Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Vikulegur magasínþáttur frá Suðurnesjum - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!
UMHYGGJUGANGA SIGVALDA SJÓARINN SÍKÁTI FORSETINN OG ÓLI SKANS GEO HOTEL ... já, það er alltaf eitthvað í þætti vikunnar!
Sjónvarp Víkurfrétta
nslög yfir 700 in Þú finnur rétta á YouTube Víkurf Sjónvarps
á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 4. JÚNÍ 2 0 15 • 2 2 . TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Landsnet framkvæmir fyrir um 900 milljónir vegna Helguvíkur
Brugðið á leik fyrir myndavélina Þessir erlendu gestir voru á gönguleiðinni meðfram standlengjunni í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld og nutu góða veðursins og brugðu á leik. Skammt undan landi var danska varðskipið Thetis.
L
VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
n Mikil aukning gististaða á Suðurnesjum á undanförnum árum:
15 nýir gististaðir síðan í haust – Voru sjö árið 2001 en orðnir 47 núna. Um 1900 gistirými í 821 herbergi. „Ef við tökum eingöngu inn þá sem eru með öll leyfi gild í dag, þá er þetta fjölgum um 80% miðað við fjölda gististaða en í fjölda herbergja eða rúma er þetta ekki eins mikil fjölgun. Mest er fjölgunin í flokki heimagistingar, þar sem um fá herbergi er að ræða hverju sinni,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurnesja. Árið 2001 voru um sjö gististaðir á Reykjanesi en í fyrra voru þeir orðnir 47. 15 staðir hafa bæst við í vetur og fimm staðir eru í uppbyggingu og koma mögulega inn síðar á árinu. Boðið er upp á 1892 gistirými á Suðurnesjum í 821 herbergi. Þar af eru 641 með baði. Langflest rýmanna eru í
Reykjanesbæ eða 1331. Þar á eftir kemur Grindavík með 252 rými, Sandgerði með 189, Vogar 101 og Garður 38. Þuríður segir gistingu á Reykjanesi einkennast af litlum stöðum, heimagistingum og gistiheimilum. Um 18 aðilar eru með 15 herbergi eða fleiri af þessum 62 gististöðum sem Markaðsstofa Suðurnesja hefur upplýsingar um. „Það ánægjulega við þessa þróun, af þeim sem ég hef haft tök á að heimsækja, er að mikill metnaður er lagður í bæði gistiheimili og heimagistingar og aðstaða og þjónusta þeirra er til fyrirmyndar. Við þurfum þó alltaf að hafa vakandi auga með því að það haldist, einng að gæði og þjónusta séu höfð í fyrirrúmi.“ Spurð um hvað gæti
mögulega vantað á Reykjanes þá væru það fleiri hótelrými. „Þannig að við hefðum tök á því að hýsa gesti stærri viðburða á svæðinu, eins og ráðstefnur. En við erum með flotta aðstöðu fyrir slíka viðburði og getum í dag hýst um 500 manna ráðstefnu með góðu móti.“ Þá segir Þuríður nýtingu gistingar á svæðinu hafa verið mjög góða. Heilsárs hótel hafi náð yfir 90% nýtingu yfir árið sem varla þekkist utan höfuðborgarsvæðisins og nýtingin hafi farið upp um 21% milli ára 2013-2014. „Gestirnir koma að sjálfsögðu ekki sjálfkrafa, þannig að aðstandendur þurfa að vera vakandi yfir því hvernig þeir koma þjónustu sinni á framfæri.“ Sjá nánari umfjöllun á bls. 2.
andsnet hefur undirritað samkomulag við Rafeyri um uppsetningu á háspennubúnaði í nýju tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í janúar 2016. Nýja tengivirkið, sem fengið hefur nafnið Stakkur, er við hlið kísilvers United Silicon við Stakksbraut og hannað með hugsanlega stækkun í huga. Þrír 132 kílóvolta rofar verða í tengivirkinu og tveir spennar, annar sem tengist kísilverinu og hinn í eigu HS Veitna. Verkið felur í sér uppsetningu á þremur háspennurofum og öðrum háspennubúnaði í tengivirkinu. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og skal verkinu að fullu lokið í janúar 2016. Íslenskair aðalverktakar (ÍAV) sjá um byggingu á Stakki, tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 341 milljón króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í árslok 2015. Þá hefur Ístak hafið framkvæmdir við skurð fyrir jarðstreng frá tengivirki Landsnets á Fitjum og út í Helguvík. Framkvæmdin er upp á 228 milljónir króna og mun standa yfir í sumar. Í desember sl. var svo samið um jarðstrenginn sjálfan við þýska fyrirtækið Nexans. Hann varður lagður í skurðinn í sumar. Strengurinn kostar 1,3 milljónir Evra eða ríflega 190 milljónir króna. Alls eru þetta framkvæmdir vegna raforkumála í Helguvík fyrir um 900 milljónir króna.
FÍTON / SÍA
Tengivirkið Stakkur mun rísa í Helguvík.
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001