Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Vikulegur magasínþáttur frá Suðurnesjum - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!
UMHYGGJUGANGA SIGVALDA SJÓARINN SÍKÁTI FORSETINN OG ÓLI SKANS GEO HOTEL ... já, það er alltaf eitthvað í þætti vikunnar!
Sjónvarp Víkurfrétta
nslög yfir 700 in Þú finnur rétta á YouTube Víkurf Sjónvarps
á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 4. JÚNÍ 2 0 15 • 2 2 . TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Landsnet framkvæmir fyrir um 900 milljónir vegna Helguvíkur
Brugðið á leik fyrir myndavélina Þessir erlendu gestir voru á gönguleiðinni meðfram standlengjunni í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld og nutu góða veðursins og brugðu á leik. Skammt undan landi var danska varðskipið Thetis.
L
VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
n Mikil aukning gististaða á Suðurnesjum á undanförnum árum:
15 nýir gististaðir síðan í haust – Voru sjö árið 2001 en orðnir 47 núna. Um 1900 gistirými í 821 herbergi. „Ef við tökum eingöngu inn þá sem eru með öll leyfi gild í dag, þá er þetta fjölgum um 80% miðað við fjölda gististaða en í fjölda herbergja eða rúma er þetta ekki eins mikil fjölgun. Mest er fjölgunin í flokki heimagistingar, þar sem um fá herbergi er að ræða hverju sinni,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurnesja. Árið 2001 voru um sjö gististaðir á Reykjanesi en í fyrra voru þeir orðnir 47. 15 staðir hafa bæst við í vetur og fimm staðir eru í uppbyggingu og koma mögulega inn síðar á árinu. Boðið er upp á 1892 gistirými á Suðurnesjum í 821 herbergi. Þar af eru 641 með baði. Langflest rýmanna eru í
Reykjanesbæ eða 1331. Þar á eftir kemur Grindavík með 252 rými, Sandgerði með 189, Vogar 101 og Garður 38. Þuríður segir gistingu á Reykjanesi einkennast af litlum stöðum, heimagistingum og gistiheimilum. Um 18 aðilar eru með 15 herbergi eða fleiri af þessum 62 gististöðum sem Markaðsstofa Suðurnesja hefur upplýsingar um. „Það ánægjulega við þessa þróun, af þeim sem ég hef haft tök á að heimsækja, er að mikill metnaður er lagður í bæði gistiheimili og heimagistingar og aðstaða og þjónusta þeirra er til fyrirmyndar. Við þurfum þó alltaf að hafa vakandi auga með því að það haldist, einng að gæði og þjónusta séu höfð í fyrirrúmi.“ Spurð um hvað gæti
mögulega vantað á Reykjanes þá væru það fleiri hótelrými. „Þannig að við hefðum tök á því að hýsa gesti stærri viðburða á svæðinu, eins og ráðstefnur. En við erum með flotta aðstöðu fyrir slíka viðburði og getum í dag hýst um 500 manna ráðstefnu með góðu móti.“ Þá segir Þuríður nýtingu gistingar á svæðinu hafa verið mjög góða. Heilsárs hótel hafi náð yfir 90% nýtingu yfir árið sem varla þekkist utan höfuðborgarsvæðisins og nýtingin hafi farið upp um 21% milli ára 2013-2014. „Gestirnir koma að sjálfsögðu ekki sjálfkrafa, þannig að aðstandendur þurfa að vera vakandi yfir því hvernig þeir koma þjónustu sinni á framfæri.“ Sjá nánari umfjöllun á bls. 2.
andsnet hefur undirritað samkomulag við Rafeyri um uppsetningu á háspennubúnaði í nýju tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í janúar 2016. Nýja tengivirkið, sem fengið hefur nafnið Stakkur, er við hlið kísilvers United Silicon við Stakksbraut og hannað með hugsanlega stækkun í huga. Þrír 132 kílóvolta rofar verða í tengivirkinu og tveir spennar, annar sem tengist kísilverinu og hinn í eigu HS Veitna. Verkið felur í sér uppsetningu á þremur háspennurofum og öðrum háspennubúnaði í tengivirkinu. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og skal verkinu að fullu lokið í janúar 2016. Íslenskair aðalverktakar (ÍAV) sjá um byggingu á Stakki, tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 341 milljón króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í árslok 2015. Þá hefur Ístak hafið framkvæmdir við skurð fyrir jarðstreng frá tengivirki Landsnets á Fitjum og út í Helguvík. Framkvæmdin er upp á 228 milljónir króna og mun standa yfir í sumar. Í desember sl. var svo samið um jarðstrenginn sjálfan við þýska fyrirtækið Nexans. Hann varður lagður í skurðinn í sumar. Strengurinn kostar 1,3 milljónir Evra eða ríflega 190 milljónir króna. Alls eru þetta framkvæmdir vegna raforkumála í Helguvík fyrir um 900 milljónir króna.
FÍTON / SÍA
Tengivirkið Stakkur mun rísa í Helguvík.
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
2
fimmtudagur 4. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
ER EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ HRÓSA? Fræðsluráð Reykjanesbæjar kallar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs. Allir bæjarbúar geta tilnefnt einstaklinga eða skólaverkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni eða önnur vel unnin störf sem þykja til fyrirmyndar í starfsemi skóla á yfirstandandi skólaári. Tekið á móti tilnefningum á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og í netfangið helgi.arnarson@ reykjanesbaer.is fram til 11. júní 2015. SELJUDALUR
YFIRÞROSKAÞJÁLFI ÓSKAST Óskað er eftir yfirþroskaþjálfa / deildarstjóra til starfa á heimili fatlaðs fólk í Reykjanesbæ. Um er að ræða 80% starfshlutfall í vaktavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Í boði er spennandi og lærdómsríkt starf og fjölbreytt verkefni. Starfssvið yfirþroskaþjálfa er að veita íbúum stuðning við athafnir dagslegs lífs og bera ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann. Umsóknarfrestur er til og með 11. júní nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorkatla Sigurðardóttir, forstöðumaður Seljudals í síma 544-4485 eða á netfanginu thorkatla.sigurdardottir@reykjanesbaer.is. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www. reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. HEIÐARSKÓLI
STARFSFÓLK ÓSKAST
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag í Helguvík B
- tveir bæjarfulltrúar meirihlutans sátu hjá
æjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi fyrir lóð Thorsil í Helguvík. Breytingar á deiliskipulaginu voru samþykktar með níu atkvæðum í bæjarstjórn á þriðjudagskvöld en tveir bæjarfulltrúar meirihlutans, Kolbrún Jóna Pétursdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Kolbrún Jóna gerði grein fyrir hjásetu sinni í bókun: „Ég hef lengi verið ósátt við ákvörðun fyrrverandi bæjarstjórnar að setja mengandi iðnað á svæði rétt um kílómetra við íbúabyggð. Ég vil að íbúar fái að njóta vafans sem er töluverður. Þegar ákvarðað er hvort mengunin muni verða innan eða utan marka er byggt á spám sem óvíst er hvort gangi eftir enda mæla eftirlitsstofnanir með að svæðið verði vaktað þegar verksmiðjur hefja störf “. Um 300 athugasemdir bárust vegna breytingar á deiliskipulaginu í Helguvík. Niðurstaða Umhverfisog skipulagsráð Reykjanesbæjar er sú að fyrirhuguð stóriðja í Helguvík muni vera innan þeirra mengunarmarka sem krafist er í lögum, reglum og starfsleyfum. Ráðið telur einnig að deiliskipulagsbreytingin samræmist aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Umhver f is- og skipulagsráð Reykjanesbæjar mun setja skýra skilmála um vöktun og meng-
Atkvæðagreiðslan í bæjarstjórn í vikunni. VF-mynd: Páll Orri Pálsson
unarvarnir í greinargerð með deiliskipulaginu og leitast þannig við að tryggja að framtíðarstarfsemi í Helguvík muni standast þær kröfur sem gerðar eru til stóriðju í nálægð við íbúabyggð. Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík verður auglýst á tímabilinu 28. maí til 25. júní. Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudagskvöld kom fram að Umhverfisstofnun mun halda opinn kynningarfund um tillögu sína. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi, sagði á fundi bæjarstjórnar að málið væri allt vandlega yfirfarið af umhverfis- og skipulagsráði þannig að sómi væri af. Hann sagðist fylgjandi framkvæmdinni í Helguvík og að íbúar Reykjanesbæjar hafi af henni hagsmuni. Allir flokkar sem boðið hafi fram til síðustu bæjarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ hafi haft þessi atvinnutækifæri í Helguvík á stefnuskrá sinni. Það hafi öllum verið ljóst að það hafi
Kennara vantar næsta skólaár í afleysingastöðu á yngra stigi. Starfsmaður óskast í 77% stöðu til að hafa umsjón með kaffistofu starfsmanna. Starfsmenn skóla óskast fyrir næsta skólaár í 66 – 100% stöður til að starfa með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu. Ýmist er um fastar- eða afleysingastöður að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir, skólastjóri, í síma 420-4500 eða 894-4501. Sjá nánar um skólann á www.heidarskoli.is. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar, www. reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur.
SJÓMANNADAGURINN Í REYKJANESBÆ Sjómannamessa og dagskrá í Duushúsum sunnudaginn 7. júní nk. kl. 11.00. Sjómannamessa í Bíósal á vegum Keflavíkurkirkju, sr. Sigfús B. Ingvason og Kór Keflavíkurkirkju. Safnstjóri Byggðasafnsins kynnir sýningar í Duushúsum. Aldraðir sjómenn segja frá. Í lok dagskrár verður lagður krans við minnismerki sjómanna við Hafnargötu.
Það gista ekki allir á hótelum eða gistiheimilum. Þessir gistu á Garðskaga í vikunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
verið vilji til að ráðast í þessa atvinnuuppbyggingu í Helguvík. Guðný Birna Guðmundsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna um deiliskipulagið í Helguvík. Hún sagðist á fundinum hafa áhyggjur af mengun en á sama tíma væri erfitt að neita fyrirtæki inn í sveitarfélagið og tekjum fyrir svo til gjaldþrota bæ. Hún endaði á því að segja að taka ætti stefnuna á ferðamannaiðnað í stað stóriðju í Reykjanesbæ. Í fréttatilkynningu frá Thorsil til fjölmiðla í síðustu viku segir að Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík mun veita á annað hundrað manns örugg og vel launuð störf við iðnframleiðslu og hafa jákvæð áhrif á rekstur Reykjanesbæjar vegna beinna og óbeinna tekna sem skapast vegna starfseminnar. Þannig er gert ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins og Helguvíkurhafnar vegna starfsemi Thorsil verði yfir 700 milljónum króna á ári fyrstu tíu árin.
Mistök hljóta að hafa átt sér stað
Dvalartími gesta á SuðurÁ nesjum hefur lengst
við úthlutun fjármuna til verkefna á ferðamannastöðum
Þ
jónusta gististaða á Suðurnesjum einkennist á því að þjónusta flugfarþega. Þuríður segir að algengt sé að gestir gisti á svæðinu fyrstu nóttina við komuna til landsins og þá síðustu áður en haldið sé heim á leið. „Á síðustu árum höfum við reynt að vinna í því að fá gesti okkar til að dvelja aðeins lengur, að þeir bæti við aukanótt. Það hefur tekist nokkuð vel. Árið 2012 var meðal dvalartími gesta 1,46 nótt en árið 2014 var það komið upp í 1,91. Það sem af er þessu ári er það komið í 2,24 nótt,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurnesja. Ef gesturinn dvelur lengur en eina nótt í gistingu eru meiri líkur á að hann njóti þess sem Reykjanesskaginn hefur upp á að bjóða. „Í þessu skiptir þjónusta og gestrisni gististaða miklu máli og geta þeir sem ötullega hafa unnið að því að fá gesti til að dvelja lengur, klappað sér á bakið fyrir vel unnin störf að þessu leyti. En við megum ekki sofna á verðinum og við verðum að halda ótrauð áfram,“ segir Þuríður og leggur áherslu á að samvinna og samstaða í uppbyggingu og kynningu á svæðinu geti skipt sköpum í ferðaþjónustu. „Því þurfa ferðaþjónustuaðilar að gefa sér tíma til að kynna sér það sem er í gangi á svæðinu og ekki síður taka þátt í því góða uppbyggingarstarfi sem er í gangi og láta sér málið varða.“
fundi stjórnar Reykjanes jarðvangs sem að fram fór nýverið var fjallað um úthlutun fjármuna til brýnna verkefna á ferðamannastöðum frá 26. maí sl. Eftirfarandi var bókað: „Stjórn Reykjanes jarðvangs fagnar auknum framlögum til uppbyggingar ferðamannastaða á Íslandi. Stjórnin gerir hins vegar athugasemd við að aðeins sé úthlutað til ferðamannastaða í eigu og umsjón ríkisins. Sérstaka athygli vekur að engin framlög eru til verkefna á Reykjanesi en Reykjanesskagi er þriðji fjölsóttasti landshlutinn af ferðamönnum. Reykjanesfólkvangur er á rauðum lista Umhverfisstofnunar og landssvæðið að mestu í eigu ríkisins. Verkefni þaðan ættu því að uppfylla allar forsendur sem settar voru fyrir úthlutuninni. Stjórn Reykjanes jarðvangs ályktar að mistök hljóti að hafa átt sér stað við úthlutunina sem verði leiðrétt strax. Stjórnin skorar jafnframt á ráðherra ferðamála við að bæta úr þessu þegar í stað og býður fram aðstoð sína“.
Glæsileg barnadagskrá á Sjóaranum síkáta Verið hjartanlega velkomin á Sjóarann síkáta í Grindavík sjómannadagshelgina 5.-7. júní. Barnadagskráin er í boði Landsbankans og er hún fjölbreytt og skemmtileg að vanda.
Dagskrá Sproti
Vatnabolti, litabolti og Go kart
Lína langsokkur
Dorgveiðikeppni og lifandi sjávardýr
Skoppa og Skrítla
í fiskabúrum
Einar Mikael töframaður
Skemmtisigling og sjópulsan í höfninni
Íþróttaálfurinn og Solla stirða
Krakkakeyrsla á mótorhjólum
Brúðubíllinn
Andlitsmálning
Leiktæki og hoppukastalar
Lína
n.
eimsók
mur í h
kur ke langsok
Sproti mætir hr
ess að vanda.
Dagskrá Sjóarans síkáta og allar nánari upplýsingar eru á www.sjoarinnsikati.is
4
fimmtudagur 4. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
TJARNARSEL
LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Leikskólinn Tjarnarsel auglýsir eftir leikskólakennara/þroskaþjálfa í 75% -100% starf. Ráðning skv. samkomulagi. Leikskólastarfið í Tjarnarseli byggir á fjölbreyttum starfs- og kennsluháttum, mál og læsi, útinámi og umhverfismennt. Umsóknarfrestur er til 16. júní nk. Nánari upplýsingar veitir leikskóla- og aðstoðarleikskólastjóri Tjarnarsels og einnig má nálgast upplýsingar um leikskólann á vefnum, www.tjarnarsel.is. HEIÐARSEL
AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRI Heilsuleikskólinn Heiðarsel óskar eftir leikskólakennara í stöðu aðstoðarleikskólastjóra til að leysa af í eitt ár frá og með 10. ágúst nk. Leikskólinn Heiðarsel er heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsustefnunni. Áhersla er lögð á hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, jákvæðni, samskiptahæfni, þjónustulund og áhuga á þróun nýjunga í leikskólastarfi. Umsóknarfrestur er til 16. júní nk. Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 4203131/8665936 eða kolbrún.sigurdardottir@ heidarsel.is. Einnig má nálgast upplýsingar um skólann á vef hans, www.heidarsel.is HJALLATÚN
LEIKSKÓLAKENNARAR ÓSKAST Leikskólinn Hjallatún óskar eftir leikskólakennara í stöðu deildarstjóra frá og með 4. ágúst nk. Einnig er óskað eftir leikskólakennurum, þroskaþjálfa eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki frá og með 4. ágúst. Leikskólinn Hjallatún er opin leikskóli og starfar eftir fjölgreindarkenningu Howard Gardners. Áhersla er lögð á leikinn, lýðræði og samskipti. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní nk. Frekari upplýsingar veitir Ólöf Magnea Sverrisdóttir leikskólastjóri í síma 4203150/6986061 eða olof.sverrisdottir@ hjallatun.is. Upplýsingar um starfsemi leikskólans er að finna á vef hans, www.hjallatun.is.
LAUNAFULLTRÚI ÓSKAST Reykjanesbær óskar eftir öflugum starfsmanni til starfa við launavinnslu. Meðal helstu verkefna eru launaútreikningar og útreikningar á kjörum og réttindum starfsmanna skv. kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Elísabet Lovísa Björnsdóttir deildarstjóri launadeildar, elisabet.l.bjornsdottir@reykjanesbaer.is og Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs thorey.i.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is Sækja skal um öll ofangreind störf á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/ laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur.
-sjóarinn
síkáti
pósturu vf@vf.is
„SJÓMENN ÍSLENSKIR ERUM VIГ S
– SJÓARINN SÍKÁTI Í GRINDAVÍK 2015
jómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins haldin um Sjómannadagshelgina, 5.-7. júní 2015 , til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Um 20 til 25 þúsund manns koma á hátíðina á hverju ári. Líkt og undanfarin þrjú ár verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi. Við erum metnaðarfull í Grindavík og erum sífellt að reyna að þróa og gera bæjarhátíðina okkar glæsilegri með hverju árinu því Grindvíkingar gera miklar
kröfur. Sjóarinn síkáti verður með ýmsar nýjungar í ár. Má þar nefna Skonrokkstónleika á laugardagskvöldinu í íþróttahúsinu, fiskasafn með lifandi sjávardýrum í fiskabúrum á bryggjukantinum við hátíðarsviðið á sjómannadeginum, keppnin sterkasti Víkingur heims með 8 útlenda keppendur, körfuboltamót fyrir yngri iðkendur, leiktæki verða nú einnig á bryggjuballinu á föstudagskvöldinu, Sjóara síkáta hlaupið og síðdegistónleika á hátíðarsviðinu. Þá verða Vísissystkinin með minningartónleika um Palla og Möggu í Grindavíkurkirkju auk þess sem í tilefni af 50 ára afmæli Vísis er bæjarbúum og gestum Sjóarans síkáta boðið að skoða fiskvinnslur fyrirtækisins undir leiðsögn eigenda.
Tónlistarveisla á Sjóaranum síkáta u Margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar troða upp á Sjóaranum síkáta í Grindavík 5.-7. júní n.k. Búið er að ráða Skonrokk til að halda stórtónleika í íþróttahúsinu með Eyþór Inga og hljómsveitina Tyrkja Guddu í broddi fylkingar þar sem rokktónlist frá áttunda áratugnum verður í aðalhlutverki. Með hljómsveitinni syngja einnig þeir Birgir Haraldsson Pétur ,,Jesú" Guðmundsson og Stebbi Jak. Ingó og Veðurguðirnir ásamt Helga Björns sjá um Bryggjuballið í ár. Á meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram á Sjóaranum síkáta
má nefna Ragga Bjarna, hljómsveitirnar Hafrót og Dalton og þá koma fram þau Íris í Buttercup, Geimfararnir, DJ Muscle Boy og DJ óli Geir auk Grímseyjarbræðra. Sigurvegari söngkeppni SAMFÉS 2015, Jóhanna Ruth Luna Jose úr félagsmiðstöðinni Fjörheimum tekur syngur. Þá stýrir Jón Ólafsson sérstökum minningartónleikum um Palla og Möggu í Grindavíkurkirkju í tilefni þess að fyrirtækið Vísir fagnar 50 ára afmæli. Þar flytja börn þeirra hárómantísk sjómannalög af nýútgefnum diski þeirra ,,Lögin hans pabba". Með þeim eru landskunnir
Nýjungar á Sjóaranum síkáta í ár u Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti verður 5.-7. júní n.k. Umgjörð og dagskrá verður glæsileg að vanda og hefðbundin á margan hátt en jafnframt verða nokkrar nýjungar, bæði fyrir börn og fullorðna. Þá verður Sjómanna- og vélstjóra-félagið með glæsilega dagskrá. Á meðal nýjunga má nefna stórtónleika í íþróttahúsinu á laugardagskvöldinu kl. 21:00. Þar mætir sannkallað stórskotalið eða SKONROKK sem spilar 80‘s rokk af bestu gerð. Söngvarar eru Magni, Eyþór Ingi, Pétur Jesú, Biggi Haralds og Stebbi Jak en hljómsveitin Tyrkja Gudda spilar undir. Skonrokk hefur verið haldið um sjómannadagshelgina í Vestmannaeyjum, í Hörpu og Hofi og alltaf slegið í gegn. Forsala aðgöngumiða er í Aðal-braut í Grindavík. Eftir tónleikana verður svo ball í íþróttahúsinu að vanda. Í fyrsta skipti verða leiktæki á bryggjuballinu á föstudagskvöldinu fyrir börnin sem eflaust á eftir að mælast ákaflega vel fyrir. Þá er gaman að greina frá því að
Hafró í Grindavík og útgerðir hér hafa í samvinnu við Sjóarann síkáta ákveðið að vera með fiskabúr fyrir krakkana á sunnudeginum með kröbbum, krossfiskum og ýmsum lifandi og dauðu furðuverum og fiskum úr hafinu. Vísir hf. fagnar 50 ára afmæli sínu og verður með veglega dagskrá á Sjóaranum síkáta. Meðal annars verða minninga-tónleikar Vísissystkina í Grindavíkurkirkju á sunnudagskvöldinu. Ingó og Veðurguðirnir hafa verið ráðnir á Bryggjuballið og á meðal barnaefnis verður Brúðubíllinn, íþróttaálfurinn, Solla stirða, Skoppa og Skrítla, Einar Mikael töframaður, Sveppi og Villi o.fl.
hljóðfæraleikarar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og sérstakur gestasöngvari verður Ragnar Bjarnason. Diskurinn verður til sölu á staðnum og rennur söluandvirði hans óskipt til Grindavíkurkirkju. Frítt inn og allir velkomnir.
Sterkasti Víkingur í heimi á Sjóaranum síkáta - Hafþór Júlíus mætir
uNú mæta enn öflugri kraftajötnar á Sjóarann síkáta því undanriðill í keppninni Sterkasti Víkingur í heimi verður haldin í ár. Skipuleggjandi sem fyrr er Magnús Ver Magnússon. Eurosport mætir á svæðið og gerir þátt um keppnina. Alls mæta 12 hraustir víkingar til leiks, þar af átta útlendir keppendur. Fjórir hraustustu Íslendingarnir mæta í þessa svakalegu keppni, þar á meðal Hafþór Júlíus Björnsson. Keppt verður í sjö greinum bæði laugardag og sunnudag á Sjóaranum síkáta. Keppt verður í uxagöngu, hjólböruakstri, bryggjupolla, trukkadrætti, réttstöðulyftu, drumbalyftu og atlassteinum. Þetta verður án nokkurs vafa ein lang sterkasta aflraunakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi. Keppendalistinn: 1 Hafþór Júlíus Björnsson ICE, 2 Mark Felix UK, 3 Dennis Kohlruss GER, 4 Georg Ögmundsson ICE, 5 John Posen USA, 6 Ari Gunnarsson ICE, 7 Rafael Kobylarz POL, 8 Derek DeVaughn USA, 9 Úlfur Orri Pétursson ICE, 10 Rob Frampton UK, 11 Martins Licis LAT 12 Scott Cummine CAo
Markhönnun ehf
Kræsingar & kostakjör
GRÍSAKÓTILETTUR
RAUÐVÍNSLEGNAR/ÚRB.
-40% 1.493
ÁÐUR 2.488 KR/KG
KJÚKLINGALEGGIR BBQ
-40% 434
ÁÐUR 724 KR/KG
Ótrúlegt verð!
LAMBAFRAMHR.SNEIÐAR FROSNAR Í POKA
-20% 1.650
GRÍSAHNAKKASNEIÐAR
-35% 1.494
ÁÐUR 2.298 KR/PK
GRÍSASNITSEL
Í RASPI, FRYSTIVARA
998
ÁÐUR 2.063 KR/KG
KR/PK
GRANDIOSA PIZZUR
FROSIÐ GRÆNMETI
698
249
ÁÐUR 789 KR/STK
ÁÐUR 309 KR/STK
4 TEGUNDIR
MAÍSKORN
BROKKOLÍBLANDA
FROSIÐ GRÆNMETI
HYTOP,
BROKKOLÍ, BLÓMKÁL
-36% 249
-40% 99
ÁÐUR 165 KR/STK
ÁÐUR 389 KR/STK
Melónur á 30% afslætti!
Drögum út 10 miða í The Color Run og 10 kassa af Bai drykkjum föstudaginn 5. júní! Freistaðu gæfunnar á
Vatns-gul-cantalope-græn
/netto.is
RÚSÍNUR/SALTHN. 500 GR, NÓI-SÍRÍUS
BAI DRYKKIR 5 TEG
339
629 ÁÐUR 699 KR/PK
ÁÐUR 399 KR/STK
ÓDÝR ÍS, 900 ML 3 TEGUNDIR
-30% 279
ÁÐUR 399 KR/STK
ÞVOTTAEFNI 4,2 KG DAZ, 65 ÞVOTTAR
2.578 ÁÐUR 2.998 KR/PK
Tilboðin gilda 4. júní – 7. júní 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6
fimmtudagur 4. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARBRÉF vf.is
ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Olga Björt Þórðardóttir, olgabjort@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is UMBROT OG HÖNNUN: Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
AFGREIÐSLA: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is PRENTVINNSLA: Landsprent UPPLAG: 9000 eintök. DREIFING: Íslandspóstur DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Aldrei verið sjómaður Hef aldrei verið sjómaður. Það er hins vegar sjómannsblóð í fjölskyldunni. Afi minn, Bragi Einarsson frá Nýjabæ í Garði, var fengsæll skipstjóri. Það sem ég hef komist næst sjómennsku var þegar ég sem gutti fór í róður á opnum bát frá Gerðabryggju með föðurbróður mínum og frænda. Veiddi nokkrar ýsur á handfæri. Aldrei borðað betri fisk. Það er jú sagt að það bragðist best sem maður veiðir sjálfur. Það sem ekki fór í soðið var selt í fiskvinnslu í Garðinum. Hásetahluturinn var 500 krónur. Fór í loðnutúr með Bóba á Sjávarborginni mörgum árum síðar sem ljósmyndari. Síðan þá hafa einu stundirnar til sjós verið ferðir með Akraborginni upp á Skaga, með Baldri yfir Breiðafjörð og með Herjólfi til Eyja. Kannski einu sinni á sjóstöng frá Grófinni og svo er til mynd af mér á sjóstöng við Grindavík. Þetta er mín sjómennska Ber ómælda virðingu fyrir sjómönnum. Hef á þessum næstum 30 árum hjá Víkurfréttum kynnst því hversu hættulegt sjómannsstarfið
er. Mannskaðar og skipsskaðar til sjós. Menn hverfa í hafið og finnast ekki aftur. Þegar maður kíkir á bryggjuna til að afla frétta þegar vel veiðist sér maður samt gleðina í augum sjómanna. Hitti einn í vetur sem var að koma úr þriðja róðrinum á þrjátíu tímum og búinn að draga 30 tonn úr sjó. Hann var þreyttur og sæll og næstum sofnaður í sjónvarpsviðtali sem ég tók við hann. Um helgina er hátíð til heiðurs sjómönnum. Sjómannadagurinn og Sjóarinn síkáti haldinn hátíðlegur í Grindavík. Ég verð þar. Ætla ekki allir að kíkja á sjómannahátíðina í Grindavík? Til hamingju sjómenn!
-sjómannadagshelgin
pósturu vf@vf.is
MAGGA OG PALLI Í VÍSI HEFÐU ÁTT 60 ÁRA BRÚÐKAUPSAFMÆLI UM HELGINA:
Opið hús og minningatónleikar æsta sjómanna helg i er eigendum Vísis í Grindavík, börnum Páls og Margrétar, merkileg að mörgu leyti. Fyrirtæki þeirra fagnar 50 ára starfsafmæli á árinu og af því tilefni verður opið hús í báðum fiskvinnslum fyrirtækisins í Grindavík á milli klukkan tvö og fimm á sjómannadaginn - sunnudag. Eigendur og starfsfólk taka á móti gestum með tónlist og veitingum og starfsemin í húsunum verður kynnt. Djassband Vilhjálms Guðjónssonar spilar í frystihúsinu á Miðgarði en Reynir Jónasson spilar á harmónikku í salthúsinu að Hafnargötu og með honum verður Edwin Kaaber. Einnig mun hinn fjölþjóðlegi Vísiskór syngja nokkur lög á báðum stöð-
SJÁIÐ
SJÓARANN SÍKÁTA Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA fimmtudagskvöld kl. 21:30 á ÍNN EINNIG:
GEO HOTEL GRINDAVÍK ÓLI SKANS GANGA SIGVALDA
um á milli þrjú og fjögur undir stjórn Margrétar Pálsdóttur. „Það er fleira sem gerir þessa helgi sérstaka í huga okkar. Í febrúar á þessu ári lést faðir okkar, Páll Hreinn Pálsson, aðeins þremur árum eftir að móðir okkar, Margrét Sighvatsdóttir, lést. Mamma og pabbi hefðu átt 60 ára brúðkaupsafmæli um þessa helgi,“ segir Sólný Pálsdóttir, ein sex barna þeirra hjóna, en þau gefa af tilefninu út sjómannadiskinn „Lögin hans pabba“. Fyrir fimm árum, í tilefni af 80 ára afmæli Margrétar, gáfu þau út hljómdiskinn „Lögin hennar mömmu“ með hennar eigin lögum.
LJÓSMYND: GUNNAR SVANBERG
N
Sjómannalögin samofin baráttu Íslendinga Sólný segir að faðir þeirra hefði notið laganna eins og þau systkinin. „Hann var meiri músíkant en við gerðum okkur grein fyrir í æsku og það kom best fram í því hversu góður dansari hann var. Auk laganna hennar mömmu skipuðu sjómannalögin drjúgan sess í æsku okkar. Þau eru þar að auki stór þáttur í sögu þjóðarinnar og mikill áhrifavaldur á hegðun fólks og tilfinningalíf. Hver vill ekki vera hetja hafsins og hrókur alls fagnaðar eða upplifa hárómantíska stund með ástinni sinni? Sjómannalögin eru samofin baráttu Íslendinga fyrir þeim lífsgæðum sem við njótum í dag og við erum stolt af þætti pabba í þeirri baráttu. Fyrir valinu urðu lög og textar sem fjalla um ástina og rómantíkina og eru táknræn fyrir tíðarandann.“ Samdi og setti upp barnasöngleiki Auk þess að semja tónlista samdi Margrét heitin barnasöngleiki sem nefndust „Lóan kemur“ og „Vordraumur“ og setti þá upp í Festi. „Hún sá um allt sjálf. Samdi lögin og textana, málaði leiktjöld, hannaði búninga, samdi dansa og leikstýrði svo öllu og lék undir á
píanó. Texti barnaleikritanna lýsir einkar vel þeirri bjartsýni og því jákvæða hugarfari sem alla tíð einkenndi mömmu,“ segir Sólný og bætir við að tónlistin hafi verið líf og yndi móður sinnar og gott hafi verið að alast upp hjá móður sem lét ekkert stoppa sig í að gera lífið skemmtilegt. Fleiri upplýsingar um Margréti og það sem hún fékkst við má sjá á Facebook síðunni: https:// www.facebook.com/Margret.Sighvatsdottir. Veglegir minningatónleikar Systkinin munu svo halda veglega minningatónleika um þau Pál og Margréti í kirkjunni í Grindavík klukkan átta á sunnudagskvöld undir stjórn Jóns Ólafsonar tónlistarmanns. Þar munu þau, ásamt börnum sínum og barnabörnum, flytja lög af báðum hljómdiskunum. Með þeim eru valinkunnir hjóðfæraleikarar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og meðal gestasöngvara er enginn annar en Ragnar Bjarnason, konungur íslenskra sjómannalaga. Báðir hljómdiskarnir verða til sölu í kirkjunni og víðar um helgina og mun allt andvirðið renna til kirkjunnar í Grindavík. Inn á tónleikana sjálfa er hins vegar frítt og allir velkomnir.
Til hamingju Ragnheiður Sara, Evrópumeistari í Crossfit 2015.
6060 / ÖRNSMÁRI.IS
Vísir óskar sjómönnum, landverkafólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn! Í tilefni af 50 ára afmæli Vísis er gestum sjómannahátíðarinnar í Grindavík boðið að skoða fiskvinnslur fyrirtækisins kl. 14-17 á Sjómannadaginn. Saltfiskvinnsla fyrirtækisins hefur verið starfrækt í hálfa öld að Hafnargötu 16. Fyrirtækið er nú einnig að taka í notkun nýtt hátæknifrystihús að Miðgarði 3 til að mæta breyttum áherslum í greininni. Um kvöldið stjórnar Jón Ólafsson tónlistarmaður minningartónleikum um Palla og Möggu. Þar flytja börn þeirra hárómantísk sjómannalög af nýútgefnum diski þeirra „Lögin hans pabba“. Með þeim eru landskunnir hljóðfæraleikarar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og sérstakur gestasöngvari verður Ragnar Bjarnason. Diskurinn verður til sölu á staðnum og rennur söluandvirði hans óskipt til Grindavíkurkirkju. Frítt inn og allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!
SUNNUDAGURINN 7. JÚNÍ Kl. 14-17 Opið hús í fiskvinnslum Vísis að Hafnargötu 16 og Miðgarði 3, Grindavík Kl. 20.00 Minningartónleikar um Palla og Möggu í Grindavíkurkirkju
10
fimmtudagur 4. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðskipti
og atvinnulíf TEXTI OG MYNDIR: OLGA BJÖRT ÞÓRÐARDÓTTIR // OLGABJORT@VF.IS
GEO HOTEL GRINDAVÍK ER FYRSTA HÓTELIÐ SEM OPNAR Í MIÐBÆ GRINDAVÍKUR: SJÁIÐ
GEO HOTEL Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA fimmtudagskvöld kl. 21:30 á ÍNN
Samkomuhúsið Festi hefur gengið í endurnýjun lífdaga - nú sem 36 herbergja hótel.
Hús allra Grindvíkinga bókað fram á vetur
G Séð inn á herbergi hótelsins. Hér eru tvær mismunandi útfærslur. Víkurfréttamyndir: Olga Björt Þórðardóttir
AÐALFUNDUR VERKALÝÐSFÉLAGS GRINDAVÍKUR Verður haldinn í húsi félagsins að Víkurbraut 46 í Grindavík 30. júní kl. 18:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Eftir lagabreytingar sem voru samþykktar á síðasta aðalfundi verður að tilkynna um framboð minnst tveimur vikum fyrir fundinn eða 16. júní. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til þessara starfa fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur eru beðnið að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir 16. júní 2015. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 16:00.
eo Hotel Grindavík opnaði á dögunum í sögufrægu húsi þar sem félagsheimilið Festi var áður. Þar eru 36 tveggja manna herbergi og byrjað var að bóka gesti í febrúar og langt fram á vetur. Hótelstjórinn Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir segir kraftaverk hafa gerst á stuttum tíma við að koma hótelinu á legg og hún leggur áherslu á að sögunnar vegna sé húsið sameign Grindvíkinga, sem eðlilega hafi verið forvitnir á framkvæmdatímabilinu. Hvernig hefur gengið að koma þessu öllu á legg? Það hefur gengið ótrúlega vel. Ég er bara búin að taka þátt í þessu sjálf síðan í febrúar, en hér hafa kraftaverkin gerst síðan þá. Ótrúlegt hvað búið er að gera á þessum tíma. Þetta er fyrsta hótelið hér í miðbænum í Grindavík. Hver er markhópurinn ykkar? Ég held að allavega til að byrja með þá verði þetta dæmigert ferðamannahótel, þótt það verði alltaf í bland og við viljum endilega fá Íslendinga hingað. Við erum þegar búin að hýsa einn hóp Íslendina sem voru nokkurs konar tilraunadýr hjá okkur. Það gekk ótrúlega vel, en fyrir túristana þá er þetta bara inngangurinn inn í landið. Ótrúlega margt að sjá og upplifa hér á þessum slóðum. Nafn hótelsins, Geo Hotel, er þetta einhvern tenging við Geopark, Jarðvang? Já, við sannarlega hugsuðum til þess og til svæðisins og þess sem það hefur upp á bjóða. Við horfðum á hraunið, eldfjöllin, alla jarðfræðina sem er hér í kringum okkur og reynum að tengja okkur við það. Hvernig hefur gengið að bóka, eruð þið byrjuð á því? Já, það byrjaði strax í febrúar. Það var tekið rosalega vel, aðallega verið bókað frá ferðaskrifstofum en einnig einstaklingum sem hafa bókað í gegnum netið og eru að ferðast á eigin vegum. Og koma ferðalangarnir langt að?
Þeir koma víðs vegar að. Rosalega fjölbreytt þjóðerni sem er að sækja okkur heim. Svona yfir sumarið kannski meira Evrópubúar en svo erum við t.d. komin með nokkra litla hópa af Japönum sem ætla að koma hingað næsta vetur að skoða norðurljósin. Einn þeirra spurði meira að segja hvort það væri möguleiki á að bæjaryfirvöld í Grindavík myndu slökkva á götuljósunum fyrir þá. Ég sagði þeim að þeir þyrftu ekki að fara langt til að komast í myrkrið og gætu notið. Hvernig hafið þið látið vita af ykkur? Fyrst og fremst í gegnum ferðaheildsala og ferðaskrifstofur, bæði innanlands og erlendis. Láta þá vita af okkur og leyfa þeim að fylgjast með því sem við höfum verið að gera; senda þeim myndir og kynningarefni og svo í gegnum síður eins og booking.com og expedia.com. Hvaða þjónustu sérhæfið þið ykkur í? Til að byrja með ætlum við að vera fyrst og fremst fínt hótel með góðan morgunmat. Við erum samt sem áður með fullbúið eldhús og það mun örugglega koma að því seinna að hér verði rekinn veitingastaður frá morgni til kvölds og húsið mikið notað. Hafa bæjarbúar í Grindavík ekki verið forvitnir um framkvæmdir? Alveg ótrúlega forvitnir. Hér er held ég aðal rúnturinn í bænum og ekið löturhægt í kringum húsið. Einn og einn hefur hætt sér inn til að spyrja hvort óhætt sé að kíkja. Það eru allir auðvitað hjartanlega velkomnir og byrjum í dag með þessu opna húsi. Þetta hús á bara að vera hús okkar allra og hér verður kannski smá bar og kaffihús. Hvernig tilfinning er það að hefja rekstur hótels í svona sögufrægu húsi? Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt. Gaman að þetta hús skuli vera notað eins og t.d. listaverkið sem var í innganginum. Við leyfðum því að halda sér og mér finnst það alveg ótrúlega skemmtilegt. Og ég held að bæjarbúum þyki það líka.
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 4. júní 2015
pósturu vf@vf.is
GÓÐ AÐSTAÐA Á ÖLLUM HÆÐUM FYRIR GESTI OG STARFSFÓLK:
Gamla anddyrið komið inn í svítuna gúst Gíslason, byggingastjóri með framkvæmdinni, segir mikið hafa breyst til betri vegar eftir að framkvæmdi hófust fyrir 11 mánuðum. Aðkoman hafi vægast sagt verið nöturleg en skrokkur hússins góður. Ágúst er ýmsu vanur við breytingu á húsnæðum en veðráttan í vetur hafi helst sett strik í reikninginn.
-iðandi
Nú kaupir þú þetta hús af Grindavíkurbæ og fyrir 11 mánuðum hófust hér framkvæmdir. Það er nú nokkru lengra síðan ég keypti húsið. Mikið hefur breyst til betri vegar frá því framkvæmdir hófust. Aðkoman var nöturleg. Drengir bæjarins höfðu haft gaman að því að brjóta hér rúður og það var neglt fyrir glugga eins og
vill verða með hús sem eru aflögð. Safnað inn í þau dóti o.s.frv. Þetta var vægast sagt ömurlegt. En skrokkurinn var góður, það var mér ljóst í upphafi. Svo er bara með þetta eins og annað sem lætur undan mannshöndinni; ef mikið er iðjað þá endar það vel. Þið hafið aldeilis náð að gera margt hérna á 11 mánuðum. Já já, það er frá því að segja að við máttum byrja á skólplögnum, saga upp gólfin og leggja nýtt skólp. Allar lagnir eru nýjar, engar notaðar af því sem fyrir var. Einungis steypan sem var í útveggjunum og þökum. Út úr þessu er hafa komið 36 tveggja manna herbergi með baði, ásamt aðstöðu í kjallara fyrir starfsfólk, þvottahús o.s.frv. Eitthvað fleira sem kom á óvart í framkvæmdunum? Nei, ég er búinn að breyta svo mörgum húsum. Ef það var eitthvað sem kom á óvart, þá var það stirð veðrátta í vetur. Hvað það gekk illa að þétta glugga og skipta um þakefni. Það var aldrei frið-
mannlíf í sumarsólinni
U T S Æ H Í N I N R Ö B LEIKSKÓLA U N I Ð I L I V K K Ö L S Ð E HÆÐIR M
ur. En að öðru leyti var þetta bara hefðbundin messa. Segðu okkur aðeins frá svítunni og sérstöðu hennar. Myndverkin sem þar eru voru gefin í þetta hús í upphafi og eru eftir Ragnar Kjartansson myndlistarmann. Útvegsmannafélagið, Sjómannafélagið. Kvenfélagi og Ungmennafélagi gaf þau. Þið sjáið glöggt þegar litið er á þetta hverjum þetta tilheyrir. Þau voru
í anddyri og utandyra og því varð ég að einangra gaflveggina að utan til að fá þau heil inn. En það var alveg ákveðið frá upphafi að þegar maður kaupir svona gamalt hús þá eru listaverk sem þeim fylgja ekki söluvara. Ég á þau ekki, heldur Grindvíkingar. Ef ég hefði ekki getað nýtt þau eins og raun varð á, þá hefði ég sett létta veggi fyrir framan þá og leyft þeim að lifa á bakvið.
pósturu vf@vf.is
Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja hefur verið vinsæll viðkomustaður hjá unga fólkinu nú á vordögum. Nemendur á leikskólum Reykajnesbæjar hafa verið þar tíðir gestir og fengið góðar móttökur. Hefur börnunum verið lyft upp í hæstu hæðir í körfubíl slökkviliðsins, auk þess að fá að sprauta vatni og setja sírenur í gang. Á meðfylgjandi myndum eru börn frá Heiðarseli.
Við hjá Víkur frét skemmtilegu tum erum að leggja grun blaði í sumar n að lifandi og skemmtilegu m viðburðum og viljum endilega heyr a frá í mannlífinu myndir af ká eða ja tínu og gleði nú þegar sum fnvel fá sendar arið er komið .
HÁTT UPPI!
TEXTI OG MYNDIR: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON // HILMAR@VF.IS
Á
12
fimmtudagur 4. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlífið
pósturu vf@vf.is
NEMENDUR HEIÐARSKÓLA Í KEFLAVÍK FENGU ÓLAF RAGNAR GRÍMSSON, FORSETA ÍSLANDS, Í HEIMSÓKN:
F
Dönsuðu Óla Skans fyrir forsetann
Ólafur Ragnar klappaði fyrir nemendum Heiðarskóla þegar þeir höfðu dansað Óla Skans í íþróttasalnum sl. mánudag.
MYNDIR: OLGA BJÖRT ÞÓRÐARDÓTTIR // OLGABJORT@VF.IS
orseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kom í óvænta heimsókn í Heiðarskóla í Keflavík á mánudagsmorgun. Þar dönsuðu nemendur skólans fyrir hann Óla Skans í íþróttasal skólans. Með heimsókninni á mánudag var forsetinn að fylgja eftir áskorun á kennara Heiðarskóla frá því þeir heimsóttu Bessastaði í vetur. Þar vakti forsetinn athygli kennara á því hvernig þættir úr þjóðmenningu og uppeldi kynslóða væru allt í einu að hverfa. Þannig virtist t.d. sagan og dansinn um Óla Skans vera að hverfa. Nemendur fylltu íþróttasalinn á mánudagsmorguninn og þar mátti einnig sjá fjölmargar ömmur og afa sem var sérstaklega boðið á uppákomuna. Forsetinn sagðist í ávarpi til nemenda ánægður með viðburðinn og hvatti til þess að hann yrði gerður árlegur og var vel tekið í það af nemendum, sem helst vilja fá forsetann í heimsókn einnig árlega hér eftir.
Þættir í þjóðmenningu og uppeldi kynslóða að hverfa – segir Ólafur Ragnar forseti í viðtali við Víkurfréttir
Þau leiddu söng í Óla Skans í Heiðarskóla á mánudaginn.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Sóley Halla Þórhallsdóttir skólastjóri, Haraldur Axel Einarsson aðstoðarskólastjóri, Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.
FORSETINN SÝNDI NEMENDUM MIKINN HEIÐUR - segir Sóley Halla, skólastjóri Heiðarskóla „Mér fannst þetta alveg óendanlega skemmtilegt, það er nú ekki hægt að segja annað. Krakkarnir stóðu stig vel og það var ekki langur undirbúningur. Við æfðum þetta fyrst í morgun í íþróttahúsinu en það var eins og þetta væri þaulæft og þau tóku vel undir í söngnum. Það var sérstaklega skemmtilegt að Ólafur Ragnar myndi koma. Við áttum ekki von á því. Við vitum að hann er önnum kafinn maður og þetta flokkast ekki undir opinbera heimsókn, heldur er hann rétt að líta við hjá okkur og það er mikið að gera hjá honum, enda Smáþjóðaleikarnir að hefjast í dag,“ sagði Sóley Halla Þórhallsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla, í samtali við Víkurfréttir á mánudag. Sóley Halla segir að það hafi mikla þýðingu fyrir skólann að forsetinn skuli gefa sér tíma til koma til nemenda og það sé ekki sjálfgefið. Þetta er mikið ánægjuefni fyrir nemendur skólans og þeim er sýndur mikill heiður. - Forsetinn lagði til að þetta yrði árviss viðburður í lok skólaárs. „Það er umhugsunarefni að á hverju ári myndum við æfa einhvern gamlan dans og rifja upp gamlar vísur og enda skólaárið á því. Það er aldrei að vita nema við gerum það, hvort sem það er Óli Skans eða einhver annar dans, það á eftir að koma í ljós“.
„Óli Skans var búsettur á Bessastaðanesinu og þar er ennþá hægt að sjá torfrústirnar af hans bæ. Í bókhlöðunni, þar sem ég held marga fundi við veglegt borð sem þjóðin þekkir kannski best sem ríkisráðsborðið, er elsta borð í notkun í landinu að ég tel. Það eru tvær fallbyssukúlur á borðinu sem fundust í Skansinum og tengjast Trykjaráninu með vissum hætti. Þegar krakkar og ungt fólk kemur í heimsókn á Bessastaði finnst þeim margt merkilegt á staðnum og ekki síst fallbyssukúlurnar. Þegar ég kom fyrst til Bessastaða sagði ég þeim stundum þessa sögu með Óla Skans. Ég tók svo eftir því fyrir átta eða níu árum þegar ég var að segja þessa sögu að það voru engin viðbrögð. Ég sagði: „Þið hafið auðvitað heyrt um Óla Skans?“ en það kom í ljós að svo var ekki. Það sem var alveg samgróið mörgum kynslóðum að dansa Óla Skans og syngja um Óla Skans og Völu konu hans, það var bara, án þess að nokkur hafi ákveðið það, að hverfa. Mér fannst það eiginlega merkilegt hvernig þáttur í þjóðmenningu og uppeldi kynslóða gæti horfið allt í einu,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, for-
SJÁIÐ
ÓLA SKANS Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA fimmtudagskvöld kl. 21:30 á ÍNN seti Íslands í viðtali við Víkurfréttir, spurður um forsögu þess að hann hvatti til að Óla Skans og öðru úr þjóðmenningunni væri gert hærra undir höfði. „Þegar kennararnir úr Heiðarskóla komu í heimsókn til Bessastaða, þá sagði ég þeim þessa sögu og kvartaði svolítið undan því að leikskólarnir og grunnskólarnir pössuðu ekki að varðveita þennan arf. Þau tóku þessari áskorun og sendu mér svo skilaboð um að nú væru bara allir í skólanum farnir að dansa Óla Skans og buðu mér að koma. Ég gat ekki annað en komið og verið vitni að þessum frábæra dansi sem, eins og ég sagði hér áðan við athöfnina,
að væri Íslandsmet því aldrei hafa jafn margir og jafn ungir dansað Óla Skans. Það var gaman að sjá hvernig krakkarnir tóku þennan dans og voru ánægð. Það var gaman að sjá hvernig allir dönsuðu saman, strákar við stráka, stelpur við stelpur og strákar við stelpur“ - Þessi dans er þannig að það geta allir dansað hann. „Það var einmitt það sem mér fannst hér í dag og ég mundi frá mínu uppeldi. Kannski er það ástæðan fyrir því að dansinn var svona vinsæll hér áður fyrr að það gátu allar kynslóðir dansað hann og kynslóðir gátu sameinast í dansinum. Hann er tiltölulega auðveldur og í honum er einnig saga um ákveðna persónu og hans örlög. Það fannst mér einnig skína úr augum krakkanna hérna í dag. Fyrst skólinn hefur ákveðið að taka mark á forsetanum, sem ekki allir gera, þá varpaði ég fram þeirri óska að þetta verði árlegur viðburður hérna í skólanum“. - Og því var vel tekið. „Því var vel tekið en nú eigum við eftir að sjá hvort að það verður efnt. Þið kannski komið hér að ári og gangið úr skugga um það“.
tm.is/sjavarutvegur
Sjómenn, til hamingju! Saga TM er samofin sögu sjávarútvegs á Íslandi. Við erum stolt af því að hafa komið að uppbyggingu og viðhaldi öflugrar útgerðar við Ísland frá stofnun fyrirtækisins. Til hamingju með daginn sjómenn, njótið hans.
Tryggingamiðstöðin
Síðumúla
24 Sími
515 2000
tm@tm.is
tm.is
14
fimmtudagur 4. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Til sölu gæðamold
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Hraðakstur á Suðurnesjum
SIGURÐUR GUÐJÓNS. SÍMI 892-1164
KYNNINGARFUNDUR Kynningarfundur verður haldinn um nýgerða kjarasamninga, þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 18:00 í húsakynnum VS, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ.
Stjórn VS
Viðskiptatækifæri og atvinnutækifæri Til sölu er rekstur á heimagistingu í Reykjanesbæ.
Búið er að bóka gistingu að mestu allt sumarið 2015 og fram til jóla. Rekstrinum fylgir íbúð og mjög hagstæður leigusamningur. Tilvalið atvinnutækifæri fyrir einstaklinga eða ferðaþjónustuaðila sem vilja bæta við sig viðskiptum.
Nánari upplýsingar gefur Heiðveig í síma 891-6433 eða að senda fyrirspurn á netfangið heida@atilz.is
ATVINNA Laghentir, bílaverkstæði og varahlutasala, leitar að starfsmanni í afgreiðslu og í smáviðgerðir. Verður að hafa vit á og áhuga á bílum og rekstri. Um er að ræða langtímastarf. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 776 7600 eða á Bolafæti 1.
u Ellefu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 155 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Þarna var á ferðinni ökumaður um tvítugt sem á yfir höfði sér 140.000 króna fjársekt, sviptingu ökuleyfis í tvo mánuði og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Þá var talsvert um að ökumenn leggðu bifreiðum sínum ólöglega.
SKURÐSTOFUR HSS KOMNAR Í NOTKUN MEÐ SAMNINGI VIÐ GRAVITAS:
Opnar nýja möguleika fyrir HSS á þessu sviði
H
alldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir mjög ánægjulegt að hafa náð samningum um að nýta skurðstofu á HSS og koma lífi í þá starfsemi aftur. Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur stofnunin gert samning við fyrirtækið Gravitas, sem Auðun Sigurðsson skurðlæknir rekur, en Auðun hefur sérhæft sig í aðgerðum vegna yfirþyngdar. „Þessi samningur, sem er skammtímasamningur til september á þessu ári, gaf okkur möguleika til þess að fara yfir allan búnað, hús-
næði og tæki, þannig að skurðstofan uppfylli allar kröfur til þess að veita skurðþjónustu þar. Gangi þetta verkefni vel tel ég að við höfum góðan grunn til nýrra samninga og möguleika til aukinna verkefna á þessu sviði. Auknum verkefnum fylgir alltaf þörf fyrir fleira starfsfólk,“ segir Halldór í samtali við Víkurfrétta um samkomulagið við Gravitas. „Það er von okkar er að þetta gangi vel og opni nýja möguleika fyrir HSS á þessu sviði,“ segir Halldór að endingu.
Jóhann Geirdal í Gerðaskóla J óhann Geirdal Gíslason hefur verið ráðinn skólastjóri Gerðaskóla í Garði. Það var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Garðs. Sex einstaklingar sóttu um stöðuna sem auglýst var laus til umsóknar fyrr í vor. Þau sem sóttu um stöðuna voru Björg Baldursdóttir, Hlín Bolladóttir, Jóhann Gísli Geirdal Gíslason, Júlía Guðjónsdóttir, Lilja Dögg Friðriksdóttir og Ragnhildur Einarsdóttir.
Ökumenn með fíkniefni u Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á mánudag akstur rúmlega tvítugs karlmanns, sem ók undir áhrifum kannabis og amfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Áður höfðu lögreglumenn stöðvað bifreið, sem í voru tveir menn, ökumaður og farþegi. Ökumaðurinn hafði neytt amfetamíns, metamfetamíns og kannabisefna. Þá fannst kannabis við leit í bifreiðinni, auk poka með amfetamínleifum. Farþeginn viðurkenndi svo vörslur á amfetamíni á heimili sínu.
Festi bíl sinn í utanvegaakstri u Ökumaður varð uppvís að utanvegaakstri þegar hann festi bifreið sína í Lambhagatjörn í vikunni. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang kom í ljós að bifhjóllum hafði einnig verið ekið utan vegar á þessu svæði. Ökumaður bifreiðarinnar viðurkenndi brot sitt en kvaðst ekki hafa vitað að ekki mætti aka utan vegar á þessum slóðum. Honum var þá bent á skilti við veginn sem bannar allan akstur utan vegar.
Icelandair hótel í Keflavík verður Park Inn by Radisson
E
igendur Icelandair hótelsins í Keflavík breyta nafni hótelsins í Park Inn by Radisson efir að hafa gengið til samstarfs við Carlson Rezidor, eina stærstu hótelkeðju heims. Samstarfssamningurinn tekur gildi á haustdögum en fyrir eru tvö hótel hérlendis í samstarfi við Carlson Rezidor, það eru Radisson Blu Saga og Radisson Blu1919. Helsta ástæða breytinganna eru þeir möguleikar sem felast í þeirri miklu áherslu sem Park Inn by Radisson leggur á rekstur flugvallarhótela en keðjan rekur nú þegar hótel við alla helstu millilandaflugvelli í Evrópu. Samningaviðræður við erlendu hótelkeðjuna stóðu yfir í töluverðan tíma en gengið var frá þeim í síðustu viku. „Við kveðjum Icelandair hótelin eftir tæplega tveggja áratuga ánægjulegt samstarf. Framundan eru spennandi tímar enda mikill
ávinningur fyrir hótelið að ganga til samstarfs við og verða hluti af bókunarkerfi alþjóðlegrar hótelkeðju,“ segir Bergþóra Sigurjónsdóttir hótelstjóri, en hótelkeðjan rekur tæplega 1.400 hótel með um 180.000 herbergjum. Eftir breytingar sem nýlega og væntanlegar breytingar á hótelinu
uppfyllir það allar gæðakröfur Park Inn by Radisson, meðal annars hvað varðar þægindi, funda- og ráðstefnuaðstöðu. Á hótelinu eru sex fundasalir sem rúma frá 10 til 300 manns. Herbergi hótelsins eru 77 talsins, þar af voru 14 þeirra tekin í notkun nýverið.
Park Inn by Radisson við Hafnargötu í Keflavík.
Sjómenn!
Til hamingju með daginn
REYKJANESBÆ
16
fimmtudagur 4. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlífið
pósturu vf@vf.is
KVENFÉLAGIÐ HVÖT Í SANDGERÐI FAGNAÐI 70 ÁRA AFMÆLI UM SÍÐUSTU HELGI:
K
Kraftmiklar konur frá 18 til 94 ára! TEXTI OG MYNDIR: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON // HILMAR@VF.IS
venfélagið Hvöt í Sandgerði er líknarfélag sem hefur starfað frá 30. maí 1945 og var félagið 70 ára seinasta laugardag. Félagið er meðlimur í Kvenfélagasambandi Gullbringuog Kjósasýslu (K.S.G.K.) og Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ). Í afmælishófi kvenfélagsins um síðustu helgi var Fanney Ingibjörg Sæbjörnsdóttir gerð að heiðursfélaga Hvatar en hún hefur verið kvenfélagskona í Kvenfélaginu Hvöt frá því í september stofnárið 1945 eða í 70 ár. Á þessum tíma hefur kvenfélagið látið margt gott af sér leiða í mörgum góðum málefnum fyrir samfélagið í Sandgerði og nágrenni. Fyrsti leikskólinn í Sandgerði var t.d á vegum kvenfélagskvenna, en hann var staðsetur þar sem leikskólinn Sólborg er í dag. Helstu fjáraflanir félagsins eru kaffisala á 17. Júní, fermingarveislur og erfidrykkjur, ásamt einstökum kökubösurum. Félagið hefur styrkt margvísleg málefni með stórum og smáum framlögum í gegnum árin og mætti lengi telja alla þá góðu sjálfboðavinnu sem félagskonur hafa gert í gegnum tíðina. Í kvenfélaginu Hvöt starfa 27 kraftmiklar og hressar konur á öllum aldri og eru núna allt frá 18 ára til 94 árs. Félagsfundir eru haldnir fyrsta þriðjudagkvöld hvers mánaðar í Hvatarkoti á Víkurbraut 11 kl.20:00 frá október fram í maí.
HEIÐURSKONUR Í HVÖT Efri röð frá vinstri: Anna Malena Kristinsdóttir, Aðalheiður Guðrún Halldórsdóttir, Þóra Björg Guðjónsdóttir, Ásta Björk Hermannsdóttir og Konný Hrund Gunnarsdóttir Neðri röð frá vinstri: Fanney Ingibjörg Sæbjörnsdóttir (félagi frá september 1945) Guðrún Pétursdóttir (félagi frá janúar 1965) Anna Hallfríður Sveinbjörnsdóttir (félagi frá september 1955) og Rósa Jónsdóttir (félagi frá október 1953) á myndina vantar Sólveigu Óskarsdóttur en hún hefur verið í félaginu frá 1957.
Kvenfélagið Hvöt fékk 150.000 krónur frá Sandgerðisbæ á tímamótunum. Hér eru þau Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar, Ásta Björk Hermannsdóttir formaður Hvatar og Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.
Fanney (Eyja) Ingibjörg Sæbjörnsdóttir var kjörinn heiðursfélagi á 70 ára afmælinu. Hér er hún ásamt Konný Hrund Gunnarsdóttur og Aðalheiði Guðrúnu Halldórsdóttur.
Fjölmargir gestir mættu í veisluna til að fagna með kvenfélagskonum í Sandgerði eins og sjá má hér að ofan og neðan. Hér aðeins ofan má sjá Júlíus Viggó Ólafsson ásamt föður sínum Ólafi Þór Ólafssyni en Júlíus Viggó heillaði gesti með söng sínum í afmælisboði Hvatar.
Ástrós Sóley Kristjánsdóttir, Alexsandra Ýr Auðunsdóttir og Petra Wíum Sveinsdóttir.
Ásta Björk Hermannsdóttir formaður Hvatar og Una María Óskarsdóttir forseti KÍ (Kvenfélagasambandi Íslands)
Tinna Guðrún Jóhannsdóttir.
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 4. júní 2015
-menning
pósturu vf@vf.is
ÞRJÁR NÝJAR SÝNINGAR Í DUUSHÚSUM UM HELGINA:
GARÐAÚÐUN Úðum gegn: Roðamaur, kóngulóm og fl. Björn, 822 3577 · 699 5571 · 421 5571
Innilegustu þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa
Vals Margeirssonar
Vatnsholti 1a, Reykjanesbæ. Birna Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabarn.
HULDUFLEY SKIPA- OG BÁTAMYNDIR KJARVALS
u Á sumarsýningu Listasafns Reykjanesbæjar, HULDUFLEY, er að finna úrval skipa- og bátamynda Jóhannesar Kjarvals sem Aðalsteinn Ingólfsson, sýningarstjóri, hefur fengið að láni frá ýmsum aðilum, söfnum og einstaklingum. Það er einkar vel við hæfi að sýna þessi verk Kjarvals í Listasafni Reykjanesbæjar, í sjávarplássinu Keflavík, þar sem þau kallast á við bátalíkön völundarins Gríms Karlssonar í fremri sal. Í texta Aðalsteins Ingólfssonar um sýninguna kemur fram að Kjarval málaði skip frá fyrstu tíð og sjálfur sagði hann að það hefðu einmitt verið þau sem kveiktu löngun hans til að tjá sig í myndum. Þannig koma skip og bátar oftar fyrir í verkum hans en flest önnur mannanna verk. Þau tóku hins vegar margvíslegum breytingum á málaraferli hans og þróuðust frá því að vera eins konar skráning á
útlitseinkennum togara og seglskipa yfir í stemmningsverk, síðar í táknmyndir um vegferð mannsins og loks jafnvel myndir með ívafi persónulegs uppgjörs við menn og málefni. Nóbelskáldið Halldór Laxness segir t.a.m. eftirfarandi árið 1938 um skipamynd eftir Kjarval: „Þetta skip er aðeins hugsað skip, sál úr skipi eða svipur skips, ef vill, erindi þess í myndinni er ekki eftirlíking hlutar, heldur hitt: að tengja hugmyndir skoðarans við ákveðin efni, sem listamaðurinn vill tjá á leynilegan, undirvitaðan hátt. Raunverulegt skip vakir síst af öllu fyrir listamanninum.“ Sýningin Huldufley verður opnuð í Duushúsum, Duusgötu 2-8, laugardaginn 6. júní kl. 14 og eru allir velkomnir. Sýningin er opin alla daga frá kl. 12-17 og hún stendur til 23. ágúst.
Atvinna
Bergraf ehf. leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingi til að sinna bókhaldi fyrirtækisins og almennri skrifstofuvinnu. Um er að ræða 70% starf og þarf viðkomandi að kunna á DK bókhaldskerfi og geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á reynir@bergraf.is fyrir 12. júní nk.
,,KLAUSTURSAUMUR OG FILMUPRJÓN“
Textíll í höndum kvenna
u Laugardaginn 6. júní kl. 14.00 opnar í Gryfju Duus safnahúsa ein af sumarsýningum Listasafns Reykjanesbæjar sem fengið hefur nafnið „Klaustursaumur og Filmuprjón.“ Sýningin er sett upp í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Á henni eru textílverk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, sýnishorn af hannyrðum kvenna sem búsettar eru á svæðinu og hannyrðir í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Nafn sýningarinnar vísar í breitt svið þeirra verka sem sjá má á sýningunni og má þar telja annars vegar aldagamla útsaumsaðferð og hins vegar nýlegt listaverk sem sam-
anstendur af prjónuðum filmum. Þó flokka megi öll verk sýningarinnar sem textílverk fela þau í sér afar ólíkar nálganir, bæði hvað varðar hugmyndir, efnisval og úrvinnsluaðferðir, enda byggja þau ýmist á handverki, myndlist eða hönnun. Oft skarast þó mörkin milli þessarra ólíku þátta og útkoman getur komið skemmtilega á óvart. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Sýningin stendur til 23. ágúst. Duus safnahús eru opin alla daga frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis.
Airport hótel Smári óskar eftir að ráða í starf í móttöku hótelsins sem fyrst Viðkomandi verður að tala góða íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta kostur. Reynsla af sambærilegum störfum kostur.
SUMARSÝNING BYGGÐASAFNS REYKJANESBÆJAR ER:
Um framtíðarstarf er að ræða. Unnið er á vöktum.
KONUR Í SÖGU BÆJARINS
Einnig getum við bætt við okkur þernum og aðstoð við morgunverð. Um sumarafleysingar er að ræða.
Brot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar Jónsdóttur. Opnuð 6. júní kl. 14.00 í Bíósal Duus safnahúsa. uÁ sýningunni er gengið um þorpið Keflavík á fyrstu áratugum 20. aldar í fylgd Mörtu Valgerðar Jónsdóttur. Hún hafði þann hátt á að fara hús úr húsi og segja frá íbúunum eins og þeir komu henni fyrir sjónir í minningunni. Hún segir frá vinnu, áhugamálum, heilsu, útliti, persónuleika og atburðum í lífi þessa fólks. Afraksturinn er fjölbreyttur og sýnir þverskurð af samfélaginu. Marta skrifaði rúmlega eitt hundrað greinar í tímaritið Faxa á árunum 1945-1969. Sýningin er sett upp í tilefni þess að nú er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Þótt konur öðluðust þannig mikilvæg réttindi þá var langt í land að framlag þeirra til mótunar samfélagsins væri viðurkennt. Við leitum í smiðju sagnaþularins Mörtu Valgerðar Jónsdóttur til að skoða hvernig hún
lýsir samferðakonum sínum í Keflavík í upphafi síðustu aldar þegar þéttbýlið var að festa rætur. Marta hafði einstakt lag á að lýsa samferðarfólki sínu með lifandi og fjölbreytilegum hætti. Skrif hennar gefa okkur ómetanlega innsýn í þessa áhugaverðu sögu og ekki síst á þátt kvenna í mótun hennar. Getur vitnisburður Mörtu Valgerðar um lífið í þorpinu bætt einhverju við þekkingu okkar á sögunni? Getur það verið mikilvægt fyrir okkur að vita að sumar konur voru með fallegt hár og hafi jafnvel þrifið vel heima hjá sér? Eða er sú saga sem fjallar um valdabrölt, stríðsátök og um þá sem voru ríkir og frægir það eina sem skiptir máli að varðveita og þekkja til hlítar? Sýningarstjóri er Sigrún Ásta Jónsdóttir. Sýningin stendur til 30. ágúst. Duus safnahús eru opin frá kl. 12-17 alla daga. Aðgangur ókeypis.
Umsóknir skal senda á netfangið airporthotel@hotelsmari.is Umsóknarfrestur er til 13. júní nk. Airport Hotel Smári Blikavöllur 2 235 Keflavík
www.hotelsmari.is airport@hotelsmari.is 595-1900
VIKULEGUR SJÓNVARPSÞÁTTUR ALLA FIMMTUDAGA
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA á fimmtudagskvöldum kl. 21:30 á ÍNN og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.
Þátturinn er einnig í háskerpu á vef Víkurfrétta, vf.is
ur inn á brautarakstur 18
urnesjum kærði í lok síðustu viku 45 ökumenn akstur og einn til viðbótar fyrir fíkniefnaakstur. mældist á 141 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, ði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar sem ók ða var með þriggja ára barn, nokkurs öryggisTILánLEIGU bifreiðar sinnar. Nokkrir þeirra, sem óku of hratt 3 herb. íbúð leigustilltur í 3 mánuði. enn og kvaðst einn þeirra enntilvera inn á Uppl. í síma 846 3571.
-smáar
il viðbótar kærðir fyrir að sinna ekki stöðvír voru ekki í öryggisbelti og einn talaði TIL SÖLU naðar. Loks voru skráningarnúmer fjarsem ýmist voru ótryggðar eða höfðu ekki ar innan tilskilins tímaramma.
RÉTTIR
16
Atvinnuráðgjafi sportið óskast
fimmtudagur 4. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-
pósturu vf@vf.is
SAMÚEL KÁRI FRAMLENGIR VIÐ 1. DEILDARLIÐ READING Í ENGLANDI:
MIKILVÆGT AÐ STANDAST ÁLAGIÐ OG PRESSUNA
Þjónustumiðstöð STARFs hjá verkalýðsfélögunum á Suðurnesjum óskar eftir að ráða atvinnuráðgjafa sem fyrst í fullt starf. Verkefnið er að þjónusta atvinnuleitendur sem eru félagsmenn í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Félagi iðn- og tæknigreina (FIT) þar sem áherslan er á Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 vinnumiðlun og náms- og starfsráðgjöf. Um er að ræða krefjandi og sjálfstætt starf fimmtudagur 28. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR sem gerir töluverðar kröfur til starfsmanns um skipulögð vinnubrögð. daga ársins og eflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson framlengdi á dögunum
K
fæ 5 vikna frí. samning sinn við B- deildarlið Reading í Englandi en Samúel Þetta telur allt hefur verið á mála hjá liðinu undanfarin ár. Tímabilið sem leið var pósturu vf@vf.is Helstu vonandi. Það hansMenntunarbesta til þessa þarog semhæfniskröfur: U21 árs lið félagsins stóð sig með mikilli verkefni: mikilvægasta prýði er nú svo komið að Samúel • og Háskólanám er nýtist í starfi er farin að gæla við að •fá kallið Vinnumiðlun og ráðgjöf til • VÍKURFRÉTTIR Samsung Galaxy A5, nánast T VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS ekkfimmtudagur maí 2015 er 28. þó karaktinn í aðallið félagsins á næstu misserum haldi hann áfram að standa ert notaður. Verð kr. 50.000,• Þekking og/eða reynsla úr atvinnulífinu og atvinnuleitenda Úðum gegn: Roðamaur, kóngulóm og fl. erinn, þola sig vel. Þetta er glæsilegur áfangi hjá Keflvíkingnum unga en SamUpplýsingar í síma 864 5714. af ráðgjafastarfi við atvinnuleitendur er enskt lið allt • frá Upplýsingagjöf og ráðgjöf um starfs- og allt mótlæti, úel er fyrsti ungi Íslendingurinn sem semur við því GÆLUDÝR póstur u vf@vf.is æskileg námsval og liðsinni við atvinnuleit gagnrýnina Sigurðsson var í svipuðum sporum, reyndar hjá sama félagi. Björn, 822 3577 ·Gylfi 699• 5571 · 421 5571 reynsla af vinnumiðlun er • Samskipti viðogatvinnurekendur varðandi ekki síst SamúelÞekking svaraði og/eða nokkurum spurningum blaðamanns i vikunni: Kettlingar ÞJÓNUSTA æskileg vinnumiðlunsamkeppnGullfallegir kettlingar fást gefins. Tek aðkóngulóm mér þrif í heimahúsum í gegn: Roðamaur, fl. eða Til að• byrja Mjögmeð, góð til samskiptahæfni, viðmót Upplýsingar í síma 421og 3596 ina. Það og eftirfylgni hamingju með jákvætt flott tímabil og • Ráðgjafaviðtöl, skráningar GU GSM 893 7974 865Reykjanesbæ. 5933. er mikil nýjan samning. Ef þú tekur saman tímabilið hjá þér og rík þjónustulund • Samskipti við annað starfsfólk pressa og liðsfélögum þínum í U21 hjákunnátta Reading, íhvernig • Góð tölvufærni og góð íslensku stéttarfélaga n, 3577 i til822 leigu á · 699 5571 · 421 5571 ogí til blasir það við þér svona í baksýnisspeglinum? og ensku • Þátttaka og samvinna samstarfsverkefni TIL SÖLU þess að standast álagið þá þarftu sterka Kærar heiltum yfirsjálfstæð fannst mér við vera mjög góð• þakkir, Mikil krafa vinnubrögð, STARFs ataverslun og andlega hlið og ég myndi segja að það er mín sterkasta hlið. ir, byrjuðum frekar kæruleysislega og náðum ekki vel frumkvæði og skipulagshæfni • Önnur tilfallandi verkefni Lítil 2.herbergja íbúð í Njarðvík til saman en svo þegar lengra dró á tímabilið þá byrjaði Þú framlengir til eins árs við félagið, var lengri samningur á 91 1685. sölu gegn yfirtöku. Afborganir af allt að smella. Unnum borðinu sem þú hafðir ekki áhuga á að bindast eða var þetta 7 leiki í röð og fengum ekki eitt Forvarnir með næringu lánum kr. 57.297 á mánuði. Áhuga- einasta mark á okkur í þeim leikjum og má segja að það sem báðir aðilar vildu þegar sest var við samningaborðið? leigu Það voru ræddir nokkrir möguleikar en þetta var sú hápunkturinn Umsóknir umá þessu starffrábæra skulutímabili! sendar á netfangið: kristjan@vsfk.is eða leigu á mjög samir hafið samband: iceaxis@ það hafi verið U lausn sem okkur fannst best og þetta setur aukna pressu Þú virkar einbeittur, ungur maður og ábyggilega og gæludýra- gmail.com VSFK Krossmóa 4, 260 Njarðvík síðasta lagi 1. júlí 2013. á mig sem ég vildi og með því stefni ég á aðaliðið strax. með plön til lengri tíma í boltanum. Hvernig finnst ma 821 5824. í Njarðvík til gefur Kristján Gunnarsson í síma 421-5777. Ertu eitthvað farinn að gæla við að fá kallþér þessi tími hafaUpplýsingar verið fyrir þig persónulega og finnst Afborganir af Forvarnir með næringu k ið inn í aðalliðið á næsta tímabili? þér þín þróun sem fótboltamaður vera á pari við þær ánuði. Áhugaergja hús til Hver veit hvað næsta tímabili ber í skauti sér. Ég stefni á að komast væntingar sem þú hafðir gert til sjálfs þíns fyrirfram? nd: iceaxis@ ugasamir geta þangað sem fyrst og það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en til Reading er góður klúbbur og þar er allt til staðar til að s STARF – vinnumiðlun ogog ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambandsþess Íslands þarfog allt að ganga upp, þannig að það er alltaf möguleiki. hjálpa ungum leikmanni að þroskast ná árangri. Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni umþarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur. Maður Það hefur hjálpað mér mikið síðan ég kom. Opið alla daga T við atvinnuleitendur í Hvernig er lífið í Reading annars að Fyrstaþjónustu árið var strembið og skrítið aug-sem eru félagar í tilteknum stéttarfélögum. Þjónustan fer fram ábara kvöld fjórum þjónustu-miðstöðvum og þar starfa m.a. 14 atvinnuráðgjafar STARFs. Þungamiðja fara með þig, ertu orðinn að heimaljóslegafram því ég var nýbyrjaður þjónustunnar er þó vinnumiðlun og jafnframt er atvinnuleitendum liðsinnt við margvísleg vinnu- manni þarna ef svo má segja? i atvinnumennskunni, að STAPAFELL vantar húsAð búa hér er bara fínt, flottur staður, stutt maður hafi farið til margra liða– markmiðið er að koma fleiri atvinnuleitendum aftur til starfa. markaðsúrræði Hafnargötu 50, Keflavík uðurnesjum. í allt og mjög róleg borg. Ég að vísu bý á reynslu þá er alltaf erfitt að Nánari upplýsingar um STARF má finna á vefsíðu félagsins: www.starfid.is 6 Gunnar. Opið alla daga Opið laugardaga 10-16 aðeins frá miðborginni og það er bara flytja og hefja nýtt líf án vina Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ fram á kvöld yndislegt. Svo er stutt til London. Ég er og fjölskyldunnar. En þettta orðinn hagvanur en ég verð nú ávallt er lífið sem ég valdi mér. Ég t til leigu frá STAPAFELL Keflvíkingur og það breytist aldrei. stefni ávallt á toppinn og á samkomu g skilvísum Hafnargötu 50, Keflavík www.bilarogpartar.is Nú er tímabilið á enda og sumarið það hefur verið markmiðið 6202 og 781 allaallasunnudaga hæfa sig til almennra íu nemendur útskrifuðust sjón af áhuga hvers og eins. Í fiskað taka við.nemendur Hvernig ætlar Samúmitt tíð. Á þessum kl. tíma11.00 Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ starfa í fiskeldi eða búa vinnslulínu læra nemendur um sem fisktæknar frá Fiskykjanesbæ el Kári að verja sumrinu sínu?sig undir hef ég þroskast mikið og um Verkalýðafélag Verkalýðs- og sjómannafélag ✆ 421 7979 frekara nám hérlendis eðaégvið samfisks, gæðakerfi, um vélar tækniskóla Íslands en útskrift fór meðferðGrindavíkur Já, núna er sumarið komið og ætla leið gertSandgerðis mikið af mistökum, starfsskóla Fisktækniskólans m.a. (t.d. Baader, Marel), tæki og búnað fram 22. maí sl. Fisktækniskóli Íswww.bilarogpartar.is að reyna njóta þess í botn að vera með fullorðnast kannski og lært á samkomu í Noregi. og vinum og ekki síst lands býður upp á fjölbreytt nám sem notaður er til að hámarka gæðifjölskyldunni artar.is ýmsa hluti sem er bara gamÞeir semÞetta að útskrifuðust í þetta verðmæti fisks. gefurkærustunni. sjávarútvegi á framhaldsskólaalla sunnudaga kl. 11.00 an. Sem hæfa nemendur sig Námið til almennra af áhuga hvers og eins. Í fisk- og íu nemendur útskrifuðust ísjón er stutt frí, æfingar knattspyrnumaður sinn voru: Elmar Þór Pétursson, á fjölbreyttum atvinnustarfa í fiskeldi eða búa sig undirbyrja vinnslulínu læra nemendur um möguleika frá Fisk- stigi. í raun strax og stigmagnast hef égsem bættfisktæknar mig mikið síðan Gylfi Sigurðsson, Ólafur vaxandi sjávarútvegi. hagnýtt tveggja ára tækifærum frekara námí hérlendis eða við sam- síðan meðferð er fisks, gæðakerfi, um vélar tækniskóla Íslands en útskrift fór Námið næstu 4 vikurnar áður Ólafsson, en ég kom út, góðar æfingar, MartilHarðarson, Guðrún sjómennskulínu læra nemendur sem byggt er upp að Ístarfsskóla Fisktækniskólans m.a. ég Birkir (t.d. Baader, Marel), tækiþannig og búnað fram 22. maíog sl. góð Fisktækniskóli Ís- nám mæti aftur Reading. Ég þarf mikið tempó aðSigríður Jónsdóttir, Íris Ebba m.a. vélavörslu, aflameðferð, veiðiönnur hver önn er í skóla og hin í Noregi. sem notaður er til að hámarka gæði lands býður upp á fjölbreytt nám að mæta til æfinga í góðu formi. Ajayi staða. Þetta er þó bara byrjÓskarsdóttir, Þröstur Þór Sigurðssjóvinnu og rekstur. Námið áogvinnustað. geta gefur valið tækni, Þeir sem að útskrifuðust í þetta verðmætiNemendur fisks. Námið í sjávarútvegi á framhaldsskólaHvernig líst þér á á Keflavíkurliðið unin. Það er mikið eftir. son, Victor Ingvi Jacobsen, Harer tilvalið fyrir þá sem stefna á sér námsleiðir í sjómennsku, fisksinn voru: Elmar Þór Pétursson, möguleika á fjölbreyttum atvinnustigi. það sem af er tímabils? Hefurðu fylgst Hvar finnst þér þú í Keflavík, Hvítasunnukirkjan Örn Haraldsson og Anton eða huga öðrum og ífiskeldi. og strandveiði Gylfi Sigurðsson, ÓlafuraðÓlafsson, tækifærum vaxandi Verkefni sjávarútvegi. Námið hagnýtt eitthvaðaldur með gangi mála á Íslandi? helst hafaerbætt þig semtveggja ára vinnslu Númi Magnússon. á sjó. Í fiskeldislínu sér-virðist eru valdir hlið- störfum 84þannig að vinnustaðir Birkir Mar Harðarson, Guðrún Í sjómennskulínu læra með nemendur nám sem Hafnargötu byggt er upp Liðið vera í smá erfiðleikum knattspyrnumaður? önnur hver önn er að í skóla og hin m.a. vélavörslu, aflameðferð, veiði- Sigríður Jónsdóttir, Íris Ebba enAjayi ég hef fulla trú á því að þetta komi Það er svolítið erfitt að segja Sigurðsá vinnustað. hjá þeim. Stuðningmenn verða bara til um það. ÉgNemendur er alltaf að geta bætavalið tækni, sjóvinnu og rekstur. Námið Óskarsdóttir, Þröstur Þór allt Har-liðið í gegnum súrt og sætt. sér námsleiðir í séð, sjómennsku, fisk- er tilvalið fyrir þá sem stefna á son, Victor Ingvi Jacobsen, að styðja mig fótboltalega er líkamlega Hvítasunnukirkjan í Keflavík, og er Anton vinnsluog ogmun fiskeldi. bara þannig. Áfram Keflavík. sterkari fljótariVerkefni en ég var.og strandveiði eða huga að öðrum aldur Örn HaraldssonÞað vinnustaðir eru meðalla hlið- störfum á sjó. Í fiskeldislínu sér- Númi Magnússon. Hafnargötu 84 Reynslan telur, égvaldir æfi nánast
GLÝsiNGAR 421 0000
GARÐAÚÐUN
RÐAÚÐUN -
-mannlíf
-mannlíf
smáauglýsingar
auglýsingar
erðir ala bilaða a bíla
vf.is 7979
NÝTT
Bílaviðgerðir Bílaviðgerðir TT ÝPartasala NPústþjónusta Kaupum bilaða Dekkjaþjónusta og tjónaða bíla
Varahlutir
Fisktækniskólinn Í Grindavík útskrifar á sínu fimmta starfsári:
sími 421 7979
Verið velkomin
Tíu fisktæknar útskrifuðust T Tíu fisktæknar útskrifuðust Verið velkomin
Fisktækniskólinn Í Grindavík útskrifar á sínu fimmta starfsári:
www.vf.is T
1 5 - 1 1 6 5 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
vf.is
þjóna ÞRÍRViltu FENGU SVARTflugi BELTI
með flugi okkur? Viltu þjóna með okkur?
Á
miðvikudag í síðustu viku var haldið svartbeltispróf hjá taekwondo deild Keflavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem Keflavíkurdeildin heldur svartbeltispróf algjörlega ánhóp utanaðkomandi Óskað er eftir öflugu fólki til að bætast í kraftmikinn starfmanna aðstoðar en nýverið fékk Helgi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Leitað er aðRafn sveigjanlegum úrræðaGuðmundssonog yfirþjálfari réttindi til að gráða svört belti í góðum einstaklingum sem búa yfir lipurri og þægilegri framkomu taekwondo. Það voru þrír ungir og getu til að vinna undir álagi. drengir að taka próf fyrir svokallÓskað er eftir öflugu fólki til að bætast í kraftmikinn hóp starfmanna aðri poom gráðu en það er rautt lugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Leitað er að sveigjanlegum og úrræða- og svart belti sem er fyrir þá sem
Verkefnastjóri
óðum einstaklingum sem búa yfir lipurri og þægilegri framkomu Starfið felst í stýringu umbótaverkefna í rekstri, fjárfestingum, g getu til að vinna undir álagi.
Verkefnastjóri
ferlagreiningu og áætlanagerð. Samskipti við notendur flugvallarins ásamt skipulagningu og umsýslu verkefna sem tengjast rekstri þeirra er jafnframt stór hluti starfsins.
Þróun og hafa skipulag þjálfunarmála ekki náð aldri til að bera Helgi Rafn og 10 aðrir svartbeltingar Keflavíkur og Grindasvartbeltisgráðu. Starfið felst í þróun og skipulagi þjálfunarmála, uppbyggingu víkur dæmdu prófið. Bartosz Wiktorowicz 1. poom, námsefnis, samskiptum við stjórnendur sem og aðkomu að Daníel Aagard-Nilsen Egilsson 1. framkvæmd námskeiða. poom og Ágúst Kristinn Eðvarðs-
Þróun og skipulag þjálfunarmála son 2. poom.
Allir stóðust þeir prófið með Starfið felst í þróun og skipulagi þjálfunarmála, uppbyggingu tarfið felst í stýringu umbótaverkefna í rekstri, fjárfestingum, glæsibrag og er það orð manna námsefnis, samskiptum við stjórnendur sem og aðkomu að erlagreiningu og áætlanagerð. Samskipti við notendur flugvallarað þetta hafi verið eitt glæsilegasta Myndir: Tryggvi Rúnarsson. Umsóknum skal tengjast skilað inn á rafrænu formi á www.isavia/atvinna. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí. framkvæmd námskeiða. s ásamt skipulagningu og umsýslu verkefna sem próf í manna minnum. ekstri þeirra er jafnframt stór hluti starfsins. Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna
msóknum skal skilað inn á rafrænu formi á www.isavia/atvinna. Umsóknarfrestur er til og meðfyrirtækisins 31. maí. eru umsjón með uppbyggHjá Isavia og dótturfélögum starfa um 940 manns. Helstu verkefni ingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 4. júní 2015
-sportið
pósturu vf@vf.is
Ragnheiður Sara Evrópumeistari Í CROSSFIT EFTIR HARÐA BARÁTTU VIÐ ANNIE MIST OG KATRÍNU TÖNJU
FAGNAÐ VIÐ KOMUNA TIL LANDSINS
Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur var vel fagnað í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar þegar hún kom til landsins á þriðjudagskvöldið eftir sigurförina til Danmerkur þar sem hún sótti Evrópumeistaratitilinn í crossfit.
R
agnheiður Sara Sigmundsdóttir varð um liðna helgi Evrópumeistari í crossfit eftir harða baráttu við Annie Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Mótið fór fram í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Ragnheiður Sara var í þriðja sæti fyrir lokadaginn, aðeins stigi á eftir Annie Mist og Katrínu og stefndi allt í æsispennandi lokadag. Sara gerði úti um vonir þeirra beggja með hreint magnaðri frammistöðu í næst síðustu grein þar sem að hún kláraði æfinguna á nýju meti og má segja að Sara hafi hreinlega skipt yfir í gír sem að keppinautar hennar virtust ekki búa yfir. Titillinn var
svo í höfn þegar hún náði 2. sæti í lokagrein mótsins og brutust út mikil fagnaðarlæti á meðal þeirra fjölmörgu stuðningsmanna hennar sem að höfðu lagt leið sína á mótið. Þar með er ljóst að Sara verður á meðal keppenda á heimsleikunum í Kaliforníu í júlí ásamt þeim keppendum sem lentu í 2. -5. sæti en íslensku stelpurnar lönduðu fjórum af þessum fimm sætum sem er einstakur árangur. Velgengni Söru sl. misseri hefur verið með hreinum ólíkindum þar sem að stjarna hennar hefur risið hratt í crossfit heiminum og verður henni án efa spáð mikilli velgengni á heimsleikunum af spekingum vestanhafs í kjölfar þessarar frammistöðu.
3 litir
Björk og Jón Arnór fengu Áslaugar- og Elfarsbikarinn
B
jörk Gunnarsdóttir og Jón Arnór Sverrisson fengu Áslaugar- og Elfarsbikarinn afhentan á lokahófi yngriflokka hjá Njarðvík á dögunum. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja efnilegustu leikmenn félagsins á hverju ári.
Massi Íslandsmeistari í liðakeppni karla í kraftlyftingum
O
pna Íslandsmótið í kraftlyftingum fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík sl. helgi. Njarðvíkingar stóðu sig með miklum sóma á mótinu og unnu til að mynda Íslandsmeistaratitil í liðakeppni karla þar sem að Massi hlaut 48 stig, þremur meira en lið Akureyrar sem hafnaði í 2. sæti. Þá eignuðust Njarðvíkingar tvo Íslandsmeistara í einstæklingskeppni þar sem að Hörður Birkisson vann -66kg flokkinn en hann lyfti 460 kílóum í samanlögðu skori. Þá sigraði Brynjólfur Jökull Bragason í -83kg flokki þar sem hann lyfti 602,5 kílóum í samanlögðu. Ellert Björn Ómarsson hafnaði í 3. sæti í sama flokki en hann lyfti samanlagt 510 kílóum. Þá varð Sindri Freyr Arnarson í 2. sæti í -74kg flokki en hann lyfti samanlagt 592,5 kílóum í samanlögðu.
Grindavík áfram í Borgunarbikarnum
G
rindavík er komið áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 3-4 sigur á Völsungi á Húsavík á þriðjudag. Grindvíkingar leiddu 0-4 í hálfleik með mörkum frá Alejandro Hernandes, Ásgeiri Ingólfssyni og tveimur frá Óla Baldri Bjarnasyni. Norðanmenn mættu fílefldir inn í síðari hálfleik þar sem að þeir gerðu atlögu að Grindvíkingum án þess að ná að jafna leikinn.
Athugið! Úrslit leikja frá því í gærkvöldi eru á vef Víkurfrétta, vf.is
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 458 2200
UPPBOÐ
4 litir
(process Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Mávabraut 11 fnr. 208-9981, Keflavík, þingl. eig. Sigríður Inga Eysteinsdóttir, gerðarbeiðendur Mávabraut GRÁSKAL 7-11, húsfélag og Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 9. júní kl. 09:20. Vogagerði 8 fnr. 226-0030, Vogar, þingl. eig. Hjördís G Bergsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., sv/h þriðjudaginn 9. júní kl. 10:15. Tjarnargata 4 fnr. 209-6659, Vogar, þingl. eig. Jóhann Björn Jóhannsson, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 9. júní kl. 10:25. Faxabraut 17 fnr. 208-7412, Keflavík, þingl. eig. Donatas Ulbinas og Dovile Bagdanaviciute, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 9. júní kl. 09:30. Suðurgata 1 fnr. 209-0623, Keflavík, þingl. eig. Vignir Þór Sturluson, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 9. júní kl. 09:00. Beykidalur 8 fnr. 230-3160, Njarðvík, þingl. eig. Emma Dröfn Kristrúnardóttir og Arnar Steinn Elísson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 9. júní kl. 09:55. Bjarnar vellir 16 fnr. 208-7155, Keflavík, þingl. eig. Ásmundur Óskar Einarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 9. júní kl. 09:10. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 3. júní 2015 Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.
Keilir | Ásbrú | 578 4000 | keilir.net | facebook.com/keilir
Háskólabrú Keilis
Nýtt tækifæri til náms umsóknarfrestur til 15. júní
Tæknifræðinám
Gríptu tæknifærið umsóknarfrestur til 5. júní
Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Rúmlega 1.200 nemendur hafa þegar lokið námi á Háskólabrú og uppfylla inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Keilir hefur tekið frumkvæðið að nýstárlegu og spennandi háskólanámi. Við bjóðum vandað háskólanám (BSc gráðu) í tæknifræði á vegum Háskóla Íslands og á vettvangi Keilis, bæði í Orkuog umhverfistæknifræði og Mekatróník hátæknifræði. Sæktu um á keilir.net facebook.com/keilir