• Fimmtudagurinn 10. mars 2016 • 10. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Ölvaður með börn sín í bílnum
Súla, hvalir og ferðamenn í veislu
l Var sviptur ökuréttindum ævilangt Lögreglan á Suðurnesjum stöðva ð i í v i ku n n i ö ku m a n n s e m reyndist vera verulega ölvaður við aksturinn. Hann var með þrjú ung börn sín í bifreiðinni. Maðurinn, sem ók sendibifreið, sem einungis er ætluð fyrir tvo farþega, ók úr Hafnarfirði áleiðis til Keflavíkur. Á tímabili ók hann á mót i umferð á Reykjanesbraut við Straumsvík og skapaði með því stórfellda slysahættu. Nokkru síðar mætti lögregla bifreiðinni við Vogastapa. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og er lögreglubifreið var ekið upp að hlið bifreiðar hans kom í ljós að hann var að tala í símann við aksturinn. Hann nam ekki staðar fyrr en lögregla þvingaði bifreið hans út í vegaröxlina. Ökumaðurinn sofnaði svo ölvunarsvefni í lögreglubifreiðinni á leið á lögreglustöð. Börn hans þrjú sem eru tveggja, fjögurra og átta ára, voru án viðeigandi öryggisbúnaðar í bifreiðinni sem einungis er ætluð fyrir tvo farþega. Þau voru flutt á lögreglustöð í annarri lögreglubifreið og sótti aðstandandi þau þangað. Barnavernd Reykjanesbæjar var gert viðvart um málið. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt.
Gríðarlegur fjöldi hnúfubaka var fyrir utan Reykjanesskagann í lok síðustu viku samfara stórri loðnutorfu. Öll hvalaskoðunarfyrirtækin sem gera öllu jöfnu út frá Reykjavík voru með skip í Sandgerðishöfn og fluttu rútur þéttsetnar ferðamönnum frá Reykjavík. Þá var fjöldi ferðamanna og heimamanna úti á Reykjanestá sem fyldist með súlum í þúsundavís stinga sér í sjóinn á milli hnúfubaka eftir loðnunni. Nánar er fjallað um málið og fleiri myndir má sjá í blaðinu í dag og í sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN kl. 21:30.
Hafna beiðni Landsnets um yfirráð yfir jörðum á Reykjanesi l Hæstiréttur sker úr um mál 20. apríl nk. vegna lagningar Suðurnesjalínu II Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í síðustu viku beiðni Landsnets hf. um yfirráð yfir fjórum jörðum á Reykjanesi vegna framkvæmda við Suðurnesjalínu II. Hæstiréttur mun skera úr um málið 20. apríl næstkomandi. Landeigendur jarðanna á Reykjanesi telja það fara gegn ákvæði í stjórnarskrá og meðalhófsreglu stjórnskipunar- og
stjórnsýsluréttar að Landsnet fái yfirráð yfir landi þeirra. Áætlað var að framkvæmdir við Suðurnesjalínu II myndu hefjast í þessari viku. Landsnet hyggst leggja 46 metra háspennubelti og sex metra breiðan vegslóða um jarðirnar. Með línunni er ætlunin að flytja rafmagn til tveggja kísilverksmiðja sem munu rísa í Helguvík.
Fjórir vilja byggja þjónustumiðstöð n Fjórar umsóknir bárust um lóð fyrir ferðaþjónustu við Reykjanesvita. Á dögunum var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að reisa og reka þjónustumiðstöð við Reykjanesvita í kjölfar síðasta fundar stjórnar Reykjanes Geopark. Formanni Reykjanes Geopark, verkefnastjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, hefur verið falið að ræða við umsækjendur í þessari viku.
Byggja fyrir fólk með fötlun l Mæta brýnni þörf fyrir húsnæði í Sandgerði l Íbúðakjarni með fimm íbúðum og þjónusturými l Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær í samstarf
FÍTON / SÍA
Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær undirrituðu í gær samkomulag um byggingu og rekstur íbúða fyrir fólk með fötlun að Lækjamótum 61 til 65 í Sandgerði. Um er að ræða íbúðakjarna með fimm íbúðum og þjónusturými. „Við erum afskaplega ánægð með að þetta samkomulag sé í höfn og erum með þessu að mæta brýnni þörf fyrir húsnæði meðal fatlaðra íbúa í bænum,“ sagði Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, við undirritun samkomulagsins. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, sagði að áætlað væri að byggingu íbúðanna yrði lokið á árinu 2017. „Það veltur þó á framgangi lagafrumvarpa
einföld reiknivél á ebox.is
um húsnæðismál sem eru til meðferðar á Alþingi hvenær hægt verður að hefja framkvæmdir en frumvörpin gera ráð fyrir betri kjörum fyrir leigjendur en núgildandi lög. Þannig er
gert ráð fyrir að hægt sé að sækja um til 18 prósent stofnkostnaðar til ríkis og 12 prósent til sveitarfélaga,“ sagði Árni Múli. n Skóla- og menntamálin voru í eldlínunni á íbúaþinginu í Stapa. VF-mynd/pket
Hundrað manns tóku þátt í íbúaþingi n Fulltrúar Sandgerðisbæjar og Landssamtakanna Þroskahjálpar á lóðinni við Lækjamót þar sem íbúðirnar munu rísa. VF-mynd: Hilmar Bragi
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
l Ræddu nýja menntastefnu fyrir Reykjanesbæ „Við erum alsæl með þessa frábæru þátttöku sem sýnir hversu mikinn áhuga fólk hefur á þessum mikilvæga málaflokki, menntamálum í víðum skilningi,“ sagði Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs. Undanfarna mánuði hefur stýrihópur skipaður fulltrúum ýmissa hagsmunahópa unnið að nýrri menntastefnu fyrir Reykjanesbæ og má segja að íbúaþingið hafi verið ákveðinn hápunktur í þeirri vinnu. Helgi segir að nú taki við vinna við
að draga saman niðurstöður þingsins og munu þær verða kynntar opinberlega innan tíðar. Aðferðin sem notuð var á íbúaþinginu hefur verið nefnd „Heimskaffi“. Lögð var áhersla á að skapa frjálslegt og afslappað andrúmsloft, einskonar kaffihúsastemningu. „Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og munu niðurstöður fjörugra umræðna án efa nýtast vel við mótun nýrrar menntastefnu fyrir Reykjanesbæ,“ sagði Helgi.