Víkurfréttir 25/2017

Page 1

• Fimmtudagur 22. júní 2017 • 25. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Sala fasteigna hægir á íbúafjölgun á Ásbrú

Á annan tug starfsmanna án leyfis

●●Flutningi á Heilsuleikskólanum Háaleiti hefur verið frestað um eitt ár.

■■Lögreglan á Suðurnesjum fór nýverið, ásamt fulltrúum frá Vinnumálastofnun, í eftirlit á nokkra vinnustaði í umdæminu til að athuga hvort skráningar starfsmanna væru með lögbundnum hætti. Eftirlitið er þáttur í aðgerðardögum Europol gegn vinnumansali. Farið var á fimm vinnustaði og á þremur þeirra reyndust vera samtals tólf starfsmenn sem ekki voru með atvinnuleyfi. Forráðamönnum viðkomandi fyrirtækja var gerð grein fyrir því að málum yrði fylgt eftir þar til að þau væru komin í lag. Lögregla og Vinnumálastofnun munu á næstu dögum heimsækja fleiri vinnustaði í umdæminu í sömu erindagjörðum. Þar á meðal verða veitingahús og skemmtistaðir.

Flutningi á Heilsuleikskólanum Háaleiti hefur verið frestað um eitt ár. Eins og kynnt var á skólaslitum Háaleitisskóla stóð til að flytja Heilsuleikskólann Háaleiti í annað húsnæði í sumar, vegna væntanlegrar mikillar og skyndilegrar íbúafjölgunar á Ásbrú, og nýta núverandi húsnæði leikskólans í þágu yngstu nemenda grunnskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu skólastjórnenda Háaleitisskóla til foreldra og forráðamanna barna í Háaleitisskóla á Ásbrú „Nú hefur verið tekin ákvörðun um að seinka flutningnum um allt að eitt ár þar sem forsendur hafa breyst og útlit fyrir að íbúafjölgun á Ásbrú verði hægari en upphaflega var gert ráð fyrir. Aðal ástæða þessa er að nýir eigendur íbúðarhúsnæðis að Ásbrú hafa ákveðið að selja stóran hluta íbúða í stað þess að leigja og það mun væntanlega hægja talsvert á flutningi nýrra íbúa inn á svæðið,“ segir í tilkynningunni.

Þjóðhátíð í skrúðgarðinum Þeir komu sér vel fyrir í skrúðgarðinum í Keflavík á þjóðhátíðardaginn þessir flottu peyjar þegar ljósmyndari Víkurfrétta lyfti myndavélinni og smellti af. Fleiri myndir frá 17. júní inni í blaðinu. VF-mynd/pket.

Mikið tap á félagslegu húsnæði Reykjanesbæjar Félagið Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. hefur verið rekið með miklu tapi frá stofnun þess árið 2002 og nemur uppsafnað tap nú rúmlega 1,6 milljörðum króna. Frá þessu greindi Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, á bæjarstjórnarfundi í fyrradag.

Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. eru í eigu Reykjanesbæjar og telst til b-hluta stofnana sveitarfélagsins. Félagið á og rekur um 240 íbúðir til afnota fyrir fjölskyldur og einstaklinga, sem ekki geta séð sér fyrir húsnæði vegna félagslegra aðstæðna, sem og fyrir aldraða. Löggiltir endurskoðendur félagsins hafa ítrekað bent á rekstrarvanda fé-

lagsins en ljóst er að við óbreyttar forsendur muni rekstur félagsins hvorki geta staðið undir afborgunum lána né eðlilegu viðhaldi hússins. Leiguverð félagsins hefur í mörgum tilfellum verið afar lágt, eða allt frá 800 krónum á fermetra. Jafnframt er mikill munur á leiguverði á milli íbúða innan félagsins og nemur sá munur rúmlega 40% þar sem bilið er mest.

Hvalreki í Garði

FÍTON / SÍA

Sumarsólstöður voru í gær 21. júlí en þá var dagur lengstur á Íslandi. Hér má sjá bjarma sólarinnar teygja sig yfir Snæfellsjökul og lang leiðina inn í linsu flygildis Víkurfrétta sem Hilmar Bragi flaug í góðviðrinu í vikunni.

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Hval hefur rekið á fjörur Garðmanna. Hrefnutarfur fannst þar sem hann var sjórekinn í grýttri fjöru rétt innan við Réttarholt í Garði í síðustu viku. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar skoðaði hræið og tók úr því sýni. Hrefnutarfurinn reyndist 7,7 metra langur og sporðurinn var 1,9 metrar í þvermál. Nú er hins vegar spurning hvað verður um hræið. Staðurinn þar sem dýrið liggur á er við vinsæla gönguleið um Leiruna og því lítill áhugi á að fá grút af dýrinu yfir svæðið. Íbúi í nágrenni við staðinn vill að dýrið verði dregið í land við höfnina í Garði, þar sem það verði hlutað niður og urðað. Meðfylgjandi mynd var tekin yfir staðinn þar sem dýrið liggur dautt í grýttri fjörunni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.