• fimmtudagur 8. júní 2017 • 23. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
RAGNHEIÐUR SARA MÆLD Í BAK OG FYRIR
Sveinn tekur tímabundið við stöðu byggingarfulltrúa n Sveinn Björnsson byggingafræðingur og löggiltur aðalhönnuður hefur tekið tímabundið við stöðu byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Sveinn hefur á undanförnum árum starfað við eignaumsýslu hjá Reykjanesbæ. Sveinn hefur margs háttar reynslu af byggingafræði og starfaði um skeið sem byggingarfulltrúi í Stykkishólmi. Sveinn hefur auk þess unnið hjá Tækniþjónustu SÁ ehf., OMR verkfræðistofu ehf., THG Arkitektum ehf., Almennu Verkfræðistofunni hf. og verið sjálfstætt starfandi. Frá þessu er greint á vef bæjarins.
Sextán ára á stolnum bíl
n Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er að undirbúa sig fyrir Crossfit leikana. Sara hefur verið í þriðja sæti á leikunum síðustu tvö ár. Sara heimsótti nemendur í íþróttafræðinni hjá Háskólanum í Reykjavík í vikunni og þar var hún mæld í bak og fyrir. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu,“ segir á fésbókarsíðu Íþróttafræði HR. Það var Golli ljósmyndari sem tók þessa skemmtilegu mynd af Ragnheiði Söru þegar á mælingum stóð. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi frá Íþróttafræði HR.
n Piltur sem stöðvaður var í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum aðfararnótt sunnudags reyndist aka bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi auk þess sem hann var einungis sextán ára og því réttindalaus. Þá var rökstuddur grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Hann var færður á lögreglustöð og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið.
Ekki alvarleg mengun eða þrávirk efni ●●Járnaruslið og tjaran verða hreinsuð burt af svæðinu ●●Seinkun á gatnagerðinni um nokkrar vikur eða mánuði
FÍTON / SÍA
Rannsóknir sem gerðar voru af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja á Flugvöllum, ofan Iðavalla í Keflavík, og sendar til rannsóknar hjá Háskóla Íslands staðfesta að á svæðinu er hvorki um alvarlega mengun að ræða s.s. þungmálma né þrávirk efni. Þetta kom fram í máli bæjarstjóra Reykjanesbæjar á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni. Eins og Víkurfréttir greindu frá á dögunum hefur mikið af rusli komið upp við gatnagerð á svæði ofan Iðavalla. Þá hefur tjöru einnig orðið vart. Vitað er að tunnur með tjöru voru urðaðar á svæðinu. Á sínum tíma var ákveðið að þekja svæðið með 4-5 metra lagi af jarðvegi og urða það járnarusl og drasl sem þarna var. Síðar var það tyrft að hluta og þar komið fyrir knattspyrnuæfingasvæði sem var þó víkjandi. Skýrsla sem unnin var árið 2001 af stýrihópi Staðardagskrár 21 greinir frá því að á svæðinu hafi verið urðaðar þúsundir tunna af tjöru. Skýrslan
einföld reiknivél á ebox.is
hafði enga formlega stöðu í stjórnsýslunni og var ekki dreift eða send út til umsagnar eða kynningar heldur einungis kynnt í bæjarráði og bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, sagði á fundinum að eftir að málið komst í hámæli að nýju hafi komið fram upplýsingar að tjörutunnurnar væru frekar í tugum talið eða hundruðum. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006 hófst vinna við endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar og stóð allt kjörtímabilið þar til það var afgreitt árið 2010. Á meðal þeirra nýjunga sem komu til sögunnar var svæði undir flugtengda starfsemi á umræddu svæði. „Engar athugasemdir bárust við þennan hluta aðalskipulagsins, hvorki frá íbúum, Heilbrigðiseftirliti, ríkinu eða öðrum. Engar ábendingar eða athugasemdir komu heldur frá öðrum aðilum,“ sagði bæjarstjóri á bæjarstjórnarfundinum í vikunni.
Tjara lekur úr jarðvegi á svæðinu ofan Iðavalla. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun samþykkti því nýja aðalskipulagið án þess að nokkur úttekt eða rannsókn hefði farið fram á svæðinu. „Því var mönnum ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu við gerð deiliskipu-
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
lags, byggt á hinu nýja aðalskipulagi, og var þá strax gert ráð fyrir starfsemi sem tengdist flugi eða ferðaþjónustu s.s. fyrir bílaleigur með tilheyrandi þjónustu“. Ekki kom til lóðaúthlutana á þessum forsendum og lítil eftirspurn reyndist þá eftir lóðum undir slíka starfsemi. „Árið 2015 fundum við hins vegar fyrir vaxandi áhuga og þörf frá ýmsum aðilum fyrir lóðir undir margháttaða starfsemi tengda alþjóðafluginu og var ákveðið að deiliskipuleggja svæðið upp á nýtt, fyrst og fremst með bílaleigur í huga, sem þyrftu að geta byggt rúmgóðar þjónustubyggingar en einnig að hafa næg bílastæði undir hundruð eða þúsundir bíla. Það er það skipulag sem nú er í gildi og úthlutaðar lóðir taka mið af “.
Þegar gatnagerð hófst á svæðinu nú í vor komu menn fljótlega niður á járnarusl ýmiskonar og síðan áðurnefndar tjörutunnur. „Hvorki starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs [USK] né Heilbrigðiseftirlitið vissu af þeim eða höfðu lesið hina 16 ára gömlu skýrslu Stýrihóps Staðardagskrár 21,“ sagði Kjartan Már. Járnaruslið og tjaran verða hreinsuð burt af svæðinu. Starfsmenn USK hafa verið í góðu sambandi við þá lóðarhafa sem þegar hafa tryggt sér lóðir við Flugvelli. „Ljóst er að einhver seinkun verður á gatnagerðinni vegna þessa en vonandi ekki nema nokkrar vikur eða mánuðir,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. n Sjá einnig á vf.is