26 tbl. 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Höfum fengið nýt t símanúmer 590 5090

Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 2 . JÚLÍ 2 0 15 • 2 6. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Smáar og stórar tónlistarhátíðir á Suðurnesjum

Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties eða ATP Iceland hefst á Ásbrú í dag, fimmtudaginn 2. júlí, og stendur til laugardagsins 4. júlí. Fjölmargir tónlistarmenn, erlendir sem innlendir, koma fram á hátíðinni sem nú er haldin í þriðja sinn á Ásbrú. Önnur tónlistarhátið og öllu minni var haldin í Sandgerði síðasta föstudag þegar Hobbitarnir komu fram á Snúrunni 2015, skynditónleikum sem haldnir voru við þvottasnúrur á tjaldstæðinu í Sandgerði. Nánar um þá hátíð í blaðinu í dag og í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN og vf.is í kvöld.

FERÐAÞJÓNUSTAN Á VITANUM Í SANDGERÐI LAÐAR AÐ EFNAMIKLA FERÐAMENN:

Vilja þyrlupall í Sandgerði

E

FÍTON / SÍA

igendur veitingahússins Vitans í Sandgerði hafa áhuga á að koma upp aðstöðu til þess að þyrlur með matargesti sem vilja koma fljúgandi geti lent við veitingastaðinn. Óskað hefur verið eftir leyfi til að þyrlur fái að lenda á svæðinu á milli Þekkingarseturs Suðurnesja og starfssvæðis vélsmiðjunnar Hamars. „Það kom fyrirspurn frá ferðaþjónustufyrirtæki um hvort hægt væri að lenda þyrlu hérna. Það var vilji fyrir því í vetur að koma hingað með tvær þyrlur en veðrið spilað eitthvað inn í. Ef við sækjum ekki um leyfi fyrir þessu eins og nú og höfum leyfi frá bæjarstjórninni, þá þurfum við að sækja um slíkt í hvert einasta skipti. Það bara gengur ekki því það tekur svo langan tíma,“ segir

einföld reiknivél á ebox.is

Stefán Sigurðsson, eigandi veitingahússins Vitans í Sandgerði, og bætir við að margt efnað fólk komi til hans að borða. „Á föstudaginn komu 80 manns sem komið höfðu með einkaflugvél. Þau ætluðu að vera á landinu í þrjá daga og byrjuðu á því að koma til okkar. Síðan héldu þeir áfram í Bláa Lónið og eitthvað. Þetta er fólkið sem við viljum fá. Það hafa þegar um 5000 manns bókað hjá okkur næsta vetur.“ Spurður um hversu vongóður hann sé um að leyfi fáist segir Stefán vera það. „Þeir leyfa okkur þetta, það er bara spurning um hvort við fáum að hafa pallinn á staðnum sem okkur langar að hafa hann.“ Ólafur Þór Ólafsson, starfandi bæjarstjóri í Sandgerði, segir vinsælt að byggja upp starf-

semi á Suðurnesjum tengdri ferðaþjónustu. Samvinna og þekking samfélaganna á svæðinu skipti þar miklu máli. „Eigendur Vitans hafa verið að fá fyrirspurnir um hvort hægt sé að taka á móti þyrluferðamönnum og sendu því erindi til okkar í bæjarstjórn. Við erum að velta þessu fyrir okkur með velviljuðum huga. Við viljum þó fyrst og fremst vanda okkur.“ Erindi hafi verið sent til Samgöngustofu fyrir tveimur vikum til álits og mögulegrar leiðbeinslu. „Við bíðum eftir svari. Ferðaþjónustan í Sandgerði hefur verið að byggjast upp, tjaldstæðið er mikið notað og gisting í Nátthaga hefur verið uppbókuð. Við höfum fundið fyrir aukinni fjölgun ferðamanna hér,“ segir Óafur Þór.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Mikiðaf úrval m vöru

Opnunartími

mánud.- fimmtud. kl.12:00 til 18:00 föstud. kl.12:00 til 20:00 laugard. kl. 12:00 til 16:00.

Hafnargötu 54, Keflavík, sími 421 4646

Nýr vikulegur golfþáttur á kylfingur.is og ÍNN alla miðvikudaga

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Horfðu í HD á Kylfingur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.