.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Mjög fínt bara, er nýkomin heim frá Spáni þannig að maður kvartar ekki! Hvar verður þú að vinna í sumar? Í veitingadeild IGS uppi á flugvelli. Hvernig á að verja sumarfríinu? Vinna og spila fótbolta. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Er búin að fara til Noregs og Spánar í sumar, væri til í að ferðast eitthvað innanlands líka. Eftirlætisstaður á Íslandi? Akureyri.

Hvað einkennir íslenskt sumar? Ferðalög, rigning og birta allan sólahringinn. Áhugamál þín? Fótbolti og að ferðast. Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Ætli ég verði ekki að segja útihlaup, er ekkert mjög dugleg við það á veturna. Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Er að vinna um verslunarmannahelgina eins skemmtilega og það hljómar. Hvað fær þig til þess að komast í sumarfíling? Gott veður og lyktin af nýslegnu grasi!

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Bálskotinn með Gumma Þórarins og Wiggle með Jason Derulo og Snoop Dogg. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Fótboltinn. En versta? Veðrið hefur ekkert verið upp á sitt besta seinustu sumur. Uppáhalds grillmatur? Nautakjöt. Sumardrykkurinn? Enginn sérstakur sumardrykkur en rauður Kristall+ er alltaf ferskur!

20% Útsölurnar halda áfram

AUKAAFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVERÐI

póstur u pop@vf.is

-verslunarmannahelgin

Fór á skeljarnar í miðjum brekkusöng Vilhjálmur Árnason, þingmaður úr Grindavík bað konunnar í miðjum brekkusöng í dalnum.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Þessa helgina verðum við líklega heima með nýjasta erfingjann og vonast til að veðrið leyfi mér að klára að mála húsið. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Gott veður í góðra vina hópi sem skapar mikla gleði. Því er algjörlega ómissandi að vera í brekkunni á Þjóðhátíð þegar brekkusöngurinn fer fram. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Verslunarmannahelgin 2009 þegar ég fór á skeljarnar í miðjum brekkusöng og fékk JÁ.

Sunnudagurinn á Þjóðhátíð alveg ómissandi Helena Ósk Ívarsdóttir er Keflvíkingur sem vinnur í K-Sport og þjálfar sund. Sunnudagsstemningin á Þjóðhátíð er eitthvað sem er að hennar mati algjörlega ómissandi um verslunarmannahelgina. Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Ég stend vaktina í K-Sport á föstudeginum og ætla svo að renna upp í bústað eftir það. Á sunnudeginum ætla ég svo á Þjóðhátíð. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Góður félagsskapur er alltaf ávísun á góða verslunarmannahelgi. Svo er sunnudagurinn á Þjóðhátíð alveg ómissandi finnst mér! Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Allar Eyjaminningarnar mínar eru frábærar! Það getur fátt klikkað á Þjóðhátíð með skemmtilegu fólki.


12

-viðtal ■■Njarðvíkingurinn Helena Árnadóttir fór í skiptinám til Sheffield, Illinois

fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

pósturu eythor@vf.is

Ævintýrið næstum úti áður en það byrjaði


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014

Njarðvíkingurinn Helena Árnadóttir lagði í fyrra land undir fót, en hún fór þá sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Allt útlit var fyrir að ekkert yrði af vistaskiptum hennar en nóttina fyrir brottför Helenu kom babb í bátinn. Helena segir dvöl sína hafa opnað augu hennar og núna langar hana að ferðast víða og skoða heiminn. Hvernig kom það til að þú fórst út sem skiptinemi? „Mig langaði bara aðeins að breyta til. Hér heima hef ég alltaf verið í sama skólanum, búið í sama húsinu í sama bænum. Mig langaði bara að prófa að flytja út og upplifa eitthvað nýtt,“ segir Helena sem alin er upp í Móahverfinu í Njarðvík. Hún hefur þó alltaf verið í skóla í Keflavík og æft körfubolta þar. Ævintýrið næstum úti áður en það byrjaði Helena var á leið til fjölskyldu í Houston í Texas en skyndilega breyttist allt á svipstundu. „Ég var komin í samband við fjölskylduna og var meira að segja búin að pakka niður fyrir Texas. Nóttina áður en ég átti að fara í flug fékk mamma mín svo símtal frá verðandi fósturfjölskyldu minni í Texas þar sem mamman hafði fengið stöðuhækkun og þyrfti í kjölfarið að flytja til Californiu mjög fljótlega. Hún sá sér ekki fært að taka á móti mér á nýja staðnum og því var farið í að reyna að finna

fjölskyldu í kringum skólann sem ég var komin inn í í Houston. Það tókst ekki en hins vegar fannst fyrir mig fjölskylda í Illinois,“ segir Helena sem íhugaði á tímabili að hætta við allt saman og vera um kyrrt heima fyrir. „Til að byrja með var ég í algjöru sjokki af því að ég var orðin svo spennt að fara til Houston. Það var búið að halda fyrir mig kveðjupartý og allt. Ég hugsaði í smá stund um að hætta við þetta allt saman en ákvað síðan að pakka ofan í nýja tösku þar sem ég þurfti á aðeins hlýrri fötum að halda í Illinois en í Texas,“ segir hún en það er augljóst að þetta smávægilega bakslag situr ekki lengur í henni. Fjölskyldan var með annan skiptinema Helena flutti til fjölskyldu sem býr í pínulitlum bæ í um tveggja tíma fjarlægð frá borginni Chicago í Illinois-fylki. Þar búa um 1000 manns en hins vegar eru fullt af litlum bæjum í kring. „Það er langt

að keyra í allt eins og er oft í smábæjum í Bandaríkjunum. Í skólanum mínum voru 350 nemendur sem samanstóðu af krökkum úr öllum bæjunum í kring. Fjölskyldan sem ég dvaldi hjá var með annan skiptinema, stelpu frá Mexíkó, hjá sér fyrir þannig að ég endaði á því að deila með henni herbergi. Síðan var þarna annar skiptinemi í skólanum, strákur frá Þýskalandi.“ Stundaði frjálsar íþróttir og víðavangshlaup Helena segir dvöl sína hafa verið lærdómsríka en hún prófaði þar ýmsa nýja hluti og kynntist fjölda fólks. „Þessi lífsreynsla var æðisleg, ég lærði svo mikið og prófaði nýja hluti eins og t.d. að æfa „crosscountry“ sem er víðavangshlaup. Svo æfði ég líka frjálsar íþróttir en ég hafði aldrei stundað þær áður. Á vetrartímabilinu æfði ég körfubolta en það hafði ég æft í mörg ár heima með Keflavík áður en ég fór út.“ Helena átti eftir að láta mikið að sér kveða bæði í frjálsum íþróttum og körfuboltanum. Fólk læsir ekki bílum eða húsum sínum „Það var ótrúlega gaman að kynnast svo mikið af nýju fólki. Mér finnst Ameríkanar almennt vera mjög vinalegir og hjálplegir, flestir voru mikið að spyrja mig spurninga og forvitnast um mig og mitt líf. Svo var mjög góð stemning í litla bænum, það var enginn að læsa húsunum eða bílunum sínum. Mamma var búin að segja mér að vera alltaf varkár og ekki treysta neinum ókunnugum, svona eins og mömmum er kannski lagið. Það var þó engin þörf á því en í litla bænum voru allir mjög indælir.“

Helena ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin.

Komst á verðlaunapall í hlaupum og fór hamförum í körfunni Eftir að út var komið ákvað Helena að prófa að æfa víðavangshlaup þar sem íþróttunum í menntaskólum Bandaríkjanna er skipt niður í tímabil en körfuboltinn er bara spilaður yfir veturinn. „Ég vildi byrja að hreyfa mig til þess að vera í góðu formi þegar karfan byrjaði. Þjálfarinn í víðavangshlaupinu var sá sami og í frjálsum og hann hvatti mig til þess að prófa það líka. Ég hafði enga trú á mér í byrjun að

Þessi lífsreynsla var æðisleg, ég lærði svo mikið og prófaði nýja hluti. ég gæti farið í þrístökk og fleiri greinar en þjálfarinn vildi meina að ég gæti þetta alveg. Síðan gekk það bara mjög vel og var ótrúlega skemmtilegt,“ en Helena prófaði líka grindarhlaup sem gekk ágætlega þó svo að hún hefði engan grunn í þessum íþróttum. Helena var mest í hlaupunum og var valin í fjögurra manna boðhlaupslið en lið hennar lenti í þriðja sæti í fylkiskeppninni (state championship) í sínum stærðarflokki. Í körfuboltanum var Helena svo valin til að taka þátt í stjörnuleiknum í fylkinu en það var mikil viðurkenning að sögn Helenu. Körfuboltaliðinu hafði ekki gengið mjög vel árinu áður og aðeins unnið einn leik. „Við unnum hins vegar 11 leiki þannig að það voru allir voða ánægðir með okkar frammistöðu á síðasta tímabili.“ Helena var með 8,2 stig að leik og var stigahæst í liðinu sínu og líka með flestar stoðsendingar. Körfuboltinn er aðeins öðruvísi þarna úti, engin skotklukka og því er skorað miklu minna en t.d. í leikjunum hérna heima. Í lok tímabilsins var Helena svo valin besti varnarmaðurinn og með bestu

skot- og vítanýtinguna. „Það var mjög gaman að spila svona stórt hlutverk í liðinu,“ segir Helena hógværðin uppmáluð. Helena fékk að ferðast á meðan á dvölinni stóð og skoða sig um í Ameríkunni. „Fjölskyldan leyfði okkur skiptinemasystrum að velja sitthvort fylkið sem við vildum heimsækja. Hún vildi fara til New York og ég til Florida og við fórum í stuttar ferðir til beggja staða. Svo fórum við líka til Boston og ég fór með skólanum í ferð til Minnesota. Auðvitað var svo oft farið til Chicago og mér fannst borgin mjög skemmtileg. Ég náði ekki að fara á NBA leik en fór hins vegar á háskólaboltann, á leik hjá University of Illinois en þar var svakaleg stemning,“ segir Helena. Núna langar hana að ferðast meira um heiminn og fara jafnvel í nám einhvern tímann úti seinna meir. „Ég mun pottþétt fara og heimsækja skiptinemasystur mína til Mexíkó og vonandi vera þar í einhvern tíma. Þetta opnar augu manns fyrir svo miklum tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk í dag,“ segir Helena að lokum.

KÆRU VINIR TIL SJÁVAR OG SVEITA, við hérna á Réttinum höfum ákveðið að fresta hinum mánaðarlega kótilettudegi um eina viku þar sem það eru svo margir á ferð og flugi um Verslunarmannahelgina. Einnig verður lokað hjá okkur föstudagskvöldið 1. ágúst. Gangið hægt um gleðinnar dyr og komið heil heim. Sumarkveðjur.

Helena ásamt bandarísku fjölskyldunni sinni.


14

fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Verkalýðsmót Púttfélags Suðurnesja fór fram í blíðviðri

A

lls mættu um 80 púttarar á besta aldri á stærsta og vinsælasta púttmót Suðurnesjanna í blíðunni í liðinni viku. Um er að ræða sérstakt verkalýðsmót sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur staðið fyrir undanfarin 17 ár. Púttarar höfðu á orði að almættið hefði verið með þeim í liði þar sem það rættist úr veðrinu

skömmu áður en mótið hófst. Það átti því vel við að séra Sigfús Ingvason var sérstakur gestur hjá pútturunum þegar þeir gæddu sér á glæsilegum veitingum og heitu súkkulaði á Nesvöllum að loknu móti. Púttfélag Suðurnesja bauð gestum frá Seltjarnarnesi að taka þátt í mótinu á einum glæsilegasta púttvelli landsins.

Hér má sjá úrslit úr mótinu Kvenna 1. sæti: Kolbrún Hjartardóttir 69 högg 2. sæti: Agnes Sæmundsdóttir 70 högg 3. sæti: Unnur Óskarsdóttir 71 högg Bingóverðlaun: Agnes Sæmundsdóttir 6 stk. (einpútt).

Karla 1. sæti: Aðalbergur Þórarinsson 65 högg 2. sæti: Björgvin Þorvaldsson 66 högg 3. sæti: Hafsteinn Guðnason 67 högg Bingóverðlaun: Aðalbergur Þórarinsson 9 stk. (einpútt).


-íþróttir

15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014

pósturu eythor@vf.is

Ég var búinn að lofa sigri í samtali við þig fyrir leik og við stóðum við það

Fimmti bikartitilinn í augnsýn - Keflvíkingar í úrslit í tíunda sinn - hafa fjórum sinnum hampað titlinum Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar úrslitin lágu fyrir .

Svíinn Jonas ver glæsilega.

K

eflvíkingar eru komnir í úrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu eftir magnaðan sigur á Víkingum í vítaspyrnukeppni. Úrslitin réðust ekki fyrr en með síðustu spyrnu en þar sýndi Haraldur Guðmundsson yfirvegun og reynslu. Kristján Guðmundsson þjálfari stóð við stóru orðin en hann ábyrgðist það í samtali við VF að Keflvíkingar væru á leið í úrslit. Keflvíkingar léku vel og börðust af krafti í leiknum sem bar keim af því að allt væri undir. Leikskipulagið gekk að því er virðist fullkomlega upp en Víkingar fengu sjaldan frið til þess að athafna sig. „Ég var búinn að lofa sigri í samtali við þig fyrir leik og við stóðum við það,“ sagði þjálfarinn Kristján við blaðamann VF. „Þetta var góð-

ur leikur og við náðum að halda dampi í lokin. Við héldum okkur við okkar taktík, náðum að halda þeim frá hættulegum stöðum hjá

Baráttujaxlinn Einar Orri stjórnaði stúkunni í fagnaðarlátunum.

markinu. Við stúderuðum Víkingsliðið vel fyrir leik og mér fannst við hafa náð að spila rétt á móti þeim. Ég var nú frekar rólegur nema þegar kom að síðustu vítaspyrnunni, þá fór allt af stað. Markmaðurinn okkar er gríðarlega góður og ofboðslega snöggur, hann stóð sig mjög vel. Hann á eftir að verða enn betri þar sem hann átti við meiðsl að stríða í júní. Annars líður mér stórkostlega, þetta er þvílík tilfinning að vera kominn í bikarúrslitaleikinn. Maður fer með þessa gleðitilfinningu inn í helgina en síðan tekur bara við kaldur raunveruleiki eftir helgi.“ Til þess að gera langa sögu stutta þá vindum við okkur beint að því safaríkasta. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu þar sem hart var barist var komið að vítaspyrnukeppni. Þess þurfti sennilega til þess að ylja áhorfendum á Nettóvellinum í köldum norðangarranum. Bæði lið skoruðu úr fyrstu spyrnum sínum en Víkingar klúðruðu öðru víti sínu með skoti hátt yfir. Keflvíkingar náðu 3-1 forystu þegar Elías Már skoraði örugglega úr sinni spyrnu. Jonas Sandqvist markvörður Keflvíkinga gerði sér svo lítið fyrir og varði frá besta manni Víkinga, Aroni Elísi.

Haraldur fyrirliði var maður leiksins að margra mati. Glæsilega varið hjá Svíanum. Það var svo fyrirliðinn Haraldur Guðmundsson sem sendi Keflvíkinga í úrslitaleikinn sjálfan. Ótrúlega spennandi leikur og úrslitin frábær fyrir Keflvíkinga. Löngu ákveðið að Haraldur tæki síðasta vítið Í síðustu spyrnunni setti Haraldur boltann upp í samskeytin þegar allt var undir eins og ekkert væri sjálfsagðara. Varstu ekkert stressaður? „Nei ég get ekki sagt það. Það var búið að ákveða fyrir leikinn að ef það kæmi að vítaspyrnu myndi ég taka lokaskotið. Við æfðum þær í gær og það eru allir tilbúnir að taka víti. Það var ógeðslega gaman að vinna þetta í blálokin. Ég hef einu sinni áður spilað úrslitaleik og það var fyrir 10 árum, þegar við unnum árið 2004. Það er því kominn tími á annan bikar,“ sagði varnarmaðurinn

17 ár á milli bikarúrslitaleikja hjá Jóhanni Reynsluboltinn hinn 36 ára gamli Jóhann B. Guðmundsson var í liðinu sem vann bikarinn árið 1997, þá 19 ára gamall. „Ég er mjög spenntur að fá að fara og taka þátt aftur í bikarúrslitaleik eftir þessi 17 ár. Ætli nokkur hafi spilað bikarúrslitaleiki sem líður svona langt á milli? Þetta er ótrúlega gaman og þvílíkt krydd í sumarið. Ég man þegar ég var ungur hvað mér fannst gaman að fá svona tækifæri og þetta er alveg jafn gaman fyrir ungu strákana okkar núna. Þessi leikur og næsti eru svo skemmtilegir, það er allt öðruvísi andrúmsloft fyrir svona leiki. Svo var frábær stemning uppi í stúku, báðu megin og það skilaði sér alveg. Svona leikir gefa okkur liðsmönnunum og stuðningsmönnunum svo mikið,“ sagði Jóhann sigurreifur að lokum.


vf.is

-mundi

Bakarí til sölu ... kostar eina tölu.

fimmtudagurinn 31. júlí 2014 • 30. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

13 ára kylfingur fór holu í höggi „Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Það var fullt af fólki uppi á svölum sem klappaði fyrir mér, það var mjög gaman“

VIKAN Á VEFNUM Ómar Jóhannson Þó að þér finnist eitthvað þarftu ekki að setja það á Facebook Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Birkir Orri Viðarsson var að fara holu í höggi á 16. á hvítum teigum!!!! Eyrún Líf Sigurðardóttir Hélt í alvöru að leðurblökur væru bara til í skrípóum fyrr en áðan.. Garðar Birgisson Gæti trúað að Reykjanesbær hafi sparað miljónir eftir að ég og Ívar Rafn ákváðum að fullorðnast. #sina #bensín #rúður #ljósastaurar #bombs Aron Heiðdal (Nýr leikmaður Keflvíkinga) Heiður að fá að klæðast lang fallegustu treyju landsins það sem eftir lifir tímabils. Gleði og gott veður. Áfram Keflavík! Þórarinn Gunnarsson Mamma bað mig um að þrífa á mér hendurnar eftir appelsínuát svo ég myndi ekki klína í buxurnar.

B

irkir Orri Viðarsson 13 ára kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja sló á dögunum draumahöggið þegar hann fór holu í höggi á Hólmsvelli í Leiru. Birkir er einn af mörgum ungum og efnilegum kylfingum í GS og er klúbbmeistari í flokknum 14 ára og yngri. Draumahöggið kom á 16. holu er Birkir Orri var að leika æfingahring með Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni klúbbmeistara Golfklúbbs Suðurnesja. Hann sló af hvítum teigum sem eru öftustu teigarnir og svokallaðir meistarateigar. Holan er um 150 metrar á hvítum teigum. Birkir sagðist hafa orðið mjög hissa þegar golfboltinn fór ofan í og fattaði ekki alveg að hann hafi farið holu í höggi strax. „Tilfinningin var svolítið skrýtin, ég var mjög hissa og fattaði eiginlega ekki að ég hefði farið holu í höggi. Eftir skamma stund áttaði ég mig á því að ég hefði farið holu í höggi á hvítum teigum, og þá varð ég mjög glaður. Ég sló með svokölluðum blendingi en ég sagði við Guðmund Rúnar að ég ætlaði að slá boltann í sveigju til vinstri og ég gerði það. Svo var ég byrjaður að taka upp tíið þegar ég leit upp og sá rétt svo í boltann fara ofan í holuna, ég missti næstum því af því. Boltinn lenti á flötinni og hoppaði svo beint ofan í. Við Guðmundur Rúnar vorum mjög hissa þegar boltinn fór ofan í en hann fagnaði hér um bil meira en ég. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga

mér, það var fullt af fólki uppi á svölum sem klappaði fyrir mér, það var mjög gaman.“ Er með 8,9 í forgjöf Birkir er með 8,9 í forgjöf sem krefst mikillar vinnu. „Ég er búinn að vera mikið í golfi í sumar, ég reyni að fara á hverjum degi upp á golfvöll, en ég tek mér yfirleitt frí einn dag í viku. Ég fer í kringum tíu á morgnanna til svona átta á kvöldin. Ég er á æfingum þrisvar sinnum í viku, en svo æfi ég mikið sjálfur.“ Byrjaði að æfa golf níu ára. „Ég var að lesa einhvern bækling frá Reykjanesbæ og þar rakst ég á golfíþróttina. Ég sagði við mömmu

KRAKKAR - KOMIÐ Í GOLF ÞAÐ ER FRÍTT FYRIR 14 ÁRA OG YNGRI

kkamilla89 #vikurfrettir

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 421-4103 OG Á GS.IS

og pabba að mig langaði að prófa golf, þau voru nú nokkuð hissa á því að mig langaði allt í einu að byrja í golfi, en ég ákvað að stökkva á tækifærið og ég get ekki sagt að ég sjái eftir því núna. Ég fór á golfnámskeið eitt sumarið og þar kviknaði áhuginn, ég hef ekki horft til baka síðan. Ég byrjaði að æfa níu ára og litlu seinna fékk ég golfbakteríuna.“ En hvað heillar þig mest við golf? „Landslagið og félagsskapurinn heillar mig mest við golf myndi ég segja. Þessi íþrótt e r b ar a a lve g frábær,“ sagði Birkir.

Uppáhalds Kylfingur? Margir frábærir kylfingar eru í uppáhaldi. Ef ég á að nefna einhverja þá er það Rory Mcilroy sem sigraði Opna breska um daginn. Hann er frábær kylfingur og til fyrirmyndar á vellinum. Hér heima held ég mikið upp á Birgi Leif vegna þess að hann er okkar langbesti kylfingur og margt hægt að læra af honum. Hann gefur líka mikið af sér. Frá því ég var lítill strákur hef ég alltaf haldið mikið upp á Guðmund Ágúst. Fannst hann hálfgerður guð á tímabili. Hann er flottur. Golfvöllur/-vellir? Að sjálfsögðu minn heimavöllur Leira, svo Kiðjabergið, Borgarnes og Oddur. Erlendis er það Eagle Creek í Florida. Einhverjar golfholur í sérstöku uppáhaldi?

Það myndi vera 16. holan í Leirunni, ekki annað hægt eftir að ég fékk ásinn þar. Svo er það 16. í Borgarnesi og 7. á Kiðjabergi. Matur? Haltu þér fast! Uppáhaldsmaturinn minn er ekki hefðbundinn fyrir 13 ára strák en það eru SVIÐ...besta sem ég fæ. Drykkur? Coca Cola og ískalt vatn er best. Tónlist? Hlusta mikið á tónlist og er í raun alæta á tónlist. Bíómynd? Step Brothers. Þáttur? The Walking Dead og að sjálfsögðu Golfið á RÚV. Vefsíðan? Golfdigest.com og kylfingur.is Blaðið? Golf á Íslandi. Bókin? Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur.

-verslunarmannahelgin

Spilar golf með góðum vinum Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Ég ætla í sumarbústað með fjölskyldunni, hitta góða vini og spila nokkra golfhringi. Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Þjóðhátíð í góðu veðri með góðum vinum er toppurinn. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Síðustu ár hef ég farið á sunnuBergvin Ólafarson er úr deginum til Eyja og það er alltaf r. aðu sjóm er og ík Grindav jafn gaman. Í fyrra toppaði Gunna áÞjóðhátíð er í miklu upp vinkona mín helgina þegar hún i helg si þes en um hon haldi hjá sofnaði í brekkunni fyrir brekkum. verður þó í rólegri kantinu sönginn. Víkurfréttir koma næst út fimmtudaginn 14. ágúst.

hilmarbragi #vikurfrettir

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.