Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
vf.is
f immtudagur inn 2 1. ágúst 2 0 14 • 3 2 . TÖ LUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
Bikardraumurinn dó í uppbótartíma SJÁ ÍÞRÓTTAUMFJÖLLUN Á SÍÐUM 14-15
Fjölmennar ágústnætur á tjaldstæðum Suðurnesja Ágústnóttin hefur verið þéttskipuð á tjaldstæðum Suðurnesja eftir annars blautt sumar. Myndin hér að ofan var tekin á tjaldstæðinu í Sandgerði í síðustu viku þar sem mátti sjá fjölmörg tjöld og ferðabíla. Margir kjósa að verja síðustu nóttinni fyrir flug til heimalandsins á tjaldstæðinu í Sandgerði en tjaldstæðið þar er það tjaldstæði á Suðurnesjum sem er næst flugstöðinni. Engin aðstaða er í Reykjanesbæ fyrir tjaldferðalanga. VF-mynd: Hilmar Bragi
Birta Baldursdóttir var hætt komin eftir bráðakeisaraaðgerð:
„Það var mjög skrýtin tilfinning að svona frábær stund, að sitja með glænýjan son minn í fanginu, skyldi breytast á örskotsstundu í martröð“ - sjá nánar á síðu 6
Blóð úr 30 manns bjargaði lífi móður
Vogar koma skemmtilega á óvart
F
jölskyldudagar voru haldnir í Sveitarfélaginu Vogum frá fimmtudegi til sunnudags um síðustu helgi. Í boði var fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hátíðin náði hámarki á laugardeginum. Að deginum til var dagskrá í Aragerði sem var sniðin fyrir börn og fjöldi leiktækja en um kvöldið var blásið til tónleika og kvöldinu lauk svo með flugeldasýningu. Í Víkurfréttum í dag er rætt við Ásgeir Eiríksson bæjarstjóra í Vogum. Viðtalið er einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN og á vefnum okkar, vf.is.
FÍTON / SÍA
AFTUR Á ÍNN KL. 21:30 einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Sjónvarp Víkurfrétta verður aftur á dagskrá á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld kl. 21:30 eftir stutt sumarfrí. Í þætti kvöldsins tökum við hús á bæjarstjóranum í Vogum í tilefni af fjölskyldudögum um síðustu helgi. Þá er fjallað um Með blik í auga þar sem tekin verður fyrir Keflavík og kanaútvarpið. Þá er innslag frá skötumessunni í Garði sem var í júlí sl.
2
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR
LJÓSANÓTT
-fréttir
pósturu vf@vf.is
SKRÁÐU ÞINN VIÐBURÐ
Ert þú með viðburð á Ljósanótt? Mundu eftir að skrá viðburðinn á ljosanott.is. Þannig birtist hann í dagskrá Ljósanætur. Til að viðburðurinn birtist í prentaðri dagskrá þarf að skrá hann á vefinn í síðasta lagi sunnudaginn 24. ágúst.
AFMÆLISVEISLUR Í FJÖRHEIMUM Bókanir fyrir afmælisveislur eru hafnar að nýju á tölvupóstfangið fjorheimar@reykjanesbaer.is Staðurinn er leigður út virka daga frá 16.00 - 19.00. Verðið er 7.000 krónur. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar
ATVINNA
FJÖLSKYLDU- OG FÉLAGSÞJÓNUSTA REYKJANESBÆJAR ÓSKAR EFTIR STARFSMÖNNUM Í FJÖLBREYTT STÖRF Óskað er eftir aðstoðarmönnum til að sinna umönnun fatlaðra barna. Sérstaklega er óskað eftir kvenfólki vegna eðli starfsins. Um er að ræða hlutastörf í vaktavinnu á kvöldin og um helgar. Einnig er óskað eftir starfsmönnum í almenna liðveislu. Liðveisla felur í sér félagslegan stuðning við einstaklinga með fötlun. Störfin henta bæði körlum og konum, einnig vel með námi. Umsóknarfrestur er til 15. september 2014. Nánari upplýsingar veita Jóhanna María Ævarsdóttir og Hrefna Höskuldsdóttir í síma 421 6700. Sækja skal um störfin rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um störfin. http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
ATVINNA
HÁALEITISSKÓLI Umsjónarmaður fasteigna óskast í 100% stöðu við Háaleitisskóla. Megin viðfangsefni: Starfar við og hefur umsjón með húseignum, húsgögnum, áhöldum og lóð skólans. Sér um opnun/lokun húsnæðis og sér um minniháttar viðgerðir og viðhald. Umsóknarfrestur er til 5. september Nánari upplýsingar gefur Anna Sigríður Guðmundsdóttir, skólastjóri (420-3050 eða 694-5689) Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Frá fundi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudagskvöld. Stóll bæjarstjóra er auður og bíður eftir að Kjartan Már Kjartansson komi til starfa 1. september nk. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
„Kjartan Már er ekki kona“ B
- fyrsti bæjarstjórnarfundur eftir sumarfrí eins og atburðarás við Bárðarbungu
reytingar á pólitísku landslagi í Reykjanesbæ hafa greinilega leitt til þess að spenna hefur hlaðist upp á meðal bæjarfulltrúa í sumarfríi bæjarstjórnar. Ólíkt því sem hefur verið að gerast við Bárðarbungu, þá var spennan í Reykjanesbæ leyst úr læðingi á þriðjudagskvöld. Kvikan kom upp á yfirborðið og ýmislegt var látið flakka. Það hreinlega gaus fyrirsögnum. „Stríðið er hafið“, „Böðvar fer hamförum“, „Kjartan Már er klárlega ekki kona“, „hróplegt ósamræmi“, „Óþolandi lýðræði í Reykjanesbæ“ og jafnvel „Formaður bæjarráðs gerir afglöp,“ eru fyrirsagnaefni sem þeyttust í loftið á fundinum. Fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudagskvöld var sá fyrsti sem haldinn er eftir sumarleyfi bæjarstjórnar en bæjarráð hefur farið með vald bæjarstjórnar í fríinu. Frá því bæjarstjórn kom síðast saman fyrir sumarleyfi þá hafa nýir valdhafar í Reykjanesbæ ráðið nýjan bæjarstjóra. Nýráðinn bæjarstjóri er þó ekki kominn til starfa og var því autt sæti við hringborð bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudagskvöldið, því settur bæjarstjóri var í hlutverki ritara á fundinum. „Einstaklingur með skýra pólitíska sýn“ Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar greinilega að láta til sín taka í minnihlutanum. Hann byrjaði þó fund bæjarstjórnar á því að hrósa meirihlutanum fyrir val á bæjarstjóra og að þar hafi verið ráðinn „einstaklingur með skýra pólitíska sýn“. „Ég lýsti því skýrt hér á bæjarstjórnarfundi í lok júní að ég teldi að bæjarstjóri í Reykjanesbæ þyrfti fyrst og fremst að hafa skýra pólitíska sýn til að fylgja eftir þeim verkefnum sem honum eru falin af hálfu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjóri hefur svo sérfræðinga, hvern á sínu sviði, til að vinna að hinum faglegu þáttum. Það er sú niðurstaða sem orðið hefur við val á nýjum bæjarstjóra að þar er auðvitað einstaklingur með skýra pólitíska sýn,“ sagði Böðvar og gagnrýndi ráðningarferli meirihlutans sem hann sagði pólitískt og klárlega ekki gagnsætt. Nefndi hann m.a. að umsóknir um starf bæjarstjóra hafi ekki verið lagðar fram í bæjarráði eins og venja er með þau störf sem bæjarráð ræður í. Böðvar sagði að ráðningarferlið hafi verið fyrst og fremst pólitískt og hafi ekki verið faglegt nema að litlu leyti. Það hafi að mestu leyti verið unnið af oddvitum þeirra flokka sem nú skipa meirihluta í Reykjanesbæ. „Og það var klárlega ekki gagnsætt. Þetta er þó það sem meirihlutinn hafði lofað í upphafi kjörtímabils í ítarlegum málefnasamningi flokkanna,“ sagði Böðvar og bætti síðar við: „Ráðning Kjartans Más Kjartanssonar er að sjálfsögðu í hróplegu ósamræmi við það sem fulltrúar meirihlutaflokkanna höfðu sagt sínum kjósendum og bæjarbúum fyrir kosningar. Sá einstaklingur átti að vera ópólitískur, hann átti að vera sérfræðingur í endurskipulagningu skulda og gott væri að minsta kosti að hann væri kona. [ … ] Kjartan Már Kjartansson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður í Reykjanesbæ og oddviti framsóknarmanna er að sjálfsögðu ekki ópólitískur frekar en nokkur af okkur sem sitjum við þetta borð. Hann hefur góða rekstrarreynslu en hann er enginn sérfræðingur í endurskipulagninu skulda og hann er klárlega ekki kona. Svo mikið er víst“. Böðvar sagði að þeir flokkar sem nú skipa meirihlutann verði að svara þessu fyrir bæjarbúum. Böðvar sagðist þó vænta mikils af Kjartani Má í stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ og hlakka til samstarfsins. Það hefur lítið breyst „Það eru rúm fjögur ár síðan ég stóð hérna síðast á þessum stað. Það er gaman að vera kominn til baka. Ég heyri það að það hefur lítið breyst. Menn eru greinilega ánægðir með að maður skuli vera kominn til baka, ég heyri það og menn hafa legið yfir viðfangsefnunum í allt sumar og tilbúnir að takast á við þau verkefni sem bíða okkar og það er gott. Það er ýmislegt sem þarf að gera og það er gott að hafa hér einstaklinga sem eru tilbúnir að minna okkur á þegar við erum að gera rangt, þegar við erum að brjóta lög. Það gæti líka þurft að koma til að ég þyrfti að minna félaga minn Böðvar á að sveitarstjórnarlög hafa verið brotin af ýmsu tilefni hér í gegnum tíðina vegna ýmissa
ákvarðana sem hafa verið teknar hér við stórnvölinn undafarin ár,“ sagði Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar. Hann sagði jafnframt að staðið hefði verið að ráðningu bæjarstjóra eins faglega og hægt var. Lýðræðislega hafi verið staðið að ráðningunni „en ekki einn ríkisflokkur“ staðið á bak við hana eins og þegar Árni Sigfússon og áður Ellert Eiríksson urðu bæjarstjórar Reykjanesbæjar. Guðbrandur vísaði því allri umræðu um ófaglega ráðningu bæjarstjóra til föðurhúsanna. Bæjarstjóri sléttur að framan „Menn eru að velta því fyrir sér hvernig þessi bæjarstjóri eigi að vera í laginu, hvort hann eigi að vera sléttur að framan í efriparti eða neðriparti,“ sagði Guðbrandur og vitnaði í framhaldi til þess að hann hafi sagt í viðtali að hann hvatti konur til að sækja um starf bæjarstjóra en hann hafi einnig hvatt heimamenn sem væru til þess bærir að geta sinnt þessu starfi til að sækja um. „Ég sagði líka í þessu viðtali að við ráðum ekki konu bara af því að hún er kona. Hún verður að vera sú sem er metin hæfust. Það voru konur sem sóttu um en þær voru bara ekki metnar hæfastar,“ segir Guðbrandur. Ferlið hafi endað þannig að Hagvangur hafi að lokum valið tvo einstaklinga hæfasta. Þeir voru báðir heimamenn en hvorugur þeirra var kona. „Við ætluðum að sjálfsögðu ekki að ráða skoðanalausan bæjarstjóra. Fyrir mér eru skoðanir pólitík, það liggur alveg í hlutarins eðli. Fólk sem hefur skoðanir á málum er pólitískt fólk. Þannig að við ætluðum að sjálfsögðu að ráða pólitískan einstakling, manneskju sem hefði skoðanir á samfélaginu sínu, en við ætluðum ekki að hafa það þannig að ég, eða Friðjón eða Gunnar yrðum bæjarstjórar“. Guðbrandur sagðist fagna því að þessu faglega ferli væri lokið og að við værum komin með mjög hæfan einstakling sem ætlar að leggjast á sveif með okkur og taka á þeim mjög erfiðu málum sem framundan eru. Þau eru ærin, sagði Guðbrandur á fundinum. „Það er ljóst að stríðið er hafið. Böðvar fer hamförum og byrjar á jákvæðum nótum og þakkar okkur og fagnar en setur svo á sig stríðshanskana,“ sagði Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra þegar hann kom í pontu á bæjarstjórnarfundinum. Friðjón velti síðan upp þeirri spurningu hvort fyrrum stjórnmálamenn eigi aldrei neina möguleika. Kjartan Már, verðandi bæjarstjóri, hafi hætt í stjórnmálum fyrir fjórum árum en sé litaður í grænum lit af Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ. „Óþolandi lýðræði í Reykjanesbæ“ Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, kom í pontu og fagnaði ráðningu Kjartans Más Kjartanssonar í embætti bæjarstjóra. Hann sá hins vegar ástæðu til að gagnrýna bæjaryfirvöld þegar kemur að nefndaskipan og talaði um „óþolandi lýðræði í Reykjanesbæ“. Kristinn sagði það það gjörsamlega óþolandi að í Reykjanesbæ sé annað lýðræði en t.a.m. í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og vísar þar til þess að framsóknarmenn hafi ekki fengið áheyrnarfulltrúa í fastanefndum bæjarins, þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn hafi boðist til að hafa fulltrúa sína þar launalaust fyrir bæjarfélagið. Kristinn sagði formann bæjarráðs hafa gert afglöp í málinu þegar hann afgreiddi tvær tillögur í málinu sem eina. Önnur tillagan hafi verið um áheyrnarfulltrúa en hin um kjör þeirra. Kristinn sagði að á meðan ekki verði breyting á muni hann tala um óþolandi lýðræði í Reykjanesbæ hvar sem kostur gæfist á því. Friðjón Einarsson sagði framkomu Kristins í þessu máli ekki hafa verið til sóma „og orðháttur og hótanir bæði til mín og framkoma í kringum allt þetta mál finnst mér ekki sómi bæjarfulltrúa,“ sagði Friðjón. Kristinn kom upp og baðst afsökunar á að ef hann hafi notað einhver illa valin orð á einhverjum fundi, þá biðjist hann afsökunar á því „en mér var misboðið á þeim fundi, gjörsamlega“. Kristinn sagði enn fremur „ég er gjörsamlega yfir mig hneykslaður á ráðstöfun og afglöpum formanns bæjarráðs í meðferð þessara tillagna minna. Ég stend alveg við það“. Nánar verður fjallað um bæjarstjórnarfundinn á vf.is.
3
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014
markhonnun.is
SKIPULAGÐUR Kræsingar & kostakjör
MORGUNVERÐARBOX aukahólf+skeið
SNÆÐINGUR Í SKEMMTILEGU BOXI
FRÁ
998 kr SALATBOX 1.398 kr
SALATBOX MEÐ KÆLIKUBBI, HNÍFAPÖRUM OG SÓSUBOXI
SALATBOX MEÐ AUKAHÓLFUM, HNÍFAPÖRUM OG SÓSUBOXI
NESTISBOX 1.798 kr
NESTISBOX MEÐ SAFAFLÖSKU OG ÞREMUR AUKAHÓLFUM
FJÖLDI BOXA verð frá
598 kr
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
SISTEMA LEIKUR! HVAÐ ER Í ÞÍNU SISTEMA BOXI? Taktu mynd af flottu nesti, birtu hana á Facebook eða Instagram merkta #sistemanesti og þú gætir unnið flotta vinninga! nánar netto.is/sistema
www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
4
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
hilmaru vf@vf.is Þetta fylgdi hernum fljótlega eftir að hann settist að hér á Miðnesheiðinni 1952 og þróaðist í þá veru að vera ein aðal útvarpsstöðin hér fyrir sunnan á ákveðnu tímabili. Þarna voru frægir bandarískir útvarpsmenn, Wolfman Jack, Charlie Tuna, Casey Kasem, American Top 40 og lengi mætti telja“.
■■Með blik í auga, Keflavík og kanaútvarpið:
Nostalgía og gamlar minningar af Miðnesheiðinni – á hátíðartónleikum Ljósanætur í Andrews á Ásbrú
– Hvað af þessari tónlist ætlið þið að taka inn í þessa fjórðu uppfærslu ykkar af Með blik í auga? „Nú er það alltaf hernaðarleyndarmál þar til kemur að tónleikunum sjálfum en í þetta skiptið erum við með erlenda tónlist. Við höfum verið með íslenska tónlist í þremur fyrstu uppfærslunum, en nú tökum Kristján Jóhannsson sögumaður. Hann er einnig í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í kvöld á ÍNN og vf.is.
Úr einni af fyrri uppfærslum Með blik í auga.
N
ú er kominn tími á að kanaútvarpinu verði gerð skil á sérstökum tónleikum því undirbúningur er nú hafinn að hátíðartónleikum Ljósanætur, Með blik í auga, sem fluttir hafa verið fyrir fullu húsi í Andrews leikhúsinu á Ásbrú undanfarin ár og eru orðnir ómissandi hluti af bæjarhátíðinni. Dagskráin verður byggð upp með svipuðum hætti og áður. Sögur verða sagðar í bland við góða tónlist en eins og fyrr þá eru það þeir félagar Arnór Vilbergsson, Guðbrandur Einarsson og Kristján Jóhannsson sem fara fyrir vöskum hópi listamanna sem ekki eru af verri endanum. Söngvarar eru Matti Matt, Sverrir Bergmann, Bjarni Ara og Regína
Ósk. Þá mun 10 manna hljómsveit sjá til þess að áhrifin skili sér beint til áhorfenda. Kristján Jóhannsson er sögumaður tónleikanna. Víkurfréttir ræddu við hann í vikunni um komandi hátíðartónleika. „Þetta er bara svo skemmtilegt verkefni að við höldum alltaf áfram og til hvers að hætta þegar þetta er ennþá skemmtilegt. Nú ætlum
Haustferð félags eldri borgara 10. – 12. september 2014
við að halda áfram með Blik í auga og eins og góður maður sagði, þá hættum við að setja tölustaf fyrir aftan og köllum þetta bara „Með blik í auga, Keflavík og kanaútvarpið“. – Og hvert stefnið þið þar? „Afturábak eins og alltaf. Við erum alltaf að reyna að rifja upp þessa nostalgíu og gömlu minningarnar. Hvað er nú meira suðurnesískt eða keflvískt en kanaútvarpið gamla sem allir sem komnir eru af léttasta skeiði muna eftir. Þetta er orðið blik í minningunni, Keflavík og kanaútvarpið. Við sem vorum að
þræla okkur á AM á útvarpinu sem er úrelt í dag og enginn veit lengur hvað AM var, þekkjum kanaútvarpið. Þetta var fyrirbrigði sem náðist víða um SV-hornið“. – Tónlistarmenn sóttu innblástur í kanaútvarpið. „Heldur betur. Á þessar útvarpsstöð heyrði maður lög sem Útvarp Reykjavík var ekki að spila nema í mjög afmörkuðum þáttum.
við erlenda tónlist. Ég get þó sagt að við byrjum í kringum Bítla og Rolling Stones og endum einhverstaðar í diskótímabilinu“. Frumsýning Mið blik í auga, Keflavík og kanaútvarpið, verður í Andrews leikhúsinu miðvikudaginn 3. september og tvær sýningar verða haldnar sunnudaginn 7. september. Miðasala verður á midi.is.
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Hildur hlaut hvatningarverðlaun Handverkshátíðar
Félag eldri borgara á Suðurnesjum áformar að fara á Suðurfirði Vestfjarða. Kl. 09:00: Lagt verður af stað frá SBK. Komið við á Nesvöllum Gist verður tvær nætur í Breiðuvík. Morgunverður og kvöldverður innifalinn í verði. Verð ferðar er kr. 40.000 Pantanir í síma: Eygló Gísladóttir 431-3041 Brynja Pétursdóttir 422-7177 Lydía Egilsdóttir 423-7604 Tekið á móti greiðslu miðvikudaginn 3. september milli kl. 16:00 og 18:00 á Nesvöllum. ATH. Enginn posi! Ferðanefnd Félags eldri borgara á Suðurnesjum Einstök dýr Hildar lýsa miklum sköpunarkrafti, segir í umsögn dómnefndar.
H
Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN
Sýningarbás Hildar á Handverkshátíð 2014.
i ldur Harðardóttir hjá „Hildur H. List-Hönnun“ hlaut um helgina hvatningarverðlaun á Handverkshátíð 2014 sem haldin var í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. „Hvert og eitt þessara einstöku dýra lýsa miklum sköpunarkrafti,“ segir í umsögn valnefndar um verk Hildar. Um 15.000 gestir sóttu handverkshátíðina en Hildur var að taka þátt í hátíðinni í fyrsta skipti.
5
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014
SKÓLATILBOÐ FYRIR SKÓLAFÓLK VILDARVERÐ
1.999kr. áður 2.599 kr.
VILDARVERÐ
Pennaveski með dýramyndum 4 mismunandi myndir, fyllt
119 kr.
Talnagrind
VILDARVERÐ
1.999kr. áður 2.999 kr.
áður 149 kr.
VILDARVERÐ
95
Reikningsbók A5 með 7mm línubili
kr.
áður 159 kr.
VILDARVERÐ
9.999kr.
Strokleður án PVC
áður 16.999 kr.
ERÐ VILDARV
199 kr.
VILDARVERÐ
239 kr.
kr. áður 299
Beckman bakpoki svartur Street Jr.
Skrúfblýantur e-click (0,5)
Austurstræti 18
Smáralind
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Laugaveg 77
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Mjódd - Álfabakka 14b
Akranesi - Dalbraut 1
Penninn - Hallarmúla 4
Kringlunni
áður 299 kr.
Áherslupennar margir litir
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildir til og með 24. ágúst eða á meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
6
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar
-viðtal
olgabjortu vf@vf.is
■■Birta Baldursdóttir var hætt komin eftir bráðakeisaraaðgerð:
Blóð
Gæðablóð um allt Það fylgdi því alltaf mikill spenningur sem lítil stelpa að fara með föður mínum í gamla Blóðbankann við Barónsstíg og fylgjast með honum skrá sig inn, fá sér djús að drekka, fylla út lista á biðstofunni, fara í blóðþrýstings- og blóðmagnsmælingu í litlu herbergi og fylgja honum síðan inn í salinn þar sem hann lagðist á grænlitaðan bekk. Brosandi og hlýlegt hjúkrunarfólk, sem þekkti pabba iðulega með nafni, átti ekki í erfiðleikum með að finna væna æð á húðflúruðum og vöðvastæltum handlegg pabba. Svo horfði ég með athygli á glæran poka fyllast af blóði sem átti jafnvel eftir að bjarga lífi einhvers. Að lokum settumst við inn í annað herbergi þar sem kaffi og kræsingar biðu okkar. Ákvörðunin að verða sjálf blóðgjafi síðar var auðveld og sjálfsögð. Ég man hvað ég varð síðar stolt af föður mínum þegar hann gaf, fyrstur Íslendinga, blóð í 100. sinn árið 1992. Hann hafði verið virkur blóðgjafi frá 21. árs aldri sem nemandi í Stýrimannaskólanum og þar var fastur liður í skólastarfinu að gefa blóð. Enginn þótti maður með mönnum nema vera blóðgjafi. Eftir skólann fór hann á sjóinn og varð síðar slökkviliðsmaður hjá Varnarliðinu og lærði til sjúkraflutningamanns. Starf hans var því viss hvatning um að gefa blóð og gaf hann alls í 142 skipti. Það gerir 35 og hálfan lítra af blóði. Ung og nýbökuð móðir, Birta Baldursdóttir, var hætt komin eftir bráðakeisaraaðgerð 20. júlí síðastliðinn. Í einlægu viðtali við Víkurfréttir rifjar unnusti hennar, Tryggvi Hrannar Jónsson, upp atburðarás sem þau munu aldrei gleyma. Hann var nýkominn með soninn í hendurnar: „Ég hafði ekki hugmynd um að móðurinni var að blæða út og hún barðist fyrir lífinu eftir aðgerðina. Það var mjög skrýtin tilfinning að svona frábær stund, að sitja með glænýjan son minn í fanginu, skyldi breytast á örskotsstundu í martröð.“ Litla fjölskyldan fékk alla þá bestu aðstoð sem hægt var að fá og í aðgerðinni sjálfri fékk Birta sjö lítra af blóði, sem samsvara um 30 blóðgjöfum. Allt fór á endanum vel. Á afmælisdegi sínum 11. ágúst hóf Tryggvi daginn á því að gefa blóð í fyrsta sinn og ætlar að vera virkur blóðgjafi. Fjölmargir hafa sýnt viðbrögð og gefið blóð og sent Tryggva textaboð þess efnis og myndskot því til sönnunar. Saga ungu fjölskyldunnar er ekki einsdæmi um mikilvægi blóðgjafa og það á í raun ekki að þurfa slíkar sögur til þess að hreyfa við hraustu fólki til að gefa blóð. Það munar um hverja gjöf, í öllum blóðflokkum, og þetta ætti að vera sjálfsagður hluti af lífsstíl og hugarfari. Leggjum inn í mikilvægasta og verðmætasta banka landsins. Gerumst gæðablóð.
Nýbakaðir foreldrar, Tryggvi og Birta, með snáðann. „Ég fékk að vita að ég þyrfti að hendast í hlífðarfatnað og vera viðstaddur fæðingu sonar míns sem taka átti með bráðakeisara. Svo loks þegar ég var kominn inn var verið að reyna deyfa kærustuna mína og ekkert gekk og ákveðið var að svæfa hana. Við svæfingu fá makar ekki að vera viðstaddir og ég beið því í smá stund þar til ég fengi að sjá hann. Loks fékk ég hann í hendurnar en hafði ekki hugmynd um að móðurinni var að blæða út og hún barðist fyrir lífinu eftir aðgerðina,“ segir Tryggvi Hrannar Jónsson, en hann og kærasta hans, Birta Baldursdóttir, eignuðust son 20. júlí síðastliðinn. „Það var mjög skrýtin tilfinning að svona frábær stund, að sitja með glænýjan son minn í fanginu, skyldi breytast á örskotsstundu í martröð,“ segir Tryggvi en snör viðbrögð starfsfólks Landspítalans hafi orðið til þess að allt fór betur en á horfðist og fjölskyldan er komin heim og allt gengur vel. „Við vorum heppin með alla aðstoð sem við fengum,“ segir Tryggvi. Á afmælisd egi sínum Orðinn sjálfur reglulegur 11. ágúst hóf Tryggvi blóðgjafi daginn á því að gefa Þegar blaðamaður blóð í fyrsta sinn. heyrði í Tryggva var litli „Mánuði áður en snáðinn steinsofandi og sonur minn fæddist að sögn föðurins lætur Hraustur og fór ég og skráði mig hann lítið í sér heyra. flottur drengur. sem blóðgjafa fyrir „Mamman er stundum rælni og mátti því gefa dálítið utan við sig enda blóð næst. Svo kom þetta ekki skrýtið því lítið var eftir upp á og minnti mann á hversu af hennar eigin blóði í líkamanum. Hún fékk aftur á móti sjö mikilvægar blóðgjafir eru og ég lítra frá öðrum - sem gera þrjá- mun gefa reglulega blóð héðan í tíu blóðgjafir“. Tryggvi og fjöl- frá,“ segir Tryggvi, sem hefur skylda eru afar þakklát blóðgjöf- fengið fjölda „snapchatta“ þar sem unum og starfsfólki Landspítalans. fólk sýnir honum að það sé að gefa
Það var mjög skrýtin tilfinning að svona frábær stund, að sitja með glænýjan son minn í fanginu, skyldi breytast á örskotsstundu í martröð blóð. Einnig hefur hann fengið skilaboð í símann frá fólki í sömu erindagjörðum. „Það er rosalega gaman að sjá þetta. Systir mín var komin fyrir utan Blóðbankann og sendi mér mynd. Einnig stendur fólk fyrir utan Blóðbankabílinn og tekur mynd af sér þar. Það er frábært að þetta hafi svona áhrif, þá er tilganginum náð,“ segir Tryggvi og hvetur alla sem hafa heilsu til að gefa blóð. Hver gjöf skiptir máli.
GERÐASKÓLI Í GARÐI Skólasetning Gerðaskóla fer fram föstudaginn 22. ágúst kl. 09:30. Hefst hún með samveru í Miðgarði og í framhaldi munu nemendur fara með umsjónarkennurum til sinna heimastofa. Fyrsta skóladegi lýkur kl. 12:00. Nemendur 1. bekkjar mæta í samtöl sama dag hjá Helgu Björk umsjónarkennara samkvæmt tímasetningum sem sendar hafa verið heim. Við hlökkum til að sjá ykkur og ítrekum að foreldrar, vinir og velunnarar skólans eru velkomnir til skólasetningarinnar. ingsae (Ingigerður Sæmundsdóttir) #vikurfrettir
vf.is
SÍMI 421 0000
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Vogar koma skemmtilega á óvart -viðtal
7 hilmaru vf@vf.is
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014
- segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í viðtali við Víkurfréttir
laginu Vogum.
taré Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Svei
F
jölskyldudagar voru haldnir í Sveitarfélaginu Vogum frá fimmtudegi til sunnudags um síðustu helgi. Í boði var fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hátíðin náði hámarki á laugardeginum. Að deginum til var dagskrá í Aragerði sem var sniðin fyrir börn og fjöldi leiktækja en um kvöldið var blásið til tónleika og kvöldinu lauk svo með flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Skyggnir annaðist. Á föstudeginum var tekin í notkun ný stúka við íþróttavöllinn sem var byggð af sjálfboðaliðum sem tóku sig til og fjármögnuðu verkefnið og höfðu frumkvæði að því sjálfir. Á fjölskyldudögum var einnig haldið golfmót, farin söguganga og vígð ný upplýsingaskilti í sveitarfélaginu. Þá endaði hátíðin með tónleikum í Tjarnarsal grunnskólans á sunnudagskvöldinu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum, er ánægður með hvernig til tókst. Hátíðin hefur verið haldin í nokkur ár og alltaf um þessa sömu helgi í ágúst. „Hátíðin hefur náð að festa sig í sessi en dagskráin er á svipuðum nótum frá ári til árs. Íbúarnir eru mjög virkir en við skiptum bænum upp í þrjú hverfi sem öll hafa sinn lit. Við höfum hverfaleika en allt gengur þetta út á að efla íbúana og samkennd þeirra og efla bæjarbraginn,“ segir Ásgeir í samtali við Víkurfréttir.
– Nú komst þú hingað til starfa um mitt síðasta kjörtímabil. Hvernig koma Vogar þér fyrir sjónir? „Þeir koma mér skemmtilega á óvart og ég hef ekkert nema jákvæða og góða reynslu af Vogunum. Þetta er samfélag sem byggir fyrst og fremst á góðu mannlífi. Hér er stutt í allar áttir og Vogar eru vel staðsettir. Það er jafn langt fyrir okkur að fara á höfðuborgarsvæðið eins og til Reykjanesbæjar eða á flugvöllinn. Það er mikil og rík saga hér. Löng útgerðarsaga, t.a.m. árabátaútgerð inn eftir allri Vatnsleysuströndinni. Það er mikið dreifbýli hér inn eftir strönd þannig að við erum með góða blöndu af byggð og frábæra náttúru sem leynir á sér þegar maður fer að kynna sér hana aðeins“. Egg og beikon Atvinnulífið í Vogum byggir fyrst og fremst á matvælaframleiðslu. Nokkur leiðandi fyrirtæki hafa aðsetur í Vogum og á Vatnsleysu-
strönd. Í lögsögu Voga eru bæði stórt svínabú og stórt eggjabú. Í sveitarfélaginu eru tvær fiskvinnslur og tvö fiskeldisfyrirtæki. Þá er þar þjónustustarfsemi auk starfsemi sveitarfélagsins sjálfs. Ásgeir bæjarstjóri segir að rekstur sveitarfélagsins gangi þokkalega. Afkoman er nokkurn veginn í járnum en þó réttum megin við strikið alla jafna. „Við höfum náð miklum árangri í að koma niður skuldahlutfalli okkar. Hér varð til sjóður þegar sveitarfélagið seldi hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Sá sjóður hefur nú verið notaður til að kaupa upp fasteignir sem á sínum tíma voru seldar inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign. Við þessar aðgerðir lagast skuldahlutfallið mjög og er komið vel niður fyrir 100% viðmiðið sem er mjög fínt, þar sem leyfilegt er að vera með 150% skuldahlutfall. Stolt af skólanum Fræðslumálin í Vogum taka til sín stærsta hlutann af skattfé Vogamanna. Í grunnskólanum, StóruVogaskóla, eru tæplega 200 nemendur. Þá rekur sveitarfélagið leikskóla og er með íþrótta- og félagsstarf. Ásgeir segir að íbúar í Vogum séu stoltir af skólanum sínum, enda séu nemendur að ná góðum árangri og þar starfi einvala lið góðs starfsfólks. Sveitarfélagið Vogar stendur ekki fyrir neinum framkvæmdum um þessar mundir. Í sumar hafi þó verið unnið við lagfæringu á götum í bæjarfélaginu. Stefnan hefur verið sú eftir hrun að stíga varlega til jarðar. Í hruninu 2008 varð skuldsetningin sveitarfélaginu talsvert erfið. „Við erum fyrst og fremst að reyna að halda við okkar eignum en nýframkvæmdir eru í sjálfu sér engar frá því við tókum í notkunn nýja knattspyrnuvelli eða íþróttamannvirki fyrir nokkrum árum, sem var gert af myndarskap og kostaði talsvert mikið fé“.
Getum tekið við fleira fólki Í Sveitarfélaginu Vogum búa í dag um 1130 manns en voru mest 1240-50 árið 2008. Fækkun íbúa hefur stöðvast og er fjöldi íbúa aftur á rólegri uppleið. „Við viljum gjarnan taka við fleira fólki og höfum innviði til að taka við fleiri íbúum. Vogar eru heppilega staðsettir og sérstaklega fyrir fólk sem þarf að sækja atvinnu út fyrir sveitarfélagið“. Flestir sækja vinnu út fyrir bæjarmörkin, bæði á höfuðborgarsvæðið og til Reykjanesbæjar. „Landrými er hér nægt
og við vonumst til að íbúum fari að fjölga á nýjan leik,“ segir Ásgeir Eiríksson b æ j a r s t j ór i í Sveitarfélaginu Vogum í samtali við Víkurfréttir. Ítarlegra viðtal er við Ásgeir í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is og í vikulegum sjónvarpsþætti Víkur frétta á ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30
Viðtal og myndir: Hilmar Bragi Myndir: Frá fjölskyldudögum í Vogum um nýliðna helgi.
■■Sveitarfélagið Vogar:
Fagridalur 11 og Klöpp fengu viðurkenningu Guðrún H. Sigurðardóttir og Reynir Ámundason að Fagradal 11 fengu viðurkenningu fyrir stílhreina, snyrtilega og vel við haldna lóð. Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir og Rúnar Vigfússon í Klöpp, Ægisgötu 39, fengu viðurkenningu fyrir fallegar endurbætur á húsi og fjölbreyttan og áhugaverðan garð.
Fagridaglur 11. Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga veitti um nýliðna helgi tvær umhverfisviðurkenningar í sveitarfélaginu. Viðurkenningarnar voru veittar á fjölskyldudögum í Vogum.
Ægisgata 39.
8
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR
Kræsingar & kostakjör
NAUTALUNDIR DANSKAR KÍLÓVERÐ
3.789,-
-30% -22%
LAMBALÆRI ÍSLANDSKRYDDAÐ KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.794-
SIRLOINSNEIÐAR Í RASPI KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 2.349,-
1.399,-
1.644,-35%
-35%
SVÍNASNITSEL Í RASPI KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.994,-
-20% GRÍSAKÓTELETTUR Í RASPI KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.994,-
1.296,-
1.296,-30%
HAMBORGARAR XXL 6X135G PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.298,-
999,-
KJÚKLINGAVÆNGIR HVÍTLAUKS GRILL KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 698,-
489,SISTEMA LEIKUR! HVAÐ ER Í ÞÍNU SISTEMA BOXI? Taktu mynd af flottu nesti, birtu hana á Facebook eða Instagram merkta #sistemanesti og þú gætir unnið flotta vinninga! nánar netto.is/sistema
Tilboðin gilda 21. - 24. ágúst 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
KJÚKLINGABRINGUR 900 G FROSNAR PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.698,-
1.358,-25% KJÚKLINGUR HEILL KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 1.049,-
787,-
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014
M&M’S TREAT BAG 100 G PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 289,-
JUBBLY LOLLIES 3 TEG PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 359,-
-
199,-
298,-
GINA SVART TE PÚÐAR 100 STK PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 698,-
,-
628,-
ANANAS GOLD DEL MONTE KÍLÓVERÐ VERÐ ÁÐUR 389,-
%
GINA KAFFIPÚÐAR 50 STK PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 498,-
718,-
448,-35% TOSKANABRAUÐ 500 G STYKKJAVERÐVERÐ VERÐ ÁÐUR 398,-
GULRÓTARBRAUÐ STYKKJAVERÐ VERÐ ÁÐUR 598,-
419,-
195,-
,-
239,-
GINA SVART TE 100 STK PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 798,-
-30%
-50%
GALAXY MINSTRELS 105 G STYKKJAVERÐ VERÐ ÁÐUR 294,-
259,-
FJÖLDI BOXA verð frá
598 kr
SKIPULAGÐUR
SNÆÐINGUR Í SKEMMTILEGU BOXI
FRÁ
VIÐ BENDUM Á AÐ KASKÓ ER MEÐ SÖMU VÖRUR OG NETTÓ Á SAMA GÓÐA VERÐINU
www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
10
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Fjölskyldan stendur þétt við bakið á Heiðu F
jölmargir Suðurnesjamenn ætla sér að hlaupa til góðs þegar Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 23. ágúst næstkomandi. Þeirra á meðal er hópur sem hleypur fyrir Keflvíkinginn Bjarnheiði Hannesdóttur sem þjáist af heilaskaða. Frænkur hennar þær Arna Björg Jónasdóttir og Sigrún Halldórsdóttir ætla að hlaupa fyrir Styrktarhóp Heiðu ásamt fjölda ættingja og vina Heiðu. Heiða fékk hjartastopp í lok árs 2012 og í kjölfarið hlaut hún miklar heilaskemmdir vegna súrefnisskorts. Heiða var á gjörgæslu og á hjartadeild og í kjölfarið dvaldi hún á Grensásdeild í tæpt ár. Heiða er algjörlega ósjálfbjarga, bundin við hjólastól og er sjón hennar og mál afar skert. Eftir að Heiða fór af Grensásdeild hefur fjölskyldan hennar hugsað um hana en Heiða á þrjú ung börn og sambýlismann.
„Við stöndum sterk saman“ Tilgangur Hlaupahóps Heiðu er að safna nægu fjármagni svo að Heiða komist í stofnfrumumeðferð erlendis og að styðja við bakið á henni og fjölskyldu hennar. Sigrún segist vera búin að æfa í tæpa tvo mánuði fyrir hlaupið nú þegar. Hún er í hlaupahóp þar sem nokkrar hressar hlaupaskvísur hittast snemma á morgnana í Laugardalnum tvisvar í viku. Sigrún segir að allnokkrir úr fjölskyldunni ætli sér að hlaupa auk hennar og Örnu. „Við stöndum sterk saman, þeir sem hlaupa ekki styrkja með öðrum hætti svo sem fjárstuðningi eða öðru slíku. Svo er skemmti-
REYK JANESBÆR
Mæðgurnar Helga Sigurðardóttir og Sigrún Halldórs hlaupa fyrir Heiðu. legt að sjá hvað við stórfjölskyldan erum dugleg að minna á hlaupahópinn okkar #teamHeiða á öllum samfélagsmiðlum.“ Unnusti Sigrúnar er grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon en hann lét sig hafa það að hlaupa 21 km í hlaupinu í fyrra. „Fyrst hann kláraði það með sóma þá vænti ég þess að ég komist einn-
ig í mark! Mér fannst ekkert annað koma til greina en að hlaupa 21 km í ár til stuðnings elsku Heiðu frænku minnar og er hún mér ávallt efst í huga á erfiðum hlaupaæfingum,“ segir Sigrún sem aldrei hafði hlaupið lengri vegalengd en 3 km áður en hún ákvað að slá til núna.
Sporthúsið Reykjanesbæ óskar eftir karlmanni í 70-100% starf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.
Arna hafði einungis farið í Latabæjarhlaupið með dóttur sinni áður en ákvörðunin var tekin um að taka þátt í ár. Hún ætlaði sér upphaflega að hlaupa hálft maraþon enda taldi hún það lítið mál. „Ég hef aldrei verið mikill hlaupagarpur og ætlaði sko aldeilis að skella mér í hálft maraþon, en sá fljótlega að það væri kannski heldur mikil bjartsýni miðað við skamman undirbúning, þannig að ég ætla að hlusta á líkamann og fara 10 km,“ segir Arna. Hún segist stundum fá lánaðan hund þegar hún er að æfa. „Henni finnst mjög gaman að hlaupa og vefja bandinu í kringum mig þegar ég stoppa sem olli því t.d. að ég Arna með hlaupafélaga sínu m. flaug yfir gangbraut um daginn. Kannski er bara málið að vera ekkBæði verður gaman fyrir ert að stoppa?,“ segir Arna hress í alla að taka þátt sem og það skilur bragði. Hún vonast til þess að sem eftir svo gott í hjartanu,“ segir Sigflestir verði með í hlaupinu. „Ég rún að lokum. treysti svo á að hinir verði duglegir Hlaupahópur Heiðu, eða Team á hliðarlínunni og í áheitunum.“ Heiða, hefur nú safnað mestu Þær frænkur biðla til allra Suður- af öllum þeim hópum sem ætla nesjamanna að standa saman og að láta gott af sér leiða. Alls hafa leggja málefninu lið. „Margt smátt safnast um 2,2 milljón krónur gerir eitt stórt. Allir eru svo hjartan- þegar þetta er skrifað en leggja má lega velkomnir í að hlaupa með málefninu lið á heimasíðu hlaupokkur fyrir Heiðu og fjölskyldu. astyrks: Hlaupastyrkur Team Það verður mikið húllumhæ í Heiða. kringum hlaupahópinn okkar.
Heiðrar minningu dóttur sinnar
Gildi Sporthússins eru meðal annars snyrtimennska, hreinlæti og hátt þjónustustig. Starfið felst meðal annars í ræstingum, t.a.m. karlaklefa, og samstarfi við kvenkyns samstarfsmann við ýmsar ræstingar í stöðinni ásamt daglegu eftirliti með tækjabúnaði og húsnæði stöðvarinnar. Auk þess þarf að sjá til þess að stöðin sé ávallt hrein og snyrtileg. Þá kemur viðkomandi skilaboðum til viðgerðarmanna á tækjabúnaði þegar við á. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa metnað fyrir að halda umhverfi sínu snyrtilegu og vel viðhöldnu. Við leitum að handlögnum einstaklingi sem getur leyst ýmis smáverk sem upp geta komið á viðhaldi inninhúss. Unnið er í nánu samstarfi við stjórnendur Sporthússins og starfsmann sem er í fullu starfi við ræstingar. Tilvalið fyrir karlmann á besta aldri (55 ára og eldri) sem vill vinna fjölbreytt og skemmtilegt starf á traustum og góðum vinnustað þar sem alltaf er líf og fjör. Vinnutími virka daga frá kl. 8-16 eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Ari í síma 896-5006 og með tölvupósti á netfanginu ari@sporthusid.is. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. og verður farið með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Umsóknum skal skilað á netfangið ari@sporthusid.is
Sporthúsið – Flugvallarbraut 701 – 235 Reykjanesbær – 421 8070 – www.sporthusid.is
S
andra Valsdóttir ætlar að heiðra minningu Bryndísar Huldu dóttur sinnar með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu þann 23. ágúst næstkomandi. Sandra ætlar að hlaupa 10 km ásamt vinkonum sínum en þær hlaupa fyrir Neistann sem eru hagsmunafélag hjartveikra barna og aðstandendur þeirra. Sandra hleypur í minningu dóttur s i n n a r, B r y n d í s ar Hu l du , sem fæddist 26. nóvember 2012 og lést þann 22. j a nú a r 2 0 1 4 . Bryndís Hulda fæddist aðeins
með hálft hjarta. Eftir að Bryndís fæddist tóku við aðgerðir í Svíþjóð, sem hefðu átt að vera 3-4 í heildina á þriggja ára tímabili. Svo fór ekki og sífellt tóku ný áföll við. Fjórða aukaaðgerðin gekk ekki sem skyldi og Bryndísi var haldið sofandi í þrjár vikur. Eftir það tóku við rúmlega tveir mánuðir í viðbót á gjörgæslu í Svíþjóð og fjölmargar aðgerðir. „Þetta var orðið kapphlaup við tímann og því miður fór það svo að litla hjartað gafst upp þann 22 janúar. Í gegnum allar okkar þrekraunir hafa margir, bæði félög og einstaklingar staðið við bakið á okkur. Bryndísar er sárt saknað af öllum þeim sem náðu að kynnast henni,“ segir Sandra.
Þeir sem vilja styrkja Söndru og Neistann geta lagt málefninu lið með því að fara á: www.hlaupastyrkur. is/einstaklingar/keppandi?cid=20960
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Hleypur fyrir ömmustrákinn sinn - ásamt fjölskyldunni.
HEILSUHORNIÐ Krækiber - Vanmetin súperfæða
XX„Gabríel Máni fæddist í mars og var fljótt greindur með hjartagalla sem er kallaður Víxlun stóru slagæðanna,“ segir Hildur Þóra Stefánsdóttir, amma Gabríels Mána, sem fór í erfiða aðgerð í Svíðþjóð sem tókst vel og dafnar litla hetjan vel í dag. „Við fjölskyldan höfum ákveðið að hlaupa fyrir þennan flotta strák okkar í Reykjavíkurmaraþoninu og safna fyrir Styrktarfélagi Neistans sem hjálpaði Gabríel Mána og fjölskyldu hans mjög mikið á þessum erfiðu tímum.“
Krækiber eða crowberries eins og þau eru kölluð á enskunni eru sannkölluð súperfæða okkar en krækiberin falla gjarnan í skuggann á bláberjunum en hollustugildi krækiberja er ekki síðra. Krækiberin eru örlítið súr og beisk á bragðið en gefa einnig milt berja og kryddbragð. Þau vaxa aðallega þar sem kalt loftslag ríkir og finnast víða í Norður Evrópu. Allir vita að ber eru afar heilsusamleg fæða en krækiberin eru járnrík, C og E vítamínrík, ásamt því að innihalda mikið magn andoxunarefna (anthocyans) sem er talið verja okkur gegn ótímabærri öldrun og ýmsum sjúkdómum. Krækiber eru vökvalosandi, talin styrkja sjón, jákvæð áhrif á blóðþrýsting og styrkja slímhúðir líkamans. Einnig hafa þau veruð notuð til að stemma við of miklum tíðablæðingum hjá konum og góð gegn blóðleysi. Krækiberin má nota á ýmsa vegu en þau geymast fersk í kæli í 10-15 daga og sniðugt er að skutla þeim í holla sjeika, út á hafragrautinn eða hreina jógúrt. Svo er hægt að útbúa sykurskerta krækiberjasultu eða gera krækiberjasaft en ég læt eina góða uppskrift fylgja frá Sollu Eiríks að hollri saft. ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR
Hildur Þóra með Gabríel Mána.
Krækiberjasaft:
2 ½ dl krækiber 2-3 cm engifer 2 msk sítrónusafi 1 tsk sugarless sugar (Now) eða ½ msk hunang 1 dl vatn Allt sett í blandara, sigtað vel og hellt á flösku og geymt í kæli.
Styrktarsíða Gabríels Mána er: www.hlaupastyrkur. is/en/running-teams/ team?cid=21355
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir
Styðja börn til íþróttaiðkunar K
örfuboltaþjálfarinn Einar Jóhannsson er einn af þeim en hann hleypur í minningu Örlygs Arons Sturlusonar (Ölla) körfuboltamanns sem lést árið 2000. Njarðvíkingurinn Einar segist hlaupa tvisvar í viku ásamt Örvari Kristjánssyni vini sínum sem einnig ætlar að taka þátt. Einar er þó að æfa 6-8 sinnum í viku en hann segir komandi hlaup hafa gefið sér aukna ástæðu til heilsueflingar. Á Facebook er starfræktur hlaupahópur Ölla þar sem eru 190 skráðir meðlimir. Fjölmargir ætla að taka þátt í hlaupinu en Einar segist hafa heimildir fyrir því að gamlar kempur úr Njarðvík munu hugsanlega dusta rykið af hlaupaskónum og taka þátt. „Ég heyrði af því að Teitur Örlygsson og Friðrik Ingi Rúnarsson væru hugsanlega að æfa fyrir luktum dyrum. Ég hefði gaman af því að keppa við þessa tvo í 10 km hlaupi, það væri lítið mál,“ sagði Einar kokhraustur. „Við Örvar, yngri flokka þjálfarar í Njarðvík skorum
hreinlega á þá tvo sem munu stýra Njarðvíkurskútunni næsta vetur,“ en Teitur og Friðrik munu þjálfa Njarðvíkinga næsta tímabil. Einar vildi annars hvetja sem flesta til þess að skrá sig og taka þátt í því að styrkja gott málefni, bæta heilsuna og heiðra minningu góðs drengs í leiðinni. Framlög renna í minningarsjóð sem hefur verið stofnaður í nafni Ölla. Markmið sjóðsins er að styðja börn sem minna mega sín á Íslandi til íþróttaiðkunar en slíkur sjóður er ekki til staðar á hér á landi.
Afgreiðslufólk óskast til starfa Góður vinnutími Upplýsingar á staðnum Valgeirsbakarí Hólagötu 17
-minning
Kristófer Örn Árnason
Elsku Kristófer minn þú ert kannski farinn af þessari jörð en þú ferð aldrei úr huga mínum. Þú verður alltaf fallegi drengurinn minn, barnabarnið mitt. Strákurinn sem var svo mikill yndisauki í lífi allra sem kynntust þér. Þú elskaðir fjölskyldu þína og vini, börn sem og dýr. Þú mátt vita eitt ég hugsaði um þig á hverjum degi. Hvað þú værir að gera og vonaði að þér liði vel og þér gengi vel í lífinu, já elskan ég hafði áhyggjur af þér og vonaðist til alls hins besta í þínu lífi. Ég elska þig Kristófer og mun gera það um ókomna framtíð. Það verður tómarúm í hjarta mínu að sjá þig ekki koma æðandi inn um dyrnar hjá mér og faðma mig svo innilega og segja, hæ amma ég elska þig. Það var gaman að gefa þér að borða því þú borðaðir mikið
og vel enda strákur sem var að stækka og fullur af lífi og fjöri. Ég veit að lífið lék ekki alltaf við þig. Þú áttir daprar stundir og erfiðar enn þrátt fyrir það barðist þú áfram af miklum krafti. Þær stundir og gistinætur sem við áttum saman þá spiluðum við á spil og þú spilaðir fyrir mig tónlist úr tölvunni þinni svo ég fengi að heyra hvaða smekk þú hafðir á tónlist sem var öðruvísi en ég hlustaði á enn áhugaverð. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman og þær gistinætur sem þú varst hjá mér, þú unglingurinn og ég að gæta að þú kæmir heim á réttum tíma. Þú komst alltaf heim á umsömdum tíma og ef þér seinkaði þá hringdir þú til að láta vita að þér seinkaði. Tókst fullt tillit til mín, takk fyrir það elskan.
ATVINNA
Svo átti ég kisu Tinu Turner og þið voruð góðir vinir en hún var ekki allra. Þegar Aþena hundurinn hans Daníels var í pössun var uppi fótur og fit. Hún elskaði þig afar mikið og þið lékuð ykkur í boltaleik og sváfuð alltaf saman. Ég man þegar við fórum út að borða 17. júlí en mig langaði til að bjóða þér og mömmu þinni í fyrirfram afmælisveislu á Duus. Við áttum yndilega kvöldstund saman, allir glaðir og svo kvöddumst við með faðmlagi og ég geymi þá minningu og er þakklát fyrir að eiga hana. Daginn eftir sá ég þig ganga glaður með vini þínum niður Hringbraut í Keflavík. Elska þig ævinlega og friður verði með þér elskan. Ósk amma Samúðarkveðjur elsku Geirþrúður mín og ættingjar og vinir.
A t v in n a
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir að ráða til starfa vélfræðing eða vélstjóra í Kölku, brennslustöð fyrirtækisins. Unnið er á vöktum. Starfssvið felst m.a. í stjórnun á brennslulínu stövarinnar, viðhaldi og þrifum á vélbúnaði, tækjum ofl. Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptahæfileika, geta unnið sjálfstætt og undir álagi. Góð tölvufærni og enskukunnátta eru nauðsynleg. Kalka er eina sorpbrennslustöðin sem starfrækt er hér á landi og var tekin í notkun árið 2004. Stöðin er tæknilega fullkomin og þar starfa um 20 manns. Upplýsingar veitir Ingþór Karlsson í síma 862-3505. Umsóknareyðublað má fá á heimasíðu fyrirtækisins www.kalka.is Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til ingtor@kalka.is fyrir 1. september 2014.
12
-aðsent
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR
pósturu vf@vf.is
■■ Skúli Skúlason, formaður KSK, skrifar:
Upphaf samvinnuverslunar á Suðurnesjum
Kronbúðin Aðalgötu 10 Keflavík. Sölvi Ólarsson verslunarstjóri og Guðbjörn Þorsteinsson sendill.
U
pphaf félagsverslunar á Suðurnesjum er að öllum líkindum að finna í Garði og Leiru, en á árunum 1890 til 1892 hvatti sr. Jens Pálsson, prestur í Útskálum, reglulega til þess að stofnað yrði pöntunarfélag til að bæta kjör fólks í hreppnum. Þegar til kom var félagssvæðinu skipt í deildir og voru deildastjórar þeir Benedikt Þorláksson, Eiríkur Torfason og Þorsteinn Gíslason. Þeir söfnuðu pöntunum í vörur og loforðum manna um fiskafurðir til greiðslu. Umboðsmaðurinn var í Newcastle. Vel gekk að skipuleggja og tryggja viðskiptin og leiddu þau til þess að fólk fékk vörur á lægra verði en áður hafði tíðkast og sömuleiðis hærra verð fyrir sínar vörur en greitt hafði verið hjá kaupmönnum í Keflavík. Kaupmenn í Keflavík litu þennan samvinnufélagsskap illu auga og reyndu hvað þeir gátu til að hnekkja viðgangi hans. Þegar Jens flutti úr héraðinu tók Þórður Thoroddsen læknir í Keflavík við félaginu. Þann 14. desember 1904 var boðað Alls 27 sjómenn úr Keflavík stofntil stofnfundar samtaka til að uðu deild sem kölluð var „Báran bæta hag sjómanna og fjölskyldna nr. 6“. Árið 1906 stofnaði deildin þeirra, svipað og sjómannafélagið svo pöntunarfélag sem starfaði Báran í Reykjavík hafði gert 1894. all lengi, líklega til 1920. Það var
Senn líður að Ljósanótt
Hluti af dagskrá Ljósanætur hefur verið að sleppa helíumfylltum blöðrum og sjá þær stíga til himins. Blöðrurnar hafa lengi verið vinsælar við ýmis tilefni s.s. til skreytinga, til skemmtunar fyrir börn og til að sýna góðum málefnum stuðning. Þó blöðrurnar séu til skemmtunar til skamms tíma geta þær valdið skaða, skemmst er að minnast útkalli lögreglu og björgunarsveita þegar vegfarandi taldi sig sjá fallhlíf fara í sjóinn þegar um var að ræða tvær helíum blöðrur en skaðinn getur verið enn meiri. Helíum er sennilega þekktast sem fram á hvernig skipta megi efnpartýblöðru-gas og óvíst að margir inu út fyrir aðra kælimiðla. Aðalátti sig á hversu dýrmætt gasið notkun helíums í heiminum er er. Nú í seinni tíð hefur borið á sem kælivökvi á segulómunartæki helíumskorti. Almenningur hefur (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en helst orðið var við þann skort þegar einnig er það notað sem kælimiðfalast er eftir helíum í blöðrur. En ill við framleiðslu hálfleiðara og í það eru aðrir og veigameiri þættir kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. sem munu breytast þegar helíum- Helíum er einnig notað í loftbelgi skortur verður viðvarandi. Helíum til mælinga svo sem við háloftaer léttara en andrúmsloft og er það veðurmælingar, það er notað við létt að þyngdarafl jarðar heldur því framleiðslu á ljósleiðara, á rannekki svo það stígur upp og kemst sóknarstofum, í eldsneytistönkum út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er geimflauga og í innöndunargasi ekki framleitt heldur finnst það t.d. í súrefnistönkum kafara. Við með jarðgasi þar sem jarðvegur notum helíum í margvíslegum er nægilega þéttur. Fá svæði hafa tilgangi til að styðja við lífsmáta helíum í vinnanlegu magni og er okkar og afleiðingar af skorti efnisum 75% af vinnslu alls helíums í ins mun valda verulegum vandBandaríkjunum. Suðumark helí- ræðum. Í ljósi ofangreindra staðums er nálægt alkuli eða -267 °C reynda er vert að velta því fyrir sér og er efnið í fljótandi formi besta hversu nauðsynlegt það er fyrir kæliefni heims, og enn er ekki séð okkur að velja rétta notkun á auð-
svo VSFK sem stofnaði pöntunarfélag í Keflavík árið 1933 sem 33 félagsmenn stóðu að. Félagið sameinaðist síðan Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis (KRON) árið 1937 þegar félagið opnaði verslun við Aðalgötu 10 í Keflavík. Fyrsti framkvæmdastjóri verslunarinnar var Ragnar Guðleifsson, vinsæll og farsæll verkalýðsleiðtogi, en auk hans störfuðu þar þau Margrét Arinbjarnardóttir og Sölvi Ólafsson. Árið 1951 voru félagsmenn í deildinni alls 156. Um áramótin 1943/1944 lét Ragnar af störfum og tók Björn Pétursson við starfinu í hans stað. Á vordögum 1945 var samþykkt á aðalfundi að slíta sig frá KRON og stofna sjálfstætt kaupfélag og var stofnfundur Kaupfélags Suðurnesja haldinn um sumarið, nánar tiltekið þann 13. ágúst. Félagsmenn voru í árslok þess árs alls 493. Í dag eru í Kaupfélagi Suðurnesja um fimm þúsund félagsmenn og er kaupfélagið kjölfestueigandi í Samkaupum hf, sem starfrækir 48 verslanir um land allt. Hjá Samkaupum starfa um 900 manns og reksturinn gengur vel.
Með félagskveðju, Skúli Skúlason, formaður KSK lindinni og leggja af helíumnotkun okkur til skemmtunar. Óþarfa umbúðanotkun og ofnotkun plastpoka hefur verið mikið í umræðunni. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu málmbands, í lok á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Plast í hafinu ógnar lífverum aðallega á tvo vegu: líkamlegar hættur, þ.e. þegar lífverur flækjast í því og kafna (sjá t.d. á www.balloonsblow.org) og svo efnafræðilegar hættur, þ.e. lífuppsöfnun á plastögnum inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Flestar sjávarlífverur sem taka inn í sig plast eiga í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar geta það ekki sem getur valdið kvalarfullum dauðdaga. Þegar helíumfylltum blöðrum er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þó blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum sem við viljum alls ekki vera án t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Eins og allir vita þá er plast umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingin af því að sleppa helíumfylltum blöðrum verður að vera okkur öllum kunn, þær eru vissulega fallegar og tignarlegar á leið til himins – en er það þess virði? Undirritaðar hvetja Reykjanesbæ til þess að snúa setningarathöfn Ljósanætur í langlífari og umhverfisvænni skemmtun. Góða skemmtun á Ljósanótt, Ásdís Ólafsdóttir líffræðingur Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur
-afþreying
Elskar spennu og drama Íþróttafræðingurinn Guðrún Bentína Frímannsdóttir er 26 ára gömul, uppalinn Grindvíkingur. Hún er fyrirliði meistaraflokks kvenna í Grindavík í knattspyrnu en hún þjálfar einnig yngri flokka hjá félaginu. Hún elskar spennu og dramaþætti og segir að hip-hop tónlist komi sér alltaf í gírinn.
Guðrún Bentína á eins árs gamlan son, Eið Aron, með Marteini Guðbjartssyni.
Bókin Síðasta bók sem ég las var í byrjun sumars og var það bókin Sandmaðurinn eftir Kepler. Móðir mín hafði nýlokið við að lesa hana og fannst hún svo góð að ég ákvað að lesa hana líka. Bókin var virkilega góð og gat ég varla lagt hana frá mér. Sandmaðurinn er glæpasaga og fjallar um systkini sem hverfa á barnsaldri og eru svo lýst látin stuttu seinna. Sjö árum seinna finnst bróðirinn svo á lífi og hefst lögreglan þá við að rannsaka málið upp á nýtt. Mæli eindregið með að fólk lesi hana. Tónlistin Ég myndi segja að smekkur minn á tónlist sé mjög víðtækur. Mér finnst ótrúlega gaman að hlusta á hip hop tónlist og kemur hún mér ávallt í gírinn. Atmosphere er í miklu uppáhaldi hjá mér og Kanye West. Drottningin Beyonce er náttúrulega æðisleg líka. Ég er lítið fyrir rokk og hlusta ekki mikið á þannig tónlist.
Sjónvarpsþátturinn Ég verð að viðurkenna að þættir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Nýlega hef ég verið að horfa á Teen Wolf með vinkonu minni og sitjum við límdar við skjáinn þessa dagana að horfa. Annars hef ég verið að fylgjast með Gossip girl, Desperate Housewives, Scandal, Mistresses, Greys Anatomy, Mentalist, Castle, Arrow og Blacklist (já ég elska spennu og dramaþætti). Ég gæti reyndar talið upp fleiri þætti sem ég er að fylgjast með en læt þetta gott heita.
póstur u eythor@vf.is
Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Jóhannsson Vallarbraut 6, Reykjanesbæ
lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 14.00.
Elísabet Vigfúsdóttir, Vignir Guðmundsson, Jadvyga Usvaltiene, Ásthildur Guðmundsdóttir, Hafsteinn Benediktsson, Ingvar Guðmundsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
■■Sandgerðisdagar verða haldnir 25. – 31. ágúst:
Viðamikil bæjarhátíð Sandgerðinga
S
á sínum stað og öllum boðið til kaffisamsætis. Þetta er áfengislaus skemmtun og eru allir velkomnir, börn og fullorðnir. Á fimmtudag verður Hnátumót KSÍ haldið á N1 vellinum í Sandgerði þar sem hópur hæfileikaríkra stúlkna keppa í knattspyrnu. Diskótek verður fyrir yngstu kynslóðina í félagsmiðstöðinni Skýjaborg og um kvöldið verður síðan hin vinsæla Lodduganga fyrir fullorðna fólkið.
Ljósanótt á Nesvöllum Fimmtudaginn 4. september Sagnakvöld á Ljósanótt 4. september kl. 20 á Nesvöllum Kl. 20:00: Minnst 20 ára afmælis Reykjanesbæjar
Ítarleg dagskrá Sandgerðisdaga verður sett inn á vef Sandgerðisbæjar og á facebooksíðu Sandgerðisdaga.
Heimsendingar: fimmtudag - sunnudags
hf
ía
-e
Fa c
-S
eb o
ok
:
er
an dg
Mánudag – pub quiz með Fríðu og Erni, húsið opnar kl. 20.00. Þriðjudag, miðvikudag, fimmtud – pizzatilboð. Miðvikudag – Bjórkvöld, 2fyrir1 af bjór af krana, frá 21.00-23.00. Fimmtudag – Trúbbinn Einar Örn heldur uppi stuðinu frá 22.00. Tvennutilboð á barnum. Föstudag – Einar Örn verður í föstudagsgír og spilar frá 00.00. Tvennutilboð á barnum. Laugardag – Loksins loksins Svakalegt ball með SKÍTAMÓRAL í Samkomuhúsinu!! 20 ára inn. 50 miðar í forsölu á Mamma Mía 2.500.3.000.- við inngang - húsið opnar kl. 23.00.
ði
DAGSKRÁ Á SANDGERÐISDÖGUM
aM
Föstudaginn 5. september Kl. 20:00: FEBS stendur fyrir árlegu harmonikkuballi á Nesvöllum
gangur verður í Þekkingarsetrið bæði laugardag og sunnudag en þar er margt skemmtilegt að sjá og gera. Hátíðarsvæðið við Grunnskólann mun iða af lífi frá kl. 13 en þar verður markaður, leiktæki, hestar, gokart, mótorhjól , fornbílar og margt fleira. Hin vinsæla söguferð um Sandgerði í boði Hópferða Sævars verður á sínum stað kl. 14.00 þar sem Reynir Sveinsson leiðsögumaður mun segja frá. Á útisviðinu verður skemmtileg dagskrá allan daginn þar sem Pollapönkarar koma m.a. fram. Um kvöldið hefst dagskráin með hverfa- og litagöngu frá Vörðunni. Flott dagskrá heldur síðan áfram á útisviðinu þar sem meðal annars er boðið er upp á taekwondosýningu, Jón Jónsson, brekkusöng, Klassart og fleira. Dagskránni við grunnskólann lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu en að henni lokinni verður dansleikur með Skítamóral í samkomuhúsinu. Á sunnudag verður svo hátíðarmessa í Hvalsneskirkju og markar hún upphaf Hallgrímshausts í Hvalsnessókn í tilefni af 400 ára fæðingarafmæli Hallgríms Péturssonar. Eftir messu verður Hallgrímshlaup / ganga frá Hvalsneskirkju að Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði og verður frítt í sund að hlaupinu loknu.
am m
Félag eldri borgara á Suðurnesjum efnir til bæjarstjórnarfundar á Sagnakvöldi á Ljósanótt fimmtudaginn 4. september á Nesvöllum kl. 20 til þess að minnast tuttugu ára afmælis Reykjanesbæjar en 11. júní 1994 voru Keflavíkurbær, Njarðvíkurbær og Hafnarhreppur sameinaðir í eitt sveitarfélag, Reykjanesbæ. Til þess að minnast þessa merka atburðar og afmælis Reykjanesbæjar eru boðaðir til fundarins: Ellert Eiríksson bæjarstjóri Keflavíkur, Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Kristján Pálsson bæjarstjóri Njarðvíkur, Sólveig Þórðardóttir forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur og Borgar Jónsson og Sigrún Dröfn Jónsdóttir hreppsnefndarmenn í Hafnarhreppi.
Á föstudag verður myndlistarsýning Sigríðar Rósinkars opnuð í Listatorgi. Einn af hápunktum dagsins er síðan knattspyrnukeppni milli Norðurbæjar og Suðurbæjar. Boðið verður upp á saltfiskveislu f yrir keppendur að henni lokinni. Á sama tíma verður sápubolti og bronskeppni fyrir yngri kynslóðina við grunnskólann og um kvöldið verður haldið unglingaball þar sem hljómsveitin Úlfur Úlfur spilar. Söngva- og sagnakvöld verður í Efra Sandgerði og ball með Ingó og Veðurguðunum í samkomuhúsinu. Á laugardag verður golfmót, dorgveiði, söguferð og kajakasiglingar. Vöfflukaffi og handverksmarkaður verður í Miðhúsum og ókeypis að-
M
andgerðisdagar verða haldnir í Sandgerði dagana 25. – 31. ágúst. Dagskráin hefst á mánudag og lýkur á sunnudag en hápunkturinn verður laugardaginn 30. ágúst. Hátíðarsvæðið verður við grunnskólann eins og á síðasta ári og þar verður skemmtileg dagskrá allan daginn. Eins og áður sagði hefst dagskrá snyrtvörukynningu og spjall hátíðarinnar strax á mánudeginum með Matta Ósvald. með móttöku nýrra Sandgerðinga í Á miðvikudag verður formleg Vörðunni síðdegis og um kvöldið setningarhátíð Sandgerðisverður Pub quiz á veitingastaðnum daga í Grunnskólanum í SandMamma mía. Sandgerðisdagagöt- gerði með leik- og grunnskólaurnar í ár eru Miðtún, Norðurtún börnum. Síðdegis verður opið og Stafnesvegur og bjóða íbúar við hús í tónlistarskólanum þar sem þessar götur bæjarbúum og gestum boðið verður upp á lifandi tóní skemmti- og markaðsstemmingu list og veitingar. Hátíðardagskrá á túninu milli Miðtúns og Stafnes- verður í safnaðarheimilinu um vegar. Listatorg er opið alla daga kvöldið þar sem fram koma m.a. vikunnar frá kl. 13:00 - 17:00. Fjöl- Valdimar Guðmundsson, Sigríður breytt úrval af handverki eftir lista- Thorlacius og Kvennakór Suðurog handverksfólk úr Sandgerði og nesja. Að dagskrá lokinni verður slegið upp gömludansaballi fyrir víðar af Suðurnesjum. Á þriðjudag verður hið vinsæla alla fjölskylduna þar sem Harpa pottakvöld kvenna í sundlauginni danskennari sem margir kannast í Sandgerði. Þar verður m.a. boðið við úr Dansskóla Heiðars Ástvaldsupp á tískusýningu með prjóna- sonar mun m.a. aðstoða við dansvörum frá konum í Sandgerði, sporin. Hnallþórukeppnin verður
14
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
■■Gunnar Einarsson byrjar aftur að spila með Keflavík
„Maður er ekkert að fara í þetta til þess að vera bara með“ K
eflavík hefur samið við bakvörðinn Gunnar Einarsson um að hann leiki með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta í vetur. Gunnar lék síðast með Keflavík tímabilið 2010-2011 en hann á að baki afar farsælan feril með liðinu. „Mig langar að taka þátt í þessu verkefni. Mér líst vel á þjálfarann og strákana, eins er Damon að koma aftur og því held ég að þetta geti orðið rosalega skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnar en viðræður voru hafnar milli hans og Keflvíkinga áður en Damon ákvað að taka slaginn. Damon hafði þó talað um það við Gunnar að það væri gaman ef þeir félagar tækju eitt tímabil saman í viðbót og hlakkar þá báða til að mæta aftur á heimaslóðir. Gunnar starfar sem einkaþjálfari þar sem hann þjálfar menn í fremstu röð líkt og Jón Arnór Stefánsson og Hauk Helga Pálsson sem báðir spila með íslenska landsliðinu í körfuknattleik. Hann segir að það hafi kveikt áhugann hjá honum að æfa og spila smá körfubolta með þessum strákum. „Hvað varðar líkamlegt atgervi þá sá ég að hugsanlega hefði ég eitthvað smá fram að færa. Ég er miklu betur í stakk búinn núna en þegar ég hætti,“ segir Gunnar. Bakvörðurinn reyndi hefur aðeins æft í sumar með ýmsum góðum köppum, en þeirra á meðal hafa verið landsliðsmenn. „Ég varð mér a.m.k. ekki til skammar á þeim æfingum,“ segir Gunnar og hlær. „Ég er ekkert að koma þarna inn til þess að vera einhver hetja. Ég er að koma þarna til þess að stækka hópinn og vonandi fá einhverjar mínútur ef ég á það skilið. Ég vonast til að miðla af reynslu og efla vonandi þessa stráka sem eru þarna
fyrir.“ Strax er byrjað að ræða um það að Gunnar sé í betra líkamlegu ástandi en þegar hann hætti. „Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég hef auðvitað ekki verið að æfa körfubolta af krafti, en ég kemst þótt ég hægt fari. Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar. Fólk talar um að maður sé í svakalegu formi en hver dæmir um það, er maður í formi ef maður er með sixpack? Þetta er ósköp vítt hugtak,“ segir Gunnar léttur. Hvernig metur Gunnar annars möguleika Keflvíkinga í vetur? „Maður er ekkert að fara í þetta til þess að vera bara með og stefnir
á hæstu hæðir með liðinu eins og alltaf. Þó svo að maður sé orðinn aðeins eldri þá verður maður bara að vera klókari upp á það að halda sér ferskum.“ Gunnar er einmitt að þjálfa marga af leikmönnum Domino’s deildarinnar en hann segir að það komi ekki til með að trufla hann mikið, enda sé hann fagmaður fram í fingurgóma. „Maður umbreytist þegar maður fer inn á parketið í þessar 40 mínútur. Þá eru vinir manns ekkert lengur vinir manns, það er bara þannig. Svo tölum við bara saman þegar sturtan er búin,“ segir Gunnar og hlær.
Flottir sigrar hjá ungu Suðurnesjakylfingunum XXBirkir Orri Viðarsson og Zuzanna Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja sigruðu í flokki 14 ára og yngri á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri um síðustu helgi. Birkir Orri lék frábært golf báða dagana og vann með sex högga mun og lék fyrri 18 holurnar á einu höggi undir pari við frekar erfiðar aðstæður. Birkir Orri hefur verið í toppbaráttunni í sumar og varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Birkir Orri lék á 70 og 74 eða 144 höggum en Ingvar A. Magnússon GR varð annar. Virkilega frábær frammistaða hjá Birki í sumar.
Zuzanna Korpak sló núna yngri systur sinni, Kingu, við en sú yngri hafði sigrað á 3 af 4 mótum sumarsins fyrir þetta mót. Zuzanna lék sitt besta golf í sumar og var á 89 og 87 höggum eða 176 höggum en Kina systir hennar varð önnur á 191 höggi. Suðurnesjakylfingarnir Karen Guðnadóttir og Guðni F. Carrico stóðu sig líka vel á Eimskipsmótaröðini en Karen varð í 3. sæti og Guðni í 4.-5. sæti.
Skeggið fékk að fjúka eftir langþráð mark - Grindvíkingar að rétta úr kútnum
XXGrindvíkingurinn Marko Valdimar Stefánsson hefur verið fúlskeggjaður síðan í vor. Ástæðan er sú að hann ákvað áður en keppnistímabilið í fótboltanum hófst að skerða ekki skegg sitt fyrr en hann næði að skora mark. Síðan eru liðnir u.þ.b. fjórir mánuðir og skeggið orðið myndalegt eftir því. Reyndar er Marko á því að það hafi ekkert verið svo myndarlegt. „Þetta var orðið frekar ljótt og mikill léttir þegar það fékk að fjúka, “ segir Grindvíkingurinn sem skoraði loks í 2-0 sigri gegn KV á dögunum. „Kærastan sagði mér að henni hafi verið alveg sama um skeggvöxtinn, en ég held að það hafi ekki alveg verið satt,“ bætir hann við. „Ég ákvað að setja smá pressu á færi upp í efstu deild eftir að hafa mig og safna þessu skeggi þangað verið ansi nærri því í fyrra. „Við til ég myndi setja hann, “ segir erum að fara allt of seint í gang í varnarmaðurinn Marko sem er sumar, en við erum á réttri braut ekki þekktur fyrir að skora mikið, með þrjá sigra í röð þar sem en hann hafði ekki ennþá náð að við höfum haldið hreinu,“ segir skora fyrir Grindavík í meistara- Marko en Grindvíkingar töpuðu flokki. Hann lék með Njarðvík svo reyndar á þriðjudag gegn árið 2008 og 2010 þar sem honum Þrótturum 2-1. Markmið Grindtókst þó að skora. „Ég fagnaði víkinga var að sjálfsögðu að berjast eins og óður maður í svona 30-40 um sæti í efstu deild en það virðist sekúndur þar sem ég þóttist vera ennþá raunhæfur möguleiki. „Ég að raka mig. Strákarnir glöddust tel að menn hafi áttað sig á því að fyrir mína hönd þar sem þeir vildu markmiðin hafi breyst eftir því losna við skeggið, það var ekki sjón sem leið á tímabilið. Við erum að að sjá mig,“ segir miðvörðurinn í taka einn leik í einu og reyna að léttum tón. Marko er fæddur árið hafa gaman af þessu. Ég get alveg 1990 en hann getur spilað sem viðurkennt að það var ekki gaman miðvörður og miðjumaður. í byrjun sumars, en smátt og smátt Sumarið hefur ekki verið eins og er þetta að verða skemmtilegt búist var við hjá Grindvíkingum aftur,“ segir hinn nýrakaði Marko en margir bjuggust við því að liðið að lokum.
■■Útlitið svart hjá Suðurnesjaliðunum
Njarðvíkingar og Sandgerðingar á botninum í 2. deild
S
taðan er fremur slæm hjá Suðurnesjaliðunum Njarðvík og Reyni sem leika í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðin sitja á botni deildarinnar og útlit fyrir að annað, eða bæði lið muni falla í 3. deild í
-
haust. Bæði lið töpuðu leikjum sínum um helgina. Njarðvíkingar töpuðu fyrir toppliðinu Fjarðarbyggð fyrir austan 3-0, á meðan töpuðu Sandgerðingar líka 0-3 á heimavelli sínum gegn Sindramönnum.
Næstu leikir eru skiljanlega mikilvægir en Njarðvíkingar taka á móti Völsungum, sem er sæti fyrir ofan Suðurnesjaliðin, á laugardag. Sandgerðingar leika hins vegar gegn Aftureldingu á útivelli í kvöld, fimmtudag.
smáauglýsingar TIL LEIGU
TIL SÖLU
Stúdíó íbúiðir og bílskúrar til leigu að Vatnsnesvegi 5, Keflavík. Frá 50 fm. að stærð. Íbúðir á kr. 70.000 pr. mánuð en bílskúrar frá kr. 50.000. Studio apartments and garage for rent. Size from 50 sam. Price from 70.000 for apartment and 50.000 for garage. Fyrirspurnir/requests: vatnsnesvegur@outlook.com
Allt þarf að seljast til dæmis: Endúró 80 CC, Gúmmíbátur með rafmagnsmótor, Iðnaðarriksuga, Tvær frístigkistur, Þrjár stærðir stigar, stórt útikrill, ræktunarkerfi, göngubraut, bekkur og Allskonar heimilisdóttur. Holtsgata 36. Frá 1 til 5. Laugardaginn Sunnudaginn
Til leigu 350 m2 atvinnuhúsnæði með fiskvinnsluleyfi á Hrannargötu.Uppl. í símum 860 8909 og 895 8230. 80 til 130 fm2 Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu í Reykjanesbæ. Lágmarks lofthæð eru 4 metrar, stór keyrsluhurð æskileg. Upplýsingar í síma 895-6641
Þrjár hliðar (fortjald) þriggjametra markisa. Lítið notuð. Upplýsingar í síma 846-3422.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
+ www.vf.is
83% LESTUR
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. ágúst 2014
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
■■Keflvíkingar töpuðu gegn KR í bikarúrslitum:
Ekki dagur Keflvíkinga - Tímabilið í hnotskurn þar sem Keflvíkingar fá mark á sig í blálokin
Hörður skoraði og átti hörkuskot í stöng í stöðunni 1-1.
verið nálægt því. Það dettur inn og við náum að klára þetta mót á góðan hátt.“
Einar Orri og Sigurbergur súrir á svip.
K
eflvíkingar töpuðu fyrir KR-ingum í úrslitaleik Borgunarbikarsins 2-1. Sigurmark KR kom í uppbótartíma en það var Kjartan Henry Finnbogason, sem einmitt er bróðursonur Kjartans Más verðandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem skoraði markið. Keflvíkingar komust yfir snemma leiks en þá skoraði Hörður Sveinsson gott mark eftir að Frans Elvarsson hafði unnið boltann af harðfylgi og sent á Hörð. KR náði reyndar að jafna örskömmu síðar með marki eftir hornspynu. Staðan 1-1 í hálfleik en Keflvíkingar áttu skot í stöng þegar framherjinn Hörður vippaði snyrtilega yfir markvörð KR-inga. KR-ingar voru með boltann bróðurpartinn af síðari hálfleik án þess þó að skapa sér teljandi færi. Það var svo sem blaut tuska í andlitið Keflvíkinga þegar KR-ingar skoruðu sigurmarkið í blálokin þegar allt stefndi í framlengingu. lengi án boltans þá verður maður þreyttur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari í lok leiks. „Það var vont að ná forystu og fá svo á
PIPAR\TBWA • SÍA • 133146
„Við vorum bara orðnir þreyttir held ég. Við náðum að koma í veg fyrir opin færi hjá þeim nánast allan leikinn. Þegar maður er svona
okkur mark úr horni í kjölfarið. Það er talsvert lykilatriði í þessum leik.“ Eins og svo oft hefur gerst í sumar þá fengu Keflvíkingar á sig mark sem kostaði þá dýru verði. „Ef maður talar mikið um einhvern hlut þá fer maður að trúa á hann, en það er staðreynd að við höfum verið að fá mikið af mörkum á okkur í lok leikja,“ segir Kristján. Hann vonast til þess að Keflvíkingar láti ósigurinn ekki hafa áhrif þeirra í deildinni. „Okkar markmið er að klára mótið í efri hlutanum. Við erum búnir að vera þar og verðum vonandi áfram. Við höfum ekki verið að ná í marga sigra undanfarið en við höfum
Alveg ótrúlega súrt Haraldur Guðmundsson fyrirliði var skiljanlega svekktur í leikslok að sjá á eftir bikarnum í hendur KR. „Ótrúlega svekkjandi fyrst og fremst miðað við hvernig leikurinn spilast. Það gekk mjög vel upp að loka á ákveðin svæði hjá þeim og við skoruðum gott mark í byrjun leiks. Þeir jafna svo úr horni sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Mér finnst við svo fá ákveðin augnablik í leiknum sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Svo fáum við á okkur mark í lokin sem er alveg hreint ótrúlega súrt.“ Hinn reyndi Jóhann Birnir Guðmundsson var að koma í annað sinn á ferlinum í bikarúrslitum. Eftir 17 ára bið hefði Jóhann sjálfsagt viljað að útkoman yrði önnur. „Við hefðum þurft að halda forskotinu lengur og þá hefðum við fengið fleiri tækifæri til þess að sækja hratt á þá. Þetta var bara ekki
okkar dagur, seinni hálfleikur var slakur. Það virðist vera að þetta sé tímabilið í hnotskurn, þetta er allavega ekki í fyrsta skipti sem við fáum mark á okkur á síðustu mínútu, það er orðið frekar þreytt. Svona er boltinn, það má ekki klikka einu sinni þá fær maður mark á sig. Þetta var erfiður leikur, þeir voru mikið með boltann og við að elta. Það dregur úr manni að hlaupa mikið án bolta.“
Bambo Nature
Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega.
Sölustaðir Bambo Nature
Bambo Nature – er annt um barnið þitt.
vf.is
-mundi
Er ekki ágætt að kennarar haldi sig bara við prikin?
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014 • 32. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
■■Endurmenntunardagar grunnskólanna:
Kennarar hristir saman í Stapa
VIKAN Á VEFNUM Jóhann D Bianco Afi Jói heitinn kom til mín í draumi um daginn einu sinni sem oftar rétt áður en ég flaug út til Manchester, og sagði að sér langaði alveg svakalega í nýju United treyjuna. Þar sem að hæg voru nú heimatökin um helgina að þá græjaði ég gamla og treyjaði kappann upp fyrr í kvöld. Nú held ég að kallinn sé sko sáttur! Úrsúla María @ ursulamariaa Þegar sólin loksins kemur þá er 40m/ sek og skít kalt
Braut dræverinn eftir ráðleggingar frá Erni Ævari K
ennarar og stjórnendur grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði fylltu Stapa á Endurmenntunardögum í liðinni viku. Víkurfréttir litu við og hittu þar m.a. Láru Guðmundsdóttur, skólafulltrúa hjá Fræðsluráði Reykjanesbæjar. Lára segir að Endurmenntunardagarnir séu skipulagðir af Fræðslusviðinu en í ár hafi þátttakendur getað valið um sextán mismunandi námskeið. „Í upphafi skólaárs eru skipulagðir tveir slíkir endurmenntunardagar fyrir kennarana í þessum sveitar-
félögum og er þetta annað árið í röð sem þetta fyrirkomulag er. Það hefur gengið vel og mælst vel fyrir meðal þátttakenda. Kennarar og stjórnendur koma með hugmyndir að námskeiðum sem henta starfi skólanna hverju sinni,“ segir Lára. Endurmenntunardögum lauk með sameiginlegum haustfundi þar sem hlýtt var á fyrirlestra og kynningar og hóparnir hristir saman. Lögð var áhersla á mikilvægi starfs kennarans og markað upphaf að nýju skólaári í grunnskólunum, sem hefst á föstudag.
Kennarar úr Grunnskólanum í Sandgerði eiga góðar stundir saman á golfvellinum nokkrum sinnum á ári og nýverið var efnt til keppni. Þar fékk dræver sem kylfingurinn kunni Örn Ævar Hjartarson á að finna fyrir því hjá vinnufélaga Arnar – en skaftið á drævernum kubbaðist í sundur eftir upphafshögg sem Hlynur Þór Valsson átti. Örn Ævar segir að líklega hafi ráðleggingar frá honum sjálfum verið lykillinn að því að skaftið brotnaði en hér fyrir neðan er lýsing hans á atvikinu. „Ég var að leika golf með vinnufélögum mínum eins og við gerum alltaf á vorin og haustin. Eins og gengur þá eru menn misgóðir í þessari íþrótt og vinnufélagi minn og góður vinur, Hlynur Þór Vals-
son fékk lánaðar kylfurnar hjá mér á þessum hring. Við spiluðum greensome þannig að allir þurftu að dræva. Eftir fyrstu holurnar fékk hann þá ráðleggingu frá mér að tía boltann svolítið hærra. Það gekk ekki betur en það að höggið kom allt á skaftið á kyflunni með þeim afleiðingum að hann skaftið kubbaðist í tvennt. Hann var í miklu meira sjokki en ég eftir þetta en það var pínu svekkjandi að þetta var dræver sem ég keypti fyrir þremur vikum og hafði hentað mér ágætlega. Það hlýtur að vera hægt að fá eitthvað þokkalegt skaft í hausinn þannig að maður geti notað kylfuna aftur. Tiltækið „You break it. You buy it“ var notað nokkuð mikið það sem eftir var að deginum,“ segir Örn Ævar Hjartarson.
ALLT FYRIR
HEIMILIÐ á LægRA vERÐI!
BoRvéL
2 rafhlöður
8.995 kr.
HáþRýsTIdæLA
13.995
10.995 kr. 14.995
25%
Háþrýstidæla C105 6-5 105 bar, kapall og slanga 5 m 440 ltr/klst. 5254249
ALLAR pönnuR FRá BEkA
pAnnA vITA
AFsLáTTuR
5245999
Á allar hellur 24 CM.
5.549 kr.
HAndB ókIn E
R ko M In ÚT
7.399
2006509
HARÐpARkET
20%
1.290 kr/m
Lady Vegg 10, hágæða innimálning Einstaklega slitsterk, fyrir stofuna, svefnherbergið og baðherbergið Notast á nýjan eða áður málaðan múr.
20% afsl AFsLáTTuR
2
þriggja stafa hnota 6 mm þykkt Borðastærð 1,292 x 193 mm 146938
joTun LAdY
InnIMALnIng
joTun MuR uTIMALnIng
1805482
FRYsTIkIsTA Jotun Akryl Mur, útimálning á stein og múr. Silkimött alkalíþolin 100% akrýlmálning. Notast á nýjan eða áður málaðan múr.
100% A kRýLM
63.900 kr. áLnIn
G-215, 203 ltr. Orkunýting A+
g 2006509
ALLT FRá gRunnI AÐ góÐu HEIMILI síÐAn 1956