Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ
Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
vf.is
f immtudagur inn 12 . júní 2 0 14 • 2 3 . TÖ LUBL AÐ • 35. ÁRGANGUR
LANGAR AÐ LEIKA VONDA KALLINN Keflvíkingurinn og leikarinn Albert Halldórsson segir okkur frá því hvernig áskoranir í leiklistarnáminu hafa breytt lífi hans. SJÁ VIÐTAL Í BLAÐINU Í DAG.
Rallararnir Henning og Árni vilja fleiri malarvegi og minna malbik!
TEAM PUMBA Í BETRA FORMI Rannveig L. Garðarsdóttir stýrir Reykjanesgönguferðum
Notar flautuna óspart til þess að stjórna hópunum
„Við Bryndís erum ekkert að fara“ - sagði Árni Sigfússon á sínum síðasta degi sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann kvaddi samstarfsfólk sitt síðdegis í gær á 20 ára afmæli bæjarfélagsins.
„Við Bryndís erum ekkert að fara. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að við höfum áhuga á að flytjast úr þessum fallega og góða bæ sem búið að er byggja upp. Það segir mest um hvað við erum stolt af þessu samfélagi,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í kveðjuhófi og veislu í tilefni 20 ára afmælis bæjarins, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær. Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að vera svona lengi í þessu starfi. Það hafi verið svo margt sem ýtti á eftir því að halda áfram. Hann rifjaði upp hvað hefði áunnist í ýmsum málefnum og lagði áherslu á hversu mikið hægt er að gera í stærra, sterkara, sameinuðu sveitarfélagi. Vinnubrögðin sem voru þjálfuð upp hér hafi skilað því sem raun var vitni. „Hóparnir sem staðið hafa á bakvið stór verkefni hafa verið tiltölulega fámennir í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Spurður um hvort hann gæti hugsað sér að leiða sjálfstæðisflokkinn eftir fjögur ár segist Árni ekki gera ráð fyrir því þegar hann nálgist sjötugsaldur. „Ég tel að ég verði kallaður til
annarra verkefna. Það er alveg skýrt að á þessum tímamótum er ég að hætta sem bæjarstjóri og mun taka að mér önnur verkefni. Ég vil leggja samfélaginu lið og hef sinnt samfélagsþjónustu frá því ég kláraði skóla. Ég tek að mér verkefni og vinn þau. Ég held að bæjarbúar hafi ekki fundið fyrir mikilli pólitík þótt ég hafi leitt sjálfstæðisflokkinn þessi ár. Ég hef starfað vel með fólki sem hefur aðhyllst aðra stjórnmálaflokka og það hefur starfað vel með mér. “ Árni segir að þegar hafi verið leitað til hans um að taka að sér misjafnlega áhugaverð störf. „Mín þekking snýr mikið að því að sameina krafta og byggja upp og það er á svo mörgum sviðum. Ég hef stundum líkt mér við alkóhólista að því leyti að það má ekki rétta að mér hugmynd, þá er ég dottinn í það. Ég bið bara um að fá að halda mér þurrum í allavega nokkrar vikur,“ segir Árni í gamansömum tón. Árni segist hafa gríðarlegan áhuga á málefnum skólanna og tryggja að árangur sem hafi náðst viðhaldist. Hann beindi síðan orðum sínum að starfsfólki ráðhússins og sagði að með störfum sínum gerði það hlut-
Árni sker sneið af afmælistertu Reykjanesbæjar í kveðjuhófi sem honum var haldið síðdegis í gær. Bryndís kona hans stendur hjá. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson
ina auðveldari fyrir stjórnendur bæjarins. „Það gengur ekki hver sem er inn í ykkar störf og gerir það sem þið eruð að gera.“ Einnig var honum hugleikin ákvörðun þess hóps í kjölfar hrunsins að gefa 10-15% af
vinnu sinni eftir hrun og það væri líklega einsdæmi. „Núna þegar ég kveð í þessu hlutverki er ég mjög bjartsýnn og trúi því að með ykkur er hægt að gera allt vel. Það kemur alltaf maður í manns stað.“
FÍTON / SÍA
ERFIDRYKKJUR einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Chef Örn Garðars Sími 692 0200
2
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
SUMARNÁMSKEIÐ
-fréttir
pósturu vf@vf.is
n Sandgerðisbær:
Nýr meirihluti og Sigrún bæjarstjóri S
Námskeið sem verða í boði fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ sumarið 2014 Listaskóli barna (7 -13 ára) Uppl.: 421-6741 Smíðavöllur/kofabyggð (8-12 ára) Uppl.: 860-4470 Golfnámskeið (7-12 ára) Uppl.: 421-4100 Knattspyrnuskóli Keflavíkur (8.fl.) (4-6 ára) Uppl.: 899-7158 Sundnámskeið (2-12 ára) Uppl.: Keflavík 866-4293/Njarðvík 660-2481 Leikjanámskeið KFUM og KFUK (6-9 ára) Uppl.: 661-9276 Sport- og ævintýraskóli UMFN (6-12 ára) Uppl.: 699-2345 Íþrótta- og útivistarskóli Keflavíkur (6-11 ára) Uppl:. 421-6368 Tölvuleikjaforritun (7-13 ára +) Uppl.: 421-7500 og 862-4772 Reiðskóli Mána (7-13 ára +) Upp.: 891-8757 Sumardans-Danskompaní (6-13 ára +) Uppl.: 773-7973 Flugbúðir Keilis (13 ára +) Uppl.: 578-4091 Tækni- og vísindabúðir Keilis (10-13 ára +) Uppl.: 578-4091 Nánari upplýsingar er að finna í vefritinu Sumar í Reykjanesbæ á vefsíðu bæjarins www.reykjanesbaer.is
ATVINNA
MATRÁÐUR ÓSKAST Hæfingarstöðin, Hafnargötu 90, óskar eftir matráði í 50% stöðu, vinnutími 9:30 til 13:30. Sækja þarf um starfið á http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf/
-listi Samfylkingar og óháðra borgara og D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra hafa gert með sér samkomulag um samstarf í meirihluta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar kjörtímabilið 2014 til 2018. Samstarfið byggir á ábyrgum stefnuskrám bekkja framboðanna þar sem áherslan er á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn og að bæjarbúar fái að njóta þess svigrúms sem skapast í rekstri bæjarsjóðs með lækkuðum álögum og bættri þjónustu. Sigrún Árnadóttir verður áfram bæjarstjóri í Sandgerði. Þá hafa listarnir komist að samkomulagi um að Ólafur Þór Ólafsson verði forseti bæjarstjórnar og Hólmfríður Skarphéðinsdóttir verði formaður bæjarráðs. Stefnt er að því að fyrsti fundur bæjarstjórnar verði þann 18. júní n. og þar verði sameiginleg málefnasýn listanna lögð fram. Á fréttamannafundi sem haldinn var í Sandgerði kom fram ánægja hjá þeim Ólafi Þór og Hólmfríði með að listarnir hafi náð saman um myndun meirihluta. Stærsta verkefnið á komandi kjörtímabili
n Grindavík:
Nýr meirihluti D- og G-lista
B
æjarfulltrúar Sjálfstæðisf l ok k s o g L i st a Gr i n d víkinga hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Samningaviðræður flokkanna gengu vel en samstarfssamningur milli þeirra verður undirritaður í vikunni. Flokkarnir stefna að því að endurráða núverandi bæjarstjóra Róbert Ragnarsson. Þá er samkomulag milli flokkanna að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ. Hjálmar Hallgrímsson, oddviti sjálfstæðismanna verður formaður bæjarráðs fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins og Kristín María Birgisdóttir, oddviti Lista Grindvíkinga verður forseti bæjarstjórnar sama tímabil og svo öfugt.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir oddviti D-lista, Ólafur Þór Ólafsson oddviti S-lista og Sigrún Árnadóttir sem verður áfram bæjarstjóri í Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi
verður áframhaldandi vinna við að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þá verður lögð áhersla á umhverfismál í sveitarfélaginu. Vilji er til þess að sveitarfélagið haldi áfram að kaupa til sín eignir sem áður höfðu verið seldar inn í Fasteign. Þá verða leikskólamál sett á oddinn á komandi kjörtímabili. Í sveitarstjórnarkosningum í Sandgerðisbæ 31. maí sl. hlaut S-listinn
þrjá menn kjörna og D-listinn einn mann. Hlutu listarnir sameiginlega alls 53,85% greiddra atkvæða og samtals fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Strax daginn eftir kosningar hófu fulltrúar listanna að ræða saman um samstarf í meirihluta og hafa nokkrir fundir verið haldnir síðustu daga til að ganga frá samkomulaginu sem nú hefur verið staðfest.
Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers F
– í beinu framahaldi af frágangi lóðar
yrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers. Unnið er á stórum vinnutækjum við að jafna út efri hluta lóðarinnar en neðri hluti hennar er nánast tilbúinn. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í júlí n.k. og þá sé unnt að hefja byggingarframkvæmdir í beinu framaldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Samið hefur verið við Landsvirkjun um orku. Um 160 manns munu vinna við uppbyggingu verksmiðjunnar en um 70 manns
munu starfa þar í 1. áfanga árið 2016. Gert er ráð fyrir að tvöfaldur fjöldi vinni í tengdum störfum. Kísilfyrirtækið Thorsil tilkynnti einnig í síðustu viku um stóran sölusamning á nær helmingi afurða sinna til næstu 8 ára. Í framhaldinu var gengið frá fjárfestingarsamningi við Reykjanesbæ og ríkið. Thorsil áætlar að hefja byggingarframkvæmdir í Helguvík á síðast ársfjórðungi þessa árs. Það verkefni er tvöfalt stærra en fyrsti áfangi United Silicon. Nær 300 manns munu vinna við byggingarframkvæmdir en áætlað er að um 160 manns vinni síðan í verksmiðjunni sjálfri, segir í tilkynningunni.
www.keilir.net
Umsóknarfrestur er til 26. júní. Upplýsingar gefur Fanney St. Sigurðardóttir í síma 420-3250 eða fanney.st.sigurdardottir@reykjanesbaer.is Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar
ATVINNA
AKURSKÓLI Kennara vantar við Akurskóla næsta haust sjá http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Keilir óskar eftir starfsmanni í fullt starf í tölvudeild frá og með ágúst 2014. Leitað er eftir jákvæðum og áhugasömum aðila sem hefur áhuga á því að prófa nýja hluti í tækninni. Skilyrði að viðkomandi sé búsettur á Suðurnesjum. Hæfinskröfur Góð þekking á uppbyggingu og viðhaldi tölvukerfa Úrræðagóður og lausnamiðaður Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfileika Frumkvæði og árvekni ásamt þjónustulund
Umsóknarfrestur er til og með 24. júní næstkomandi. Áhugasamir hafi samband við Björk Guðnadóttur á netfangið bjork@keilir.net eða í síma 578 4000
SIMPLY CLEVER
BÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI 2014
Nýr ŠKODA Octavia Combi Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi ŠKODA Octavia bíl ársins á Íslandi 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk ŠKODA Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Þessi úrslit ættu ekki að koma Octaviaeigendum á óvart, enda hefur það sýnt sig að ŠKODA Octavia er með allra hagkvæmustu, öruggustu, þægilegustu og sparneytnustu bílunum í sínum flokki. Það kemur því ekki á óvart að ŠKODA Octavia var mest seldi bíll á Íslandi árið 2013.
ŠKODA Octavia Combi kostar frá 3.970.000,-
Eyðsla frá 3,8 l/100 km
CO2 frá 99 g/km
Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is
5 stjörnur í árekstrar prófunum EuroNcap
4
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
NautaluNdir dAnSkAR- fRoSnAR kílóverð
Kræsingar & kostakjör
3.789,-30%
-40%
Grísakótelettur M/BEini kRyddAðAR kílóverð VERð áðuR 1.798,-
1.079,-30% bbQ kjúkliNGaleGGir íSfuGl kílóverð VERð áðuR 998,-
Nautakótelettur M/HVíTlAuk oG RóSApipAR 2 stk í pakka VERð áðuR 3.498,-
699,-
2.449,-50%
ferskt lamasNitsel í RASpi kílóverð VERð áðuR 2.673,-
1.978,-
hamborGarar xxl 6x135G fRoSið - án BRAuðA pakkaverð VERð áðuR 1.298,-
999,-
NautaGrillsteik SAnTo doMinGo kílóverð VERð áðuR 3.298,Nautamjaðmasetik dAnSkT - fRoSið kílóverð VERð áðuR 2.498,-
1.998,-
kjúkliNGavæNGir HVíTlAukS kílóverð VERð áðuR 698,-
2.375,-
349,-25% lambasirloiN Grillsteik kjöTBAnkinn kílóverð VERð áðuR 3.298,-
2.474,-
Tilboðin gilda 12. - 15. júní 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
-
5
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014
HJÓLAÐU ÚT Í SUMARIÐ!
-27%
lambalæri - kjötsel BláBERjAkRyddAð kílóverð VERð áðuR 1.898,-
Kauptu 6 fyrir 4 af 2 lítra Kristal með mexican-limebragði. Taktu mynd af kassakvi uninni. Sendu mynd með nafni og símanúmeri á leikur@kristall.is. Þú getur líka sent kvi unina í pósti til Ölgerðarinnar, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Sjá nánar á kristall.is.
1.386,-
-30%
TAKTU ÞÁTT!
GrísaGrillsNeiðar STjöRnuGRíS kílóverð VERð áðuR 1.498,-
1.049,4x2l coke, coke light eða coke Zero ásamt hm bókinnni 2014
lay’s sNakk 4 teGuNdir 1750G pakkaverð VERð áðuR 329,-
299,-
AR
1.498,-
,-
liNdu smábuff 200 G pakkaverð
bláber 125 G Box fRá Spáni pakkaverð VERð áðuR 578,-
fíkjurúllur 200 G pakkaverð VERð áðuR 179,-
249,-
198,við ur ör uv öm u ð s ðiN me er er a v kó óð as a G ð k am áa ás um tó Nd et be oG N
-
kelloGG’s corNflakes 250 G pakkaverð VERð áðuR 279,-
-50 %
289,-
-22 %
140,-
www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
6
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
-viðtal
pósturu vf@vf.is
Eyþór Sæmundsson skrifar
Er ég Reykjanesbæingur? Reykjanesbær er 20 ára í þessari viku. Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust árið 1994 þrátt fyrir skiptar skoðanir íbúa sveitarfélaganna á þeim tíma. Þegar ég er spurður að því hvaðan ég kem þá er svarið jafnan Njarðvík, já eða Reykjanesbæ. Ekki vil ég kalla sjálfan mig Keflvíking en hef þó staðið mig af því að mótmæla því ekki. Alltaf hef ég haldið með Keflavík í fótbolta þrátt fyrir að hafa spilað með Njarðvíkingum alla mína íþróttagöngu. Það var einfaldlega vegna þess að Keflvíkingar léku í úrvalsdeild í fótbolta þegar ég var strákur en Njarðvíkingar voru í 4. deild. Ég skammast mín ekkert fyrir að halda með Keflavík þrátt fyrir að vera Njarðvíkingur að upplagi. Ég hins vegar styð þá grænu í körfuboltanum og óska yfirleitt Keflvíkingum alls hins versta á þeim vettvangi, þannig er ég bara víraður. Ég var 14 ára þegar sameiningin átti sér stað. Þetta var hið heitasta mál og fullorðna fólkinu var mikið niðri fyrir. Ég spáði þá helst í það hvort ég þyrfti að æfa körfubolta með strákunum í Keflavík. Það hélt ég nú ekki. Ætli krakkar núna í dag kalli sig Reykjanesbæinga? Ég er hreint ekki viss. Hverfin verða alltaf skipt og íþróttafélögin munu lifa góðu lífi í Reykjanesbæ, sitt í hvoru horninu þrátt fyrir að samstarf sé sífellt að aukast milli þeirra. Rétt eins og Reykvíkingar eru allir settir undir sama hatt, þá eru þeir samt sem áður t.d. Þróttarar, Víkingar og KR-ingar. Þegar fram líða stundir munu íbúar Reykjanesbæjar væntanlega skipta sér í fylkingar eftir íþróttaliðunum eða skólunum. Sveitafélögin sálugu mun vonandi alltaf lifa í minningunni enda eiga þau öll ríka og langa sögu. Hvort að nafnið Reykjanesbær verði í hávegum haft er ekki gott að segja til um og mun tíminn einn leiða í ljós. Hér í bæ er margt gott sem ber að hampa, einnig er margt sem mætti betur fara. Ég hef náð að horfa á bæinn vaxa og dafna utan frá þar sem ég hef búið fjarri heimaslóðunum nokkrum sinnum. Alltaf kem ég þó til baka. Þar eru ræturnar og það fólk og umhverfi sem ég þekki. Eldra fólkið sagði manni sögur af því að Njarðvíkingar og Keflvíkingar hafi iðulega mæst á „landamærunum“ og slegist með kjafti og klóm. Einfaldlega vegna þess að rígur ríkti á milli bæjanna. Nú er öldin önnur. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta fyrst og hið huglæga og tilfinningar. Mér finnst persónulega sem þessi gamli rígur hafi minnkað umtalsvert og þetta samfélag, sem orðið er 40% stærra en það var árið 1994, er mun samrýmdara og þéttara en áður. Nú 20 árum síðar fyllist ég stolti þegar Reykjanesbær stendur sig vel. Krakkarnir sem hafa náð ótrúlegum árangri í Skólahreysti eru í mínum huga ekki frá Keflavík þrátt fyrir að viðkomandi skóli sé staðsettur þar. Þau búa út um allan bæ og í mismunandi hverfum og eiga foreldra frá báðum hverfum, jafnvel er fólkið þeirra ættað úr Höfnum, þeim mæta stað.
Sumarsýning og sumarbónus hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ
B
ílabúð Benna Reykjanesbæ fagnar sumrinu með bílasýningu laugardaginn 14. júní. Sýningin verður fjölbreytt. Þar verða nýjustu gæðagripirnir úr Chevrolet fjölskyldunni, sem notið hafa mikilla vinsælda meðal landsmanna, fyrir ríkulegan staðalbúnað, sparneytni og hagstætt verð. Auk þess verður sýndur, í fyrsta skipti á Suðurnesjum, nýi sportjeppinn Macan frá Porsche, sem hlotið hefur mikið lof bílagagnrýnenda um heim allan. Einnig skartar sýningin fleiri glæsilegum bílum frá Porsche m.a. hinum rómaða Porsche Cayenne, sem er Íslendingum að góðu kunnur og sportbílnum Boxster. Þá verður til sýnis Rexton jeppinn frá Ssang-Yong, sem nýkominn er til landsins. Í tilkynningu frá Bílabúð Benna er vakin sérstök athygli á veglegum Sumarbónus Chevrolet þar sem Char-broil ferðagasgrill frá Rekstrarlandi og ferðahandbók frá Forlaginu, fylgir öllum nýjum Chevrolet bílum. Bílasýningin er haldin í húsakynnum Bílabúðar Benna, að Njarðarbraut 9, laugardaginn 14. júní, frá kl. 11:00 til 16:00. Boðið verður upp á hressingu og reynsluakstur. Allir eru velkomnir. vf.is
SÍMI 421 0000
Keflvíkingurinn Oddur Ingi Þórsson sendi á dögunum frá sér sína fyrstu sólóplötu. Platan ber nafnið HÆ en hún hefur verið í vinnslu síðustu tvö ár eða svo. Oddur hefur komið víða við í tónlistinni allt frá unglingsárum.
Af hverju ekki að taka upp plötu? Hvað kom til að þú fórst út í það að gera sólóplötu? „Lögin koma til mín reglulega, og hafa alltaf gert. Oftast einhverjar melodíur hér og þar og einhverjir hljómagangar og svo púslast þetta saman. Ég hef alltaf verið í hljómsveitum og hef getað fengið vettvang fyrir mínar pælingar á þeim slóðum. Svo þegar Lokbrá, gamla hljómsveitin mín, hætti var ekki lengur vettvangur fyrir hugmyndirnar mínar svo það lá beint við að ég tæki það á mig að klára þetta bara sjálfur. Af hverju svo ekki að velja nokkur góð lög og taka upp plötu?“ Oddur vann plötuna ásamt Valgeir Gestssyni frænda sínum en sá er gítarleikari og söngvari í Jan Mayen. „Hann hefur verið mér innan handar alveg frá því að ég var fyrst að prófa að spila lögin fyrir framan fólk. Á bassa og trommur spiluðu Guðmundur Óskar Guðmundsson og Axel Haraldsson, báðir úr Hjaltalín, miklir snillingar og saman eru þeir m.a.s. alveg svona hálfur Njarðvíkingur. Sjálfur fékk ég að syngja og spila með á kassagítar. Það var reyndar hugmynd upptökustjórans, Keflvíkingsins Sveins Helga Halldórssonar, að fá Hjaltalíndrengina í þetta verkefni. Hann hafði verið taka upp með þeim og var viss um að þeir myndu smellpassa, sem varð raunin. Þetta er því algjör súpergrúppa, með meðlimum úr Lokbrá, Jan Mayen og Hjaltalín. Svo má alveg nefna það að Sveinn var að vinna íslensku tónlistarverðlaunin 2014 sem upptökustjóri ársins, fyrir plötuna Enter 4.“
samin á pínu „downer.“ Þá getur maður ekki beðið eftir að líða aðeins betur. Maður veit líka að manni á alltaf eftir að líða betur, ef manni líður illa. Þess vegna byggi ég heimspeki mína á því að lífið líði í öldum. Upp og niður, en alltaf reglulegt. Það er auðvitað líka sálarhreinsandi að túlka tilfinningar sínar með tónlist.“ Er þessi plata ekki búin að vera lengi í fæðingu? Það er pínulítið flókið að svara þessu. Hver er meðalmeðgöngutími plötu? Ef ég miða við hvenær elsta lagið á plötunni er samið, þá er það líklega síðan 2006. Mér finnst það samt ósanngjörn nálgun. Ég fór í stúdíóið að taka upp grunnana fyrir rúmum tveimur árum, svo tók ég upp sönginn í fyrrasumar og notaði veturinn í að mixa og mastera. Þetta hljómar bara nokkuð flott þegar ég segi þetta svona. Rétt rúm tvö ár og platan tilbúin. Sjálfur hélt ég að þetta myndi aldrei klárast og var ítrekað að fara yfirum af stressi og pressu. Það er auðvitað öðruvísi þegar maður er einn að snúast í þessu, það er aðalmunurinn við að gera þetta einn eða með hljómsveit, 300% meira vinnuálag (gróflega reiknað). Skipulag og sjálfsagi eru kannski eiginleikar sem ég er ekki þekktastur fyrir, en þetta gat ég og ég er bara gríðarlega stoltur af því. Næst tekur við að reyna að kynna HÆ og spila eitthvað í sumar. En næst á eftir næst veit ég ekki. Ég nota þessa næstu daga í að dreifa plötunni í plötubúðirnar og svo þarf ég bara að koma mér á framfæri og spila eins mikið og ég get. Það er ekkert útgáfufyrirtæki á bak við mig svo ég hef ekkert budget nema orðið á götunni og það þarf að fara sem víðast. Og helst vera jákvætt. Svo það er allt á blússandi uppleið hjá mér og ég hlakka til að koma til Keflavíkur og spila plötuna mína fyrir bæjarbúa.“
Það er auðvitað líka sálarhreinsandi að túlka tilfinningar sínar með tónlist
Ertu að tækla eitthvað sérstakt á plötunni, um hvað fjalla lögin? „Ég myndi segja að þrá um eitthvað betra væri kannski meginstefið. Það er af því að flest lögin eru örugglega
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum
www.kia.com
Nýr Kia Sportage
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 1 3 7 5
Komdu og reynsluaktu
Nýr Kia Sportage í sérstakri World
Cup Edition
Í tilefni af því að Kia er einn aðalstyrktaraðili HM í Brasilíu bjóðum við sérútbúinn Kia Sportage á sérstöku tilboðsverði. Kia Sportage – World Cup Edition: 2,0 dísil, sjálfskiptur, 4wd, leðurinnrétting, bakkmyndavél, 7” snertiskjár, íslenskt leiðsögukerfi, litað gler aftur í og margt fleira.
Sparneytinn og kraftmikill dísilbíll Nú er Kia Sportage kominn í nýrri útfærslu með breyttu útliti, enn betri hljóðeinangrun og skemmtilegum nýjungum. Nýr Kia Sportage er öflugur og sparneytinn sportjeppi sem eyðir frá 6,0 l/100 km í blönduðum akstri. Fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Sportage, svo hún gildir til ársins 2021.
Nýr Kia Sportage 2,0 dísil, beinskiptur 6 gíra, 4wd
Komdu og reynsluaktu, við tökum vel á móti þér.
Verð frá
Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is
Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
5.990.777 kr.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
uðurnes890
asteignasaavík
8
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
-viðtal
pósturu vf@vf.is
n Rannveig L. Garðarsdóttir stýrir Reykjanesgönguferðum:
Notar flautuna óspart til þess að stjórna hópunum
U
Jómfrúarflug TF-KFF hjá Flugakademíu Keilis
N
ýjasta kennsluvél Flugakademíu Keilis TF-KFF flaug jómfrúarflug sitt á Íslandi þann 4. júní 2014. Starfsfólk slökkviliðs Isavia á Keflavíkurflugvelli tók á móti vélinni með konunglegri viðhöfn eftir fyrsta flugið. Um er að ræða fullkomna Diamond DA20-C1 Eclipse vél sem er meðal annars búin Garmin
500 tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Vélin bætist við ört vaxandi kennsluflota Flugakademíu Keilis, en skólinn hefur nú yfir að ráða þrjár vélar af gerðinni DA20, tvær DA40 og eina DA42, sem er fullkomnasta kennsluvél á landinu.
17. júní kaffi Kvenfélagsins Hvatar í Sandgerði
K
venfélagið Hvöt verður með kaffiveitingar í Hvatarkoti (gamla Kaupfélagið) Víkurbraut 11, þriðjudaginn 17. júní kl. 15:00 - 17:00. Verið hjartanlega velkomin til okkar og gæðið ykkur á glæsilegum veitingum. Hoppukastali og andlitsmálun á staðnum. Börn verða að vera í fylgd fullorðinna. Verð: 1500 kr fyrir 15 ára og eldri, 500 kr fyrir 6-14 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri.
Fasteignir verði metnar á varnarliðssvæðinu
H
éraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gærmorgun að Þjóðskrá skuli gera fasteignamat á tólf fasteignum á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú. Reykjanesbær höfðaði málið gegn Þjóðskrá Íslands og Isavia til að fá úrskurð Yfirfasteignamatsnefndar felldan úr gildi, en samkvæmt honum voru eignirnar undanþegnar fasteignamati og fasteignagjöldum. Rúv greinir frá. Fasteignirnar voru undanskildar fasteignagjöldum og mati á meðan bandaríski herinn var á landinu en varnarsamningurinn er enn í gildi þrátt fyrir að herinn hafi farið árið 2006. Málið snerist um hvort fasteignunum hefði verið ráðstafað með sölu eða leigu. Isavia og Þjóð-
skrá báru að umræddar eignir væru í eigu Atlantshafsbandalagsins og því undanþegnar fasteignaskatti. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hinsvegar ekki verið sýnt fram á annað, en að fasteignirnar væru eignir íslenska ríkisins og hluti af varnarviðbúnaði Atlantshafsbandalagsins. Undanþáguheimildin ætti ekki við því búið væri að koma eignunum í önnur not. Næsta mál á dagskrá er því að skoða umfang eignanna og hefja álagningu á grundvelli matsins. Þarna séu umtalsverðir hagsmunir fyrir bæinn enda stórar eignir eins og flugskýlið. Reykjanesbær gæti átt rétt á talsverðum fasteignagjöldum en slík gjöld eru mikill tekjstofn fyrir sveitafélög.
YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is
Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufulltrúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233.
m árabil hefur leiðsögumaðurinn R annveig L. Garðarsdóttir farið vítt og breitt um Reykjanesið ásamt fjölda fólks í virkri og villtri náttúru svæðisins. Rannveig stendur fyrir svokölluðum Reykjanesgönguferðum, sem notið hafa sífellt vaxandi vinsælda frá því að þær hófust fyrst árið 2007. „Ég hafði gaman að því að ganga víða um landið. Ég hugsaði svo með mér að ég þyrfti ekki að fara svona langt í burtu til þess að fara í gönguferð. Ég gekk hérna á svæðinu og komst að því að hér leynast fullt af fallegum hlutum. Í framhaldinu ákvað ég að labba Reykjanesskagann alveg frá Straumsvík og að Grindavík á einu sumri. Ég ákvað að fara einu sinni í viku á sama tíma og þannig gæti ég klárað þetta verkefni á einu sumri,“ segir Rannveig en þetta varð kveikjan að þeim gönguferðum sem Rannveig stendur fyrir í dag. Alla miðvikudaga yfir sumartímann fer hún fyrir hópi göngugarpa sem arka Reykjanesið endilangt. „Ég fór af stað með nokkrum vinum og eftir fyrsta sumarið vorum við margs fróðari um svæðið og uppgötVuðum hve mikil saga leynist hér og hve mikið er hér að sjá. Það kom í ljós að þetta var ofboðslega spennandi svæði.“
þeim sem ekki þekkja til að hér sé ekkert annað en hraun. Það er þó eitt af því sem er svo magnað við þetta hraun okkar. Hér á skaganum er allt svo lifandi, jarðskjálfti er daglegur viðburður hér og maður finnur jörðina hristast undir sér þegar maður gengur í hrauninu. Það er alveg hreint magnað.“
og stærri.“ Rannveig telur að um 600 manns fylgi henni upp um fjöll og firnindi á hverju sumri, en alls eru um 10 gönguferðir yfir tímabilið. Mikill meirihluti eru heimamenn en það finnst Rannveigu afar ánægjulegt þar sem heimafólkið sé sífellt að uppgötva staði sem það vissi jafnvel ekki af. „Utanbæjarfólkið verður svo oft hissa á því sem svæðið hefur upp á að bjóða „ha, er þetta hér, ofboðslega er fallegt hérna,“ segir fólk oft í gönguferðunum,“ segir Rannveig og fullyrðir að hér leynist ógrynni af náttúruperlum. „Hér er mjög fjölbreytilegt landslag. Maður heyrir oft frá
Gönguferðirnar eru miserfiðar en Rannveig telur að allir aldurshópar geti fundið göngu við sitt hæfi. „Ég reyni að höfða til sem flestra, þannig að ungir sem aldnir og fjölskyldufólk geti tekið þátt burt séð frá líkamlegu formi.“ Jafnan er mikið fjör í gönguferðunum og Rannveig eys úr viskubrunni sínum á meðan gengið er um svæðið. „Ég er einræðisherrann í gönguferðunum og nota flautuna óspart til þess að stjórna hópunum,“ segir Rannveig og hlær. „Ég reyni að segja fólki eitthvað fróðlegt og skemtilegt en það er alltaf góð sögustund í nestistímanum,“ segir Rannveig að lokum. Nánar má fræðast um gönguferðirnar á facebook-síðunni Reykjanesgönguferðir.
Hér leynast ógrynni af náttúruperlum Vinahópurinn stækkaði ört í gönguferðunum og fyrir rúmum sjö árum þá skellti Rannveig sér í leiðsögunám til þess að fræðast enn frekar um svæðið. Þá komu að ferðunum styrktaraðilar sem gerðu Rannveigu kleift að gera gönguferðirnar enn vandaðri og betri. „Þetta er orðið virkilega skemmtilegt og hóparnir að verða stærri
-ung
pósturu pop@vf.is
Hitti Hugh Jackman I
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Kennararnir og krakkarnir Hvaða lag myndi lýsa þér best? Bitch Dont Kill My Vibe eða On My Level Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? The Big Bang Theory
ngi Þór Ólafsson er nemandi í 9. bekk í Heiðarskóla. Hann hefur áhuga á sundi og tónlist og myndi fara til útlanda ef hann væri ósýnilegur í einn dag Hvað geriru eftir skóla? Fer að sofa og síðan á æfingu Hver eru áhugamál þín? Sund og tónlist Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði, Samfélagsfræði og Íþróttir En leiðinlegasta? Íslenska Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Kendrick Lamar Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Væri ekkert á móti því að get flogið Hvað er draumastarfið? Verða atvinnumaður í sundi Hver er frægastur í símanum þínum? Arnór Snær Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Hitti Hugh Jackman fyrir nokkrum árum
Besta: Bíómynd?
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Vá... myndi fara á flugvöll og "fá far" til útlanda Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Basic Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Eat, sleep, swim, repeat.
Django: Unchained Sjónvarpsþáttur? Arrow Tónlistarmaður/Hljómsveit? Kendrick Lamar Matur? BBQ rif Drykkur? Vatn Lið í Ensku deildinni? Arsenal Lið í NBA? Miami Heat Vefsíða? Youtube og Facebook
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSKRÁ 2014 Kl. 13:00 Þjóbúningamessa í Keflavíkurkirkju. Allir hvattir til að mæta í þjóðbúning. Séra Skúli S. Ólafsson. Kl. 13:30 Skrúðganga undir stjórn skáta leggur af stað frá Keflavíkurkirkju. Lúðrasveit Tónlistarskólans leiðir gönguna. Dansatriði frá DansKompaní fyrir skrúðgöngu.
Skrúðgarður kl. 14:00 – 16:00 Hátíðardagskrá Þjóðfáninn dreginn að húni: Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Þjóðsöngurinn: Karlakór Keflavíkur Setning: Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar Ávarp fjallkonu: Sandra Lind Þrastardóttir, nýstúdent Ræða dagsins: Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri
Kaffisala
Kl. 14:30 Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í Hvammi við Suðurgötu Kl. 13:00 – 17:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Myllubakkaskóla. Kl. 14:00 -17:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla.
Söfn og sýningar 11:00 - 18:00 Víkingaheimar Munið sendiherrakortin, ókeypis fyrir börn.
Skemmtidagskrá Karlakór Keflavíkur Bryn Ballett Akademían Ávaxtakarfan Danskompaní Ingó Veðurguð Hljómsveitin Klassart
Ungmennagarðurinn 19:30 – 22:00 Tónlist, keppni á brettapöllum, í minigolfi og blakbolta, grillaðir sykurpúðar, andlitsmálun, pylsur og kók selt á staðnum (má líka koma með eigin pylsur og grilla). Nánar á fb Reykjanesbær.
Örlög guðanna: Norræn goðafræði, hljóðleiðsögn. Landnám á Íslandi: Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Víkingar N-Atlantshafsins: Siglingar og landnám norrænna manna. Íslendingur: Skipið sem sigldi til Ameríku árið 2000. Söguslóðir á Íslandi: Kynning á helstu söguslóðum Íslands. 13:00 - 17:00 Duushús, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Bátasafn: Bátafloti Gríms Karlssonar Listasalur: Sumarsýning Listasafnsins, Dæmisögur úr sumarlandinu, einkasýning Karolínu Lárusdóttur
Gryfjan: Hönnun á Suðurnesjum, samstarfsverkefni með Hönnunarklasanum Maris. Bíósalur: Ljósmyndasýningin Þrælkun, þroski, þrá frá Þjóðminjasafni Íslands. Bryggjuhús, Gestastofa: Gömul málverk og ljósmyndir af Duushúsum í eigu safna Reykjanesbæjar. Bryggjuhús, Miðloft: Ný sýning Byggðasafnsins, Þyrping verður að þorpi, saga bæjarfélagsins. Bryggjuhús, Erlingsstofa: Sýning á skúlptúrum Erlings Jónssonar. Bryggjuhús, Ris: Húsið sjálft með því sem fylgir. Rokksafn Íslands, Hljómahöll Opið kl. 12:00-17:00
10
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
Sumarsýning laugardaginn 14. júní
Macan - nýr sportjeppi Porsche hefur tekist að sameina sína bestu eiginleika í nýjum bíl - þetta er sportjeppinn Macan, sem við sýnum nú í fyrsta skipti á Suðurnesjum.
Porsche Macan S Diesel 258 hestöfl • 580Nm tog • CO2 159 g/km Hröðun 6.3 sek. 0-100 km/klst. Eyðsla 6.3 l/100 km í blönduðum akstri. Verð: 11.950.000 kr.
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014
Bílasýning og sumarbónus Bílabúð Benna í Reykjanesbæ fagnar sumrinu með glæsilegri bílasýningu laugardaginn 14. júní. Ti sýnis verða nýjustu gæðagripirnir úr Chevrolet fjölskyldunni, sem notið hafa mikilla vinsælda meðal landsmanna, fyrir ríkulegan staðalbúnað, sparneytni og hagstætt verð. Auk þess verður frumsýndur á Suðurnesjum nýi sportjeppinn Macan frá Porsche, sem hlotið hefur mikið lof bílagagnrýnenda víða um heim. Einnig verða til sýnis fleiri glæsilegir bílar frá Porsche, m.a. hinn rómaði Cayenne og sportbíllinn Boxster. Við bjóðum uppá veglegan Sumarbónus Chevrolet þar sem Char Broil ferðagasgrill frá Rekstrarlandi og ferðahandbók frá Forlaginu, fylgir öllum nýjum Chevrolet bílum.
SUMARBÓNUS CHEVROLET Chair Broil ferðagasgrill og ferðahandbók að eigin vali*
Það verður heitt á könnunni og rjúkandi bakkelsi. Sýningin stendur frá kl. 11:00 til 16:00. Bjóðum alla hjartanlega velkomna. Sumarbónus Chevrolet samanstendur af Char Broil ferðagasgrilli frá Rekstrarlandi og ferðahandbók að eigin vali* frá Forlaginu. *Þú velur á milli eftirfarandi titla: Ferðaatlas, 155 Ísland, Fjallabókin, Íslenskur fuglavísir, Íslensk fjöll og Íslenska fjallahandbókin.
Nánari upplýsingar á benni.is Bílabúð Benna Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330
Opið alla virka frá 9:00 til 18:00 og laugardaga frá 10:00 til 14:00 Opið 14. júní frá 11:00 til 16:00
12
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
n Stundar stöðuga sjálfsrannsókn í námi sínu:
LANGAR AÐ LEIKA VONDA KALLINN Frekar sjaldgæft er að Suðurnesjafólk stundi nám við Leiklistarskóla Íslands. Keflvíkingurinn Albert Halldórsson var meðal 170 umsækjenda þegar hann var valinn í 10 manna hópinn sem kemst inn ár hvert. Hann segir okkur frá því hvernig áskoranir í náminu hafa breytt lífi hans. „Maður kynnist mikið sjálfum sér í náminu því maður er í stöðugri sjálfsrannsókn. Stundum er það skemmtilegt og stundum erfitt. Ég þekki sjálfan mig betur og veit einhvern veginn meira hvað ég vil í lífinu en áður en ég byrjaði í þessu námi,“ segir Albert sem er á öðru ári í skólanum af þremur. Fyrsta árið var að hans mati erfiðara en annað árið. „Við fórum beint út í djúpu á fyrsta ári. Það tókst ágætlega þótt það væri erfitt. Þá lærum við grunnatriði sem kafað er dýpra ofan í á öðru ári.“ Í náminu sjái kennarar um vissa þætti eins og leiktúlkun og hreyfingu og síðan er ráðið inn fólk sem hafi einhver sérsvið. „Leiktúlkunarkennarinn er Stefán Jónsson og ég er mjög ánægður með hann. Ég hef lært mjög margt af honum.“ Einnig læri þau raddbeitingu og sönglist. Trúður ekki bara fyndinn Hluti af leiklistarnáminu er að læra að „fæða“ trúða og leika sér með þá. Það er námskeið sem leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir byrjaði með en maður sem heitir
Sem Claudio í Líku líkt í Shakespearekúrsi.
Rafael vinnur svo meira með trúðinn með nemendum. „Trúður getur verið svo miklu meira en fyndinn. Hann er mjög einlæg persóna. Hann er mannsbarnið, krakkinn innra með manni, sem fær að brjótast út og skína,“ segir Albert og lýsir sínum trúði sem rosalega æstum og tilbúnum í allt. „Hann er í raun mitt alter ego, allt öðruvísi en ég. Um leið og ég set nefið á mig og anda að mér efnunum sem eru í nefinu, sílikon og málningu, þá kveikir það í Unga, ofvirka trúðnum. Hann öskrar dálítið mikið og ég er að reyna að ala upp fleiri litbrigði í honum. Það verður að vera gaman að horfa á hann,“ segir Albert og brosir.
„Ég var algjört slys“ Draumurinn um að verða leikari kviknaði hjá Alberti þegar hann var ungur drengur. Þá fannst honum mest heillandi við starfið að segja sögur og vera í búningum. „Síðan hef ég stundum hætt við það og langað t.d. að verða flugmaður eða arkitekt. En hvarf svo alltaf til baka í leiklistardrauminn. Bróðir minn, Hafsteinn Gíslason, lék lengi með Leikfélagi Keflavíkur. Hann var mjög góður og smitaði mig af þessari bakteríu,“ segir Albert
Með kærustu sinni, Sölku.
og bætir við að hann hafi aldrei verið beint athyglisjúkur, heldur frekar feiminn. Hann er uppalinn í Keflavík. „Mér fannst fínt að búa fyrir sunnan. Þetta er mikill íþróttabær eins og víða á landinu. Ég var ekki góður í körfubolta, fótbolta, boxi, badminton og golfi. Prófaði þetta allt. Fannst reyndar gaman í box en þegar ég átti að fara í hringinn og berja einhvern þá hætti ég,“ segir Albert brosandi. Hann fann sig betur í leiklistinni og lék í barnaleikritum, försum og revíum með Leikfélagi Keflavíkur. Tólf ára lék hann t.a.m. í Oliver Twist. Albert er langyngstur sex systkina. „Mamma var 42 ára og pabbi 45 þegar ég fæddist. Það var búið að taka mömmu úr sambandi. Ég var algjört slys,“ segir hann og hlær. Vill kafa djúpt Þegar Albert flutti svo til Reykjavíkur fyrir 3-4 árum hóf hann nám í ritlist en fór á fullt í Stúdentaleikhúsið. „Þar kynntist ég öðru formi af leiklist þar sem við áttum að semja allt sjálf; leikur, söngur og dans var allt í einum graut og búin til sýning. Þessi nýjung kveikti enn meiri áhuga hjá mér á leiklist. Eftir að ég fór í námið verð ég ávallt meira meðvitaður um hvenær ég er
feiminn og hvenær ekki. Þá læri ég hvað ég get gert til að vinna með feimnina.“ Í dag segir Albert að sér finnist mest heillandi að kafa djúpt í hlutverk og manneskju sem hann leikur hverju sinni. „Ég vil vita hvers vegna fólk hegðar sér eins og það gerir, hvernig það ber sig miðað við hvað það hefur gengi í gegnum. Svo hef ég líka mjög gaman af sögum og ímynda mér sögur að baki persónunum sem ég leik.“ „Enginn fæðist vondur“ Spurður um draumahlutverk segir Albert að honum finnist „vondi kallinn“ mjög spennandi. „Það er gaman að rannsaka svona vonda menn. Hvað gerir þá vonda, hvað gerðist, því enginn fæðist vondur.“ Ein af fyrirmyndum Alberts í slíkum hlutverkum er bandaríski leikarinn Daniel Day Lewis. „Hann hefur leikið nokkra semisiðblinda menn. Sumir sem leika vonda menn lifa sig svo mikið inn í hlutverkið að þeir eru í því heima hjá sér. Það kallast method-leikari. Heath Ledger var þannig leikari, enda var virkilega góður sem jókerinn í Batman. En við vitum hvernig það fór,“ segir Albert og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að læra að aðskilja sig frá hlutverki því annars getur það verið hættulegt. „Við tölum um það í náminu og lærum aðferðir til þess að við þurfum ekki að festast í hlutverkunum. Við vinnum með kerfi það sem við ímyndum okkur að t.d. hausinn á okkur sé gerður út steini eða að hann fljóti yfir búknum. Og stór munur er á hvort maður ímyndar sér að skól skíni frá hjartanu eða að þar sé steinn.
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014 Viðtal og mynd: Olga Björt Þórðardóttir u logabjort@vf.is
BÍLALEIGA ÓSKAR EFTIR STARFSKRAFTI Bílaleiga staðsett í Reykjanesbæ óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf í sumar. Hæfniskröfur: Sjálfstæð vinnubrögð og útsjónarsemi Jákvætt hugarfar og rík þjónustulund
Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið go@goiceland.com
Góð enskukunnátta (vald á öðrum tungumálum kostur) Almenn tölvukunnátta og bílpróf
Sjónvarp Víkurfrétta Einnig er hægt að búa til persónur með svona tækni. Leikarinn Þorsteinn Bachmann notar t.d. þessa tækni mikið og hann var virkilega góður í Vonarstræti.“ Málmhaus og Laddaleikur Albert segist vera til í að vinna með nokkrum íslenskum leikstjórum sem séu að gera góða og áhugaverða hluti. Sjálfur lék hann fyrir ári myndinni í Málmhaus sem Ragnar Bragason leikstýrði. „Þar er ég í þremur senum með þrjár til fjórar línur. Ég væri alveg til í að leika stærra hlutverk í mynd á hans vegum. Hann var dómari í inntökuprófunum í skólann og spurði hvort ég væri til í að leika hlutverk í myndinni hans. Það var mjög skemmtilegt að prófa það.“ Einnig hefur Albert talsett nokkur hlutverk í teiknimyndum og bíómyndum eins og Lego Movie og Frozen. „Núna er ég að talsetja 70 þátta seríu þar sem ég er nokkrir
Ég vil vita hvers vegna fólk hegðar sér eins og það gerir, hvernig það ber sig miðað við hvað það hefur gengi í gegnum. stórir karakterar. Þarf að breyta röddinni oft og fara í Laddaleik,“ segir hann hlæjandi. Hann hvetur jafnframt alla sem hafa áhuga á að fara í Leiklistarskólann að sækja um og vera þá vel undirbúnir fyrir prufurnar. Vera tilbúin fyrir allt.
Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN AKSTURSÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM === REYKJANESGANGA === FYRIRMYNDARFÉLAGIÐ NES
Ásamt samnemendum í trúða-kúrsinum hjá Rafael.
Þátturinn er einnig sýndur á vf.is
14
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-póstkassinn
pósturu vf@vf.is
HELGI RAFN GUÐMUNDSSON SKRIFAR
Skipulögð mistök „If you fail to plan you are planning to fail“
S
em þjálfari þá nota ég mikið af mínum tíma til að skipuleggja æfingar o g m ót . É g h e f einnig starfað sem grunn- og framhaldsskólakennari og þar fá kennarar borgaðan tíma sem þeir eiga m.a. að nota til að undirbúa kennslustundir, próf og annað slíkt. Þetta er gífurlega mikilvægur þáttur í því að ná árangri og gefa iðkendum og nemendum verkefni við hæfi. Skipulögð áætlun kortleggur leiðina að markmiðinu og er þar af leiðandi leiðarvísir fyrir það ferðalag sem er fyrir höndum. Gerðar hafa verið rannsóknir á þjálfurum og kennurum og meðal þess sem kemur fram er að skipulagðir kennarar ná árangri mun fyrr. Ef kennsluáætlun liggur fyrir, hvað skal kennt hvenær og undirbúningur í samræmi við það eru mun meiri líkur að iðkendur geti komist yfir það efni sem liggur fyrir og byggt svo ofan á það á rökréttan máta ef við gefum okkur það að áætlunin sé vel uppbyggð. Það eru svo margar leiðir hvernig þjálfarar/ kennarar geta hagað sínu skipulagi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að það er gífurlega mikill munur á milli einstaklinga hvernig þeir haga sínu skipulagi en geta samt náð góðum árangri. Helstu grunnreglur um skipulag fyrir þjálfun eru þó: Markmiðatengt Skipulagið er til að brjóta niður hvað þarf til að ná þeim árangri sem liðið eða íþróttamaðurinn sækist eftir. Sérhæft Algeng mistök sem þjálfarar gera er að eyða tíma sínum í eitthvað sem hugsanlega er ekki að hjálpa íþróttamanninum að ná markmiðinu sínu, oft vegna skorts á reynslu, kunnáttu eða gagnrýninni hugsun. Álagsstjórnun Til að bæta árangur umfram núverandi getu þarf álagið að aukast á réttum tímum. Álagsaukningin er mikilvæg til að aðlögun geti átt sér stað en þarf að vera gerð á réttan hátt, annars er hætta á meiðslum og minni afköstum. Einstaklingsmunur Hver og einn bregst mismunandi við álagi þrátt fyrir að allir bregðist eitthvað við. Skipulagið þarf að gera ráð fyrir því að hægt sé að aðlaga æfingar og álag fyrir viðkomandi einstaklinga vegna getu, aldurs, kyns, meiðslum eða öðrum þáttum. Fjölbreytni Einhæft álag mun bæði auka líkur á meiðslum og skapa tregðuástand í líkamanum þar sem iðkandinn hættir að bæta sig vegna skorts á álagsbreytingum. Einnig er fjölbreytnin mikilvæg til að halda áhuga hjá iðkandanum. Hvíld og endurheimt Í hvíldinni gerist öll aðlögun íþróttamannsins. Ef hvíldin er rétt skipulögð með álagspunktunum eru mestar líkur á bætingu og minni líkur á meiðslum. Skráning Skipulagið þarf að vera skrifað niður, eða skráð á einhvern hátt. Þannig
getur þjálfarinn lært af skipulaginu, aðlagað það, sýnt iðkendum eða öðrum þjálfurum o.s.frv. Sveigjanlegt og breytilegt Ekkert skipulag verður 100% rétt m.v. það sem var gert í byrjun. Skipulagið þarf að geta breyst hvar og hvenær sem er. Stundum þarf þjálfari að bregða algjörlega frá skipulaginu án nokkurs fyrirvara og það þarf að gera ráð fyrir því og aðlaga skipulagið sem samsvarar því. Tímatakmarkanir Skipulagið er til að ná einhverjum ákveðnum árangri á einhverjum ákveðnum tíma. Það þarf að vera skýrt til að hámarka árangurinn. Algengt er að gera ársskipulag, mánaðaskipulag, vikuskipulag og svo skipulag fyrir hverja æfingu fyrir sig. Endurmat og aðlögun Eftir viðkomandi skipulag þarf að endurmeta hvernig gekk að framfylgja því. Náðu iðkendur fullnægjandi árangri eða þarf að aðlaga skipulagið? Langtíma og skammtímaárangur Skipulagið er til að ná langtíma árangri t.d. að vinna ákveðið mót, komast í landslið eða ná svörtu belti. Til þess að það sé mögulegt þarf að brjóta það niður og skipuleggja hvernig hægt er að ná smærri áföngum og vinna markvisst að því. Skipulagið þarf að segja hvert næsta skref er m.v. núverandi ástand. Ég hef þjálfað bardagaíþróttir í um 13 ár. Eftir að hafa lært aðferðir við að skipuleggja æfingar og undirbúa iðkendur betur hafa mínir iðkendur náð miklu meiri árangri. Ég trúi því að í dag sé enginn bardagaíþróttaþjálfari á landinu sem leggi jafn mikið upp úr skipulagningu eins og ég. Ég sé þetta þannig að það er hluti af mínu starfi sem þjálfari að mæta undirbúinn til að þjálfa og á mót, annars ætti fólk ekki að borga mér fyrir að þjálfa sig, þetta er mín ábyrgð. Ég þekki þó allt of marga þjálfara sem telja sig vera yfir það hafna að undirbúa sig, eða hreinlega nenna því ekki. Það viðhorf er lítilsvirðing á orku iðkenda þeirra og eru „skipulögð mistök“ ef orðatiltækið hér að ofan er lauslega þýtt. Ég lærði íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík og lærði þar grunninn í skipulagningu fyrir íþróttir sem hefur nýst mér vel. Það ásamt því að eiga ótal samræður við þjálfara úr öðrum greinum, lestur á bókum og greinum, fyrirlestrum, námskeiðum, reynsla af skipulagningu fyrir fólk á öllum aldri og getustigum og hjálp frá góðum vinum hefur kennt mér fullt af hlutum sem ég tel virka vel í minni skipulagningu. Einn mikilvægasti þátturinn að mínu mati er endurmat áætlana, því ef það er gert vel þá mun þjálfarinn læra af öllu ferlinu og geta gert það betur næst. Mitt ráð til þjálfara er að byrja strax að æfa sig í markmiðatengdri áætlanagerð og sjá hvort það muni ekki skila betri árangri til lengri tíma.
Helgi Rafn Guðmundsson Yfirþjálfari taekwondodeildar Keflavíkur Íþróttafræðingur
KONUR ERU KONUM BESTAR! 25. SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Á LAUGARDAGINN KL. 11 Í REYKJANESBÆ
Kæru Suðurnesjakonur! Lykillinn að vellíðan er að hugsa á heilbrigðan hátt um sjálfan sig og aðra. Heilsa er allt í senn andleg, líkamleg og félagsleg. Konur eru því hvattar til að fagna því að þær eru eins ólíkar og þær eru margar og njóta þess fjölþætta ávinnings sem fylgir heilbrigðum lífsháttum svo sem jákvæðu hugarfari, daglegri hreyfingu og hollum matarvenjum. Mikil ánægja og þátttaka hefur verið í Kvennahlaupinu á undanförnum árum. Í Kvennahlaupinu eiga mæðgur, systur, mömmur, ömmur, frænkur og vinkonur á öllum aldri notalega stund saman. Hver og ein tekur þátt á sinn hátt og á sínum hraða, margar labba, aðrar skokka, sumar skokka og labba til skiptis og svo hlaupa líka einhverjar allan tímann. Hlaupið verður frá ýmsum stöðum á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ verður hlaupið frá Húsinu okkar (K-húsinu við fótboltavöllinn) og er valið um 3 vegalengdir; 2, 4 eða 7 km. Vegalengdin sem hver og ein kona velur er ekki aðalmálið heldur að vera með og hafa gaman af. Gaman væri að sem flestar konur verði með og ef þú sérð þér ekki fært um að labba, skokka eða hlaupa, þá
væri FRÁBÆRT ef að þú myndir fara út í dyr heima hjá þér og HVETJA HRAUSTU KONURNAR þegar þær hlaupa framhjá og jafnvel að hafa hressa tónlist í gangi. Þær sem verða út úr bænum þennan dag, geta hlaupið hvar sem er á landinu eða erlendis. Aðalmálið er að hreyfa sig og vera með. Best er að skrá sig á fimmtudag og föstudag. Skráning fyrir Reykjanesbæ fer fram kl. 17-19 í Húsinu okkar, Hringbraut 108. Þátttökugjald er 1500 kr. fyrir eldri en 12 ára og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er flottur bleikur bolur, verðlaunapeningur, Egils Kristal og frítt er í sund á eftir í Vatnaveröld. Á laugardaginn kl. 10.30 geta þær skráð sig sem ekki komast í forskráninguna. Koma svo stelpur, náum núna að slá met í Reykjanesbæ og fá 600 stelpur til að vera með. Ekki bíða eftir rétta veðrinu til að hreyfa þig. Við búum á Íslandi. Rétta veðrið kemur nokkrum sinnum á dag. Hlakka til að sjá sem flestar konur í hlaupinu á laugardaginn kl. 11. Með hlaupakveðju, Guðbjörg Jónsdóttir, Verkefnisstjóri SJÓVÁ Kvennahlaups ÍSÍ í Reykjanesbæ 2014
JÓHANN B. MAGNÚSSON SKRIFAR
Umfang íþróttastarfsemi í Reykjanesbæ N
– staðan nú og þróun síðasta áratuginn
ýlega skilaði Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) af sér fyrsta áfanga skýrslu sem ber yfirskriftina „Umfang íþróttastarfsemi í Reykjanesbæ, staðan nú og þróun síðustu 10 ár. Þessi fyrsti áfangi skýrslunnar er birtur á vefformi og dregur fram margvísleg svör um starfsemi íþróttafélaga innan Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, og varpar ljósi á hverjir stunda íþróttastarfið hjá þessum íþróttafélögum. Skýrslan er aðgengileg frá heimasíðu ÍRB, www.irb.is. Með því að smella á kassa/ flokka undir súluritum og línuritum í skýrslunni, er í flestum tilvikum hægt að draga betur fram ákveðin gögn, s.s. félög, aldurshópa, tekjur o.þ.h. Töluverð áhersla er lögð á að skoða íþróttaþátttöku barna og unglinga, en auk þess var íþróttaþátttaka skoðuð út frá skólahverfum og hve stór hluti iðkenda koma frá öðrum bæjarfélögum. Hægt er að skoða þróun fjármála hjá íþróttafélögum, auk þess sem auðvelt er að skoða hvernig fjöldi iðkenda hefur þróast hjá íþróttfélögum.
Við vinnslu skýrslunnar var m.a. notast við gögn; • úr starfsskýrslum sem félög hafa skilað inn til ÍSÍ sl. 10 ár, sem inniheldur upplýsingar um iðkendur og fjárhag íþróttafélaga og deilda • úr gagnasafni og heimasíðu ÍRB, um fjölda Íslandsmeistara, íþróttamenn Reykjanesbæjar, fjölda íþróttafélaga, tekjur frá Íslenskri getspá og iðkendatal til grundvallar úthlutunar þjálfarastyrkja ár hvert. • frá Hagstofu Íslands um fjölda barna og unglinga í Reykjanesbæ sl. 10 ár og kynjaskiptingu í árgöngum • frá Reykjanesbæ um fjölda barna og unglinga í hverju skólahverfi 2012 og skiptingu Reykjanesbæjar niður í skólahverfi • frá Reykjanesbæ um styrki til íþróttahreyfingarinnar • úr ársskýrslum og reikningum félaga (m.a. notuð til að áreiðanleikakönnunar á upplýsingum í starfsskýrslum) • úr tölfræðisafni ÍSÍ sem gefið er út árlega og sýnir tölur um starfsemi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Jóhann B. Magnússon áhugamaður um íþróttastarf í Reykjanesbæ
Erindi í Bíósal Duushúsa um fyrsta oddvita Keflavíkurhrepps
Í
tilefni þess að 150 ár verða liðin frá fæðingu Þorsteins Þorsteinssonar kaupmanns í Keflavík, verður haldið stutt erindi um lífshlaup hans og þau áhrif sem hann hafði á breytingar í Keflavík í byrjun þar síðustu aldar á þeim tíma sem þyrpingin í kringum verslun HP Duus breyttist í þorp. Erindið verður haldið í Bíósal Duushúsa í Keflavík fimmtudaginn 12. júní og hefst það kl. 20:00. Þorsteinn flutti ógiftur og barnlaus úr Meðallandinu til Eyrarbakka í lok 19. aldar, þaðan sem hann fór suður með sjó og flutti
með fjögurra manna fjölskyldu til Keflavíkur í byrjun 20. aldarinnar. Þorsteinn var síðan virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu Keflavíkur sem þorps, sem síðar varð að hrepp. Þorsteinn var m.a. fyrsti oddviti Keflavíkurhrepps, sat í sóknarnefnd Keflavíkurprestakalls við stofnun þess, var til langs tíma endurskoðandi og stjórnarmaður í Sparisjóðnum, stofnaði Lestrarfélag Keflavíkur auk þess að stuðla að fjölda annarra framfaramála fyrir Keflavíkurhrepp. Þegar betur er að gáð leynist ýmislegt áhugavert í lífshlaupi hans og afkomenda hans
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA
sem hefur haft áhrif á líf okkar Keflvíkinga og landsmanna allra. Þessi saga á erindi við alla sem hafa áhuga á að kynnast eigin uppruna og dæmigerðri sögu Íslendings sem hefur með dugnaði og framtakssemi, brotist úr viðjum bændasamfélagsins og undirbúið þannig jarðveginn fyrir þau lífsgæði sem við njótum í dag. Ef veður leyfir verður gestum boðið í stutta gönguferð að gamla skólahúsinu í Keflavík, þaðan sem haldið verður að Hafnargötu 18 (Þorsteinsbúð), síðan í Keflavíkurkirkju og þaðan upp í kirkjugarð þar sem við leggjum blómsveig við leiði Þorsteins og Margrétar Jónsdóttur, eiginkonu hans.
Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Á rúntinum en hafði aldrei tekið bílpróf
Ö
kumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni sem leið, reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Maðurinn, sem er 26 ára, viðurkenndi réttindaleysið og að hafa ekki virt stöðvunarskyldu. Annar ökumaður ók einnig án þess að hafa til þess réttindi, því þau höfðu runnið út fyrir um það bil þremur árum, án þess að hann endurnýjaði þau. Þriðji ökumaðurinn virti ekki stöðvunarskyldu, var ekki í öryggisbelti og hafði ökuskírteinið ekki meðferðis. Lögregla beinir því til ökumanna að virða umferðarreglur og hafa allt er viðkemur akstrinum í lagi.
Ökumenn undir áhrifum fíkniefna
L
ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann vegna gruns um að viðkomandi æki undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn, rúmlega tvítug kona, reyndist hafa neytt kannabisefna, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Fyrr í vikunni hafði lögregla haft afskipti af þessum sama ökumanni af sama tilefni og leiddu sýnatökur þá í ljós neyslu á kannabis og amfetamíni. Þá var ökumaður innan við tvítugt stöðvaður og færður á lögreglustöð. Hann hafði neytt kannabisefna. Loks var karlmaður á fimmtugsaldri færður á lögreglustöð, eftir að akstur hans hafði verið stöðvaður. Sýnatökur staðfestu undangengna neyslu hans á amfetamíni.
Nýsköpunarsamningur milli Grindavíkurbæjar og Codland G rindavíkurbær og Codland undirrituðu á dögunum samning um styrk til nýsköpunar og þróunar í Grindavík. Í byrjun apríl var auglýst eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar og þróunar sem hafa það að markmiði að efla hafsæknar greinar eins og fullvinnslu sjávarafurða, líftækni, haftengda ferðaþjónustu, framleiðslu á snyrtivörum og margt fleira. Styrkurinn til Codlands kemur í kjölfar sambærilegs stuðnings sem veittur var síðastliðið sumar og skilaði góðum árangri. Aftur verður boðið upp á Codland vinnu-
skólann sem vakti mikla ánægju og athygli síðastliðið sumar.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, og Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland, handsala samninginn.
E
Fátækum eldri borgurum á Suðurnesjum boðið í mat á hvítasunnudag
igendur veitingastaðarins Tveir vitar í Garðinum á Suðurnesjum komu sl. fimmtudag til Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ og báðu okkur að finna 35 eldri borgara sem væru mjög illa staddir fjárhagslega í skjólstæðingahópi okkar á Suðurnesjum. Tilefnið var að bjóða þessu fólki í huggulegan mat á hvítasunnudag. Það var glaður hópur eldra fólks sem mætti á hvítasunnudag kl. 15.00 í veitingastaðinn Tveir vitar í Garðinum og nutu frábærs matarboðs. Boðið var upp á fiskrétt með öllu tilheyrandi, kaffi og hnallþórur á eftir. Það voru hjónin Grímur Vilhelmsson og Aníta Vilhelmsson eigendur að Tveimur vitum sem stóðu fyrir matarboðinu. Gestirnir vour himinlifandi yfir huggulegheitunum og átti hópurinn ánægjulegan hvíta-
sunnudag. Þess má geta að öllum þeim sem boðið var í matinn voru úr hópi þeirra verst settu sem leita til Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum. Eldri maður á staðnum, fæddur 1929, upplýsti okkur um að hann hafi farið tvisvar sinnum til Reykjavíkur á sl. 20 árum. Efnaleg staða hans leyfði honum ekki að njóta lífsgæðanna sem í boði eru. Hvítasunnudagurinn var því mikil tilbreyting fyrir hann. Viljum við færa eigendum veitingastaðarins Tveir vitar innilegt þakklæti fyrir hugulsemina í garð þeirra sem minna mega sín. Með virðingu og vinsemd, Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
KENNARAR ÓSKAST TIL STARFA Í GERÐASKÓLA Kennara vantar til starfa við Gerðaskóla í Sveitarfélaginu Garði. Við óskum eftir metnaðarfullum og röskum kennurum sem eiga gott með að vinna í öflugum hópi starfsmanna. Við bjóðum góðar aðstæður og þægilega skólastærð. Kennara vantar á yngsta stig, einnig vantar kennara til að kenna sérkennslu og myndmennt. Einnig er 50% staða deildarstjóra á yngsta stigi laus til eins árs. Umsóknir skal senda til skólans fyrir 20. júní. Skólastjóri veitir frekari upplýsingar í síma 422-7020.
Ertu á leiðinni norður?
Tónlistarlíf á Suðurnesjum vekur athygli:
ATP með bestu tónlistarhátíðum í Evrópu
B
reska blaðið The Guardian hefur sett tónlistarhátíðina ATP, sem fer fram á Ásbrú 10.-12. júlí, á lista yfir bestu tónlistarhátíðir í Evrópu. Þá valdi tónlistarsíðan Consequence of Sound ATP á Ásbrú eina af tíu bestu tónlistarhátíðum sumarsins líka og var ATP í 7. sæti þar. Á báðum þessum listum eru taldar upp einar stærstu hátíðir Evrópu, s.s. Hróarskelda, Glastonbury, Sónar, Primavera o.fl. Tómas Young, sem stjórnar ATP tónlistarhátíðinni, er að vonum hæstánægður með þessa jákvæðu athygli sem hátíðin fær. „Ekki slæmt að Reykjanesbær eigi hátíð á þessum listum með hátíðum á borð við þessar,“ segir Tómas í samtali við Víkurfréttir.
STÖRF HJÁ IGS 2014 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf í hlaðdeild. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Umsækjendur í stöf í hlaðdeild þurfa að geta unnið allavega út september. Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur: Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi nauðsynleg, vinnuvélaréttindi og enskukunnátta æskileg. Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS (sjá www.igs.is) fyrir 17. júní 2014.
Hvítahúsið
Nýtt gistiheimili í miðbæ Akueyrar Kannaðu gistinguna hjá okkur. Frábær staðsetning, notalegt andrúmsloft. Tilvalið fyrir pör eða litla hópa. Stutt í alla þjónustu:
Sundlaug (290 m), Eymundsson og Te&kaffi (260 m), Græni hatturinn (300 m), Menningarhúsið Hof (600 m), Leikfélag Akureyrar (900 m), Ráðhústorg (450 m), Lystigarðurinn (750 m).
> Hvítahúsið www.guesthousenorth.is Sími > 869-9890
16
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
n Menningarráð Suðurnesja úthlutar menningarstyrkjum:
23 milljónir til menningarmála á Suðurnesjum Á
dögunum var skrifað undir eins árs menningarsamning milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og mennta- og menningarmálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Undirritun samningsins var heldur seinna á ferðinni en upphaflega var ráð fyrir gert. Það var til þess að umsóknarferlinu öllu seinkaði talsvert. Menningarráð Suðurnesja vonar að það hafi ekki komið að sök og að verkefnin sem fá styrk verði að veruleika íbúum Suðurnesja til gleði og yndisauka. Að þessu sinni var sótt um styrki fyrir 72 verkefni. Samtals hljóðuðu styrkbeiðnir upp á 83 milljónir króna. Verkefnin sem hljóta styrk eru 31 talsins, verkefnastyrkir og stofn- og rekstrarstyrkir. Heildarupphæð úthlutunur eru 23 milljónir króna. Ákvörðun Menningarráðs gildir aðeins um þessa úthlutun. Eftirfarandi verkefni hljóta styrki í júní 2014 1.500.000 All Tomorrow´s Parties á Ásbrú. Umsækjandi Ómstríð efh. Verkefnið er alþjóðleg tónlistarhátíð sem var fyrst haldin árið 2013. Hátíðin leggur mikla áherslu á upplifun gesta en hún er haldin um heim allan. Hátíðin á sér marga dygga aðdáendur sem fylgja henni hvert sem er. 1.500.000 Sameinuð dönsum við. Umsækjandi Bryn Ballett Akademían ehf Verkefnið er danshátíð og forvarnarfræðsla fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára. Verkefnið fer fram í öllum samfélagskjörnum á Suðurnesjum 1.000.000 Söngleikur. Umsækjandi nemendafélag FS. Verkefnið lýtur að uppsetningu söngleiks vorið 2015. Nemendafélagið setti upp söngleikinn Dirty Dancing í vetur og er markmiðið að gera þetta að árlegum viðburði. 1.000.000 Fornleifarannsókn, Vogur, Hafnir. Umsækjandi Fornleifafræðistofan Fornleifarnar í Höfnum eru með merkustu fornleifum sem rannsakaðar hafa verið á þessu svæði. Hús 3 fannst í lok rannsókna síðastliðið sumar og verður rannsókn því haldið áfram. 1.000.000 Óratorían Messías eftir Handel í Hljómahöllinni. Umsækjandi Keflavíkursókn Verkið er eitt allra þekktasta verk tónlistarsögunnar. Uppsetning þess í Hljómahöllinni mun vekja mikla athygli innan svæðis sem utan og kynna þær frábæru aðstæður sem nú eru risnar og þann einstaka mannauð sem samfélagið býr að.
1.000.000 Ferskir Vindar í Garði. Umsækjandi Mireya Samper Verkefnið mun vera næst stærsta listahátíð á Íslandi. Fjölda listafólks úr öllum listgreinum og af mörgum þjóðernum er boðið að koma til Íslands, til að kynnast landi og þjóð, verða fyrir áhrifum náttúrunnar og samfélagsins og skilja eftir sig spor í formi sköpunar. 800.000 Með blik í auga – Keflavík og Kanaútvarpið. Umsækjandi Guðbrandur Einarsson Tónlistarsýning þar sem flutt verður tónlist sem tengdist Kanaútvarpinu. Sýningin er hluti af dagskrá Ljósanætur og verður flutt á þrennum tónleikum. 800.000 List án landamæra á Suðurnesjum. Umsækjandi fimm sveitarfélög á Suðurnesjum. List án landamæra er hátíð fjölbreytileikans þar sem horft er á tækifæri en ekki takmarkanir. Verkefnið lýtur að því að koma á framfæri list fólks með fötlun og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. 800.000 Safnahelgi á Suðurnesjum. Umsækjandi fimm sveitarfélög á Suðurnesjum. Verkefnið lýtur að kynningu á menningarferðaþjónustu utan hefðbundins ferðamannatíma. Verkefnið er sameiginleg kynning á söfnum, setrum og sýningum sem eru í boði á Suðurnesjum. 600.000 Hæfileikar SamSuðs 2014. Umsækjandi Félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum Með verkefninu er skapaður vettvangur fyrir ungmenni á Suðurnesjum til að sýna og rækta hæfileika sína. Slík keppni dregur einnig fram að á Suðurnesjum er margt ungt hæfileikafólk sem er um leið góðar fyrirmyndir fyrir jafningja og hvetur þá til dáða. 600.000 Listahátíð barna vorið 2015. Umsækjandi Menningarsvið Reykjanesbæjar. Verkefnið er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, fræðslusviðs Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís. Með samstarfi við Listasafnið er sköpuð fagleg umgjörð sem hæfir slíku starfi. 500.000 Upplýsinga- og fræðsluskilti í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Umsækjandi Hilmar Egill Sveinbjörnsson. Verkefnið felst í hönnun og uppsetningu á fræðsluskiltum. Fræðsluskiltin verða tengd sögu og menningu þeirra staða þar sem þau verða sett upp og gagnast bæði innlendum sem erlendum ferðamönnum.
500.000 Kynning á bókmenntaarfinum. Umsækjandi Bókasafn Reykjanesbæjar fyrir hönd almenningsbókasafna á Suðurnesjum. Almenningsbókasöfn á Suðurnesjum hafa á undanförnum árum haft samstarf um menningarviðburði þar sem bókmenntir, rithöfundar og skáld hafa verið kynnt. Markmiðið er að kynna bókmenntaarf okkar Íslendinga og leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs. 500.000 Menn og minningar úr Miðneshreppi. Umsækjandi Sandgerðisbær. Verkefnið lýtur að söfnun og skráningu sagna úr Miðneshreppi. Rætt verður við aldraða íbúa fyrrum Miðneshrepps með það í huga að varðveita sagnir og fróðleik af svæðinu. 500.000 Ljósmál – heimildakvikmynd um vita á Íslandi og áhrif þeirra á tækni, byggðasögu og öryggi sjómanna. Umsækjandi – Íslenska vitafélagið – félag um íslenska strandmenningu. Verkefnið snýr að vitum á Íslandi, sögu þeirra sem er stutt, um 130 ára gömul. Þetta er saga strandmenningar, byggingarlistar vita, skipaskaða og örlagasögur. 500.000 Ljósmyndarinn Jón Tómasson – Ljósmyndir frá Keflavík 1940-1960. Umsækjendur eru afkomendur Jóns Tómassonar f.v. stöðvarstjóra Pósts og síma. Jón Tómasson var afkastamikill ljósmyndari á árunum 1940 til 1960. Afkomendur hans vilja heiðra minningu hans á 100 ára fæðingarafmæli hans. Auk þess finnst afkomendum hans mikilvægt að hluti af merku ljósmyndasafni hans, sem hann gaf Byggðasafni Reykjanesbæjar, verði gert aðgengilegt fyrir almenning. 500.000 Barnaóperan Hans og Gréta eftir E. Humperdinck á Listahátíð barna í Reykjanesbæ. Umsækjandi Óp-hópurinn Um er að ræða 70 mín. sýningu sem sungin er á íslensku. Börnin taka virkan þátt í sýningunni sem hefur íslenskt yfirbragð. 500.000 Þýðing og vinnsla texta fyrir sýninguna Rokksafn Íslands. Umsækjandi Poppminjasafn Íslands Verkefnið lýtur að því að þýða texta sýningarinnar á önnur tungumál til að geta þjónustað hina erlendu gesti sem sækja safnið heim. 500.000 Frá bassa til baritóns. Umsækjandi Jóhann Smári Sævarsson Jóhann Smári og Helga Bryndís Magnúsdóttir, flytja íslenskar einsöngsperlur, erlend ljóð og óperuaríur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ,
Grindavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu í Sandgerði.
aðferðum sé beitt við varðveislu og skráningu hans.
400.000 Norrænt ljóðakvöld í Kvikunni. Umsækjandi Kvikan auðlinda- og menningarhús Hér er um að ræða norrænt ljóðakvöld með upplestri, fyrirlestrum, umræðum og söng. Grindavík tengist norrænum vinarbæjum þar sem er sterk ljóðahefð.
1.000.000 Rekstur sýninga hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. Umsækjandi Þekkingarsetur Suðurnesja. Þekkingarsetur Suðurnesja er miðstöð rannsóknastarfs í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum eru stoðstofnanir setursins og halda uppi rannsóknahluta þess. Auk þess er boðið upp á tvær sýningar, náttúrugripasýningu og Heimskautin heilla.
400.000 Leitin að þögninni portrait af Suðurnesjum. Umsækjandi Kristinn Guðmundsson Er verkefni þar sem listamennirnir Kristinn Guðmundsson og Peter Sattler velta vöngum sínum yfir hvað sé þögn. Hvenær er hljóð þögn og í hvaða mismunandi aðstæðum er þögnin raunveruleg þögn. Listamennirnir reyna að upplifa þögnina á Suðurnesjum og miðla því til áhorfenda með hljóðum hljóðum og hljóðum myndum. 400.000 Órói - ferðasaga úr bíl. Umsækjandi Gunnhildur Þórðardóttir Verkefnið er viðtöl við hversdagshetjur nútímans og röð innsetninga þar sem hið hefðbundna sýningarrými er brotið upp. Sýningarrýmið er fært út í umhverfi hversdagsins. Sýningin verður bæði unnin og sýnd í lítilli bifreið listamannsins sem lagt verður á mismunandi stöðum innan bæjarmarkanna. 400.000 Heimskautin heilla í barnvænum umbúðum. Umsækjandi Þekkingarsetur Suðurnesja. Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á tvær sýningar sem eru mikið sóttar af skólahópum og ferðamönnum árið um kring. Um þriðjungur gesta eru nemendahópar, flestir af yngri stigum grunnskólans. Texti sýningarinnar er ekki aðgengilegur fyrir börn, nú stendur til að bæta úr því. Eftirfarandi verkefni hljóta stofn- og rekstrarstyrki í maí 2014. 1.500.000 Gestastofa Reykjanes jarðvangs. Umsækjandi Reykjanes jarðvangur. Reykjanes jarðvangur hefur sett sér það markmið að koma á fót gestastofu til að veita upplýsingar og fræðslu til gesta jarðvangsins um jarðfræði, náttúrufar, sögu, þjónustu, afþreyingu, gönguleiðir of.l. 1.000.000 Efling innra starfs Listasafns Reykjanesbæjar. Umsækjandi Listasafn Reykjanesbæjar. Skráning og utanumhald í geymslum safna er hluti af kjarnastarfi hvers safns. Safnkostur Listasafns Reykjanesbæjar er mikilvægur hluti af listasögu landsins og því mikilvægt að faglegri þekkingu og viðurkenndum
1.000.000 Byggðasafn Garðskaga. Umsækjandi Byggðasafn Garðskaga. Frá árinu 1983 hefur safnast fjöldi muna sem tengjast búskaparháttum á nítjándu og tuttugustu öld, sjóminjum frá sama tímabili, mynda- og skjalasafn auk vélasafns. Vélasafnið er einstakt á landsvísu. 800.000 Uppsetning yfirlitssýningar í Duushúsum. Umsækjandi Byggðasafn Reykjanesbæjar. Opnuð verður yfirlitssýning um sögu svæðisins í Duushúsum. Markmiðið er að gefa gestum kost á að ná heildarsýn yfir söguna, þar sem áhersla verður lögð á tengsl menningar og náttúru, samskipti ólíkra samfélagshópa bæði erlendra og innlendra einnig verður lögð áhersla á að kynna uppbyggingu þéttbýliskjarna. 600.000 Fischershús, áframhald endurgerðar. Umsækjandi Reykjanesbær. Húsið er eitt af merkustu húsum bæjarins, byggt 1881. Húsið þótti á sínum tíma eitt glæsilegasta hús landsins og er merkilegt á landsvísu. Fyrirhugað er að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd, en það verður gert í áföngum. 500.000 Rekstrarstyrkur vegna slökkviliðsminjasafns. Umsækjandi Áhugasamtök um sögu slökkviliða á Íslandi. Á safninu er saga slökkviliðs Keflavíkur rakin í máli og myndum. Safn sem segir sögu slökkviliða á Íslandi ásamt því að vera með forvarnarfræðslu fyrir börn. 400.000 400 ára afmælisárs séra Hallgríms Péturssonar minnst. Umsækjandi Sóknarnefnd Hvalsneskirkju. Hallgrímur þjónaði í sjö ár í Hvalsneskirkju. Þar hóf hann skrif á sínu mesta ritverki Passíusálmunum, sem hafa lifað með þjóðinni alla tíð frá þeim tíma. Samtals 23 styrkir til verkefna að fjárhæð kr. 16.200.000 Samtals 8 stofn- og rekstrarstyrkir að fjárhæð kr. 6.800.000. Veittir styrkir kr. 23.000.000.
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014
-fréttir
pósturu vf@vf.is
smáar
-
Síðasti fundur Ungmennaráðs - með bæjarstjórn Reykjanesbæjar
G
óð stemmning ríkti á síðasta fundi Ungmennaráðs Reykjanesbæjar og bæjarstjórnar fyrir skömmu. Bæði ráðin kepptust um að hrósa hvort öðru. Að sögn Hafþórs Birgissonar, tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar, hefur bæjarstjórnin frá upphafi stutt mjög vel við ráðið og tekið hugmyndum vel og reynt eftir fremsta megni að hrinda þeim í framkvæmd eins og dæmin sanna.
Stórsér á grasi við póstkassa á Ásbrú Einhverjir vilja blaðið beint í bílinn
Í
búar á Ásbrú eru ekki alls kostar sáttir við umgengni umhverfis póstkassa sem hýsa Fréttablaðið á svæðinu. Svo virðist sem einhverjir hafi ítrekað ekið upp að póstkössunum sem áfastir eru á ljósastaurum, þannig að stórsér á grasinu umhverfis póstkassana. Frá götunni eru einungis tvö skref að póstkössunum en sumir virðast vilja fá blaðið beint í bílinn, eins og um lúgusjoppu sé að ræða.
Fleiri þátttakendur á Ungt fólk og lýðræði Að venju voru það stúlkurnar sem héldu ræður fyrir hönd Ungmennaráðsins en þrjár ungar dömur fóru í ræðustól og ávörpuðu fundarfólk og gesti. Í máli Özru Crnac kom fram að mikil ánægja væri meðal ráðsins með forvarnardag Vinnuskólans, en hann mun fara fram í fyrsta sinn núna í sumar. Azra hvatti ennfremur bæjarstjórn til að halda áfram að styðja við Ungmennaráðið og tók dæmi um að hún væri búin að fara tvö ár í röð á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði. Hún sagði mikilvægt að fleiri þátttakendur yrðu sendir frá Reykjanesbæ til að taka þátt í þessari árlegu ráðstefnu. Aðsókn í Ungmennagarðinn mikil Brynja Ýr Júlíusdóttir þakkaði bæjarstjórn fyrir allan þann stuðning sem ráðinu hefur verið sýndur. Brynja Ýr nefndi sérstaklega breytingar á strætókerfinu, íþróttadag, hvatagreiðslurnar og Ungmennagarðinn. Stefáni Bjarkasyni framkvæmdarstjóra ÍT sviðs voru færðar sérstakar þakkir fyrir mikla vinnu og nýjar hugmyndir í tengslum við Ungmennagarðinn og minningalundinn. Brynja Ýr tók fram að aðsóknin í Ungmennagarðinn hefði farið fram úr björtustu vonum og virkilega gaman væri hversu mikið líf væri komið í garðinn. Brynja Ýr bað bæjarstjórnina um að íhuga í smá stund hvað þau væru búin að gera fyrir ungmennin og hvað þau væru þakklát.
2ja hebergja íbúð í Heiðarhverfi í Reykjanesbæ til leigu. Laus 1. júlí. Leiguverð 85 þúsund + hiti og rafmagn. Uppl. í síma 8454528. Meðleigendur óskast -Flatmates wanted í stóru húsi í Innri Njarðvík. Eldri en 25 ára og börn engin fyrirstaða. Older than 25 and children are no issue. Uppl. í síma 618-9087 Kristján eftir kl. 17:00.
ÓSKAST TIL LEIGU
Fjölga skuli trjám Þuríður Birna Björnsdóttir Debes flutti sameiginlega ræðu hennar og Sóleyjar Þrastardóttur, formanns Ungmennaráðs, sem er stödd erlendis. Þuríður Birna hvatti bæjarstjórn til að fjölga trjám í Reykjanesbæ . Þuríður nefndi m.a. svæðið á bak við Nesvelli og fyrir aftan íþróttasvæði Keflavíkur. Hún sagði að kjörið væri að ræða við Skógræktarfélag Íslands og biðja það um að koma með okkur í þetta átak. Þuríður Birna kvaðst mjög áhugasöm um annan Skólahreystivöll og sagði að t.d. lóðin fyrir aftan íþróttahús Njarðvíkur hentaði vel undir slíkan völl. Nýtt Ungmennaráð mun svo taka til starfa á hausti komandi og fyrir hönd Reykjanesbæjar þakkar Hafþór fráfarandi ráði góð störf fyrir Reykjanesbæ.
Vímuefnaneysla unglinga er í algeru lágmarki í Reykjanesbæ
E
inungis þrjú prósent nemenda í 10. bekk í Reykjanesbæ hafa orðið ölvaðir síðastliðna 30 daga, helmingi færri en gengur og gerist á landsvísu. Sama hlutfall nemenda í Reykjanesbæ í 10. bekk eða þrjú prósent segjast hafa notað marijúana einu sinni eða oftar um ævina, en til samanburðar hafa sex prósent
TIL LEIGU
nemenda á sama aldri á höfuðborgarsvæðinu notað marijúana. Þessar upplýsingar eru meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem gerð var í ár fyrir Reykjanesbæ af fyrirtækinu Rannsókn og greining. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri skýrir litla vímuefnaneyslu nemenda í 10. bekk með góðu forvarnarstarfi, kröftugu starfi kenn-
ara innan skólanna og góðu samstarfi heimila og skóla. „Kennararnir okkar eru að skila góðu starfi á öllum sviðum, líka í forvörnum. Við viljum að unglingarnir okkar séu vel undirbúnir undir framhaldsskólann þegar þeir útskrifast frá okkur. Heilbrigt viðhorf til vímuefna er hluti af því.“
Óska eftir húsnæði til leigu Einstæð móðir með 4 börn óskar eftir húsnæði með 3-5 svefnherbergjum, hvar sem er á Suðurnesjunum. Aðeins langtímaleiga og þarf að leyfa gæludýr, uppl. í síma 848-6894.
ÞJÓNUSTA Framkvæmdir í sumar? Smiður getur bætt á sig aukavinnu. Innanhússvinna, uppsteypa og allt þar á milli. 20 ára reynsla. Uppl. í síma 858-1976.
GÆLUDÝR Hundasnyrting. Tek að mér að klippa og snyrta smáhunda. Löng reynsla. Sjá FB.síðu undir Hundasnyrting. Uppl. gefur Kristín í síma 897-9002.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Sumarnámskeið hjá Keili Tækni- og vísindasmiðja: Vikulega 23. júní - 1. ágúst Vikunámskeið, daglega kl. 9 - 15, þar sem þátttakendur fá að kynnast vísindum og tækni á verklegan, skapandi og skemmtilegan hátt. Í boði fyrir 10 - 13 ára. Grunnnámskeið í róbótasmíði: 23. - 27. júní & 7. - 11. júlí Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn inn í heim róbóta og möguleika þeirra. Farið verður í hönnun og forritun vélmenna, auk þess sem smíðaður verður sjálfstýrður bíll. Fyrir 13 - 17 ára. Flugbúðir fyrir unglinga: 23. - 26. júní & 11. - 14. ágúst Flugakademían býður aftur upp á gífurlega vinsælar Flugbúðir í sumar ætlað unglingum á aldrinum 13 - 16 ára sem hafa brennandi áhuga á flugi og flugtengdum fögum.
Nánari upplýsingar á: www.keilir.net/viskubrunnur
KEILIR
// ÁSBRÚ
// 578 4000
// keilir.net
18
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-sport
Þrjú jafntefli í röð hjá Keflvíkingum Keflvíkingar eru í öðru sæti Pepsideildarinnar eftir jafntefli gegn Fram, 1-1, á Laugardalsvelli. Liðið er með 12 stig eftir 7 leiki. Staðan getur þó breyst en þrír leikir fóru fram eftir að Víkurfréttir fóru í prentun í gær. Keflvíkingar hafa nú gert 1-1 jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, en í þeim öllum hafa strákarnir úr Bítlabænum náð forystu. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni sunnudaginn 15. júní á Nettóvellinum.
Guðlaug og Ásdís til Grindavíkur Kvennalið Grindavíkur í Domino's deildinni í körfubolta hefur þegar gengið frá ráðningu á erlendum leikmanni fyrir næsta vetur. Einnig hafa tveir efnilegir Njarðvíkingar gengið til liðs við þær gulklæddu, en þær Guðlaug Björt Júlíusdóttir og Ásdís Vala Freysdóttir komu frá Njarðvík. Erlendi leikmaðurinn heitir Rachel Tecca en hún er framherji frá Akron University í Bandaríkjunum. Hún var tímabilið 2013-2014 með 22,1 stig að meðaltali í leik. Karfan.is greinir frá.
Slæm byrjun Grindvíkinga Grindvíkingar máttu sætta sig við ósigur gegn liði KV þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu á gervigrasinu í Laugardal. Leikurinn endaði 3-2 fyrir nýliðana úr Vesturbænum en staða Grindvíkinga er ekki vænleg að loknum fjórum umferðum, þar sem liðið hefur aðeins náð í þrjú stig. Scott Ramsay kom Grindvíkingum yfir á 18. mínútu en KV jafnaði skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Þrjú mörk litu svo dagsins ljós í upphafi seinni hálfleiks á sjö mínútna kafla, fyrst skoruðu KV-menn, svo jafnaði Juraj Grizelj Grindvíkingum metin aftur með marki úr vítaspyrnu. Þremur mínútum síðar kom svo það sem reyndist sigurmark KV. Eftir leikinn eru Grindvíkingar í 10. sæti deildarinnar með einn sigur eftir fjórar umferðir. Liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild í fyrra og voru talsverðar væntingar gerðar til liðsins í ár.
Enn tapa Njarðvíkingar
- Stigalausir á botninum Njarðvíkingar töpuðu sínum fimmta leik í röð í 2. deild karla í knattspyrnu. Að þessu sinni héldu Njarðvíkingar til Dalvíkur þar sem heimamenn í Dalvík/Reynir höfðu 2-1 sigur. Heimamenn voru fyrri til þess að skora en Njarðvíkingar jöfnuðu metin skömmu síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik en Njarðvíkingar höfðu verið mjög aðgangsharðir upp við mark heimamanna. Sigurmark leiksins kom þegar stundarfjórðungur var svo til leiksloka, en Njarðvíkingar náðu ekki að jafna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Fréttir alla daga á vf.is
pósturu vf@vf.is
TEAM PUMBA Í BETRA FORMI - Vilja fleiri malarvegi og minna malbik
A
ðalskoðunar rallý Akstursíþróttafélags Suðurnesja lauk um helgina eftir æsispennandi keppni. Suðurnesjamennirnir og núverandi Íslandsmeistarar, þeir Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson, höfnuðu í þriðja sæti í keppninni að þessu sinni. Annað Suðurnesjatvíeyki, þeir Sigurður Arnar Pálsson og Brynjar Guðmundsson höfnuðu í 7. sæti. Bæði þessi lið aka á Subaru Impreza. Farið var víða um Suðurnesin í keppninni en ökumenn fóru af stað um Nikkelsvæðið en svo var ekin að venju hin sívinsæla leið um höfnina í Keflavík en þar voru fjölmargir áhorfendur mættir til þess að fylgjast með. Meðal annarra ökuleiða á Suðurnesjum sem var farið um helgina voru Djúpavatn, Stapafell, Helguvík og Stapi. Þess má geta að Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og mun sýna frá keppninni í þætti sínum á ÍNN í kvöld, fimmtudag klukkan 21:30. Víkurfréttir tóku þá Árna og Henning tali og spurði þá út í stöðu akstursíþrótta á Suðurnesjum. Gróskan virðist vera með miklum ágætum í bílasporti á Suðurnesjum og hafa ökuþórar héðan verið nokkuð sigursælir undanfarin ár. Akstursíþróttafélag Suðurnesja (AÍFS) er hagsmunafélag um hvers kyns akstursíþróttir en félagið var stofnað árið 1982 og hefur staðið fyrir ótal rallýkeppnum, torfærukeppnum, rallýkrossi og gókartkeppnum síðan þá. „Það hefur verið ágætis gróska í akstursíþróttum á Suðurnesjum, en hún mætti vera meiri. Svæðið er ekki alveg til staðar hérna en við þurfum að
sækja nokkuð til Hafnarfjarðar. Það er eitthvað sem við erum að vinna í og þurfum að bæta. Það er verið að malbika dálítið mikið. Ein af okkar helstu leiðum er við Djúpavatn en að okkar mati vantar meira af malarvegum,“ segir Árni sem er aðstoðarökumaður liðsins sem þeir félagar nefna team Pumba. „Undir okkar merkjum er keppt í flestum greinum en félagið er öflugt á landsvísu með yfir 140 meðlimi.“ Nýlega var fjárfest í nýju húsnæði og segir Henning að félagið sé á mikilli uppleið. Félagið keppir m.a. í: Rallýkross, rallý, torfæru, kvartmílu og gókart. Eru Suðurnesjamenn góðir í þessum aksturs–íþróttum? „Við teljum okkur vera það. Við erum ríkjandi meistarar og ætlum okkur að reyna að verja titilinn,“ segir ökumaðurinn Henning. Í fyrstu keppni sumarsins féllu þeir félagar úr keppni vegna lítillar hosu sem gaf sig. „Við vonum bara að fall sé fararheill en við ætlum okkur að berjast um titilinn,“ bætir Árni við. Rallið sem fór fram um helgina á Suðurnesjum var annað mót af fimm sem fara fram í sumar, þar af er eitt alþjóðlegt þriggja daga rallý sem fram fer í ágúst. Hvernig undirbúa menn sig fyrir svona keppni? „Við förum vandlega yfir allan bílinn. Þrátt fyrir að einungis séu keyrðir um 100 km í svona keppni þá er skipt um stýrisenda og spindilkúlur á meðan á keppni stendur. Þú endurnýjar þessa slitfleti þar sem þeir verða fyrir miklu álagi,“ segir Henning. Áður en keppni hefst eru leiðirnar farnar og gerðar sérstakar leiðarnótur. Þær
Suðurnesjamennirnir og núverandi Íslandsmeistarar, þeir Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson, höfnuðu í þriðja sæti í keppninni að þessu sinni. nótur eru yfirfarnar í tví- eða þrígang en þar kemur sterkt inn hlutverk aðstoðarökumannsins. Mikið umstang er í kringum einn keppnisbíl en sérstakur þjónustubíll fylgir þeim Henning og Árna, þar sem 2-4 aðstoðarmenn eru til staðar og sjá um að allt sé í lagi. Á einu sumri má gera ráð fyrir því að 300.000 krónum sé varið í hjólbarða og í einni keppni geta auðveldlega farið 100 lítrar af bensíni. Þá hafa þeir Henning og Árni með sér fullan sendibíl af varahlutum. Fjárhagslega er því erfitt að halda úti rallýbíl. „Það fer óneitanlega mikill peningur í þetta. Það koma nokkur góð fyrirtæki að þessu með okkur sem létta okkur róðurinn talsvert,“ segir Árni en menn verða sjálfir að leggja töluvert út. Hafnarleiðin einstök á Íslandi Þegar ekið var með Keflavíkurhöfn á föstudag þá söfnuðust fjölmargir áhorfendur á hafnarbakkann og uppi við Aðalstöðina sálugu. „Þetta er nánast einsdæmi í öll þessi ár að það hafi fengist leyfi til þess að keyra hérna á höfninni í miðju bæjarfélagi. Það er mjög sérstakt og það er vinsælt að horfa á þetta,“ segir Henning.
Bíll þeirra félaga er af gerðinni Subaru Impreza árgerð 2001. Bíllinn er ekki mikið ekinn en þó við erfiðustu aðstæður sem reyna mikið á bílinn. Upphaflega var bíllinn smíðaður af fyrirtæki í Bretlandi en þeir Árni og Henning hafa varið miklum tíma í að breyta og aðlaga bílinn að þeirra þörfum. Bíllinn er á bilinu 250-300 hestöfl en það fer eftir uppsetningu á mótornum. „Vinnan við bílinn er á okkar herðum en við erum með stráka með okkur til aðstoðar. Þetta er auðvitað áhugamannasport og það hefst ekkert án góðarar samvinnu,“ segir ökumaðurinn Henning. Þeir félagar hafa lært það af reynslunni að það þarf að halda líkamanum vel við, rétt eins og bílnum. „Við lærðum það í fyrra að það þarf að vera í formi. Við höfum verið að bæta okkur í því í vetur, líka fyrir okkur sjálfa. Við fórum að hreyfa okkur og það skilar sér hiklaust,“ segir Árni. Henning bætir því við að andlegi þátturinn hafi einnig áhrif. „Það blandast inn í þetta stress og álag auk þess sem hitinn hérna í bílnum er líklega um 30°C í keppnum.“
Már Gunnarsson afreksmaður Nes
L
- Hattafjör á lokahófi félagsins
okahóf Nes fór fram í vikunni með pompi og prakt. Félagið var sæmt verðlaunum sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ en fjölmargir gestir létu sjá sig á á hófinu sem fram fór í 88 húsinu við Hafnargötu. Boðið var upp á pylsur og hamborgara af grillinu og veitt voru verðlaun fyrir afrek vetrarins. Sérstakt hattaþema var á lokahófinu og ýmis skrautleg höfuðföt litu þar dagsins ljós. Afreksmaður Nes var kjörinn, en það var að þessu sinni sundmaðurinn Már Gunnarsson. Í umsögn um Má segir að þar fari svakalegur keppnis-
maður sem ætli sér mjög langt í sundi. Már er sjónskertur en hefur samt náð stífum lágmörkum á Aldursflokka meistaramóti Íslands (fyrir ófatlaða) í ár. Már er með lágmörk í íslenska landsiðið í sundi (fatlaðra) og tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í sundi haustið 2013 og fékk þar tvenn verðlaun. Á alþjóðlegu sundmóti í Svíþjóð rakaði hann inn verðlaunum í sínum flokki og hefur nú þegar sett tvö Íslandsmet í sundi. Fjölmargar myndir frá lokahófinu má sjá á vef okkar vf.is.
Góður árangur GS unglinga í golfi Y
Systurnar Zuzanna og Kinga Korpak.
ngri kylfingar Golfklúbbs Suðurnesja hafa farið mikinn á unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og þá sérstaklega Íslandsbankamótaröðinni sem er mótaröð bestu unglinga hér á landi. Um síðustu helgi átti GS fjóra verðlaunahafa eða jafn marga og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sem er með margfalt fleiri keppendur. Aðrir stórir golfklúbbar voru einnig með færri sigurvegara en GS. Keppt er í þremur flokkum yngri kylfinga, 14 ára og yngri, 15-16 ára og 17-18 ára pilta og stúlkna. Einn yngsti félagi í GS, hin tíu ára Kinga Korpak hefur sigrað á tveimur fyrstu mótunum á Íslandsbankamótaröðinni í flokki 14 ára og yngri telpna og systir hennar Zuzanna Korpak hefur verið í 2. og 3. sæti. Drengirnir hafa líka verið í toppbaráttunni. Um síðustu helgi var Róbert Smári Jónsson í 3. sæti í flokki 15-16 ára og Birkir Orri Viðarsson varð í 3. sæti í flokki 14 ára og yngri drengja í mótinu í Mosfellsbæ um síðustu helgi.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014
-sport
pósturu vf@vf.is
BLÁA LÓNIÐ STYRKIR ÍÞRÓTTAFÉLÖG Á SUÐURNESJUM
Á
rleg styrkveiting Bláa lónsins til allra íþróttafélaganna á Suðurnesjum fór fram sl. föstudag. Fulltrúar íþróttafélaganna tóku við styrkjunum í móttöku sem haldin var af þessu tilefni. Alls voru um 30 styrkir afhentir. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, sagði við þetta tækifæri að það væri mikill heiður fyrir Bláa lónið að styðja við hið óeigingjarna starf sem er unnið innan íþróttahreyfingarinnar. Ingigerður Sæmundsdóttir, nýkjörinn formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, sagði að stuðningur Bláa lónsins við íþróttafélögin á Suðurnesjum, sem væri mikið íþróttasvæði, sýndi í verki mikilvæga samfélagslega ábyrgð.
Keflavíkurbúningurinn selst eins og heitar lummur
„Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Vanalega er það einn og einn útlendingur sem kaupir hérna Keflavíkurbúning hjá mér en núna er allt vitlaust,“ segir fyrrum varnarjaxlinn Sigurður Björgvinsson hjá K-sport, en búningur Pepsi-deildarliðs Keflavíkur fór í sölu hjá versluninni á dögunum. Fjölmargir höfðu lagt inn pöntun fyrir treyju en Sigurður segist hafa fengið spurningar um búninginn allt frá því að hann var kynntur til leiks í vor. „Ég er einnig farinn að senda búninginn erlendis en gamlir Keflvíkingar vilja ólmir næla sér í treyju.“ Safnarar hafa einnig sýnt búningnum áhuga en hann er merktur sérstaklega Íslandsmeistaraliðinu 1964. Fyrir utan það að þykja einstaklega laglegur, er búningurinn sögulegur. Nú eru 50 ár frá því að Keflvíkingar urðu fyrst Íslandsmeistarar en þá léku þeir í keimlíkum búningum. Keflavík mun einungis nota „50 ára Íslandsmeistarabúninginn“ á þessari leiktíð og því er líklega eftirsóknarverðara að tryggja sér búninginn. Sigurður segir að vanalega seljist búningar liðsins ekki ýkja vel en núna sé annað uppi á teningnum. „Þessi búningur hefur vakið óhemju athygli. Ég er sjálfur til í að eiga þennan en vanalega gaf ég frá mér alla Keflavíkurbúningana á ferli mínum sem leikmaður,“ segir Sigurður hress í bragði en hann er næst leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.
BOZZ
sturtuklefi 80x80cm GÆÐAVA
43.900
RA
Fást einnig í 90x90cm á kr. 45.900. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 45.900 Sturtustöng og -brúsa fylgja.
11.990
AGI-167 hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu fáanleg með upp stút.
Rósetturog hjámiðjur fylgja. Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
1 4 - 1 3 2 0 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
R VIÐ STEFNUM Á R
KVENnAHLAUPIÐ LAUGARDAGINN 14. JÚNÍ Konur eru konum bestar
Hlaupið er á eftirtöldum stöðum á svæðinu:
14. JÚNÍ 2014 Ganga eða skokk, þú ræður hraðanum. Þátttökugjald: 12 ára og yngri 1.000 kr. 13 ára og eldri 1.500 kr. Nánari upplýsingar á kvennahlaup.is
Reykjanesbær Hlaupið frá Húsinu okkar (K-húsinu), Hringbraut 108, kl. 11. Upphitun hefst 10.55. Vegalengdir í boði: 2 – 4 og 7 km. Forskráning fimmtudaginn 12. júní og föstudaginn 13. júní kl. 17–19 í Húsinu okkar. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Vogar: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11. Vegalengd í boði: 2 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Sandgerði: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11. Vegalengdir í boði: 1,5 – 3 og 5 km. Forskráning í íþróttamiðstöðinni á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Grindavík Hlaupið frá Sundlaug Grindavíkur kl. 11. Vegalengdir í boði: 3,5 og 5 km. Forskráning í sundlauginni á opnunartíma. Ávextir í boði að loknu hlaupi
Garður Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni í Garði kl. 11. Vegalengdir í boði: 2 – 3,5 og 5 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi.
20
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mundi
vf.is
Hjálmar Árnason „trommuleikari“ var ekki í Rolling Stone. Er hann þá búinn að „meikaða“ í USA?
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • 23. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
Hjálmar á lista hjá Rolling Stone
VIKAN Á VEFNUM
Þorsteinn Finnbogason Ég var að vona að þetta hafi verið draumur, en þetta er staðreynd. Við töpuðum á móti KV! Styrmir G. Fjeldsted Hvaða stuðningsmenn árið 2014 vilja í alvöru fá Gauja Þórðar sem þjálfara?
ir
#vikurfrett
Davíð Örn Óskarsson Hvaða snillingur skráði mig í Minute to win it Ísland, gefðu þig fram.
Guðjón Ingi Guðjónsson Hversdagsmynd 3/5: Það er mjög hversdags að konan Ragnheiður Elín Árnadóttirskuli ekki vera heima vegna vinnu. Þá er gott að hafa hana bara úti í bílskúr það er að segja mynd af henni þannig að maður geti tekið „Selfie“ af okkur saman.
M ið Fj stö ö ð H lbra ol u H tas t ri n k ó Að gb li a ra Ba lga ut l ta / N or Va dur ðu t sg rtú Ál nsh arð s o u n H vell lt r ei ir H ðar ei ga ð r H ar ð ei s ur H ðar kóli ei b H ðar rau e i se t Ve ðar l s e Fi tur ndi sc g G he ata am rs Vi li hú n b s H am æri or in nn M nbj ni yl a r H lub g af a St nar kka já g sk Kr ni B ata óli o l N ssm ái es ó H ve i ja llir Ó llav la e M fslu gur ið n st du öð r
Sumaráætlun gildir
Miðstöð » Vatnsholt » Heiðarsel » Fischershús » Myllubakkaskóli » Nesvellir » Miðstöð Mánudaga - föstudaga
07:30 07:31 07:32 07:34 07:36 07:39 07:41 07:44 07:45 07:46 07:48 07:51 07:52 07:54 07:55
8:00-17:00 Mín. yfir klst. 00 01 02 04 06 09 11 14 15 16 18 21 22 24 25
H
ið virta tónlistartímarit Rolling Stone hefur nefnt hljómsveitina Hjálma sem eina af 20 aðþjóðlegum hljómsveitum sem ekki hafa ennþá afrekað það að slá í gegn í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að vera meðal vinsælustu hljómsveita síns heimalands um árabil. Í frétt á vef blaðsins segir að þrátt fyrir smæð Íslands þá hafi bæði Björk og Sigurrós náð að heilla heimsbyggðina. Þá hafi reggísveitin Hjálmar ekki náð álíka hæðum þrátt fyrir vinsældir heimafyrir. Segir að ekki sé um að kenna því að þeir syngi á íslensku, heldur frekar sérvisku þeirra að halda sig við íslenskt reggí. Eitthvað virðast þeir á Rolling Stone ekki þekkja vel til Hjálma, en myndin sem fylgir fréttinni er af ein-
Sjónvarp Víkurfrétta
- hraunklifri við Bláa lónið
Í KVÖLD
S
ex ára drengur handleggsbrotnaði um helgina þegar hann var að klifra í hrauninu við Bláa lónið. Drengurinn var á staðnum ásamt móður sinni þegar óhappið varð. Hann hafði verið að klifra í hrauninu fyrir utan inngang Bláa lónsins þegar hann féll niður með ofangreindum afleiðingum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar sem gert var að meiðslum hans.
Miðstöð » Skógartorg » Keilir » Virkjun » Grænás » Miðstöð 8:00-18:00 Mánudaga - föstudaga
Miðstöð Krossmói Bolafótur Grænásbraut Skógartorg Keilir Háaleitisskóli Fjörheimar Keilir Bogabraut Bolafótur Ólafslundur Miðstöð
07:30 07:32 07:35 07:37 07:39 07:41 07:43 07:45 07:47 07:48 07:52 07:54 07:55
Mín. yfir klst. 00 02 05 07 09 11 13 15 17 18 22 24 25
18:00 18:02 18:05 18:07 18:09 18:11 18:13 18:15 18:17 18:18 18:22 18:24 18:25
KL. 21:30 Á ÍNN
Þátturinn er einnig sýndur á vf.is
15. júní - 15. ágúst STRÆTÓ-APPIÐ OG RAUNTÍMAKORT
Miðstöð » Fitjar » Akurskóli » Furudalur » Kambur » Fitjar » Miðstöð 8:30-17:30 Mánudaga - föstudaga
18:00 18:01 18:02 18:04 18:06 18:09 18:11 18:14 18:15 18:16 18:18 18:21 18:22 18:24 18:25
hverri allt annarri hljómsveit. Meðlimir hennar virðast talsvert eldri en strákarnir í Hjálmum. Meðal tónlistarmanna sem nefndir eru í greininni eru m.a. gamla brýnið Cliff Richards.
Sex ára handleggsbrotnaði
Miðstöð Krossmói Bolafótur Fitjar Stekkjargata Akurskóli Hafdalur Furudalur Engjadalur Akurskóli Stekkjargata Fitjar Bolafótur Ólafslundur Miðstöð
M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja llir Bo rðv l ík G afó urto ræ tu r G ná r g ræ s Bo ná g s Sk ab bra ó ra u Ke ga ut t i rto El lir rg d H ey áa Vi lei rk tis Fj jun skó ö li Ke rhe i im Ke lisb ar ilir rau Bo t g G ab r æ ra G ná ut ræ s Bo ná bra l s ut N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r
Miðstöð Fjölbraut Holtaskóli Aðalgata Vatnsholt Heiðarskóli Heiðarsel Vesturgata Fischershús Vinaminni Myllubakkaskóli Krossmói Nesvellir Ólafslundur Miðstöð
- Yfir bönd sem ekki hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum
M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja lli Bo rðv r l ík St afó urto e tu r Fi iná r g tja s St r e St kkja e r Ak kkja kot u r Sp rsk gat ó ó a H atj li af ör U dal n nn ur As ard p a Fu ard lur r a Be uda lur y lu En kid r g a U jad lur rð a Ka arb lur m ra Ak bu ut u r St rsk ek ól St kja i e r Fi kkja gat tja r a St r kot ei Bo ná l s N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r
Hraunbita.
Viktor Smári Breaking! Eyþor í Biggest Loser var að koma úr 10/11 með grænan Pringles og
Sigurbjörn Bæjarstjóri Arnar Jónsson Var að stússast í eldhúsinu og ákvað að raula lög úr Jóa og Baunagrasinu sem kom út á plötu snemma 80 og eitthvað. Það var fallegt :)
07:30 07:31 07:34 07:36 07:38 07:39 07:40 07:42 07:45 07:46 07:47 07:49 07:51 07:54 07:55
Mín. yfir klst. 30 31 34 36 38 39 40 42 45 46 47 49 51 54 55
18:30 18:31 18:34 18:36 18:38 18:39 18:40 18:42 18:45 18:46 18:47 18:49 18:51 18:54 18:55
M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja llir Bo rðv l ík St afó urto e tu r Fi iná r g tja s Se r l La javo n g Ki dn ur rk á m D juv sb jú o æ Fi piv gur rin tja og n St r ur e Bo iná l s N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r
#fótbolti
Anna María Ævars Hvaða meistari veit hver spilaði í treyju númer 10 í Kef gullárið 1964? #Keflavík
PÖNTUNARÞJÓNUSTA Miðstöð » Grænás » Hafnir» Grænás » Miðstöð Mánudaga - föstudaga
Miðstöð Krossmói Bolafótur Steinás Fitjar Seljavogur Kirkjuvogur Djúpivogur Fitjar Steinás Bolafótur Ólafslundur Miðstöð
07:30 07:31 07:33 07:33 07:33 07:41 07:42 07:43 07:51 07:52 07:53 07:54 07:55
8:00-18:00 Mín. yfir klst. 00 01 03 03 03 11 12 13 21 22 23 24 25
18:00 18:01 18:03 18:03 18:03 18:11 18:12 18:13 18:21 18:22 18:23 18:24 18:25
Nú geta viðskiptavinir okkar sótt sér nýtt Strætó-app beint í símann, bráðsnjallt forrit þar sem þú finnur þína leið, næstu biðstöð, hvenær næsti vagn kemur og allt í rauntíma. Það skiptir ekki máli hvort síminn er af gerðinni iPhone eða með Android-stýrikerfi. Allir geta sótt sér Strætó-appið og senn bætast notendur Windows Mobile í hópinn. Rauntímakortið er líka inni á strætó.is og þar getur þú fylgst með hvar þinn vagn er staddur. Þá getur þú klárað kaffið, hafra- grautinn og stjörnuspána í rólegheitunum áður en þú röltir út á biðstöð. Strætó-appið og rauntímakortið eru tækninýjungar sem létta líf viðskiptavina okkar.
UPPLÝSINGAR UM STRÆTÓ REYKJANES Upplýsingar um Strætó Reykjanes er hægt að nálgast alla daga á milli kl. 08.00-16.00. SBK veitir upplýsingar í síma 420-6000 en alltaf er hægt að senda fyrirspurnir á straeto@reykjanesbaer.is
strætó REYKJANES Í samstarfi við Strætó bs.