18.tbl.35.árg.

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 8. MAÍ 2 0 14 • 18. TÖ LUBLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Talnakönnun með skoðanakönnun í Reykjanesbæ:

■■Advania byggir 2500 fermetra gagnaver í Reykjanesbæ:

59,6% vilja Árna sem bæjarstjóra - 21% vilja ópólitískan bæjarstjóra og 9,6% Gunnar Þórarinsson

Nýtt gagnaver á Ásbrú

F

FÍTON / SÍA

ramkvæmdir við nýtt 2500 fermetra gagnaver eru hafnar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Gagnaverið rís við gamla Patterson-flugvöllinn sem er í útjaðri Ásbrúar og upp af Fitjum í Njarðvík. Það er Advania sem stendur að byggingu gagnaversins en ÍAV annast bygginaframkvæmdir. Mikill vöxtur hefur verið í gagnaversþjónustu fyrirtækisins, en Advania tekur einnig gagnaver í Hafnarfirði. „Undirbúningur er þegar hafinn og ef vel gengur með framkvæmdir og öflun viðskiptavina mun fyrsti áfangi verða tekinn í notkun í ár,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania. Hann segir svæðið á Ásbrú mjög hentugt svæði fyrir gagnaversstarfsemi og aðgengi að orku er góður. „Fyrir okkur sem reka gagnaver skiptir mestu máli að hafa gott aðgengi að orku og svölu lofti sem hjálpar til við að kæla tölvubúnað á umhverfisvænan og hagkvæman hátt,“ segir Eyjólfur. „Það er orðið forgangsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum um allan heim að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda í sinni upplýsingatækni. Við getum boðið græna orku

einföld reiknivél á ebox.is

og fyrirsjáanlegan orkukostnað til langs tíma. Fyrir viðskiptavini okkar þýðir þessi stækkun aukna möguleika á að hagnýta svokölluð tölvuský þar sem hýsa má gögn, hugbúnað og tölvuumhverfi. Ávinningur þeirra felst í öruggum, hagkvæmum og sveigjanlegum tölvurekstri sem knúinn er með grænni orku. Það er einnig ánægjuefni að geta stuðlað að uppbyggingu atvinnulífsins í Reykjanesbæ með þessari framkvæmd,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania. „Við erum búin að vinna í því á undanförnum árum að markaðssetja svæðið fyrir þennan iðnað. Verne fór af stað fyrir nokkrum árum síðan og hefur verið í sinni uppbyggingu en það er ánægjulegt að sjá fleiri aðila velja þessa staðsetningu, Ásbrú, fyrir sín gagnaver. Á margan hátt er þetta mjög ánægjulegt og líka það að þetta er fyrsta nýbyggingaframkvæmdin hér á svæðinu. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir allan þennan byggingafjölda hér, að það væri þegar farið að byggja húsnæði undir nýjan rekstur hér á svæðinu,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco.

– Er allt húsnæði á svæðinu upptekið? „Nei, það er nú ekki þannig en mikið af þessu húsnæði sem Advania hefði kannski getað nýtt undir sína starfsemi er upptekið og en þetta er sérhæfð aðstaða sem þeir þurfa. Kosturinn sem þeir sáu fram á var að heppilegast væri að fara í að byggja nýtt og sérhæft húsnæði, sem þeir eru að byggja núna“. Það svæði sem heyrir undir Ásbrú er mun meira en bara gamla byggðin á Keflavíkurflugvelli. Ásbrú er í raun allt það svæði sem áður heyrði undir Varnarliðið. „Þetta eru um 50 ferkílómetrar lands í kringum Keflavíkurflugvöll sem við erum að þróa og höfðum það hlutverk að markaðssetja og skipuleggja og draga starfssemi á. Og þetta svæði sem er hérna niðri á Fitjum er í jaðri þess og við settum inn í aðalskipulag Reykjanesbæjar ákveðinn reit sem við ætluðum undir þessa gagnaversuppbyggingu fyrir nokkrum árum. Það er mjög ánægjulegt að sjá að fyrstu skrefin eru stigin í uppbyggingu þar og ég held að það sé alveg ljóst að þetta mun mynda grunninn að miklu meiri uppbyggingu á þessum reit,“ segir Kjartan Þór Eiríksson í samtali við Víkurfréttir.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

T

æp 60% þátttakenda í könnun Talnakönnunar ehf. vilja sjá Árna Sigfússon sem næsta bæjarstjóra í Reykjanesbæ. 21% vildu sjá óháðan/ópólitískan bæjarstjóra. Talnakönnun ehf. gerði könnun um sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ dagana 3. til 4. maí sl. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta bæjarstjóra í Reykjanesbæ? Samkvæmt niðurstöðunni fær Árni Sigfússon 59,6% og óháður/ópólitískur bæjarstjóri 21%. Oddvitar annarra framboða fengu mun minna. Gunnar Þórarinsson fékk 9,6% fylgi í könnuninn en aðrir oddvitar 1,9% eða minna. „Ég er mjög þakklátur þeim stuðningi sem bæjarbúar sýna mér með þessu - en minni á að það getur orðið flókið að standa í stafni ef mörg flokksbrot þarf til að mynda meirihluta. Reykjanesbær þarf skýra sýn áfram og við megum ekki glutra niður því sem við höfum byggt upp,“ segir Árni Sigfússon í samtali við Víkurfréttir um niðurstöður könnunarinnar. Könnunin var framkvæmd þannig að spyrlar höfðu aðeins símanúmer en ekki nafn og heimilisfang þeirra sem hringt var í. Svör voru skráð í sérstök skjöl og ekki hægt að tengja á milli þeirra og símanúmeranna. 53% svörun fékkst við spurningunni um bæjarstjóra. Byrjað var með úrtak með 1111 símanúmerum. Svör að öllu leyti eða hluta fengust frá 367 einstaklingum.

Skessan býður til Barnahátíðar - síða 2


2

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is yndisauka. Leikskólarnir bjóða upp á stóra sameiginlega sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar sem ber titilinn „Afmæli“ í tilefni þess að Reykjanesbær fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Skrautlegar veitingar, borðbúnaður og afmælisgjafir af flottustu gerð úr verðlausu efni munu gleðja gesti á þessari glæsilegu sýningu leikskólabarnanna. Á föstudag fá svo leiklistarhæfileikarnir að njóta sín á Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa í Hljómahöll þar sem úrval árshátíðaratriða úr öllum grunnskólunum verða sýnd fyrir fullu húsi.

Skessan í hellinum býður til Barnahátíðar

– í níunda sinn í fjölskylduvænum Reykjanesbæ 7. - 11. maí. Allir eru með „Barnahátíð í Reykjanesbæ hefst með látum á miðvikudag,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnisstjóri hátíðarinnar. „Það frábæra er að allir eru með,“ en þar á Guðlaug við alla 6 grunnskóla bæjarins, alla 10 leikskólana, Tónlistarskólann, dansskólana tvo og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Bærinn er

smekkfullur af skapandi börnum.“ Skólarnir eru allir þátttakendur í glæsilegri Listahátíð barna sem myndar hryggjarstykkið á sérstakri barnahátíð sem nær hámarki um næstu helgi með fjölbreyttum viðburðum, smiðjum og skemmtilegheitum sem börnum og fjölskyldum stendur til boða þeim að kostnaðarlausu.

Þér er boðið í afmæli! - Ekki missa af glæsilegri listahátíð barna Grunnskólarnir sýna brot af því besta úr listgreinastarfi í vetur, undir heitinu „Listaverk í leiðinni,“ á vel völdum stöðum í bæjarfélaginu, gestum og gangandi til

Ekki gleyma bangsanum heima Að sögn Guðlaugar nær Barnahátíðin hápunkti á laugardag og sunnudag þegar gestum er boðið heim á margs konar viðburði tileinkaða börnum og fjölskyldum þeirra. Á laugardag fer meginþungi dagskrárinnar fram við Víkingaheima. Landnámsdýragarðurinn verður opnaður, pylsur, tónlist, hestar, andlitsmálning og alvöru víkingar eru meðal þess sem mun gleðja börnin. Leikfangamarkaður

barnanna fer fram í tjaldi við Víkingaheima en þar gefst börnum kostur á að gerast kaupmenn part úr degi. Boðið verður upp á sirkussmiðju og sýningu, börnin geta hannað víkingaklæði á bangsann sinn og skoðað slökkviliðsbíla á nýrri sýningu. Deginum lýkur með búningaballi með Ávaxtakörfunni í 88 húsinu þar sem nýr ungmennagarður var tekinn í notkun um liðna helgi með hoppudýnu, aparólu, minigolfi, hjólaastólarólu og leiktækjum. Skessa, tröll, galdrakallar og nornir. Er það furða þótt karamellum rigni? Á sunnudeginum fer megin dagskráin fram við Duushúsin, menningar- og listamiðstöð, þar sem listahátíð barna er í fullum gangi. Skessan er í hátíðarskapi og býður upp á lummur í hellinum sínum ásamt Fjólu tröllastelpu. Tívolítæki verða á Keflavíkurtúni, afmælisleikjasmiðja, galdrakalla og nornasmiðja, kraftakeppni krakka og þá hljóðar veðurspáin upp á karamelluregn. Deginum lýkur svo á skemmtun með Góa í Bíósal.

Dagskrána í heild sinni, með tímasetningum, staðsetningum og nánari upplýsingum er að finna á vefsíðunni barnahatid.is. með fyrirvara um breytingar t.d. vegna veðurs. Frítt er á alla viðburði Barnahátíðar.

„Við ætlum að taka vel á móti þessu fólki“ Endurnýja flugvita – Íbúum Grindavíkur fjölgar brátt um 40 „Undirbúningur við að taka á móti fólkinu hófst fyrir u.þ.b. mánuði síðan, þegar fréttir bárust af þessum áformum Vísis. Þau eru mjög velkomin í okkar samfélag og munu líklega aðlagast mjög hratt. Samfélagið á Húsavík er ekkert ósvipað og hér. Við bíðum í eftirvæntingu eftir þessum íbúum og ætlum að taka vel á móti þeim,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur í viðtali við Víkurfréttir. Eins og fram hefur komið í fréttum segir að bærinn njóti góðs af því munu 40 manns, sem störfuðu hjá að vera með pólskumælandi starfsVísi, flytjast búferlum frá Húsavík mann sem hefur aðstoðað við að og Djúpavogi til Grindavíkur. Ró- kynna væntanlegum íbúum skóla, bert segir samfélagið í Grindavík leikskóla og aðra þjónustu. „Þannig reiðubúið til þess að taka á móti höfum við betur skilið þarfir þessa hópnum. „Við höfum verið að stíla fólks og getað útskýrt fyrir því hvað inn á þetta. Við erum sjávarútvegs-, bíður þeirra hér. Við sjáum ekki ferðaþjónustu- og matvælafram- annað en að börnin muni komast leiðslubær og hingað er að koma að í skólunum strax í haust. Ekki fólk með góða þekkingu í þeim er um mörg börn að ræða svo að við höfum gott svigrúm til að taka geira.“ Um þriðjungur hópsins sem flytur á móti þeim og veita þeim þá þjóntil Grindavíkur er af erlendum upp- ustu sem þau þurfa.“ runa, aðallega pólskir, og Róbert

á Keflavíkurflugvelli - Nýr flugviti kostar 200 milljónir króna

Spurður um húsnæðismál segir Róbert að verið sé að vinna í að klára íbúðir sem hafa verið ókláraðar. „Sérstaklega í fjölbýlishúsinu sem Íbúðalánasjóður á. Verið er að vinna að því að koma þeim íbúðum í notkun. Húsnæðismálin leysast þannig,“ segir Róbert að lokum.

■■Höfðingleg gjöf Raven Design:

700 þúsund til Krabbameinsfélagsins „Ég fór á fund með markaðsstjóra Krabbameinsfélagsins í febrúar og bauðst til að sérhanna glasabakka, segla og hálsmen svo og að útbúa borðstanda fyrir þessar vörur og selja á sem víðastan máta. Í framhaldi af þeim fundi var haft samband við forsvarsaðila markaðsdeildar Samkaupsverslana á Suðurnesjum sem tók vel í þetta verkefni og gaf leyfi til að setja upp vörustanda í verslunum Nettó í Njarðvík og Grindavík, Samkaupum, Strax og Kaskó í Keflavík með ljómandi góðum árangri,“ segir Hrafn Jónsson, eigandi Raven Design. Í tilefni af Mottumars ákvað Hrafn að láta gott af sér leiða með því að styrkja gott málefni með því að hanna og framleiða vörur með myndmerki Mottumars og gefa allan ágóða til Krabbameinsfélagsins. Hrafn er afar þakklátur þeim sem höfðu trú á þessu framtaki og voru

Gamli flugvitinn á Keflavíkurflugvelli.

B

jörn Óli Hauksson forstjóri Isavia og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands undirrituðu nýverið samning um endurnýjun á VORTAC-flugvita Keflavíkurflugvallar. Flugvitinn er sambyggður stefnuviti fyrir borgaralegt flug (VOR) og herflug (TACAN) ásamt fjarlægðarmæli (DME) og stendur norðvestan við flugbrautamót Keflavíkurflugvallar. Flugvitinn var settur upp á sjötta áratug síðustu aldar en nú eru hættir að fást í hann varahlutir. Nýi búnaðurinn er keyptur af fyrirtæk-

inu Thales í Þýskalandi og verður hann settur upp á nýjum stað á flugvellinum. Kostnaður við verkefnið er um 200 milljónir króna sem að mestu leyti verða greiddar af Alþjóðaflugmálastofnuninni og Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Verklok eru áætluð í lok þessa árs.

Neikvæður rekstur Voga

með. Hann segist hafa mætt mikilli velvild hjá Íslandspósti sem hafði til sölu sérmerktar Mottumarsvörur á flestum pósthúsum landsins, þar með talið í Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir eru til allra innan Íslandspósts fyrir þeirra samstarf og velvild við þetta verkefni. „Einnig

fékk Krabbameinsfélagið í Eyjum senda Mottumars-segla sem þeir sáu sjálfir um að selja. Styrkurinn hefur verið afhentur forsvarsmönnum verkefnisins. Þessi fjárhæð verður notuð til styrktar baráttunni gegn krabbameini hjá körlum.“

XXÁrsreikningur Sveitarfélagsins Voga var tekinn til fyrri umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar. Fr am kom á fundinum að rekstrarniðurstaðan er neikvæð um tæpar 20 milljónir króna. Gert hafði verið ráð fyrir að jöfnuður yrði milli gjalda og tekna að því er kemur fram í fréttabréfi sem Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sendi frá sér. Þar segir hann að góðu fréttirnar séu hins vegar þær að skuldaviðmið bæjarfélagsins sé komið vel niður fyrir

viðmiðunarmörkin sem sett eru í sveitarstjórnarlögunum. Hlutfallið er nú 109% ef allar skuldir eru teknar með í reikninginn, séu hins vegar lífeyrisskuldbindingar teknar frá er hlutfallið innan við 90%. Lögin heimila 150% að hámarki. Fjármunamyndun rekstursins er einnig viðunandi, en veltufé frá rekstri voru liðlega 64 m.kr. Bæjarstjórn Voga mun taka ársreikninginn til síðari umræðu á fundi sínum miðvikudaginn 14. maí nk.


xdreykjanes.is

Vinnum áfram

– að betra skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi Skólar í fremstu röð

Samstarf við íþróttahreyfinguna

Spjaldtölvuvæðing skólanna

Rekstrar- og þjónustusamningar

Framfarir hafa verið miklar á síðasta kjörtímabili og munum við halda áfram að starfa eftir Framtíðarsýn Reykjanesbæjar. Reykjanesbær hefur tekið forystu í spjaldtölvunotkun í íslensku skólasamfélagi.

Forvarnir á unglingastigi

Fylgjum eftir einum besta árangri á landinu í forvörnum gegn áfengi, fíkniefnum og tóbaksnotkun unglinga.

Öflugt foreldrastarf

Vinnum áfram með íþróttafélögunum að því að styrkja innra starf félaganna og aðstöðu. Styðjum áfram íþrótta-, menningar- og tómstundarfélög í bænum með rekstrar- og þjónustusamningum líkt og verið hefur og tryggjum þannig fjölbreytni þeirrar starfsemi sem í boði er fyrir íbúa.

Hærri styrkir til umönnunar, íþrótta og tómstunda Við munum halda áfram að leita leiða til að lækka kostnað foreldra við íþróttir og tómstundir barna m.a. með hækkun íþrótta- og tómstundastyrkja.

Samstarf foreldra við skólasamfélagið er grunnurinn að þeim góða árangri sem náðst hefur í leik- og grunnskólunum á síðustu árum.

Við munum einnig stuðla að því að umönnunargreiðslur hækki strax á næsta ári.

Sveigjanlegri opnunartími leikskóla

Endurvekjum frístundarútuna

Könnum áhuga foreldra á því að hafa sveigjanlegri opnunartíma leikskóla.

Fjölbreytni í skólastefnum

Við viljum auka fjölbreytni við rekstur og leita leiða til að bjóða upp á ný grunnskólaúrræði í samstarfi við rekstraraðila á því sviði.

Morgun- og hádegisverður í grunnskólum

Við viljum bjóða ókeypis hafragraut í morgunmat fyrir þau börn sem þess óska.

Við ætlum að leggja enn frekari áherslu á að íþróttaæfingar geti farið fram á starfstíma skólans og kanna hvort unnt sé að endurvekja „frístundarrútuna“ þar sem börnum var ekið frá skóla og á æfingar.

Ungmennaráð – 88 húsið

Ungmennaráð hefur verið bæjarstjórn til ráðgjafar um fjölmörg verkefni sem unga fólkið telur að leggja eigi áherslu á í bænum. Við ætlum að hlúa vel að þessu samstarfi og því góða starfi sem fram fer innan 88 hússins og útfæra það enn frekar.

Við munum áfram bjóða ódýrar og hollar hádegismáltíðir í grunnskólunum og leyfa börnunum að taka þátt í að móta matseðlana með rafrænum kosningum.

Sköpum tónlistarmenn

Með tilkomu Hljómahallar fengu nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar bestu aðstæður til tónlistarnáms sem í boði eru hérlendis. Við ætlum að skapa áfram jarðveg sem gefur af sér færustu og frægustu tónlistamenn landsins.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Á kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16.

Líttu við!

Vinnum áfram


4

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Sýning á myndum úr teiknimyndasögunni The Wandering Ghost eftir Moki stendur nú yfir á neðri hæð bókasafnsins. Fígúrur úr sögunni sitja í sófum í sýningarrými. Sagan er ævintýrasaga sem lýsir ferðalagi og hamskiptum lítillar vofu, án texta. Sýningin stendur út maí og er opin á opnunartíma safnsins, 9-18 virka daga og 11-17 laugardaga.

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

TÓNLEIKAR Í KEFLAVÍKURKIRKJU

Strengjasveit skipuð nemendum frá Kristiansand í Noregi og Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda tónleika í Keflavíkurkirkju mánudaginn 12. maí kl.19.30. Mjög fjölbreytt efnisskrá, m.a. Konsert fyrir orgel og strengi eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Stjórnendur eru Unnur Pálsdóttir og Adam Grüchot. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Skólastjóri

Kolkrabbi við Strandleiðina! N

emendur á listnámsbraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja fengu það verkefni í vetur að vinna tillögur að útilistaverkum við strandleiðina í Reykjanesbæ undir stjórn kennara síns, Írisar Jónsdóttur. Nemendur voru sendir út af örkinni til að kynna sér þau verk sem fyrir voru í bænum og einnig skoðuðu þau og upplifðu strandleiðina.

AKURSKÓLI

ATVINNA KENNARAR ÓSKAST Viltu vinna á faglegum, kraftmiklum og skemmtilegum vinnustað? Þá er Akurskóli staðurinn fyrir þig. Kennarar óskast til starfa næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 21. maí en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst. Hluti af stöðunum eru afleysingastöður vegna barneignaleyfa. Þeir sem þegar hafa sótt um þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. Starfssvið: Umsjónarkennsla á yngsta- og miðstigi Sérkennsla Smíðakennsla Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla Góð íslenskukunnátta Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í skólastarfinu Góð mannleg samskipti Metnaður til að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG en Akurskóli hefur verið með samkomulag vegna greinar 2.1.6.3 (bókun 5) s.l. skólaár. Karlmenn jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Sjá nánar um Akurskóla: www.akurskoli.is Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri í síma 420-4550 eða 849-3822. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is

Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar kom síðan í heimsókn í kennslustund og kynnti það helsta sem nemendur gætu nýtt sér við hugmyndavinnu listaverkanna og afhenti þeim m.a. kort af bænum þar sem sjá má öll uppsett

listaverk og staðsetningu þeirra í bæjarfélaginu og ýmis önnur upplýsingarit. Einnig kynntu listnámsnemendur sér þjóðsögur frá svæðinu, öfluðu sér upplýsinga af netinu og nýttu eigin upplifun og reynslu frá svæðinu.

Nemendur skissuðu hinar ýmsu hugmyndir og þegar þeir voru komnir með lokaniðurstöðu bjuggu þeir til líkön af verkunum og upplýsingaspjöld sem þeir kynntu svo fyrir bæjarstjóra, menningarráði og skipulagsráði á sérstökum kynningarfundi í Duushúsum. Að sögn Valgerðar var góður rómur gerður að vinnu nemendanna og leitað verður leiða til að koma einhverju þessara verka í framkvæmd. Verkin verða til sýnis í Duushúsum á barnahátíð og eru íbúar hvattir til að koma og skoða þessar skemmtilegu hugmyndir. Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á listnámsbraut sem tóku þátt í verkefninu. Agatha Mist Atladóttir Alexander Róbertsson Daníel Snær Jónasson Guðrún Sveinsdóttir Hjörtur Már Atlason Lovísa Björgvinsdóttir Magnús Helgi Einarsson Ylfa Rán Erlendsdóttir

■■Björgunarsveitin Suðurnes og Slysavarnadeildin Dagbjörg:

Glæsileg afmælishátíð

Glæsileg afmælishátíð Björgunarsveitarinnar Suðurnes og Slysavarnadeildarinnar Dagbjargar var haldin í húsnæði sveitarinnar þann 1. maí sl.

Björgunarsveitin fagnaði 20 ára afmæli og slysavarnadeildin 10 ára afmæli en veðrið lék við gesti dagsins og þótti hátíðin takast með eindæmum vel. Margir komu og sóttu sveitina heim og kíktu á búnað og þáðu kaffiveitingar. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælishátíðinni.


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

HVAR ER BARNIÐ ÞITT? Í byrjun árs mættu þúsundir unglinga fyrirvaralaust í Smáralind til að sjá Vine-stjörnur og sagan endurtók sig svo nýlega þegar YouTube-stjarna mætti til landsins. Nánast ekkert foreldri hafði heyrt um þessar stjörnur og uppákomurnar komu mörgum á óvart.

Það er kominn tími til að tala saman Vodafone og Dale Carnegie bjóða því foreldrum og forráðamönnum um land allt á ókeypis vinnustofu um góð samskipti á netinu.

Hverjar eru þær nýju áskoranir sem netið og samfélagsmiðlar búa til í samskiptum? Hvað þarf að vita um netsamskipti? Hvernig byggjum við upp góð tengsl og traust í leik og starfi? Hvað eru góð samskipti á milli foreldra og barna? Fimmtudaginn 15. maí verðum við á Hótel Keflavík kl. 20 –21.30. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á dale.is/vodafone eða í síma 555 7080.

Vodafone

Góð samskipti bæta lífið


6

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Hilmar Bragi Bárðarson skrifar

Nýtt gagnaver í Reykjanesbæ Framkvæmdir eru hafnar við nýtt gagnaver Advania í Reykjanesbæ. Gagnaverið rís upp af Fitjum í Njarðvík á svæði sem við flest þekkjum sem Patterson-flugvöll. Undanfarið hefur mátt sjá stórvirkar vinnuvélar á svæðinu og langir vinnudagar hjá iðnaðarmönnum. Byggingin sem rís á svæðinu verður 2500 fermetrar en á þessu svæði við Patterson er gert ráð fyrir enn frekari starfsemi t.a.m. fyrir gagnaver. Svona framkvæmd skiptir miklu fyrir atvinnulífið á svæðinu og hlutirnir munu gerast hratt. Þannig gera áætlanir ráð fyrir að byggingin verði risin í júní og að starfsemi gagnaversins verði komin í gang á þessu ári. Í viðtali á forsíðu Víkurfrétta í dag segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar:

Mynd: Gísli Dúa//Texti: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is

■■Ungur Reykjanesbæingur ætlar að verða atvinnukylfingur:

„Pabbi er aðeins betri en ég“

K

ristján Jökull Marinósson er tólf ára og sem lítill hnokki var hann sífellt sveiflandi prikum og hinu og þessu eins og golfkylfu. Á þriðja aldursári fór hann svo fyrst í golf, sló tvö högg og púttaði svo beint ofan í holu. Þá var ekki aftur snúið og í dag er hann með 18 í forgjöf, sem þykir mjög gott fyrir strák á hans aldri.

„Við erum búin að vinna í því á undanförnum árum að markaðssetja svæðið fyrir þennan iðnað. Verne fór af stað fyrir nokkrum árum síðan og hefur verið í sinni uppbyggingu en það er ánægjulegt að sjá fleiri aðila velja þessa staðsetningu, Ásbrú, fyrir sín gagnaver. Á margan hátt er þetta mjög ánægjulegt og líka það að þetta er fyrsta nýbyggingaframkvæmdin hér á svæðinu. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir allan þennan byggingafjölda hér, að það væri þegar farið að byggja húsnæði undir nýjan rekstur hér á svæðinu“. Það svæði sem heyrir undir Ásbrú er mun meira en bara gamla byggðin á Keflavíkurflugvelli. Ásbrú er í raun allt það svæði sem áður heyrði undir Varnarliðið. „Þetta eru um 50 ferkílómetrar lands í kringum Keflavíkurflugvöll sem við erum að þróa og höfðum það hlutverk að markaðssetja og skipuleggja og draga starfssemi á. Og þetta svæði sem er hérna niðri á Fitjum er í jaðri þess og við settum inn í aðalskipulag Reykjanesbæjar ákveðinn reit sem við ætluðum undir þessa gagnaversuppbyggingu fyrir nokkrum árum. Það er mjög ánægjulegt að sjá að fyrstu skrefin eru stigin í uppbyggingu þar og ég held að það sé alveg ljóst að þetta mun mynda grunninn að miklu meiri uppbyggingu á þessum reit,“ segir Kjartan Þór.

Kosningamánuðurinn Gengið verður til bæjarstjórnakosninga í lok þessa mánaðar. Fjörið er að byrja, kosningaskrifstofurnar hafa opnað og handaböndum fjölgar. Frambjóðendur eru duglegir að senda frá sér greinar og líf er að færast í stjórnmálaumræðuna. Spennan magnast örugglega í brjóstum þeirra sem lifa og hrærast í pólitíkinni. Landslagið er að breytast og framboðin eru fleiri en fyrir síðustu kosningar. Á forsíðu Víkurfrétta í dag er vitnað í skoðanakönnun sem Talnakönnun ehf. gerði í Reykjanesbæ í byrjun mánaðar. Þá hefur heyrst að unnið er að frekari skoðanakönnunum í Reykjanesbæ. Kosningar vinnast hins vegar ekki í skoðanakönnunum. Án efa spennandi að fylgjast með könnunum en það er hins vegar raunveruleikinn sem kemur upp úr kjörkössum á kjördag sem ræður úrslitum. Það er stutt til kosninga en án efa á mikið eftir að gerast þangað til.

vf.is

SÍMI 421 0000

Hefur átt fjögur golfsett „Ég er búinn að eiga fjögur golfsett. Hef fengið nýtt sett eftir því hversu mikið ég hef stækkað,“ segir Kristján Jökull og bætir við að hann noti allar kylfurnar í pokanum. Það er greinilegt að þessi ungi kylfingur er vel að sér um kylfurnar því hann fer í það að fræða blaðamann aðeins um þær. „Það er erfiðara fyrir suma að nota „driverinn“ því hann er þungur og kylfuhausinn stór. En þeir eru misjafnir.“ Skemmtilegast að spila með pabba Faðir Kristjáns Jökuls, lögreglumaðurinn Marinó Már Magnússon, hefur stundað golf í fjöldamörg ár og tekur soninn oft með sér. Kristján Jökull segir ekki marga

foreldra taka börnin sín með. „Skemmtilegast við golfið er að spila með pabba. Hann er aðeins betri en ég.“ Þeir feðgar fóru saman um liðna páska til Englands með félögum sínum í Golfklúbbi Suðurnesja. Svo á hann einn golfvin og þeir spila töluvert saman tveir í Leirunni.

Byrjaði að æfa 4 ára Einnig finnst Kristjáni Jökli skemmtilegt að spila og keppa og að það reyni á hann. „Það er erfiðast fyrir flesta að ná góðri sveiflu. Ef þú sveiflar vitlaust getur boltinn farið bara eitthvert út í loftið en ef sveiflan er rétt er hægt að stýra því hvert boltinn fer.“ Hann hefur ekki tölu á hversu mörgum mótum hann hefur tekið þátt í. „Ég hef a.m.k. tekið þátt í öllum meistaramótum síðan ég fór að æfa golf fjögurra ára og hefur oftast gengið mjög vel. Þegar ég keppi við unglinga víða að á landinu þá er ég svona meðalmaður en þegar ég er heima að keppa við sama aldurshóp er ég oftast í einu af þremur efstu sætunum.“

Ég hef tekið þátt í öllum meistaramótum síðan ég fór að æfa golf fjögurra ára Adam Scott og Birgir Leifur bestir Kristján Jökull segist æfa helst á hverjum degi í öllum veðrum. Best sé að spila í logni og ekki miklum hita. Þá hefur hann sankað að sér töluverðu af golfbolum og -húfum. „Stærsta fyrirmynd mín er Ástralinn Adam Scott. Hann er með svo flotta sveiflu. Af íslenskum golfurum er Birgir Leifur Hafþórsson bestur. Ég stefni jafn langt og hann og langar að verða atvinnumaður,“ segir Kristján Jökull að endingu.

Kaffitár hlaut kuðunginn

U

mhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti Kaffitári Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Viðurkenningin var veitt í síðustu viku. Kaffitár hlýtur Kuðunginn fyrir öflugt umhverfisstarf fyrirtækisins allt frá stofnun þess árið 1990. Segir meðal annars í rökstuðningi valnefndar að eigendur þess hafi verið brautryðjendur varðandi mengunarvarnir í framleiðslu og umhverfisvottun kaffihúsa auk þess sem þau hafi lagt áherslu á að kaupa hráefni „án krókaleiða“, beint frá þeim bændum sem rækta það. Kaffihús Kaffitárs hafi verið þau

fyrstu hér á landi til að fá vottun umhverfismerkisins Svansins árið 2010 og sem ein vinsælasta kaffihúsakeðja landsins hafi fyrirtækið þannig orðið öflugur boðberi umhverfisvænna hátta meðal almennings. Hugað sé að umhverfismálum allt frá hinu smæsta til hins stærsta, hvort sem um eru að ræða borð-

tuskur sem notaðar eru á kaffihúsunum eða mengunarvörnum kaffibrennslunnar. Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, sem Kaffitár hlaut, er að þessu sinni eftir listamanninn Bjarna Sigurðsson. Þá öðlast fyrirtækið rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Skemmtilegustu græjurnar

í Omnis Dell IdeaPad Y510

Dell Inspiron 3521 • • • • • • •

Intel Core i3-3217U 4GB DDR3 vinnsluminni 15.6” HD WLED True-Life skjár 500GB harður diskur Windows 8 1GB AMD Radeon HD 7670M DDR3 skjákort 3ja ára varahlutaábyrgð

kr.

109.990

IdeaPad Y510p er fáguð fartölva sem vekur athygli Hún er með Haswell örgjörva og er gerð fyrir leiki og skemmtun. kemur með tvöföldu skjákorti (nVidia SLI) - sem gefur hreint ótrúleg afköst og hágæða JBL Dolby hljóðkerfi.

• • • • • •

Intel Core i7 quad core 64bit 16 GB DDR3 vinnsluminni 15,6” FHD LED Full HD Skjár TVÖ NVIDIA® GeForce® GT750M (2GB) Skjákort 1TB diskur og 24GB SSD sem eykur afköst verulega Windows 8.1

kr.

219.900 Vörunr.: 59375372

Vörunr.: INSPIRON3521#08

Lenovo IdeaPad S500 Snilldar hönnun og glæsilegt útlit sem vekur athygli á frábæru verði. • • • • • •

Intel Pentium 2117U 4GB vinnsluminni 15,6” HD LED skjár 500GB Harður diskur Windows 8 3 ára ábyrgð

kr.

United 32” LED sjónvarp með stafrænum móttakara • Upplausn 1366x768 punktar • Progressive Scan • Stafrænn móttakari DVB-T2 • Nicam Stereo Hljóðkerfi • 3 x HDMI

89.900 Vörunr.: 59372485

• VGA og Heyrnartólstengi

Multimedia USB tengi - Spilar: DivX, MKV, MP3 og JPEG

kr.

49.990

Vörunr.: UNI-LED32X16

UrbanMonkey hátalarar

Canon MG4250 prentari

• Spilar tónlist þráðlaust • Virkar sem handfrjáls búnaður fyrir farsímann

Nettur og háþróaður fjölnota WiFi prentari með prentun, ljósritun og skönnun.

kr.

13.990

Vörunr.: 6224B006BA

ST LÁN NAÐA VAXTALAU

12 MÁ

LUR Í ALLT AÐ

R RAÐGREIÐS

VAXTALAUSA

444 9900

Akranesi Dalbraut 1

kr.

GoXtreme WiFi Control HD hasarmyndavél Tengdu vélina við snjallsímann og upplifðu hasarinn í beinni • Full HD hasarmyndavél • Með WiFi + Fjarstýring • 1080P (1920x1080P) video með hljóði • 120° víðlinsa • 45m vatnsheldni í hlífðarhúsi • 5MP sensor • Lithium rafhlaða ( útskiftanleg) • Styður allt að 32GB micro minniskort • Allskonar aukahlutir fylgja

kr.

22.990 Vörunr.: EP20107

4.990

12 MÁNUÐI

Borgarnesi Borgarbraut 61

Reykjanesbæ Tjarnargötu 7

www.omnis.is


8

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

■■Framleiðir hollustu í Grindavík:

Pizzur og vefjur vinsælastar

Halla María Svansdóttir hafði lengi gælt við þá hugmynd að opna kaffihús í Grindavík. En fyrir tveimur árum ákvað hún að setja á stofn fyrirtæki sitt, Halla@heima þar sem hún framleiðir hollustuvörur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Gaf tíu poka til fyrirtækja „Ég útbjó og fór af stað með tíu matarpoka með hádegismat og ýmislegt sem þarf yfir daginn, s.s. safa, þeyting, te og millimál. Valdi svo tíu fyrirtæki, þar sem töluverður umgangur viðskiptavina er, og gaf þeim pokana. Út frá því fór boltinn að rúlla og ég hef ekki þurft að auglýsa neitt,“ segir Halla. Fjöldi skammta sem hún framleiðir fer upp í 60 á dag.

Í gömlu hafnarvigtinni Halla byrjaði heima en vegna þess ekki má selja mat sem heimatilbúinn voru pokarnir svokallaðir námskeiðspokar. „Ég setti með matnum áætlun um næringu og málsverði á miða ásamt innihaldslýsingu og fræðslu um einstaka mat. Þannig mátti ég selja matinn og gerði það í eitt ár.“ Hún fékk síðan aðstöðu á Mamma Mia um tíma og færði sig svo í húsnæði gömlu hafnarvigtarinnar við Hafnargötu fyrir innan við ári. Þá hafði verið þar hágreiðslustofa en Halla skipti um gólfefni, setti millihurð og bætti við tækjum. Í framleiðslunni segist Halla reyna að hafa allt hráefni hreint og lífrænt. „Ég næ að gera það mikið þrátt fyrir að það sé dýrt. Svo sæki ég alltaf íslenskt til bænda ef það er hægt. Ég sækir m.a. allan fisk í Vísi og kjúklingakjöt í kjúklingabú föður míns, Svans, sem hefur verið kjúklingabóndi í Grindavík í 30 ár.“

Auðvelt pöntunarkerfi Halla segir fólk vera farið að hugsa meira um heilsuna en áður og gaman sé að sjá hvað því finnst gott að sem hún býður upp á. „Einn sagði: Það getur bara ekki verið að þetta sé hollt því þetta er svo gott!“ Margir karlmenn ákveði oft að hollur matur sé óspennandi og ekki góður. Hjá Höllu er hægt að velja um hádegismat, þeyting, eftirrétt, millimál o.s.frv. „Pizzurnar mínar eru öðruvísi en fólk á að venjast og mjög vinsælar, sem og vefjurnar. Ég gef út matseðil á netinu og er með fasta liði á honum ásamt innihaldslýsingum svo að auðvelt er að panta daginn áður en afhending fer fram. Maðurinn minn, sem er kerfisfræðingur í hugbúnaðargerð, bjó til pöntunarkerfi á netinu fyrir fyrirtæki og þau fá þá bara skýrslu þar sem þau geta séð hvað hver starfsmaður pantaði og það er dregið af launum. Sum fyrirtæki niðurgreiða líka. Hver starfsmaður pantar því fyrir sig,“ segir Halla.

Fékk frjálsar hendur í eldhúsinu Spurð um hvenær áhugi á matargerð hafi kviknað segir Halla að amma hennar og mamma hafi alltaf verið svakalega duglegar í eldhúsinu. „Þær hafa líka verið duglegar að koma með nýjungar og gert sjálfar frá grunni. Ég fékk frjálsar hendur með að baka og elda

hvenær sem er. Svo á ég eldri systur sem er svo mikið í heilsupælingum, jógakennari, með heilun og fleira. Ég hef sankað að mér þekkingu frá henni.“ Þegar uppi er staðið segir Halla það sem skiptir máli sé að borða fjölbreytt og geta melt það

sem maður innbyrðir. „Vita hvað maður setur ofan í sig og hvað fer vel í mann. Borða reglulega hollt og gott og þá er hægt að leyfa sér meira,“ segir hún að endingu. „Það getur bara ekki verið að þetta sé hollt því þetta er svo gott“

Mamma kemur daglega og hjálpar Rekstur svona fyrirtækis eins og hennar segir hún engan veginn ganga upp nema eiga góða að. „Mamma er með mér á hverjum degi. Hún ætlaði að vera öðru hverju en kemur hingað og er allan daginn. Eftirspurnin hefur leitt mig á þann stað sem ég er í dag. Ég ætlaði að vera bara með framleiðslu fyrir einstaklinga en það hefði ekki gengið eitt og sér, þrátt fyrir að margir komi við.“ Þess vegna er Halla er með framleiðslu fyrir fyrirtæki líka og sendir um Suðurnes og einnig til höfuðborgarsvæðisins, þar sem maðurinn hennar starfar. Í Reykjanesbæ skutlar hún pöntunum í Sporthúsið og þangað sækir fólk sinn skammt, sem kominn er um hálf ellefu á morgnana.

Hugurinn ber þig hálfa leið! ...í Eymundsson ertu aðeins nær

Eymundsson Leifsstöð óskar eftir harðduglegum og brosmildum starfskrafti í afgreiðslustarf. Um sumarstarf er að ræða og er vinnutíminn 9-17. Hæfniskröfur: Góð tungumálakunnátta Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg Rík þjónustulund og jákvæðni Hæfni í mannlegum samskiptum

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.júní nk. Áhugasamir vinsamlegast sendið fyrirspurnir og umsóknir á atvinna@eymundsson.is fyrir 15. maí nk.

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is


Kræsingar & kostakjör

Lífrænt eurovision partý!

bio zeNtrale sNakk 398kr|59kr/afsl

Naturata súkkulaði - 3teg 100g 498kr|20%afsl

339kr

398kr

bioNa mild salsa sósa 539kr|60kr/afsl

479kr

rt Frábæ

verð!

Natufrisk eNgiferöl 250ml 259kr|60kr/afsl

199kr

ÞaNgsNakk ristað ÞaNg 5g 149kr|49kr/afsl

120kr

bioNa sNakk - saltað 30g 239kr|50kr/afsl

189kr

bioNa sNakk - saltað 100g 549kr|90kr/afsl

459kr Naturfrisk eNgiferöl er bragðgóður og frískaNdi gosdrykkur úr lífræNum eplasafa með mildu eNgiferbragði sem heNtar eiNkar vel fyrir uNga sem aldNa. eNgiNN viðbættur sykur, sætuefNi eða aukefNi.

NÄkd hrástykki 35g ýmsar teguNdir 189 kr.|21% |149 kr.

Tilboðin gilda 8. - 11. maí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


10

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu eythor@vf.is

Tískuljósmyndari sem teiknar dýr - Njarðvíkingurinn Drífa Þöll er efnileg listakona

D

rífa Þöll Reynisdóttir er 23 ára ljósmyndari frá Njarðvík. Hún hefur frá því að hún útskrfaðist frá FS á sínum tíma m.a. búið í Frakklandi, Noregi og Englandi en þar leggur hún nú stund á nám í ljósmyndun. Áhugi Drífu á ljósmyndun kviknaði fljótlega eftir fermingu en þá keypti hún sér litla myndavél sem hún notaði óspart. „Ég man eftir því að vera að leika mér með frænku minni þar sem ég stillti henni upp og tók mynd af henni. Þessi mynd sat í mér, mér fannst hún heppnast svo vel,“ segir Drífa sem alltaf hefur verið listræn og skapandi. Ljósmyndun varð enn eitt formið sem hún tileinkaði sér, en einnig hefur hún verið dugleg við að teikna.

Áhuginn kviknaði fyrir alvöru í FS Þegar Drífa hóf nám í FS þá fékk hún sína fyrstu DSLR myndavél. Þá kviknaði ljósmyndaáhuginn fyrir alvöru. Drífa var dugleg að fikta með vélina og prufa sig áfram með vinkonur sínar til aðstoðar sem módel. Drífa var í ritstjórn skólablaðsins Vizkustykkis á þeim tíma og tók m.a. fjölda mynda fyrir blaðið. Eftir skólagönguna í FS sótti hún svo um í skóla í Noregi sem heitir Norsk Fotofagskole í Þránd­ heimi og komst þar inn. Þar stund­ aði hún nám í tvö ár en nú heldur hún til á Englandi í frekara námi. Nánar til tekið í Art University of

Bournemouth þar sem hún er á öðru ári í BA námi í auglýsinga­ ljósmyndun. „Mér finnst langskemmtilegast að taka tískumyndatökur, ég hef alltaf verið heilluð af þeirri hlið ljós­ myndunar. Helst þá svona tísku­ þættir, þar sem maður getur verið skapandi og sagt sögur með því að setja saman nokkrar myndir,“ segir Drífa en hún heillast af því að notast við landslag þegar slíkar myndatökur fara fram. Drífu langaði að sýna samnem­ endum sínum á Englandi lands­ lagið á Íslandi og fyrir jól tók hún myndaröð við Bláa lónið sem vakti

facebook en þar eru verk hennar til sölu. (https://www.facebook.com/ drifareynis.) Forvitnilegt verður að fylgjast með þessari efnilegu listakonu í fram­ tíðinni en Drífa var svo væn að deila verkum sínum með lesendum Víkurfrétta eins og sjá má. Þeir sem vilja kynna sér verk hennar betur er bent á heimasíðu hennar http:// drifareynis.com/.

mikla lukku. „Ég fékk leyfi til þess að taka myndir ofan í Lóninu sem var æðislegt. Ég fékk að standa fyrir ofan og stelpurnar voru í vatninu. Við tókum þessar myndir á tveimur dögum þar sem það var ekki mikið dagsljós um miðjan desember,“ segir Drífa en myndaröðina fékk hún svo birta hjá tímariti sem heitir, The lone wolf magazine.

Teiknar flottar dýramyndir Drífa hóf að teikna svokallaðar ink art myndir fyrir skömmu en þær eru afar vinsælar um þessar mundir. Á sínum yngri árum þótti Drífu skemmtilegast í list­ áföngum í skólanum en hún hefur alltaf haft mikla þörf fyrir að skapa. Drífa segist hafa fengið góð við­ brögð við teikningum sínum á

Aðalfundur Starfsmannafélags Suðurnesja Verður haldinn mánudaginn 19. mai kl. 20:00 á Krossmóa 4a, 5 hæð, 260 Reykjanesbæ. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál. Kaffiveitingar Félagar hvattir til að mæta. Stjórn STFS


num fi,

ldna. ríkis. gjanleiki,

11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. maí 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Ingþór leiðir E-listann í Vogum XXE-listinn kynnti 1. maí framboðslista sinn til sveitarstjórnar í Vogum. Á listanum má finna góða blöndu af reynslumiklu fólki úr bæjarmálunum og nýjum frambjóðendum. Listann skipa: 1. Ingþór Guðmundsson 2. Bergur B. Álfþórsson 3. Inga Rut Hlöðversdóttir 4. Birgir Örn Ólafsson 5. Áshildur Linnet 6. Erla Lúðvíksdóttir 7. Ivan Kay Frandsen

8. Davíð Harðarson 9. Hákon Þór Harðarson 10. Brynhildur S. Hafsteinsdóttir 11. G. Kristinn Sveinsson 12. Friðrik V. Árnason 13. Marta Guðrún Jóhannesdóttir 14. Eiður Örn Hrafnsson

Athyglisverðar niðurstöður fuglaflensurannsóknar á Suðurnesjum N

ýverið voru kynntar niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á blöndun fuglaflensuvírusa. Rannsókn þessi hefur staðið yfir síðan árið 2010 og fóru sýnatökur að miklu leyti fram hér á Suðurnesjum. Rannsóknin er unnin í samstarfi Náttúrustofu Suðvesturlands, sem staðsett er í Sandgerði; Náttúrufræðistofnunar Bandaríkjanna eða US Geological Survey, sem stýrir rannsókninni og Háskóla Íslands. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og hafa niðurstöðurnar vakið mikla athygli víða um heim.

H-listinn í Sandgerði kominn fram XXFramboðslisti H-listans, Lista Fólksins, hefur verið samþykktur í Sandgerði. Listinn er þverpólitískt afl en Magnús Sigfús Magnússon húsasmíðameistari og verkalýðsformaður leiðir listann. H-listinn er svona skipaður: • Magnús Sigfús Magnússon • Helga Björk Stefánsdóttir • Svavar Grétarsson • Jóna Kristín Sigurjónsdóttir • Haukur Andrésson • Andrea Dögg Færseth • Kjartan Dagsson

• Andrea Bára Andrésdóttir • Ingi Björn Sigurðsson • Jóna Júlíusdóttir • Ásta Laufey Sigurjónsdóttir • Björgvin Guðmundsson • Rafn Magnússon • Ottó Þormar

Ellefu mismunandi vírusar fundust í fuglunum: evrópskir, bandarískir og blandaðir. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkar niðurstöður koma fram nokkurstaðar í heiminum að sögn Gunnars. Niðurstöður rannsóknarinnar eru vísbending um hvernig hættulegar fuglaflensur berast á milli svæða og segir hann að Ísland sé í raun stökkpallur fyrir flensur frá Evrópu og Asíu til Ameríku vegna landfræðilegrar legu sinnar, en áður töldu menn að sú leið lægi helst um Alaska. Rétt er að geta þess að fuglaflensuvírus af stofni H5N1 sem borist getur í menn hefur ekki fundist í fuglum hér á landi.

Jónína skipar efsta sæti N-listans í Garði XXÁ félagsfundi sem haldinn var 29. apríl var framboðslisti N-listans í Garði samþykktur samhljóða. N-listinn er þverpólitískur listi, skipaður einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að forgangsraða málefnum í þágu fjölskyldna, íbúalýðræðis, umhverfis og ábyrgrar fjármálastjórnunar, segir í tilkynningu. Listinn er svona skipaður: 1. Jónína Holm 2. Pálmi S. Guðmundsson 3. Álfhildur Sigurjónsdóttir 4. Ólafur Ágúst Hlíðarsson 5. Heiðrún Tara Stefánsdóttir 6. Bragi Einarsson 7. Helgi Þór Jónsson

8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir 9. Díana Ester Einarsdóttir 10. Markús Finnbjörnsson 11. Ásta Óskarsdóttir 12. Jón Sverrir Garðarsson 13. Viggó Benediktsson 14. Þorbjörg Bergsdóttir

Marta í efsta sæti Samfylkingarinnar í Grindavík XXFramboðslisti Samfylkingarinnar í Grindavík var samþykktur á félagsfundi flokksins. Marta Sigurðardóttir, núverandi bæjarfulltrúi flokksins, mun leiða listann ásamt Magnúsi Andra Hjaltasyni. 1. Marta Sigurðardóttir 2. Magnús Andri Hjaltason 3. Viktor Scheving Ingvarsson 4. Valgerður Jennýjardóttir 5. Sigurður Enoksson 6. Sigríður Jónsdóttir 7. Páll Þorbjörnsson

8. Sigurður A. Kristmundsson 9. Sigríður Gunnarsdóttir 10. Sigurður G. Sigurðsson 11. Sara Arnbjörnsdóttir 12. Sigurður Gunnarsson 13. Albína Unndórsdóttir 14. Steinþór Þorvaldsson

Náttúrustofa Suðvesturlands hefur frá stofnun árið 2000 haft aðsetur á Garðvegi 1 í Sandgerði sem hýsir auk þess Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Þekkingarsetur Suðurnesja, en hlutverk þess er meðal annars að tengja saman starfsemina í húsinu. Helsta sérsvið Náttúrustofunnar er fuglafræði og hafa fjölmargar rannsóknir því tengdu verið unnar á Garðveginum. Fuglaflensurannsóknin er þó ein sú stærsta hingað til og niðurstöður hennar auk þess mjög athyglisverðar. Dr. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur, stýrði rannsókninni hjá Náttúrustofu Suðvesturlands.

fuglar veiddir og rannsakaðir. Síðan þá hefur árleg sýnataka haldið áfram til frekari rannsókna á fuglaflensuvírusum. Sýni voru tekin úr fuglunum til að kanna hvort að þeir bæru vírusa og uppruni vírusanna var svo greindur. Í vaðfuglunum fundust engir flensuvírusar en talsvert magn fannst af þeim í bæði mávum og andfuglum.

Fuglaflensuvírusar finnast í villtum fuglum hér á landi Rannsóknin leiddi í ljós að evrópskir, bandarískir og blandaðir fuglaflensuvírusar finnast í villtum fuglum hér á landi. Er þetta í fyrsta sinn sem vírusar af þessu tagi finnast á sama tíma á sama svæðinu í heiminum að sögn Gunnars. Á árunum 2010-2012 voru tæplega 1.100 mávar, vaðfuglar og and-

Flestir fuglarnir veiddir við Sandgerði Langstærstur hluti þeirra fugla sem rannsakaðir voru, veiddust í næsta nágrenni Náttúrustofu Suðvesturlands í Sandgerði en rannsóknaaðstaðan og umhverfið skapa Náttúrustofunni og hinum stofnununum í húsinu sérstöðu sem erlendar rannsóknastofnanir sækja í. Sérstaklega skiptir sá mikli fjöldi farfugla sem fer um svæðið miklu máli fyrir rannsóknir Náttúrustofunnar. Umhverfið og húsnæðið bjóða upp á þann möguleika að fanga fuglana fyrir utan húsið, færa þá beint inn í rannsóknarýmið þaðan sem þeim er svo sleppt aftur út í náttúruna að loknum athugunum og mælingum, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Nýverið fékkst styrkur til áframhaldandi vinnu við rannsóknina og mun Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum þá bætast í hópinn.

AUGLÝSING VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2014

ALMENNAR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR FARA FRAM ÞANN 31. MAÍ 2014 Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar veitir framboðslistum móttöku á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, frá kl. 10:00 til 12:00 á hádegi, laugardaginn 10. maí 2014. Framboðsgögnum skal skila á rafrænu formi. Athygli er vakin á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 1998, með síðari breytingum, sérstaklega 21. gr, 22. gr og 23. gr. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, www.kosning.is/sveitarstjórnarkosningar Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar, Otto Jörgensen, Krisbjörn Albertsson, Hildur Ellertsdóttir, Bára Benediktsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Stefán Ólafsson.


12

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-póstkassinn

pósturu vf@vf.is

■■Guðbrandur Einarsson skrifar:

■■Baldur Guðmundsson skrifar:

Ö

Þ

Hvað er það sem skiptir máli? ll þurfum við mannfólkið á öryggi að halda til þess að við fáum þrifist og að okkur líði vel. Að vera óöruggur er ávísun á vanlíðan. Hins vegar er það æði misjafnt hvað það er sem stuðlar að óöryggi fólks. Það eru þó nokkrir sameiginlegir grunnþættir sem skipta okkur máli og ef þessir þættir eru til staðar í tilveru hvers og eins, þá má ganga að því sem vísu að viðkomandi geti unnið þannig úr lífi sínu að hann geti verið sáttur við hlutskipti sitt. Það skiptir mig t.d ekki miklu máli hvort ég eigi nýjan bíl en það myndi hafa veruleg áhrif á líðan mína ef ég gæti ekki gefið börnunum mínum að borða. Við verðum síðan alltaf að gera ráð fyrir því að þarfir okkar séu mismunandi og að þær breytist eftir æviskeiðum. Ég er í allt annarri stöðu sem einstaklingur en þegar ég er

orðinn pabbi hvað þá afi, sem ég varð fyrir skemmstu. Öll langar okkur til að lifa og njóta, að lífið sé ekki bara strit og áhyggjur heldur fullt að áægjulegum tilefnum þar sem við gleðjumst hvert með öðru. En það er bara þannig að við komum til leiks í þennan heim með misjafna forgjöf og möguleikar okkar eru ekki þeir sömu. Hvað gerum við þá? Hvernig eigum við sem hópur að bregðast við því? Erum við tilbúin til að gefa aðeins eftir af því sem við sjálf höfum á milli handanna ef það gæti orðið til þess að einhverjir fái notið á sama hátt og við? Erum við sem samfélag tilbúin til að vinna að því að fjölga möguleikum þeirra sem búa við minna öryggi en flest okkar. Ég er næstum því viss um að flest okkar geta svarað þessum spurningum játandi því þannig náum við að virka sem samfélag, þannig aukum við öryggið og þannig gerum við eitthvað sem skiptir máli. Guðbrandur Einarsson í framboðið fyrir Beina leið

Mæðradagsganga Göngum saman S

– sunnudaginn 11. maí kl. 11 í Reykjanesbæ

ty rktarfélag i ð G öngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 11. maí, kl. 11.00. Í Reykjanesbæ verður gengið frá íþróttahúsinu við Sunnubraut og verða tvær vegalengdir í boði, rúmir 2 km og rúmir 5 km. Þetta er í þriðja skipti sem þessi ganga fer fram í Reykjanesbæ og hvetjum við ALLA til að mæta. Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini,

með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á vörum sem hafa verið hannaðar fyrir Göngum saman og má nefna Mundaboli, buff ofl. Forsala á vörum verður í Nettó föstudaginn 9. maí frá kl. 15.00 - 18.00. Þá verða til sölu kaffi, brjóstabollur og annar varningur að göngu lokinni og andvirði þeirra sölu rennur óskert til Göngum sama. Undirbúningshópur Göngum saman á Suðurnesjum

Hvað hef ég svo verið að gera í skólamálum? egar ég ákvað að bjóða mig fram til starfa fyrir bæinn okkar fyrir fjórum árum fékk ég það skemmtilega verkefni að gegna formennsku í fræðsluráði. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á skólamálum frá því að vera sjálfur í skóla í rúm 20 ár og einnig eftir að hafa fylgt börnunum mínum í gegnum skólakerfið. Það gerðum við hjónin með mjög gagnvirkum hætti m.a. í gegnum foreldrafélögin og sat ég í foreldraráði Holtaskóla í nærri 10 ár. Því var ég fullur tilhlökkunar að beita mér í þessum málaflokki. Frá því að einsetning skóla gekk í garð árið 2000 hefur skólastarf verið að mótast og þróast á alla vegu og mikil orka og fjármagn farið í uppbyggingu mannvirkja og búnaðar. Síðasta kjörtímabil tókum við þá ákvörðun að einbeita okkur að innra starfinu og stefna að bættum námsárangri með markvissum aðgerðum. Með samstilltu átaki skólaskrifstofu, skólastjórnenda, foreldra, kennara og annarra starfsmanna skóla hafa framfarir verið miklar og vakið verðskuldaða athygli um land allt. Starfað hefur verið eftir Framtíðarsýn Reykjanesbæjar í skólamálum og fékk verkefnið sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Niðurstöður úr samræmdum prófum hafa verið sérstakt ánægjuefni síðustu tvö árin því árangur hefur stigmagnast og erum við nú yfir landsmeðaltali í 5 af 7 greinum og höfum náð að vera meðal þeirra efstu í stærðfræði í 4. bekk. Við teljum að með skarpri framtíðarsýn og samstilltu átaki getum við bætt árangurinn enn frekar. Á kjörtímabilinu hafa orðið mikil umskipti í hópi skólastjórnenda og hafa öflugir reynsluboltar látið af störfum eftir áratuga framlag til skólastarfs hér í bæ og má þar nefna gömlu kennarana mína Jóhann Geirdal og Gunnar Jónsson sem fékk sitt fyrsta hlutverk á kennaraferlinum að koma mér og mínum skólafélögum

Fylgist einnig með umræðunni á vf.is

ór Ha lld

ór lld

Framsókn í Reykjanesbæ framsokn.com

ún br Ko l

un du m Gu ð

Bj

ar ne

y

r

Ha

Kr ist in

n

a

Betri bæjarstjórn skilar meiri árangri

til manns og stóð sig afar vel. Við höfum borið þá gæfu að í okkar skólasamfélagi reyndust vera mjög verðugir arftakar og er ég afar ánægður með skipan í skólastjórastöður. Þar fer fagfólk með mikinn metnað og ekki þurfti að leita út fyrir póstnúmerin okkar til að finna hæfileikaríka einstaklinga. Einum skólastjóra var bætt við á tímabilinu þegar Háaleitisskóli fékk sitt sjálfsstæði en hann hafði verið útibú frá Njarðvíkurskóla. Mikil aukning er í nemendafjölda á Ásbrúarsvæðinu og í Innri-Njarðvík og er það verkefni næsta kjörtímabils að mæta þeirri aukningu enn frekar. Haustið 2012 var viðbygging við sérdeildina Ösp, í Njarðvíkurskóla, tekin formlega í notkun og er aðstaðan nú til mikillar fyrirmyndar. Deildin starfar eftir þeim grunngildum að fötluð börn eigi kost á skólagöngu í heimabyggð sinni eins og önnur börn. Er okkur bæjarbúum mikill sómi af starfi deildarinnar. Reykjanesbær fer fyrir sveitarfélögum í spjaldtölvuvæðingu innan grunnskólanna. Einn árgangur í hverjum skóla hefur nú fengið spjaldtölvur til notkunar í kennslu og verður einum árgangi bætt við á hverju ári á unglingastigi. Verkefnið er mjög spennandi og gefur það ótal tækifæri til fjölbreyttari kennsluhátta og eykur námsáhuga nemenda, bætir aðgengi að upplýsingum og jafnar aðstöðumun heimilanna. Nýlegar kannanir og úttektir á skólastarfi í Reykjanesbæ gera ekkert annað en að gefa okkur byr undir báða vængi því almenn ánægja er meðal foreldra með nám og kennslu barna í grunnskólum bæjarins samkvæmt Skólavoginni. Námsmatsstofnun birti á dögunum skýrslu um ytra mat á Myllubakkaskóla sem náði til stjórnunar, náms og kennslu, innra mats og lesturs. Heildarniðurstaðan var afar jákvæð og er enn ein vís-

bendingin um það góða starf sem unnið er í öllum grunnskólunum okkar. Leikskólarnir gegna lykilhlutverki í að undirbúa börnin okkar fyrir framtíðina. Læsi í sem víðustum skilningi er stór þáttur í skólastarfinu og eru leikskólar Reykjanesbæjar orðnir landsþekktir fyrir áherslur sínar á stærðfræði og læsi. Reglulega koma hópar leikskólakennara úr höfuðborginni og öðrum sveitarfélögum til að kynna sér starf skólanna hér í bæ. Stór hluti barna sem koma frá leikskólunum eru læs þegar þau hefja sitt grunnskólanám og þarf ekki að orðlengja hvað það gerir mikinn gæfumun í þeim verkefnum sem þeirra bíða. Síðast en alls ekki síst skal nefna Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem er loksins kominn í húsnæði sem mætir öllum kröfum sem hægt er að gera til tónlistarskóla. Hið nýja húsnæði í Hljómahöll er afar vel búið hljóðfærum og öðrum búnaði. Tengslin við Hljómahöllina gefur síðan tækifæri sem felst í frábærri aðstöðu til tónleikahalds af ýmsu tagi. Er ég óendanlega stoltur af að hafa tekið þátt í að klára það verkefni sem faðir minn, Rúnar Júlíusson, vann ötullega við að koma í framkvæmd. Af verkefnum hvers sveitarfélags taka skólarnir til sín mest fjármagn og er það mín skoðun að gott skólastarf sé hornsteinn hvers samfélags. Við viljum að krökkunum okkar líði vel í skólanum og nái þar góðum árangri. Þegar ég lít yfir þau verkefni sem unnist hafa á síðasta kjörtímabili þá get ég ekki annað en verið mjög kátur en er jafnframt fullur tilhlökkunar að fylgja þessu góða starfi eftir. Ég vona svo sannarlega kæri kjósandi að þú gefir mér tækifæri til þess. Baldur Guðmundsson formaður fræðsluráðs og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins

■■Gunnar Hörður Garðarsson skrifar:

Barnið sem var alltaf að ljúga Þ

egar ég var ungur, bara lítill strákur í grunnskóla, þá fannst mér ég alltaf vera svolítið útundan. Ég upplifði mig ekki sem hluta af neinum hóp og var fljótur að uppgötva að ég hlyti að vera eitthvað skrítinn. Mér fannst það ekki gaman, ég hló af því og gerði grín af því og fór að segja ósannar sögur af sjálfum mér til þess að sanna fyrir hinum krökkunum að ég væri sko kannski skrítinn en samt væri ég mjög töff. Það var svo mikilvægt að vera töff. Sem barn laug ég svo mikið að öðrum og sjálfum mér að ég var farinn að trúa lyginni, búa í henni. Þannig var ég farinn að byggja upp sjálfan mig út frá einhverjum atvikum sem gerðust aldrei og láta þau samt móta mig sem einstakling, falskan einstakling. Það þarf ekki að spyrja að því en fljótlega eftir grunnskólagönguna sprakk sápukúlan sem ég bjó í og ég brotnaði saman. Við gerum þetta stundum, þá meina ég við öll, við ljúgum að okkur. Það er ekki alltaf meðvitað, kannski sjaldn-

ast meðvitað, en okkur finnst þægilegt að búa til nýjan sannleika eða afbaka það sem fyrir er til að sætta okkur við það sem við erum eða það sem við höfum. En þessi árátta okkar um að reyna að vera eitthvað annað en við erum er veruleikaflótti sem mun aðeins uppskera svo miklu fleiri vandamál og vanlíðan en sápukúlan, sem við vildum gjarnan búa í, leysir. Til þess að leitast við að leysa vandann þurfum við að horfast í augu við hann. Horfumst í augu við vandann og vinnum í honum Í dag er Reykjanesbær svolítið eins og ég þegar ég var barn að ljúga að sjálfum mér og öðrum. Svo föst er stjórn bæjarfélagsins í viðjum sjálfsblekkingar að það er ekki nokkur vegur að sjá hvað við höfum og hvert við stefnum. Reykjanesbær er 20 ára í ár, er það ekki tilvalinn tími til að sprengja sápukúluna, horfast í augu við vandamálin og fara að vinna í okkar málum? Gunnar Hörður Garðarsson 6. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ

+ www.vf.is

83%

LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM


viÐ ur ör uv öm u Ð S Ði n me er er a v kó óÐ aS a g Ð k am áa áS um tó nd et be og n

Kræsingar & kostakjör

kjúklingabringur danskar 900gr pakkaverÐ verð áður 1.698,-

Svínakótelettur kryddaðar með beini kílóverÐ verð áður 1.498,-

1.358,-

1.198,-

-50% bökunarkartöflur franskar kílóverÐ verð áður 198,-

99,-

-40% pylSutvenna frankfurter og bratwurst pakkaverÐ verð áður 1.498,-

gríSahakk kílóverÐ verð áður 1.298,-

1.198,-

allT fyrir eurovisionparTýið !

779,x-tra flögur salt/sourcream 300 g pokaverÐ CaSa fieSta salsa- eða ostasósa StykkjaverÐ verð áður 339,-

289,-

289,-

Coke 1,5 líter StykkjaverÐ verð áður 229,-

199,Tilboðin gilda 8.-11. maí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


14

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður og foreldri skrifar:

Hjálmanotkun og umferðin N

ú þegar sumarið er komið þá fara börnin á stjá á reiðhjólum, hjólabrettum, hlaupahjólum og blessuðum vespunum. Því miður er það þannig að allt of fáir eru að nota hjálma á þessum fararækjum. Þó að börnin ykkar séu ekki á mikilli ferð á hjólunum og þau fari varlega og allt það þá er það bíllinn sem gæti hugsanlega ekið á barnið þitt sem er það hættulega. Bifreiðinni er kannski

ekið á 50-60 km hraða og höggið sem myndast við slíkan árekstur er lífshættulegt fyrir barnið, þó að það hafi bara ætlað sér að hjóla varlega, bara vera á gangstéttinni og fara hægt. Bifreiðin vegur allt að nokkrum tonnum. Foreldrar verða að átta sig á því hvað getur gerst við slíkan árekstur, ég veit það því miður sjálfur og hef því miður komið oftar en einu sinni að ljótum slysum þar sem hjálmur hefði getað bjargað öllu. Sem betur fer hef ég líka komið að slysum þar sem hjálmurinn bjargaði öllu.

Við foreldrar viljum ekki að börnin okkar verði bundin við hjólastól eða með alvarlegan heilaskaða, við viljum ekki að börnin okkar upplifi hræðilegan sársauka eða þaðan af verra. Sérstaklega ekki ef við hefðum getað komið í veg fyrir það með því einu að kenna barninu að nota hjálm. Ábyrgðin er hjá okkur foreldrunum. Með sumarkveðju, Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður og foreldri.

■■Davíð Páll Viðarsson skrifar:

■■Ásmundur Friðriksson skrifar:

Óþolandi atvinnuástand í Reykjanesbæ

Veiðigjald eða skattur

Á

rið 2013 þurftu 557 einstaklingar að leita fjárhagsaðstoðar til Reykjanesbæjar, sem samsvarar nær 4% af heildaríbúafjölda bæjarins. Þar af bættust 146 aðilar við á árinu 2013 þegar þeir duttu út af atvinnuleysisskrá. Í ár er áætlað að við bætist um 160 manns. Kostnaðurinn við fjárhagsaðstoðina hefur hækkað um 250% frá árinu 2007. Þessar tölur eru sláandi og mikið áhyggjuefni. Ljóst er að hrinda verður af stað öflugu átaksverkefni í atvinnumálum. Uppbyggingin í Helguvík mun vonandi fyrr en síðar skila traustum og vel launuðum störfum, en fólk er orðið langþreytt á ofnotuðum loforðum bæjaryfirvalda um að verkefnin séu alveg að skella á. Búið er að senda út ótal fréttatilkynningar og efna til borðaklippinga og formlegra undirskrifta milli sveitarfélaga, einkaaðila og ríkis. Það er meira að segja búið að reisa risavaxið stálgrindarhús utan um álver. En ekkert gerist og störfin láta standa á sér. Hér verða bæjaryfirvöld að vinna miklu nánar með ríkisstjórninni um að ryðja burt óþarfa hindrunum í orkumálum frá því í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hafa gert of mikið af því að tala upp einstök verkefni í stað þess að einbeita sér að raunhæfum verkefnum á völdum sviðum. Þeir hafa t.d. gjörsamlega hunsað ferðamannaiðnaðinn ef frá eru talin nokkur skilti meðfram Reykjanesbrautinni eða risavaxið hálftómt Víkingaminjasafn sem enginn sækir. Atvinnuþróunarfélagið Heklan á Ásbrú er góður vettvangur til að styðja við bakið á frumkvöðlastarfsemi. Þar eru nú þegar í gangi mörg spennandi verkefni sem geta skilað fjölbreyttum störfum í framtíðinni. En frumkvöðlastarfsemi er langhlaup sem krefst fjárfestinga. Með því að efla Hekluna meðal annars með bættri tengingu við atvinnulífið og ýmiss konar samtök, er hægt að skapa enn fleiri tækifæri í ferðaþjónustu, iðnaði, nýsköpun og annarri þjónustu. Með samstilltu átaki í atvinnumálum, með áherslu á verkefni sem skila störfum strax, er hægt að koma áður nefndum einstaklingum, sem eru við það að festast í félagslega kerfinu, til sjálfsbjargar. Tökum til og hefjum uppbyggingu! Davíð Páll Viðarsson er í 3. sæti á Á-listanum. Frjálst afl – fyrir ykkur!

A t v in n a Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir að ráða til starfa vélfræðing eða vélstjóra í Kölku, brennslustöð fyrirtækisins. Unnið er á vöktum. Starfssvið felst m.a. í stjórnun á brennslulínu stöðvarinnar, viðhaldi og þrifum á vélbúnaði, tækjum o.fl. Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptahæfileika, geta unnið sjálfstætt og undir álagi. Umsækjendur þurfa að hafa góða tölvufærni og enskukunnáttu. Kalka er eina sorpbrennslustöðin sem starfrækt er hér á landi og var tekin í notkun árið 2004. Stöðin er tæknilega fullkomin og þar starfa um 20 manns. Upplýsingar veitir Ingþór Karlsson í síma 862-3505. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til ingtor@kalka.is fyrir 19. maí 2014.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Þ

að er ýmislegt að athuga við fr umvar p ti l bre ytingu á lögum um veiðigjöld nr. 74/2012 sem lagt hefur verið fram í þinginu, en það ber líka með sér jákvæðar lagfæringar frá fyrri lögum. Okkur hefur ekki borið gæfa til að leggja frumvarpið fyrr fram og við erum í annað sinn að framlengja lög um veiðigjald til eins árs. Við verðum því að leggja okkur fram á síðustu dögum þingsins og ljúka málinu og vonandi tekst okkur að slípa frumvarpið til í meðförum þingsins. Í fyrsta lagi er frumvarpið að ganga lengra en ég hefði kosið og er frekar skattur en eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Þá hef ég áhyggjur af því að lögin stuðli að enn frekari samþjöppun í greininni sem er þó ærin fyrir. Það er ekki til góðs að gengið verði lengra á því sviði. Samþjöppun var nauðsynleg á upphafsárum kvótakerfisins en nú höfum við gengið þann veg lengra en á enda. Við höfum mörg stór og glæsileg fyrirtæki í sjávarútvegi sem geta betur staðið undir háum veiðigjöldum í skamman tíma og þau eru mikilvæg undirstaða fyrir greinina. Einstaklingsútgerð er og hefur verið mikilvægur hluti atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum og þolir síður þetta háa gjald en það er mjög mikilvægt að við tryggjum útgerð og vinnslu á landsbyggðinni.

Veiðigjald á að vera hóflegt gjald sem endurspeglar þau verðmæti og arð sem auðlindin skapar útgerðinni. Það gjald eiga allir að greiða óháð skuldastöðu fyrirtækjanna að mínu viti. Veiðigjald á að vera af lönduðum afla ekki úthlutuðum heimildum og mikilvægt að lögin taki þeim breytingum. Það er óréttlátt að útgerðir greiði gjald af óveiddum tegundum. Á síðustu loðnuvertíð náðist ekki að veiða 163 þús. tonna kvóta sem var þó mjög lág úthlutun. Margar útgerðir áttu því óveiddar heimildir sem námu hundruðum og jafnvel þúsundum tonna sem þær greiddu engu að síður fullt veiðigjald fyrir. Náttúrulegar aðstæður geta valdið því að ekki náist allur úthlutaður kvóti og þá sérstaklega í uppsjávartegundum og því mikilvægt að binda gjaldið við landaðan afla. Þá er það andstætt minni hugmynd um veiðigjaldið að renta af fiskvinnslu hafi íþyngjandi áhrif á gjaldið og það hefur sérstaklega slæm áhrif á þær útgerðir sem ekki eru tengdar vinnslu. Það er afar ósanngjarnt að einstaklingsútgerðir ótengdar fiskvinnslunni greiði gjald grundvallað á hagnaði vinnslunnar. Við erum að tala um veiðigjald af auðlindinni ekki vinnslunni. Þar koma til annars konar hugmyndir t.d. markaðsgjald til að auglýsa íslenska framleiðslu eða það sem ég hef verið óþreyttur á að tala um, hækkun launa til fiskvinnslufólks sem kæmi öllum aðilum best. Ég er reyndar ekki sérstaklega áhugasamur eða uppfinningasamur um skatta á fyrirtæki eða einstakl-

inga. Samkvæmt lögunum er heildarfjárhæð veiðigjalda ákveðin sem 35% af grunni sem er allur hagnaður (EBT) við veiðar og 20% af hagnaði fiskvinnslu. Þá má deila um veiðigjaldið og hvað það leggst þungt á útgerðina en það er út úr öllu korti að útgerðir sem ekki eru tengdar vinnslu beri gjald vegna hagnaðar af fiskvinnslunni. Einstaklingsútgerðir munu ekki hafa bolmagn til að standa undir slíku gjaldi og á endanum gefast þær upp og samþjöppun í greininni verður meiri og alvarlegi en ástæða er til. Þá kemur veiðgjaldið misjafnlega niður á byggðum landsins og landsvæðum. Það er því margt sem þarf að skoða við veiðigjaldið og þingið þarf að ljúka við og samþykkja á næstu þremur vikum. Gjaldið er bráðabirgðagjald og sett á til eins árs. Ég hef talað fyrir einföldu hóflegu en lifandi veiðigjaldi sem tekur á breytingum á mörkuðum frá degi til dags. Einföld prósenta af verði á mörkuðum sem tekur mið af verðmæti hvers söludags landaðs afla er skiljanlegt og sanngjarnt kerfi. Núverandi kerfi byggir á rauntölum frá árinu 2012 sem var mjög gott ár í afkomu veiða og vinnslu en á árinu 2014 eru markaðir veikir og afurðaverð lægri og því ljóst að veiðigjaldið er of hátt miðað við forsendur í dag. Við höfum því verk að vinna og vonandi náum við lendingu sem sátt næst um. Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

■■Baldvin Gunnarsson skrifar:

Nóg að gera í Reykjanesbæ? F

lugstöð Leifs Eiríkssonar er alþjóðleg flugstöð og staðsett hér hjá okkur í nágrenni Reykjanesbæjar. Hún er mikilvæg samgönguæð fyrir alla landsmenn og mjög mikilvæg fyrir atvinnulífið hér hjá okkur. Hún skapar ekki bara störf heldur fylgja henni fjölmörg afleidd störf sem og möguleikar varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðurnesjum. En við þurfum að nýta þá möguleika sem staðsetning hennar gefur okkur betur en nú er. Rétt skal vera rétt Gallinn er hins vegar sá að flugvöllurinn er eyrnamerktur REYKJAVÍK. Á flugmiðanum þurfum við að breyta áfangastað (destination) í Keflavík International Airport. Þá eru ferðamenn sem eru að koma hingað til landsins á réttri leið inn í landið. Ekki á leið til Reykjavíkur heldur að lenda á Keflavík International Airport. Mér finnst ekki rétt að afvegaleiða ferðamenn eins og gert er með þessum hætti.

Reykjanes er spennandi áfangastaður Breytingin á nafni áfangastaðar myndi hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið okkar og möguleika varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu. Þegar við pöntum okkur ferð til útlanda þá skoðum við t.d. á netinu áður en við förum hvað hægt er að hafa fyrir stafni á áfangastað. Ef áfangastaður flugvallar væri Keflavík, ekki Reykjavík, þá myndi fólk fletta upp á netinu hvað hægt væri að gera á því svæði. En eins og við vitum þá er margt að skoða hér á Reykjanesinu, t.d. Brúna milli heimsálfa, Gunnuhver, Codland, Víkingaheima, Bláa lónið auk fjölmargra annarra áfangastaða og gönguleiða. Tengja ferðaþjónustuna við fiskiðnaðinn Möguleikar til áframhaldandi uppbyggingar ferðaþjónustu á Reykjanesi eru óþrjótandi. Ég sé t.d. fyrir mér hótel og gistisvæði við höfnina við Fitjar í Njarðvík og alls konar atvinnutengdan ferðamannaiðnað á svæðinu frá Fitjum að Víkingaheimum. Ég hef heyrt nefnt að framkvæmdafólk hafi sýnt því áhuga að kaupa Slippinn í Njarðvík, þ.e. aðal-

bygginguna við Sjávargötuna. Þar dreymir fólk um að reka gististað og ég sé fyrir mér möguleika á veitingastað og afþreyingu tengda grunnatvinnuvegi okkar, fiskiðnaði. Rekstur Víkingaheima til einkaaðila Hugmyndin um fiskiþorpið sem grundvöllur að sögu- og menningartengdri ferðaþjónustu er mjög áhugverð og vel gerleg. Þetta er allt spurning um vilja og framsýni. Ég tel mikilvægt að Víkingaheimar verði seldir eða settir í leigu til einkaaðila. Svæðið í kring er hægt að nýta mun betur sem og safnið og það sem það hefur upp á að bjóða. Þar er t.d. hægt að vera með ýmsa afþreyingu, t.d. kæjakróður, köfun, sjóþotuleigu, fjölskyldugarð og vera með menningartengdar lifandi sýningar, s.s. víkingabardaga og slíkt. Við þurfum að hugsa fram í tímann, horfa á tækifærin sem svæðið býður og vinna okkar vinnu. Það gerir það enginn fyrir okkur. Baldvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri og skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ


Miðvikudagur 7. maí Setning grunnskólahluta Listahátíðar barna, „Listaverk í leiðinni,“ á Icelandair hótelinu, Hafnargötu 57

Kl. 10:30

Fimmtudagur 8. maí Setning leikskólahluta Listahátíðar barna, „Afmæli“ í Duushúsum „Listaverk í leiðinni“ á Icelandair hótelinu, Hafnargötu 57, og víða um bæinn

Kl. 10:30

Föstudagur 9. maí Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa Listahátíð barna, „Afmæli“ í Duushúsum og listasmiðja í Bíósal „Listaverk í leiðinni“ á Icelandair hótelinu Hafnargötu 57 og víða um bæinn 3. LE, Njarðvíkurskóla flytur „Bland í poka“ á Nesvöllum

Kl. 10:00-12:00 Kl. 12:00-17:00 Kl. 12:00

M74. Studio – 2014

Laugardagur 10. maí „Listaverk í leiðinni“ á Icelandair hótelinu Hafnargötu 57 og víða um bæinn Sirkussmiðja með Sirkus Íslands í íþróttamiðstöð Akurskóla Origamismiðja. Búðu til skreytingar á afmælisveisluborð barna, Bókasafni Reykjanesbæjar Krakkaskákmót í félagsheimili Keflavíkur á Sunnubraut, skráning á hlynurj12@gmail.com Víkingaheimar, sýningar, tónlist, dans, alvöru víkingar o.fl. Landnámsdýragarðurinn opnar, grillaðar pylsur, lifandi tónlist Leikfangamarkaður barnanna, andlitsmálun og fleira skemmtilegt í tjaldi við Víkingaheima, skraning á leikfangamarkadur@gmail.com Listahátíð barna, „Afmæli“ í Duushúsum og listasmiðja í Bíósal Búðu til víkingaföt á bangsann þinn í Víkingaheimum Grillaðu sykurpúða með skátunum við Víkingaheima Hestateyming í Landnámsdýragarðinum Frítt í Sambíó, Sammy 2 og Öskubuska í villta vestrinu Sirkussýning frá Sirkus Íslands í Víkingaheimum Búningaball í 88 húsinu. Mættu í búning. Dans og Ávaxtakarfan kemur í heimsókn Víkingar kenna börnum bardagalistir við Víkingaheima Slökkviliðssýningin í Ramma opin e.h., óvænt uppákoma fyrir utan Innileikjagarðurinn á Ásbrú opinn Ungmennagarðurinn opinn, Hafnargötu 88

Kl. 10:00-12:00 Kl. 11:00-13:00 Kl. 11:00-14:00 Kl. 12:00-17:00 Kl. 12:00 Kl. 12:00-16:00 Kl. 13:00-17:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-15:00 Kl. 13:00-15:00 Kl. 13:30 Kl. 14:00 Kl. 16:00-18:00 Kl. 15:00 Kl. 15:30 Kl. 14:30-16:30 Kl. 11:00-18:00

Sunnudagur 11. maí Göngum saman, gengið verður frá íþróttahúsinu við Sunnubraut Ungmennagarðurinn opinn, Hafnargötu 88 Velkomin í Víkingaheima, 5 sýningar og landnámsdýragarður Opin listasmiðja hjá Sossu, Mánagötu 1 Skessan býður upp á lummur í Skessuhelli. Fjóla tröllastelpa gefur blöðrur Galdrakalla og nornasmiðja í Svarta pakkhúsinu Komdu og lærðu afmælisleiki í Bíósal Duushúsa Listahátíð barna í Duushúsum, „Afmæli“ og listasmiðja í Bíósal Tívolítæki á Keflavíkurtúni Kraftakeppni 12 ára og yngri á Bakkalág, skráning á staðnum Karamelluregn við Duushús Gói skemmtir börnunum í Bíósal Duushúsa

Kl. 11:00 Kl. 11:00-16:00 Kl. 12:00-17:00 Kl. 13:00-15:00 Kl. 13:00-15:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-17:00 Kl. 13:00-17:00 Kl. 14:00-15:00 Kl. 15:00 Kl. 16:00

Og margt, margt fleira. Sjá heildardagskrá og nánar á barnahatid.is

Allir velkomnir

Allir velkomnir. Sjá heildardagskrá og nánari lýsingar á barnahatid.is


16

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Garðyrkjufélag Suðurnesja:

Japanskir garðar og grjóthleðslur

Þ

egar rætt er um garða og garðyrkju á Íslandi leitar hugurinn oft til baka og upp koma myndir af birki og grenitrjám sem plantað var til skjóls fyrir þeim hörðu vindum er svo títt blása hér á norðuhjara veraldar. Eiginleg garðrækt á Íslandi á sér í raun mjög stutta sögu og enn þann dag í dag erum við stöðugt að læra eitthvað nýtt þar að lútandi. Ræktun rósa, ávaxta og ýmissa framandi plantna er

orðið að áhugamáli fjölmargra garðeigenda, um leið og stöðugt meiri áhersla er lögð á þá umgjörð og skipulag sem í kringum ræktunina er. Garðrækt víða um heim hefur í gegnum áranna rás jafnframt tengst þeirri heimspeki sem að baki liggur á hverjum stað. Í Persíu studdust menn við sagnir um hvernig umhorfs væri að líta í Paradís og formuðu garðana í þeim anda á meðan hugmyndir Decartes um

strangt útreiknaðar staðsetningar og skipulag átti sinn hápunkt í útfærslu Versala og garðanna þar í kring. En sennilega hefur engin heimspeki náð jafn hátt og heimspeki Zen í hönnun hinna japönsku garða. Um leið og þar er lögð áhersla á ræktun plantna og notkun vatns og steina, er jafnframt lögð áhersla á ræktun hugans í eilífri leit okkar mannanna að andlegri ró. Japanskir garðar hafa löngum verið ímynd friðar og fegurðar. Leit

Skilafrestur framboðslista

vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Vogum 31. maí 2014 Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí. Tekið er á móti framboðslistum í Álfagerði á milli kl. 10-12 þennan sama dag. Leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista: • Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. • Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista. • Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. • Tilnefna þarf tvo umboðsmenn. • Tilgreina ber nafn framboðs. • Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf. Frekari upplýsingar má finna á: www.kosning.is/sveitarstjornarkosningar-2014

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga

hugans að jiinu og janginu í okkur sjálfum þar sem við tökumst á við andstæða póla í okkur sjálfum. Ró og friður í kringum hvaðeina er gert er, hlýtur að teljast eftirsóknarvert markmið. Í lífinu er tekist á við margar áskoranir á degi hverjum, sem krefjast mismunandi úrlausna. Hraðinn er mikill og oft á tíðum gefst ekki tækifæri til að skapa þann innri frið sem hverjum manni er nauðsynlegur til að lifa innihaldsríku lífi og í fullri sátt við sjálfan sig. Fátt er betra en að eiga góðan tíma með sjálfum sér í garðinum á sólríkum morgni eða seint að kveldi, þar sem maður íhugar tilgang tilverunnar. Sammerkt er með flestum þeirra hugmynda er hér hafa verið raktar, að í meginatriðum hefur verið notast við staðbundin efni við formun garðanna, um leið og gerðar hafa verið tilraunir með ræktun ýmissa framandi platna. Svipað er þessu farið hér á landi þar sem landslag

og jafnvel menning hvers svæðis og hvers garðs hefur oft á tíðum verið hinn ráðandi þáttur í útliti þeirra. Má þar nefna hraunhellur, fjörusteina og svo framvegis. Nú í vor eins og undanfarin ár hefur Garðyrkjufélag Suðunesja staðið fyrir fyrirlestraröð um ýmislegt það er tengist görðum og garðrækt. Fimmtudaginn þann 8. maí nk. er komið að fyrirlestri Þorkels Gunnarssonar skrúðgarðyrkjufræðings er fjalla mun um japanska garða og notkun á staðbundnum efnum við útfærslu garða. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fundurinn er haldinn í Húsinu okkar (gamla K- húsið) við Hringbraut fimmtudaginn 8. maí kl. 20.00. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir félagsmenn, 1000 kr. fyrir aðra. Léttar veitingar í boði. Með sumarkveðju Hannes Friðriksson

LJÓSANÓTT Á FRÍMERKI Í dag 8. maí gefur Pósturinn út frímerki í seríunni „Bæjarhátíðir“. Eitt þessara frímerkja er tileinkað Ljósanótt í Reykjanesbæ.


Komdu bílnum í stand á betri kjörum Sumarið er komið í umferð hjá okkur Við hjá Nesdekk búum að áratuga reynslu og vitum að mikill munur er á gæðum og endingu þeirra dekkja sem eru í boði á markaðnum. Nú er tími sumardekkjanna kominn og því hvetjum við bíleigendur til að fá aðstoð fagmanna okkar við val á dekkjum með rétta eiginleika - það er öruggast.

Við bjóðum upp á sumardekk í miklu úrvali

Nesdekk Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3333 • Gsm: 825 2217 www.benni.is • nesdekkr@benni.is

% 5 1

r af g u t t afslá kkjum o rde maí a m su innu í v


18

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Skrifað undir afrekssamning við UMFG

Í

framhaldi af samþykkt bæjarráðs í vetur um stefnumótunarvinnu um íþróttamál í Grindavík, hafa Grindavíkurbær og aðalstjórn UMFG skrifað undir samkomulag sem felur í sér að Grindavíkurbær veitir UMFG 10.000.000 kr. styrk sem skiptist þannig: 1.) 2.000.000 kr. til að koma til móts við útgjöld deilda vegna 16 18 ára starfs.

2.) 2.000.000 kr. til að koma á samræmdu bókhaldi á milli deilda og aðalstjórnar sem er í umsjá aðalstjórnar. 3.) 6.000.000 kr. til að koma til móts við afreksstarf UMFG. Aðalstjórn UMFG hefur í samráði við deildir félagsins samþykkt nánari skiptingu fjármagnsins á milli deildanna. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir greiðslu til afreksstarfs allra deilda:

a. Styrkurinn nær eingöngu til ferðakostnaðar, þjálfararalauna, sjúkraþjálfunar, búningakostnaðar, dómarakostnaðar og þátttökugjalda. b. Gerð er sú krafa að jafnréttissjónarmið gildi við úthlutun innan deilda UMFG. c. Allar deildir þurfa að skila inn greinargerð til frístunda- og menningarnefndar eigi síðar en 31. janúar 2015 þar sem gerð er grein fyrir ráðstöfun styrksins og nánari sundurliðun.

Á myndinni eru Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG að takast í hendur eftir undirritun samningsins. Myndin er tekin við nýtt íþróttamannvirki sem rís þessa mánuðina og í baksýn er Grindavíkurvöllur en þar hefst keppni innan skamms.

■■Jákvæð rekstrarafkoma Grindavíkurbæjar:

Útsvar með því lægsta á landinu Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara 31. maí 2014, er hafin hjá sýslumanninum í Keflavík. Hún verður sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík: Reykjanesbær: • Alla virka daga frá kl. 08:30 til 19:00 • Laugardaginn 10. maí frá kl. 10:00 til 12:00 • Laugardagana 17. og 24. maí frá kl. 10:00 til 14:00 • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí frá kl. 10:00 til 14:00 • Á kjördag, laugardaginn 31. maí frá kl. 10:00 til 14:00 Grindavík: Opið virka daga og á uppstigningardag sem hér segir: • Til og með 23. maí frá kl. 08:30 til 13:00. • Dagana 26.- 28. og 30. maí frá kl. 08:30 til 18:00. • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 10:00 til 14:00. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 26. til 28. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum.

5. maí 2014 Þórólfur Halldórsson sýslumaður

Asaki VERKFÆRI *****

ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm

36.890

27.665 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm

39.990

29.925

AM14DW 14,4V NI-Cd borvél 1,5 Ah 36N.m

16.990

12.742

5 stjörnu verkfæri

Asaki verkfæri fyrir iðnaðarmanninn AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm

ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm

18.890

39.990

14.165

29.925

ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar

41.890

14.890

11.165

31.420 ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél!

AM18DWE 18V NI-CD borvél Ah 38N.m.

18.990

14.242

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Betri afkoma en gert var ráð fyrir Ársuppgjör Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2013 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar 29. apríl. Enn

fremur kemur fram í tilkynningu að rekstrarniðurstaðan sé betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en 180 milljón kr. rekstrarafgangur varð í fyrra sem er um 24 mkr. betri afkoma en ráð var fyrir gert. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 210 mkr. yfir áætlun, þar á meðal útsvar tæplega 87 mkr. og framlag úr Jöfnunarsjóði rúmlega 46 mkr. Fjárfesting upp á 1.5 milljarða Gert er ráð fyrir fjárfestingu upp á 1.565 mkr. á næstu fjórum árum. Í uppbyggingu eru íþróttamannvirki, bygging bókasafns og tónlistarskóla við grunnskólann. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og um 500 mkr. af handbæru fé. Því þarf ekki að taka lán til framkvæmdanna en á móti kemur að reksturinn mun þyngjast þegar mannvirkin verða komin í notkun. Útsvarshlutfall úr 14,28% í 13,99% Vegna jákvæðrar rekstrarniðurstöðu var ljóst að útsvarstekjur

ársins 2013 yrðu nokkuð umfram áætlun. Því var samþykkt að lækka útsvarshlutfall vegna ársins 2014 úr 14,28% í 13,99%, sem er með því sem lægst gerist á landinu. Áætlanir til ársins 2017 gera ráð fyrir jákvæðum þriggja ára rekstrarjöfnuði. Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar er um 63%, en hámark samkvæmt sveitarstjórnarlögum er 150%. Handbært fé 9 milljónum hærra Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 7.821,5 mkr. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.437,1 mkr. Þar af eru lífeyrisskuldbindingar um 441,2 mkr. Næsta árs greiðsla lífeyrisskuldbindinga er 19,9 mkr. Langtímaskuldir eru 740,7 mkr. og næsta árs afborganir eru 43,3 mkr. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 6.384,4 mkr. og er eiginfjárhlutfall 81,6%. Handbært fé hækkaði um 89,0 mkr. frá fyrra ári en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 345,9 mkr.

Starfsmenn Grindavíkurbæjar hjóla og ganga til og frá vinnu

Sýslumaðurinn í Keflavík

25% kynningarafsláttu r í maí

„Niðurstaðan er jákvæð og ljóst að reksturinn er á réttri leið og í samræmi við markmið sem bæjarstjórnin setti sér undir lok árs 2010 og aftur fyrir síðustu fjárhagsáætlun. Við erum að ráðast í miklar framkvæmdir án þess að taka lán og því er mikilvægt að bæjarsjóður skili góðum afgangi á næstu árum,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í fréttatilkynningu frá Grindavíkurbæ. Hann vill þakka þennan viðsnúning í rekstri bæjarins samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsfólks bæjarins sem hafi lagt sitt af mörkum við ýmsar hagræðingaraðgerðir. „Á sama tíma hefur gengið vel í undirstöðuatvinnuvegunum okkar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, þannig að atvinnuþátttaka og tekjur hafa verið að hækka.“

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

G

rindavíkurbær hefur gert hre y f is amning a v i ð 45 starfsmenn til næstu fimm mánaða þar sem starfsmenn nýta sér vistvænar samgöngur eins og hjólreiðar eða göngu á leið til og frá vinnu og/eða til ferða á vegum vinnuveitanda. Hreyfisamningur er kr. 5.000 á mánuði, sem greiðist út mánaðarlega. Styrkur þessi er undanþeginn staðgreiðslu skv. reglum um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2014. Um tilraunaverkefni er að ræða í sumar. Starfsfólk þarf að skila þarf inn hreyfidagbók til forstöðumanns í hverjum mánuði. Verkefnið fer vel af stað og er mikil ánægja ríkjandi meðal starfsfólks. Í Grindavík eru kjöraðstæður fyrir starfsfólk að ganga eða hjóla til vinnu. Aðstæður í Grindavík eru þannig að tiltölulega stutt er á milli staða og ekki er miklum brekkum eða hæðum fyrir að fara. Mikið átak hefur verið unnið í gerð göngustíga, t.d. upp að Þorbirni, út í Þórkötlustaðahverfi og niður við höfn. Þessir stígar nýtast hjólreiðafólki jafn vel og þeim sem ganga sér til heilsubótar. Einnig hefur verið gert átak í því að auka öryggi í um-

Starfsfólk Grindavíkurbæjar hjólar í vinnuna.

ferðinni og sérstaklega í kringum skólastofnanir og íþróttamannvirki. Allt er þetta liður í því að bæta umhverfis- og eða samgöngumál fyrir íbúa Grindavíkur. Hjólað á milli stofnana bæjarins Nú gefst starfsfólki fjögurra stofnana hjá Grindavíkurbæ tækifæri til þess að fara á reiðhjóli á milli stofnana bæjarins þegar þeir þurfa að sinna erindum starfs síns vegna. Þetta er liður í því að hvetja starfsmenn til þess að leggja bílnum og

nota hjól til að fara á milli staða. Vegalengdir á milli stofnanna Grindavíkurbæjar eru tiltölulega þægilegar fyrir þennan umhverfisvæna samgöngumála. Keypt hafa verið fjögur reiðhjól í þetta tilraunaverkefni. Skylda er að nota hjálm og vesti þegar farið er á milli stofnana og er hver einasta ferð skráð niður í dagbækur til að sjá hversu notkunin er mikil til að meta áframhaldið á verkefninu. Mikil ánægja er á meðal starfsfólks viðkomandi stofnana með þetta umhverfisvæna verkefni.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. maí 2014

Baráttufundur með menningarívafi

A

lþjóðlegur dagur verkafólks, 1. maí, var haldinn hátíðlegur í Stapa í síðustu viku. Ræðu dagsins flutti Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, og fjöldi listamanna kom fram. T.a.m. léku þeir Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson fyrir viðstadda og félagar úr Leikfélagi Keflavíkur skemmtu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðarhöldunum.

ÍSKRAFT leitar að öflugum liðsmanni ÍSKRAFT vill ráða starfsmann til sölu- og afgreiðslustarfa í verslun fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ. Bæði kyn hvött til að sækja um. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Ábyrgðarsvið: Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: Þekking á raflagnaefni kostur Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg Samskiptahæfni Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð Umsóknir ásamt mynd berist fyrir 16 maí n.k. til Andra Stefánssonar andri@iskraft.is sími 664-3653

GARÐVEISLA

CLABER SLÖNGUHJÓL

ORF IKRA BUGG GRILL

3.995 kr.

3.595 kr

75.890 kr.

350W

5.249

Takmarkað magn!

Claber slönguhjól

Orf IKRA

ECOSEI0 tekur 60 m af 13 mm slöngu

5086612

RT2124DA 350W - aukaspóla.

BUGG grill Svart 3000223

5081658

SÝPRIS 1.290 kr ÁÐUR 1.990 kr.

KEÐJUSÖG IKRA

Anza rúllusett 7014822

13.995 kr.

HEKKKLIPPUR 995IKRA

2200W

5.995 kr.

9.990 kr.

520W

FROMENTOR

Hekkklippur Ikra

Keðjusög IKRA

520W - 50 cm blað. Klippir allt að 16 mm.

ÚTIP

%R 2FS0 LÁTTU

A

Garðstóll Fromentor

EKSN-2200-40 - 2200W, 40 cm blað.

5083756

LIRAR ALO TT

GARÐSTÓLL

Staflanlegur.

5083730

RA Ð Æ M S

DÖANG DUR V

kr. 0 9 2.9

3899137

MÆÐRADAGUR Á SUNNUDAG!

20% 20

renna til Mæðrastyrksnefndar Blómaval Reykjanesbæ Opið sunnudag kl. 11-15

HLUTI AF BYGMA

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956


20

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi

Garðar Jósep Jónsson er látinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 13:00.

Sigríður Eygló Gísladóttir Sigmundur Garðarsson Gísli Garðarsson Sigríður Eygló Gísladóttir Kristinn Gíslason Garðar Gíslason

Kolbrún Gunnarsdóttir

Elskulegur sonur minn og bróðir okkar

Hallgrímur Sigurðsson, Vatnsnesvegi 22, Reykjanesbæ lést þann 30. apríl s.l. Jarðarförin auglýst síðar.

Fyrir hönd aðstandenda, Svava Hallgrímsdóttir og systkini hins látna.

pósturu vf@vf.is

Vill kanna hug bæjarbúa um aðkomu sveitarfélagsins að HSS

B

æjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að viðhafa íbúakönnun um hug bæjarbúa varðandi aðkomu bæjarins að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja [HSS] og heilsugæslunni. Bæjarstjórnin vill í auknum mæli koma að stjórnun og stefnumótun HSS og heilsugæslunnar með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. „Það er orðið tímabært að sveitarfélagið komi að þessu máli í stað þess að ríkið sé eitt með það. Þetta mál brennur á flestum íbúum,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri. „Íbúar kannast við góða þjónustu heilbrigðisstarfsfólks þegar hún er veitt, en fyrirkomulag hefur ekki verið íbúum í hag. Ýmis þjónusta hefur verið aflögð eins og menn þekkja með skurðstofurnar og langur biðtími í heilsugæslunni veldur því að margir íbúar gefast

upp og leggja á Reykjanesbrautina til að sækja þjónustu inn á höfuðborgarsvæðið“. „Við teljum að nærsamfélagið eigi að hafa afgerandi áhrif á þessa þjónustu og að hún geti orðið mun betri við það,“ segir Árni. Í tillögunni kemur fram að könnunin fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Árni segir að til greina komi að könnunin verði rafræn sem þýddi að allir hefðu val um að svara rafrænt þar sem þeim hentaði eða gætu nýtt sér að svara rafrænt þegar þeir kæmu á kjörstað. Sú útfærsla yrði skoðuð nánar. „Við væntum þess að niðurstaðan gefi nýrri bæjarstjórn skýr skilaboð um hvort ganga skuli til viðræðna við heilbrigðisráðuneytið og á hvaða nótum áherslur skuli vera,“ sagði Árni að endingu.

www.lyfja.is

DAGAR í Lyfju Reykjanesbæ dagana 7. -11. maí

Sérfræðingur frá Clinique verður Í Lyfju á föstudaginn.

Steinar Þór nýr formaður

A

ðalfundur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar fór fram þann 1. maí sl. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá og eitt af þeim var að kjósa nýjan formann en Bogi Adolfsson fráfarandi formaður hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa starfað sem formaður síðan árið 2005. Steinar Þór Kristinsson gaf einn kost á sér í stöðu formanns og var hann kjörinn við mikið lófaklapp. Eftirfarandi bókun var gerð á fundinum: Aðalfundur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og Björgunarbátasjóðs Grindavíkur haldinn 1. maí 2014 vill koma á framfæri miklu þakklæti til Boga Adolfssonar fráfarandi formanns. Bogi hefur starfað sem formaður óslitið í 9 ár og eru honum og fjölskyldu hans færðar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf til margra ára.

www.lyfja.is

Steinar Þór Kristinsson núverandi formaður og Bogi Adolfsson fráfarandi formaður.

20%

AFSLÁTTU R af öllum vöru m frá CLINIQ UE

Glæsilegur kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 6.900 kr. eða meira*

Björgunarsveitin Þorbjörn:

Kaupaukinn inniheldur: Liquid Facial Soap, mild – hreinsisápu, 30ml DDML+ - gula kremið, 15ml Even Better Eyes – augnkrem gegn dökkum baugum Even Better Makeup SPF 15 – farða sem jafnar út húðlitinn, litur neutral High Impact Mascara – svartan maskara Fallega snyrtibuddu *Meðan birgðir endast

Björgunarsveitin Suðurnes:

Haraldur nýr formaður

H

araldur Þ Haraldsson er nýr formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes en hann tók við formennsku af Kára Viðari Rúnarssyni sem lét af formennsku eftir níu ára stjórnarsetu. Varaformaður sveitarinnar er B j a r n i Rú n a r Rafnsson, ritari Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir, gjaldkeri Brynjar Ásmundsson og meðstjórnandi Siggeir Pálsson. Varamaður í stjórn og formaður sveitarráðs er Guðmundur Helgi Önundarson. Á fundinum voru teknir inn í sveitina nýliðar og voru tveir nýliðar að þessu sinni sem skrifuðu undir eiðstaf sveitarinnar en þeir eru Rögnvaldur Már Guðbjörnsson og Tómas Elí Guðmundsson. Slysavarnardeildin Dagbjörg afhenti nýliðum gjafir í tilefni þess að þeir eru nú fullgildir félagar og einnig fengu þeir fyrstuhjálpartösku frá björgunarsveitinni til afnota.

Þóra Jónsdóttir sýnir á Tveimur vitum

Prófaðu Even Better hyljara frá Clinique sem felur auðveldlega allar misfellur eins og litabreytingar, dökka bauga ör og fleira. Blandast auðveldlega og er tár og svita þolinn.

Tilboðið gildir í Lyfju Tilboðið Lágmúla,gildir Smáratorgi í Lyfju og Lágmúla, SelfossiSmáratorgi og Selfossi

M

yndlistarkonan Þóra Jónsdóttir heldur sýningu á veitingastaðnum Tveimur vitum sem staðsettur er á efri hæð Byggðasafnsins í Garði. Sýningin opnar næstkomandi laugardag og verður opin út maímánuð. Þar mun Þóra sýna blönduð málverk úr vinnslu sinni, flest abstrakt, en elsta verkið er þriggja ára. Verkin eru unnin í olíu. Þóra er fædd árið 1933 og fékk áhuga á að mála fyrir 30 árum þegar hún var fimmtug.


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. maí 2014

-

smáauglýsingar ÞJÓNUSTA

TIL LEIGU Vatnsnesvegur 5 - íbúðarhúsnæði /bílskúr til leigu 110 fm bílskúr með 2 innkeyrsluhurðum miðsvæðis i Keflavík til leigu! Þá eru til leigu 45-50 fm stúdíóíbúðir á sama stað. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661-7000

TIL SÖLU Til sölu King Size IQ Care hjónarúm. Af sérstökum ástæðum er til sölu nýlegt King Size IQ Care hjónarúm verð aðeins c.a . 1/2 virði kr.150.000 uppl. Jónas gsm 899-3446 rúmið er í Innri Njarðvík

MANNLÍF Léttur á Nesvöllum Þann 9. maí kl. 14:00 er Léttur föstudagur á Nesvöllum. Sönghópurinn Uppsigling mætir og skemmtir. Kaffihúsið opið. Allir velkomnir. Skemmtinefnd FEBS.

Vantar þig iðnaðarmann? Húsasmiður/smiðir, getur bætt við sig verkefnum, utan sem innanhúss. Áratuga reynsla. s. 863 6095 Hundasnyrting. Tek að mér að klippa og snyrta smáhunda. Löng reynsla.Sjá Facebook undir hundasnyrting. Kristín s. 897 9002

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Frjálst afl opnar kosningaskrifstofuna sína að Hafnargötu 91 fimmtudaginn 8. maí kl 20:00. Boðið verður uppá skemmtiatriði og léttar veitingar. Opnunartíminn á kosningaskrifstofunni er alla virka daga frá kl. 16:00 til 22:00 um helgar frá kl 11:30-17:00. Fylgist með starfinu okkar á Facebook.com/frjalstafl og á heimasíðu okkar www.frjalstafl.is Hlökkum til að sjá ykkur Frjálst afl – Fyrir ykkur!

Daglegar fréttir á vf.is

FRAMKVÆMDASTJÓRI ÓSKAST Ferðaskrifstofan Travice óskar eftir að ráða framkvæmdarstjóra til starfa til að byggja upp og þróa fyrirtækið. Mikil aukning hefur verið í komum erlendra ferðamanna til Íslands undanfarin ár og gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu næstu árin. Ljóst er að tækifærin á Reykjanesi eru mikil þegar kemur að því að þjónusta gesti sem vilja heimsækja stórfenglega náttúru svæðisins, kynna sér menningu þess og sögu og njóta alls þess sem svæðið hefur uppá að bjóða. Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, er framúrskarandi í mannlegum samskiptum og hefur gaman af því að takast á við krefjandi verkefni í umhverfi ferðaþjónustu sem býður uppá mikla möguleika. Þekking á rekstri ferðaskrifstofu er kostur sem og það að hafa starfað og/eða menntað sig á sviði ferðaþjónustu.

Umsóknarfrestur er til 15. maí og skal umsókn ásamt ferilskrá sendast á atvinna@travice.is Nánari upplýsingar um starfið veitir stjórnarformaður Travice, Sævar Baldursson í síma 840 1540.


22

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

ÓSLITIN SIGURGANGA FRÁ ÁRINU 2007

K

eflvíkingar fögnuðu um helg ina sínum áttund a bikarmeistaratitli í röð í taekwondo, en liðið hefur samfleytt sigrað keppnina frá árinu 2007. Liðið hlaut harða samkeppni frá Ármenningum í ár en haldin eru þrjú bikarmót yfir tímabilið þar

sem samanlagður árangur gildir þegar bikarmeistarar eru krýndir. Ármenningar unnu annað bikarmótið sem haldið var í febrúar með yfirburðum og því var skammt á milli Keflavíkur og Ármanns í heildarstigakeppninni þegar síðasta mótið fór fram um helgina. Kefl-

víkingar og Ármenningar röðuðu sér í efstu sætin í flestum flokkum og ljóst var að spennan yrði mikil. Undir lok helgarinnar náðu Keflvíkingar svo að knýja fram sigur í stigakeppninni. Mjótt var því á munum að þessu sinni en Keflvíkingar sýndu það og sönnuðu að

þeir eru óumdeilanlega með besta lið landsins. Ekki gefst tími til að fagna lengi þar sem Norðurlandamótið í taekwondo verður haldið í Reykjanesbæ þann 17. maí n.k. og eru keppendur þegar farnir að huga að því móti.

Vorið er tími framkvæmda GOTT ÚRVAL AF TRÖPPUM FYRIR IÐNAÐARMANNINN

TILVALIÐ Í GLUGGAÞVOTTINN 1/2” slanga 15 metra með stút og tengjum

1.490,-

Frábært verð á stál- og plastþakrennum.

Gluggaþvottakústur, gegn um

rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

Sjá verðlista á www.murbudin.is

2.690.SM-RLG05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld

19.990,HLA-205 Áltrappa 5 þrep, tvöföld

CLA-403p Fjölnota trappa með palli stigi/pallur 4x3 þrep

15.990,-

TVÖFALDUR STIGI Stigi SM-LLA218B með reipi 338-550cm

28.990,-

6.690,4 þrepa 5.690,6 þrepa 7.890,-

Fimm Suðurnesjakonur í landsliðshóp Þ

jálfarar A-landsliðs kvenna í körfubolta, þau Ívar Ásgrímsson og Keflvíkingurinn Margrét Sturlaugsdóttir, hafa valið 16 leikmenn til æfinga með liðinu en æft verður í byrjun júní. Þá verður endanlegt 12 manna lið valið. Í hópi þessara 16 eru fimm leikmenn frá Suðurnesjum, þrjár frá Grindavík og tvær frá Keflavík. Frá Grindavík voru þær Pálína Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og María Ben Erlingsdóttir valdar, en frá Keflavík þær Bryndís Guðmundsdóttir og hin efnilega Marín Laufey Davíðsdóttir sem nýlega gekk til liðs við Keflavík frá Hamarskonum.

Njarðvík, Þróttur og Víðir áfram í bikarnum - Sandgerðingar úr leik

N

San-SM-RLB01 stubbastækkari

2.290,-

LLA-112 Álstigi 12 þrep 3,38 m

7.990,-

Uppfylla AN:131 staðalinn

einnig 2 þrepa 3.290,-

10 þrepa 7.190,-

SAN-SM-CLE206 Fjölnota pallur/trappa

20.990,pallur fylgir

Áltrappa 4 þrep

4.990,-

Áltrappa 3 þrep 3.990,Áltrappa 5 þrep 6.390,-

LLA-211 PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 3,11-5,34 m

17.490,-

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m

18.490,Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 9-12 og 13-18 virka d.

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

jarðvík sigraði lið KB 3-1 í fyrstu umferð í Borgunarbikarnum í knattspyrnu á laugardag. Það voru þeir Pawel Grundzinski, Einar Þór Kjartansson og Aron Freyr Rúnarsson sem gerðu mörk Njarðvíkinga í leiknum. Víðismenn komust sömuleiðis áfram eftir sigur gegn Árborg í vítaspyrnukeppni á laugardag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma voru 1-1 en mark Víðis gerði Árni Þór Ármannsson. Þróttarar úr Vogum fóru auðveldlega í gegnum fyrstu umferð eftir 0-8 sigur gegn Stál-úlfi á sunnudag. Handboltakappinn fyrrverandi Freyr Brynjarsson skoraði þrennu í leiknum en markamaskínan Reynir Þór Valsson setti tvö mörk. Páll Guðmundsson, Emil Daði Símonarson og Andrew J. Wissler gerðu hin mörkin. Sandgerðingar máttu sætta sig við 2-3 tap gegn Ægismönnum í Borgunarbikarnum en það var Þorsteinn Þorsteinsson sem skoraði bæði mörk Reynismanna.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. maí 2014

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

Berjast eins og ljón á Hlíðarenda K

eflvíkingar leika gegn Valsmönnum á útivelli í kvöld (fimmtudag) en þar þekkir Kristján Guðmundsson þjálfari ágætlega til, enda þjálfaði hann Valsmenn um tveggja ára skeið. „Við verðum gíraðir í þennan leik. Þeir eru með mjög vaska sveit leikmanna og við þurfum að vera mjög skipulagðir og hafa trú á því sem við leggjum upp með. Það gerðum við gegn Þórsurum og tókum sigur.“ Framherjinn Hörður Sveinsson staldraði einnig við á Hlíðarenda um stund en hann segir erfiðan leik fyrir höndum. „Við tökum sjálfstraust úr þessum leik (gegn Þór) en þetta verður barátta, en þannig verða líklega fyrstu umferðirnar. Við verðum að berjast eins og ljón og reyna að hala inn eins mörgum stigum og mögulegt er,“ segir Hörður.

Ómar og Jóhann framlengja í Grindavík

D

omino's deildarlið Grindavíkur í körfubolta karla hefur náð að tryggja sér áfram starfskrafta tveggja lykilleikmanna, en þeir Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Sævarsson framlengdu samninga sína við liðið á dögunum. Jóhann samdi við liðið til fimm ára en Ómar til

Óskabyrjun Keflvíkinga smá plögg hérna.. ætla skella auglýsingu sjálf í fréttablaðið fyrir námskeið í rvk sem er núna á miðv og ætla nota þessa auglýsingu en vantar bara að láta breyta oggo litlu með textann, gætir þú breytt því fyrir mig og sent á Stebba asap í fyrramálið? hann ætlar að senda áfram á fréttablaðið.

sami text að öllu leyti nema breyta staður og dags:

Hreinsun - orka - vellíðan Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Ásdís hefur um margra ára skeið bætt lífsægði og heilsu fólks með lífrænum jurtum.

FRÉTTIR ALLA DAGA Á VF.IS

• Einföld og áhrifarík hreinsun • Farið yfir toxísk efni í fæðu og umhverfi og áhrif þeirra á heilsu okkar • Hvernig virkar afeitrunarferli líkamans og farið yfir einkenni sem kalla á hreinsun • Hugmyndir að máltíðum yfir daginn og hreinsandi uppskriftum til að styðjast við • Hreinsandi jurtir og náttúruefni

Lágmúla 5 miðvi-Hlæja að spámHeilsuhúsið sérfræðinga kudaginn 5.feb kl 18.30-20

„Það er alltaf gott að byrja á sigri lega og hann gerði það aftur í síðari hálfleik. í fyrsta leik. Spennustigið var ansi þú lætur svo bara vita þegar vilt Keflvíkingar hægðu aðeins hátt fyrir leikinn en við nýttum það koma í viðtal og taka í gegn hjá á leiknum í upphafi síðari hálfleiks á góðan hátt sem kom vel fram í þér heilsufarið;) baráttu og einbeitingu inni á vell- og Kristján þjálfari var ánægður inum,“ sagði Kristján Guðmunds- með hvernig þeim tókst að koma son, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigur í veg fyrir að norðanmenn næðu á Þór í fyrsta leik Pepsi-deildar- hættulegum færum og því var það innar í knattspyrnu sem fram fór á mikill bónus að ná þriðja markinu Nettó-vellinum í Keflavík á sunnu- en það kom úr vítaspyrnu Harðar Sveinssonar. Einar Orri Einarsson dag. Það var í stíl við afturhvarf til for- var þá felldur inni í teig. Þórsarar tíðar hjá Keflavík að leika í svörtum náðu að setja eitt mark í blálokin. búningum en þannig voru treyj- Jónas markvörður Keflvíkinga, urnar þegar liðið varð Íslands- einn af nýjum leikmönnum liðsins, meistari í fyrsta sinn árið 1964 átti mjög góðan leik en átti þátt og reyndar lék liðið í svörtum í því. Sólin blindaði kappann og búningum til ársins 1972, - að honum tókst ekki að kýla boltann öldungurinn í Keflavíkurliðinu, frá marki heldur fór hann til baka Jóhann B. Guðmundsson skoraði að markinu og Þórsarar ýttu boltfyrsta mark Íslandsmótsins í ár en anum yfir marklínuna. það kom á 22. mínútu. Elías Már Keflvíkingar fögnuðu vel og inniÓmarsson skaut á markið en mark- lega í leikslok og Kristján þjálfari vörður Þórs varði en boltinn hrökk var mjög sáttur með baráttuna og frá honum þar sem Jóhann mætti sigur í fyrsta leik, en hvað segir hann um spárnar sem eru flestar og setti hann inn í markið. Hörður Sveinsson, framherji Kefl- eru á þá leið að Keflavík verði í víkinga, var á skotskónum í dag og botnbaráttunni? „Við hlæjum að setti tvö mörk. Hann kom heima- þeim og þær hafa engin áhrif nema mönnum í 2-0 með góðu skalla- frekar góð. Það hefði verið fínt að marki en hann fékk sendingu frá vera spáð neðsta sætinu en við eru Endre Ove Brenne. Skömmu áður með okkar markmið fyrir sumhafði nýr markvörður Keflvíkinga, arið,“ sagði þjálfarinn. Jonas Sandquist varið meistara-

þriggja ára. Frá þessu er greint á Karfan.is. Þar er jafnfram greint frá því að hugsanlega séu Grindvíkingar að missa unga og efnilega leikmenn til Bandaríkjanna vegna náms, þar ræðir um þá bræður Jón Axel og Ingva Guðmundssyni og Hinrik Guðbjartsson.

Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 15. maí kl. 20:00 - 21:30 í Heilsuhúsinu Hafnargötu 27. Þátttakendum gefst kostur á að versla með afslætti í búðinni að námskeiðinu loknu. Verð 3.900 kr og námsgögn með uppskriftum innifalið. Skráning í 899-8069 / asdis@grasalaeknir.is

SUNNUDAGUR

11. MAÍ KL. 11

GÖNGUM SAMAN Í REYKJANESBÆ Gengið verður frá íþróttahúsinu við Sunnubraut og verða tvær vegalengdir í boði, rúmir 2km. og rúmir 5 km.

Kaffi, brjóstabollur og varningur til styrktar Göngum saman verður til sölu í íþróttahúsinu að göngu lokinni.

Eflum rannsóknir Við verðum með söfnunarbaukana á lofti og splunkunýjar tízkuvörur til sölu á staðnum. Söfnunarféð rennur til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Nánar á gongumsaman.is.


vf.is

fimmtudagurinn 8. maí 2014 • 17. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

-mundi

Á meðan Guðmundur mætir ekki með dömubindi um hálsinn þá er ég ánægður...

Opnunartími : Alla virka daga frá 8:00 til 18:00 og 10:00 til 14:00 um helgar.

VIKAN Á VEFNUM Valdimar Guðmundsson Ég horfði á Keflavík vinna og KR tapa í dag. Fínasti dagur. #fotbolti

Teitur Örlygsson Back to the roots with @ FridrikIngi #korfubolti #UMFN

Allt á einum stað - Bílasala - Bílaverkstæði - Varahlutasala - Bónstöð LÆGRI

Kristinn Jakobsson #bindisbolur mér finnst Gummi góður. Hann er líka traustur einlægur og heiðarlegur sannur Njarðvikingur #reykjanesbær #vikurfrettir

SÖLULA UN

TÍMAPANTANIR Í SÍMA 4567600

Guðmundur Stefán Gunnarsson #bindisbolur Var að kaupa mér Lacoste bol. Fyrir næstu myndatöku :)

Ð TIL

BO

Ð BO Árgerð 2007, ekinn 82 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð 990.000,-

CHEVROLET Captiva.

Árgerð 2011, ekinn 40 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Verð 4.990.000,-

NISSAN Double cab 4wd 33”. RENAULT Master mascott Árgerð 2005, ekinn 151 Þ.KM, dísel, 160.55. Árgerð 2004, ekinn 106 5 gírar.

Verð 1.790.000,-

Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Verð 1.990.000 HÚ SB ÍLL

Verð 3.270.000,-

NISSAN Note.

LAND ROVER Range rover. NISSAN Leaf sl.

PALOMINO Yearling 4102 10 fet. NISSAN Patrol gr luxury diesel. CHEVROLET Sport van. Árgerð 2006.

Árgerð 2001, ekinn 237 Þ.KM, dísel, Árgerð 1979, ekinn 116 Þ.KM, sjálfskiptur. bensín, sjálfskiptur.

Verð 2.990.000

Verð 3.890.000

Verð 1.380.000,-

Verð 1.290.000,-

ISUZU Trooper.

MMC Eclipse rs.

TRIGANO Odyssee .

OPEL Vectra-b.

FORD Mondeo.

Verð 790.000,-

Verð 490.000,-

Verð 390.000,-

Verð 249.000,-

Verð 490.000,-

Verð 990.000,-

ÝR ÓD

ÍÚ

TIL EG

U

Árgerð 2003, ekinn 231 Þ.KM, dísel, Árgerð 2013, ekinn 6 Þ.KM, sjálfskiptur. rafmagn, sjálfskiptur.

María Magdalena Oh my hvað hann er flottur kynnirinn, vinstra megin...leikarinn úr borginni (Borgen) Örvar Þór Kristjánsson Ákvað loksins að gera það sem hefur verið í huga mínum í talsverðan tíma (á skeljarnar). Manaði mig loks upp og spurði konuna sem ég elska af öllu hjarta og er kletturinn minn hvort hún vildi giftast þessum þykka en myndarlega manni. Sem betur fer sagði hún Já stefnan sett á næsta sumar...kátt í höllinni :)

KL

ÁR

Ragnheiður Elín Árnadóttir Helgi Matthías…mjög spenntur: "Mamma og pabbi…vitið þið hverjir eru bestu foreldrar í heimi?" REÁ og GIG…ennþá spenntari og fyrirfram frekar sigurviss: "Hverjir?" HMG: "Sko…þið eruð næst best!" REÁ og GIG…undrandi og pínu svekkt: "En hverjir eru þá bestir?" HMG: "Guð og María mey…!" Jahá…þá vitum við það!

Árgerð 2011, ekinn 93 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

LL

Andri Daníelsson ég viðurkenni það alveg að það var smá beef á milli úlfsins í kef (ég) og úlfsins á wall street þegar hann mætti að checka sig í flug hjá mér.

HYUNDAI Ix35 gls.

RA FM AG NS BÍ

Bjarni Halldór Janusson Smá protip: Keflavík er ekki Selfoss, það er ekkert U í FS og "skemmtistaðurinn sem brann" er ekki í Keflavík...

TIL

BO

Ð

UMBOÐSAÐILI

TIL

Aníta Sif Baxter Æji þessi maður er svo yndislegur :) ætti ekki að skipta mali hvernig fötum fólk er í.

Árgerð 1999, ekinn 219 Þ.KM, dísel, Árgerð 1995, ekinn 112 Þ.MÍLUR, sjálfskiptur. bensín, 5 gírar.

Árgerð 2004.

Árgerð 2001, ekinn 227 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Árgerð 2003, ekinn 148 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbær - GE bílar ehf - Sími 420 0400 - gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.