Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
f immtudagur inn 2 8. ágúst 2 0 14 • 3 3 . TÖ LUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
■■Skóflustunga tekin að nýrri kísilmálmverksmiðju í Helguvík:
Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon, Mark Giese, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Doron Sanders, stjórnarformaður United Silicon og Karl Þráinsson frá ÍAV tóku fyrstu skóflustungurnar að verksmiðunni. VF-myndir/Eyþór.
Helguvík úr hægagangi
Nánar á vf.is og í Sjónvarpi Víkurfrétta
-hundruð starfa við uppbyggingu verksmiðjunnar og 60 bein störf eftir opnun.
S
kóflustunga að nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík á Suðurnesjum var tekin í gær við hátíðlega athöfn. „Þetta er stór dagur fyrir Suðurnesin í atvinnulegu tilliti, dagur sem við höfum beðið eftir og vonandi bara byrjunin á frekari rekstri í Helguvík,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra en hún tók ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fleirum, skóflustungu að nýrri kísilverksmiðju á lóð félagsins í Helguvík.
FÍTON / SÍA
Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar munu nú hefjast af fullum krafti en jarðvegsframkvæmdir eru þegar hafnar á svæðinu. Verksmiðjuhúsið verður 41 metra hátt og um 5.000 fermetrar að stærð. Þar inni verður risastór ljósbogaofn sem framleiðir kísilmálminn. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016.
einföld reiknivél á ebox.is
„Allir lykilsamningar verkefnisins eru í höfn. Verkefnið er afar umfangsmikið og mun á uppbyggingartíma skapa allt að 300 störf og um 60 störf eftir að verksmiðjan hefur starfsemi. United Silicon verður mikilvæg stoð í íslensku atvinnulífi sem skapar þjóðarbúinu auknar gjaldeyristekjur til framtíðar. Við komum til Reykjanesbæjar fyrst fyrir sjö árum en með þolinmæði og þrautseigju, velvild
og aðstoð margra aðila hefur þetta tekist og er að verða að veruleika,“ segir Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon. Áætlað er að framleiðsla hefjist á vormánuðum árið 2016 og nemi 21.300 tonnum á ári. Stefnt er að því að reisa alls fjóra ofna í verksmiðjunni ef næg orka fæst til þess og þá verður verksmiðjan stærsta kísilverksmiðja í heimi. „Það er búið að tryggja raforku fyrir einn ofn en það eru 35 megavött. Miðað við fjóra ofna þarf kísilverksmiðjan 140 megavött. Við erum búnir að sækja um og fá starfsleyfi fyrir þrjá ofna í viðbót og höfum fengið jákvæð viðbrögð við ofni númer tvö nú þegar. Verksmiðjan er hönnuð með þessa stækkun í huga. Miðað við fjóra
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
ofna verður framleiðslugetan 85.000 tonn á ári. Við stefnum að því að ná þessari framleiðslu á tíu árum,“ segir Magnús. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri í Reykjanesbæ segir að tilkoma verksmiðjunnar hafi mikil áhrif á tekjur hafnarinnar og miðað við áhuga margra fyrirtækja, sem sum hver séu komin vel á leið til Helguvíkur megi áætla að höfnin sem er stórskuldug í dag, verði orðin skuldlaus innan áratugar. Heildarfjárfesting kísilverksmiðjunnar, miðað við fjóra ofna í rekstri, er um 35 milljarðar króna. Fjármögnun verkefnisins er samvinna danskra og hollenskra fjárfesta frá Fondel Group, en lánsfjármögnun verkefnisins og ráðgjöf er í höndum Arion banka.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Magnús Garðarsson, stofnandi verksmiðjunnar með Ragheiði Elínu og Sigmundi Davíð í Helguvík.