17. tölublað 38. árgangur 2017

Page 1

• fimmtudagur 27. apríl 2017 • 17. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Skátar skunda í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta Húsið sem áður hýsti pósthúsið og bankann í Sandgerði verður gistiheimili. VF-mynd: Hilmar Bragi

Pósthús og banki verður gistiheimili Húsnæ ðis-, sk ipu l ags- o g byggingaráð Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að ráðist verði í breytingar á fyrrum pósthúsi og banka við Suðurgötu 2-4 í Sandgerði. Húsnæðinu verður breytt í gistiheimili. Landsbankinn og Pósturinn voru með starfsemi í húsnæðinu fram til ársins 2014 að bankinn skellti í lás og Pósturinn fór að afgreiða póstsendingar með bíl sem er á ferð um bæinn. Lokun bankaútibúsins féll ekki í kramið hjá Sandgerðinum sem fóru á fund bankastjóra Landsbankans og færðu honum formleg mótmæli. Saga póstafgreiðslu í Sandgerði er löng og komst m.a. í fréttirnar á seinni hluta síðustu aldar þegar þar voru framin pósthúsrán oftar en einu sinni. Pósthúsræninginn þekktist ekki en var sagður hafa lyktað af Old Spice rakspýra.

Það voru skátar með kalda fingur sem gengu í fylkingu frá skátahúsi Heiðabúa undir lúðrablæstri að Keflavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta. Skrúðganga á sumardaginn fyrsta er árlegur viðburður hjá Heiðabúum í Keflavík og skiptir engu hvernig veðrið er. Bláar skyrtur eru skjólið fyrir sumarveðrinu þann daginn og hugsanlega vettlingar. Húfur og þykkar úlpur eru svo staðalbúnaður hjá öðrum sem skunda með göngunni um götur bæjarins. Fleiri myndir Hilmars Braga frá göngunni má sjá í veftímariti Víkurfrétta á vf.is.

Hringtorg á Reykjanesbraut líklega tilbúin í sumar Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut, við Aðalgötu og Þjóðbraut. Þetta kom fram í máli Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Kjartan sagði hönnun hringtorganna svo gott sem lokið og að hönnunin sé núna í öryggismati hjá Vegagerðinni. Ef ekki þarf að gera miklar breytingar á hönnuninni verður hægt að hefja framkvæmdir í maí og í síðasta lagi í júní. Áformað er að framkvæmdum við hringtorgin ljúki í sumar. Hringtorgin hafa verið mikið baráttumál Suðurnesjamanna en mikil umferð er um Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar. Þar hafa orðið tvo banaslys á undanförnum 10 mánuðum.

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

Stöðva rekstur United Silicon ●●Heimilt að kynda upp í ofni í samráði við Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur ákveðið að stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Stofnunin greindi fyrirtækinu frá þeirri ákvörðun með bréfi síðasta þriðjudag, 25. apríl. Í bréfinu segir að ekki verði heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar á ný nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. Framleiðsla hófst í verksmiðjunni í nóvember síðastliðnum og hafa íbúar á svæðinu ítrekað fundið fyrir lyktarmengun og hefur eftirlit Umhverfisstofnunar verið án fordæma. Eldur kom upp í verkmiðjunni 18. apríl síðastliðinn og hefur engin framleiðsla verið síðan þá. Uppkeyrsla á ofninum verður leyfð til greiningar á orsökum lyktarmengunarinnar og ber United Silicon að tilkynna Umhverfisstofnun um tímasetningu uppkeyslunnar. Stofnunin mun hafa eftirlit með uppkeyrslunni. Í bréfinu segir að verði óstöðugleika vart í ofni verksmiðjunnar í kjölfar uppkeyrslu eða þegar hann stöðvast á ný skuli tafarlaust tilkynna það til Umhverfisstofnunar. Ekki verður heimilt að keyra ofninn upp aftur að nýju án leyfis. Stöðvunin mun gilda þar til orsakir lyktarmengunar verða fundnar og nægilegar úrbætur gerðar.

Forsvarsmönnum United Silicon var greint frá þeim áformum Umhverfisstofnunar að loka þann 18. apríl síðastliðinn. Frestur til andmæla rann úr á miðnætti síðasta mánudag. Stjórnendur United Silicon gerðu ekki athugasemdir við þá ákvörðun Umhverfisstofnunar að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði. Í tilkynningu til fjölmiðla lýsti fyrirtækið yfir eindregnum vilja til að starfa með Umhverfisstofnun að endurræsingu verksmiðjunnar.

Umhverfisstofnun mun hafa eftirlit með því þegar kynt verður upp í ofni kísilverksmiðju United Silicon á ný. VFmynd/hilmarbragi

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is

FÍTON / SÍA

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.