21. tölublað 38. árgangur

Page 1

• miðvikudagur 24. maí 2017 • 21. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

RÚSSATOGARINN ORLIK ER FARINN — Í BILI

Myndin var tekin með flygildi sl. föstudagsmorgun þegar skipið var dregið úr höfninni. Með Orlik á myndinni er dráttarbáturinn Togari og hafnsögubáturinn Auðun. VF-mynd: Hilmar Bragi Rússneski togarinn Orlik er farinn úr höfninni í Njarðvík - í bili að minnsta kosti. Togarinn var dreginn úr höfn sl. föstudagsmorgun og er nú kominn til Hafnarfjarðar. Þar verður botn skipsins þéttur áður en það verður dregið erlendis í brotajárn. Orlik mun hins vegar koma aftur til Njarðvíkur á leið sinni í brotajárn og hafa hér viðkomu í um hálfan mánuð, segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

Frá því snemma árs 2014 hefur rússneskur togari, Orlik, legið við landfestar í höfninni í Njarðvík. Togarinn hefur verið stærsta skipið í höfninni og gnæft yfir önnur skip. Síðustu ár hefur það verið hlutskipti Njarðvíkurhafnar að vera skipakirkjugarður þar sem gömul fiskiskip hafa borið beinin. Nokkur hafa einnig sokkið við bryggju en verið bjargað upp aftur með tilheyrandi kostnaði. Hinn rússneski Orlik er í eigu Hringrásar en fyrirtækið ætlaði að

rífa skipið í brotajárn líkt og það gerði með gamla varðskipið Þór og flutningaskipið Fernanda sem varð eldi að bráð. Hins vegar kom babb í bátinn þar sem skipið inniheldur bæði spilliefni og asbest og því fékkst ekki leyfi til þess að fleyta skipinu upp í fjöru í Helguvík og rífa það þar. Unnið hafði verið við hreinsun í togaranum í höfninni í Njarðvík síðustu vikur, auk þess sem gluggaopnum var lokað á skrokki skipsins.

Mörg þúsund tunnur af tjöru grafnar ofan Iðavalla ●●Svæðið „löðrandi í tjöru og ógeði“ á tímum setuliðsins

FÍTON / SÍA

„Við hlið íþróttasvæðis á Iðavöllum eru grafnar mörg þúsund tunnur af tjöru“. Þetta kemur fram í skýrslu sem stýrihópur um Staðardagskrá 21 í Reykjanesbæ lét gera árið 2001. Gamlir sorphaugar og svæði þar sem vænta má einhverrar mengunar eru á nokkrum stöðum í Reykjanesbæ. Mest af þessu er vegna starfsemi setuliðsins úr seinni heimsstyrjöldinni, forvera varnarliðsins. Í skýrslunni frá 2001 eru taldir upp nokkrir staðir í Reykjanesbæ og nágrenni þar sem annað hvort var urðaður úrgangur eða unnið með mengandi efni og talið að þau séu í jarðvegi. Eldri bæjarbúar muna vel eftir tunnum sem innihéldu tjöru og stóðu undir gafli á bröggum sem stóðu á svæðinu ofan Iðavalla, þar sem nú er unnið að vegagerð fyrir Flugvelli. Staðurinn var leiksvæði barna í eina tíð og í samtali við Víkurfréttir hafa menn lýst svæðinu sem „löðrandi í tjöru og ógeði“. Börn hafi komið heim til sín svört af tjöru og oft hafi verið erfitt að þrífa húð og fatnað. Svæðið sem um ræðir hafi í eina tíð verið á helgunarsvæði Keflavíkurflugvallar og ekki gert ráð fyrir byggð þar. Í seinni tíð hafi reglum verið breytt og svæðið nú komið inn á skipulag sem byggingasvæði. Eins og Víkurfréttir greindu frá í síðustu viku hefur mikið magn af járni og öðru rusli komið upp við gatnagerð á svæðinu. Þá er jarðvegur á afmörkuðu svæði einnig mengaður af tjöru og má sjá tjöruna leka úr jarðveginum. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvaði

einföld reiknivél á ebox.is

Séð yfir umhverfi Útskála.

Umhverfisbætur að Útskálum Tjara lekur úr jarðvegi á svæðinu ofan Iðavalla. framkvæmdir við Flugvelli og sl. föstudag voru tekin jarðvegssýni á staðnum til að átta sig á hvaða mengun væri á svæðinu. Bandaríska setuliðið var með þó nokkra starfsemi á þessum slóðum í síðari heimsstyrjöldinni. Þarna voru braggar og birgðageymslur og vitað að ýmislegt væri urðað, þó svo svæðið hafi ekki verið skipulagt sem ruslahaugar eða urðunarstaður. Skammt frá, á lóð við Iðavelli, voru smurstöðvar á vegum setuliðsins. Fullyrt er að undir núverandi fyllingum á lóðinni megi finna olíuafganga og leysiefni. Gert var ráð fyrir að allt að 100 tonn af járni kæmi upp við uppgröft á svæðinu en tjörumengunin kom á óvart.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

n Umtalsverðar umhverfisbætur við Útskála verða kynntar á Útskáladegi nk. sunnudag. Útbúið verður nýtt bílastæði norðan við Útskálasetrið. Þá hefur verið hannað torg framan við Úskálakirkju. Teikningar af breytingunum verða til sýnis á sunnudaginn. Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar Útskálakirkju, segist í samtali við Víkurfréttir vonast til að framkvæmdir við bílastæðið hefjist í sumar. Þá eru hafnar framkvæmdir við stækkun kirkjugarðsins. Gert er ráð fyrir að stækkun kirkjugarðsins og umhverfisbætur að Útskálum sé verkefni sem taki þrjú til fjögur ár. Í vetur var grunnum að safnaðarheimili og hótelbyggingu mokað í burtu. Bílastæðið verður á hluta þess svæðis. Annað verður tyrft. Nánar er fjallað um Útskáladaginn í blaðinu í dag.

PERSÓNULEG VIÐTÖL VIÐ UNGT FÓLK Á SUÐURNESJUM

n n i k i e l n i g e Hins

á Hringbraut fimmtudag kl. 20:00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
21. tölublað 38. árgangur by Víkurfréttir ehf - Issuu